Lögberg - 15.02.1940, Blaðsíða 3
LÖGrBERGr, FIMTUDAGINN 15. FEBRÚAR, 1940
3
Um lofsyngja hann.” —- Klædd-
ist hann síðan hinum purpura-
•itu klæðum preláta, en nú voru
farin að tíðkast á fslandi og
livóst og jsöng Maríutiðir á með-
•*m. Að því loknu komu klerkar
i prósessíu til svefnhúss og sóttu
hann til kirkju. Gekk hann eins
°g venja er til, síðastur, en á
undan gekk kapelán hans, sira
ólafur Hjaltason, sem varð fyrsti
evangeliski biskup á Hólum, og
Pví að vissu levti eftirmaður
hiskups Jóns, en hann gat auð-
'itað ekki séð það á baksvip
séra ólafs. Fyrir séra ólafi
gengu djáknar biskups og synir
hans, sira Sigurður Jónsson á
Orenjaðarstað, - kórsbróðir í
brándheimi og síra Björn Jóns-
son á Melstað, commendatarius
ábóti á Þingeyrum.
Þegar til kirkju kom, söng
hiskup óttusöngstíð og skrýdd-
nst síðan hann og klerkar hans
niessuskrúða. Herra biskup
söng hátíðlega messuna og gaf
hlessun sína á eftir, og gekk
siðan með klerkum til skrúðhúss
°g afskrýddist. Hófst þá jóla-
'eizlan, og biskup- gekk undir
borð með þeim, er í biskups-
stofu sátu, en undir borðum
drakk hann eitt ker víns til eins
Kesta sinna sérlega, og eitt ker
um kring til allra og gekk siðan
aftur til svefnhúss. En gestir
sátu eftir og gátu drukkið sem
Þú lysti, en enginn þurfti að
drekka meira en honum bezt
• íkaði og var að þeim engu meira
sótt, sem ágjarnari voru til
drykkjar, svo að það var þeirra
skuld, sem illa fóru af. En á
öllum staðnum var sungið, borð-
að og drukkið,- unz klykt var til
niessu um morguninn.
Var þetta siðasta jólaveizla og
síðasta miðnæturmessa á fslandi
• haþólskum sið.
—Jólablað
Alþýðublaðsins, 1939.
Um Nonna
Suður i löndum, þar sem nú
er borist á banaspjót, þar sem
vopnagnýr og fallbyssureykur
Ú'llir loftið, býr aldraður fslend-
Jón Sveinsson
ingur, er stundar friðlát störf
sín í kyrð og ró. Jón Sveinsson
er ern í anda, þótt árin mörg
hafi færst yfir hann og hárin
séu fyrir löngu orðin silfurhvít.
betta gæfunnar barn getur enn
sagt heiminum frá æsku og vori,
•i'á sólu og björtum dögum, þótt
óveður styrjaldanna láti greipar
sópa og ógni borgurunum með
tortýming og dauða.
•
Það var í París síðastliðinn
vetur, að mér auðnaðist að sjá
bennan tigna landa okkar í
t.vrsta sinn. Hafði það djúp á-
Brif á mig að líta eigin augum
°g tala við þessa frægu sögu-
hetju, er fylt hafði harnssál
niína forðum daga eins konar
sefintýraljóma. Jón Sveinsson
'ur nýkominn heim úr mikilli
^ör, er nú lá leiðina alla kringum
hnöttinn. Hann hefir víkings-
hlóð, þessi víðförli fslendingur.
t^tþrá hans er sterk, og það er
;,Ö skapi hans að leggja á hratt-
an, brjótast um ókunn lönd og
hunnaf nýja heima. Þótt ritverk
'óns Sveinssonar njóti mikilla
V’nsælda og séu arðbær injög,
hagnast hann ekki á því, heldur
Sl1 hin kristna regla, er hann
heyrir til. Því verður hann að
vinna sér farareyri í ferðalögum
þessum með ræðum eða fyrir-
lestruni. Jón Sveinsson hefir og
eignast fjölda áheyrenda í flest-
um löndum heims, bæði rneðal
Iærðra og leikra. Hann hefir
eigi getið sér minni orðstýr með
erlendum þjóðum sem snjall
fyrirlesari en frábær rithöfund-
ur.
