Lögberg - 04.01.1940, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.01.1940, Blaðsíða 7
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 4. JANUAR, 1940 7 Um bœkur , og rithöfunda Eftir ólaf við Faxafen Á að telja ísland til Ameriku? Grænland er nú á öllum4anda- bréfum talið til Ameríku, en svo hefir ekki altaf verið. Fyrir 30 til 40 árum var það jafnan talið hluti af Evrópu, og sáust hér engin landabréf, að það væri ekki talið svo. Man eg hve for- viða eg varð í fyrsta skifti, er eg heyrði þess getið, að suinir vildu telja það til vesturheims, og af því eg hafði vanist hinu, þótti mér það þá einkennileg fjarstæða. Eg var fyrir löngu búinn að gleyma þessu, en því skaut upp í huga mér, er eg sá ritgerð í amerísku tímariti eftir Vilhjálm Stefánsson landkönnuð, en þar taldi hann fsland ineð hinum nýja heimi — Ameríku. Kom mér þetta þá viðlíka mikið á ó- vart, eins og frásögnin um Græn- land fyr. Kln nú hefir Vilhjálmur ritað bók um ísland á ensku, og ber hún nafnið: island. Fyrsta ame- riska lýðveldið (Iceland. The First Amercian Republic.). Hefir hún vakið meiri eftirtekt í hin- um enskumælandi heimi, en nokkur önnur bók, er rituð hefir verið um ísland á síðari tímum, og ef til vill meiri, en nokkur bók um landið okkar. Flytja Bandarikjablöðin mjög lofsamlega ritdóma um hana, og sum þeirra birta jafnframt myndir frá íslandi. f sérútgáfu stórblaðsins New York Herald Tribune um bækur, birtist þann- ig grein um þessa bók á fremstu síðu, og nær fyrirsögnin þvert vfir blaðið, og einnig mynd frá íslandi, er nær yfir alla dálkana. Er myndin úr bókinni, og sézt á henni fjárrekstur, en í baksýn er Akurevri, séð yfir Pollinn. Segir ritdómarinn, að þegar Vil- hjálfur Stefánsson riti bók, þá sér búist við hvorttveggju, að bókin sé skemtileg, og að efni hennar sé þess vert, að því sé gaumur gefinn — og svo sé um þessa bók. Flytur greinin ýms lofsamleg ummæli um íslend- inga, og endar á því, að Vil. hjálm hafi gert fyrsta ameríska lýðveldinu (fslandi), og stærsta ameríska lýðveldinu (Bandaríkj- unum) verulegan greiða með því að rita þessa bók. Aðrir ritdómar, er eg hefi séð, eru í aðalatriðum mjög líkir þessum dómi. Bókin er 275 bls. að stærð, og er allur frágangur hennar hinn prýðilegasti, og það þó miðað sé við hinn enskumælandi heim. — Um tuttugu myndir eru í henni, og taka þær að vali fram flestum myndum, sem verið hafa í bók- um um ísland. Formála fyrir bókinni hefir ritað Theódór Roosevelt Theó- dórson forseta, þess er var Bandaríkjaforseti á árunum 1901—1909, og var einn hinn merkasti í hinni löngu röð af merkum mönnum, er gegnt hafa forsetastarfi í þessu stærsta Iýð- veldi heimsins. Var hann auk þess, er hann var í stjórnmálun- um, jafnvígur hvort eð heldur var til stórræða, svo sem hern- aðar og ljónaveiða, eða til vís- inda- og bókmentaiðkana, og mun hann hafa átt fáa sina jafn- oka á vorum tímum. Átti ís- land góðan vin, þar sem hann var, svo sem sjá má meðal ann- ars á æfisögu Bryce lávarðs, þeirri, er hann sjálfur ritaði. En þessi Theódór yngri Roosevelt, virðist hafa mjög