Lögberg - 04.01.1940, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.01.1940, Blaðsíða 4
4 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 4. JANÚAR, 1940 I------------ILögbErB---------------------- GefiS út hvern fimtudag af 'J’ITE COLiUMBTA PRESS, LIMITKD «»ó Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBEHG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The '‘Lögberg’’ is printed and published by The Columbia Press, Limited. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Eitt á enda ár vors lífs er runnið Plinu sinni enn liefir Tími konungur lagt á líkfjalir liðið ár, og kvatt á vettvang í þróunarsögu þjóða og landa annað nýtt í staðinn; saga hins nýliðna árs, var á mörg- um sviðum blökk og blóði drifin; saga hermdarverka og níðingslegrar ósvífni; saga sáttmálsrofa og svika við heilög tilverurétt- indi einstaklinga og þjóða, þar sem “Andinn frá Berlín”1 og Moskva svo hafði þroskast í öfuga átt, að slík firn minna öllu öðru frem- ur á ljóðlínur Gríms Thomsen í hinu tröll- aukna kvæði hans, Stokkseyrar-reymleikinn “Svo var þar mikill Satans kraftur, að saltaðir gengu þorskar aftur.” Ilið nýliðna ár hefir fylgt þjóðréttind- um Albaníu til grafar; það hefir einnig ver- ið vakandi vitni að útför Czechoslóvakíu og Póllands, og skömmu áður en síðustu vitar Jiess brunnu út, varð það líka hlutskifti þess, að vera vitni að því, er rússnesk rauðmenn- ing stofnaði til fjörráða við Finnland, án þess að átylla væri til; ekkert af þessu, hversu ömurlegt sem það er, slær Tíma konungi skelk í bringu; með köldu rólyndi er hann sér þess fullvitandi, að seint og síðar meir verður það hans göfuga hlutskifti, að fægja og græða sárin. Vel og viturlega er Tíma konungi lýst í kvæði Shelley’s, því, er Grímur Thomsen íslenzkaði: “Reginhaf tímans! Þínar öldur árin eru, þín selta mannkyns beizku tárin. Botnlausa djúp, þú Jaðmar feigðarjönd og flytur unnvörp upp á bleika strönd, þú gleypir alt, en græðgin sefast lítt, því gamla selurðu upp og heimtar aftur nýtt, viðsjált í logni, voðalegra þó, er velta upp stormar þínum undirsjó,— og til þess allri vorri er varið æfi að velkjast hvíldarlaust á þínum sævi.” Ömótmælanlega má heimfa'ra ljóðlínurnar hér að ofan “Þú gleypir alt, en græðgin sefast lítt,” upp á Adolf Hitler og Josef Stalin, og þessvægna eru þeir samsekir um þann óvinafagnað, er gervalt mannkyn nú horfist í augu við.— Góðu heilli var saga gamla ársins engan veginn einhliða; hún ber þess vitni í aldir fram, að enn voru við lýði þjóðir, er fórna vildu öllu í þágu frelsis og mannréttinda; þessar þjóðir voru Bretar, Frakkar, Canada og aðrar sjálfstjórnarþjóðir brezku veldis- heildarinnar; það skal verða hlutverk þeirra og hins unga árs, að sökkva á fertugu dýpi Jieim óheillaöflum, er skotið höfðu rótum með einveldisþjóðunum, og leggja með því varanlegan grundvöll að friði á þessari fögru jörð; endurreisa þjóðbandalagið, eða endur- skapa nýtt þjóðbandalag, er betur fullnægi kröfum breytts við'horfs og breyttra tíða.— Og nú á hin friðsama, canadiska þjóð einu sinni enn í stríði gegn máttarvöldum myrkurs og vfirgangs; hún hefir af fúsum og frjálsum vilja skipað sér í brjóstfylking þeirra J)jóða, er dýpsta bera lotningu fyrir fæðingarrétti hins frjálsborna manns án til- lits til hnattstöðu eða ytri aðstæðna; hún berst fyrir málstað, sem óhugsandi er að bíði lægra hlut. Eining canadisku þjóðarinnar kom fag- urlega í ljós á aukaþinginu, sem kvatt var til í haust^vegna stríðsins við Þýzkaland, og sú eining í orði og athöfn mun aukast og margfaldast með hverjum líðandi degi unz yfir lýkur og takmarki frelsisstríðsins er náð.