Lögberg - 15.02.1940, Blaðsíða 4
4
LÖGBEBGr, FIMTUDAGINN 15. FEBRÚAB, 1940
-----------Höstoers------------------------
GefiB út hvern fimtudag af
THK COGUMBIA PRESS, UIMITEl)
885 Sargent Ave., Wlnnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave.,
Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The ''Lögberg" is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue,
Winnlpeg, Manltoba
PHONE 86 327
Við þjóðveginn
K;pða sú, er King forsætisráðherra flutti
þann 7. yfirstandandi mánaðar, barst mark-
viss og íturhugsuð á öldum ljósvakans frá
strönd til strandar; tvö voru kjarna-atriði
ræðunnar, stríðssóknin og þjóðeiningin;
“þetta tvent,” sagði Mr. King, “er hátt
hafið yfir persónuleik einstakra manna, og
grípur öllu öðru dýpra inn í vitundarlíf þjóð-
arinnar. Þann 26. marz, á þjóð vor um tvent
að velja,” bætti for-sætisráðherra við: “nú-
verandi stjiirn með reynslu hennar og sér-
þekkingu, eða þá á hinn bóginn svonefnda
þjóðstjórn, sem enginn veit hvernig verða
muni samsett, og ekki styðst við nóina sam-
felda stefnu/”
Mr. King kvað kjósendur eiga á því
fylstu heimild, að fá um það fulla vitneskju
hverjir þeir menn sé, sem líklegt. megi telja,
að með völdin fari fyrir þeirra hönd næstu
árin; að því er Liberalflokkinn áhrærir,
gengi þjóðin ekki að því grnflandi um hvað
hún ætti að velja, og ef til kæmi endurskip-
unar á ráðuneytinu, vrði slíkt gert alþjóð
kunnugt með nægum fyrirvara.—
“Það er ekki einasta,” sagði Mr. King,
“að Jieir menn, sem þér veljið til forustu á
vettvangi þjóðmálanna, Jmrfi að vera ein-
beittir í sókn stríðsins, heldur verða þeir
jafnframt að hafa vakandi auga á einingu
þjóðarinnar og skilja til hlýtar þau viðfangs-
efni, sem ráða þarf fram úr á friðartímum.
Akvörðunarvaldið býr í yður sjálfum: þér
eruð eigi aðeins herrar þingsins, og ráðið
öllu um samsetningu þess í núverandi stríði;
þér eruð herrar og meistarar yðar eigin ör-
laga, og eg staðha>fi, að aldrei áður hafi
kjósendur þessa lands verið kvaddir til jafn
alvarlegrar ákvörðunar sem þeirrar, er þeir
nú innan skamms eiga að leysa af hendi; á
þeirri ákvörðun hvílir eigi aðeins hlutdeild
þjóðarinnar í styrjöldinni, heldur og vernd-
un þjóðsálarinnar, hreinleiki hennar og óum-
flýjanleg þjóðeining; sú eining, er kveikja
má bjarta von í hugum hinna undirokuðu og
döpru Jijóða.”—
Mr. King sagði að þingrofið hefði verið
öldungis óhjákvæmilegt vegma Jiess pólitíska
misvindis, sem gert hefði þegar vart við sig
í þingbyrjun; hann kvaðst jafnframt mundu
hafa rofið þing samstundis, að samþyktri
vantraus'tsyfirlýsingunni í Ontario-Jiinginu,
ef ekki hefði verið fyrir J)á sök, að hann á
aukaþinginu í september hefði gefið skýlaust
lofor um það, að reglulegt þing vrði kvatt
til funda áður en þing yrði rofið, og nýjar
kosningar fyrirskipaðar. ‘ ‘ Fylkiskosning-
arnar í Quebeo fólu í sér eindregna trausts-
yfirlýsingu á stefnu núverandi stjórnar til
stríðsmálanna og samþykki á þar að lútandi
athöfnum hennar,” sagði Mr. King, “og
með þeim úrskurði vann þjóðin einn -sinn
mikilvægasta þjóðeiningar sigur.”