Mér hefir gefist kostur á, er
eg dvaldi í Frakklandi, að kynn-
ast allvel þeirri hylli, er Jon
Sveinsson nýtur meðal franskra
lesenda, og þeim dómum, sem
þessi vandfýsna bókmentaþjóð
hefir látið falla um ritverk hans.
Lætur að líkindum, að margur
muni fús að heyra nokkru frek-
ar frá því.
Það vakti þegar athygli mína
í skóla þeim, sein eg stundaði
nám við, hve þeir voru margir,
er lesið höfðu bækur Jóns
Sveinssonar. Suðurlandabúar eru
að sjálfsögðu mjög ófróðir um
fsland og fslendinga. Það er
sjaldgæft, að þeir kunni nokkur
skil á bókmentum vorum eða
menningarlífi. Hinar merku
fornsögur vorar, er öðru fremur
hafa varpað ljóma á þessa fjar-
lægu úthafsevju, virðast eiga lít-
inn hljómgrunn þarna suður frá.
Eg minnist þess ekki að hafa
rekist jx nokkurn þann, er heyrt
hafði getið um snillinginn mikla
Snorra Sturluson, eða t. 4. Ara
fróða. Var eg því í fyrstu dá-
litið forviða, er svo margir
skólabræðra minna kváðust
kannast við “Nonna.” En eg
sannfærðist um það síðar, að
þetta var ekki tilviljun ein. Mér
lærðist lnátt, að þessi landi okk-
ar á öflug ítök meðal franskra
lesenda og að hylli hans hjá
æskunni er takmarkalaus. Það
er ekki aðeins í þessu fræga
mentasetri, Parísarborg, að Jón
Sveinsson er svo kunnur og í
heiðri hafður. Ritverk hans
hafa rutt sér braut um hin
dreifðu býli og þykja eigi siður
góður gestur á heiinili franska
bóndans.
•
Mér verður lengi hugstætt, er
eg kom á búgarð einn í Austur-
Frakklandi, þar sem jafnframt
var barnaskóli. Fjöldi lítilla
hnokka flytust kringum mig og
tóku að spyrja um fsjand, þessa
óþektu eyju í norðurhöfum.
Mátti glögt sjá á andlituin þeirra,
að þau gerðu sér í hugarlund
einhverskonar töfraheim, er þau
þráðu að heyra meira frá og
kynnast betur. ÖII höfðu börn
þessi lesið sögur Nonna, og skild-
ist mér þá, hvi þau voru svo
hugfangin. Það sagði mér for-
stöðumaðurinn, að bækur Jóns
Sveinssonar væru lesnar þarna
ár eftir ár, og engu minna af
þeim, er eldri voru. Skýrði
hann svo frá, að mörg þeirra
barna, er lítt væru hneigð fyrir
bækur og löt við nám, gætu unað
stundum saman við lestur
Nonna-bóka sinna, jafnvel þótt
veður væri fagurt og önnur væru
að leikjum. Hann gat þess
einnig, þessi maður, að sér væri
kunnugt um, að rit Jóns Sveins-
sonar væru lesin víða í nágrenn-
inu. Kvað hann menn stundum
biðja sig um bækur þessar að
láni, og færi oft svo, er þeir
hefðu lesið þá fyrstu, að þeir
óskuðu fljótt eftir áframhaldi
með lofsamlegum orðum um
það, sem á undan var gengið.
Sýndi hann mér mörg bréf, er
hann hafði fengið, m. a. frá
gömlu fólki, þar sem það lýsir
ánægju þeirri, er það hafði haft
af lestri bókanna.
