Lögberg - 22.02.1940, Side 7

Lögberg - 22.02.1940, Side 7
LÖGBERG. FIMT UDAGINN 22. FEBRÚAR, 1940 7 Hvernig þeir vernduðu keltneskuna íslenzkað nf JAKOBiNU J. STEFáNSSON Það ern fleiri en íslend- ingar, sem eiga í baráttu nieð að viðhalda og vernda sinn stærsta þjóðararf — tungumálið, eins og eftir- farandi ritgerð, útlögð úr hérlendu lilaði, sýnir.—Pýð. • Uestir íbúar á eynni Cape Ifreton eru skozk-keltneskir að ;,ett og uppruna. T. d. í bænuin Arnia er nær alt skozkt fólk, söniuleiðis í bænum Baddeck, sem ekki er fjarri, og næstur að stærð og íbúatölu, og svo er það 'iðast hvar i Cape Breton. Enn Þann dag í dag halda þeir flest- Um hinum fornu þjóðareinkenn- Um sínuin, einnig vinnuaðferð- Um’ t. d. heimilisiðnaði, þar á nieðal er vefnaður, sem svo er lagður inn í búðirnar, og þykir kerður af mikilli snild. Við sum tækifæri ganga þeir í há-skozk- Um þjóðbúningi. Þegar um sunnudagakenslu er að ræða, þá er önnur blaðsíða Biblíunnar á ensku, hin á keltnesku. Þó er I'etta nú ekki alt. Þetta fast- heldna, skozka fólk hefir, fvrir skömmu síðan sett á stofn skóla, l}ar sem kend eru eingöngu kelt- nesk fræði, saga, menning, um- fram alt málið, og svo verkleg tiekni. Þetta viðhald á hinum kelt- neska þjóðararfi, þjóðsiðum, verklegum framleiðslu aðferð- Um> máli og listum, var í raun °g veru skipulagt i Cape Itreton laust eftir 1800, svo nú er siðan nokkuð á aðra öld. Þá hafa án efa áhrif enskrar tungu og ef til VUI annara tungumála verið að kyrja að leggja þar alt undir sig. En þá flutti þangað prestur einn að skozkum ættum, Norman McLeod að nafni, svo einelskur aÖ öllu því sem háskozkt var, eða keltneskt, að hann stofnaði félag til að viðhalda því; það fé- >ag var siðar meir nefnt “Cape Ereton félagið” til viðhalds öllu keltnesku, einkanlega málinu. fnntökugjaldið var 5 dollarar á 'nann, og fékk hver meðlimur skírteini þess efnis, að hann kefði sem félagsmaður, rétt til 'neðráða og framkvæmda og Pátttöku i öllum málum og fyr- 'rtækjum félagsins fyrir lífstíð, ef hann vildi svo lengi. En þrátt fyrir þetta vantaði samt mikið á. kélagsmenn langaði til að geta sett á stofn skóla, þar sem ekk- ert væri kent annað en keltneskt niál og önnur fra’ði, — alt kelt- neskt. Loks, eftir alllangan tíma, kom nnnar maður til sögunnar, Angus McKenzie að nafni. Þó undar- iegt inegi virðast, var hann líka guðfræðingur. Hann var fædd- nr á eynni Skv, var háskozkur aÖ ætt og uppruna, hafði mjög 'engi verið í Canada og Banda- 'ikjunum. Gekk í fyrra verald- orstriðið um 1916. Þegar því var lokið, fór hann til Cape Ereton, og tók þar upp jirest- skaj). Eigi var hann búinn að 'era þar lengi áður en hann varð var við mikla löngun hjá mörgum í söfnuði sínum að hið skozk-keltneska félag fengi meiru áorkað til framkvæmda á stefnu sinni, en áður hafði verið. Og af Því að McKienzie var að eðlis- •ari framkvæmdamaður mikill °g verkséður að sama skapi, var honum falið á hendur að koma 1 verk þvi sem alla langaði til — •>ð koma upp keltneskum skóla, °g skyldi sá skóli vera kendur '|ð Sr. McLeod, sem stofnaði félagið í fyrstu (en var þá löngu Játinn), því hann átti hugmynd- lna• McKenzie fann að hugur ^•Vlgdi máli hjá fólkinu á Cape reton. En án efa hefir hann Seð að meira þurfti til, en hægt Var fýrir Cape Breton bygð eina fram að leggja, því þegar búið var að kjósa hann til formánns framkvæmdarnefndarinnar þá fór hann til Bandaríkjanna, og kom á fót félögum eins og því sem á Cape Breton er, bæði í New York, Detroit og Boston. í Boston einni fyrirhitti hann þús- undir af skozku fólki, sem var áfram um að ganga í þjóðernis- sambönd og borga hið vanalega inntökugjald, svo nú gat Mc- Kenzy byrjað á að byggja yfir hinn keltneska þjóðararf. Var