Lögberg - 18.01.1940, Blaðsíða 5

Lögberg - 18.01.1940, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JANÚAR, 1940 s þarf að greiða árlega um 100 kr. í vexti og afborganir vegna skuldanna. f raun og veru höfum við meðal annars regkt, drukkið brennivin og kaffi “upp á krít.” Ef 25 milj. hefðu sparast til fyrnefndra kaupa, væri þjóðin laus við rúman % hluta skulda sinna. Þar að auki er stórhættulegt sjálf- stæði landsins, að skulda mik- ið erlendum lánardrotnum.” Sú mynd, sem þarna er dregin upp, er ekki glæsileg og fögur, þar blasir við okkur í þessum milj. tölum sú nakta staðreynd, að ef þjóðin heldur áfram að lifa eftir sama ábyrgðarlausa hugsunarhættinum i sukki og munaði, þá er sjálfstæði lands- ins glötun vis. Kynslóðin, sem lniið hefir að auði landsins síðan 1918, er um margt mjög mæt og átaka henn- ar verður lofsamlega getið í ís- lenzkri sögu. En óheiðarleik hennar við framtíðina verður þó ef til vill lengur minst. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að hún skuldar ekki fyrst og fremst fyrir framkvæmdir og menning- arlegar umbætur, heldur fremur fyrir ýmiskonar luxus og munað og óhófseyðslu, sem einstakling- arnir virðast hafa verið í kapp- hlaupi um að skreyta sig með. (Smbr., sem nokkur sönnun, Hagskýrslutölurnar. er bent var úr Minningarriti U.M.F.f.). Síð- an 1918 hefir þjóðin haft á sór svip og snið yfirborðsmenskunn- ar. Hún hefir lifað um efni fram. Framtíðinni, ungu kyn- slóðinni, er ætlað að bera byrðar þeirrar vanrækslu. Eldri kyn- slóðin þarf þvi ekki að vera hissa á því, þó að unga fólkið, sem er að alast upp við takmörkuð framtíðarskilvrði, gagnrýni gerð- ir hennar og segi henni til synd- anna. Hún þarf heldur ekki að hýsnast yfir því, að æskan sé eyðslusöm, því að þar sér hún sinar eigin syndir og sinn eigin hugsunarhátt hjá afkomendum sínum. En hún þarf að láta hverjum degi nægja sina þján- ingu. Hún má ekki lifa kónga- hfi við kræsingar og “lúxus,” er orsaki það, að komandi vera svo frjáls og víðsýn, að viður- henna, að hún hafi stigið víxl- spor. Milli hennar og æskunnar ingur og samstarf. Þær þurfa þarf a vera gagnkvæmur skiln- 1‘áðar, hlið við hlið, að hrífast til viðnáms og viðreisnar. Ann- ars beinist braut þeirra beggja niður í djúpið: Eldri kynslóðin brýtur bát sinji á blindskerjum sjálfskaparvítanna. En æskan lendir út fyrir takmörk veru- leikans inn í sjálfsblekkingu Þcss, að skipulagsbreyting sé lausn allra vandamála. Ef við gætum ekki1 sjálf sjálf- stæðis okkar, þá gera það ekki aðrir. Það, sem við erum og það sem vi verðum, erum við og verðum við fvrir eigin verðleika. t)g þess vegna verður íslenzka þjóðin að verða svinn. Hun verður að verá svinn i þeirri merkingu að vera sterk. Hún verður að hafa þrek til þess að horfast í augu við erfiðleik- ana. Hún verður að vera svo sterk, að þótt einstaklingarnir geri stórar kröfur til annara, þá geri þeir þó fyrst kröfur til sjállra sín. Hún verður að vera svo sterk, að sjá og finna og við- urkenna þann dóm sögunnar, að í lýðfrjálsu landi eru einstakl- ingar og heild óþvingaðri og þjóðlífið fjölskrúðugra af lifræn- um hugsjónum og menningarleg- um viðhorfum, heldur en í ein- ræðisríki, þar sem brennandi of- stæki einnar stjórnmálastefnu liggur eins og holdsveik hönd á þjóðinni og veitir andstæðinguin