hinn sama hug til íslands. Bókin flytur kafla um sögu landsins, bókmentir vorar nú á dögum, fræðslumál, heilbrigðis- mál, samvinnuhreyfinguna, iðn- að, verzlun o. s. frv. En aftan við hana eru ýmsar töflur til skýringar. Fyrsta kaflann byrj- ar höfundurinn á því, að segja, að honum finnist kominn timi til, að Bandaríkin og Kanada uppgötvuðu þjóðina, sem fyrst uppgötvaði meginland Ameríku. En þegar ísland fanst, var að hans dómi fundin Ameríka, eða hinn nýi hemiur. Margt segir hann að sé líkt (þó margt sé einngi ólíkt), með fyrsta lýð- veldi Ameríku og því stærsta — íslandi og Bandaríkjunum. Bend- ir hann á, að þó Bandarikin hafi nú staðið í hálfa aðra öld, hafi islenzka lýðveldið, sem leið und- ir lok 1262, þó staðið 180 áruin lengur en Bandaríkin eru búin að vera til. Þó margir munu líta á ísland eins og einskonar stiklu milli Norðurálfu og Vesturheims, seg- ir Vilhjálmur, að enginn vafi sé á, að réttilega beri að telja það til hins siðarnefnda, og segir, að landfræðingar geri það, og telur fram mörg rök því til stuðnings. Eitt er það, að ekki eru nema 180 sjómílur milli íslands og Grænlands, er milli fslands og Skotlands 500 sjómílur. Telur hann ekki ósennilegt, að stund- um kunni að sjást af háfjöllum milli landanna, og að það hafi verið íslenzk börn, sem af fjöll- um á Vestfjörðum, fyrst hvítra manna litu Grænland. Hefir það lengi/ verið trú inanna, hér á landi, að sjá mætti bæði löndin í einu, ef verið væri á skipi milli þeirra. En ef það væri hægt, ætti eins að vera hægt, að sjá efstu fjallatinda Grænlands meg- in af fjöllum hér. Það mun þó ekkí vera rétt, að þetta sé hægt. Til þess að bunga jarðarinnar skyggi ekki sýn á þessari 180 sjómílna leið, þyrftn fjöllin hvoru megin, að vera þre- falt til fjórfalt hærri en Esjan, eða að samanlögðu báðu megin, sjö þúsund metra. En þau eru hérna megin ekki nema 500— 1000 inetra, og Grænlands megin 2300 metra. Þetta er ekki einu sinni helmingur af þeirri hæð, sem þarf. Hæð Snæfellsjökuls og Forelsfjalls í Grænlandi eru að samanlögðu nokkuð meira, eða á fimta þúsund metra, en milli þeirra er helmingi lengra, en þar sem styzt er, svo að þar kemur enn síður til mála að sjáist á milli. En svo eru hillingarnar. Það er ekki gott að fullyrða, að ekki geti sézt á milli í hillingum, og víst er, að Skrælingjar í Loðnu- veiðahéraði á Austur-Grænlandi, vissu, þegar hvítir menn komu fyrst til þeirra, um land er var í þá átt, er ísland lá frá þeim. Kölluðu þeir það Akúvílnekk (áherzla á síðasta atkvæði, sagði mér Knútur Rasmussen). Orðið kvað þýða landið hinumegin við hafið, og hafa Skrælingjar nefnt fleiri lönd þetta. Vilhjálmi hefir tekist ágætlega að sýna bæði landið og þjóðina frá þeim hliðum, sem bezt lætur, Sín þess að fara með ýkjur. Víst má telja, að svo reyndur vís- indamaður, sem Vilhjálmur er, þá fari hann með enga tölu rangt, móti betri vitund. En á einum stað fer hann með hundr- aðstölu, eins og hún væri hluti úr þúsundi, og mun þetta hafa orðið óvart. En með þessu fækk. ar hann óskilgetnum börnum á landi voru úr fimtahluta niður í