Lögberg - 11.01.1940, Síða 1
PHONE 86 311
Seven Lines
Servioe
and
Satisfaction
A1‘3 ‘‘-JS saiofj
ooss.mj3j -H -AaH qNE g6311
even Lines
i
s®*5
*S=SS.
Ní
C«Y'
0^ For Better
Dry Cleaning
and Laundry
53. ARGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JANÚAR, 1940
NÚMER 2
Hermálaráðherra brezku stjórnarinnar,
Leslie Hore-Belisha, lætur af embœtti
vegna ágreininga við ýmsa æðstu menn
hersins, að því er símfregnir herma—
Oliver Stanley, viðskiftaráðherra, tekur
við hermálaráðherra embœttinu
Þau tíðindi, sem útvarp og j
dagblöð fluttu á laugardaginn,
að hermálaráðherra brezku
stjórnarinnar Hore-Belisha, hefði
verið knúður til þess að láta af
embætti, vöktu eins og vænta
mátti óhemju athygli vítt um
heim, og þá einkuin og sérílagi
innan vébanda hins brezka veld-
is; enda var ekki annað vitað,
en Mr. Belisha væri einn af allra
vinsælustu og áhrifamestu ráð-
herrunum í ráðuneyti Mr. Cham-
berlains; nú er embættisafsögn
hans skýrð á þann veg, að.ýms-
um yfirmönnum hersins hafi
þótt hann næsta róttækur í uin-
boðsstjórn sinni, og krafist þess,
að lokum, að hann yrði látinn
segja af sér embætti.
Sjálfsögð og
óhjákvœmileg
samúð
»
Hjá því getur ekki farið, að í
brjóstum þeirra manna, er hjart-
að bera á réttum stað, ómi við-
kvæmur strengur, þrunginn af
samúð með finsku þjóðinni í
baráttu hennar gegn ósvifnislegri
árás hinna rauðu hersveita á
sjálfstæði hennar og menning;
vörn hennar er þegar víðfræg
orðin, þó enn sé vitanlega flest á
huldu um leikslok, eða jafnvel
alt.—
Síðastliðinn laugardagur var
helgaður merkjasölu hér í borg
til eflingar þeim sjóð, sem hér
var nýverið stofnað til, finsku
þjóðinni til stuðnings í frelsis-
stríði hennar, því, er nú stendur
yfir; með þessum hætti safnað.
ist saman yfir daginn allmiklu
hærri upphæð, en forvígismenn
málsins mun hafa órað fyrir;
mun upphæðin hafa numið sex
þúsund og fimm hundruð dölum.
Ánægjuefni mikið var það, hve
íslendingar hér í borginni léðu
málinu drengilegan stuðning,
enda ætti fslendingum aldrei að
vera nein góð mál óviðkomandi.
Samúðin með inálstað Finna
sýnist jafnt og þétt vera að víkka
landnám sitt með hverjum deg-
inum, sem líður. Á mánudaginn
gerði Roosevelt Bandarikjafor-
seti ritara Þjóðbandalagsins að-
vart um það, að stjórn sín væri
staðráðin í því, að veita finsku
þjóðinni margháttaðan stuðning,
og í sama streng tók Mr. Cham-
berlain forsætisráðherra Breta í
útvarpsræðu, sem hann flutti á
þriðjudaginn; stuðningur þess-
ara tveggja, voldugu þjóða, mun
einkum verða fólginn í peninga-
lánum, vistum og vopnabirgðum,
því aðstöðu þeirra vegna getur
vart um mannafla orðið að
ræða; gæti enda ekki komið til
mála um aðra þjóðina, Banda-
ríkin, sem lýst hefir yfir hlut-
leysi í núverandi styrjöld; svo
verður það ekki heldur mann.
^flinn einn, er fullnaðarúrslitum
ræður; þar koma önnur öfl al-
varlega til sögunnar, svo sem
efnahags-, vöru- og vopnabirgða-
öflin.
