Lögberg - 18.01.1940, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JANÚAR, 1940
Heimkoma hermannsins
Þegar hann bar ræmuna upp að augum sér,
sá hann við tunglsbirtuna, að þetta var vegg-
pappírsdregill með sama munstri og sá, sem
hann hafði hjálpað tengdabróður sínum til
að líma innan í svefnherbergi Jteirra hjóna.
Fjögur börn systurinnar höfðu fæðst í því
herbergi. Hann reyndi að hrista af sér
minninguna um þessi börn og sín eigin, og
um . . . Með tilburðum óttaslegins manns
hraðaði hann sér aftur fram á veginn og
klöngraðist áfram við daufan bjarma fyrstu
dagsbrúnar. . . .
ApríLsólin kom nú upp og skein bráð-
lega með daufum ljóma sínum á Nidart, þar
sem hann lá og grúfði sig niður að lirúgu
brotinna múrsteina. I heilan langan klukku-
tíma var þarna í sólarljósinu ekkert annað
að sjá en eyðilegginguna, fallin tré alt um
kring og manninn lagðan lágt eins og )>au.
En þá birtist dálítill hópur mannvera, kom-
andi eias og upp úr jörðinni, þræða sig ga>ti-
lega ein á á eftir annari, eftir hrjóstrugum
veginum og nálgast ldjóðlega staðinn, þar
sem hin eyðilögðu heimili höfðu staðið.
Hópinn mynduðu: Konur, nokkrir gamlir
karlmenn og fáein veikluleg og fölleit börn.
Ein konan, er þrjú börn leiddi sér við
hlið, gekk með veikum burðum innan um
grjóthrúgurnar og kubbaða trjábúta . . .
stanzáði svo alt í einu og þrýsti báðum hönd-
um að brjósti sér í lijartastað. Og svo heyrð-
ist skerandi hljóð kveða við himin frá hinni
þögulu eyðileggingar-stöð, þrýsta sér hvað
eftir annað út í geiminn með innilegum og
ótrúlega voldugum fagnaðarhreim.
Þarna stóðu þau, hermaðurinn og kon-
an hans, hvort í annars faðmi á rústum hins
hrunda heimilis síns. Þegar nú hin sárglöðu
idjóð höfðu breyzt í brennandi sælutár, stóðu
þau þarna orðlaus, fléttuðu höndum með
börnin milli sín og þurkuðu með gleðibrosi
titrandi tárin af fölum kinnum sínum.
Eftir stundarkorn gægðist fölt andlit
yngra barnsins fram úr pilsfellingum fóstru
sinnar, og leit hermaðurinn til þess brosandi.
“Þetta er Dupré-svipur, ” sagði hann og
jiorps-sagan kom óðar í huga hans. “Hann
líkist mjög mikið Jacques Dupré frænda.”
Konan kinkaði kolli og svaraði: “Já,
það er barn þeirra Louise og Jacques. Við
fréttum að Jacques hefði fallið — eg frétti
líka tvívegis, að þú værir fallinn — og eftir
að barnið fæddi st g afst Louise upp í lífs-
baráttunni og dó: Það er ástæðan til þess
að eg er hér nú. Þeir námu á brott allar
konur á mínum aldri nema j)ær hefðu með-
ferðis yngri börn en þriggja ára. Þeir héldu
að eg ætti barnið.”
Nidart rétti út hendina að barninu, en
]>að faldi sig enn dýpra inni í fötum fóstur-
móður sinnar. “Hann er hræddur við þig,”
sagði hún; “við höfum orðið að kenna börn-
unum ótta við aðra, svo að þau héldi sér í
leyni og bryti ekki reglurnar. Það voru svo
afar-margar reglugerðirnar, og þegar börnin
gleymdu þeim, voru þau lamin.”
Meðan þau neyttu til morgunverðar
brauðs og osts, sem Nidart hafði komið
með, sagði Paulette honum frá ýmsu því
sem á dagana hefði drifið á herleiðingar
árunum, alveg eins og það vaknaði í endur-
minning huga hennar, j)ó ekki væri í réttri
röð.
“Það var fátt eftir í húsiu, er }>eir að
lokum sprengdu það í loft upp. Engan á-
gang sýndu þeir okkur, en foringjarnir fóru
með undirmenn sína eins og hundar væri,
og gátum við ekki stundum varist }>ví að
vorkenna þeim. Þeir stálu öllu, sem þeir
gátu fest hönd á, en misþyrmdu okkur ekki.
Hvern einasta hlut úr kopar og látúni hirtu-
þeir og alla mína potta og pönnur.” Rödd
hennar titraði þegar hún mintist á }>etta.