fimtugastahluta, og er hætta á, að nokkur grunur falli á hann að hann hafi með þessu verið að bæta þarna, í þágu ættlands síns, það, sem þeim íbúar stærsta lýðveldisins kynni miður að lika, eða þeir af þeim, sem ekki líta á þessi mál með sama hisp- ursleysi og við hérna í landi fyrsta lýðveldisins. Sá kafli bókarinnar, sem merkilegastur er frá sjónarmiði okkar fslendinga sjálfra, er um fund fslands, og ferðir hingað fyrir daga Ingólfs. Má nú fullvist telja, að ísland hafi verið fundið mörgum öld- um fyr en alment er talið. Hefði þarna mátt vera frásögn um rómversku peningana frá þriðju öld, er fundist hafa á tveim stöðum á Austurlandi, en það er of langt mál að fara út í hér, þó mjög sé það hugnæmt. Enginn vafi er á því að þessi bók verður stórum til þess að auka þekkinguna á fslandi og fslendingum. —Fálkinn. Konan með gasgrímuna Síðustu dagana í ágúst i sum- ar var ungur íslenzkur náms. maður staddur i Parísarborg. Hann hafði búið um nokkra mánuði í frönsku heimili til að læra málið og kynnast borginni. Hann var nú að kveðja og fara heiin til íslands, því að ófrið- urinn var fyrirsjáanlegur. Kon- an, sem átti húsið þar sem hann hafði búið, hafði verið ágæt hús- móðir meðan hann dvaldi þar, en þegar íslendingurinn var að fara, lét hún hann sjá, að hún kviði fyrir einstæðingsskapnum í hús- inu, þegar allir gestir væru farn- ir. Hún bað hann að sitja nokk- ur augnablik áður en hann færi, til þess að hún gæti sagt hopum þátt úr æfisögu sinni. Hún sagðist hafa verið nýlega gift, þegar að heimsstyrjöldin fyrri skall á 1914. Maðurinn hennar fór í stríðið og hún sá hann aldrei framar. Þau hjónin áttu lítinn dreng og hún hefir alið hann upp. Hann hefir verið hin eina stoð og huggun hennar. Nú var hann kallaður i stríðið. Hann var farinn af stað til víg- stöðvanna. Móðirin sagðist vita, að hún sæi hann aldrei aftur, frekar en manninn sinn. Hún tók ofan úr hillu ofurlítinn hlut og lagði á borðið fyrir framan sig. Það var gasgríma. Hún sagði, að stjórnin hefði sent sér þetta, það fengju allir gasgrím- ur, því að það væri búist við því, að eitt af því fyrsta, sem gerðist í styrjöldinni, yrði það, að óvin- irnir mundu ausa eiturgasi yfir borgina. Hún sagði, að það væri álitið, að menn gætu lifað i tvo klukkutíma í gaseitruðu lofti, ef þeir hefðu þessa grimu. En hún sagði, að það reyndi ekki á með sig, því að hún myndi yfirleitt ekki geta lifað meira en stundar. fjórðung, ef að hún yrði að byrgja andlitið eins og verður að vera með grímunni. Henni fanst einhver hugsvölun að þvi að segja þessum útlenda gesti, sem var að kveðja, frá raunum sínum. Hún tók gasgrímuna, lagði hana á borðið, faldi höfuð sitt í henni og grét. íslendingurinn fór áleiðis heim með lestinni þá um kvöldið. Hann veit ekki fremur en móð- irin, hvort sonur ekkjunnar muni nokkurntíma koma heim aftur. fslendingnum var ljóst, að þessi litli atburður, sem gerð- ist í því húsi, þar sem hann var að kveðja, gerist í raun og veru í miljónum af heimilum í Frakk- landi, Englandi og Þýzka- Iandi og í öllum stríðslöndum, þar sem eiginmennirnir