aldrei rétt. Þjóðin þarf að verða svinn i merkingunni vitur. Hún verður að gæta hins þjóðlega menning- ararfs. Hún verður að vera svo vitur, að skoða hvert mál ofan í kjölinn, vinna í anda gróandi hugsjóna en ekki í nafni brenn- andi ofstækis. í hvert skifti, sem hun er stödd á tvísýnum (Vegamótum, verður hún að vera svo vitur að velja lifsveginn en ekki helveginn. Og íslenzka þjóðin verður að vera svinn í merkingunni nízk. Það er ekkert kkammaryrði að vera nízkur, leggja grundvöll að efnalegu sjálfstæði. Og þjóðin þarf að vera nízk. Hún má ekki lengur lifa um efni fram. Hún verður að koma í vfeg fyrir það, að kynslóðir hennar verði kol- bítir eins og olnbogabörnin í æfintýrinu. íslenzka þjöin getur verið svinn: sterk, vitur og nízk, ef hún vill, og þá sigrar hún undir merki þingræðisins. Eins og vandamálin liggja fyrir í dag, virðist framtið ís- lenzku þjóðarinnar, fullveldi hennar, hvíla á nokkrum megin- súlum: Fullveldi íslenzku þjóðarinnar býr í trúnni á gróðurmögn lýð- frjáls skipulags, en ekki trúnni á það, að þjóðin eigi að vera pólitískur augnaþjónn erlends valds i imyndari paradís ein- veldisins. Fullveldi íslenzku þjóðarinnar býr í ættjarðarást hennar. Og nú við þessl timamót, á tuttugu ára afmæli fullveldisins, tökum við öll höndum saman í anda — þrátt fyrir ýmiskonar skoðanamun — og hefjum sókn- djörf göngu inn í land framtíð- arinnar, [Framanrituð greín er erindi, sem höfundurinn flutti 1. des. s.l. á samkomu U.M.F. Sindra i Höfn í Hornafirði. — Erindið er stytt hér lítið eitt.] —Vaka. Ný bók Dulrænar gáfur. Eftir Horace Leaf. Jakob J. Smári íslenzkaði. Þegar styrjöldin braust út á liðnu hausti varð eðlilega margt #ð engu, sem, menn höfðu ætlað að koma í framkvæmd. Eitt af því var íslandsferð" hins víð- kunna miðils og fyrirlesara, Mr. Horace Leaf, sem var væntanleg- ur til Reykjavíkur um þær mundir, en varð að hætta við þá ferð sína. Nokkrar sárabætur má þó telja það, að komin er út í íslenzkri þýðingu hin ágæta bók hans um miðilsgáfurnar og þroskun þeirra. Mr. Leaf er flestra manna bezt fallinn til að skrifa slíka bók, því að hann er alt í senn: frábær miðill, víðmentaður mað- ur og ritfær í bezta lagi. Þess vegna verður bók hans bæði skemtileg aflestrar og fræðandi. Sú er margra skoðun, að miðl- arnir þurfi í rauninni ekkert að læra, því að ýmist þroskist gáfa þeirra sjálfkrafa eftir sínum eigin lögmáluin eða þá að hiin brjótist fullþroskuð fram, eins og Pallas Aþena, sem Forn.. Grikkir trúðu að stokkið hefði fullsköpuð og með alvæpni út úr höfði Seifs. Þetta er mikill misskilningur, og honum er einkum uin að kenna, hversu mörgum miðlum verður rauna- Iega lítið úr gáfu sinni og hve árangurinn af starfi þeirra verð- ur oft nauða ómerkilegur, miklu ómerkilegri en efni hefði stað- ið til, ef skynsamlega hefði ver- ið á þeim haldið. Bók Mr. Leaf er mjög eftir- tektarverð. Hún sýnir berlega, að fjarri fer þvi, að á sama standi um siðferðilegt líf miðils. ins og að það er svo langt frá því að einu gildi um mentun hans, að það er brýn nauðsyn að hann sé sæmilega mentaður. í því sambandi þykir mér hvað merkastur kaflinn “Tal undir áhrifum og ósjálfrátt tal.” Nokkrir áhugamenn um sál- ræn efni í Rvík haTa myndað með sér útgáfufélag, sem þeir nefna Árblik, og hefir þeim vit- urlega tekist valið