Lögberg - 21.03.1940, Side 6

Lögberg - 21.03.1940, Side 6
' 6 LÖGrBERG. FIMTUDAGINN 21. MARZ, 1940 Fannatöfrar (Þýtt úr ensku) Nú féll yfir þá ónotaleg þögn. Hvernig gamli maÖurinn hefði unnið bug á óbeit þeirra gagnvart sér, vissi hvorugTir þeirra. En þarna stóðu þeir umvafðir töfrum hans og fastbundnir loforðum sínum honum til bjargar. Lewis leit á úr sitt. “ Jæja,” sagði hann við Steve, “okkur væri betra að kom- ast sem fyrst niður í Gasthof. Þú átt að leggja á stað þaðan eftir þrjár klukku- stundir.” Berfættur fylgdi gamli prófessorinn þeim til dyra. “Verið ])ið sælir, kæru drengir, og bless- unaróskir mínar fylgja ykkur.” “Við þurfum þeirra við,” sagði Steve í grafartón. “Og reynið nú ekki að hafa í frammi nein undanbrögð þangað til við hitt- umst aftur í Breintzen, eða eg mun þá láta yður í té eitthvað meira en blessun mína.” Þeir voru komnir áleiðis meira en hálfa leið' til Gasthof áður en Steve lét nokkuð til sín lieyra. Með þeim ])ungbúnasta andlitssvip er hann átti ráð á, hrrsti hann nú höfuðið há- tíðlega og mælti: “Eins og við vitum. Lewis, þá er hann líklega viðsjálsgripur, en það er þó eitthvað í framkomu öldungsins, sem nær haldi á manni.” Lewis kinkaði kolli til samþykkis. En Steve stanzaði nú alt í einu með skelfing- arsvip á andlitinu. “Heyrðu!” hrópaði hann, “eg glevmdi að ná aftur af honum peningunum mínum !” T x u rt d i Kapítuli Tveim klukkustundum síðar var alt til reiðu fyrir þau Connie, Sylvíu og Steve til þess að leggja á stað frá Gasthof. Sleðinn stóð við dyrnar; smá-máltíðar hafði verið neytt; og Lewis var einnig albúinn til ferð- ar. A seinustu stund hafði hann afráðið að fylgja hópnum til Lachen. Varla hefði hann þó getað með gildum rökum fært fram á- stæður fyrir þeirri för sinni. Endurvaknað- ar tilfinningar hans gagnvart Sylvíu voru í æsingi, og hringiða andstæðra efasemda fylti liuga hans. En ]k) var það blátt áfram löng- unin til að vera nálægur henni nokkrar fleiri klukkustundir, sem kom honum til að ráðast í þessa örðugu för niður að járnbrautarstöð- inni. Er hann kom fram úr herbergi sínu, allareiðu dúðaður hálstrefli sínum og yfir- höfn til fararinnar, varð hann fyrir hindrun í stiganum. Litli verzlunarerindrekinn, Oberholler, sat í neðstu tröppunni. Þegar hann sá Lewis koma niður brosti hann hæ- versklega, eins og venja hans var, en hann sýndi engin merki á sér um að víkja úr vegi fyrir Lewis. “Góðan daginn,” sagði hann. “Þér eruð þó vissulega ekki að fara aftur héðan?” “Jú, eg er að fara í dag,” Svaraði Lewis. “Þér hafið þó aliareiðu lokið löngum leiðangri í fjöllunum, ” mælti Oberholler, eins og í mótma-laskyni. “Hættufullri og, að því er mér skilst, óánægjulegri för. Þér ætlið þó áreiðaidega ekki að freista forsjón- arinnar nú strax aftur?” “Ef Lewis hefði ekki verið með allan hugann á eigin burtför sinni, þá liefði hann veitt því eftirtekt, hve áleitin framkoma Oberhollers var. En eins og nú stóð á starði hann bara á litla manninn eins og úr fjar- lægð. “Þér eruð álitlegur ungur maður,” sagði Oberholler enn fremur einlægnislega. “Þótt eg hafi ekki kynzt yður nema stutta stund, þá ber eg nú hlýjan hug í hjarta til yðar. Mér myndi falla það illa, ef eg yrði þess vísari að eitthvert slys henti yður.” ‘ ‘ Hverskyns slys ?’ ’ “Hver veit það?” svaraði Oberlioller eins og sér til afsökunar. “Loftslagið hérna er einkar óstöðugt, hættuleiðir hvarvetna og ekki hægt að reiða sig neitt á fólkið. Eg er í sannleika mjög óttasleginn yðar vegna, minn kæri ungi ameríkanski vinur.” “Eg skal sjá urn sjélfan mig, ” madti Lewis og bjóst til að stíga niður í tröppuna og fram í ganginn. En Oberholler stóð þá skyndilega upp og varði honum leiðina. Er hann hafði nú þannig breytt um aðstöðu sína, virtist hann kasta frá sér allri auðmýkt og varkárni. Augnaráðið bak við gleraugun varð hvasst og skerandi. Þar sem hann stóð nú þarna beint framan við og fast hjá Lewis, sagði hann í lágum og alvöruþrungnum raddblæ: “Eg er ekki að spauga, Mr. Merrid, heldur með alvöru og einlægni að gefa yður heilræði: Farið með systur yðar og vinkonu burtu héðan tafarlaust til Parísar, Berlínar, New York, eða til Timbuctoo, ef yður sýnist. En tefjið ekki hér í Austurríki. Og verið ekki ,að vasast í málefnum, sem ekki eru yðar eigin.” Um alvöruþungann í viðvörunarorðum og ráðlegging herra Oberhollers var ekki að villast. En Lewis var í of æstu skapi til þess að fá metið þetta að verðugu. Svo sagði hann eins glaðlega og honum var unt: “Mér þykir leitt, herra Oberholler, að Timbuotoo hefir ekkert aðdráttarafl fyrir mig. Og eg er hræddur um, að íhlutunar- semin sé mér ósjálfráð. En eg þakka yður samt sem áður hugulsemina gagnvart mér.” Svo smeygði hann sér niður úr stiganum og gekk hvatlega út úr húsinu. Hitt fólkið var þegar komið upp í sleð- ann. Karl hallaði sér að Sylvíu og var að kveðja hana með langdregnum vinarhótum, eins og hann ætti í henni hvert bein og yrði að heimta af henni umbun fyrir að leyfa fjarveru hennar frá sér, þó ekki væri nema um tvo stutta daga að ræða. Harðneskju- glampi kom fram í augum Lewisar. Hann gat ekki dæmt.um það, hvort henni væri faðmlögin ljúf eða leið. En athöfnin ein var nægileg til þess að gera sársaukann enn meiri í hinum æstu tilfinningum hans. Þau lögðu svo að lokum á stað í ferða- lag sitt. Þótt Steve og Connie mösuðu lát- laust alla hina löngu leið niður til Lachen, þá sagði Lewis aldrei nokkurt orð. Og það gerði Sylvía ekki heldur. Það virtist svo sem ísfjötrar hefði lagt þau bæði í læðing. Þungur vonleysishugur hertók Lewis. Hann elskaði þessa stúlku. Hún var, að því er hann hafði innilega ímyndað sér, sú hug- sjónadís, er hann hafði alla sína daga leitað að. En hver og hvað var hún svo? Dóttir mjúkmálgs þjófs og brgðaref.s. Jafnvel sjálf þögnin hennar vilti honum sjónar. Með beiskum huga sagði hann nú við sjálfan sig, eins og hann hafði áður gert, að hann yrði að sigrast á þessari hörmulega blindu á- stríðu hjarta síns, gleyma henni algerlega, losa sjálfan sig að fullu og öllu úr fjötrum hins sára hugarstríðs, er henni fylgdi. Þannig var hugsunum hans háttað, þeg- ar þau fóru niður seinustu brekkuna ofaU við Lachen. Smár þótt bærinn væri. voru það mkil umskifti í augum ferðafólksins ný- komins ofan úr heiðaauðninni, að líta mann- verur hreyfast á strætunum; heyra enn hljómdiska sönginn út úr kaffisöluhúsinu, og skarkalann í vörulestar vögnunum, þaðan sem verið var að skila þeim; þarna stóð líka stöðvarhúsið við járnbrautarteinana, er teygðu sig út í f jarlægðina, þar sem menn- ingin átti heima. Þau fóru af sleðanum framan við hressingarstofuna, þar sem Steve þrammaði þegar inn og heimtaði drykki. Og þarna við borð húkti líka, með sína óhjákva'mu bókarskruddu milli handa, keyrslumaðurinn Heinrich, sem áður hafði farið með Lewis upp til Gasthof. Þegar hópurinn kom inn glápti Heinrich á fólkið með uglulegu augnaráði, svo kom ofurlítill brosblær á