og upp- komnir synir hverfa frá ástvin- um sínum heima, út í þann hild- arleik, sem nú stendur yfir. Engir vita hverjir aftur koma, og þeir verða margir, sem vígvell- irnir geyma í skauti sínu. Þegar eg heyrði þessa sögu hér heima i íslenzka höfuðstaðnum fyrir nokkrum dögum, fanst mér þetta átakanlegt. Mér fanst, að það ætti að segja frá þessu at- viki opinberlega, vegna þess, að okkur hér heima á íslandi, sem lifum i friði og vonum að svo verði framvegis, finst i raun og veru að kjör okkar séu í raun og veru iniklu erfiðari heldur en að þau eru. Það, sem mestu menningarþjóðir heimsins búa nú við, er íraun og veru þær hörmungar, sem mestar verða skapaðar hér á jörðunni. Það er sízt að furða þó að mikið von- leysi hvili yfir hugum manna í stríðslöndunum. En hér á ís- Iandi eru erfiðleikarnir enn sem komið er ekki aðrir en þeir, að þjóðin þarf að lifa að miklu leyti af því, sem landið gefur af sér, bæði sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn, og iðnaðinum, að því leyti, sem hann ummynd- ar þessar vörur. Okkar lítilfjör- lega stríð er að jafna gæð.um landsins milli þeirra, sem hér búa, að fá alla til að vinna gagn- lega vinnu með einhverju móti, og reyna að gera börnum lands- ins sem mest úr þvi, sem að landið gefur af sér. Mér fyrnist ekki sorgarsaga konunnar, er býr í glæsilegustu borg veraldarinnar, en er svo þjáð af erfiðleikum þeim, sem steðja af stórþjóðunum, að hún hefir mist alt, sem henni er kær- ast í lífinu, og það eina, sem henni er boðið, er gríma, sem á að geta lengt líf hennar í tvær stundir, ef hún er umlukt af eiturlofti. Mér finst, að íslenzku konurnar, sem vafalaust finna til inargskonar óþæginda nú þegar af stríðsástandinu úti i löndum og sem vafalaust eiga eftjr, eins og allir aðrir ibúar íslands, að finna til meiri óþæg- inda hér á eftir, ættu að setja ysig í spor þeirra kvenna úti í stóru löndunum, sem geta hve- nær sem er, búist við að sprengi. kúlum rigni á heimili sitt, að eiturgas falli eins og þungt ský yfir landið og eyði öllu lifandi, auk þess, sem að eldur og sprengingar eyða hinum sýni- legu verkum mannanna frá mörg hundruð ára menningar- starfi. Mér þykir ekki ólíklegt, að þegar konurnar á fslandi hug- leiða að hve miklu leyti þær eru enn sem komið er gæfubörn, þótt þær búi í afskektu landi, þá verði skynsamlegri saman- burður um þetta efni hentugri til að gera íslenzku konunni geð- felt að leggja á sig þau lítilfjör- Iegu óþægindi, sem styrjöldin kann að baka íslenzku þjóðinni. Það skfitir miklu máli, að is- lenzkar konur leggi fram alla krafta sína við að framkvæma þau bjargráð, sem nauðsynlegt verður að gera hér á landi, til að bjarga þjóðarheildinni yfir vandatíma styrjaldarinnar. Hlut- verk íslenzku kvennanna verð- ur ætíð létt að vinna í saman- burði við lífsþraut kvenna stríðs- landanna. J. J. Tíminn 9. nóv. Meáli kaupsýslumaður heimsins, Mr. Gordon Selfridge í London, sagði í ræðu, sem hann flutti í áheyrn enskra kaupsýslumanna skömmu eftir að heimsstyrjöldin 1914—’18 skall á: — Auglýsingarnar eru hin voldúga driffjöður