Lögberg - 22.02.1940, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTIJDAGINN 22. FEBRÚAR, 1940
I----------Högberg-------------------
Gefifi út hvern fimtudag af
THE COLtDMBlA PKESS. EIMIT’ED
6»r> Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáakrift ritstjórana:
EDITOR LOGBERG, 69 5 Sargent Ave.,
Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÖNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg" is printed and pubjished by
The Columbia Press, Uimited, 69 5 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Arsþing
Þjóðræknisfélagsins
Síðastliðinn mánudagsmorgun kom sam-
an til funda hér í biorginni ársþing Þjóð-
ræknisfélags Islendinga í Vesturheimi, hið
tuttugasta og fyrsta í röðinni; var það sett
af varaforseta félagsins, Dr. Richard Beck,
prófessor í norrænum fræðum og bókment-
um við ríkisháskólann í North Dakota ; hófst
þingsetning með því, að sunginn var sálmur,
en séra Jakob Jónsson frá Wvnvard flutti
bæn; við hljóðfærið var Gunnar Erlendsson
og stýrði söng. Að því búnu bað Dr. Beck
hljóðs séra Valdimar J. Evlands, er fyrir
félágsins hönd mintist fagurlega lávarðar
Tweedsmuir; að loknu máli hans, reis þing-
heimur úr sætum til minningar um hinn
láína þjóðhöfðingja og Islandsvin, og söng
þjóð.söng Canada. Avarp Dr. Becks til
þings, og yfirlit hans yfir gerðir fram-
kvæmdarnefndar, ásamt, straumum og stefn-
um á vettvangi þjóðræknisviðleitni vorrar,
var frábærlega vel samið. þar sem lialdið
var sér stranglega við efnið, og engum útúr-
dúrum komið við um fjarskyld mál, eins og
stundum brann áður við; bar greinargerð
varaforseta öll ljóst vitni eldlegs áhuga hans
á nauðsyn barát'tu vorrar, og einlægni hans
við málstaðinn íslenzka. Islendingar beggja
megin hafs, eiga óvenju mikilvirkan og þrótt-
ugan hauk í horn þar sem Dr. Beck er.
Góðsviti er það og gleðiefni, hvort-
tveggja í senn, hve aðsókn að þingi þessu
var mikil; jafnvel við þingsetningu á mánu-
dagsmorguninn; mun sjaldan áður, ef þá
nokkru sinni, verið jafn margt um manninn;
spáir slíkt góðu um framtíð félagsins, og
felur í sér traustsyfirlýsingu á þá alla, menn
og konur, er forustu hafa í þjóðræknismál-
unum, og ógjarna vildu ganga uppgjafar-
eða helstefnunni á hönd; enda er það ósam-
boðið með öllu eðli Islendingsins, að leggja
árar í bát þó nokkuð syrti í álinn annað
veifið.
I ágætu og íturhugsuðu ávarpi, sem birt
er hér í blaðinu, eftir hinn framtakssama og
gerhugula forseta deildarinnar “Frón,” S.
Thorkelsson, er vikið nokkrum kjarnaorð-
um að gildi samhugans, það er að segja
hins rétta og góðviljaða samhuga á starfs-
sviði mannfélagsmálanna, og þá ekki síður
þjóðræknismála vorra, en annara mikilvægra
viðfangsefna; þar er vissulega orð í tíma
talað því enn sem fyr, verður sú staðrevnd
ekki umflúin, að sameinaðir stöndum vér;
sundraðir föllum vér; ýmsa, menn ásækir
óhugur, án þess þó að þeir geri sér þess ljósa
grein frá hverju hann stafar; venjulegast
mun slíkt sálarástand eiga rót sína að rekja
til einangrunar, sjálfskapaðrar, eða þröngv-
aðrar; en hvort heldur sem er, verður það
að útrýmast fyrir átaki lífræns samhuga.
“Starfið er margt, en eitt er bræðra-
bandið.” Héðan í frá skulu mannfélagsleg
samtök vor mótast af sameinaðri þrá og
sameinuðu átaki til s.jálfsvarnar hinum glæsi-
lega feðraarfi vorum, bókmentum, sögu og
tungu.
Avarp forseta ”Fróns“
S. THORKELSSONAR
á Frónsmótinu 20. febrúar 1940.
Heiðraða samkoma,
Góðir Islendingar,
Eg býð ykkur öll velkomin!