andlitið, er hann sá Lewis. “Þér eruð þá kominn hingað ofanað,” sagði hann. “E'g sagði yður áður, að þér munduð koma liingað niður aftur.” Lewis kinkaði þegjandi kolli. “Fáið yður drvkk,” sagði Steve vin- gjarnlega. Hann var ætíð í essinu sínu við bjórborðið. Heinrich þáði bjórkollu, og svo aðra i viðbót. Meðan hann drakk þetta yfirvegaði hann með drungalegum undirhyggjusvip fólkshópinn og alt umhverfið í stofunni, en hafði sérstaklega nánar gætur á glugganum. Hann masaði í sífellu, miklu meira en hann átti að séi’, og í liærri tón, um veðrið, snjó- inn, fónógrafinn, sem verið hefði endurbætt- ur, og um fagra sönglagið er þessi fágaði og umskapaði hljóðriti nú léki. En mitt í þess- um fáfengilega hávaðavaðli sínum hallaði hann sér snögglega að Lewis og sagði við hann í höstum rómi, sem hvorki var hávær né hjákátlegur: “Verið varkár! Þeir sitja um yður!” Á næsta augnabliki var hann með gjall- anda farinn að hæla því, hversu ágætur bjór- inn væri. Við þessa óvæntu fregn um yfirvofandi hættu, fann Lewis liugsanir sínar dragast saman og stælast. Og hann hristi nú af sér vonleysisdeyfðina sem bezt hann mátti. Þegar nú Steve hafði borgað drykkina hrað- aði hann sér út úr stofunni með Connie. Eftir svo sem fimm mínútur, var von á lest- inni. Nokkrum skrefum á eftir þeim gekk Lewis einnig fram ásamt með Sylvíu. Við útidyrnar, sem fram að götunni vissu, stanz- aði hann ósjálfrátt og rétti út handlegginn í veg fyrir Sylvíu til þess að varna henni frá að stíga út úr skugganum bak við hurðina. Alls ókunnugt um þetta gengu þau Steve og Connie yfir strætið áleiðis til stöðvarinn- ar. Þau stönzuðu við skrifstofudymar beint þar á móti og Steve fór svo inn til þess að ná í farbréfin handa þeim. Meðan þetta var að ske komu tveir menn alt í einu fram und- an næsta hliðarvegg, sem þeir höfðu auðsjá- anlega hallað sér letilega upp að. Þeir gengu rösklega yfir að farbréfasöluklefan- um og liandtóku þau Steve og Connie. Alt þetta fór fram með kyrð og vafn- ingalaust. Eina mínútuna voru þau Steve og Connie að kaupa sér farbréf, en tekin í vörð þá næstu. Nákvæmlega á sama augnablikinu sem á handjárnin glampaði, komu fjórir lög- reglumenn fram úr fylgsni sínu bak við vegginn, tveir í einkennisbúningi en hinir tveir í algengum klæðum, og lögðu leið síiia beint að drykkjustofunni. Lewis skildist þegar, að erindi þessa sameiginlega lögregluliðs stæði í sambandi við þau Sylvíu og sjálfan hann. Og á sama augnablikinu tók hann líka eftir ferðbúinni vörulest, sem farin var að hreyfast til burt- farar út eftir aðalbrautinni. Nú vann hug- ur hans með leifturhraða. 1 skyndilegum hvatningar-rómi, sem benti á að nú væri mikið í húfi, sagði hann við Sylvíu: “Við verðum að hlaupa og ná í lestina!” Svo greip hann um handlegg hennar og þaut með hana þvert yfir opið stærtið út að járnbrautinni. Þegar þau komu út úr skugganum, sem þau höfðu staðið í, varð lögreglumannahópurinn þeirra var og þaut þegar á eftir þeim með sameiginlegum ó- hljóðum. Að komast yfir á stöðvarstéttina sá Lewis að væri þeirn ómögulegt, hann leiddi Sylvíu því út að hliðarsporinu. Til allrar liamingju var hliðið þangað opið, og þau þutu út um það og þvert yfir brautar- sporin. Sylvía var létt á sér og fljót á fæti, en lestin var þegar komin á nokkra ferð. Lewis herti nú í ofboði á seinustu tilraun- inni að ná lestinni, og rétt þegar hún var að skríða fram hjá þeim stökk hann að seinasta vagninum, náði einhvern veginn