viðskifta- lífsins. Einmitt á þessum al- varlegu tímum eru þær geysi- lega mikilvægar, og því mega menn aldrei hætta að auglýsa. Nú verða kaupsýslumenn að sýna það fremur en nokkurn tíma endranær, að þeir reka við- skifti ekki einungis til þess að hagnast á þeim, heldur og til þess að fullnægja þörfum fólks- ins (“to prove, that they did not only carry on business for profit, but also to provide the wants of the people”). Að vanrækja aug- lýsingastarfsemi á þessuin tím. um, þ. e. að vanrækja það, að vera i nánu sambandi við við- skiftavinina, mundi vera sama og að slökkva undir kötlunum, þeg- ar mest þörf væri á gufuaflinu. Vér eigum mikla örðugleika fyr- ir höndum, en auglýsingadálkar blaðanna munu hjálpa oss til þess að bæta ástandið,” sagði Mr. Selfridge. Þessi ummæli hafa vakið at- hygli margra kaupsýslumanna, enda eiga þau það fyllilega skil- ið.— (Samtíðin). Enginn misskilningur er jafn algengur og sá, að bros sé nauð- synlegt til þess að þóknast öðr- um. Bros fer fáum andlitum vel. Heillandi bros ljómar venjulega frá andlitum, sem að jafnaði eru mjög alvarleg. Slík bros sigra alt.—Beaconfield lávarður. TRYGGVl ÓLAFSON og BERGLALG GUÐMUNDSDÓITIR Fallið hafa enn úr fylking vorri fruinbyggjar. Líkt og í fornsögum greinir, líður skamt milli þeirra sem heitt hafa unnast og lengi saman lifað. Verður því í þessum línum minst beggja hjónanna Berglaugar og Tryggva ólafssonar, sem voru frumbyggjar í Skálholtsbygð í Suður-Cypress sveit, norður af Argyle i Manitoba. Þegar vel var hálfnuð 19. öldin (1. okt., 1858) fædd- ist drengur að Ytra-Álandi í Þistilfirði, í Norður-Þingeyj- arsýslu. Ungur var hann skírður, og nefndur Tryggvi. útsýn er þarna til norðurs, og lágfleyg skammdegissól nær lítt að verma. Kaldur íshafsvindur sækir heim þá er þar dvelja. Verða menn þar því sóltrúaðir og læra snemma að meta yl og sunnanátt. En jafnframt stælist þar afl og þol við örðugt inargt, og koma því oft úr slík- um umhverfum þeir, sem hetjur eru og lítt sigrandi. Hér voru æskuár drengsins, hér mótaðist skap og persóna inannsins. Þegar hann var ellefu ára fluttist hann með foreldrum sínum, ólafi Míkael Jónssyni og Abigael Jóns- dóttur að Kúðá í sömu sveit, nokkru innar. Þar dvaldi hann til fullorðinsára. Æska og uppvaxtarár veittu litil tækifæri til menta unguin manni í afdalasveit. Þó vantaði ekki fróðleiks- löngun, enda nam hann alt sem jiröngur heimur og af- skekt umhverfi máttu veita. Við það jókst útþrá æsku- mannsins, og þegar útþrá, æfintýralöngun og kjarkur fulltiða inanns leggjast á eitt, verðá heimahagar of þröng- ir og út verður leitað til nýrra landa og ta'kifæra. f Sköruvík á Lanagnesi bjuggu Guðmundur Jónsson og Guðrún Jónsdóttir. Bærinn stendur við yzta tanga Langaness, sætir oft þoku og þjóstustorma, og leyfir sól lítið ríki. Dóttur áttu þau Berglaugu að nafni. Hún hafði fæðst í Flögu í Þistilfirði, nærri Álandi, og fluzt til Sköruvíkur barn að aldri. Fædd 25. janúar 1854. Bernska hennar átti sína baráttu við gráa þoku og súld, og hana dreymdi um lönd, sem sólrík væru og birtu gæfu lið- langan