Lögberg - 11.01.1940, Qupperneq 4
4
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 11. JANÚAR, 1940
& '
-----------i.ögfafrg-----------------------
OefiB út hvorn fimtudag af
THJ2 COLiUMBIA PRESS, LIMITED
6#5 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave.,
VVinnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 tim árið — Borgist fyrirfram
The “Lcigberg" is printed and published by
The Columbia Press, Limited. 69 5 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Orð í tíma talað
Tímaritið National Home Monthly, sem
gefið er út hér í borg og Mr. L. E. Brownell
er ritstjóri aS, flutti um áramótin grein, er
vakið hefir víðtæka athygli um landið þvert
og endilangt vegna þeirra hollráða, er hún
hefir til brunns að bera; felur greinin í sér
drengilega bending til iðnfyrirtækja cana-
disku þjóðarinnar um frjáls framlög til
stríðsþarfa með það fyrir augum, að koma í
veg fyrir hækkandi þjóÖskuld að svo miklu
levti, sem auðið má verða. Mr. Brownell
sýndi Lögbergi þann góðvilja að senda því
sérprentun af greini sinni, og kunnum
vér honum alúðarþakkir fyrir. Nokkur kafli
greinarinnar er á þessa leið:
“Yér eigum í stríði, sem óhjákvæmilegt
er að vér til fullnustu vinnum; þetta stríð er
háð gegn einræðisöflunum, er engan rétt við-
urkenna annan en hnefaréttinn; vér heyjum
þetta stríð til verndar persónufrelsi, hugsana
og athafnafrelsi; það kemur engri stétt
manna annari fremur við; það grípur jafnt
inn í tilveru vor allra.
Sé lýðræðisfyrirkomulagiS starfhæft, og
vér trúum því að svo sé, þá stendur oss nú
til boða að sanna mátt þess og sigurmagn í
baráttu vorri gegn miskunnarlausum ein-
ræðisöflum. Styrkur vor er fólginn 1 því,
að taka af fúsum vilja þátt í þessum hildar-
leik; þrátt fyrir það telja einvaldarnir
frjálsa þátttöku sýnilegan vott um vanmátr
og veiklun; nú er það á voru valdi, að af-
sanna þær staðhæfingar þeirra, er að þessu
atriÖi lúta; lýðræði vort er starfhæft, og vér
erum þess umkomnir, að sanna alþjóð manna
að svo sé. Styðjist það við sannleik, sem
lengi hefir verið haldið fram, að einn sjálf-
boði sé virði margra herskyldaðra manna,
þá er það nú í voru valdi, að taka af öll tví-
mæli í því efni. Vér getum barist á vígvelli,
og vér getum gefið oss við framleiðslu. 1
þessu stríði fáum vér ef til vill engu minna
áorkað með því, að helga krafta vora fram-
leiðslunni, en beinni þátttöku í hinum ýmsu
greinum hernaðarins.
1 þessu stríði verður það vitaskuld
stjórnin, er alla sanngjarna ábyrgð ber á
þátttöku og starfrækslu; hún býður út loft-
her og flota og kveður til vopna hinar ýmsu
liðssveitir; hún beitir sér fyrir innkaup á
vistum og vopnabirgðum; hún aflar peninga
með hækkuðum sköttum eða nýjum sköttum;
hún semur og fær samþykt þau löggjafará-
kvæði, sem nauðsynleg teljast vegna þátttöku
í stríðinu til verndar þegnunum heima fyrir
og vegna stríðsathafnanna sjálfra; þessi á-
byrgð, sem á stjórnarvöldunum hvílir, er
eðlileg og réttlát, og hennar vegna ber oss
öllum að inna af hendi vissar fórnir með til-
liti til peninga og vissra takmarkana á
venjulegu sjálfræði. En sá vræri lítilsigldur
Canadaþegn, er vildi ekki með glöðu geði
inna þær fórnir af hendi, sem nauðsynlegar
eru til þess að tryggja Canada og samherj-
um á sínum tíma fullnaðarsigur í stríði
þessu.
