Lögberg - 04.01.1940, Blaðsíða 8
ÞAÐ HfíESSIR
YÐUR ÁVALT
i 2-glasa
flösku
8
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 4. JANDAR, 1940
ÍB QmméAnyttmm
.1i,::íllll;!;!ll!llllll!:i'll!illl|!i!lll!l!!IB'j!l!llllllllllll:iÉ;;i!:llil':!i!ill!!lllill!!ÍEÍ!liílilllllllllt!ll;;!'íi1
Or borg og bygð
''HilllUlllllllllllllllllllllilllilllllllllllllllllllllHlllllWlMlllllllllllllllllllllllllilillllllllllllllllF
Heifflilisiðnaðarfélagið heldur
sinn næsta fund að heimili Mrs.
Albert Wathne, 700 Banning St.,
á miðvikudagskveldið 10. janúar
1940, klukkan 8.
♦ ♦ -t-
Junior Ladies Aid of the FirsL
Lutheran Ghurch will hold its
next meeting in the church par-
lors on Tuesday, January 9th,
1940, at 2.30 p.m.
♦ ♦ ♦
Gleðimót Goodtemplara næsta
þriðjudagskvöld, 9. janúar, ætti
að verða vel sótt. Það byrjar
með söng og margbreyttu pró-
grammi, klukkan 8, en seinna
að kvöldinu verður kaffi drukk-
ið í neðri salnum, ásamt fleiru
góðgæti á borðum.—-G. J.
♦ ♦ •♦•
Mr. Árni Goodman frá Tyndal,
Man., 49 ára að aldri, lézt á
Grace spítalanum siðastliðinn
mánudagsmorgunn; vandaður
maður og vel látinn; hann var
einhleypur alla æfi. Hann læt-
ur eftir sig eina systur hér i
borg, Mrs. Th. J. Gíslason, og
þrjár systur og einn bróður á
fslandi. Útförin fer fram frá
Bardals í dag (fimutdag), kl.
3.30 e. h. Séra Valdimar J. Ey-
lands jarðsyngur.
♦ ♦ ♦
Nýlátinn er Halldór Halldórs-
son, fæddur á fsafirði á fslandi
árið 1876; foreldrar hans voru
þau Halldór Halldórsson frá Seli
i Bolungarvík og Kristín Páls-
dóttir frá ísafirði. Þau hjón
fluttu vestur um haf árið 1887
og settust að þar sem nú er
Lundarbær. Hér komst Halldór
til manndómsára. Árið 1911
gekk hann að eiga Solveigu Sig-
urðardóttur Bárðarsonar. Eina
dóttur eignuðust þau hjón, er
Norma heitir. Eru þær mæðgur
nú búsettar í borginni Seattle,
Washington. Halldór gekk í 223.
herdeildina í febrúarmánuði árið
1916, og vann við hergagna-
keyrslu á hersvæði Frakka þar
til hann kom aftur til Canada í
marzmánuði 1918. Hann lætur
eftir sig auk ekkju og dóttur,
sem fyr eru nefndar, 3 systur:
Maríu, Mrs. R. Casselman, Eriks-
dale, Man.; GuðrúnH, Mrs. S.
Lenikar, Grand Beach, Man., og
Salóme Halldórsson, Winnipeg;
og tvo bræður; Margrave Hall-
dórsson, Lundar og Kristján
Halldórsson, Eriksdale. — Hall-
dór hafði verið heilsuveill um
all-Ianga hrið. Dauða hans bar
að í Almenna spítalanum í Win-
nipeg á fimtudagsmorguninn 28.
desember. Var hann þannig 64.
ára er hann lézt. — útför Hall-
dórs fór fram að Lundar. Séra
Valdimar J. Eylands jarðsöng
með aðstoð séra Guðmundar
Árnasonar. Vigfús J. Guttorms-
son skáld á Lundar, flutti kvæði
við útförina.
ISLENZK
heimilisiðnaðarverzlun
Selur allar tegundir af heima-
munum, ullarvörum, svo sem
sokka, sport vetlinga, trefla, vél_
band og einnig íslenzk flögg og
spil. — Sérstakur gaumur gefinn
pöntunum utan af landi.
