Lögberg - 04.01.1940, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JANÚAR, 1940
5
25 fermetra
líkan af Islandi
f einu af kjallaraherbergjun-
um í Arnarhvoli er verið að
vinna sérstætt og merkilegt verk;
það er smiði geysimikils líkans
af fslandi, og er líkan þetta um
25 fermetrar að stærð, gert í
mælikvarðanum 1:100,000 eftir
uppdráttum herforingjaráðsins
danska.
Maðurinn, sem verk þetta
vinnur, heitir Axel Helgason.
Hann er fæddur hér í Reykjavik
23. sept. 1909 og dvaldi hér hjá
fósturforeldrum til 7 ára aldurs,
en var þá sendur til framfæris
austur í sveitir. Kom aftur til
Reykjavíkur 15 ára gamall, lærði
hér trésmíði og vann við það þar
til 1932, en þá tók hann að leggja
stund á “model”-smíðar.
Meðal annars gerði hann þá
nokkur smálíkön af fslandi, og
eiga nokkrir skólar á landinu
afsteypur af þeim. En í ágúst
1937 hóf hann smíði hins stóra
íslands líkans, er fyr getur, og
hefir unnið að því sleitulaust
síðan.
Líkan þetta er í 15 pörtum,
sem setja má saman, svo að heilt
sýnist, og er nú 10 þeirra lokið.
en hinir munu fullgerðir á næsta
ári, ef efnisskortur og fjárþröng
hregða þar ekki fa'ti fyrir.
Líkanið er að nokkru leyti úr
tré, en að mestu úr pappaplöt-
um sem höggnar eru út og hlaðið
er síðan hverri ofan á aðra,
þannig, að vötn og ár, jöklar,
hæðir, fjöll og dalir kemur skýrt
og greinilega fram. Er pappinn
negldur niður með kynstrum af
smánöglum, en síðan, er hæða-
hlutföllin eru fengin, er borið
á lakk, og þar á eftir sements-
blanda. Og að lokurn verður lík-
anið litað hátt og lágt, svo sem
næst verður komist eðlilegum
litum landsins. Þegar frumlik-
aninu er lokið, verður fljótlegt
og auðvelt að gera steypur af
því.
Smíði líkans þessa er feikilegt
yfirleguverk, sem krefst mikillar
þolinmæði, nákvæmni, glögg-
skygni og hagleiks. Og mun
varla á færi annars en lista-
manns að leysa það vel af hendi.
En þetta hefir Axel Helgasyni
tekist að svo miklu leyti, sem
verkinu er lokið, og um það
verður dæmt.
Það fer ekki hjá því, að þarna
er í smíðum frábært kenslutæki,
sem veitt getur mönnum fyllri
þekking á landinu og ýmsum
einkennum þess, en unt mun
vera að fá jafn auðveldlega með
nokkru öðru móti. Hafa og
skólastjórar, kennarar, svo og
merkir fræðimenn, er öðrum
fremur þekkja landið, sökum
ferða sinna í lofti og á láði, lok-
ið miklu lofsorði á verk Axels.
Leyfi eg mér að birta hér um-
sagnir tveggja þeirra: Steinþórs
Sigurðssonar skólastjóra, og
Agnars Koefod-Hansens, flug-
málaráðunauts rikisins.
Steinþór Sigurðsson segir svo:
“Hinn upphleypti uppdráttur
af fsfandi, sem Axel Helgason
hefir i smiðum . . . gefur mjög
glögga mynd af öllu landslagi,
bæði heildarsvip landsins og ein-
stöðum stöðum. Væri af ýmsum
ástæðum æskilegt að rikið eign-
aðist afsteypu af líkani þessu,
og skulu hér greindar nokkrar
þeirra:
1. Vppdráttur þessi er mjög
góður sem kenslutæki í skólum.