Annar ráðherra Chamberlain-
stjórnarinnar, lávarður Mac-
Millan, hefir einnig látið af em-
bætti, en hann veitti forustu upp.
lýsingaráðuneytinu; eftirmaður
hans verður Sir John Reith,
forseti flugfélagsins brezka.—
Séra Bjarni
Þórarinsson látinn
Samkvæmt simskeyti lézt séra
Bjarni Þórarinsson í Reykjavík
á laugardaginn þann 6. þ. m., 84
ára að aldri. Símskeytið lmrst
dóttur séra Bjarna, Mrs. Man-
ning, sein búsett er hér í borg;
önnur dóttir hans, sem heima á
vestanhafs, er Mrs. Jón Hafliða-
son i Bissett, Man.—
Séra Bjarni hafði á höndum
prestsþjónustu meðal fslendinga
vestan hafs í 16 ár eða því sem
næst. Eftir að hann hvarf heim
til ættjarðarinnar gegndi hann
skrifarastöðu í stjórnarráði fs.
lands. Séra Bjarni var gáfu-
maður mikill og fróður um
margt.
Hornsteinn lagður að
sykurverksmiðju
Síðastliðinn laugardag lagði
Hon. John Bracken hornstein að
hinni miklu sykurverksmiðju,
sem reist verður í Fort Garry
sunnan við Winnipeg, og ráðgert
er að kosta muni tvær miljónir
dala; er hér um hið mesta þarfa-
fyrirtæki að ræða, sem veita mun
fjölda manns atvinnu og glæða
áhUga fyrir sykurrófnarækt hér í
fylkinu; mannfjöldi mikill var
viðstaddur hornsteinslagninguna,
er árnaði forgöngumönnum fyr-
irtækisins til heilla með framtíð
þess og starfrækslu. Vinna við
byggingar hefst nú þegar, og er
áætlað að verksmiðjan verði
starfhæf að fullu seinnipart
næsta sumars.
.li!llllil!;l!llllll!l!lll!llli!lllllllllllllllll!!!lllllll!li!l!l!lllll!ll!lll!lllllllllllllllll!IIIIIIIIHIIIII!l!!lllllll]|iii.
Frá Islandi
'''iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniir
Bílaleiðir út úr bænum tept-
ust allmikið í gær. Ferðir milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur
trufluðust mjög, enda var meiri
snjór i Hafnarfirði en hér. Suð-
ur á Suðurnes var ófært.
Bílar komust ekki lengra en
rétt upp fyrir Lögherg austur á
bóginn. Bíll frá B. S. R. teptist
i Vík í Mýrdal. Kjósarbill, sem
átti að fara frá B. S. R., var ekki
sendur af stað og illfært var i
Mosfellssveitina.
Fréttaritari vor í Vestmanna-
eyjum símar í gær, að þar hafi
verið aftakaveður og rokið svo
mikið, að menn muni varla ann-
að eins, og er þó oft stormasamt
í Eyjum. Veðurhæðin var 11
vindstig um hádegi í Eyjum, og
hvesti þó eftir það.
Engar skemdir né slys urðu
í Eyjum að öðru leyti en því, að
léttbáta rak á land og ilt var að
halda skipi, sem lá við bæjar-
bryggjuna inni á höfn.
Milliferðaskip, sem voru í
Vestmannaeyjum, lágu vestur
undan Hamrinum.
Slvsavarnafélagið fékk i ga*r
tilkynningu frá Sandgerði um að
óttast væri, að stórt skip, sem
sást skamt undan Eyrinni,
myndi stranda þar. Töldu Sand-
gerðingar, að skipið væri svo-
grunt, að því væri hætta búin.
Svo reyndist þó ekki vera.
Skip þetta var gríðarstórt að
því er \irtist, en, vegna þess hve
skygni var slæmt, var ekki hægt
að greina, hvaða skip það mvndi
vera. Þetta ókunna skip lá seint
i gærkvöldi enn á sama stað
með fullum ljósum, en gaf ekk-
crt merki frá sér, svo ekki var
talið að því væri neitt að van-
búnaði.
—Morgunbl. 26. nóv.