Halldóra Thorsteinsion
PHONE 88 551
Heimili: 662 Simcoe St.
Dr. Ingimundson verður stadd-
ur í Riverton þann 9. jan.
♦ ♦ ♦
Heimilisfang Guðmundar E.
Eyford, sem áður bjó i Ste. 15
Manitou Apartments á Toronto
Street, er nú að 532 Beverley St.
♦ ♦ ♦
Mr. B. S. Thorvarðsson fyrr-
um kaupmaður að Akra, Mr. og
Mrs. H. A. Morrison, Miss Bína
Hillman og Mr. Dagbjartur Guð-
bjartsson, öll einnig frá Akra,
dvöldu í borginni seinnipart
fyrri viku.
♦ ♦ ♦
Leidd skal hér með athygli fs-
lendinga að upplestrarsamkomu
frú Lauru Goodman-Salverson,
sem auglýst er á öðrum stað í
blaðinu, að haldin verði í Sam-
bandskirkjunni á mánudags-
kvöldið þann 8. þ. m. Les skáld-
konan þar upp kaflá úr ýmsum
bókum sínum, þar á meðal hinni
nýju sjálfssögu hennar, sem víða
hefir hlotið mikið lof.
♦ ♦ ♦
Þann 16. þ. m. lézt i Winni-
peg María Sigfríður Agnes Aust-
mann, tuttugu og tveggja ára að
aldri. Heimili hennar var við
Spy Hill í Saskatchewan. For.
eldrar hennar voru Olgeir Aust-
mann, dáinn fyrir nokkru og
ekkju hans Guðfriðar til heim-
ilis við Spy Hill. Maria var
talin sérlega vel gefin og naut
almennrar hylli; er þungbær
harmur kveðinn að skyldfólki
hennar og vinum við fráfall
hennar. Hún var jarðsungin af
sera S. S. Christopherson í graf-
reit Spy Hill bæjar þ. 19. s. m.
að viðstöddu mörgu fólki. Hjart-
anleg hluttekning vottast öllum
syrgjendum.
♦ ♦ ♦
JóLAGJAFIR TIL BETEL
Vinlíona á Betel, $2.00; Mrs.
W. L. Brown, Gimli, $10.00; Dr.
B. J. Brandson, Turkeys (100
Ibs.> and box apples; Mrs. Elin
Helgason, Kandahar, Sask., 35V2
doz. Icelandic Christmas Cards;
Mrs. O. C. L. Chiswell, Gimli,
Japanese Oranges; The G. Mc-
Lean Co., Winnipeg, 17 lbs.
Candy; H. L. MacKinnon Co.,
Winnipeg, 25 Ibs. Peanuts; Miss
Jakobina Gillis, Winnipeg, 65.00;
Mrs. Monica Thorlakson, Calder,
Sask., $2.50; Mr. & Mrs. Daniel
Pétursson, Gimli, $5.00; Mr.
Kristinn Lárusson, Gimli, Crist-
mas Tree; Mr. Jónas Björnsson,
Betel, Turkey (16 lbs.); H. P.
Tergesen, Gimli, Box Apples;
Kris’ Meat Market, Gimli, Hangi-
kjöt (30 Ibs.); Lakeside Trading
Co., Gimli, Box Apples; H. P.
Tergesen, Gimli, Ice Cream; Ein-
arson’s Meat Market, Gimli,
Hangikjöt (30 lbs.); Jón Sigurd-
son Chapter, I.O.D.E., Calendar;
Mrs. J. B. Johnson, Gimli, Whip-
ping Cream (1 gallon); Mr. ,1. G.
Johnson, Winnipeg, Candy;
Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar,
Winnipeg, Cakes of Chocolate
& Oranges; Mrs. Th. Simonarson
and family, Blaine, Wash., $5.00;
Immanuel Missionary Society,
Wynyard, Sask., $10.00.
Nefndin þakkar kærlega all-
ar þessar gjafir og óskar
öllum vinum Betels farsælla
daga á hinu komandi ári,
1940. Fyrir hönd nefndar-
innar,
J. J. Swanson, féh.,
308 Avenue Bldg.,
Winnipeg.