Mr hefir hlotnast sá heiður, að stjórna
þessari samkomu, tuttugustu og fyrstu miðs-
vetrarhátíð “Fróns.” Og samkvæmt venju
leyfi eg mér að segja nokkur orð.
1 gamla daga var það sagt hér vestan
hafs í sambandi við Islendinga, sem þá voru
fluttir hingað, og þá, sem voru að koma að
heiman í stór-hópum, að ekkert lifandi þjóð-
líf gæti átt sér stað, nema það tæki stöðugum
framförum, og eins og það væri skylda hvers
manns að nota hæfileika sína til að ná sem
mestum og beztum framförum, eins væri það
.skylda þjóðfélags að viðhalda og fullkomna
alla sína beztu eiginleika til þess að auðgast
af betri og göfugri mönnum og konum.
Að þetta sé sannleikur, efar enginn, og
það sem er sagt um einstaklinginn og þjóð-
ina, á auðvitað einnig við félög innan þjóð-
arinnar, sem einstaklingar hennar mynda,
eins og þennan félagsskap hér í Winnipeg,
iþjóðræknisdeildina “Frón.” TÁfsmagn henn-
ar hvílir á framförum. Eg talaði um sam-
hugann við ykkur á þessum stað fyrir ári
síðan,1 því eg trúi á samhugann, sem lyftir í
einingu fjöldans, þeim björgum á framfara-
brautinni, sem enginn einn fær hreyft. En
samhugi getur samt sem áður verið tví-
eggjað sverð, sem bæði má nota til heilla og
óheilla. Þannig er talað um að sætt sé sam-
eiginlegt skipbrot, og það er áreiðanlegt, að
félög, þjóðflokkar og þjóðir, geta orðið og
hafa líka orðið, samtaka og samhuga í því,
að leggja árar í bát og láta berast fyrir
stonni og straumum. Þær hafi horfið veg
allrar veraldar í myrkrið og gleymskuna.
A fyrstu árum íslendinga vestan hafs,
spurðu beztu menn þeirra, í dýpstu alvöru,
þeirrar spurningar, hvort þjóðflokkur þeirra
gæti haldið þjóðerni sínu í Ameríku. Og
þeir svöruðu sér sjálfir og sögðu “Það góða
sigrar. ” Þjóðernið lifir, ef það er nógu
gott. Ef þjóðarbrotið íslenzka á nógu mikið
andlegt líf og afl, og óbilandi traust á getu
sína, þá ryður það sér til rúms og’ lifir, hvort
sem það verður fjölment eða fáment.
Þeir t-rúðu því, þessir ágætu landar
okkar og landnámsmenn, sem nú hvíla undir
grænni torfu, að íslenzka getan væri nóg til
að hefja þjóðina til sigurs, ef hún gerði
þetta þrent:
1. Að geyma trúlega alt það bezta, sem
Island gaf þeim í arf.
2. Að kasta frá sér öllu því ónýta og
lélega, er slæddist með að heiman.
3. Að gera að sínu eigin alt það gott
og nýtilegt, sem læra má af þjóðinni hér.
Ef þetta þrent fengist, þá trúðu þeir
því, að Islendingar mundu í framtíðinni
standa hérlendum mönnum jafnfætis og
stundum framar. Þessi trxí brautryðjend-
annar varð sér ekki til skaihmar. Annað og
þriðja boðorð þeirra má segja að þeir hafi
stundað vel, því Islendingar hafa hægt og
sígandi fengið æ meiri og stærri viðurkenn-
ingu hjá þjóðunum, sem þeir búa með í Ame-
ríku, svo enginn þjóðflokkur stendur nú
framar að áliti í þessu landi en Jslendingar.
En hvað getum við sagt um fyrsta boð-
orðið? Að geyma það trúlega, sem Island
gaf oss í arf. A því hafa í sumum tilfellum
orðið nokkrir misbrestir.
