Lögberg


Lögberg - 11.01.1940, Qupperneq 5

Lögberg - 11.01.1940, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JANÚAR, 1940 o til þess að styrkja hjartað. Og þegar menn þreyttust á að ganga upp brekkur, þá átti að dreypa á koníakkspela, sem sjúklingarnir höfðu meðferðis. Kjennari minn í lyfjafræði, Chr. Gram sagði m. a. um þessa koníakkslækningu, að hún kynni að koma að gagni. En efamál væri, hvort það væri betra að fá lækning af berklum og verða of- drykkjumaður í staðinn. Vern þolinmóður eftir bntnnum —Voru ekki ýmsir erfiðleikar á stjórn Vífilsstaðahælis fvrst í stað? —‘Það get eg ekki sagt. Venj- an varð sú strax, að sjúkling- arnir fundu til þess, að þeim fór að líða betur, eftir að þeir komu á hælið, og höfðu gagn af hælisvistinni. En baráttan gegn berklaveikinni varð einnig virk- ari út um land, eftir að starf- semi hælisins byrjaði. Því fólk, sem þar hafði verið, lærði þar, hvernig berklasjúklingar eiga að haga sér, hvernig á að forðast smitun o. þessh. Breytingu hefi eg þó fundið nokkur þessi ár frá því eg byrj- aði, á afstöðu sjúklinganna til lækninga og hælisvistar. Fyrstu árin tóku menn hælivistinni ró- lega. Menn höfðu tímann fyrir sér. En seinna gáfu margir sér ekki eins góðan tinra til þess að biða eftir bata og leita heilsu- bótar með lífsreglum þeim, sem þar er farið eftir. Siðan farið var að nota ýmsar lækningaaðferðir, sem nú eru notaðar, til þess að flýta fyrir hatanum, vilja margir heldur að “eitthvað sé gert^’ við þá, svo hælisvist styttist, einkum það sem gert er til þess að loka berklasárunum í lungunum, svo sem að brenna samgróning- ana við rifin, svo lungun geti fallið betur saman, lama þindina, svo hún teygi ekki lungað út við andardráttinn, eða taka rif úr mönnum o. s. frv. Mikill árnngur —Og hvernig er svo árangur- lr,n af berklavörnunum fram á þenna dag, hvernig lýsir hann sér í dánarskýrslum þjóðarinn- ar? -—Eg get ekki sagt annað en að þær sýni furðanlegan árang- Ur- Árið 1913 dóu 20 menn úr berklum á ári af hverjum 10 þúsundum. Þessi tala stóð að visu lengi í stað. En á þeim árum fjölgaði líka ákaflega ört 1 kaupstöðub landsins. Árið 1933 dóu 15 af hverjum 10 þús. íbuum landsins, næsta ár 14 °g árið 1935 13, og er þá dánar. tala berklasjúklinga lækkuð um rúml. 1/3 frá því er hún var hæst. —Kunnuð þér þvi ekki illa lyrst í stað að hætta yfirlæknis- störfum og sleppa við alt ann- rfkið? '—Eg gæti ekki hugsað mér að hafa haft starf á hendi, sem eg kysi fremur en berklalæknis- starfið. En þegar eg hætti, þá fann eg til svipaðrar tilfinningar eins og er eg áður i sumarfríinu steig á skipsfjöl til þess að fara til út- landa, þegar landfestar losnuðu og eg vissi með sjálfum mér, að alt ónæði, allar símahringingar náðu ekki Iengur til mín, allri áhyrgð var af mér létt.—V. St. —Morgunbl. 24. nóv. Ung stúlka sat í veizlu við hliðina á kunnum forstjóra, sem °kki sagði eitt einasta orð á meðan á borðhaldinu stóð. Þegar komið var að ábætin- um sagði stúlkan: —Jæja, herra forstjóri, nú linst mér tími til kominn að þegja um eitthvað annað! • -—Hvaða karlmannlegum eigin- leikum er konan þín hrifnust af? —Þeim, sem eg hefi ekki! Margrét Anderson (Æfiminning) Fa>dd í Staðarbakkasókn í Miðfirði á íslandi 18. júlí 1907, dáin 1. desember s.l., og jarð- sungin 4. s. m. frá heimili sínu og Gimli lútersku kirkju. Fimm ára gömul fluttist Mar- grét sál. vestur um haf með systkinum