Prestur nokkur frá norður-
fylkinu Alsace-Lorraine, er var
staddur þarna, kvaðst geta sagt
mér svipaða sögu úr heimahög-
um sínum um vinsældir Jóns
Sveinssonar.
Skömmu siðar lá leið min um
borg eina í fjöllum uppi í suð-
urhluta Frakklands. Nú var
ættjörðin fjær en nokkru sinni
fyr, falin bak við hauður og haf.
Átti eg þess enga von, að hér
vissi nokkur maður, að fsland
væri til. Lítil var undrun mín
því ekki, er eg mæti enn fólki,
er vill tala við mig um Akureyri
og Eyjafjörðinn. Hér mátti með
öðrum orðum einnig rekja spor
•Jóns Sveinssonar og ritverka
hans. Eg var fræddur um, að
Nonni hefði haldið innreið sina
í þessa borg fyrir mörgum árum
og væri enn í dag einn vinsæl-
asti höfundur æskunnar. Komst
eg að raun um, að bækur hans
héldu áfram í stöðugri umferð
sinni millum manna, jafnt á
heimilum tiginna aðalsætta og
herforingja sem óbrotins alþýðu-
fólks. Mér var einnig skýrt svo
frá, að bækur Jóns Sveinssonar
væru notaðar þarna við kenslu
í barnaskólum. Þykja þær afar
hentugar til sliks, einkuin sakir
hins lipra máls og hollu siða-
stefnu, auk þess sem auðvelt er
að vekja áhuga barnanna fyrir
lestri þeirra.
Samkvæmt því, er eg komst að
siðar, er það allviða í Frakk-
landi, að rit Jóns Sveinssonar
eru notuð við kenslu.
•
Það er óþarft að nefna fleiri
dæmi þess, er eg hefi orðið var
við hina miklu hylli Jóns Sveins-
sonar meðal Frakka. Því nær
hvarvetna, sem Ieið min hefir
legið um landið, hefi eg rekist
á fólk, er hafði kynt sér rit hans
meira eða minna. Það iná segja,
að hann sé kunnur um gervalt
Frakkand og njóti almennra
vinsælda.
Úr saintölum þeim, er eg hefi
átt við menii um Jón Sveinsson,
er mér einkum minnisstætt, hve
það var oft, að þeir höfðu orð
á því, hversu lestur bóka hans
hefði fylt sig hlýjum hug til
fslands og íslendinga. Ræðir
hér um einn af beztu kostum
þessa höfundar frá sjónarmiði
okkar heima og í raun réttri sér-
stakan hæfileika, sem eg vildi
fjalla nokkru frekar um.
Það er ekki aðeins, að við
megum vera stoltir af Jóni
Sveinssvni vegna þeirrar miklu
frægðar, er hann hefir aflað sér
um víða veröld. Hitt er ineira
\irði, hve eindæma vel hann hef-
ir talað máli þjóðar sinnar. Bók-
mentir geta verið tvíeggjað vopn,
ef á, þær er litið sem landkynni.
Það er ekki altaf, að þær sýni
hlutina í réttu Ijósi, enda þótt
fólki hætti við að líta á þær
sem eins konar spegilmynd þjóð-
lífsins. Það er á fárra færi að
lýsa þannig úlfgráum hversdags-
leiknum, að skáldskapur verði
úr, svo að tíðum dvelst höfund-
unum við afbrigðin og sérstæð-
urnar. í skuggadölum tilverunn-
ar veitist þeim hægast að finna
sér yrkisefnin. Það hefir og
aukist mjög í seinni tíð, að menn
beiti listinni í þágu stjórnmál-
anna og setji verkum sinum
pólitísk markmið. Þannig verð-
ur það svo oft í skáldsögum nú-
tímans, að fólk er fært i tötra
og Iátið ganga allar villugötur
fyrir ofurvald einhverra ytri að-
stæðna, þjóðskipulags, trúar-
bragða eða annars sliks. Jóni
Sveinssyni ferst ólíkt í þessu
efiíi. Hann lítur hlutlægt á líf-
ið, og gáfa hans er fyrst og
fremst frásagnargáfa. Bækur
hans greina hvorlti frá nesja-
mönnum né dalamönnum. Þær
fjalla um ómengað íslenzkt fólk,
gestrisið, alúðlegt og mentað.