Þegar gömlu forgöngumennirnir okkar
voru að spyrja og spá um spor eftirkomenda
sinna, da'tt þeim naúmast í hug að andleg
fátækt nyðja sinna yrði svo mikil, að í ná-
lægri framtíð hefðu þeir ekki efni á að læra
tvö tungumál sómasamlega, og að börnin
þyrftu að týna tungu feðranna, þótt þau
lærðu landsmálið, enskuna. En það er ekki
tími til að fara út í þessi mál nú. Eh ef
nokkurt mál er þjóðræknismál, þá er það
þetta, viðhald islenzkrar tungu. Og ef nokk-
urt málefni á skilið óskiftan samhug okkar
allra, þá eru það þjóðræknismálin og deildin
“Frón”, því hún á að vera okkar farsældar
frón í vestri og styðja að því að geræ málið
okkar ódauðlegt hér í Ameríku um aldur og
æfi.
Eg vil nota þetta tækifæri til að þakka
hlýhuga og samstarf og samhuga ykkar hér
í deildinni. Einnig vil eg á þessu miðs-
vetrarmóti minna ykkur öll á hið mikla
starf, sem framundan bíður ef við eigum að
halda þjóðerni okkar og tungu.
Látum samhuga okkar aldrei finna full-
nægingu í sameiginlegu aðgerðarleysi. Það
er bein leið til kyrstöðu og tjóns og tap á
okkar ágæta andlega arfi.
♦♦♦♦♦♦♦
Eina álarfshœfa
áljórnin
Eftir því, sem nær dregur sambands-
kosningunum, verður mönnum að sjálfsögðu
tíðrætt um það hvernig til skipist að loknum
leik, og hverjir líklegastir verði til þess að
fara með völdin; þó er bót f máli, að senni-
lega verður ekki í mörg hús að venda í þessu
tilliti, því eftir öllum eyktamörkum að dæma,
má víst telja, að Liberalflokkurinn fari svo
að segja óskifta sigurför um landið frá strönd
til strandar; meira að segja berast nú dag-
lega þær fregnir úr ríki Mr. Hepburns, að
í Ontario fari fylgið við Mr. King jafnt og
þétt í vöxt; er nú svo komið, að mikill hluti
þeirra Liberal fylkisþingmanna, er ófyrir-
,svnju og í vanhugsuðu flaustri greiddu at-
kvæði með vantraustsyfirlýsingu Mr. Hep-
burns á sambandsstjórn, sjái ef'tir því sjö
augúnum, og ferðast nú náttfari og dagfari
um fylkið þvert og endilangt til stuðnings
við Mr. King. Svo fór um sjóferð þá.
Ekki sýnist blása sem byrvænlegast
fyrir Dr. Manion með þjóðstjórnarvafstrið;
mun útvarpsræða hans lítið hafa fyrir hon-
um bætt í því efni, nema síður sé; hann fer
enn með það eins og hinn óttalega leyndar-
dóm, hverjir þeir “vitrustu og beztu menn
sé,” er líklegir væri til að taka þátt í myndun
Warrendale Shirts
These popular shirts feature
some most likable patterns in
closely woven, very service-
able cloths. Also, for those
who prefer them, the popular
plain shade “Warrendales” —
in blue, tan or white. Collar
attached style. Sizes 14 to 17,
and various sleeve lengths. An
Eaton Branded Line, at
$1.15
Men’s Furnishinr/s Section,
The Hargrave Shops for Men,
Main Floor.
* T. EATON C9m,«d
slíkrar stjórnar. Um hina smá-
flokkana, C.C.F'. og Social Credit
er það að segja, að hvorugur
þeirra er líklegur til þess að auka
þingfylgi sitt; hitt miklu líklegra
að þeir tapi nokkru af þeim
þingsætum, er þeir á siðasta
þingi áttu ráð yfir.
Liberalflokkurinn er eini
stjórnmálaflokkurinn, s e m
myndað getur starfshæfa stjórn
að kosningunum loknum; þá
einu þjóðstjórn, sem kjósendur
yfir höfuð geta gert sig ánægða
með.
♦♦♦♦♦
The
Scandinavian
Tradition
Rg WATSOR KIRKCONNELL
In our modern age of specia-
lization, there is an unfortunate
tendency to view life and litera-
ture in a piecemeal fashion, di-
vided into isolated compartments
of epoch or of nationality. It is
therefore a stimulating exper-
ience to encounter a volume that
takes within its purview the
whole historical development of
the Scandinavian tradition in lit-
erature. The History of the Scan-
dinavian Literatures (Dial Press
Inc., New York, 1938, pp. 407)
undertakes to present “a survey
of the literatures of Norway,
Sweden, Denmark, Iceland, and
Finland, from their origins down
to the present day, including
Scandinavian-American authors
and select bibliographies”; and
the reader cannot help being pro-
foundly impressed by the col-
lective record of these Northern
peoples.