RECITAL
The Distinguished Canadian Authoress
LAURA GOODMAN SALVERSON
will give a public reading of selections trom her well-
known books, including “The Confessions of an Im-
migrant’s Daughter.”
Monday, January 8th
AT THE FEDERATED CHURCH, BANNING ST.
Asisting Artists:
RAGNAR H. RAGNAfí — Piano Soloist
CORA DOIG — Vocal Soloist
Sponsored by Fed. Church, Ladies’ Aid.
Begins at 8:30 p.m, - - Silver Collection
Mr. F. O. Lyngdal, fyrrum
kaupmaður á Gimli, dvelur í
vetur í British Columbia ásamt
frú sinni. Heimilisfang þeirra
góðkunnu hjóna er R.R. No. 2,
Eburne, B.C.
♦ ♦ ♦
TIL PÁLS BJA RNASONA R
Vísindanna vegur er háll,
það virðist mörgu sinni;
það eru gloppur, greyið, Páll
á guðfræðinni þinni.
Magnús Snowfield.
♦ ♦ ♦
Nýverið lézt hér í borginni
Gróa Thorleifsdóttir Kjartanson,
ekkja Stefáns Kjartanssonar, er
lézt fyrir rúmum 6 árum; þau
hjón bjuggu um hríð i Banda-
rikjunum, en allmörg ár í Ama-
ranth-bygð við Manitobavatn.
Gróa heitin var ættuð úr Hróars-
tungu, fædd árið 1855. Eftir-
greind eru börn Gróu heitinnar:
Guðný Stefanía, Winnipeg; Thor.
leifur Kjartanson, Amaranth;
Júlíus, Winnipeg; Una Davidson,
Madison, Wisc.; Jón, búsettur
við Amaranth. — Kveðjumál hér
í borg flutti séra Valdimar J.
Eylands, en útför Gróu fór fram
við Amaranth.
♦ ♦ ♦
Jón Sigurdson Chapter, I.O.
D.E. hefir nú í pndirbúningi
samkomu, sem haldin verður 2.
febrúar á Marlborough hótelinu.
Verða tveir stórir salir opnir
fyrir almenning og bæði dansað
og spilað bridge. Heiðursgestir
félagsins þetta kveld verða allir
þeir íslendingar, sem nú eru i
herþjónustu, bæði hermenn og
hjúkrunarkonur. Aðgangur fyr_
ir aðra er 50c. Félagið hefur
með þessari samkomu, sína
stríðsvinnu, og þó lagt sé út í
það með döprum hjörtum, er ó-
hjákvæmileg skylda vor á þess-
um erfiðu tímum að vinna af
fremsta megni að styrkja þá,
sem nú taka upp brandinn — í
þeirri von að mannkynið ein-
hverntíma þroskist svo, að því
hlotnist “ friður á jörðu og vel-
þóknan yfir mönnunum.” —
Munið því þennan dag, 2. febrú-
ar, og heimsækið Jón Sigurdson
Chapter; eigið glaða stund með
kunningjum og styrkið um leið
gott málefni. — “Sameinaðir
stöndum vér!”
Þegar ítalski myndhöggvarinn
Canova var að höggva út stand-
mynd þá af Napoleon mikla, sem
er í Milano, sagði keisarinn einu
sinni, er hann sat fyrir:
—Allir ítalir eru hugleysingjar.
Myndhöggvarinn svaraði:
—Buona parte si—sem þýðir:
“Mkill hluti, já,” en sem einnig
mætti leggjast út: “Að minsta
kosti Bonaparte.”
Messuboð
‘'MiiiiniiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuniiiiiiiHniiiiiiiiiiiiiiiiiitniHiiiiimiiiiimiiinmiiiiiniiii"
FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA
Séra Valdimtir J. Eylands
Heimili: 776 Victor Street.
Simi 29 017.
Sunnudaginn 7. janúar:
Guðsþjónusta á ensku kl. 11
f. h.; sunnudagsskóli kl. 12.15;
íslenzk guðsþjónusta kl. 7 e. h.
♦ ♦ ♦
SELKIRK LÚTERSKA KIRKJA
Sunnudaginn 1. janúar:
Kl. 11 að morgni, sunnudags-
skóli, biblíuklassi, og lesið með
fermingarbörnum. — Kl. 7 að
kvöldi, ensk messa, séra Jóhann
Bjarnason.