Mr. King kvaðst einn taka á sig þá á-
byrgð, sem þingrofinu væri samfara; dráttur
á kosningum fram á vor, til þess tíma, er
vænta mætti að hermenn vorir væri staddir
í hinum geigvænlegustu orustum, hefði verið
með öllu óverjandi; “þá hefði réttilega mátt
bera mér }>að á brýn, að eg væri ekki lengur
hæfur til stjórnarforustu, og léti reka á reið-
anum,” bætti Mr. King við; hann kvaðst
hafa vænst þess, að málum myndi Jiannig
skipast til, að stjóminni hefði veitst til þess
fult svigrúm, að skýra fyrir þingheimi allar
athafnir hennar viðvíkjandi starfrækslu
stríðsins; óhlutdrægum mönnum kæmi saman
um það, að meira hefði tapast, og minna
græðst við það að fresta kosningum til vors,
eða draga þær á langinn fram á sumar, auk
Jæss sem eitt og annað hefði til þess bent,
að pólitískt stórviðri á l>ingi, gæti auðveld-
lega hafa skollið á nær sem verða vildi; frá
því hefði einingu þingsins stafað hætta, sem
leggja hefði mátt út á einn og annan veg
bæði heima og erlendis.—
“Frá því á aukaþinginu í haust,” sagði
Mr. King, “hefi eg, ásamt samverkamönnum
mínum í ráðuneytinu, lagt fram, eins og al-
þjóð manna er kunnugt, alla mína krafta með
það fyrir augum, að hrinda í framkvæmd
vilja þings og þjóðar; athafnir stjórnarinn-
ar verða að sjálfsögðu rökræddar frá öllum
hliðum meðan á kosningahríðinni stendur, og
ekkert undan dregið; enda hefir stjórnin
ekkert að hylja: hún gengur ókvíðin til víga,
sannfærð um samúð þjóðarinnar og sigur-
magn þeirrar stefnu, er hún berst fyrir og
sannasta veit. ”
“Vitað er það, ba-tti Mr. King við, “að
stjórnin hefir sætt nokkrum aðfinslum fyrir
gerðir sínar, og má vera að sumar þeirra
eigi við nokkur rök að styðjast; enda gerir
enginn svo öllum líki; J»að var heldur ekkert
áhlaupaverk, að breyta svo að segja á svip-
stundu umhverfi friðelskandi Jijóðar í um-
hverfi liðssöfnunar og undirbúnings til víga;
hvort öðrum hefði tekist betur í þessu efni,
skal ósagt látið; enda ekkert til samanburðar
í því tilliti; sókn stríðsins og eining Jjjóðar-
innar, eru þau megin kjarnaatriði, sem um
verður barist í kosningunum; í sambandi
við J»etta tvent, verður alt annað smávægi-
legt.”
“Eg efast ekki um,” sagði Mr. King,
“að sú sé heitust ósk Canadamanna, að
þjóðin standi sem einn maður í stríðssókn
sinni og einbeiti að fullu sameinuðum kröft-
um í þá átt, að vinna stríðið; og með þetta
fyrir augum, tel eg það engum vafa bundið,
hverjum falin verði stjórnárforustan að
loknum leik.” —
Þjóðinni verður bezt borgið með Mr.
King í farabroddi; þetta veit hún af reynsl-
unni og þessvegna fylkir hún sér einhuga
um Mr. King og Liberalflokkinn þann 26.
marz næstkomandi.
Sameinaðir stöndum vér; sundraðir
föllum vér-!
Mr. Thorson og
Selkirk kjördœmi
Óþarft er að draga það í efa, að Mr.
J. T. Thorson verði endurútnefndur sem
merkisberi frjálslvnda flokksins í Selkirk-
kjördæmi á framboðsfundinum, sem haldinn
verður í Stonewall þann 22. yfirstandandi
mánaðar; raddir, sem daglega berast úr
kjördæminu víðsvegar að, hníga allar undan-
tekningarlaust í þá átt, að fylgi Mr. Thor-
sons fari vaxandi dag frá degi; kosningasigur
hans 1935 var svo eftirminnilegur og sér-
sta*ður, að allir þeir frambjóðendur, er gegn
honum sóttu, töpuðu tryggingarfé sínu, og
undir núverandi kringums'tæðum má víst
telja, að sagan endurtaki sig, nái Mr. Thor-
son ekki kosningu gagnsóknarlaust. Aftur-
haldsmenn, með þjóðstjórnargrímu Dr.
Manions áásjónu, eiga ekkert erindi í hend-
urnar á Mr. Thorson, og má hið sama um
C.C.F. flokkinn segja eins og þokukendri
stefnuskrá hans er háttað; ekki þó hvað sízt
með hliðsjón af hlutdeild þjóðarinnar í stríð-
inu. Mr. Thorson ætti að verða kosinri
gagnsóknarlaust; slíkt yrði Selkirk kjördæmi
fyrir beztu, og J)jóðarheildinni fvrir beztu.
♦♦♦♦♦♦♦
Kom, sá, sigraði
Þessi ofanskráðu, sögufrægu orð hittu í
mark og fundu hljómgrunn á fiðlukveldi því,
er Miss Pearl Pálmason efndi til í hljóm-
leikasal Winnipeg Auditorium þann 8. þ. m.
