Lögberg - 18.01.1940, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.01.1940, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JANÚAR, 1940 KAUPIÐ AVALT | LUMBER hja THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. | HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Vald - - - þ j ónuáta “Þér vitið, að þeir, sem rikja yfir þjóðunurn, drotna yfir þeim, og höfðingjarnir láta þá kenna á valdi sinu.” Eru ekki þessi orð frelsarans stutt og gagnorð lýs- ing á lífi, starfi og stjórnarað- ferð þeirra drotnara og valds- herra veraldarinnar, sem nú leiða þjóðir sínar um vafasama og hættulega vegu og láta umfram alt kenna á valdinu, mætti hins sterka, en ekki hinum mildara mætti kærleikans og hins athug- ula og gætna mannvits? Sjáum vér ekki í hinni miskunnarlausu valdaglimu, sem nú ógnar mann- kyninu með víðtækri eyðilegg. ingu, arfinn frá óþroskuðum forðum löngu liðinnar víkinga- aldar, þegar aflið og ofbeldið skar úr, og mannslífin voru vettugi virt? Sjáum vér ekki í því sambandi, að þar sem bar- áttan um völdin, kepnin um í- myndaðan heiður og frægð verð- ur fyrsti liðurinn á stefnuskrá lífsins, að þar er fólgin hætta fvrir framtið og farsæld mann- kynsins? Fagurlega og spaklega hirtist skilningurinn á þessu efni i æf- intýri íslenzka sagnaskáldsins, sem nefnist Góð boð, Og langar mig þvl að mega endursegja aðalefni þess. Það er æfintýrið um sálina, sem send er ofan á jarðriki, þar sem hún á að verða að ofurlitlu barni og síðan sæta kjörum mannanna, unz æfiskeið- ið er á enda runnið. En henni lízt ekki á jarðlífið, hræðist, að það muni verða sér ofurefli, kemur aftur og biður drottin um lausn. En drottinn býður henni að gefa henni einhver af lífsins æðstu gæðum, svo að hún sætti sig því betur við jarðlífið. Hann býðst til að gefa henni ásl og heimilishamingju, en hún hafnar því hoði. Þá býður hann sálinni að gefa henni kærleik- ann til allra manna, og segir: “Að því einu skal þrá þín lúta, að fá gert alla menn vitra og góða. Hvern volaðan vesaling, hvern heimskan sjálfbirging, hvern miskunnarlausan mann. níðing skalt þú elska eins og sjálfa þig. Allar þínar hugsanir skulu vera hugsaðar fyrir aðra menn. Þú skalt gefa þeim alt, sem þú átt, auðæfi þín, föt þin, mat þinn, sálarfrið þinn.” “Fæ eg þá líka að njóta ást- rikis annara manna?” spurði sálin. “Nei,” sagði drottinn . . . “því heitar sem þú elskar mennina, þvi sannfærðari verða þeir um, að þú sért annaðhvort fantur eða fól. Þeir rægja þig þá og svívirða á allar lundir, sjá of- sjónum yfir hverri spjör, sem þú hylur með nekt þina, hverju hlýlegu orði, sem mönnum verð- ur af vangá að segja uni þig, hverju ánægjubrosi, sem um varir þínar kann að Ieika. Kross- festi þeir þig ekki, þá er það af því, að þeir hafa ekki manndáð í sér til þess. — En alt þetta skaltu geta borið hugrökk og með ljúfu geði, af því að þú elskar mennina.” En sálin verður óttaslegin, og lnin fa>rist undan að þíggja þessa sjaldgæfu gjöf, sem drott- inn segist gefa engum öðrum. Þá býður hann henni siðasta boðið, og segir: “Eg gef þér vald yfir mönnunum. Hvort sem orð þín eru vit eða óvit, skulu þau hafa í sér1 fólginn undralog- ann, sem kveikir í hugum mannanna. Hvert sem þú vilt með þá fara, skaltu komast það. Þeir skulu falla fram á ásjónur sínar fyrir þér . . . f duftinu skulu þeir engjast sundur og saman frammi fvrir þér. Þegar þú lætur lemja þá fastast, skulu þeir kyssa svipur þínar með mestu áfergju. Heitasta þrá ungmennanna skal vera sú, að vera með þér, hvort sem þú ert að gera gott eða ilt. Og mæð- urnar, sem vilja koma sonum sinum áfram í veröldinni, skulu ekki eiga aðra ósk innilegri en þá, að þeir fái að njóta þinnar náðarsólar . . . Þú skalt dýrðleg verða með mönnunum.” “Þá fleygði sálin sér fram fyrir hásæti drottins, skalf af fögnuði og þakklátssemi