— A þeim tímamótum, sem canadiska þjóðin nú er stödd, sýnist ekki óviðeigandi, að rifja upp niðurlagsorðin úr ræðu Mr. Kings, er hann flutti í þinginu um þær mundir er Canada sagði Þýzkalandi formlega stríð á hendur; en þau voru á þessa leið: “Tvenn öfl hafa frá alda öðli verið að verki í mannheimum; afl hins illa og afl þess góða; ef vér eigi tökum höndum saman og berjumst til þrautar til útrýmingar hinu illa afli eigum vér það á hættu að hið góða verði grafið fyrir fult og alt.” Finnlandsbréf EFTIR CHRISTIAN GIERLÖFF Þetta stórfróðlega Finnlandsbréf, sem birtist í Morgunblaðinu í Reykjavík þann 2, desember síðastliðinn; varpar skíru Ijósi á þróunarsögu finsku þjóðarinnar síðan hún enduírheimti frelsi sitt að aflokinni heims- stjörjöldinni frá 1914. Nú á þessi harðsnúna þjóð, sem þráði að búa í friði. og átti heimt- ingu á því að búa að sínu í friði, í h'eilögu frelsisstríði fyrir tilveru sinni gegn rússncsk- um rauðfylkingum, er einkis svífast og láta daglega rigna sprengjum yfir gamalmenni, konur og börn er ekkert hafa til sakar unnið. Samúð allra góðra ma/nna, hvar sem þeir eru í sveit settir, streymir til finsku þjóðarinnar á þeim krossgötum, sem hún nú er stödd. —Rltstj. ♦ ♦ ♦ Helsingfors í október. I. Hvergi hefir þjóðfrelsi haft gagngerðari áhrif á framfarir þjóðarinnar en í Finnlandi og á Islandi síðustu 20 árin, frelsið sem ley.s- ir öfl úr læðingi og gefur fólki hug og d.jörf- ung til framkvæmda. Merkisdagarnir í sambandi við frelsi Finnlands í ófriðarlokin eru þessir: 6. des. 1917, þegar frelsissamþyktin var gerð; 16. maí 1918, þegar frelsisstríðinu lauk, og að síðustu er friðurinn var saminn í Dorpat 1920. Hversvegna gerðu Svíar ekki í’’innland að lýðríki um aldamótin 1200? Astæðan til þess mun hafa verið forn menning landsins, eins og hún lýsir sér í Kalevala- og Kanteletar-kvæðunum. Með þessum forsendum gáfu Svíar Finnum jafn- rétti sem .samborgurum sínum í hinu sænska ríki, og bráðlega rétt til þátttöku, í konungs- kosningu. Finnar kusu fulltrúa á fyrsta löggjafar- J)ing Svía 1435, og árið 1581 varð Finnland sérstakt stórfurstadæmi. Árið 1640 fengu Finnar sérstakan háskóla í Abo, og tvéim árum síðar fengu þeir fyrstu biblíujiýðing sína. Finska var mál mentamannanna alt fram á 18. öld. En þá sigraði sænskan, nema hvað finskan var alþýðumálið eftir sem áður. Þessar fáu sögulegu staðreyndir gefa skýr- ingu á því, hvernig á því stóð, að Finnar höfðu svo mikil áhrif á líf sænsku þjóðar- innar, bæði í menningar- og hermálum. All- ar merkustu ættir Svía, sagði sænskur rit- höfundur eitt sinn, komu frá Finnlandi. Og svo kom Rússa-tímabilið. Hvernig stóð á því, aði Alexander I. hét Finnum því, að 'þeir skyldu fá að halda sjálfstjórn og sinni eigin löggjöf, er hann lagði Finnland undir sig 1808—09. Þannig var farið að vegna þess eins, að menningar- þjóð átti í hlut. Og Finnum tókst að halda þjóðmenning sinni í heiðri, og sjálfstjórn. Arið 1860 fékk landið sérstaka mvnt, og sjálfstæða tollöggjöf, og þing Finna kom ár- lega saman eftir 1863. Þá var og finsk tunga viðurkeijd í opinberu lífi þjóðarinnar. Tuttugu árum seinna var ákveðið að finska og sænska skyldu vera jafnréttháar. En síð- an varð finskan smátt og smátt aðalmálið. Árið 1878 var lögleidd almenn herskylda í landinu. P’engu finnar }>á sérstakan her, er eigi varð sendur út fyrir landamærin, nema með samþykki