Aðsókn var hin bezta, eftirvænting mikil, og
hrifning því meiri, er lengra á hljómleikana
leið; eru Miss Pálmason nú þannig vaxnir
vængir til flugs, að manni fanst maður vera
staddur í Dísarhöll Einars Benediktssonar;
fiðlan auðsveipur þjónn djúpmótaðrar sálar;
tónar ýmist kyngimagnaðir og flugbreiðir,
eða tármildir og töfrum blandnir; þetta var
unaðslegt hljómmentarkveld, er Jieir búa
lengi að, sem á hlýddu. Og þetta var einnig
mikilvægt þjóðrækniskveld, þar sem ung
stúlka af alíslenzkum stofni, túlkaði í mynd-
ugleika fleygrar listar, hljómtöfra þeirra
Cesar í'lranks og Tschaikowsky’s; íslenzk
stúlka, gædd afburða hæfileikum, Miss Snjó-
laug Sigurdson, annaðist undirleik á slag-
hörpu af frábærri tækni og djúpum skilningi;
jók það eigi alllítið á þjóðræknislegt gildi
h j ómleikakveldsins.
Miss Pálmason er nú komin í fremstu
röð canadiskra fiðlusnillinga; hún er korn-
ung enn, og á vonandi langan þroska- og
sigurferil fyrir höndum á braut sjálfstæðrar
listar.—
♦♦♦♦♦♦♦
Sumner Wells á leið
til Evrópu
Hinn glæsilegi og víðmenti aðstoðar-
utanríkisráðh. Bandaríkjanna, Mr. Sumner
Wells, er í þann veginn að takast á hendur
Evrópuför, að undirlagi Roosevelts forseta
til þess að kynnast viðhorfinu þar, eins og
því í raun og veru nú sé háttað; ætlar Mr.
Wells að heimsækja London, París, Berlín
og Rómaborg; hefir þessi fyrirliugaða sendi-
ferð vakið mikið umtal í hlutaðeigandi höfuð-
borgum; hefir forsætisráðherra Breta lýst
yfir því, að sér verði það mikið ánægjuefni,
að ræða við Mr. Wells um sameiginleg trún-
aðar og áhugamál J)jóðanna beggja.
Stríðsviðhorf
C.C.F. félagsins
Um þessar mundir eru eðlilega
þær spurningar efst í huga
flestra manna, er snerta stríðið.
Það er þess vegna tímabært,
að hernaðarviðhorf C.C.F. flokks-
ins, og það sem er enn þá mikil-
vægara, friðarhugsjónir hans, séu
þau málefni, sem fyrst séu tekin
til íhugunar í blaðagreinum
Jiessum, er birtar verða. Endur-
prentun á ýmsum opinberum út-
skýringum C.C.F. flokksins á
hernaðarviðhorfi sínu, myndi
verða of langt mál, svo að vér
viljum leitast við að velja hin
ákveðnustu atriði.
Þann dag, sem striði var lýst
vfir, (9. sept. 1939) gaf stjórn-
arnefnd C.C.F. flokksins út yfir-
lýsingu og lagði sérstaka áherzlu
á ýms fyrri ákvæði, að auðið
væri að sporna við eða hindra
með öllu stríð, og að þetta stríð
eins og önnur stríð áður háð,
væri afleiðing af baráttu og sam-
kepni um verzlunaryfirráð og
stjórnarfarsleg völd. Hún deildi
á landsstjórnina fyrir að hafa
“stefnt Canada i stríð, jafnvel
áður en þingið hafði tækifæri til
að láta vilja sinn í ljósi,” og það
þrátt fyrir, “að hin canadiska
þjóð átti enga hlutdeild í utan-
ríkismálum Evrópu stjórnar-
valdanna.”
Samt sem áður “viðurkennir
C.C.F. flokkurinn, að Canada er
nú í stríði, sem getur verið
fullnaðarbarátta fyrir tilverurétti
lýðræðisstofnananna hér sem
annarsstaðar.
Og fyrir því, “er það skoðun
C.C.F. raanna, að Canada eigi að
vera reiðubúin til að verja sitt
eigið land, en hjálp hennar
handan við hafið, skuli vera
þeir takmörkum háð, að veita
hagfræðilega hjálp, en miðist
eigi við hernaðarskyldu né að
senda herlið til vígvallar.”