“En næsta sumar })ar á eftir hirtu þeir
allan léreftsklæðnaðinn og eg hafði ekkert
annað eftir en nærfötin til að hylja mig með.
Næsta vetur hnupluðu þeir ullarfötunum.
Alt fóru þeir með vír húsinu og sérstaklega
sængurdýnurnar.
“Þegar herdeildirnar voru ferðbúnar,
skipuðu þeir okkur að fara ofan í kjallara
gömlu húsanna þarna niður með veginum
og vera þar kyr í þrjá daga. Ef við færum
út þaðan fvrri, j7rðum við skotin, sögðu
þeir. Ó, Pierre! ef við hefðum vitað hvað
síðar ka'mi —” hún benti hendinni á eyði-
legginguna alt í kringum þau og sérstak-
lega á hin föllnu tré, sem öll höfðu verið
höggvin og feld nákvæmlega á sama liátt og
í sömu átt — “við hefðum ekki getað haldið
lífi og .sönsum þá hræðilegu stund!”
Pierre rendi augum vfir hinar möl-
brotnu rústir þorpsins; svo strauk hann
með sinni stóru erfiðismanns hönd mjúklega
um hár konu sinnar. “Eb biev, Paulette,”
sagði hann. “Hvað eigum við að gera?
Gefast upp og — flytja burtf ”
“ó, Pierre!” svaraði hún með ákefð.
“Þú myndir ekki vilja gera það?”
Eins og til svars stóð hann á fætur, fór
að losa af sér bögglana og taka utan af
þeim; höfðu þeir að geyma: hamar og öxi,
stóran naglaböggul, máraraskeið og hulstur
með útsæðisfræi. Hann lagði þetta frá sér
hér og þar í kringum þau niður á múrgrjóts-
hauginn, vegglímshrúgurnar og trjáviðar-
brotin.
Konan hans kinkaði kolli í samþvkkis-
skyni. “ Sveitarstjórinn spurði hvort við
kysum heldur að vera send í athvarfshælið
eða vera hér kyr og auðvitað sagðist eg
heldur vilja vera hér. Með aðstoð barnanna
hefi eg hreinsað og lagað til ofurlítið horn
við eldstæðið, og þar elda eg. Og svo höfum
við, Pierre, þvínær lokið við að hreinsa dá-
lítinn blett í garðinum, og asparagus-plönt-
urnar eru nú að koma upp! Komdu og’
sjáðu. Þeir hjuggu niður alt, sem þeir
komu auga á, en það sem lífs var niðri í
moldinni, gátu þeir ekki eyðilagt.”
Þau stauluðust yfir múrgrjótshaugana
og trjáviðar-ruslið þangað sem matjurta-
garðurinn hafði verið. Nokkrir hlutar
grjótveggjarins, sem sprengjurnar höfðu
ekki unnið á, stóðu enn.
“Sko! Þvínær öll bark-ljósu trén hafa
verið skilin eftir!” kallaði Nidart. “ Það
er einkennilegt að þeir skyldu hlífa þeim. Ef
til vill hefir maðurinn, sem átti að eyðileggja
trén, verið garðyrkjumaður, eins og við. Eg
veit }>að, að eg hefði ekki getað fengið af
mér að höggva niður áva,xtatré — og enginn,
sem gróðursett hefir og hjúfrað nokkru því,
sem lifir og grær, hefði getað gert það.”
Hann' starði með hróðurskendum ánægju-
svip fram hjá hússruslinu yfir til hinna
hugljúfu raða ávaxtatrjánna. “Við látum
þau eiga sig í bráðina; eg get afkvistað þau
og hjúfrað að þeim, þegar eg er of þreyttur
til að gera nokkuð annað. ” Svo leit hann
yfir umhverfið og lýsti því, hvemig hann
ætlaði að haga verkum sínum.
“Fyrst er að laga til í garðinum, svo
ha>gt sé að koma niður fræinu. Við reynum
ekki að bera burt ruslið; hlöðum því bara
saman meðfram öilu veggstæðinu.”
Þau gengu þegar æðrulaust og með
þögulli ákefð að starfinu.
Um kvöldið, eftir að börnin voru sofnuð
á hálminum í kjallara gamla hússins niður
með veginum, fóru foreldrarnir aftur til að
athuga enn nánar hið litla konungsríki sitt,
er nú var í auðn. Konan mælti fátt. Hús-
bóndinn talaði í kyrlátum og styrkum mál-
rómi um framtíðarfyrirætlanirnar og verks-
aðferðir: hann gæti náð sér í galvaníseraðar
járnþynnur úr þökum skotgrafa-skýlanna og
notað niðurhöggnu trjábolina í sperrur. Og
hann gerði fyrirætlanir um hverju sá skyldi
í garðinn og akurbletti — þeim jurtum, sem
hún og börnin gæti annast um og hlúð að,
þegar hann va>ri aftur horfinn til liersins.
