Lögberg - 26.10.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.10.1939, Blaðsíða 6
ft LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. OKTÓBER, 1939 Leyndarmálið í turninum Eftir ANTHONY HOPE iaaillBMllllllll)lii)iilll)iiM»ililiiHluiliiiilliiiiiiiiiiiilliniiiiiiiHHiiiiiiiiiiiiiiHimi»miiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiHiiimi»iiuiiiiuii!iimiii;iiiiiM Þannig var þá áhlaupsdagurinn fastsettur, og ef aðeins hefði verið við hann staðið, þá gat alt hafa farið á annan veg milli Doktor Mary og Mr. Beaumaroys. Atburðirnir hefðu þá að líkindum losað Mary við að setja skilyrði sín og hún hefði þá, ef til vildi, aldrei heyrt hið vekjandi orð “Morocco.” En stóri Neddy — eins og nánustu vinirnir nefndu hann — var nautnamaður jafnt og athafna; hann var enginn skrifstofubusi; hann vildi hafa rúmgott umsvif til að lyfta sér upp um jólin, og var nú í Brighton að njóta þess ásamt hóp af kunningjum, sem allir voru í efstu rim nautnastigans, lifðu samkvæmt því og jusu út fé sínu (sem þeir áttu þó ekki) á báða bóga. Við þennan félagsskap — sem ekki aðeins karlmenn heyrðu til — neitaði Neddy að skilja. Mr. Ben- nett, sem stiklaði eins og á glóðum út af drætt- inum, varð að taka þessu, hvort sem honum geðjaðist það betur eða ver; fyrirtækið var sam- kvæmt Neddy skoðun (sem hann og lét í ljós með góðlátlegri fyrirlitning eins og stór ofur- menni telja sér heimilt) aðeins blindingaleikur; hver vissi eiginlega hvað miklu gamla durgnum og félaga hans hefði tekist að flytja í gömlu brúnu töskunni út í Turnhúsið. Stundum virtist sem taskan væri létt og stundum aftur þung; var þá kannske full af tígulsteinum! Þegar Neddy var í þessu skapi, varð að laga sig eftir því, jafnvel þó hinn herramannlegi Mr. Bennett sæti þá sem á þyrnum. Flokksforinginn fann minna til þess þótt framkvæmdir drægist; honum geðjaðist líka að aukatekjunum sem nýja atvinnan færði honum, miklu fremur en að stöð- unni sjálfri, þar sem honum stóð stöðugur ótti af að rekast á Beaumaroy. Það olli honum því fremur ama en ánægju, er hann fékk þær fréttir frá Mr. Beaumaroy, að Neddy hefði tiltekið dag- inn, sem hans mikilleik þóknaðist til heimsóknar- innar í Turnhúsið — það var þriðjudagurinn 7. janúar, og, af hendingu, einniitt sami dagurinn, sem Mr. Beaumaroy átti að fara af stað áleiðis lil Morocco! Nákvæmlega sagt skyldi áhlaupið gert beinlínis á burtfarardegi hans — ef hann færi. Hinn ákveðni tími þess tiltekinn kl. eitt að morgni, þegar sennilega mætti búast við, að engin umferð yrði á heiðarveginum. Þetta var líka sérstaklega áríðandi, þar sem Turnhúss- glugginn vissi út að götunni, er lá aðeins tólf eða fimtán fet frá húsinu. Eftir kátínuþrungna matarveizlu — sem að dómi Mr. Bennetts var fremur um of, en það var eina yfirsjónin hjá Neddy, að hann vildi blanda gáska inn í gerðir sínar — lögðu þeir tveir á stað í Overlands bíl. Mr. Bennett — sem á hinn bóg- inn hans stóri vinur Neddy kallaði “Mike,” en ekki “Percy,” eins og við hefði mátt búast — tók á sig rauðbleiku hárkolluna og gula yfirskeggið rétt eftir að þeir lögðu af stað; Neddy vildi ekkert dulgerfi h»fa þá stundina, en hafði grímu