á fyrstu bók- inni. Svo margir eru farnir að fást við sálrænar tilraunir og svo hæpið er sannarlega starf sumra miðlanna, að mikil þörf var á slíkri bók sem þessari. Væntan- lega verður hún mikið lesin, og ekki skil eg að neinum leiðist lesturinn, því að bókin er hin f jölbreyttasta að efni til, en efnisskiftingin er þessi: Manns- sálin — Draumvitundin — Ráðn- ing drauma — Að finna vatn og málnia — Hlutskygni — Fjar- hrif — Skygni — Dulheyrn — Undirvitundin — Andlegar lækn- ingar — Segulmagnslækningar — Líkainleg fyrirbrigði — Firð- hreyfingar — Líkamningar —- Ó- sjálfráð skrift — Tal undir á- hrifum og ósjálfrátt tal Stjórnendur og verndarar — Sál- farir — Sálrænar ljósmyndir —r Söngur og hljóðfærasláttur —■ Mataræði. Hverjum þessara kafla fylgja leiðbeiningar um ræktun hæfi- leikans og flestum þeirra merki- legar og fræðandi frásagnir. íslenzku þýðinguna hefir mag. art. Jakob J. Smári gert á vönd- uðu og fáguðu máli eins og vænta mátti af hendi hans. Eg vil eindregið hvetja alla þá, sem áhuga hafa á þessum efnum, og alla, sem fræðast vilja um furðulega hluti, til að kaupa þessa bók og lesa hana. Sálar- rannsóknirnar eru orðnar svo veigamikill þáttur i inenningar- lifi nútímans, að enginn má vera ófróður um þær.—Jón Auðuns. —Alþbl., 14. des. Biblían og dýrin Eftir séra Bjarna Jónsson dómkirkjuprest Mig langar til þess að benda mönnum á, að biblían, sem tal- ar mikið um menninga, talar einnig um dýrin. Nú er jólun- um fagnað og víða heyrist enn á ný hin heilaga jólasaga. Er ekki einmitt í þeirri sögu talað um fjárhirða, sem um nóttina gættu hjarðar sinnar. Það var ekkert húsrúm handa barninu, sem fæddist á hinni helgu nótt, en gestrisni átti heima í fjárhús- inu, og í öllum kirkjum hér í landi er nú sungið á jólunum: “Sá guð, er ræður himni háumv hann hvílir nú í dýrastalli lág- um.” Var það ekki hann, er var í jötu lagður lágt, sem benti mönnum á fugla himinsins, svo að menn gætu lært af hinum fljúgandi kennurum? í byrjun kirkjuársins rifjast upp fyrir oss sagan um hann, sem kom í hátign og hógvairð, og þá sjáum vér ösnuna og fol- ann, sem einn af vinum hans lánaði honum, er hann fékk kveðjuna: “Herrann þarf þeirra við.” Var ekki Drotni sjálfum valið heitið Guðs lambið, er lærisvein- unum var á það bent, að hann var saklaus og lýtalaus. i bibliunni er mikið ritað um dýrin, þegar á fyrstu blaðsið- unni. Heilög ritning talar einnig um dýraverndun. Þess er bein- línis krafist,' að hvíldardagur sé gefinn, ekki aðeins mönnunum, heldur og skepnunum. Ein fyrirskipun biblíunnar segir: “Þú skalt ekki múlbinda uxann, er hann þreskir.” Oft hugsa eg um þessi orð í spádómsbók Jónasar, er Guð segir við spámanninn: “Og mig skyldi ekki taka sárt til hinnar miklu borgar, þar sem eru meira en hundrað og tuttugu þúsundir manna, er ekki þekkja hægri hönd sína frá hinni vinstri, og fjöldi af skepnum?” Hér er meðaumkun með inönn- um og dýrum. Lesendum Dýraverndarans sendi eg óskir um gleðileg jól, og við þá ósk bæti eg þeirri hvatning, að þegar mennirnir halda hátíð, gleymi þeir ekki dýrunum. Látið þau fá að njóta þess, að haldin eru jól. Eg hefi lesið um það og séð það með eigin augum, að víða erlendis eru kornbundin fest á stengur, og þangað leita fugl- arnir, er frost og snjór hylur jörð. Tölum um þetta við börnin