Hann gefur auðskildari mynd af
landinu en venjulegir uppdrætt-
ir, sem allmikla kunnáttu þarf
til þess að hægt sé að hafa full
not af. Að vísu kemur ekki til
greina, að uppdrátturinn sé
hafður sem ein heild fvrst um
sinn, nema ef til vill á stöku
stað. Þrátt fyrir það getur hann
náð aðal tilgangi sínum: að gefa
glögga mynd af mismunandi
landslagi. Slikt er ómetanlegt
til þess að auka skilning nem-
endanna á landafræði og jarð-
fræði.
2. Til visindalegra athugana.
Enda þótt uppdrátturinn sýni
ekki nema aðalsvip landsins,
koma þar glögglega fram ýmsir
reglubundnir (“systematisk”)
eiginleikar í byggingu þess, sem
bundnir eru við svo stór svæði,
að erfitt er að koma auga á þá
með því að ferðast, því að þá er
yfirlit tiltölulega Jítið. Venjuleg-
ir uppdrættir sýna heldur ekki
þessa eiginleika greinilega, vegna
þess að hæðamismunur (“re-
lief”) ekki kemur nógu greini-
legá fram.
3. Til sýningar ferðamönnum,
sem hingað koma, væri uppdrátt-
ur þessi einstakur í sinni röð, ef
rétt væri um hann búið. Til
þess að hann nyti sín fyllilega,
þyrfti hann að vera í einni heild
og málaður með sem eðlilegust-
um litum. Þetta yrði að vísu
allkostnaðarsamt, því allstóran
sal þvrfti undir uppdráttinn
(um 8x10 metra). Þar ætti hann
að liggja á miðju gólfi, en svalir
þyrftu að vera á veggjunum, svo
að hægt væri að fá yfirlit. —
Ennfremur þyrfti að vera lág
og færanleg hrú yfir uppdrætt-
inum, svo að hægt væri að skoða
einstaka hluta hans. Væri at-
hugandi, hvort ekki væri hægt
að koma þessu þannig fyrir i
sambandi við eitthvert safn hér
síðarmeir, t. d. þjóðminjasafnið,
náttúrugripasafnið eða fyrirhug-
að málverkasafn. Mætti þá
koma ljósunum þannig fyrir, að
uppdrátturinn nyti sín sem bezt,
ög ennfremur merkja ýmsa staði
með smáljósum, sem hægt væri
að kveikja á frá veggsvölunum.
T. d. ljós fyrir alla kaupstaði,
og væri hægt að kveikja á þeim
með því að þrýsta á einn hnapp,
við eldfjöll, og væri kveikt á
þeim ineð því að þrýsta á annan
hnapp og við vita, sem kveikt
væri á með þeim þriðja, o. s. frv.
Þannig útbúið væri likanið
hinn mesti merkisgripur, sem
alla ferðamenn er hingað koma,
myndi fýsa að sjá og sem þeir
einnig myndu geta fræðst af á
skömmum tíma. útbúinn á þenn-
an hátt kæmi uppdrátturinn að
margföldum notum sem kenslu-
ta>ki fyrir skólana, ef þeir hefðu
aðgang að honum í kenslustund-
um sínum.”
Ummæli Agnars Koefod- Han-
sen eru á þessa leið:
“Það hefir verið mér óblandin
ánægja að skoða hið upphdeypta
fslandskort Axels Helgasonar.
Eg hefi flogið yfir flest öll þau
héruð ,sem eg hefi séð hjá hr.
A. H., og þekki landið víða all-
vel. Eftir því sem eg bezt fæ
séð, eru þessi upphleyptu kort
ómetanlegt kenslutæki, sakir
þess, hve nákvæm þau eru og
eins fyrir það, hve frábærlega
gott yfirlit þau gefa.
í Englandi, Frakklandi og
Þýzkalandi veit eg til þess, að
heilir skólabekkir voru teknir
upp í loftið til kenslu í landa-
fræði. Þetta kort hr. A. H. gerir
að mínu áliti mikið sama gagn
og er auk þess fljótvirkara.