i vasa sínum, og í sama vasanum hafði hann líka ofur- lítið ómjúkt barefli. En Bennett var vopnlaus — hafði aðeins áhöld til iðju sinnar, sem hann var mjög æfður í að nota. Þeir félagarnir höfðu unnið saman áður; þó Neddy ávítaði Mike fyrir að vera heigull, og Mike fullyrti með blótsyrðum að Neddy myndi einhvern tíma koma þeim báðum í gálgann, þá unnu þeir samt vel saman, báru virðing hvor fyrir öðrum og sáu í gegnum fingur við hvors annars dutlunga. Hinn rétti samvinnu- andi ríkti hjá þeim. Með þeim eina hætti byggist varanleg og heiðvirð framsókn! “Segir flokksforinginn, að fyrir gluggann sé neglt aðeins þunnum borðum?” spurði Neddy eftir langa þögn, sem enda hafði varað þangað til þeir voru komnir yfir Putney-brúna og voru að fara^ upp ha*ðina sem þá tók við. “Já, og það fúnum borðum lika. Að rífa þau niður ætti ekki að taka nema tvær minútur, og þá er bara glugginn sjálfur eftir til að taka úr, og að komast inn. En við verðum auðvitað að líta í kringum okkur. Og svo, ef ekkert er til fyrirstöðu, smeygi eg mér inn og ýti einhverju fyrir klefadyrnar og svo kemur þú á eftir. Flokks- foringinn standi á verði við húsdyrnar, svo ekki sé komist að baki okkar. Skilur þú það?” “Já, það er ágætt.” ' “Og þá — nú, svo verðum við að leita hlut- anna, og þegar við höfum fundið þá, verður þú að bera þá burt, Neddy. Hefir þú nokkuð á móti þvi, þó þetta kunni að vera nokkuð þungt?” “Mér er nú ekki um að ofreyna mig,” sagði Neddy með galsa, “en eg reyni alt sem eg get að bera það, vona bara að eitthvað sé þarna!” “Það hlýtur að vera þarna. Eða heldurðu að það hafi vængi? Vængina fær það að minsta kosti ekki fyr en maður hefir það í vasanum og gerir sér glaða kveldstund með stúlkunum!” Neddy svaraði þessu með hláturs hrynu en svo hafði hann eina spurning um starfið enn fram að bera: “Hvar eigum við að koma því fyrir? Hvað langt í burtu? “Flokks foringinn hefir valið stóran trjá- buska til þess, svo sem þrjú hundruð fet frá hús- inu í áttina til Sportsfield og níutiu fet frá veg- inum, þangað er býsna greiðfært, nema fyrir burkna — en bíllinn fer hæglega yfir hann. Þar er ágætt leyni og billinn bíður okkar þar. Þegar við ökum svo til Sportsfield, þurfum við ekki að fara fram hjá húsinu — sem er kostur — og að bílnum þarf ekki langt að bera það, sem við finnum.” “Þetta hljómar nógu vel,” sagði Neddy ró- lega og geyspaði um leið. “Viltu bragða dropa?” “Nei, það vil eg ekki — og eg vildi að þú gerðir það ekki heldur, Neddy. Það gerir mann örgeðja, og maður má ekki vera bráðlyndur eða óþolinmóður við svona verk.” “Taktu við stýrishjólinu snöggvast, meðan eg fæ mér sopa,” sagði Neddy, alveg eins og vinur hans hefði ekkert sagt. Hann tók tappann úr stórri flösku og slokaði í sig all-vænum “dropa.” Eftir að hann gerði þetta gætilega og af ásettu ráði, bætti hann við: “Og far þú í horngrýti, Mike! Þar er dimt, er það ekki? En þetta hérna er nógu geðugt.” Neddy sagði svo ekkert fyr en þeir voru komnir nálægt Sportsfield, en spurði þá: “Þessi Beaumaroy — skrítið nafn, finst þér það ekki? — mun vera stór kumpán, er það ekki, Mike.” “Býsna vænn, en, hamingjan huggi þig, þó eins og barn í