í hand- fangið og beitti öllum kröftum til að kippa Sylvíu með sér upp í tröppurnar. Þarna héngu þau og sveigðust til og frá í neðstu riminni, en svo tókst Lewis að vippa Sylvíu eins og böggli inn á vagnsgólfið með sér. Þarna féllu þau bæði um í hrúgu og lágu kyr nokkur augnablik í hlýjunni og skuggan- um, aluppgefin og másandi eftir áreynsluna og heyrðu æst hjartaslög sín jafnvel gegnum skarkala eimreiðarinnar og högg vagnshjól- anna er þau ultu yfir teinaskeytin áleiðis út frá Lachen. Lewis varð fyrri til að hreyfa sig. Hann settist upp í hálmshrúgunni, er dreift var um vagnsgólfið. Svo sagði hann stirðlega: “Mér þykir slæmt að eg varð' að fara svona að, en annars hefðum við lent í greip- um lögreglunnar. ” Sylvía strauk til hliðar hárlokk, sem hangdi niður um aðra kinn hennar, leit til lians yndislegu augunum sínum dökku og sagði mjúklega í lágum hljóðum: “Það er eg, sem ætti að biðja afsökunar. Eg hefi valdið yður allra þessara óþæginda,” Varir hennar titruðu er hún bætti við: “ Ó, en þetta er nú alt til einskis og vonlaust, því þeir hafa séð okkur. Við mættuð eins vel gefast upp.” Vandræðasvipurinn á andliti hennar bræddi klakann úr huga hans og vakti hjá honum hina ríku meðaumkunarkend, er hann var alþektur fyrir. “Þetta er nú ekki svona vonlaust. Við erum enn frjáls, er það ekki? Steve og Connie munu ekkert segja. Og’ ekkert er til að liindra föður yðar frá að komast til Breintzen, eins og við höfðum gert ráðstaf- anir til. Ef við komumst einnig þangað í bíl, geri eg ráð fyrir að' við getum skotist með hann yfir landamærin.” Það létti meir og meir yfir svip liennar. “Ilaldið þér það?” sagði hún lágt, “að við getum enn komið lionum út yfir landamær- in?” “Það er alls ekki óhugsandi. Við eig- um þó erfiða leið í vændum, til þess að koma því í framkvæmd, en ef við erum samtaka, ætti okkur að hepnast þetta. Það fyrsta, sem við verðum að gera, er að komast burt af þessari lest, Þeir senda áreiðanlega fón- skeyti til næstu járnbrautarstöðvar. Hitti ]>eir okkur þar, verður allerfitt að útskýra það fyrir þeim, hversvegna við ferðuðumst þangað með vörulestinni.” Hún leit umhverfis sig í vagninum, sem virtist svo óhult höfn gegn hinu óvinveitta mannfélagi alt um kring, og saknaðarsvip brá fyrir í augum hennar. Svo sagði hún hæg- látlega: “Eg skal haga mér nákvæmlega eins og þér segið fyrir. ” Þau sögðu ekkert meira. Lewis stóð á fætur, gekk yfir að hurðinni, opnaði hana, þótt óveðurs væri, og litaðist um úti. Um- hverfið var dapurleg, snæviþakin flatneskja. Enga hugmynd liafði hann um það, hvert lestin væri að fara. En það varð honum til hughreystingar, er hann sá að næturhúmið var að færast yfir. I eitthvað tuttugu mínútur stóð hann við dyrnar, og leit óslitinni röð símastauranna bregða fyrir meðfram brautinni. Alt í einu tók hann eftir því, að lestin ha'gði á sér. Þá sneri hann sér óðara við gagnvart Sylvíu, með alvöruþrungnum svip á andlitinu, og sagði hörkulega: “Lestin er að því komin að stöðvast. Gerið svo vel að veita þessu athygli. Alt er undir því komið, að við gerum það sem við á og það þá tafarlaust. Stökkvið út úr vagn- inum strax á eftir mér. Skiljið þér það?” Við þessu hneigði hún sig orðalaust og færði sig óðara að hlið hans við dyrnar. Þannig stóðu þau samhliða í dýpkandi kvöld- húminu meðan lestin færðist seinlega áfram og nam svo staðar við ofurlitla aukastöð hjá brautinni. I huga sínum varð Lewis mjög gramur út af því hvað þessi