þingsins. Þjóðin hafði inn- lenda stjórn og J)ing, og voru lög þingsins lögð fyrir stórfursita Finnlands, keisarann í Pétursborg (Finnar nefna borg }>á enn því nafni, en hvorki Petrograd eða Leningrad). Þessi ríkistengsli, sem í rauninni var “personal- union” fyrst vúð Svía og síðan við Rússa, hélzt fram á síðustu áratugi 19. aldarinnar. En þá komu herriaðarandi Rússa, þjóðrembingur og afturhald til skjal- anna. Þessi öfl kiptu úr viðgangi Finna, og sköpuðu úlfúð milli }>eirra og Rússa. Hvernig gátu nokkrar framfarir }>rifist und- ir svipum kósakkanna! Margir minnast finskra vina frá þeim tímum, hve beygðir þeir voru, og hvern ótta þeir báru í brjósti um 'það, að altaf væri einhver njósnari á næstu grösum. Samt héldu Finnar ótrauðir áfram löggjöf sinni undir sænskum áhrifum, og reyndu að komast áfram eins og bezt gegndi. II. Síðan þeir fyrir 20 árum fengu frelsi sitt hafa þeir í ríkum mæli unnið upp kyr- stöðu fyrri ára. Að vísu töpuðu þeir mesta markaðinum fyrir framleiðslu sína, sem áður var í Rússlandi. Og fjármagn landsins minkaði í brot af fyrra verðmadi. En eins og Mannerheim hershöfðingi töfraði fram her vorið 1918, fótgöngulið, sjólið, lofther, skotlið, landamæravörslu og strandgæslu, eins stjórnuðu Finnar aðdáanlega málum sínum eftir ófriðinn og borgarastyrjöldina, gegnum kviksyndi kreppuáranna, bæði innan- og utanríkismálum, fjármálum, iðnaðarmálum og félagsmálum. Hér var nýtt ríki í blómgun. Að flatarmáli er Finnland (ninna en Sviþjóð, stærra en Noregur, en strjálbýli svipað og i Noregi. Þar eru nærri 9 íbú- ar á hvern ferkílómetra, en í Finnlandi rúmlega 9. Það eru skógarnir og iðnaðurinn i sam- bandi við skógarhöggið, sem skapað hafa grundvöllinn að fjárhagslegri viðreisn landsins. Sögunariðnaðurinn sexfaldað- ist árin 1917—1937, og trjá- kvoðuiðnaður fimmfaldaðist, pappírsframleiðsla ferfaldaðist, en timburiðnaður sjöfaldaði tekjur sínar sinar í 9 miljarða finskra marka á ári. Ríkið er mesti skógaeigandinn, og rekur mikla iðju í sambandi við þá. En annar iðnaður ferfaldaði tekjur sínar i 12 miljarða finskra marka á ári. Við timburiðnað- inn unnu 33,000 manns, en nú 80,000, við annan iðnað voru 73,000 en nú 128,000 manns. 1 kreppunni 1930 voru um 90,000 atvinnuleysingjar í land- inu, í janúar 1932 voru þeir 27,000, í júlí 1932 24,000 og í júlí 1936 aðeins 17,000. Skógurinn hefir verið hjálpar- hella Finna, og eru framfarir þeirra í skógrækt geysimiklar. III. Mestar hafa framfarirnar orð- ið á sviði landbúnaðarins. Yfir 3/5 af öllum bændum landsins eru smábændur er hafa ekki yfir 10 hektara af landi. En aðeins 0.3% bændanna eiga stórjarðir sem eru yfir 100 hektarar. Árið 1937 var rúmlega helmingur bændanna leiguliðar. En nú eru yfir 90% sjálfseignarbændur. Með einum lögum voru 100,000 leiguliðar gerðir að sjálfseignar- bændum. En nýræktin þessi 20 ár hefir alls orðið 600,000 hekt- arar, eða 30,000 hektarar á ári. f Finnlandi, sem í Frakklandi, eru það snjába>ndurnir er mynda kjarnann i hernum. Þeir berjast fram í rauðan dauðann, fyrir hinu litla heimili sínu og fyrir þjóð sinni, og gefa aldrei upp von meðan þeir draga andann. Fram til 1917 fengu Finnar mest af korni sínu frá Rússlandi. Nú geta þeir bjargað sér að mestu sjálfir með korn. Hefir rúguppskeran tvöfaldast, en hveitiuppskeran hefir aukist úr 6,000 tonnum í 210,000 tonn. Smjörframleiðslan hefir þrefald- ast, ostaframleiðslan fimmfald- ast. Eru Finnar orðnir frægir fyrir ostagæði sín. Búfjárafurð- ir jukust árin 1932—1936 úr 4Ú2 miljarð marka í 6% miljarð. Sama er sagan á ótal sviðum. Á þessum 20 árum hafa járn- brautir landsins lengst um 50%, símalinur fertugfaldast að lengd, gufuskipastóll fjórfaldast. 