Lögberg - 26.10.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 26.10.1939, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. OKTóBER, 1939 3 Þekkingarneistar íslenzkað af Jakobínu J. Stefánsson (Framh.) LÆKNISF RÆÐILEGS EFNIS Læknir einn í Fíladelfíu, Eberhart að nafni, sagði á fundi lækna þar, að hin tíðu og snögglegu dauðsföll af melt- ingarleysi stöfuðu af hinum of köldu drykkjum og köldum eftirmat, sem svo margt fólk neytti, eftir ríflegar máltíðir. Þetta veikti hjartað, og kældi magann svo, að meltingar- vökvinn stöðvast í hálftíma, en svo kemur of mikið rensli á hann, eftir kyrstöðuna, sem eðlilegt er, jsagði læknirinn, og þetta verður svo oft orsök til hins hættulega sjúkdóms, sein áður er nefndur. + + Til að verjast tannpínu og halda um leið tönnum sínum óskemdum, e^ gott að núa þær eða bursta tvisvar á dag upp úr brimsöltu vatni. Eigi all- fáu fólki hefir reynst þetta ráð ágætt, tilí að verjast tann- pínu, og því að tennurnar skemdust, en það var með því að gera það að staðaldri. Tannlæknir einn sagði að þessi aðferð til varnar tönn- unum þyrfti alment að verða tekin upp. + + Mjög mörg dauðsföll telja krabbameinssérfræðingar stafa af því, að sjúklingurinn fari ekki nógu snemma til sér- fræðinga í þeirri hættulegu tegund sjúkdóma. — krabba- meinsgerla á vissum stöðum í likamanum — þó ekki séu útvortis — megi ráða við, ef sjúklingurinn nyti rannsókna með nýjustu tækjum til þeirra hluta nógu snemma. Ráð sér- fræðinga er þetta: Ef þrálát tilkenning er, af innvortis las- leika, sem hinir almennu læknar annaðhvort geta ekki sagt um með vissu hvað er, eða geta alls ekki læknað, þá að fara án tafar undir rann- sókn krabbameinsfræðinga, því jafnvel þó engum virðist sjúkdómseinkennin þess eðlis, þá sé að gæta þess, að krabba- mein byrjar oft hægt, og getur á byrjunarstigum, sýnst að vera alt annað en það er. + + Eigi allfáum sjúkdómum mætti komast hjá, ef menn gættu réttrar meðferðar á sjálfum sér; telja læknar suma alt of algenga lifnaðar- hætti stundum orsök vissra sjúkdóma, t. d. ofát og inni- verur. Ættu menn helzt ekki að neyta matar fyr en þeir fyndu sig hafa ákveðna þörf fyrir hann, — tilfinningin segir til þess; en að neyta matar meðan hún ekki segir til — gert hvað ofan í annað — leiðir til þess, að maginn og meltingarfærin hvílasl aldrei, og slíkt er varhugavert fyrir heilsuna. En hins þarf jafnframt að gæta, að fæðan sé kjarngóð. Miklar inniverur eru einnig alt annað en heilsusamlegar. Það fólk, sem er mest úti undir berum himni, er oft hraustara en hitt. Þessvegna er þeim, sem eru niðurdregnir og máttlitlir oft ráðlagt að vera mest úti við. Hið svo- nefnda “járnvín” er einnig oft ráðlagt í slíkum tilfellum. + + Þegar sjón er tekin að sljófgast er, eins og menn al- ment vita, bezta ráðið að brúka gleraugu til hlifðar við augun. En sé það af ein- hverjum ástæðum ekki hægt, þá er gott að gæta varúðar með sjónina á ýmsan annan hátt, t. d. horfa sem minst þar sem birta er óvanalega sterk; hið annað, að baða augun af og til í köldu vtani; einnig að hvíla augun stund og stund með því að hafa þau aftur. Þetta síðastnefnda ráð til við- halds sjóninni hefir mjög tíðk- ast í seinni tíð. En af öllu er mest áriðandi að hafa 'nógan svefn. + + Lengi vel var haldið að holdsveiki — þessi voða sjúk- dómur — væri ólæknandi, en sem betur fer er það ekki. Frá Ástralíu, þar sem holdsveikra- hæli hafði verið sett á stofn á nærliggjandi stað, kom sú fregn nýverið, að fjórir sjúkl- ingar þar væru orðnir albata af holdsveikinni, og þyrftu ekki að vera þar lengur. Stofn- un þessi var sett á fót fyrir rúmum sjö árum síðan. LA NDA FRÆÐILEGS EFNIS Ilinar norðlæffii borgir. NOME er borg við Bering- sjóinn, suðaustur af Berings- sundi á suðurströnd Sovard- skagans; Nome er stærsta borgin á skaganum og er þar aðalstöð kaupskapar og við- skiftalífs í Vestur-Alaska, full- komnastir skólar og æðsta dómsvald í málum. Bærinn stendur nálægt gullnámum miklum, en ekki langt þar frá eru einnig tin og kopar námur. Margt er þar með stórbæja-fyrirkomulagi, svo sem eins og vatnsleiðsla, raf- Ijós, sími, o. fl. Járnbraut liggur þaðan til Sheldon, sem er nær 90 mílum norðar. Nome bygðist fyrst sem lítill námubær árið 1899. Árið 1930 voru ibúar þar 1,213 að tölu. En þegar gull- leitin var sem áköfust í Klondyke-héraði hér á árun- um, þá voru ekki færri en 12,000 manns í Nome. m + + SIT’KA var eitt sinn rúss- neskur bær, og var þá aðset- urstaður umboðsmanna Rússa stjórnar og eftir að Banda- ríkjamenn fengu landið var þar aðseturstöð stjórnarvalda um nokkurn tíma. Sit’ka er á vesturströnd Baranoff-eyjar, í fjalllendi á suðaustur-skaganum, var upp- runalega (1799) bygð fyrir verzlunarviðskifti rússneskra og amerískra kaupmanna, og þá nefnd Archangel. Enn stendur þar grísk-katólsk kirkja, bygð 1816, en saga