Margir hraustir menn hafa þegar af
fúsum vilja gefið sig fram til herþjónustu
vegna málstaðar hinnar canadisku þjóðar;
með inngöngu í herinn hafa þeir lýst vfir
því, að þeir séu þess albúnir, að inna af
hendi hversk'onar fórnir, jafnvel fórnina
mestu, fórnina þá að láta lífið til þess að
trvggja Canada og brezku veldisheildinni
framhald þess persónufrelsis, er einstakling-
ar þeirrar þjóðakeðju nú njóta, og dýrkeypt
reynsla margra alda veitti þeim; þeir eru
fúsir til þess að leggja fram alt; alveg alt.
Og þúsundir kvenna, víðsvegar um landið,
hafa komið á hjá sér skipulagsbundnum sam-
tökum vegna þátttöku Canada í núverandi
frelsisstríði; þær hafa af fúsum og frjálsum
vilja lagt fram mikinn tíma, og fórnað miklu
af starfsorku í baráttunni fyrir verndun
lýðræðisins; þetta eru persónulegar fórnir
þeirra í þágu þess að stríðið vinnist af hálfu
vorri og samherja.
En hvað er um iðnað hinnar canadisku
þjóðar?
Um leið og slík spurning sem þessi er
lögð fram, skal það fyrst og fremst tekið
til gxeina, að núverandi stríð er háð með
tvennum hætti; annars vegar er mannaflinn,
en hinsvegar efnisöflin. Og á þessu stigi
málsins, virðist svo sem hin síÖamefndu
öflin, eða þau hagsmunalegu séu þyngri á
metum en jafnvel sjálfur mannaflinn; þetta
skýrist að nokkru með hliðsjón af vörubanni,
siglingabanni og þeim öðrum truflunum, sem
á vegi verða í alþjóða viðskiftum, að því
leyti sem þá verður sýnt, að sú þjóÖin, sem
úthaldsbezt reynist á sviði hinnar efnalegu
afkomu, stendur margfalt betur að vígi en
óvinaþjóð hennar.—
Með þeita fyrir augum, er nú stungið
upp á því hér, að canadiskur iðnaður —
verksmiÖjur, námur, akuryrkjan og önnur
náttúrufríðíndi, bjóði fram vissan smáhluta
af framleiðslu sinni ókeypis, og fái í hendur
nefnd þeirri, er fyrir hönd Oanadastjórnar
annast um innkaup vörubirgða vegna stríðs-
ins. Þetta sýnist vert hinnar fylstu íhug-unar.
Hugsum oss að bílaframleiðandinn og sá, er
framleiðir niðursoðin matvæli, tilkynti inn-
kaupanefnd hinnar canadisku stjórnar, að
hún mætti vænta ákveðins skerfs af hlutað-
eigandi framleiðslu, er henni mest lægi á; hið
sama gæti og gilt í sambandi við olíufram-
leiðandann, timburfframleiðandann, eplafram-
leiðandann og hveitiræktarbóndann er fús
mætti verða til að láta af mörkum í þessu
skyni einn hveitimæli af hverjum hundrað;
þá gæti og hveitimyllueigandinn malað það
hveiti, er innkaupanefnd fengi til umráða, og
látið verkið verða tillag sitt; vörur þær, sem
þannig væri gefnar, ætti að verða fluttar
ókeypis til áfangastaðar með járnbrautum,
skipum og vöruflutningabílum eftir því sem
bezt hentaði í þann og þann svipinn. Þetta
eru aðeins fáar uppástungur; allar þessar
framleiÖslutegundir, og þúsundir að auk,
eru óhjákvæmilegar með það fyrir augum,
að oss verði trygður sigur í stríðinu.