og hvarf aftur orðalaust til mann- heima. — En drottinn andvarp- aði og sagði: “Hún er alveg eins og allar hinar manssálirn- ar.” Hún ympraði ekki einu sinni á því með einu orði, til hvers henni mundi auðnast að nota valdið. Þessi snildarlega dæmisaga eða æfintýri varpar björtu Ijósi yfir efni vort. Þegar mennirnir girnast vald, metorð umfram alt, gjöra þeir sér í raun og veru enga grein fyrir, hve mikils eða lítils virði þetta er frá a»ðsta sjónarmiði. Og því síður gera þeir sér grein fyrir því, til hvers góðs inegi nota valdið. Aðeins að öðlast það, njóta þess og láta svo á því kenna. Hættan, sem mannkvnið nú er statt í, er fyrst og fremst sprottin frá mönnum, sem girnst hafa vald umfram alt, en ekki gætt þess, til hvers beri að nota valdið, og hvaða meginregla eða lögmál eigi þar að ráða, mönnum, sem vildu verða miklir, dýrðlegir með mönnum, en skildu ekki, hvað það er að vera mikill í ríki Krists, eða hirtu ekki um að vera það, þótti það ekki eftir- sóknarvert. Þeim fór eins og sálinni í æfintýrinu, sem vildi ekki þiggja kærleikann til mann- anna, af því að hann hafði ó- þægindi í för ineð sér, en þáði fagnandi valdið yfir mönnunum. Það er augljóst, hvað Jesús vill í þessu efni. Hann segir það skýrum orðuin: “Sá, sem vill verða mikill vðar á meðal, hann skal vera þjónn vðar.” Og hann sýnir, það með því að benda á sitt eigið eftirdæmi: “Því að mannssonurinn er ekki kominn til að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna, og til þess að láta líf sitt til lausnar- gjalds fyrir marga.” Það sem gjörir manninn mikinn í ríki Krists, mikinn fyrir Guði, er kærleikurinn, sem með honum býr. Hann er að sama skapi mikill sem hann er ríkur af kær- Ieika, því hugarfari, sem Kristur lýsti t. d. í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann, og Páll postuli í 13. kap. 1. Korintu- bréfs. Sá er í sannleika mikill, sem á þá þrá sterkasta, eins og skáldið orðaði það, að “fá gert alla inenn \itra og góða,” sá sem hugsar sínar hugsanir fyrir aðra menn elskar hvern mann eins og sjálfan sig, hve vondur og vesall sem er, og vill gefa mönnunum í kærleika alt, sem hann á, alt sem hann má, svo að þeir megi verða ekki aðeins sem beztir, heldur einnig sem glaðastir og farsælastir. En þegar Jesús í því sam- bandi bendir á sjálfan sig sem fyrirmyndina, þá gefur hann til kynna, eins og líka kemur fram í dæmisögu skáldsins, að sá sem er mikill í kærleikanum til mannanna, verður líka að taka á sig fórnarþjónustu og þjáningu þá, sem leiðir af synd og van- þroska, skilningsleysi og harðúð þeirra, sem hann þjónar í kær- leika sinum. Hér verða oss skiljanleg orð Jesú um bikarinn hans, sem þeir verða að drekka að einhverju leyti, sem vilja vera miklir með honum. Kiristur kendi ineð lífi sínu, en átakanlegast með dauða sín- um, að hin konunglega sigur- braut kærleikans er sjálfsfórnar- vegurinn, en ekki vegur valds né mannlegrar tignar. Kristur, hangandi á krossinum, er oss því alla daga hin sanna mynd þjónandi og fórnandi elskunnar. Hann er sjálfur Samverjinn miskunnsami í æðsta skilningi, hann er kærleikur Guðs, opin- beraður í mensku lifi á jörðu, og þess vegna sá viti á myrkra- för mannkynsins um óhreinar brimleiðir aldanna, sem aldrei slöknar, en ætíð lýsir langt og skært yfir höfin. Vinurminn! Hinn sanni mik- illeikur þinn, tignarst'ig þitt og aðall í ríki Krists og Guðs er ekki fólginn í því valdi, sem þú hefir til að láta aðra hlýða þér, leggja á sig byrðar fyrir þig og líða fyrir þig, heldur í hinu, hve mikið þú vilt á þig leggja, hve mikið líða fyrir aðra. Það er sá boskapur kristindómsins, sem einatt hefir sannast, ekki sízt í lífi hinna beztu manna, sem kristnin ól, mannanna, sem laugað höfðu sál sina í lind kær- leikans við krossinn Krists, og síðan í orði og verki veitt straumum þess ka>rleika til