sínum og foreldrum, Bjarna Guðmundssyni og Ingi- björgu Benediktsdóttur, frá Gafli í Víðidal. Settust þau að í Geysirbygð í Nýja íslandi. Brá þar skyndilega ský fyrir ham- ingjusól fjölskyldunnar, er megn máttleysisveiki lagði að velli hinn áhugamikla bónda og heim- ilisföður; og lá Bjarni upp frá því rúmfastur þar til hann dó árið 1915, þá á bezta aldri. Hjálpfúsar hendur liknandi bygðarbúa komu ekkjunni og ungum barnahópi hennar að góðu liði; en um síðir tók móðir- in að sér ráðskonustörf, og vann sem hetja sér og sínum til lífsviðurværis. Börnin fóru og snemma út í vist. Margrét vann fyrir sér frá því hún var tólf ára, um tima i ísafoldarbygð i grend við Riverton, Man., síðar um nokkur ár í Riverton. Vorið 1920, 2. apríl, giftist Margréf Maður hennar, ólafur Anderson, var uppalinn í Nýja íslandi, sonur hjónanna Ólafs og Sólrúnar Áranason, sein komu til Ameríku frá Gilsá í Mjóa- firði í S.-Múlasýslu árið 1901, og bjuggu lengst af á Gilsá í Geysis. bygð, á bökkum íslendingafljóts. Síðastliðinn áratug hefir engill dauðans verið tíður gestur hjá Gilsár-fólki, og tekið burt for- eldrana, ólaf og Sólrúnu, og þrjú uppkomin börn þeirra, — tvö börn áður dáin. Nú á lífi eru fjórir bræður og ein systir af tíu barna hóp. Þegar ólafur Anderson og Margrét bundust heitum, stofn- uðu þau heimili sitt fyrst í Riverton, en fluttu þrem árum síðar til Gimli, og hafa síðan verið þar heimilisföst. Eins og gengur og gerist hjá þeirn flest- um, sem ala aldur sinn við hið mikla Winnipeg-vatn, hefir ól- afur stundað mest fiskveiðar og önnur vatnsstörf; en slík at- vinna krefst þess, að heimilis- faðirinn sé að heiman svo mán- uðum skiftir meiripart ársins. Hvílir því mikil ábyrgð á herð- um heimilismóðurinnar, og upp- eldi barnanna í hennar höndum jafnvel meir en alment gerist. En Margrét sál. var kvennaval og einstaldega góð heiinilismóð- ir; hæglát og prúð, vann hún sín störf í kvrþey. Þrátt fvrir tíðan andróður liðinna ára, bar hún heilhrigða kristna lífsskoðun í huga og hjarta, sein hún og inn- rætti börnum sínum bæði í orði og verki. Börnin, sem syrgja sárt móðurina látnu, en bera þó söknuð sinn með dæmafárri kristilegri stillingu, eru þessi: Marvin ólafur, 12 ára; Sólberg Ingvar, 11; Irene Grace, 9; Bjarni, 7 ára; og Elsie Ingibjörg, 14 mánaða. öll eru þau mvnd- arleg og mannvænleg börn. Auk eiginmanns og harna, lifa þessi systkini Margrétar: Benedikt, námumaður í Red Lake héraði, Ont.; Ingibjörg (Mrs. W. W. Jónasson), Gimli; og Sigríður, ekkja eftir Helga bróður ólafs Anderson, hún bú- sett í Riverton. Einnig eru tvær hálf-systur þessara systkina, sammæðra, frá fyrra hjóna- bandi: Unnur (Mrs. A. H. Malone), í Sparks, Nevada; og Ingibjörg (Mrs. James O’Brien), í Winnipeg. Ingibjörg Guð- mundsson, móðir þessara syst- kina, lifði sín síðustu æfiár hjá Margréti dóttur sinni og ólafi tengdasyni Anderson, og dó þar árið 1937. Andlát Margrétar sál. var næsta sviplegt og af flestum ó- vænt, þó hún væri búin að liggja á sjúkrabeði í fimm vikur og síðustu vikuna á Almenna sjúkrahúsinu i Winnipeg. Full- hraust hafði hún eiginlega aldrei verið frá ungfullorðins ár- um, er hún lá um tíma i “bronchitis”; afleiðingar þess fylgdu henni til daganna enda, en fengu aldrei yfirbugað sálar- krafta hennar né viljaþrek. Jarðneskar leifar hennar hvíla í Gimli grafreit; en andinn ódauð- legi, sem er hin sanna og raun- verulega persóna, er