daginn. Þegar þessar ungu persónur mættust, fundu þau brátt að margt áttu þau sammerkt í drauinum og vonum. Bæði trúðu að óskaland vona sinna og drauma væri ekki í fangi norðangjósts eða þokubakka, heldur þar sem hvorugt réði ríkjum. Þau bundust heitum 14. okt. 1882, og héldu svo vestur um haf til Ameríku. Stofnuðu þau heimili við Grafton, N. Dak., og dvöldust þar um tíu ára skeið. Vann Tryggvi við ýmsa vinnu sem gafst og ávann sér þegar virðingu allra. En hér sótti sorgin þau heim er þau mistu barn sitt ungt. Leitaði hugur þeirra þá þaðan með von um bjarta framtíð og landnámsgæfu. Árið 1892 leita þau gæfunnar í Skálholtsbygð, og nema land. Þar hafði þá sezt að' faðir Tryggva, og þótti gott undir bú. Nokkur ár bjuggu þau á landi sínu, en flytja síðar á land það sem þau svo bjuggu á lengst í Skálholtsbygðinni, land það sem nú byggir sonur þeirra Gunnar. Þau brugðu búi haustið 1934 og fluttu til Glenboro. Þar lézt Tryggvi 9. desember 1935, en Berglaug 10. febrúar 1939. Tryggvi var vel meðalinaður á vöxt, þreklegur allur og kjarkmenni. stiltur í skapi, fáorður en gagnorður. Hann var íslendingur og unni bókmentum og þjóðararfi. Hagorður var hann en fór dult með, þó birtust vísur eftir hann stöku sinnum. Búmaður góður, þó aldrei byggi hann stórt. Bú hans var jafnan meiri griparækt en akur- yrkja. Berglaug var fríð kona, ekki há en þrekmikil, og stóð jafnan við hlið manns síns sem hetja í hverri raun, sem yfir þau skall. Heimili þeirra átti íslenzka gestrisni og heilan hug. F'élagsskapur bygðarinnar og málefni áttu stuðning vísan hjá þeim hjónum. Þau trúðu ekki á að vera neinir eintrjáningar í mannlegum félagsskap. Vér höfum með fráfalli þeirra hjóna séð á bak sönnuin íslend- ingum, sem ekki máttu vamm sitt vita, og juku á hróður íslenzkra bænda hér í álfu, þótt ekki bærust mikið á. Þeim hjónum varð níu barna auðið: Mrs. Kristján Sveins- son, Glenboro, dáin 1937; Mrs. J. A. G. Sigurdson, Winni- peg; Ásdis, dó í æsku; Mrs. C. Eymundson, Waterway, Alta.; Guðmunda Laufey, dó í æsku; Ástþrúður Guð- munda Margrét dó 17 ára, 1909; ólafur Sigfús, dó 18 ára; Guðmundur Aðaljón, dó í æsku; Gunnar Jóhann býr á jörð föður síns norður af Glenboro. Fósturdóttur eina ólu þau upp, Halldóru Lilju Anderson, og bar hún gæfu til þess að hjúkra fósturforeldrum sínum síðustu stund- irnar. og þannig launa þeim ást og vernd. Enda stundaði hún fósturforeldra sina með framúrskarandi elju. Eg hefi hér minst litillega ólafssons hjónanna. Þrot- laust starf varð hlutskifti þeirra svo sem annara frum- byggja og landnámslýðs. En þau mistu, að eg hygg. flestum meira, i sinu draumalandi, og stóðu þó sem hetjur óbuguð til hins síðasta. Mér finst þau hafa snemma sett sér þessa lífsreglu, sein skáldið mælir: “En fyrst við ekki getum bárum brevtt, þá brjóstum ei vort stutta líf i mola. Vér höfum fyrri fundið kalt og heitt, og farnast vel sú list að bera og þola.” Úr brunni minninganna kemur lífsnæring bolviðum framtíðarinnar. Því hefi eg þessara hjóna minst. E. H. Fáfnis.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.