sainanburði við þig.” “Jæja, þá, en þú sagðir inér eitthvað um það, að flokksforinginn teldi hann verulega stóran.” “ó-já, en það var Naylor — kafteinninn. Hann er ekki í Turnhúsinu; og, hamingjunni sé lof, við erum ekki líklegir til að hitta hann þar.” “Eg vildi gjarnan að hann væri þar! Þá gæti eg fengið dálitla æfingu,” sagði Neddy. “Jæja, en eg veit ekki nema Beaumaroy gæti veitt þér hana. Flokksforinginn kann ýmsar sög- ur af honum úr stríðinu.” “Hugsum ekki um þessa hermenn — þeir eru ekki til neins.” Þann tíma sólarhringsins, er hann taldi sínar frístundir, það er að segja að deginum til, þegar algengir menn eru að verkum, vann Neddy sem snjall serfræðingur i iðn sinni, en hafði þann galla, að vera seinn til vinnu á morgnana og að verða lasinn um hátíðastundir árstíðanna. Hann bjó til sjónpípu-gler, og þrátt fyrir hylskni við iðnina, var verk hans talið al- þjóðar nauðsyn, sem það líka var. En það var honum engin afsökun fyrir hleypidóm hans gegn hermönnunum. Þeir óku í gegnum útjaðar Sportsfield-bæjar; Mike — svo maður noti hið algengara nafn — hafði kynt sér umhverfið nákvæmlega, og eftir leiðsögn hans gat ökumaðurinn sneitt hjá þétt- bygðari hlutanum. Svo komust þeir á heiðar- veginn, fóru fram hjá Fornasetri og bráðlega — svo sem hálfa mílu frá Turnhúsinu, ráku þeir sig á Hooper flokksforingja, er beið þeirra þar við veginn. Nú var komið fast að miðnætti — loft mjög skýjað og þvi dimt, sem vel hæfði fyrirætlan þeirra. Hann hneigði sig ögn í kveðjuskyni, steig orðalaust upp í bílinn og hvíslaði með varúð að þeim leiðbeiningum til hins afvikna staðar bak við trjárunnann. Þangað náðu þeir eftir svo sem þrjú hundruð feta leið á veginum og níutíu feta krókinn um óslétt heiðadrögin. Þetta var ágætur felustaður fyrir bílinn, sem ekki sást til af veg- inum, og lengra út var heiðin og engin gata eða troðningur að sjá þar í nánd. Neddy steig út úr bílnum, en gleymdi ekki sinni mætu flösku. Hann rétti hana að flokks- foringjanum, eins og í viðurkenningar skyni, og sagði: “Þetta er ágætur staður, og er þér til heiðurs eins og viðvaningi. Hérna, félagi, en farðu gtilega; það er auðséð, að þú ert ekki vanur við að drekka vín úr staupi!” “Þegar eg sit svona seint uppi, verð eg eins og máttvana,” sagði flokksforinginn eins og sér til afsökunar. Mike brá eitt augnablik framan í hann vasa- ljósinu. og sá í litlu rangeygðu glyrnunum svip, er bar þess vott að honum leið einkar óþægilega. “Flokksforingi,” sagði Mike þýðlega og í alvöru- róm, “þessi vinur minn reiðir sig á þig. Og það er ekki ráðlegt að láta hann verða fyrir vonbrigð- um.” Svo brá hann Ijósinu á Neddy, sem virtist nú, umkringdur af næturhúminu, all-dólgslegur að sjá. “Er það, Neddy?” bætti hann við. “Nei, eg er viðkvæmur drengur, já, það er eg,” svaraði Neddy brosandi. “Varastu þó, flokks- foringi, að skerða traust mitt á þér með því að sýna hinn minsta þrekleysis vott.” Flokksforinginn titraði ögn, en sagði hreysti- lega: “Eg er ákveðinn í þessu og yfirgef það ekki.” “Það er líka hollara fyrir þig,” sagði Neddy. “Var alt með kyrrum kjörum í húsinu, þegar þú fórst þaðan?” spurði Mike. “Já, grafkyrð, að þvi er