♦ ♦ ♦
VATNABYGÐIR
Sunnudaginn 1. janúar:
Messa i Mozart kl. 2 e. h. —
Ræðuefni: Er framtiðin ákveðin
fyrirfram,
Jakob Jónsson.
♦ ♦ ♦
GIMLI PRES TA KA LL
Sunnudaginn 7. janúar:
Betel, morgunmessa; Gimli,
ensk messa kl. 7 e. h.; sunnu-
dagsskóli Gimli safnaðar kl. 1.30
e. h. — Fermingarbörn mæta á
prestsheimilinu föstudaginn 5.
janúar, kl. 3 e. h.
B. A. Bjarnason.
..iiiiiiittiiiHiiiitiiiiiiiiuiiiiiiiniiitniiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiuniiiiiiiiiiniiiiuiiimnnniiniiiiuuiunHHiiiii..
Frá Islandi
'''iiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniF
í sumar og haust hefir verið
unnið að því að dýpka innsigl-
inguna í Vestmannaeyjahöfn. f
nýútkomnu tölublaði Framsókn-
arblaðsins í Eyjum birtist frá-
sögn Árna Þórarinssonar hafn-
sögumanns og lýsing á þessum
umbótum. Að dýpkuninni var
byrjað að vinna í miðjum júni-
mánuði og unnið dag og nótt til
loka ágústmánaðar, en síðan
hefir verið unnið í 10 stundir á
sólarhring til þessa. Við vinn-
una hefir verið notað dýpkunar-
skipið Vestmannaey. Hefir ver-
ið skifst á um að dæla upp
sandi, brjóta upp móhellulög og
sprauta sjó á steinrifin i botn-
inum. Er nú búið að hreinsa
stórgrýtið af innsiglingarleiðinni
út að hæsta steinrifinu. Svæðið,
sem hreinsað hefir verið út að
hafnarmynninu er 25 metrar á
lengd og 15—20 metra breitt.
Yzti grjótbálkurinn hefir þó ver-
ið lækkaður um tvo metra frá
því í fyrra sumar. Fyrir innan
steinrifið er móhellulag, sem
brotin hefir verið í renna í sum-
ar, en enn er hún of mjó til að
heita vel skipgeng. Dýpi á mó-
hellu þessari er 3 metrum minna
en á stenirifinu, svo að innsigl-
ingarleiðin verður eigi fær djúp-
skreiðari skipum heldur en áður
var, fyr en nægjanlega breitt
skarð hefir verið brotið í hana.
Það ætti að takast á einu sumri.
K a f a r a vinna dýpkunarinnar
hófst 17. júlí og hefir henni ver-
ið haldið áfram síðan alla færa
daga, alls um 40 daga.
•
Ingólfur Davíðson magister
hefir skýrt Tímanum svo frá:
—Allmörg kartöfluafbrigði voru
reynd í garði atvinnudeildar há-
skólans í sumar. Bezt uxu Ás-
kartafla (Áspotet), Akurblessun,
Alpha, Eyvindur og Jarðargull.
Áskartafla var mjög stórvaxin.
Hefir hún og reynst vel að Laug-
arvatni, hjá Ragnari Ásgeirssyni,
undanfarin ár. Eyvindur er al-
þekt afbrigði sunnanlands, vex
mjög vel í margskonar jarðvegi,
en er hætt við stöngulveiki. Hin
afbrigðin þurfa langan vaxtar-
tíma, en geta gefið mikla upp-
skeru við góð skilyrði, eins og
við sjóinn sunnanlands. Nokkuð
bar á sprungum í Jarðargulli og
Alpha í sandgörðum í sumar,
en í moldarjarðvegi voru þær
ágætar. öll eru þessi afbrigði
sæmilega hraust gegn myglu, en
sérstaklega bar þó lítið á skemd-
um af völdum myglunnar í Ak-
urblessun og Alpha í sumar. Hef-
ir það mkila þýðingu á myglu-
svæðinu sunnanlands. I norður-
héruðum landsins á það hins
vegar betur við að rækta bráð-
þroska afbrigði. Seinþroska
kartöflur verða þar oft bragð-
vondar, lausar í sér og uppskera
lítil. Hinn 24. júlí í sumar var
ögn af kartöflum tekið upp til
reynslu og vegið og efnagreint
til samanburðar við haustupp-
skeruna. — Bættu fremur bráð-
þroska afbrigði, eins og Puritan
og Stóri Skoti, litlu við sig af
þurefnis- og uppskerumagni eft-
ir það, enda var sumarið frá
byrjun óvenjulega hlýtt. Upp-
skerumagn síðvöxnu afbrigð-
anna, einkum Alpha og Akur-
blessunar, jókst aftur á móti
stórum og stóðu grösin álgræn
langt fram í: septembermánuð.