As is perhaps natural with a
literary enterprise on so broad
a front, the project is a collective
one. The core of the work is
a treatise on Norwegian, Swedish
and Danish literature by Dr.
Giovanni Back, which has been
translated and adapted by the
editor of the volume, Dr. Fred-
erika Blankner, of Western Re-
serve University. To this have
been added sections on Icelandic
and Finnish literature by Dr.
Richard Beck, of the University
of North Dakota, and sketches
of Scandinavian literature in
North America hy Dr. Beck
(Norwegian-American and Ice-
landic-American), Dr. Adolph B.
Benson (Swedish-American),
George Strandvold (Danish-
Ainerican), and George Sjöblom
(Finnish-American). The editor
mentions in her Foreword at
least twenty-four other distin-
guished scholars who have con-
trihuted in one way or another
to the completeness and accuracy
of the record. The result is a
volume unusually full and satis-
factory in its treatment, so far
as that is possible within a
limited space. One might wish,
however, that the attempt at
generalized characterization,
made in Dr. Blankner’s brief
six-page Introduction, had been
considerably amplified and illu-
strated. There is surely scope
here for a full-lenght essay.
Icelandic-Canadians will take
special interest in the contribu-
tions of Dr. Richard Beck, whose
indefatigable scholarship and
creative work as essayist and
poet have won for him high and
well deserved honours. His
sketch of Icelandic literature
(pp. 233-280) is an admirable
piece of compression, concentrat-
ing in less than fifty pages the
inost significant features of the
Icelandic achievement, from the
poetic Edda down to the latest
novel by Guðmundur Kamban.
The limitation of his sketch of
Icelandic literature “vestan um
haf” to little more than six pages
is not out of proportion to the
rest of the volume, although a
(>anadian could have wished that
the space had been at least
trebled. Most of the importanl
names are included, however,
and a full paragraph apiece is
assigned to the late Stephan G.
Stephansson and to that fine old
veteran, Jóhann Magnús Bjarna-
son. He also pays due tribute
to Mrs. Jakobina Johnson, Mrs.
Laura Goodman Salverson, and
Dr. Vilhjálmur Stefánsson. A
copious bibliography contains
seven full pages (prepared by
Professor Beck) on the Icelandic
tradition.
This is a valuable volume, to
be prized both by libraries and
by individual readers.
Ferðafélag
Islands:
Árbók 1939, Reykjavík,
ísafoldarprentsmiðja h.f.
1939. 216bls.
Ef alt hefði farið sem ætlað
var um Árbók Ferðafélagsins
þetta ár, þá hefðum við Aust-
firðingarnir nú haft í höndum
lýsingu á Austurlandi eftir
mann, sem sennilegar var ná-
kunnugri hverjum króki og kima
landsins en nokkur annar sam-
tímamanna hans. Þessi maður
var Benedikt heitinn Blöndal
kennari á Hollormsstarð, einn
þeirra ágætismanna sem aldrei
verða að fullu bættir þegar frá-
fall þeirra ber að höndum.
í stað Austfjarðalýsingarinn-
ar hefir Ferðafélagið nú gefið
út mjög alþýðlega bók, alþýðlega
i þeim skilningi að hún á erindi
til allra íslendinga jafnt hvar
sem þeir eru eða hvaðan sem
þeir eru á landinu. Þetta er
Fuglabók Ferðafélags íslands,
leiðarvísir til að átta sig á ís-
lenzkum fuglum, eftir Magnús
Björnsson.
Höfundur tekur það fram í
öndverðu lað hér sé ekki um
neina vísindabók að ræða, en þó
skrifar hann bókina eins og hann
veit sannast og réttast, og getur
þess mjög oft að þekking vor á
fuglunum og lífsháttum þeirra
nái skamt, og það jafnvel á þeim
fuglum, sem hvert íslenzkt
mannsbarn þekkir og elst upp
við. Hver myndi t. d. hafa trú-
að því, að menn vita ekki með
vissu hve lengi lóan liggur á?
Eða hinu að menn vita ekki
hvernig hrossagaukurinn fer að
hneggja. Hér virðist vera upp-
lagt tækifæri fyrir eftirtektar-
sama unglinga að sitja um fugl-
ana og skrifa þeirra sönnu æfi-
sögur. Er það eflaust ekki hvað
minstur kostur þessarar bókar,
að hún hlýtur að vekja greinda
menn og athugula til athugana
á þessu merka en ókannaða sviði
dýralífsins á íslandi.