mér virtist,” svaraði flokksforinginn. “Alt er þá eins og það á að vera,” sagði Neddy. “Og hvar eru brauðsneiðarnar, Mike. Mig langar í bita. Svo var ein handa flokksforingj- anum líka! En ekkert meira úr flöskunni — nei, flokksforingi, ekkert meira! Hvenær eigum við að byrja, Mike?” “Eftir svo sem hálftíma.” “Rétt mátulegur tíma fyrir ofurlítinn auka- bita — ostur og svartöl handa þér, ástin inín?” sagði hinn glaðlyndi Neddy. Svo sagði hann al- varlega: “Það var jafngott að þetta fór ekki frani hjá okkur!” Frá götunni, sem þeir höfðu rétt skilið við, heyrðist til bíls, sem stefndi i áttina til Turnhúss- ins og ínkston. Naylor kafteinn var að flytja ástmey sína heim, eftir unaðslega kveldstund hamingjnóska og velþóknunar hjá foreldrum sin- um. XII. KAPÍTULI. Leyndardómur turnsins. Þegar Beaumaroy opnaði gætilega turndyra- hurðina og vísaði Doktor Mary þar inn, blasti vissulega við henni einkennileg og þó átakanlega spaugileg eftirlíking konunglegs göfgis og skrauts. Turnbyggingin var hringmynduð, um þrjátíu og fimm fet á hæð og þvermálið tíu fet. Tjöld úr rauðu og purpuralitu, grófgerðu efni huldu vegg- ina alt i kring um tólf fet upp frá gólfi; þar fyrir ofan skein í beran múrsteinsvegginn og þak- sperrur. Á miðju gólfi voru tveir litlir, óvandaðir bríkarstólar og sneru baki þangað sem Mary og förunautur hennar stóðu. En gegnt þeim á þriggja geta háum palli, er tvær tröppur lágu að, stóð stór og djúpur, skrautlega útskorinn eikar- stóll, sem einnig var fóðraður purpuraklæði á sæti og bríkum, yfir honum var hvelfing og hengj- ur umhverfis hvorttveggju úr purpuralitum dúk. Þetta hásæti sneri baki að glugganum — sem Mr. Saffron hafði látið negla fyrir bráðlega eftir komu sína í Turnhúsið. Kertaljós lýsti upp klefann — og voru þar tveir stjakar með kirkjulegri gerð, sinn hvoru megin við stóra stólinn eða hásætið, og sex kerti í hvorum, öll nú með logandi ljósi og eydd hér um bil niður að miðju. Þarna djúpt sokkinn í hásætisstólinn, sat hinn pervisalegi Mr. Saffron, með fætur hvilandi á háum fótaskemli, í hægri hendi hélt hann á sprota, sem auðsjáanlega var leikhúss-áhald, úr dökkum viði og prýddur gyltu skrauti; vinstri hönd þrýsti hann fast að sér. Augun störðu út í herbergið, og varirnar bærðust eins- og hann væri að tala, þó ekkert hljóð heyrðist. Eftir öllu þessu tók Doktor Mary strax og hún kom inn í dyrnar; en á næsta augnabliki beindist athygli hennar að öðru, engu minna einkennilegu, vinstra megin við hásætið, til hægri handar frá þar sem hún stóð i dyrunum, var eld- stæði og ristin ber, þó svalt væri loftið inni sem úti. Beint þar fram undan var áreiðanlega í gólfinu gröfin, sem Mr. Penrose hafði sagt frá við jóladags-máltíðina í Fornasetri — sex fet á lengd, þrjú íet á breidd og um fjögur fet á dýpt. Upp að veggnum fast hjá hallaðist steypijárns-þynna, sem auðsjáanlega var notuð eins og hlemmur til að hylja með gryfjuna, og þar rétt við hafði verið fleygt í haug ræmu af daufrauðum ullardúk eins og þeim er huldi turnklefa-gólfið. Nálægt járn- hleminnum og teppisræmunni stóð gömul Ieður- taska, brún að lit.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.