nú ákveðið að skólinn, sem einnig er fornminjasafn, skyldi standa þar sem verið hafði heimili hins fyrsta frum- herja félagsskaparins, McLeods pr^sts, og þar var hann bygður, úti í sveit, nála*gt járnbraut, en ekki i borg, og gaf sveitarráð þess landshluta hundrað ekrur af landi þar til. En þó ekki væru næg efni fyrir hendi til að skólahúsið gæti orðið fyrst í stað nein glæsileg höll, með nýtízku bygðarsniði, þá létu Skotar það ekki vera til fyrirstöðu, því þeir eru raun- virkileikans menn og þeim var fyrir öllu að tilganginum yrði náð, áður en það yrði of seint. Þessar hundrað ekrur af landi voru hreinsaðar, skólahúsið sett upp úr bjálkum, 60 fet á Iengd, 20 fet að þvermáli, þiljað sundur í miðju; i öðrum helmingnum þjóðminjasafn, i hinum lestrar-, bóka- og kenslusalur. Svo nú var loks skólinn til orðinn — sá eini keltneski skóli, sem til er, hvar sem leitað væri. En þó hann frumbýlingslegur sé, þá létu ekki helztu menn i Nova Scotia það vera til fyrir- stöðu ineð að skilja þá stefnu, sem var orsök þessa fyrirtækis. svo þegar skólinn var formlega opnaður, þá var þar viðstaddur stjórnarformaðurinn og fleira stórmenni, ásamt fjölda af Cape Breton fólki, ekki annað en keltneska töluð, og voru nú allir í Hálendinga búningi, stjórnar- formaðurinn eins og aðrir. Hélt hann þar ræðu, sem var að nokkru sem fylgir. Hann kvaðst vilja hvetja hið skozka fólk til að halda við sin þjóðareinkenni, svo sem sjálf- stæði, mentahneigð, trúrækni, þjóðrækni, trygð og hollustu til lands og konungs. “Vér lifum á þeim 111011111,” sagði hann, “sem svo mörgum hættir til að koma allri ábyrgð af sjálfum sér a nðra. Þetta hefir aldrei verið eðli hins skozka fólks. Tapi maður sjálfstæðistilfinningu, og um leið því að hugsa fyrir sig sjálfur, verður maður að bráð hvaða fylgisöflun sem er, fvrir hvaða tvísýna, óreynda þjóðfé- lagsbreytingu sem er, og sem aðrir vilja. Við gætum við það tapað þeim þjóðar- og einstakl- ings-rettindum, sem enginn mannflokkur í heimi hefir geng- ið jafn fra*kilega fram í að verja, eins og hin skozka þjóð.” Þar næst var þjóðminjasafnið opnað — það er eins og áður er sagt, undir sama þaki og skól- inn — af Hon. McMiIIan. Þar eru forngripir frá Skotlandi, einnig frá dögum McLeods, frá 1800, og þó er eftir að bæta miklu við. Seinna um daginn, áður en athölninni lauk, var stofnsett og um leið í fyrsta sinn framkvæmd það, sem verður framvegis hin árlega samlags-útfærsla hinna skozku niðja Hálendinganna á keltneskri hljómlist og söngvum, Hálanda “fling” og “sverðadansi” og einnig fluttir Ijóða- og bók- mentakaflar á hinu forna máli. Byrjað var á kenslu í hinum iiýja skóla seint í sumarmánuð- inum júlí, 1939, undir umsjón McKinnons prests, og heldur kenslan áfram allan ágúst- mánuð. Seinna á að reisa i staðinn fyrir þessa, vandaðri byggingu úr vandaðra efni. Þar á að vera keltneskt bókasafn, lestrarstofa, gesta- og fyrirlestra-salur, forn- gripasafn. Á sú bygging að vera með turni. Fjögur hundruð ekrur af hæðóttu landi um- hverfis landareign skólans á að gera að lystigörðum. Voðaleg eyðsla MILJÓNUM DOLLARA KASTAÐ Á GLÆ /CANADA Vínsalan í fjórum vestur- fylkjunum, árið sem leið, kom upp á $34,000,000. Það er býsna stór summa, en það er upphæðin, sem stjórnarsalan á vinföngum kom upp á, í fjórum vesturfylkjunum. Þessar tölur sýna upphæðirn- ar fyrir hvert Fylki: Manitoba $ 5,889,689 Sask............ 6,042,165 Alta............ 8,194,271 B.C. 14,110,158 Samlagt $34,236,383 Ágóði á þessari stjórnarsölu, sem engin stjórn er á: Manitoba $ 1,753,363 Sask............ 1,245,518 Alta............ 2,532,751 B.C............. 4,042,627 Samlagt $ 9,574,259 Þessar tölur sýna ekki þær stóru summur, sem en er eytt fyrir “Landann” (það er nafnið, sem heimaþjóðin hefir gefið heimabrugginu) og ólöglegu söl- una, sem enn er í stórum stii iðkuð, þó þjóðinni væri lofað því í síðastliðnum vínbannskosn- ingum 1923, að yrði gerð ómögu- leg, ef stjórnarsalan kæmist að. E11 það kom fljótt í ljós, að stjórnarsalan og bjórsalirnir nægðu drykkjufólki ekki; það sýndist enn vera nóg rúm fyrir þá, sem hneigjast til að græða fé á þann hátt. Canada vinsalan síðnstliðið ár Prince Edward Eyjan er eina fylkið, sem er enn undir vín- banni; hin átta undir stjórnar- sölu fyrirkomulagi. Þau átta verzluðu upp á $110,479,172. Á- góði til stjórnanna var $28,000,- 000. En það var ekki allur gróð- inn, þar sem eitt fylkið leyfir bruggurum að selja bæði létt vín og bjór, bindrunarlaust til kaupendanna, sem nota það. Hér er yfirlit yfir sölu austur- fylkjanna: Nova Scotia $ 4,684,901 Ágóði 1,337,458 New Brunswick . 3,525,215 Ágóði 1,153,763 Quebec 17,027,104 Ágóði 6,221,813 Ontario 22,830,002 Ágóði 9,893,587 Við þessar háu tölur má bæta þeirri sölu, sem gerð var af bruggurum í Ontario beint til þeirra sem notuðu það. Bjór- salan kom upp á $26,289,136 og létt vín $1,88 ,530. Það setur söluna í Ontario upp í $51,000,- 000 — fimtíu og eina miljón dollara. Það er gefið út af umsjónar- mönnum stjórnarinnar í Ottawa, sem halda skýrslur yfir vínbrúk- unina, að það hafi verið drukkið yfir sextiu og þrjár miljón gallónur af bjór (malt Iiquors) og þrjár miljónir fjögur hundruð og þrjátíu og þrjú þúsund gallón- ur af sterkum vínum (spirits) og þrjár miljónir fjögur hundr- uð og sextíu og þrjú þúsund gallónur af léttum vínum. Á- góðinn, sem Dominion stjórnin innheimti var yfir tuttugu og fimm miljónir. Þessar stóru tölur ættu að vekja fólk til hugsunar, það verður að athuga að þetta er alt verzlun, sem verður að borgast út í hönd í peningum. Maður undrar sig yfir þvi, að verzlunarmenn landsins skuli ekki vakna, og reyna eitthvað til að stoppa þessa eyðslu á því fé, sem ætti að vera borgað fyrir nauðsynjar fólksins. Þeir vita bezt, að fólkið, í stað þess að liorga fyrir nauðsynjar, mat, kla*ði, húsnæði, eldivið, húsmuni, eða kaupa sér heimili, eyðir smátt og smátt því litla af því sem það vinnur sér inn fyrir á- fengi. En kaupmennirnir, sem fæddu og klæddu fjölskylduna verða á hakanum. Hvað lengi geta verzlunarmenn landsins set- ið rólegir yfir þessu fyrirkomu- lagi? Verzlanirnar hrynja í hóp um. Og séðir Gyðingar kaupa vörurnar með voða afslætti. Svo setja þeir upp stórar afsláttar- sölur og veikja margar heið- arlegar verzlanir með þessari skrípaaðferð, sem enginn græðir á nema okrarar. “Vakið, vakið, verka til kveður, vofir yfir oss skelfingar tíð.” Það er langt of miklu eytt í þessi vinkaup, sem sannarlega hjálpa ekki til að byggja upp þetta unga land, sem þarf allra þerira krafta og vitsmuna með. á þessum voða tímum. Víndrykkjan dregur úr öllum eðlilegum verzlunar nauðsynj- um. Víndrykkjan hefir margt ilt í eftirdragi; skemmir siðferð- ið, eykur hættur á þjóðvegum; veikir heilsuna, sveltir konur og börn. Bakkus er sá versti óvin- ur, sem við þurfum að inæta og berjast við í heimalandinu. Svo við ættum að byggja hér varnar- garð, svo sterkan og háan, að okkar ungu hermönnum sé engin hætta búin. Látum oss öll vinna að því verki heima fyrir, þeim til stuðnings, sem verða að fara og leggja sitt líf i sölurnar fyrir okkur, sem heima sitjum, svo við getum haldið frelsi og lifi. f Guðs bænum vaknið til skyldunnar, einn og allir, áður en það er orðið of seint. A. S. Bnrdnl. Fornar helgisagnir Biblían og Völuspá tala báðar um sköpun hins sýnilega heims á mjög svo líkan hátt. Það er að hin núverandi tilvera hafi orðið til úr tilveruleysi, smátt og smátt, og