Fyrir flugmál okkar er kort
þetta injög mikils virði, og er í
ráði að Flugmálafélag íslands
kaupi eina afsteypu, þegar hr.
Axel Helgason hefir “hleypt öllu
landinu upp.”
Af framangreindum ummæl-
um þeirra Steinþórs Sigurðsson-
ar og Agnars Koefod-Hansen ætti
mönnum að verða Ijóst, hversu
mikilyægt verk það er, sem verið
er að vinna í kjallaraherberginu
í Arnarhvoli. Og til áréttingar
þessum ummælum skal þess get-
ið, að foringi dönsku landmæl-
ingamannánna, sem hér hafa
starfað undanfarin ár, mun hafa
látið svo ummælt, að líkan Axels
sé eitthvert hið fullkomnasta
upphleypt kort, er hann hafði
séð.
Axel telur að kostnaðurinn við
frumkortið muni verða um 8
þús. krónur. Lítil verða þó dag-
laun hans, ef svo er reiknað, þvi
að smíðin hefir nú staðið yfir
allmikið á þriðja ár, og mun
hann þó verða að vinna eitt ár
enn áður en verkinu lýkur. Af-
■steypur áætlar hann að kosta
muni 1,000 kr. hver. Ætti því
ekki að verða ofvaxið kaupstöð-
um landsins að fá sér þær, þegar
þar að kemur. Mundi það hin
mesta prýði og til gagns og á-
nægju, að hafa slíka afsteypu á
góðum stað i skemtigarði bæjar
eða kaupstaðar, þar sem allir
eiga greiðan gang að. — Mætti
auðveldlega búa svo um, að lík-
anið skemdist ekki af vatni og
veðrum. En hver barnaskóli
landsins þyrfti að minsta kosti
að eiga afsteypu af þeim hluta
líkansins, er sýnir sveit þá og
héröð, er skólinn stendur i.
Hinn mikli smiðisgripur Axels
þyrfti að fullgerast sem fyrst.
En Þrándur er þar í götu. öll
vinna hans fer til líkanssmíðar-
innar, sem er gersamlega óarð-
bært verk, þar til því er lokið.
Og auk þess þarf hann allmikið
fé til efniskaupa, en það liggur
ekki laust, eins óg menn vita.
Síðastliðið sumar og haust hefir
verkið tafist oftar en einu sinni
sökum þess, að hann sá þá í bili
engin ráð til að afla efnis þess,
er til vantaði.
Alþing hefir veitt Axel 2 þús.
króna styrk til líkansgerðarinn-
ar. En mestur hluti þess fjár
fór til greiðslu gamalla skulda,
er hann var kominn í, þar sem
hann hefir nálega ekkert getað
unnið sér inn um hálft þriðja ár.
Nú sækir hann aftur til Alþingis
um 2 þús. króna styrk, og er þar
áreiðanlega ekki farið lengra en
nauðsyn krefur.
Munu allir, sem til þekkja og
meta kunna verk Axels, vona, að
Alþing verði vel við styrkbeiðni
hans. Jakob Kristinson.
—Morgunbl. 29. nóv.
*
Avarp
til íslendinga
1. desember
Ríkisútvarpinu bárust í gær
ávörp þriggja erlendra stjórn-
málamanna til islenzku þjóðar-
innar í tilefni fullveldisafmælis-
ins; og eru þau svohljóðandi:
F.rá Th. Stauning,
forsætisráðherra Dana.
Það er með innilegri gleði sem
eg óska íslandi til hamingju á
frelsis- og sjálfstæðisdegi þess.
Meðan myrk ský grúfa yfir
Evrópu, geta þjóðir íslands og
Danmerkur glaðst yfir vaxandi
vináttu og skilningi, sem vaxið
hefir upp á grundvelli sáttmál-
ans frá 1918.
*
Frá Per Albin Hanson,
forsætisráðherra Svia.