og kennuin þeim að gefa dýrunum jólagjafir. f vetrarhríðinni eig- um vér einnig að muna eftir Skógarhög'gsmaður Sejjir að Buckley’s Mixture Sé Gott Meðal við Þrálátum Sárínda Hósta -Uf-M-f Það krefst átaks, að koma skðgar- höggsmanni á kné, en þaÖ þurfti til þess Buckley’s Mixture, að reisa hann við! Lesið það, sem W. G. McClure, Cowichin Lake, B.C., segir: “Eg fókk svo illkynjað kvef, að eg varð að fara í rúmið. For- maðurinn útvegaði mér flösku al' Buckley’s Mixture, og þvi á eg að þakka hve fljótt eg komst á fætur. Þér megið prenta þctta bréf til þess að aðrir fát vitneskju um þetta góða meðal.” Buckley’s Mixture hefir einn ákveðinn tilgang, sem sé þann, að lækna fðlk á skömmum tlma af kvefi, hðsta,, brjðstþyngsl- um, o. s. frv. Sannfærist um hvað það hjálpar yður ,fljðtt, er þér fáið hðsta eða kvef. Eigið ekkert á hættu. Kaup- ið Buckley’s. 25 YFIR 10 MII.TÓN FIiöSKFR SKIiD.VR ! dýrunum. Þegar biblían lýsir því, hvernig friðurinn á að ríkja, þá bendir hún oss á skýra mynd, þar sem vér sjáuin úlfinn búa hjá lamb- inu, pardusdýrið hjá kiðlingn- um, kálfa, ung ljón og alifé ganga saman og smásvein gæta þeirra. Þegar talað er um sigur jól- anna og friðarríki mannanna, er dýrunum ekki gleymt.—Bj. J. —Dýraverndarinn, des. 1939. HERKVOÐ til Þjónustu á vettvangi fjármálanna “Peningar og birgðir hafa svo mikið að segja i þessu striði, að samræmdur, hagsmunalegur vettvangur getur ráðið úrslitum.” « * MINISTT.R OF FINANC.E. æ Við ítrekaðri spurningu yðar “Hvenær get eg lagt fram minn skerf til þess að stríðið vinnist?” — er svarið ÞEGAR í STAÐ. Sambandsstjórn Canada hefir tilkynt sitt Fyrsta Stríðs Lén. Tilgangur lánsins er sá, að afla peninga til stríðs starfrækslunnar ekki einungis á orustusvæðunum, lieldur og jafnframt á Vett- vangi Fjármálanna. Látum oss liugleiða hvað átt er við með Fjármála Vettvangi; það þýðir hvorki meira né minna en það, að öllum náttúruauðæfum, iðnaðar og fjármálaöflum, er beint í einn og sama farveg með það fvrir augum að koma óvinum vorum á kné; það þýðir “alhliða stríð,” þar sem hver einstakur þegn er þátttakandi og leggur fram sinn efnalega skerf til stuðnings þjóðinni allri. 1 slíku eru peningarnir eitt sterkasta aflið. Hvaðan eiga þesisir peningar að koma ? Svarið er aðeins eitt. Þeir verða að koma — og koma sjálfboðnir — úr þeirri fúlgu, sem fólk vort sparar. Mislnunurinn milli vor og Þjóðverja er sá, að vér lánum peninga vora af fúsum og frjálsum vilja — þeir eru ekki hrifsaðir með ofbeldi. Þetta er yðar tækifæri í baráttunni gegn Hitlerismanum. Augu heimsins hvíla á Canada, sem einni af voldugustu Sambandsþjóð brezka veldisins. Canadamenn verða að sýna að máttur þeirra, hugrekki og efnalegt afl samstillist í baráttunni gegn “ illræðisöflum, ótrúmensku, óréttlæti, vfirgangi og ofsóknum.” Fréttin um sigurför þesisa Láns á að hljóma umhverfis hnöttinn. Kaupið Stríðsláns Veðbréf; þau hafa viðurkent öryggi og söluhæfileika canadiskra þjóðtrygginga. Allir Trygginga Umboðsmenn og Löggiltir Bankar veita viðtöku framlagi yðar. Því fyr sem hagsmunastríðið vinst, þeim mun meira sparast af mannslífum — og þess fyr hrynur borg óvinanna til grunna. THE GOVERNMENT OF THE DOMINION OF CANADA LÁTIÐ DOLLARA YÐAR BERJAST FYRIR FRELSI

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.