áfangastaður væri smávaxinn — því þarna myndi erfitt fyrir þau að dyljast fyrir lögreglunni, sem væri að elta ]>au. En alt í einu hljóp æsing í æðar hans. Þarna gagnvart þeim á fjar- lægara brautarspori stóð fólksflutningalest — er af gamaldags vögnum og háum reyk- liáf einmreiðarinnar mátti ráða að væri að- eins notu til innanlands ferðalags, — sem virtist nú vera í þann veginn að halda áfram ferð sinni. Lewis afréð óðara hvað gera skyldi. Á sama augnabliki sem vörulestin stanzaði gerði hann Sylvíu bendingTi, og þau stukku út úr vagndyrunum þvínær jafnfætis. Sameiginlega smeygðu þau sér inn á milli hreyfingarlausra vöruvagnshjólanna og stóðu svo upp aftur hinumegin við brautina. Eftir nokkur augnablik voru þau komin upp í fólkslestina og settust þar svo kyrlátlega inn í rakan og lítt hirtan ferðafólksklefa. Nokkur óttaþrungin biðstund leið svo og Lewis nísti tönnum af gremju yfir töfinni. Skyldi eimreiðarskriflið aldrei ætla að hreyfa sig? hugsaði hann. Hvers augnabliks- töf jók á hættuna fyrir þeim. Lestarþjónn gekk um vagninn og leit inn í klefann til þeirra. Lýsti sér nokkur tortryggni í augum hans? Ef til vildi hafði hann tekið eftir för þeirra yfir brautarsporin. Hann hikaði nokkur augnablik við klefadyrnar eins og í óvissu. En rétt þegar Lewis hélt að maður- inn ætlaði að koma inn til að grenslast eftir um veru þeirra þarna, blés eimreiðin alt í einu og lestin hrökklaðist áleiðis. Þegar hún valt út frá stöðinni gægðist Lewis með var- kárni þangað sem vörulestin enn stóð. Það sem hann sá þar, kom honum til að kasta sér með feginsstunu niður í sæti sitt. Hópur lögreglumanna var í óðaönn að leita þar í vögnunum. Sylvía. hafði auðsjáanlega líka tekið eftir þessu og mælti lágt: “Þér gripuð vissulega réttu augna- bliksstundina til að komast burtu úr hinni lestinni. ” Nú þutu þau áfram gegnum næturliúmið. Hvert förinni var stefnt, hafði Lewis ekki hina minstu hugmynd um, og fanst ósegj- anlega þreytandi að vera þannig í óvissu um ferðarlokin. En ef þau skyldi nú vera í Lachen? Það fór hrollur um hann við þá hugsun. Klukkuistund leið. Þá nálguðust þau útjaðar einhvers bæjar. Af hinum mörgu ljósum, er þar blikuðu, skildist Lewis að þetta myndi vera allstór bær, og ánægju- kend fylti huga hans. Er komið var inn í stóra, þakihulda vagnstöð, sá hann þar nafn- ið Innsbruck. Það var honum nægilegt. Um leið og hann opnaði klefahurðina gaf hann Sylvíu bendingu um að koma með sér og þau stigu út á stöðvarstéttina, og nokkrir aðrir farþegar komu einnig út úr lestinni. Lewis greip nú aftur um handlegg Sylvíu og gætti þess að fylgjast með straumnum út úr bið- stöðinni. Úti var mikil og kuldaleg slyddu-rigning. Og þarna voru þau stödd á einskonar fer- hyrningssvæði með stór gistihús á báðar hliðar. Rigningin var verulega illvíg, og' eftir fáar mínútur voru þau orðin holdvot. En Lewis þorði ekki að stanza til að ná í leignvagn, því hann óttaðist enn, að ef til vildi væri einhver að elta þau. Áfram héldu þau ])ví gangandi niður eftir einu aðalstært- inu, þar sem allsstaðar glampaði ljósbirta gegnum slyddumóðuna, út úr; búðargluggun- um og frá kaffistofum. Brátt kom Lewis auga á flöktandi nýmóðins ljósanafnspjald fram af dyrum dálítils myndasýningarhúss spölkorn frá hornil þverstrætis, er þau komu að. Hann hraðaði sér með Sylvíu út eftir þessari götu og eftir örstutta stund voru þaii komin inn í leikhúsið.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.