ísland hefir ávalt tilheyrt og
nnin um alla framtíð tilhevra
hinni norrænu þjóða- og ríkja-
fylkingu. Þegar að fsland, sem
frá upphafi bygðar og ræktunar
í landinu, hefir varðveitt sína
þjóðlegu sjálfsvitund, vann full-
komið stjórnarfarslegt sjálfstæði
fyrir meira en 20 árum, gliðnaði
það ekki á neinn hátt úr tengsl-
um við Norðurlöndin. Það er
mjög áríðandi að geyma þess
sannleika vel á þessum órólegu
timum. Reynsla sögunnar sýn-
ir, að vegna landfræðilegrar legu
fslands er mögulegt að einangra
fsland um stundarsakir frá hin-
um Norðurlöndunum. En sterk-
ari en ytra vald, og sterkari en
sundrandi kraftar ofbeldisins
eru bönd málsins og sögunnar er
saman tengja. Af hálfu íslands
er oft og kröftuglega um það
vitnað, hvers virði það er fyrir
yzta vörð norrænnar menningar
í Atlantshafi, að varðveita og
efla sambandið við hin Norður-
löndin. En jafn mikils virði er
það oss í Danmörku, Finnlandi,
Noregi og Sviþjóð, að halda fast
og óbrigðult við samstöðuna með
því íslandi, sem annarsvegar er
hreinasti fulltrúi hinnar fornu
norrænu menningar og sem hins
vegar með hinni merkilegu þró-
un sinni er mikilsverður með-
limur í rikjafylkingu vorri. Á
fullveldisdegi fslands sendir Sví-
þjóð hlýjar kveðjur vorri ís-
lenzku bræðraþjóð.
+
Frá Chrisimas Möller, fyrv.
formanni Ihaldsflokksins danska.
Aldrei hafa sennilega hugsan-
ir Norðurlandaþjóðanna snúist
eins mikið um hag hver annarar
og á þessum erfiðu timum. Það
má áreiðanlega segja það með
vissu, og er það sannarlega gott,
að hin einstaka þjóð hugsar ekki
aðeins um sjálfa sig heldur einn-
ig um örlög frændþjóðanna. Á
fullveldisdegi fslands sendir
Danmörk vinsamlegar kveðjur i
aðdáun á öllu því starfi sem ís-
lenzka þjóðin hefir leyst af hendi
á því 21 ári sem liðið er síðan
1918. Að sjá landið, starfsemi
fólksins og athafnir og að kynn-
ast því, sem upp hefir verið
bygt á fslandi á þessum tíma, er
sýnikensla í þvi hvers virði sjálf-
stæði er þjóðunum. Við þessar
kveðjur bætir danska þjóðin
hugheilum óskum um, að ísland
og íslenzka þjóðin megi, ásamt
iðrum Norðurlandaþjóðum, kom-
ast giftusamlega frá erfiðleikum
yfirstandandi tíma og leysa þau
hlutverk sem vér hyggjum að
Norðurlandaþjóðirnar eigi fyrir
höndum þann dag sem uppbygg-
ingarstarfið í heiminum getur
byriað.—Mbl. 2. des.
Gleðilegt ár!
“Nýtt ár ennþá Guð oss gefur,”
1940. Af hjarta óska eg þess, að
það reynist öllum gleðilegt. En
sérstaklega er eg að hugsa um
íslenzkuskóla Þjóðræknisfélags-
ins, sem starfar á laugardöguin.
Eftir jólafríið hefur hann aftur
starf á laugardaginn í þessari
viku. Byrjunartimi er, eins og
áður, kl. 10 að morgninum. Von.
andi koma allir nemendur þá,
sem hafa verið með okkur í vet-
ur. Ennfremur höfum við sterka
löngun til að sjá þar hóp af nýj-
um nemendum. Allir eru vel-
komnir, en ætlast er til að allir
kaupi “Baldursbrá.”
Við skulum öll ganga að verki
með endurnýjuðu starfsfjöri.
Það er yndislegt verk að kenna
íslenzku, qg með réttu hugar-
ástandi er eins yndislegt að
nema hana.