mannanna. Þeir hafa stundum að dæmi frelsara sins og drott- ins' verið þyrnum krýndir, þyrn- um óvildar, misskilnings, ónær- gætni. En þeir hafa reynt, eir^s og skáldið kemst að orði i æfin- týrinu, að “bera þetta hugrakkir með ljúfu geði af því að þeir elskuðu mennina,” og af því að þeir elskuðu Guð og þektu og lutu hans vilja. Já, það má sannarlega ekki vænta þess, að elskan uppskeri æfinlega laun sín í elsku frá mannanna hálfu hér á jörð, né heldur í veraldlegri farsæld. En hin kristilega tign, upphefð, mikilleikur, stendur i réttu hlut- falli við Kristskærleikann i hjartanu, en miðast aldrei við veraldargengi, auð, mannvirð- ingar, heiðursmerki né neitt slíkt, sem sózt er eftir. Það minnir Matthias trúarskáld oss á í sínu ógleymanlega og átak- anlega kvæði um Hallgrím Pét- ursson á banasænginni: “Guðs manns líf er sjaldan happ né hrós, heldur tár og blóðug þyrnirós” og “Oftast fyrst á þessum þyrni- krans þekkir fólkið tign síns bezta manns.” Vinir mínir! Eigum vér ekki að reyna, í vorum vanmætti, að temja oss að hugsa líkt og Krist- ur, einnig um mikilleikann, met- orðin, valdið og tignina? Hafa það hugfast að tignarmark krist- ins manns er kærleikurinn, sem birtist í lífi hans, Kristkærleik- urinn, sem vér erum öll svo dauðans ófullkomin í Munum, að þennan kærleika getum vér öll sýnt. Eins í hinum lágu stöðum, í hinum kyrláta verka- hring, eins, já, jafnvel hvergi fremur en í hinni auðmjúku þjónustu. Minnumst þess, er vér höldum, að fáir taki eftir oss, eða meti starf vort. Hugs- um um þetta, að því betur sem óeigingjarni, fórnfúsi kærleikur- inn nýtur sín í lífi voru til orða og verka, því meir vöxum vér í áttina til mikilleikans, sem Guð metur mest, i áttina til dýrðar- innar í riki Krists, sem ekki er af þessum heimi. Vinur minn! Viljir þú verða mikill í ríki Krists, þá hugleiddu þetta, sem í sálminum segir: “Þótt hlutverk vort oss virðist smátt, samt veglegt starf það er, að fylgja Kristi í trausti’ og trú, sem tók og þjónsmynd hér. Hver hugsun hlý, hvert ástríkt orð oss æðri fylling ljær, sem fljót er vex og fríkkar mest, þá færist hafi nær. Ef rækjum skyldu’ af heilum hug. þótt hart oss reyni á, f herrans augum háleitt starf vér höfum unnið þá. Svo getum hlutverk göfgað smátt við glæður kwrleikans, Og þyrnisveigum sárum breytt í sigur-geislakrans.” Þessi er leiðin til að verða mikill i ríki hans, sem kom til þess að þjóna og láta líf sitt til lausnargjalds fyrir marga, hans, I sem vegna staðfestu sinnar í J liðandi elsku er konungur kær- j leikans að eilifu þessa heims og annars. Þessi er leiðin til að J flytja Guðs friðar- og kærleiks- ríki á vorri fögru en flekkuðu jörð. Árni Sigurðsson. —Kírkjuritið. Jólasamkoma Islendinga í Los Angeles Stundum þegar eg hefi verið að lesa um samkomur íslend- inga í hinum ýmsu sveitum þessa lands, mér til fróðleiks og ánægju, hefir mér dottið í hug að það væri í raun og veru und- arlegt að aldrei kæmu fréttir af hinum tvístruðp og hálf-týndu fslendingum sein að dreifðir eru hér á milli fjalls og fjöru í Suð- ur-Californíu, svo að ókupnugum gæti blátt áfram komið til hug- ar að þeir væru að forðast hver annan, því venjulega eru þeir einn í hóp eða tveir í lest, en þar sem að Los Angeles mun vera víðáttumesta borg í heimi út- skýrist 'það til muna hve dreifð- ur hópurinn er, sem mun vera frá tvö til þrjú hundruð manns, af íslenzéu bergi brotið, ef tíl vill tuttugu til þrjátíu af því fætt á íslandi. Þessi bygð íslendinga hér, er meðal þeirra yngstu í landinu, því naumast munu íslendingar hafa sezt hér að fyr en fyrir tuttugu til tuttugu og fimm ár- um síðan að undanteknum einni til tveimur fjölskyldum, sem inunu hafa verið hér frá fjörutíu til fimtiu ár. önnur kynslóðin virðist nú oft eins islenzk í orði og verki eins og við sem að vor- um alin á íslandi