1700 kílómetrar af vegum hafa verið gerðir, en fjöldi flutningabíla hefir tólffaldast. Tekjur af skemtiferðafólki hafa aukist úr 106 milj. í 250 miljónir. IV. Á sviði mentamála eru fram- farirnar greinilegar, er ráðnar verða af tölum. Nemendafjölgunin er t. d. mik- 11 í búnaðarskólum, unglinga- skólum, lýðháskólum. Þar hefir nemendatalan tvöfaldast. Lýð- háskólarnir höfðu mikil áhrif á ófrelsistímunum, og svo er enn. Þeir hafa 3,000 nemendur. Verk- legir skólar hafa 18,000 nemend- ur, og hefir þeim einkum fjölg- að síðustu 10 árin. Rikisháskól- inn í Helsingfors hafði 230 kenn. ara og 3,200 stúdenta, en hefir nú 369 kennara og 6,500 stúdenta. Nemendum verzlunarháskólans hefir fjölgað úr 204 stúdentum i 705 og nemendum tekniska há- skólans úr 600 í 1,000. Og líkamsmenningin. Stórir íþróttavellir voru 100 í landinu, eru nú 500. Félagatala íþré>tta- félaga var samtals 53 þús., en er nú 260 þús. Læknatala hefir tvöfaldast, en tala tannlækna þrefaldast. Finnar fóru þá skynsömu leið, sem Osc. Jæger prófessor ráð- lagði á sinum tíma í Noregi: Lágt verðlag, lág laun — lág laun, lágt verðlag. Og sem lægsta skatta. Olnbogarúm fyrir fram- tak manna. Verðlag hefir verið furðanlega lágt í Finnlandi. Þeg- ar gengið var ákveðið 1925, komu fram raddir um það, að markið ætti að fara upp i 100% gengi. En sem betur fer var ekki horfið að þvi ráði. Hafa Finnar hrósað happi yfir þvi. Árið 1932 voru þjóðartekjurnar metnar 14 miljarðar marka, en árið 1936, 20 miljárðar. Altaf tekjuafgangur á fjárlögum, verzl- unarjöfnuður hagstæður, erlend- ar skuldir lækkandi frá þrem miljörðum marka 1933 í 811 miljónir 1938. Það er skiljanlegt að Finnar segi nú, eftir allar þessar fram- farir og velsæld síðustu ára: “Og svo skyldi þetta dynja yfir!” Velgengni Finna á undanförn- um árum hefir sprottið af undir. okun þeirra á fyrri árum. Hún er ávöxtur af því er hin forna mikla stéttaskifting milli efna- manna og öreiga hvarf; af þvi að stéttabaráttu var eytt og borg- arastyrjöld til lykta leidd, og tví- skifting þjóðar hætti, og mynd- aðist af Lappohreyfingu og kommúnisma. Velgengni þeirra hefir verið ávöxturinn af markvissri fram- farabaráttu, sterkri stjórn, sem hefir haft glöggan skilning á fjármálum og atvinnumálum, og af miklum félagslegum umbót- um. Af þessu öllu saman hafa F’innar þessi 20 ár uppskorið þjóðhamingju sína. Stefnuföst, samhent þjóð. Finni einn komst svo að orði: “Driffjöðrin í öllum okkar framförum hefir verið lífslöngun vor, O’g sú athafnaþrá sem gagn- tekur þann, er ræktar sína eigin jörð. Smábóndanum vegnar betur ef hann á jörð sína sjálf- ur, heldur en Ieiguliðanum. Finska þjóðin er gömul þjóð. En í þjóð vorri lifir enn skap- andi æskueldur, dugur og djörf- ung.” Það er ósk heimsins, að þessi dugmikla þjóð fái að lifa í friði og vinna í friði að framförum sinum. Pierre Flandin Þessi stjórnmálamaður hefir einkum vakið athygli fyrir tvent: hve langur hann er (6 fet og 6 þumlungar) og hve ungur hann komst á framfæri í stjórnmálum. Þegar hann var fyrst kosinn á þing, 1914, var hann aðeins 25 ára og yngstur allra manna á þingi. Og þegar hann myndaði stjórn árið 1934, sem sat í átta mánuði, var hann yngsti forsæt- isráðherrann, sem nokkurntima hafði verið i Frakklandi. Flandin er foringi hinna svo- nefndu “vinstri-lýðveldissinna.” Hann er lögfræðingur