bvgðar og bæjarins na>r aftur til 1804, því þá hófst fyrst varanlegt landnáms þar. f og umhverfis Sit’ka er loftslag og veðurfar ákjósan- legt. Veturnir þar eru mildari, oft og einatt, en í miðhluta Bandaríkjanna, sem þó er þúsund mílum sunnar. Helztu atvinnuvegir eru við námur; einnig er þar trjávið- artekja allmikil og silungs- verzlun. Þar er einnig jarð- yrkju- og landbúnaðardeild Alaska. Þar er bækistöð með fullkomnum tækjum og út- búnaði fyrir vísindaleiðangra með ströndum fram; einnig er þar biskupssetur, því biskup- mn í Alaska á þar heima. Eitt af því eftirtektarverð- asta þar, er hið svonefnda Sheldon, Jackson Museum (gripasafn), sein Presbvtera- trúboðar þar hafa; þessir trú- boðar hafa einnig skóla fyrir innfædda. íbúatala var, árið 1930, 1,056, þar af 200 Norð- urálfumenn. + + JUNEAU er á suðaustur strönd landsins, eitthvað um 160 mílur norður af Sit’ka ísein eitt sinn var höfuðborg). f Juneau er bækistöð laga og réttarfars þess héraðs-um- dæmis, þar er námuvinsla, fisktekja og er því staðurinn miðstöð viðskifta fvrir afar- stórar landsbygðir þar út frá, sem sækja afúrðir námulanda og sjávar þangað. Þar eru heildsölu og smásölubúðir, raflýsing, símakerfi, kirkjur, skólar, bóka eða lestrarsalir, dagblöð, útvarpsstöðvar, lög- reglulið og slökkvilið; er þar mikil byrgða- og viðskiftastöð og eru því strandferðaskip stöðugt í gangi milli Juneau og ýmsra sjávarbygða og hafna á strönd Alaska, og einnig til Seattle, og fleiri borga við Puget Sound. Veður eru mildari á vetrum i Juneau en í sumum borgum sem eru inni í miðju landi í Banda- ríkjunum, þó þúsund mílum sé sunnar. Bærinn er frá ár- inu 1880, var löggiltur 1890. Árið 1930 var ibúatala þar 4,043. + + KETCHIKAN er hafnarbær, injög nærri suðaustur oddan- um á Alaska, og stendur á eynni Revillagigedo, og hefir flest, ef ekki öll, menningar- tæki nútímans, svo sem raf- ljós, banka, skóla, kirkjur, blöð og verzlunar- og við- skiftastöð fyrir bæinn og námumannabygðir þar nærri. Veðurfar heldur frostasamt, en regnfall allmikið árlega; íbúafjöldi 3,796 (árið 1930). + + FAIRBANKS er stærsta borg innanlands i Alaska. Þar er miðstöð námuvinslu mik- illar; þar er hæstiréttur fyrir öll innanlandsmál er fyrir k-oma á hinu mikla lands- svæði milli suður og norður stranda. Borg þessi er á bökk- um Chisannaárinnar og eru því, eftir ánni samgöngur þá 5 mánuði ársins sem hún er auð, við Saint Michael, sein er norður af Yukon, og einnig við Dawson og fleiri staði í Yukon. Við Fairbanks er endastöð Alaska-járnbrautarinnar, en önnur járnbraut, lögð fyr á tímum, liggur frá Fairbanks, yfir 45 mílna veg, að gullnám- unum. f Fairbanks er eins og í öðrum borgum, sama menn- ingar fyrirkomulag, svo sem málþræðir, orkuver, rafljós, o. s. frv. Fólkstala þar 2,101. (Framh.) pramreitt ískolt Fáið nóg fyrir barnaveizlurnar 5 STÓR GLÖS 8c TIL IHUGUNAR Þegar menn verða ríkir og voldugir, fá þeir andstygð á fátæklingunum, sem áður voru vinir þeirra.—S. Morris ♦ ♦ Aðalgallinn við tvíkvæni er sá, að menn eignast tvær tengdamæður. — Russell lá- varður. ♦ ♦ Menn ættu að vera eilítið betri við vini sína, í stað þess að skríða fyrir óvinum sín- um.—Ed. Howe. ♦ ♦ Við lærum það af sögunni, að af henni verður ekkert lært.—Georg W. F. Hegel. Lok mannkynsins verða þau að það deyr af menningu.— R. W. Emerson. Listin að tala við aðra er miklu frekar í því fólgin, að fá þá til að “opna hjarta sitt,” heldur en að gera það sjálfur. Sá, sem er ánægður með sjálf- an sig og gleðst yfir gáfurn sínum, er hann hefir átt tal við þig, mun bera þér vel sög- una.—La Bruyére. Margir menn senda eftir lækni, þegar þá langar til, að einhver taki þátt í mæðu þeirra.—C. Price. —Samtíðin. $nsintös anb DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 6 ST. JAMES PLACK Winnipeg, Manitoba Carbs r Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Off'ice tlmar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 645 WINNIPEG DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur í eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstimi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusími 22 251 Heimilisslmi 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 Dr. S. J. Johannesson 806 BROADWAY Talsimi 30 877 • Viðtalstími 3—5 e. h. DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdðma. Viðtalstlmi 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofuslmi 80 887 Heimilissími 48 651 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrasOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœOingur 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talsími 601 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG • Pægilegur og rólegur bústaöur i miðbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Quests

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.