Engum kemur það til hugar, að einstakl-
ingar leggi fram vinnu sína óekypis; vinnu-
laun þurfa ávalt og á öllum tímum að verða
greidd; allar þær vörur, sem innkaupanefnd
samkvæmt ofanskráðum uppástungum fengi
í hendur, yrði að sjálfsögðu að vera jafn-
vandaður og þær væri ætlaðar til framboðs
á markaði algengrar samkepni; vörur, sem
þannig yrði gefnar, yrði í vörzlum hlutað-
eiganda þar til innkaupanefnd, að fengnum
upplýsingum, teldi þeirra þörf; oss skilst, að
hér sé um það mikilvægt málefni að ræða,
að það verðskuldi fulla athygli og fylstu
samúð allra framleiðenda landsins; það er
engan veginn óhugsanlegt, að með þessum
hætti bærist innkaupanefnd í hendur miklar
birgðir af auðsynjavörum til stríðsþarfa;
vörur, sem lagðar væri fram stjórninni að
kostnaðarlausu af fúsum og frjálsum vilja;
vörur, sem að öðrum kosti hefði óhjákvæmi-
lega kostað álitlega fúlgu, er vér vafalaust
hefðum orðið að borga fyrir með nýju stríðs-
láni eða nýjum sköttum; eigi aðeij^s vér, sem
nú erum ofar moldu, heldur og komandi
kynslóðir; í þessu yrði fólginn hreint enginn
smáræðis sparnaður fyrir allan almenning,
því allir verða að taka sinn þátt í þeim
kostnaði, sem frá þátttöku vorri í stríðinu
stafar; þjóðin á enn ógoldnar skuldir frá
síðasta stríði, og þeim mun gildari er því
ástæðan fyrir því, að beita hagfeldum sparn-
aði og auka ekki á skuldir fram yfir það,
sem óumflýjanlegt er; þó er ekki óhugsandi,
að einn allra veigamesti liður hagnaðarins,
er af ofanskráÖum uppástungum leiddi, yrði
sálræns eðlis; því fegurri vitnisburð um
canadiska þjóðeiningu gæti ekkert borið
fremur en það, að sjálfviljug þátttaka vor í
stríðinu hvað mannafla áhrærir, héldist í
hendur við frjáls og fús framlög af hálfu
canadiskra iðnstofnana.”
Þarfur maður Islendingum
Þó íslenzka þjóðin hafi löngum átt því
láni að fagna, að eiga vítt um heim góða
'vlni, er helguðu krafta sína fræðslustarfsemi
um þjóð og land, þá mnn hún fáa hafa eign-
ast, er jafnist á við prófessor Watson Kirk-
connell; tungumálaþekking hans er einstæð,
og starfsþrek hans slíkt, að til undantekn-
inga telst; hann er ekki hálfnaður með æfi-
starf sitt, því enn er hann svo að segja á
bezta aldri.
A sunnudaginn var flutti Mr. Kirkconnell
útvarpserindi um skáldið Guttorm J. Gutt-
ormsson, og las upp nokkuð af kvæðum hans
í hinum enska búningi sírium, þar á meðal
hið glæsilega ljóð “Sandy Bar.” Vér höfum
átt tal við nokkra menn, íslenzka og ensku-
mælandi, er á erindið hlýddu, og bar þeim
öllum saman um, að það hefði verið sérlega
vandað' og meistaralega flutt.
I fylkingarbrjóáti
berklavarnanna
frá byrjun
Afmælis-samtal við Sigurð
Magnússon sjötugan
Sigurður Magnússon prófessor,
fyrverandi yfirlæknir á Yífils-
stöðum, á sjötugsafmæli í dag.
Starfsbræður hans munu i kvöld
minnast þess með samsæti.
En fjöldinn allur af fólki, sem
kynst hefir hinuin umhyggju-
sama lækni, sendir honum hlýj-
ar kveðjur í tilefni afmælisins.
Það var um síðustu áramót, sem
hann lét af læknisstörfum á
Vífilsstöðum, eftir nálega 30 ára
f-orustu fyrir þessu fyrsta heilsu-
hæli landsins. Æfistarfi hans
verður þannig bezt lýst í fám
orðum, að allan þann tíma hefir
hann staðið í fylkingarbrjósti í
baráttu þjóðarinnar gegn berkla.
veikinni.
f gær átti eg tal við prófessor-
inn á heimili hans hér í bænum.