og unna mál- efnum fslands og fslendinga undir' öllum kringumstæðum. Miðvikudaginn milli jóla og nýárs, 27. deseinber s.l., höfðu íslendingar hér jólasamkomu sína. Það var undarlegt að vera ao fara á íslendinga samkomu, og að styzta leiðin var að fara í gegnum hjarta Hollywood, já, og það í jólaskrúða sinum. Margir reyna að skreyta bæi sína vel og rækilega um jóla- leytið, en Hoolywood, án efa, er þar í frmestu röð. Og “heims um ból helg eru jól” hljómaði í hátölurum um stræti og gatna- mót borgarinnar. Ys og þys mannfjöldans blandaðist jóla- söngnum svo að bergmálaði í fjöllunum, sem borgin er bygð meðfram, og jafnvel upp um há- fjöllin. Oddgeir minn var við stýrið á bílnum, svo okkur fanst við geta verið róleg í hinu ólg- andi bíla- og mannlífshafi, sem að hér er ár og síð og alla tíð, ekki siður en góða veðrið og bliðan. Víða liggja vegainót jafnvel þótt örlögin virðist marka manni bás meira en svona og svona. Við vorum komin á áfanga- staðinn og þótt húsakynnin væri fkki neitt í líkingu við Good- templarahúsið í Winnipeg var það gott og hlýtt. Meira en hundrað manns var þar saman- komið. Fyrst var spilað á spil, síðan var sungið “ó, Guð vors Iands” og “Hvað er svo glatt,” undir stjórn Mr. Gunnars Matt- híassonar. Þar næst kom fram og söng með sinni gullnu rödd Mi ss Thóra Matthíasson, er hún björt og brún á brá, há og glæsi- leg og þar sem hún er sonar- dóttir skáldsins sem að allir ís- lendingar unna og kynna, verð- ur hún ennþá eftirtektarverðari. Miss Ellen Jameson, sem þarna var stödd söng ekki einsöng í þetta sinn, en þeir, sem hafa heyrt hana syngja “Kvöldbæn” með lagi eftir Björgvin Guð- mundsson, munu naumast geta gleymt þvi, nema hjartað sé tómt og kalt. Eins og í öðrum íslenzkum bygðarlögum eru ætið einhverjir, sem eru viljugir að leggja mikið i sölurnar til þess að halda hópnum saman. í sam. bandi við það vil eg nefna Mrs. A. Thorgrimson, sem hefiv senni- lega lengst og bezt unnið að þvi, og heimili hennar staðið opið fyrir fslendingum hér, af mik- illi gestrisni og góðum hug. Líka hafa þau Mr. og Mrs. Pétur Feldsted gert mikið og ennfrem- ur Mr. og Mrs. Egill Shields, að ógleymdri Mrs. R. MacFarland (áður Olive Oliver) og nú á sið- ustu árum þau Mr. og Mrs. Gunnar Matthíasson og margir fleiri. Auk þeirra, sem hér hafa nefndir verið, voru þarna margir gamlir Winnipegbúar, t. d. þau Mrs. Sevmour ásamt dóttur sinni og tengdasyni, Mr. og Mrs. Carr, Mr. og Mrs. Sumi Swanson á- samt syni sínum Raymond og með þeim voru þa>r Soffia og Aldis Sveinsson hjúkrunarkonur og frænka þeirra Miss Thorlak- son, ennfremur Freeman Good- manson með konu sinni, öll frá Long Beach; frá Buena Park: Mrs. Gillis ásamt dætrum sínum Mrs. Nelson og Mrs. Olson; frá South Gate Mr. og Mrs. J. Jame- son með dætrum sínum, Rósa, sem er gift lækni hér, Dr. Funck, en Ellen er kenslukona í Salt Lake City, ennfremur er hinn góðkunni læknir í Huntington Park, Dr. Paul Jameson sonur þeirra; Mr. og Mrs. John Luther frá Banning, Californíu, Mrs. Baupre (áður Eggers), Mr. og Mrs. Jón Thorbergson, Miss Jó- hanna Thorarinson, Fred Frid- geirson og Thorsteinn Guðmund- son, Mrs. Denton og Mrs. Thor- kelson, Miss Hekla Thorkelson, Miss Vatnsdal, ennfremur Matt- Ilér sézt mynd af þeirri stærstu hringferða flatsleða-rennu (Toboggan Slide) sem bygð hefir verið í Canada. Þeir Ottensons feðgar komu á fót þessu sérstæða mannvirki og starfra'kja það. Turninn annar er 4(i fet frá jörðu, þar sem sleðinn er lagður á þegar farið er af stað. Efsta ljósið á íurinum er 60 fet ofar jörðu. Fólk, sem ann útiskemtunum, ætti að leggja leið sína til River Park á kveldin þegar búið er að kveikja á ljósunum, sem skifta mörgum hundruðum dularfullra töfralita. Phone 46 777 0. Ott eiiáon Ott, ettáon

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.