uppstiginn til síns eilífðar hlutskiftis, ofar öllum þvingandi takmörkum tíma og rúms. Séra Bjarni A. Bjarnason jarðsöng með aðstoð séra Sig- urðar Ólafssonar. öllum þeim hinum mörgu og góðu vinum, sem á svo margvís- legan hátt hafa auðsýnt eigin- manni og fjölskyldu hinnar framliðnu mætu konu vinahót og samúð, hluttekningu og kær- koinna hjálp, vilja aðstandendur votta hér með sitt innilegasta hjartans þakklæti og árna þeim ríkulegrar blessunar Guðs. —B. A. H. Dánarfregn Þann 3. desember andaðist af slysi í Riverton, Man. James W. Collins, sonur Mr. og Mrs. Hugh Collins, nú búsett í Winnipeg, af skozkum ættum, og áttu áður heima í Glasgow. James var fæddur þar þann 22. júlí 1903, tveggja ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum til Kan. ada og settust þau fyrst að í Edrans, Sask., en fluttu árið 1914 til Riverton, en þar starfaði Mr. Collins um mörg ár í þjón- ustu C.P.R. félagsins; þar ólst James upp, og átti þar jafnan heimili síðan, þótt stundum væri hann fjarverandi atvinnu sinn- ar vegna. Systkini hans eru: Agnes, Mrs. Jack Moore, Winni- peg; Thomas, sama staðar, kv. Normu Hall; yngri systkini, Jennie og Hugh eru heima ógift hjá foreldrum sínum. Þann 6. jan. 1828, kvæntist James Collins Önnu Kristínu Dahlmann, er hún dóttir hjónanna Björns og Sigríðar Dahlmann i Riverton, eru þau bæði ættuð úr Þingeyj- arsýslu og eru inerkishjón. Mr. og Mrs. Collins eignuðust þrjú börn; tvo drengi, Hugh Victor og James Björn, nú 10 og 11 ára, og eina dóttur Joan Sig- ríði Stefaníu, 3 ára, öll hin efni- legustu. James Colins var álit- Iegur og karlmannlegur maður, ávalt bar hann létta lund og átti marga kunningja og vini. Ást- vinum sínum góður og um- hyggjusamur og er sár harmur kveðinn að ungri ekkju hans og börnum, og öllum ástvinum við sviplegt fráfall hans. Útförin fór l'ram þann 7. des., frá' heim- ili hins látna og kirkju Bræðra- safnaðar í Riverton; fór athöfn- in fram á ensku og var óvenju margmenn og þrungin djúpri samúð. Sigurður ólnfsson. Riverton, 27. des., ’39 Við undirrituð viljum hér ineð af alhug og hjarta, þakka okkar mörgu vinum og nágrönnum fyrir alla þá hjálp, hlýhug og velvild okkur sýnda, við fráfall eiginmanns og föður. Mrs. .7. W. Collins og börn. Sigríður Laxdal Swanson (Æfiminning) Þótt all-langt sé liðið siðan þessi merka kona lézt, hefir hennar ekki verið minst í blöð- unum. Eftirfarandi línur verða ekkis nein ýtarleg æfiminning, heldur aðeins ófullkomin lýsing, bygð á, nokkuð langri viðkynn- ingu og samstarfi með henni í ýmsum félagsmálum. Frú Sigríður var fædd 1. maí 1859 á Akureyri. Foreldrar hennar voru Jón Gríinsson Lax- dal og Elín Helgadóttir. Faðir Jóns var Grímur Grimsson bók- bindari á Akureyri, ættaður frá Giljá í Húnaþingi, sem fyrstur tók sér ættarnafnið Laxdal. Kemur þessi föðurætt Sigriðar saman við ætt Gríms Thomsens skálds. Börn Gríms Laxdals af >fyrra hjónabandi voru: Þorgrím- ur, Eggert, Jón, Sigurjón og Guðn’in, móðir Gríms Laxdals i Árborg. Síðari kona Gríms hét Aldís Jónsdóttir Bergmanns í Garðsvík á Svalbarðsströnd, þeirra börn voru Hlaðgerður, ekkja eftir Þorstein Þorláksson frá Stóru Tjörnum, búsett í Win_ nipeg, og Daniel lögmaður Lax- dal í Cavalier í Norður Dakota, dáinn fyrir mörgum árum. Elín, móðir Sigriðar, var dóttir Helga Helgasonar prentsmiðjustjóra i Viðey og á Akureyri. Þau Jón og Elin fluttust að Tungu á Svalbarðsströnd árið 1861 