Hann á heima í nýju húsi við
Laugaveg 82, horninu á Baróns-
stíg Þangað flutti hann frá
Vífilsstöðum í vor.
—Það er vegna þessa merkis-
dags yðar á morgun, að eg geri
yður ónæði í dag, sagði eg við
hinn sjötuga prófessor, er við
vorum komnir inn í skrifstofu
hans.
Eigum við ekki heldur að kalla
það sorgardag, sagði hann þá;
því það er sannarlega ekkert
gaman að því, að vera sjötugur.
Og eg gat fyllilega skilið, að
málið horfði þannig við fyrir
hans augum, því hefði Sigurður
Magnússon ekki verið orðlagð-
ur sem sérstaklega áreiðanlegur
maður, þá hefði eg átt erfitt með
að trúa því, að hann væri svoiía
gamall. Alt útlit mannsins
mælir á móti því.
En síðan spurði eg hann að
því, hve langt væri síðan hann
fór að gefa berklaveikinni sér-
staklega gaum.
Fyrir 37 árum.
Síðan eru nú liðin 37 ár, segir
hann. Og ef eg á að segja eins
og er, þá finst mér það í raun
og veru hafa verið tilviljun að
berklaveiki og berklavörn vöktu
sérstaka athygli mína og áhuga.
Það var árið 1902, að eg var
sem kandidat á “öresundshospi-
talet” í Höfn. Árið áður, þá ný-
útskrifaður, hafði eg verið hér
heima í Reykjavík, og kent á
læknaskólanum fyrir Guðmund
heit. Magnússon. Eg kendi m. a.
“kirurgi.” Það hefir sjálfsagt
verið Iéleg kensla, því eg var ný-
sloppinn frá prófborði og hafði
engan praksis.
En svo sigldi eg sem sagt til
þess að vera á ýmsum spítölum.
Þarna á öresundshospitalet var
Fejlberg yfirlæknir. — Hann var
einn af þeim fyrstu, sem byrj-
uðu í Danmörku ^ því að láta
berklasjúklinga fá þá heilsuhæl-
ismeðferð, sem síðar breiddisl
mjög út. Eitt af ^júkraskýlum
spitalans var eitt fyrsta hæli í
Danmörku í þeirri mynd.
Þessi kynni min af hinni nýju
meðferð berklasjúklinga vakti
áhuga minn fyrir því, að gefa
mig að þeim lækningum. Að
vísu hafði eg kynst þessari
“hreyfingu” á námsárum mín-
um, því þá var um hana skrifað
allmikið. Þnð var ekki sizt
Saugmann, síðar berklalæknir á
Vejle-heilsuhæli,' er skrifaði um
þau mál.
Jarðskjálftakippurinn
og presturinn
Eg var í Danmörku samfleytt
til ársins 1907, á ýmsum spít-
ölum þar, m. a. Boserup-heilsu-
hæli, og eitt ár var eg “á flæk-
ingi” um Danmörku, “vikarier-
aði” fyrir lækna, sem áttu frí.
Það átti vel við mig. Að breyta
til og kynnast mörgu fólki og
staðháttum. Bezt líkaði mér við
Jótana.
En einna sögulegasta læknis-
vistin var á Anholt. — Það var
lítið læknishérað, eyjan mest öll
sandhólar, nema gróður í miðri
eynni. Læknirinn sem þar var,
fór altaf einu sinni á ári í trú-
boðsferðalag. Hann var víst
ekki sérlega mikill læknir. Þegar
hann svndi mér meðalaskápinn
sinn, fanst mér hann heldur fá-
skrúðugur. Enda sagði hann við
mig í trúnaði, að hann væri bú-
inn að finna það út, að menn
þyrftu ekki nema tvenskonar
meðul, annað innvortis, kínin, og
útvortis, joð. Það var aðallega
joðið sem eg notaði þann mán-
aðartíma, sem eg var þarna, því
kvillasamt var þar ekki, nema
hvað sjómennirnir fengu sifelt
fingurmein. Talsvert litræði var
frá eynni.