Þegar á hina óumflýjanlegu burtför
hans aftur til herbúðanna var minst, veinaði
konan hástöfum og þreif með ákafa um hand-
legg eiginmannsins. Hann greip hana í
fang sér, settist með hana á harðan grjót-
hauginn og sagði svo: “Paulette! hlustaðu
á mig! Þú ert að láta bugast fyrir Boch-
unum!” Hann bar þessi orð fram í þeim
tón er hann notaði við að telja kjark í liðs-
flokk sinn.
Við þessa harðneskju-kendu áminning
setti konuna hljóða, ení hann mælti ennfrem-
ur: “Við getum ekkert annað gert, en að
halda áfram baráttunni; og gefast ekki upp
— það er okkar eina von — annað eigum við
nú ekki, eins og þú veizt!”
“Já, Pierre” sagði konan. Ekkert
angistarhljóð branzt aftnr út af vörum henn-
ar.
Hann sjálfur var })ó ekki ætíð undir á-
hrifum þessa heimspekilega jafnaðargeðs.
Stundum leit lmnn kannske snögglega upj>
og fann þá eins og í fyrsta sinni til angistar
út af evðilegging alls þess, sem honum væri
eins kært og lífið sjálft. Daginn sem hann
fór að róta til í akurblettinum tók hann eftir
því að tvö af hinum helsærðu trjám hans, er
ofurlítil pjatla barkarins tengdi enn við
stofn þeirra, voru farin að .skjóta út lauf-
krónum. Sjón þessi fylti hann hugarstríði,
eins og ef eitt barn hans hefði úr dauðans
faðmi horft brosandi til hans. Hann beygði
sig ofan að trjánum og sá að brumin voru
öll að opnast, eins og í fullu trausti á frjó-
magn sitt. Og hann hugsaði með sjálfum
sér: Þau hafa öll hlotið helsæri, en vita
það ekki, og eru svo að berjast við að lifa
og þroskast. Er þessu svona varið með oss
rnanmierurnarf” Og á þessu augnabliki
fanst honum sem öll hans barátta við að end-
urlífga hinar deyddu lífsvonir sínar væru
aumkvrunarverðar og dæmdar til að verða
árang'ur.slausar. Þá —
“Pabbi, komdu og sjáðu! Peónurnar
hafa byrjað að koma upp í nótt — heil röð
af þeim!” Konan hans stóð nú líka þarna
hjá honum; hún leit til hans með gleði-
þrungnu augnaráði. Meðan þau lifðu í ást-
ardraumum heitbundinna elskenda höfðu
þau plantað fræunum að þessum peónum.
“'Sjáðu til,” sagði hún nú aftur, “eg sagði
þér, að það líf, sem frjómoldin verndaði í
skauti sínu, hefði þeir ekki getað eyðilagt. ”
—Maðurinn tók aftur til starfa síns, þögull
og sem óþreyttur að róta upp í akurblettin-
um, þar sem hann við starfið andaði að sér
ríkum og hressandi ilm frjómoldarinnar, er
hann sjálfur átti.
Einn regnríkan vordaginn varð Pierre
að forða sér niður af húsinu, þar sem hann
hafði verið að berjast við að klæða part af
þakinu; hann hafði unnið við þetta í sex
klukkustundir, alt frá hinum fyrsta árbít, en
afréð að nota hálftímann til miðdegis við
að hagræða og afkvista trén og vínviðina í
garði sínum. Hann valdi stóran vínvið til að
byrja á og tók um hinn kvistótta legg hans,
er þá hreyfðist ónáttúrlega mikið og mót-
stöðulaust undir varúðarlegu handtaki. Svit-
inn braust út á enni mannsins; hann slepti
fyrsta taki sínu á vínviðnum og tók um hann
neðarlega, en þá brast leggurinn frá rótinni
og dinglaði laus; einriig hann hafði verið
skorinn sundur með hárfínni handsög, en
hinn lífsþrungni safi jurtarinnar þrengdi
sér upp úr rótarsárinu.
Maðurinn staulaðist þreyitulega á fætur
og sneri að næsta vínviðnum; bolurinn þar
fór einnig sundur við rótina. Þá gekk mað-
urinn að perutré, sem gisa l>urfti. En alt,
sem hann snerti: perutrén, eplatrén, vínvið-
irnir — alt hafði verið kænlega sært til ólífis
og bolimir látnir standa á rótarsárinu og
styðjast með fléttuðum greinum hver vúð
annan upp við vegginn, svo þeir félli ekki.