•
Samkvæmt fregnum frá Akur-
eyri, hefir starfræksla nýju raf-
stöðvarinnar við Laxá i Þing-
eyjarsýslu truflast af völdum
kraps. Var það á laugardags-
kvöld, sem aðrensli að stöðinni
stöðvaðist af þessum sökum. Var
ailmikil snjókoma þar nyrðra á
föstudag og laugardag. Hlóðst
krajiið í ána ofan við stíflugarð-
inn, þar til vatnsþunginn ruddi
því fram í uppistöðulónið og
hindraði vatnsrensli í leiðslurn-
Mr. Andrew Danielsson
Þann 22. desember siðastliðinn,
varð hinn víðkunni athafnamað-
ur, Andrew Daníelsson i Blaine,
Wash., sextUgur að aldri. í til-
efni af þeim eyktamörkum, var
afmælisbarninu haldið veglegt
samsæti þar i bænum, og af-
hentar mínjagjafir. Frá sam-
sætinu er nánar skýrt á öðrum
stað hér í blaðinu.
ar. Á sunnudag var búið að
því að hreinsa krapið burt og
koina, vatnsrenslinu í eðlilegt
horf. Erfitt var þó að komast
með verkamenn austur yfir
Vaðlaheiði því að þungfært var
sökum snjóalaga. Gat stöðin
eigi tekið til starfa fyr en síð-
degis á mánudag. Á meðan
Laxárstöðin var óstarfhæf,
bjargaðist Akureyrarbær við raf-
magn frá gömlu stöðinni við
Glerá.
•
Að undanförnu hefir nokkuð
orðið vart við sjaldséða íugla í
Vestmannaeyjum, sem þangað
hefir hrakið eða flækst hafa
þangað á annan hátt. Hafa
þar sézt gráþrestir, bláhrafn og
fleiri fáséðir fuglar. Uglu hefir
og orðið vart við í Eyjum í
haust.
í Vestmannaeyjum er til sjóð-
ur, sem ætlaður er til að reisa
minnismerki um druknaða sjó-
menn og hrapaða menn í Vest-
mannaeyjum og viðhalda því.
Nýlega sótti stjórn sjóðs þessa
um það til bæjarstjórnarinnar í
Vestmannaeyjum, að fá eins
stóran blett og unt væri úr svo-
nefndu Stakagerðistúni, í miðjum
Vestmannaeyjabæ, til þess að
reisa þar kapellu fyrir fé sjóðs-
ins, til minningar um druknaða
og hrapaða Vestmannaeyinga.
Þetta hefir eigi enn fengið end-
anlega afgreiðslu, en verður til
= lykta ráðið innan skamms.
Mjög hart norðanveður geisaði
norðanlands fyrri hluta þessarar
viku. — Þriðjudagsnótt síðastl.
j slitnaði flutningaskip Kaupfé-
j lags Eyfirðinga, Sna’fell, úr fest-
j um við bæjarbrvggjuna á Siglu-
j firði og rak á grunn. Var verið
j að skipa fiski til útflutnings í
j Snæfell og munu 30—40 smá-
j lestir hafa verið komnar í skip-
j ið er það slitnaði frá byrggjunni.
| Með morgunflóðinu losnaði skip-
j ið af grunni að nýju og var reynt
{ að koma því út á fjörðinn, en
f varð eigi auðið vegna ofviðris.
{ Rak það nú upp að bryggjum,
f sem munu nokkuð hafa brotn-
f að. í gær tókst að ná skipinu
f og reyndist það óskemt, enda
f enginn leki kominn að því.
í Skipshöfnin var í skipinu meðan
! á þessum hrakningi stóð. Kafari
I hefir verið fenginn frá Akureyri.
til þess að athuga botn skipsins.
—Tíminn 28. nóv.
Finnar vinna einn
sigurinn á fœtur
• • Ap *
oorum
Fregnir frá Kaupmannahöfn á
þriðjudaginn láta þess getið, að
finski herinn hafi gereyðilagt
heila rússneska hersveit á víg-
stöðvunuin nálægt miðbiki Finn-
lands; var þetta 44. herdeild
hinna rússnesku rauðliða; er
þetta talinn stærsti og mikilvæg-
asti sigurinn, sem Finnar frarn
að þessu hafi unnið yfir árásar-
fylkingum Josefs Stalin. — For-
sætisráðherra Finna hefir tilkynt
alþjóð manna, að eins og sakir
standi, ríði þjóð sinni mest af
öllu á því, að fá auknar vopna-
birgðir.
Nýr sendiherra
í Ottawa
Roosevelt Bandarikjaforseti
hefir skipað James H. R. Crom-
well til sendiherra í Canada, og
tekur hann við þvi embætti á
næstunni. Mr. Cromwell er hag-
fræðingur að sérmentun, og er
giftur Doris Duke, auðugustu
konu í heimi; safnaði faðir
heníiar mestmegnis hinum
feikna auðæfum á tóbaksiðnaði
og víðtækri tóbaksverzlun.