Þegar læknirinn kom úr sínu
trúboðsferðalagi, þá fór hann í
kirkju, með fjölskyldu sinni.
Það var á sunnudegi. Eg nenti
ekki að fara. En meðan fólkið
var í kirkjunni kom sá einasti
jarðskjálftakippur, sem eg hefi
fundið í Danmörku.
Þegar læknirinn kom úr kirkj-
unni spurði eg hann að því,
hvort hann hefði ekki fundið
jarðskjálftann.
Nei. Var það jarðskjálfti?,
sagði hann og var sýnilega von-
svikinn. Eg skal segja yður
nokkuð. Presturinn var í stóln-
um og var nýbúinn að gefa söfn-
uðinum reglulega kröftuga á-
minningu. Eg hélt að Guð hefði
tekið undir með honum, með
því að hrista kirkjuna.
Þér töluðuð um “heilsuhælis-
hreyfinguna” og hina nýju með-
ferð á berklasjúklingum. Hvern.
ig var þeirri nýjung háttað?
Helmingi meira
en saddur
Upphafsmenn hennar voru
þýzku læknarnir Rehiner og Dett-
weiler. Þeir tóku upp þá aðferð,
að berklasjúklingar skyldu hafa
nákvæmlega afmælda hvíld og
hreyfingu, og vera altaf í góðu
lofti; aldrei yrði látinn aftur
gluggi, þar sem þeir væru. Þetta
kom í staðinn fyrir meðul, sem
áður voru notuð. Ennfremur
var á þeir áruin lögð mikil á-
herzla á, að sjúklingarnir yrðu
sem feitastir. Yfirlæknirinn á
Boserup, Strandgaard, hélt altaf
dálítinn ræðustúf yfir hveríum
nýkomnum sjúkling, og sagði
meðal annars) þetta: “Þér skul-
uð borða eins mikið og þér getið.
Og þegar þér eruð saddur, þá
skuluð þér borða helmingi
meira.” En nú er þessi fitunar-
aðferð úr sögunni.
Traust bygging
Eg kom svo heim árið 1907
og praktiseraði hér í tvö ár,
þangað til eg var ráðinn að hinu
tilvonandi Vífilsstaðahæli. Þá
sigldi eg aftur og fór víða um
lönd til þess að kynnast heilsu-
hælum og berklasjúklingum. Þá
var aðeins að byrja sú lækninga
aðferð að þrýsta lunguin saman
með lofti, til þess að sár lokuð-
ust. — Sú aðferð var tekin upp
hér 1912.
Það var Heilsuhælisfélagið,
sem gekst fyrir stofnun Vífils-
staðahælis, sem kunnugt er. Það
mál gekk alt greiðlega, eftir að
á því var byrjað fyrir alvöru,
fyrir forgöngu ýmsra mætra
manna. Rögnvaldur ólafsson
byggingameistari hafði umsjón
með byggingunni. Viðkvæði
hans var, að hann vildi hafa hús-
ið svo traust, að það hryndi ekki
þó jarðsk jálftakippur kæini.
Hann enti það vel. Veggir eru
þar svo þykkir og traustir, að
slíkt er óvenjulegt með öllu.
Hann var því miður meðal fyrstu
sjúklinganna á hælinu. Þó hann
kæmist þaðan aftur um tíma,
átti hann skamt eftir ólifað.
Hvernig var berklaveikin í
landinu þegar hælið komst á fót
og þér byrjuðuð starfsemi yðar?
Sveitabæjirnir voru
einangraðir
Ástandið var ískyggilegt í alla
staði. Síðustu 20 átin hafði
berklaveikin aukist ákaflega
mikið. Það er mín skoðun, að
hún sé gömul hér í landi. En
breyttir staðhættir í landinu
juku útbreiðslu hennar síðasta
áratug 19. aldarinnar.