Þær lýsa högum og háttum á
norðlenzku bændabýli með
þeirri skipan, er búskapur hefir
staðið í mestri tign á landi hér.
Þær eru umfram alt saga tveggja
lítilla hnokka, djarfra og hjarta-
hreinna, saga um bernskubrek
þeirra, leiki og æfintýri. Hug-
þekkur blær hvílir yfir frásögn-
inni, og menn hafa samúð með
þeim, er við efnið koma, for-
eldrum, vinum. Myndir þær, er
Jón Sveinsson dregur upp af
móður sinni, hinni íslenzku
móður, vekja hrifning um heim
allan.
•
Nokkuð svipað má segja um
það, er snertir landið sjálft,
leiksvæðið. Það var gæfa Jóns
Seinssonar og þjóðarinnar líka,
að hann ólst upp þar sem feg-
urð er mikil og táknræn fyrir
ísland. Hann er fæddur að
Möðruvöllum í Hörgárdal: Him-
inhá fjöll rísa á tvo vegu, fyss-
andi elfur leika um eyrar og
sanda, að baki skín á bláan sæ-
inn, Eyjafjörðinn. Víða bregða
fyrir hrífandi sýnir í bókum
hans úr hinni stórbrotnu ís-
lenzku náttúru við sjó og í sveit.
Jón Sveinsson eygir hvarvetna
fegurð og unað. Það eru hvorki
pálmalundir né skuggasæl tré á
fslandi, en við eigum holtarósir
og ilmandi fjallagróður, sem
hann gleyinir ekki. Fjarlæga
eyjan okkar, er suðrænar þjóðir
hyggja hrjúfa klakabreiðu, verð-
ur í ritum hans að töfraheimi
elds og funa, æfintýralandi, er
heillar og seiðir.
•
f ritdómum birtist víða þessi
inikla samúð, er Jón Sveinsson
kveikir í brjósti lesandans, bæði
til lands og þjóðar. Paul Bourget
varð fyrstur manna til þess að
kynna Nonna fyrir frönskum
lesendum. Það var mikil sæmd
fyrir Jón Sveinsson, því að Paul
Bourget er einn af merkustu höf-
undum siðari tíma og var félagi
Franska Academisins, er aðeins
telur fremstu menn á sviði bók-
inentanna. Honum farast orð
á þessa leið m. a. um Jón Seins-
son:
“Frásagnargáfa er yður í blóð
borin, svo fágæt, að mestu skáld-
sagnahöfundar hafa aldrei átt
slíka. vald stílsins, er fylgir
hreyfingum lífsins og knýr les-
andann með ósigrandi mætti til
að festa trúnað á sannleiksgildi
efnisins. . . . Þetta markvisi er
höfuðkostur sögumannsins. Þér
eruð gæddur því framar öllu
öðru.
Þessi lofsyrði mín væru ófull-
komin, ef eg hætti ekki við, að
auk frásagnargáfunnar hafið þéi
aðra gáfu, sem eg vildi nefna,
vegna skorts á betra orði, gáfu
andrúmsloftsins. Hin fjarlæga
eyja vðar, sem svo lítt er kunn
á Frakklandi, skýst upp fyrir
hugskotssjónum lesandans með
hinu vilta landslagi sínu, hafinu,
er miðnætursólin baðar geisluni
sinum, fjörðunum, fjöllunum og
hinni grófu, en þó göfuglyndu
fábrevtni í siðum sínum.”
Annar franskur ritdómari seg-
ir:
“Æskusögur hans streyma í
skærri og heitri sól, lífsgleðin
logar af öllu, og fjarri fer því,
að börnin ein fái i bókum þess-
um hressing og hrifning . . .”