mun þar vera átt við vort sólkerfi i heild, þó að það sé ekki beint tekið fram i þeim ritum, sem nú eru til á prenti. Spádísin í Völuspá segir þó með allberum orðum að það hafi verið áður en sól og máni urðu til, en svo sem vér vitum eru þau nú á vorum dögum orðin allgömul að alda tali. Einn- ig tala áminst helgirit um endi vorrar sýnilegu tilveru á eftir- tektarverðan hátt. Líkingin er svo nákvæm í aðalatriðum að undrun sætir. Opinberun Jó- hannesar talar um þrjá óhreina anda, sem fari um meðal höfð- ingja jarðarinnar og blási þeim i brjóst illuni ófriðar hugrenn- ingum, en Völuspá talar um þrjá galandi hana er veki til geigvæn- legrar orustu með gali sínu, og báðar tala þessar fornu helgi- sagnir um herflokka frá oss ó- sýnilegum og óþektum heimi, og báðar segja að himininn hverfi, aðeins með ólíku orðalagi, og báðar tala um nýjan himin og nýja jörð, og getur þar ef til vill verið aðeins um ásigkomulags breytingu að ræða. Það er ærið margt fleira en hér hefir verið minst á, sem er andlega hvað öðru líkt í þessum fornu spásagnaritum. —M. I. Dánarminning Þetta eru aðeins fáein minn- ingarorð um húsfrú Halldóru Sveinsdóttur Eiríkson, sem lézt að heimili sínu í Minnewaken 6. ágúst síðastliðinn, eftir langvar- andi sjúkdómsstríð, sem að síð- ustu dró hana til dauða. Hún bar það með stakri ró og still- ingu en vissi þó snemina að ekki myndi um neinn bata að ræða í þessu lifi. Hún var fædd á Geirlandi á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu árið 1881. Foreldrar hennar voru Sveinn Davíðsson og Gróa Magnúsdóttir og bjuggu þau þar. Bræður átti hún þrjá en tvær systur. Skulu þau talin eftir aldri. Þórhallur átti siðast heima á Seyðisfirði og dó hann þar. Bjarni á heima i Keewatin, Ont. og Davíð bóndi á Brekku í Lóni á íslandi; Steina, Mrs. Atchison, i Vancouver og Guðríður, Mrs. Udell í Vancouver. Frá fyr- nefndu heimili fluttust þau á Hérað, að Þingmála í Skriðdal, til séra Páls Pálssonar, málleys- ingjakennara, sem oft var svo nefndur og var þar þá þjónandi prestur. Þar voru þau í nokk- ur ár og fór Halldóra heitin þá frá þeim 9 ára gömul til vanda- lausra þar sein hún var eftir það til tvítugs aldurs. Þessi hjón voru Magnús Vilhjálmsson og Steinunn Stefánsdóttir, sem .bjuggu í Hjaltastaðaþinghá. Þaðan fluttist hún til Seyðis- fjarðar til foreldra sinna, sem þar áttu þá heima. Eftir stuttan tíma dó faðir hennar og skömmu seinna fluttust þær mæðgur all- ar fjórar til þessa lands, árið 1904, og settust að i Winnipeg; þar vann hún við sauina í nokk- ur ár. Á þeim tíma kyntist hún eftirlifandi manni sínum, Rafn- keli Eiríkssyni og giftust þau ár'ið 1910. Þeirra börn eru fimm og skulu þau talin eftir aldri: Geir Ragnar, Steinunn, Sveinbjörg Þorgerður, Eiríkur Thor og Gilbertina Rakel. öll ógift nema Steinunn, Mrs. Archie Peterson. Hafa þau öll mest dvalið í þessari bygð hér í kring- um Lundar. Halldóra heitin var myndar kona í sjón og sama er að segja um verk hennar. Hún var greind vel í meðallagi og stóð jafnan framarlega i safnaðarmálum. í lúterskum safnaðarmálum var hún óskift. Hiin var hjartagóð og fann sárt til með þeim, sem bágt áttu og reyndi að bæta um kjör þeirra eftir beztu getu. Svo vil eg að endingu þakka öllum, fjær og nwr, sem að ýmsu leyti léttu byrði heimilisins þann langa tínia, sem hún var veik. Henni var svo mikil ánægja í því þegar vinir hennar komu að sjá hana. Svo þökkum vér þér, kæra eiginkona og móðir, alla ást og umönnun, sem þú lézt okkur í té á liðna timanum og sem við minnumst með sárum söknuði. Undir nafni eiginmanns og barnanna. Svo í Guðs friði, kæra vina. Sælir eru þeir, sem í Drotni deyja. Vina þeirrar látnn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.