Til þess að þetta starf komi
að fullum notum þurfum við
samvinnu foreldra, nemenda og
kennara. Við skulum öll tak-
ast í hendur.
Gleðilegt ár!
R. Marteinsson.
Við árs byrjun
Um árið, sem er að byrja,
Allir nú ræða og spyrja:
Hvort það muni fögnuð færa,
Um framtíð þá sýnt að læra.
Mörgu’ er nú víst að mæta,
Manndóms er helzt að gæta;
Alls þess, sem árið hefur,
Alls þess, sem tíminn gefur.
Vonirnar vlekja og glæða,
Viti sé bent til hæða.
Sannleikans sigurmerki
Sýni hver þjóð i verki.
Gnægð er um föng til gjafa,
Og gullið, sem margir hafa;
Alt það, sem öld má hvetja
Til æðra lífs, fram að setja.
Ófögur öfl og voði,
öld þó að harma boði;
Breytast kann samt til bóta
Og bjartari tíma, að njóta.
Föngin öll enn sem finnum
—Fold þó sé enn í kynnum :—
Lyft geta landsins meinum.
Láð á enn gull i steinum.
Okkar og allra frelsi
Ei fái að raska helsi.
óskertum frið’ að fagna.
Framtíð er um til sagna.
Jón Kernested.
Ingrid krónprinsessa
fær sendar
íslenzkar blómplöntur
Krónprinshjónin, Ingrid og
Friðrik, hafa nýlega fengið stóra
sendingu af íslenzkum blóm-
plöntum, sem setja á niður hjá
veiðiskála krónprinshjónanna,
“Trend” í Norður-Jótlandi.
Danska blaðið “Aarhus Stifts-
tidende” segir frá þessu. Eftir
því sem næst verður komist, er
þetta í fyrsta skifti, sem íslenzk-
ar blómplöntur eru sendar til
Danmerkur.
Sendiíig þessi stendur í sam-
bandi við íslandsferð krónprins-
hjónanna í fyrra.
Ingrid krónprinsessu leist svo
vel á nokkur íslenzku blómin,
að ákveðið var að senda nokkr-
ar tegundir til Danmerkur.
Blómin munu verða sett niður
umhverfis veiðiskálann og hjá
vatni í skóginum.
—Morgunhl. 5. nóv.
“C" 'l*2c**
oogumalio
(Framh. frá 1. bls.)
skifti sem einhver þeirra legst
til hinztu hvildar, hverfur með
honum eitthvað það, sem enginn
annar man eða veit; og þannig
er það glatað fyrir fult og alt.
f öðru lagi þarf að gera þetta
nógu snemma til þess að það
komist í söguna; annars mætti
svo fara, að atriði, sem miklu
varða kæmu ekki í hendur sögu-
ritarans fyr en eftir dúk og
disk.
Hér er því alvarlega skorað á
alla Vestmenn, hvar sem þeir
eru búsettir, að senda sem fyrst
alt það, sem þeir hafa í höndum;
alt það, sem þeir muna og alt
það sem þeir geta útvegað frá
öðrum, sem þeir álíta að heima
eigi í þessari sögu.
Vestur-íslendingar, einn fyrir
alla og allir fyrir einn, hvar sem
þér eigið heima og hvaða flokk
sem þér fyllið, takið saman
höndum í þessu sameiginlega og
þýðingarmikla máli allra vor;
sendið sem fyrst alt, sem þér
getið sjálfir og bendið á aðra,
sem þér þekkið og líklegir væru
til þess að gera það sama. Send-
ið öll gögn til Þ. Þ. Þorsteins-
sonar að 862 Banning St., Win-
nipeg.
Fyrir hönd útbreiðslu-
nefndarinnar,
Sig. Júl. Jóhannesson,
(ritari).
Stærsta hraðfrystihús
landsins í smíðum
Nýlega hefir Einar Sigurðsson,
eigandi að Hraðfrystistöð Vest-
mannaeyja og fvrverandi for-
stjóri Vöruhúss Vestmannaeyja,
keypt allar eignir sem Verzl.