og reistu þar bú. Þau eignuðust fjögur börn; tvær dætur, Hlaðgerði og Sigríði, og tvo syni, Jón og Helga. Helgi bjó í Tungu fjölda mörg ár og dó þar fyrir ekki mörgum árum. Hin systkinin eru dáin fyrir löngu. Jón faðir þeirra drukn- aði árið 1862 af fiskiskipi, sem hann var formaður á, á Eyja- firði. Nokkru siðar giftist Elín í annað sinn, Stefáni Magnús- syni. Sonur hans af fyrra hjónabandi var Jóhann frá Kroppi í Eyjafirði, faðir Vil- hjálms Stefánssonar norðurfara. Sigríður ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður í Tungu, á- samt bræðrum sínum Jóni og Helga. Síðar fluttist hún til Akureyrar og var til heimilis hjá föðurbróður sínum, Eggert kaup- manni Laxdal. Þar giftist hún fyrri manni sínum, Aðalsteini Jónssyni skósmið frá Hamars- koti í grend við Akureyri. Aðal- steinn andaðist árið 1887. Þau eignuðust þrjú börn: Jón, sem nú er búsettur í Toronto, Ont.; Guðrúnu, gifta Karli Finsen í Reykjavík, og Huldu, sem er ekkja eftir Jónatan kaupmann Þorsteinsson í Reykjavík. Árið 1889 fluttist Sigríður vestur um haf til Winnipeg. Þar giftist hún í annað sinn, Friðiiki (Sveinssyni) Swanson, listmál- ara, ættuðum úr Eyjafirði. Voru þau í hjónabandi 46 ára og áttu ávalt heima í Winnipeg. Er Friðrik alþektur maður meðal Vestur-fslendinga, lista- og gáfu- maður. Hann kom mjög ungur vestur um haf með fóstra sínum, ólafi ólafssyni frá Espihóli. Bróðir Friðriks er rithöfundur- inn nafnkunni Jón Sveinsson (Nonni). Þau Friðrik og Sigríður eign- uðust fimni dætur og eru þrjár þeirra á lífi. Elzta dóttirin, Aurora að nafni, dó fimtán ára gömul, mjög mannvænleg og vel gefin stúlka. Aðra dóttur, sem Rannveig hét, mistu þau tuttugu og eins árs gamla; var hún gift Karli Thorson, dráttlistarmanni, sem nú á heima í Californíu. Þær sem lifa eru: Ólöf, gift Allan Jóhannessyni, eiga heima í Winnipeg, Elín, sem er gift manni, sem George Cronn heitir, eiga þau heima í Halifax, N.S., og Nanna (Mrs. Bauer), ekkja, býr hjá föður sínum í Winnipeg. Frú Sigríður var kona fríð sýnum og mjög vel gefin. Yl'ir- bragð hennar var hreint og djarflegt og viðmótið látlaust og þýtt. Lund hennar var bæði stórbrotin og viðkvæm. Hún var ágætlega máli farin og tók oft til máls á mannfundum. Talaði hún jafnan ljóst og skipulega og af mikilli einlægni og -áhuga, þegar um eitthvað var að ræða, sem var henni hugðarefni. Hún var skorinorð og sagði hiklaust það sem henni bjó i brjósti, hvort sem öðrum líkaði betur eða ver. f samræðum var hún skemtileg og orðheppin og gat sagt mikið í fáum orðum. Hún hafði ágætt vald á íslenzku máli, gat verið nokkuð birturyrt, ef því var að skifta, en hvort sem orð hennar voru mjúk eða bitur, hittu þau oftast markið. En bezt lýstu hennar ágætu gáfur sér í minni, sem virtist vera næstum óskeikult og mjög næmri tilfinn. ingu fyrir fegurð og sannri list í skáldskap. Hún gat hiklaust farið orðrétt með löng kvæði, sem mörgum hefði veizt Tnjög erfitt að muna. Það virtist sem hún þyrfti ekki annað en að lesa yfir kvæði einu sinni til þess að nema það og muna. Kunni hún mestu kynstur af íslenzkum ljóðum og skemti oft með fram- sögn þeirra, og gerði það frá- bærlega vel. Hún las mjög mik- ið, einkum skáldskap bæði í bundnu og óbundnu máli, og var nákunnug verkum eldri og yngri islenzkra skálda. Eg hefi enga konu þekt, sem hefir verið jafn Ijóðelsk, minnug á ljóð og kunn- að jafn vel að meta hið fagra i