“Nonni og Manni eru tveir
litlir íslenzkir drengir, ef til vill
helzti æfintýragjarnir, en svo
góðviljaðir, svo frískir, svo
hreinir, svo fullir trúnaðar-
trausts! Þeir fara raunar dálítið
of langt upp til fjallanna, dálítið
of langt út á sjóinn (og ekki ber
altaf að fylgja dæmi þeirra, svo
mikið kveður að!), en alt þetta
virðist ekki of hrikalegt, því yfir
heildinni hvílir sérstakt ljós
jarðneskrar paradísar, eða, ef
þér kjósið heldur, skáldskapur.
ó, hve ísland er hugþekt, og hve
fjarri erum vér ekki þar skark-
ala, eymd og taugaæsing nútíma
þjóðfélagsins!”
Hinn þriðji kemst svo að orði
að þeim er lesi bækur Jóns
Sveinssonar, þyki sem um þá
leiki sá blær, er íslandstöfrar
nefnist.
•
Þannig mælist Frökkum um
Jón Sveinsson. Slík eru áhrif
bóka hans á þá. Eg hefi lesið
dóma annara þjóða. Þeir hníga
í sömu átt: Hvarvetna einróma
lof. Jón Sveinsson er tvímæla-
laust frægasti fslendingur, sem
nú er uppi. Rit hans hafa verið
þýdd á fjörutíu tungumál og
hljóta hvarvetna fádæma vin-
sældir. Þau hafa farið sigurför
umhverfis jörðina alla. Það má
segja um Jón Sveinsson líkt og
keisarana miklu forðum daga,
að sól hnigi aldrei til viðar í ríki
hans.
Það er næstum furðuefni, hve
mikils frama þessi íslendingur
hefir aflað sér um víða veröld.
Þó verður slíkt ef til vill ljósara,
er menn skygnast nánar í rit-
verk hans, kanna list hans ýtar-
legar. Jón Sveinsson hefir hlot-
ið hinar fornu ritsnildar-gáfur
þjóðar vorrar í beinan arf. i
bókum hans má greina drætti
þeirrar sömu handar, er áður
fyr reit hin ódauðlegu verk, ís-
lendingasögurnar. Sama létta,
lipra málið einkennir bækur
hans, sama fjöruga frásögnin,
sömu lifandi lýsingarnar. Eg
minnist þess og, að sumir hinna
frönsku ritdómara hafa orð á
þessu. Þeir kveða, að verk hans
séu þrungin anda hinna fornu
sagna. Paul Bourget segir:
“Vér verðum þess varir, að
hið frumlega imyndunarafl, er
forðum daga skóp hinar kynlegu
þjóðsögur Norðursins, hrærist,
dulið og ósjálfrátt, í tilfinninga-
lífi æskumannsins, og guðrækni
drengjanna tveggja, trú þeirra á
verndun upphæðanna, barnsleg
einlægni bæna þeirra sýna oss,
hve kristindómurinn hefir hrifið
innilega þessar sálir afkomenda
hinna heiðnu vikinga fortíðar-
innar.”
•
Þetta verður þeim mun skilj-
anlegra, er við kynnum oss upp-
haf Jóns Sveinssonar. Hann á
ættir að rekja til Auðar hinnar
djúpúðgu og ólafs hvíta her-
konungs. Forfeður hans voru
merkis- og atkva'ðamenn í þjóð-.
lífi voru lið fram af lið. Jón
Sveinsson er og einkar norrænn
að ásýnd og yfirbragði. Hann
er eins og ætla mætti hinn sann-
asta og hreinasta íslending: Hár
og herðibreiður, bláeygður og
bjartur yfirlitum. Hann hefir
einnig náin tengsl vði ættjörð
sina, þrátt fyrir það, að hinn
víði veggur hafsins hafi hulið
hana sjónum hans þvínær sjö
tugi ára. Móðurmálið talar hann
enn bæði skýrt og lítalaust, en
slíks munu ekki dæmi um nokk-
urn þann, er svo lengi hefir
dvalið með öðrum þjóðum. Mér
er kunnugt um, að hann fylgist
vel með því, sem fram vindur
hér heima fyrir. Og honum er
afar ljúft að fjalla um fsland,
æskustöðvarnar. Síðast, er eg
átti tal við hann, kendi hann
nokkurs kvíða um afdrif þjóðar
sinnar sökum þeirra róstutíma,
er yfir vofðu.