G. J. Johnsen átti á sínum tíma,
en komust við gjaldþrot þeirrar
verzlunar í eigu útvegsbankans.
Eignir þessar eru geisimiklar,
fleiri verzlunar-, aðgerðar- og
vörugeymsluhús, bryggja og fisk-
þurkunarhús, enda var Verzl. G.
J. Johnsen stærsta fyrirtæki bæj-
arins meðan þess naut við.
Er Einar í þessum byggingum
að hefja bvggingu eins stærsta
hraðfrystihúss á fslandi, sem á
að geta frvst 20 smálestir af fiski
á sólarhring og geymt um 1,000
smálestir.
Einar hefir að undanförnu
fest kaup á 4 mótorbátum 12—
18 smál. að stærð, er hann hygst
að gera út á dragnótaveiðar.
•
Ljóst dæini um hve einstakl-
ingurinn getur áorkað ef dugn-
aður og framsýni er fyrir hendi
er saga Einars Sigurðssonar.
Fyrir réttum 15 árum, eða i
nóvember 1924 byrjar hann
verzlun i Boston, minstu verzlun
bæjarins, þá aðeins 18 ára að
aldri.
1927 stofnar hann Vöruhús
Vestmannaeyja og bygði sama
ár hluta af stærsta og fullkoinn-
asta verzlunarhúsi bæjarins, og
fulllauk því nokkru síðar. Vöru-
húsið starfar nú í fjórum deild-
um ásamt útibúi.
1932 lagði hann fyrsta visir-
inn að hraðfrystihúsi sínu og jók
það svo að segja árlega síðan
svo að nú er það annað stærsta
frystihús bæjarins.
Hraðfrystingu á fiski hóf Ein-
ar fyrstur manna í Vestmanna-
eyjum. útflutningur á ísfiski
hefir svo að segja orðið til með
frystihússbyggingu Einars, því
hún gerði það mögulegt að fram-
leiða ís svo að nokkru næmi.
Þótt Einar hafi verið athafna-
inaður á sviði sjávarútvegsins,
hefir hann og látið búnaðar. og
ræktunarmál Eyjanna mjög til
sín taka. Hann hefir til dæmis
rekið búskap á föðurleifð sinni
og ræktað stærsta tún Eyjanna,
sem er 26 dagsláttur. G. B.
—Morgunbl. 15. nóv.
Kvæði þetta
febrúar s.l.
Framtíðin að Hrafnagili.
Til æskunnar
Eftir Davíð Jónsson
orti Davíð Jónsson á Kroppi í Eyjafirði 26.
og flutti sama dag i afmælisfagnaði U.M.F.
Æska, eg hylli þig á þessum degi,
þig, sem vilt ganga frjáls á manndómsvegi,
örugg og sterk á hæli hopar eigi,
hér þó við marga tálman stríða megi.
Saga vors lands er stórra sigra saga,
sársauka blandin þó um marga daga.
Þolgæði, drenglund, ást til heimahaga,
hugrekki í þrautum létti margan baga.
Bjartsýna æska, meira ljós um landið
lætur þú skína, treystir félagsbandið.
Sveinar og meyjar, þér, sem verkin vandið,
vökumenn þjóðar, hræðist ekki grandið.
Réttláta æska, virð þú lög í landi,
lýðfrelsis gættu, þó að kaldan andi,
hvarvetna bíður vegur þinn og vandi,
verkefnin sýnast næstum ótæmandi.
Stórhuga æska, brjót þú bygðarfjötra,
brendu í eldi þínum vora tötra,
hér má ei neinn i hægðum sínum lötra,
háðungarbikar ekki lengur sötra.
Þjóðnytjastörf í kveifarskap ei kafni,
konungleg hugsjón vakni mörg og dafni,
framtíðin bendir, bjart er fyrir stafni.
Baráttumerkið: fram í Drottins nafni.
—Vaka.