En þrátt fyrir barlóm um ó-
nógar heimildir um íslenzku
fuglana rekur mann eiginlega í
rogastanz yfir því hve margt höf.
undur veit um þá og flæking
þeirra bæði á fslandi og til ann-
ara landa, bæði austan og vestan
hafsins. Á skólahekk nam mað-
ur þá speki að fuglarnir skift-
ust í farfugla eins og lóur og
spóa og staðfugla eins og hrafn-
inn. Farfuglarnir fóru til heitu
landanna suður í Afríku. Hinir
sátu heima. Nú kemur það upp
úr kafinu að skiftingin er alls
ekki svona skörp, sumir fuglar
fara kannske ekki lengra en frá
Norðurlandi til Suðurlands, aðrir
til Bretlandseyja, eða vestur að
Ameríuströndum. Enn eru
nokkrir fuglar, sem fara um ís-
land til norðlægari landa (hels-
ingjar til Grænlands) og loks
koma sumir með höppum og
glöppum frá suðrænni löndum
eins og Færeyja-hrafninn, eða
stóra skrofan sem kvað koma
lengst frá suðurhveli jarðar.
Og þegar alt kemur til alls er
það ekki svo fátt sem höfundur
kann að fræða menn, jafnvel um
algengustu fugla, eins og t. d.
rjúpuna. Eitt af því kynlegasta
í háttum rjúpunnar eru áraskifti
þau sem að henni eru á íslandi.
f sumum árum er alveg krökt af
rjúpu. Svo hverfur hún eitt eða
tvö ár nærri því með öllu. Þetta
hefir ekki þótt einleikið, og
menn hafa giskað á að rjúpan
fari af landi burt til Grænlands
eða hver veit hvað. Höfundur
neitar því með öllu. Rjúpan
drepst úr næmu fári, sem fækk-
ar henni eins og svartidauði á
einu ári. Næstu tvö árin drep-
ast líka ungarnir, því fult er af
sýklunum í jarðveginum. En
svo fara sýklarnir að linast í
sóknum og þá hleypir rjúpan
upp ungum sínum unz hún hef-
ir margfaldast og fylt upp landið
svo að engu má muna að hún
líði ekki skort. En þegar svo er
komið magnast sýklarnir á ný og
hún fer aftur að hrjmja niður úr
hor og fári. Svo gengur þetta
koll af kolli.
Það er mikill kostur á bókinni,
að hún er myndum prýdd. Þó
er ekki því að Ieyna að hér bíður
enn verkefni íslenzkra Ijós-
myndara að taka góðar myndir
af íslenzku fuglunum. Þeir hafa
að vísu' gert nokkra byrjun með
myndum af hreiðrum og ungum.
Samt gefa myndirnar sæmilega
hugmynd um fuglana, næga til
að þekkja þá. Það er líka mik-
ill kostur fyrir útlendinga og
Vestur-íslendinga að höfundur
gefur Iatnesku nöfn fuglanna.
Með því mun venjulega hægt að
finna hin ensku heiti þeirra, ef
fuglarnir eru kunnir á Englandi,
eða í Ameríku. En auk þess er
í bókarlokin skrá um ísl. fugla-
nöfn með útlendum (dönskum,
enskum og þýzkum) þýðingum.
Að öllu samanlögðu er bókin hin
fróðlegasta og þarfasta þeim,
sem nokkuð hafa auga fyrir
fuglum og þeirra lífi. Og grun-
ur er mér á að margir Vestur-
fslendingar hafi gaman af að
minna sig á þennan þátt íslenzku
náttúrunnar. Þeir fara þar á-
reiðanlega ekki i geitarhús að
leita sér ullar.
Stefán Einarsson,
Johns Hopkins
University. j
------------------- i
MINNING MófíUR MINNA R
SIGURDRIF MAXEN
(24. maí, 1915)
Upp til himins augum rendi
á andláts hinztu stund.
Engils ljóma ásýnd kendi
ástvina við fund.
Burt var horfin beiskja nauða,
birtist annað líf.
Merkiskona er mest við dauða,—
eg minnist Sigurdríf.
Sigriður Purdy.