Hvað kom þar helzt til greina?
Sjáið þér til! Meðan mestur
hluti þjóðarinnar bjó í sveit, þá
vorij heimilin svo einangruð, að
ekki voru önnur eins smitskil-
yrði, eins og þegar fólkið fór að
hópast í kauptún og kaupstaði.
Þó menn komi snöggvast á
berklasmituð heimili, þá smitast
þeir varla. Það er mín skoðun,
að menn smitist ekki af berkl-
um, nema að þeir verði fyrir
mörgum áhlaupum sóttkveikj-
anna, bakteríunum sé ausið yfir
þá hvað eftir annað.
Já, en er ekki talið, að flest-
allir smitist af berklum ein-
hvern tíma á æfinni?
Jú, vissulega. En þó menn
smitist, þá eru það svo margir,
sem betur fer, er hafa nægilegt
móteitur eða mótstöðuafl í lík-
amanum. til þess að “hrinda
árásinni,” svo smitunin kemur
ekki að sök. Nema, eins og eg
sagði áðan, þegar hver árás
berklanna af annari getur lamað
mótstöðu Hkamans.
Margt af því fólki, sem til
kaupstaðanna kom, fékk þar öllu
verra húsnæði, en það hafði
haft í sveitinni. Þó baðstofurn-
ar væru slæmar, þá er eins og
útivist sveitafólksins á daginn
hafi orðið til mikillar heilsubót-
ar.
—En breytt mataræði. Mun
það ekki lika hafa aukið berkla-
útbreiðsluna?
—Það má telja vist. T. d.
fjörefnaskorturinn i kaupstaða-
fæðunni, eða þverrandi fjörefni
í fæðu almennings, er vitanlega
dregur úr mótstöðuaflinu gegn
sjúkdómnum.
En verst af öllu er það, ef fólk
hefir lélegt, einhæft fæði eða
beinlínis líður skort og hefst við
í óhollum húsakynnuin, þá þverr
mótstöðuaflið mest gegn berkla-
veikinni.
Spítalar voru engir fyrir sí-
fjölgandi berklasjúklinga, fyrri
en hælið komst upp. Flest allir
urðu að liggja i heimahúsum.
Og lítil þekking var meðal al-
inennings um það, hvernig með-
ferð þeir ættu að fá, og hvernig
verjast ætti smitun.
Á Korsiku og íslandi
Hvernig var Vífilsstaðahælinu
tekið i byrjun?
Hælið tók til starfa i október
1910. Það kom vitanlega strax
í Ijós, hve þörfin var mikil fyrir
hælið. Sjúklingarnir komu fljótt
og var hvert rúm fult þar um
áramót, að mig minnir.
En úti á meðal fólks voru ekki
allir jafn trúaðir á nytsemi hæl-
isins. T. d. sagði Þorsteinn heit.
Gíslason, að til hans hefði komið
merkur maður með grein til birt-
ingar, þar sem hann andæfði
kröftuglega þessum nýju lækn-
inga aðferðum á Vífilsstöðum
með alla þessa opnu glugga. Því
allir vissu, sagði hann, að ekkert
væri brjóstveikum eins nauðsyn-
legt eins og hlýindin.
Það gátu menn skilið, að hægt
væri að fá lækningu með útilofti
suður á Korsíku, eins og Björn
Olsen rektor hafði reynt, en
hann fór þangað eitt sinn sér til
heilsubótar. En að ætla sér að
lækna berklasjúklinga með úti-
lofti hér á íslandi, og það að *
vetrarlagi, það fanst ýmsuin
nokkuð fjarstæðukent.
Koníakkslækningin
Olsen rektor hafði þá trú, og
svo var um fleiri, að hægt væri
að lækna berkla með koníakki.
Koníakkslækning kom víða við
sögu um skeið. Brehmer gaf
sjúklingum reglur um göngulag
sér til styrkingar, og lét fólk
ganga ákveðinn spöl upp í móti,