Maðurinn, sem skipaður var til hermd-
arverksins, hafði vissulega verið garðyrkju-
maður, sem vitað hafði hvar helsárið skyldi
gera til þess það næmi sem næst sjálfu
hjarta hins garðyrkjumannsins, er nú, mátt-
vana og sem ráðþrota, með andlit hulið í
höndum sér, skjögraði áfram og- hallaðist
upp að veggnum meðal hinna helsærðu vín-
viðarsitilka og trjábola, sem áður liöfðu verið
svo þrungnir af kyrlátum og aðdáunarverð-
um lífsþrótti. Honum virtist sem blóðæð
hefði opnast í brjósti sér, eins og sögin þrýsti
hárbeittri tönn gegnum lífæð hans eigin lík-
ama.
Konan hans kom nú út1 í regnsúðann og
kallaði til hans. En hann heyrði ekkert annað
en mjúkan hvin frá hinni hárbeittu sög, er
þrýsti sér inn í hjartaund lifandi vínviðar-
stilka og boli aldintrjánna.
Konan kom þegar yfir um til hans með
óttaþrunginn andlitssvip vegna kyrðarinnar,
er yfir honum hvíldi. Er hún litaðist um
og sá hinn brákaða revr vínviðarins og aldin-
trjánna, hljóðaði hún af skelfingu: “Pierre!
þeir hafa þó ekki . . . þeir liafa þó ekki ...”
Harmur hennar snerist þeg’ar í undrandi
og ofsaþrunginn orðastraum. Eiginmaður
hennar heyrði enn aðeins hinn ógnumblandna
hvin .sagarinnar, er sundur skar án afláts
hverja af annari lífstaugarnar, isem út-
heimt höfðu svo mikið sólarljós og regn,
hita og kælu, og tólf ára umönnun garðyrkju-
mannsins, sér til þroska. Þetta var mann
lífsmynd — það sem einstaklingurinn gat
með köldu blóði gert á annars hluta. Hér
var ekki um neinn augnabliks-ofsa að tefla,
heldur aðeins járnkaldan og fyrirhugaðan
ásetning!
Konan gleymdi sínum eigin harmi-
þrungna reiðiofsa, og iiún glevmdi helsærða
vínviðnum og trjánum. Voldugur og hug-
hreystandi viðkvæmnis bjarmi ljómaði á
iiinu holdgranna og þreytulega andliti henn-
ar. Svo tók hún mjúklega um liandlegg
Pierres og leiddi liann með sér inn í það
liorn hinnar hálfreistu stofu,, þar sem hlé
var gegn regni og kælu. Svo setti hún fyrir
hann mat og bað hann að eta.
Glaður eldur logaði í arni þarna inni,
og vatnið sauð á katlinum. Eftir nokkra
stund fór Pierre smátt og smátt að hlýna,
og hann fylgdi konu sinni eftir með augun-
um þar sem hún var að laga til í litiu íbúð-
inni þeirra, raða á hyllurnar, sem hann í
liasti liafði smíðað, fægðum hnífapörum sín-
um, skeiðum, tinkönnum bögglum og botélum
fyrir ýmislegt, sem áður átti sér samastað
í hinu mvndarlega en nú eyðilagða eldhúsi
hennar. Við þessar athafnir konunnar fór
liið flúna hugrekki bóndans að vakna til
sjálfs sín í hinu máttvana hjarta hans. Og
með mikilli áreynslu dreif hann sig á fætur,
er starfslöngun hans nii sagði til sín.
“Paulette,” sagði hann þreytulega, “eg
held að ef við gætum náð í gróðrar-vax núna
strax, þá væri hægt að varna rótunum frá
því að blæða til dauðs þangað til greinarnar
skjóta frjóknöppum, og svo mætti græða þær
við rótarstubbana. Þeir hljóta nú að hafa
vax og harpix, kaupmennimir í Noyon.”
“Lofaðu mér að sækja þetta, ” sagði
drengurinn litli í barnaróm. “Eg gæti vel
gert það, og þú gætir unnið við }>akið á
meðan. Nú eru ekki eftir nema tíu dagar.”
/
Svo lagði hann á stað í rigningunni, þessi
litli hugprúði hnokki er ekki lét bugast,
}>rátt fyrir eyðileggingar merkin alt um
kring. Faðirinn hraðaði svo starfinu við
húsabæturnar, með það æ í huga, að stund-
irnar sem hann gæti starfað að endurbót
vistarverunnar, fækkuðu óðum.