Þjóðþingi Bandaríkja
stefnt til funda
Á miðvikudaginn þann 3. yfir-
standandi mánaðar, kom þjóð-
þing Bandaríkjanna saman til
funda. f ávarpi sínu til þings-
ins, fór Roosevelt forseti fram á
hærri fjárveitingu til hermála en
dæmi eru áður til á friðartímum
i sögu þjóðarinnar, eða $1,839,-
000,000. Á nálega öllum öðrum
sviðum stjórnarstarfrækslunnar,
lækka áætluð útgjöld til muna.
Snjólfur J.
Austmann látinn
Þann 2. þ. m. lézt að heimili
sonar síns i Kfenaston, Sask.,
Snjólfur J. Austmann trésmiður,
kominn fast að áttræðu; hann
fluttist til þessa lands af Aust-
fjörðum ásamt konu sinni, árið
1883, og dvaldi lengstuin í Win-
nipeg. Snjólfur var gerfilegur
maður að vallarsýn, skáldmæltur
og hneigður til fróðleiks; hann
var manna tryggastur þar sem
hann tók þvi, en revndist and-
stæðingum sínum þungur í
skauti.
Af börnum Snjólfs eru á lífi:
Joe, búsettur við Kenaston,
Sask., Walter, leikari í New
York; Mrs. Lillian Sanderson og
Mrs. Clara Miller, báðar búsettar
í Winnipeg. Barnabörn Snjólfs
heitins eru níu að tölu.
Norðurlandaþjóðir
undir vopnum
Símað er frá Kaupmannahöfn
á mánudaginn, að Norðurlanda-
þjóðirnar þrjár, Danmörk, Nor-
egur og Svíþjóð, séu albúnar til
víga ef á hlutleysi þeirra verði
ráðist; þó þjóðir þessar séu ekki
mannmargar eiga þær harðsnún-
um herfylkingum á að skipa
engu síður en Finnarnir.
Eiga samtalsfund
v
Utanrikisráðherrar ftaliu og
Ungverjalands áttu með sér
fund i Venice síðastliðinn laug-
ardag til þess að ræða um sam-
eiginleg hagsmunamál þjóðanna
beggja; fylgir það sögu, að ítalir
hafi heitið Ungverjum herstyrk
ef til þess kæmi að Rússar eða
Þjóðverjar réðist á land þeirra.
Markús Jónsson
Og
Margrét Jónsdóttir
BALDUR, MAN.
(Fimmtíu og fimm ára brúðkaupsafmæli)
Að hafa verndað vorsins skjöld
í vetur fimm og hálfa öld,
það gera aðeins gæfumenn,
sem geyma eldinn helga enn,
er brendi inn í æfisvip
hvert islenzkt ljóð sem minjagrip.
Að hafa meir en hálfa öld
í heimi ástar málað tjöld,
og glaðst í sýn við geislann þar
sem Gunnlaugs skikkjan rakin var,
er æfisigur útlendings,
sem á nú skamt til hinsta þings.
Einar P. Jónsson.
Hófatak
Eftir Guðfinnu frá Hömrum
Fáksins dunandi hófahljóð
á hrynjandi guðlegs máls.
Ert svipmótið hjó af næmi og náð
náttúran eilíf og frjáls.
Hún meitlaði brún og fallandi fax
og fegursta brjóst og háls.
Og drottinn blessar ’inn harða hóf,
er hörpu vegarins slær.
sem knýr fram tárin úr klökkri rót
en kletturinn undir hlær.
Þótt hófsporin blæði um særðan svörð,
að sumri þar aftur grær.
Við hófanna snild og leik og lag
fá löndin hjarta og sál.
Þeir töfra fagnandi sigursöng
úr svelli um djúpan ál.
Þeir kveða við grund og hvísla við sand
og kveikja i urðum bál.
Þey, þev, eg heyri hófatak,
er hærra í Ioftin dró.
Um Bifröst, er tengir himin og heim
og hvelfist um land og sjó,
fer ástin á drifhvítum draumafák
og dauðinn á bleikum jó.
Gegnum vorlöndin víða og fríð
mig vakri fákurinn ber.
Og ilmbjörkin titrar á traustri rót
og teygir sig eftir mér.
Sem höfugur niður um hljóða jörð
hófaslátturinn fer.
—Vaka.