Til útskýringar á þessari
stefnu, má vekja athygli á, að
J)rátt fyrir það, að vér könnumst
við ábyrgð vora sem lýðfrjálst
land í heiminum, þá eru fyrstu
skyldur vorar: “velferð og sam-
eining hinnar canadisku þjóðar.”
Einnig var athygli dregin að
því, að Canada væri vel sett til
að veita Stóra Bretlandi hag-
fræðilegan styrk með því að
framleiða fæðutegundir, klæðnað
og hergögn af ýmsum tegundum,
en jafnframt skyldu ákvæði gerð
til að hindra alla ósanngjarna
arðtekju eða gróða af þeirri
verzlun. Ennfremur, að forðast
beri aukning þjóðskuldarinnar,
sem miklu nemur, og að stríðs-
kostnaðinn hljóti þeir að bera,
sem hafa hæstar tekjur, og að
síðustu, að lýðræði og borgara-
legt frelsi fái að njóta síp óskert
á meðan á stríðinu stendur.
Það yrði mjög erfitt verkefni
fyrir hvaða stjórnmálaflokk sem
væri, að ákveða hernaðarviðhorf,
sem allir flokksmenn yrðu sam-
mála um. Þetta nær einnig til
C.C.ll flokksins.
Um hernaðarviðhorfið urðu
eigi allir flokksmenn einróma
samjjykkir. Hr. Woodsworth,
leiðtogi flokksins, var henni ó-
samjjykkur. Hann bað um leyfi,
og voru veitt þau réttindi í þing-
inu, að útskýra persónulegar
skoðanir sínar. Skoðanir hans
eru vel þektar. Þær eru óum-
breytilegar. Hann heldur því
fram, meðal annars, “að síðasta
stríðið hafi eigi ráðið neinu til
lykta, né muni þetta stríð gera
það heldur.” “Að stríð sé and-
stæða gegn frjálsræði og lýð-
ræði.” “Að strið væri óumflýjan-
leg afleiðing af yfirstandandi
hagfra*ði- og utanríkisskipulags-
kerfi voru, sem innifeldi í sér
H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélag íslands verður
haldinn í Kaupþingssainum í húsi félagsins í Reykjavík,
laugardaginn 8. júní 1940, og hefst klukkan 1 e. h.
DAGSKRÁ:
1. Stjórn félagsins skýrir frá hag J»ess og fram-
kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhög-
uninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir
henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoð-
aða rekstursreikinga til 31. desember 1939 og
efnaliagsreikning með athugasemdum endur-
skoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til
úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um
skiftingu ársarðsins.
3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað
þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögunum.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess, er frá
fer, og eins vara-endurskoðanda.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál,
sem upp kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum
og uinboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félgasins i
Reykjavík, dagana 5. og 6. júní næstk. Menn geta fengið
eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðal-
skrifstofu félagsins í Reykjavík.
Reykjavík, 10. janúar, 1940.
STJÓRNIN.
The Only Way
To Seledt a Business
College Is By The
Standard of Its Inátruc5tion
THE “MANITOBA” RESPECTFULLY OFFERS YOU
DEFINITE PROOF OF ITS HIGH STANDARD
In the 1935 Canadian Civil Service examination for stenographers, 34%
of Winnipeg candidates qualified for appointment whilst 87% “MANI-
TOBA” candidates qualified.
In the 1936 Canadian Civil Service examination for census clerks, of the
Winnipeg candidates who wrote only 8% qualified, whilst 30%
“MANITOBA” candidates qualified and a “MANITOBA” student (W.
Sincola) ranked FIRST in the list of 354.
/
In the 1937 Canadian Civil Service examination for stenographers, 40%
of Winnipeg candidates qualified for appointment whilst 93% “MANI-
TOBA” candidates qualified, and two “MANITOBA” students took FIRST
and SECOND places in Winnipeg in a list of 440.
In the 1938 Canadian Civil Service examinations for regular clerks, 27%
of Winnipeg candidates qualified for appointment, whilst 60% “MANI-
TOBA” candidates qualified, and “MANITOBA” students took TWO
FIRST PLACES (Senior Grade and Junior Grade) in Winnipeg in the
list of 350.
FOUR YEARS IN SUCCESSION is no accident.
It is DEFINITE proof recognized by employers.
Day and Eveniny
Classes
Evenings:
Mondays and
Thursdays
7.30 to 10 p.m.
flniTOBfl
comm€RcmL
COLLCGC
Prrmises giving
thc most spacious
accom m odation
per student in
Wrstrrn Canada.
Originntors of Grntie XI Admission Stnndnrd
344 PORTAGE AVE.
ENTRANCE 4TH DOOR
WEST OF EATON'S
Phone 2 65 65
v':