skáldskap. Henni var svo tamt að vitna til þess, sem skáldin höfðu ritað, að í samræðum hafði hún oft yfir erindi eftir erindi af fegurstu ljóðum, eins og það væru hennar eigin orð. Allir, sem þektu hana dáðust að þessu óskeikula minni og hinni næmu tilfinningu fyrir fegurð Drengur Vakti Alla Nótt Vegna ÁKAFS HÓSTA Svaf Eins og Selur Eftir Eina Inntöku af Buckley’s Mixture MæSur, farið að dæmi þessarar konu og notið Buckiey’s Mixture ef einhver i fjölskyldunni þjáist af kvefi, hálss&rindum, flú eða klg- hósta. Hún segir: “I nótt sem leið gat 11 ára sonur minn ekki sofið fyrir þrálátum hósta. Eg gal lionitm inntöku af Buckley's Mix- ture með hunangi og eftir það svaf hann nóttina út. Nú í morgun er lausara um kvefið.” — Mrs. B. Jones, Verdun, P.Q. Reynsla yðar mun þessu lík. Buckley's Mixture er hjálparhella í 3 af 5 canadiskum heimilum; það dregur þvi nær undir eins úr hóstanum, mýkir hrákann og hrjúf- ar öndunarpípur, og nemur.á brott ofsýru — linar kvef á skömmum tíma. YFIR 10 MIBJÓN FBÖSKUR SEIjDAR! E IXTURI og tign. þess bezta í íslenzkri Ijóðagerð. 'öll þau ár, sem hún hjó i Winnipeg tók hún, ásamt manni sínum, mikinn og góðan þátt í félagsmálum íslendinga. Hún var lengi meðlimur hins íslenzka Únítarasafnaðar og svo Sam- bandssafnaðar, eftir að hann var myndaður, í Goodtemplara fé- lögunum stóð hún mörg ár og ýmsum öðrum félögum. f öllum félagsskap, sem hún tilhevrði, var hún starfsöm og áhugasöm. Hún var frjálslynd í skoðunum, sanngjörn og umburðarlynd við þá, sem höfðu aðrar skoðanir en hún, en sló þó hvergi af skoð- unum sínum. Hún átti fjölda vina í öllum flokkum. Meðan kvenréttindamálið var ofarlega á dagskrá hér í Canada, og barist var fyrir þvi bæði af íslenzkum konum og öðrum, að konur fengju atkvæðisrétt, léði hún því máli öflugan stuðning. Yf5r höfuð studdi hún öll málefni, sem miðuðu til framfara og um- bóta, eftir þvi sem ástæður frek- ast leyfðu. Frú Sigriður var örlát kona og bar djúpa samúðarkend til allra, sem við einhverja erfiðleika áttu að etja eða einhvern ósigur höl'ðu heðið í lifsbaráttunni. Heimili þeirra hjóna var eitt hið vingjarnlegasta og skemtilegasta; var það hvort tveggja að þau voru bæði gestrisin og hin ljúf- mannlegustu í umgengni, og að hinir ágætu hæfileikar þeirra nutu sín vel í skemtilegum og fjölhreyttum samræðum við gesti. Hún andaðist þann 11. des. 1938, á Grace spítalanum í Win_ nipeg, af afleiðingum af heila- blóðfalli, og var jarðsungin af séra Philip M. Péturssyni frá kirkju Samhandssal’naðarins, að viðstöddum fjölda vina. Með henni er gengin til moldar ein af gáfuðustu og mætustu íslenzk- um konum vestan hafs, sem lengi mun minst verða af henn- ar mörgu eftirlifandi vinum. —G. Á. Á þessari mvnd getur að líta vínakur við Niagara-nesið, þar sem ræktaðar eru vínþrúgurnar, sem “Old Niagara” vínin eru búin til úr, og fleiri frægar víntegundir. Vintegundir þær, sem Canadian Wineries Limited framleiðir, svo sem Champagne, Burgundy, Port, Sherry, Sautern og Claret, eiga hin viðurkendu gæði sín að þakka Catawba og Delaware þrúgunum, sem ræktaðar eru við Niagara-nesið; enda eru þær alment taldar að vera ljúffeng- ustu vinþrúgur í heimi. Þessvegna er Canadian Wineries félagið kunnugt um heim allan, að það framleiðir þær góm- sætustu og hollustu tegundir léttra borðvina, sem nokkru sinni hafa verið á boðstólum.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.