Mér finst stundum, að við fs-
lendingar séum helzti gleymnir
á þennan höfund. Við gerum
oss naumast fulla grein fyrir
mikifvægi hans. Það er því lík-
ast þvi sem við höfum mist sjón-
ar á honum, enda fékk hann
skjótan frama, og frægð hans
hefir vaxið hröðum skrefum.
Það er viðurkent nú, að rit hans
hafa niarkað stefnu í sögu bók-
inentanna. Má geta þess m. a.,
að fyrir skömmu var varin dokt-
orsritgerð við háskólann í Wash-
ington, er nefndistj “Um áhrif
verka Jóns Sveinssonar á bók-
mentir æskunnar.”
•
Eg átti nýlega tal um Jón
Sveinsson við lærðan franskan
mann, prófessor i stærðfræði og
náttúruvísindum. Var hann
sjálfur vel metinn höfundur og
hafði samið merkilegt rit um
trúarefni. Hann sagði, að bæk-
ur Jóns Sveinssonar væru ekki
aðeins hrífandi barnasögur, held-
ur stórfenglegar hókmentir. Höf-
uðkostinn taldi hann alhæfi
þeirra, þ. e. að þær sneru til
allra, væru lesnar af ungum og
gömlum, körlum og konum,
hverrar stéttar sem þeir væru,
og hvaða þjóðflokk sem þeir
heyrðu til. Hann kvaðst þeirrar
skoðunar, að Jón Sveinsson* ætti
(Framh. á bls. 7)
^uöincöð anb
DR. B. H. OLSON
Phones: 35 076 . 906 047
Consultation by Appointment
Only
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
gi
Carbö
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
Kes. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medicai Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Offlce tímar 3-4.30
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
406 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
| Cor. Portage Ave. og Smith St.
I PHONE 26 545 WINNIPEG
r
DR. ROBERT BLACK
SérfræSingur í eyrna, augna, nef
og hálssjúkdómum
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
| ViCtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofusimi 22 251
Heimilisslmi 401 991
DR. A. V. JOHNSON
p Dentist
•
506 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 27 702
Dr. S. J. Johannesson
806 BROADWAY
Talsimi 30 877
•
ViBtalstlmi 3—5 e. h.
DR. K. J. AUSTMANN
410 MEDICAL ARTS. BLDG.
Stundar eingöngu, Augna-
Eyrna-, Nef og Háls-
sjúkdöma.
Viötalstlmi 10—12 fyrir hádegi
3—5 eftir h°l
Skrifstofusimi 80 887
Beimilissími 48 551
H. A. BERGMAN, K.C.
islenzkur lögfræOingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Buiiding, Portage Ave.
P.O. Box 1656
Phones 95 052 og 39 043
J. T. THORSON, K.C. A. S. BARDAL
islenzkur lögfrœðingur 848 SHERBROOOKE ST.
Selur llkkistur og annast um út-
• farir. Allur útbúnaöur sá bezU.
Ennfremur selur hann allskonar
800 GREAT WEST PERM. Bldg. minnlsvaröa og legsteina.
Phone 94 668 Skrifstofu talslmi 86 607
Heimilis talslmi 501 562
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPEG.
•
Fastelgnasalar. Lelgja hús. Út-
vega peningal&n og elds&byrgö af
öllu tægi.
PHONE 26 821
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST., WINNIPEG
•
pœgilegur og rólegur bústaður
i mASbiki borgarinnar
Herbergi $2.00 og þar yfir; meö
baöklefa $3.00 og þar yfir.
Agætar máltlOir 40c—60c
Free Parking for Guests