Gullauga reyndist þurefnisrikast
allra afbrigðanna.—Garðræktar-
menn hér sunnanlands ættu
framvegis að auka ræktun síð-
vaxinna afbrigða, sem verjast
vel myglu.
•
Óvenjulegt hlaup kom í Hverf-
isfljót í Skaftafellssýslu nú i
vikunni og olli skemdum á
brúnni á fljótinu. Er talið að
þessi atburður hafi gerzt aðfara-
nótt fimtudagsins. Fór póstur
um brúna á miðvikudag og var
þá alt með feldu, en á fimtudag
hafði fljótið rutt sig. Er talið,
að hlaupið hafi orsakast af því,
að stífla hafi hlaðist í ána af
völdum frosts, en frost hefir ver-
ið svo mikið þar eystra undan-
farið, að farið hefir verið með
bifreið yfir Geirlandsá á ísi.
Hlaupið hefir verið mjög mikið,
því íshrönnin nær langar leiðir
austur í hraunið austan við
brúna. Sjálf brúin hefir eigi
skaddast í hlaupinu, en þokast
nokkuð til og lyfst upp. Hún
er um 9 smálestir að þyngd.
Brúin er úr járni, bygð 1913, um
19 metra löng. Eins og stend-
ur, er brúin eigi vagnfær, en
vonast er til að unt verði að færa
hana aftur í sitt gamla sæti.
•
Samkvæmt fregnum frá Þing-
eyri, hefir verið allgóður síldar-
afli í Dýrafirði þessa dagana.
Hefir veiðst mest um 10 tunnur
i net. Síldin er söltuð og fryst
til beitu. Hún er sögð miklu
feitari en Faxaflóasíld.
—Tíminn 26. nóv.
•
Refasýning var haldin hér í
Reykjavík í gær, og voru á henni
sýnd 173 dýr. Er það svipuð
aðsókn og í fyrra, en þó öllu
ineiri. Af dýrum þeim, er sýnd
voru, hlutu 33 silfurrefir fyrstu
verðlaun, 36 önnur verðlaun, og
42 þriðju verðlaun. Af bláref-
um fengu 6 fyrstu verðlaun, 8
önnur verðlaun og 13 þriðju
verðlaun. Auk þessa voru heið-
ursverðlaun veitt. Bezt af full-
orðnum refum var talið dýr, eign
Loðdýraræktarfélags Andakíls-
hrepps og hlaut hann silfurbik-
ar, auk þeirrar viðurkenningar.
Silfurbikar þessi var gefinn af
skinnakaupastofnun í London,
fyrir meðalgöngu Einars Sarest-
veit. Af grenlægjum þótti bezt
dýr eign hlutafélagsins Silfur-
fox á Hvammstanga. Bezti yrðl-
ingur af kvendýrum var eign
sama félags. Bezti yrðlingur,
refur, var frá Saltvik, eign
Stefáns Thorarensen. Afkvæma-
sýning var og haldin. Heiðurs-
verðlaun fyrir afkvæmi hlutu
refahjón, eign Loðdj'raræktarfé-
lags Andakílshrepps, er sýnd
voru með fimm yrðlingum. Blá-
refapar úr loðdýrabúinu í Álfs-
nesi var sýnt með tólf afkvæm-
um, og hlaut það sérstaka við-
urkenningu fyrir frjósemi. Af
refasýningu þssari þótti sýnt, að
refastofninn hefir enn farið batn-
andi þetta síðasta ár. Voru
dcmar um dýrin nú mun strang-
ari en áður hefir verið. Dóm-
arar voru O. Aurdal og H. J.