og nam lögfræði í Englandi og einn þeirra fáu frönsku stjórnmála- manna, sem tala vel ensku. Því að franskir stjórnmálamenn halda að jafnaði fast í það, að franskan eigi að vera alþjóðmá! stjórnmálamanna og hirða því Iítt um að læra önnur mál. Árið 1915 varð hann forstjóri fyrir sameiginlegum flugmálum sam. herjanna í styrjöldinni. — Hann hafði oft verið ráðherra, er hann myndaði hina fyrstu stjórn sína 1934 og hefir gegnt bæði fjár- mála-, verkamála, verzlunarmála- og utanríkismálaráðherra em- bætti. Flandin þykir stjórnsamur maður og samvizkusamur, en þó betri til þess að vinna undir stjórn annara en sin sjálfs. — Mönnum urðu vonbrigði að ráðu- neytisstjórn hans 1934, en hins- vegar þótti hann gefast ágætlega sem ráðherra í stjórnum annara. Annars segist hann sjálfur hafa miklu meira gaman af að fljúga en að fást við stjórnmál. Hann gekk í flugherinn undir eins og styrjöldin hófst og stýrði þar sprengjuflugvél þangað til hann var gerður að yfirmanni flug- málanna. Og þrítugur að aldri varð hann skrifstofustjóri flug- málaráðuneytisins. Síðan fór hann að gefa sig að fjármálum og varð fjármálaráð- herra i stjórn Lavals 1931 og sömuleiðis í stjórn Tardieu. f þjóðstjórn Dommergue var hann verkamálaráðherra. Og þegar Gastounet varð að segja af sér, í nóvember 1934, varð Laval til þess að mynda nýja stjórn. Og þegar Sarraut myndaði stjórn sína gerði hann Flandin að utan. ríkisráðherra og i því embætti hefir hann getið sér mestan orð- stír til þessa. En hann á sjálf- sagt eftir að koma mikið við sögu franskra stjórnmála hér eftir, “ef hann fitnar ekki meira og verður ekki enn latari,” eins og Poul-Boncour sagði. -—Fálkinn. Avarp til finsku þjóðarinnar Á þessum alvarlegu tímum, þegar hin finska þjóð með aðdá- anlegri ró og hugprýði stendur á verði fyrir sóma sínum og sjálfstæði, hlýtur hugur hvers norræns manns að vera gagntek- inn af samúð og virðingu fyrir henni. íslendingar, sem eru yzti útvörður norrænnar menn. ingar í vestri, eins og Finnar eru það i austri, hafa um langan aldur fylgt örlögum Finnlands, frelsisbaráttu þess og viðreisn, með vakandi athygli og vináttu- hug. Þótt vér séum svo fá- mennir og lítilsmegandi, að vér getum ekki sýnt hug vorn í verki, viljum vér ekki láta hjá liða að segja hvað oss býr í brjósti. Því sendir nú hin is- lenzka þjóð bróðurkveðju um hendur Norrænu félaganna í báðum löndunum. Vér biðjum þess, að hið eilífa réttlæti og sú gifta, sem til þessa dags hefir vakað yfir þjóðum Norðurlanda og leitt þær til sjálfstæðrar menningar og þroska, haldi nú og æfinlega hendi sinni yfir hinni finsku þjóð, og að hún komi út úr hverri þeirri eldraun, sem fyrir henni kann að liggja, með hreinan skjöld, aukinn sam- hug og vaxandi þrótt. Reykjavik í nóv., 1939. Ávarpið var undirritað af fjöl- mörgum þektum mönnum, for- mönnum þingflokka, forseta AL þingis, þingmönnum, biskupi, há- skólakennurum, ýmsum embætt- ismönnum og forstöðumönnum stofnana, ritstjórum blaðanna, o. fl o. fl. — Frá Akureyri og Siglufirði bárust margar undir- skriftir undir skjal þetta, er deildir Norræna félagsins og stú- dentafélögin gengust fyrir. —Morgunbl. 3. des. Grímur Eyfjörð Skarð er fyrir skildi, skammur fyrirvarinn; frá oss ertu farinn fyr en margur vildi. Sakna bezta bróður bygðir landsins fríðar, viðstaddur og víðar vinafjöldinn hljóður. öllum hlutum ofar, eftir langa kynning, merk og fögur minning, manninn dáinn lofar. Einn af vinum hins látna. J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.