Að lokum var litla stofan komin undir
þak, strompurinn endurhlaðinn og garðurinn
reiðubúinn til sáningar; en akurverkið var
þó enn óklárað. Þar vann Pierre fram eftir
á hverju kveldi, þegar tunglsljós var. Konan
hans hafði á«móti þessu, en hann sagði henni
að þetta væri ekkert erfiðara en að vera á
hergöng-u alla nóttina. Þá tók hún upp
hrífuna og gekk að verkinu við hlið manns-
ins síns.
Morguninn, sem liann átti að leggja á
stað vöknuðu þau með fyrstu dagsbrún.
Pierre klæddist í snatri, tók hrífuna og
skundaði út í akur. Paulette lagaði kaffi
og fór með það, ásamt brauðsneið, út á akur-
inn til hans, og hann stóð við meðan hann
neytti þessarar fátæklegu máltíðar. Grá
þokuslæða hvíldi yfir láglendinu. Þau litu
stillilega hvort á annað, en fölvinn í andlit-
unum var auðsær enda þótt þau væri mjög
útitekin.
“Þú verður að koma fræinu í akurinn
eins fljótt og unt er, þegar eg er farinn,”
sagði Pierre.
Þeim hafði reiknast svo til, að hann
yrði að leggja á stað frá húsinu klukkan
tíu, ef hann ætti að ná lestinni í Noyon. Tíu
mínútum fyrir hinn ákveðna burtfarartíma
hætti Pierre vinnunni og gekk með hrífuna
enn í hendinni heim að húskytrunni og kring-
um hana inn í garðinn. Milli hnullungs-
hryggjanna í litla þríhyrnings-blettinum, er
hreínsaður var og vel undirbúinn, kom hann
auga á fjórar daufgrænar, þráðbeinar rand-
ir: bauna-plöntumar að gægjasf upp úr hin-
um frjófa jarðvegi. Þeim varð hann að gæta
nánar að, áður en hann færi.
Hann kraup á kné og laut niður að
plöntunum. Sumar þeirra voru enn bognar
af áreynslunni við að þrýsta sér upp úr
þéttri moldinni, og áhrifin frá upprisu-til-
raunum þeirra eins og stren^du á hans eigin
taugum. Hinar plönturnar, ögn þroskaðri,
höfðu allareiðu rétt úr sér og litu blíðlega
gegn brosandi ljósi ylríkrar sunnu. Alirifin
frá þessari lífsgleði gróandans, fann hann
einnig í lífgandi vonarstraum hjartablóðs
sís. Svo rétf! liann sig upp og gekk að opn-
um dyrum litlu vistarverunnar. Þar stóð
konan hans þögul og fölleit mjög. Hann
tók upj> hermannstöskuna, hagræddi ullar-
ábreiðu-bagganum og “musettes” á baki sér
og fylti svo lungun löngum teig af hressandi
morgunlófti.
“Guð annist þig, Paulejte,” sagði hann,
og þrýsti á báðar kinnar hennar löngum og
ástþrungnum kossum, sem ef til vildi yrðu
hans síðustu.
“Eg ætla — eg skal annast um alt
liérna,” sagði liún lágt með veikri rödd.
Hann kysti börnin. Þá leit hann enn
einu sinni á ósána akurblettinn. Svo hélt
hann á stað aftur áleiðis til skotgrafanna.
(Lausl. þýtt úr ensku)—s.
Ö, kom þú himinblœrinn blíði
Lag: The Gospel in Song, No. 176.
Ó, kom þú himinblærinn blíði,
þú bæna minna heita þrá,
og anda yfir lönd og lýði
með lífið sanna Guði frá.
Ú, kom með frið til þreyttra þjóða,
og þjáninganna daga stytt.
Og kom með andann Krists hinn góða.
Ó, kom með himnaríkið þitt.
Þín bíða, lönd og álfur allar,
})ú andinn helgi Guði frá.
A þína hjálp óg huggun kallar
öll heimsins von og dýpsta þrá.
Ó, kom með unað elsku þinnar,
og ástargjafir frelsarans,
og eyddu sjúkleik sálar minnar
í sólarlogum kærleikans.
Eg villist oft af vegum þínum.
Þú vakir drottinn yfir mér,
og hjálpar veikum vilja mínum,
og vefur mig að hjarta þér.
Þú ríkir jafnt í himni háum
og hjarta manns, er leitar þín.
Þú blessar lýð í býlum lágum,
á blómið smáa dýrð þín skín.
Pétur Sigurðsson.
—Kirkjuritið.