Hólmjárn loðdýraræktarráðu-
nautur. Sýningarstjóri var
Tryggvi Guðmundsson bústjóri á
Kleppi.
•
Á mánudaginn hófst á vegum
Búnaðarfélags íslands námskeið
fyrir eftirlitsmenn fóðurbirgða-
félaga. Eru slík námskeið hald-
in öðru hvoru, en þó ekki ár-
lega. Að þessu sinni sækja nám.
skeiðið 30—40 manns úr flest-
um sýslum landsins. Á það að
standa yfir í þrjár vikur. Helztu
kennarar á námskeiðinu eru
Páll Zóphóníasson, Gunnar Árna-
son og Halldór Pálsson, en auk
þess eru daglega fluttir fyrir-
lestrar1 af ýmsum öðrum.
—Tíminn 28. nóv.
Silfurbrúðkaup
áttu á föstudaginn var hin mik-
ilsmetnu hjón, þau Mr. Th.
Stone framkvæmdarstjóri við
bíla og flutningadeild T. Eaton
verzlunarinnar, og frú hans,
Margrét; hafa þau bæði tekið
mikinn og giftudrjúgan þátt í
íslenzkum mannfélagsmálum, og
heimili þeirra löngum verið
annálað fyrir gestrisni og alúð.
Söfnuðust saman á heimilinu þá
um kveldið meðlimir fjölskyld-
unnar, utanbæjar sem innan, til
þess að njóta sameiginlegrar á-
nægjustundar. Börn þeirra hjóna
eru hin mannvænlegustu, eins
og þau eiga kyn til. — Meðal
utanbæjargesta var bróðir silf-
urbrúðgumans, Mr. B. J. Lifman,
fyrrum oddviti í Bifröstsveit, á-
samt fjölskyldu sinni.
Tony Galento, hnefaleikamað-
urinn ameríski, sem kallaður
hefir verið “boxandi öltunnan,”
sýndi á dögunum blaðamönnum,
hve hann væri höggharður. Hann
sló sandpoka af króknum, sem
pokinn hékk á og barði fjóra
blaðamenn með einu höggi, svo
þeir féllu í öngvit.
•
Samkvæmt hagskýrslum New
York borgar fæðist þar í borg-
inni eitt barn á hverjum 5 min-
útum. 34 manns farast daglega
i umferðaslysum.
Minniát BETEL
í
erfðaskrám yðar
The Watch Shop
Diamonds - Watches - Jewelry
Agents for BULOVA Watches
Marriage Dicenses Issued
THOKI.AKSON & BALDWIN
Watchmakers and Jetoellers
699 SARGENT AVE, WPG.
| Wolseley Hotel
186 HIGG'NS AVE
! (Beint á mðti C.P.R. stöSinni)
SlMI 91 079
j Eina skandinaviska hótelifl
í borpinni
ItlCHAR IjINDHOLM,
j eigandi
Jakob P. Bjarnasoo
TRANSFER*
Annast greiðlega um alt, sem aB
flutningum lýtur, smáum eða
stórum Hvergi sanngijarnara
verð.
Heimili: 591 SHERBURN ST.
Slmi 35 909
Til þess að tryggja yður
sJcjóta afgreiðslu
Skuluð þér ávalt kalla upp
SARGENT
TAXI
FRED BUCKLE, Manager
Light Delivery Truck
PHONE
34 555 - 34 557
SARGKNT and AGNES
For Good Fuel Values
ORDER
WILDFIRE LUMP .... $11.75 Per Ton
(DRUMHELLER)
BIGHORN SAUNDERS CREEK
(Saunders Area) LUMP $13.50 PerTon
< i r
CANMORE BRIQUETTES $13.75 PerTon
SEMET-SOLVAY COKE $15.50 PerTon
STOVE OR NUT
PH°NESj 23 Hl
URDY
BUILDERS
SUPPLYptO. Ltd.
SUPPLIES \fand COAL
LICENSE No. 51 1034 ARLINGTON ST.