Lögberg - 08.08.1940, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.08.1940, Blaðsíða 4
4 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 8. AGÚST, 1940 -----------HösbEtB---------------------- Gefi8 út hvern fimtudag af THK COL.LM1UA l'HHSS, LdMlTKlt tt»5 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EUITOK UOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by Tbe Columbia Press. Limited, 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Minni Islands fía fia flutt á Gimli 5. ágúst 1940 af Gwlrúnu II. Finnsdóttur. Vestur-lslendingar hafa í dag haldiS heilagan fslendingadaginn í 51 ár. Þeir hafa valið sín beztu skáld til að kveða lof- kvæði um tsland og fram að deginum í dag, hafa þeir fengið sína vitrustu og málsnjöll- ustu menn til að ma4a fvrir minni föður- landsins og heimaiþjóðarinnar. Flestar þær ra*ður, ef ekki allar, hafa verið svo saman- þjappaðar af mannviti og málsnild, að þær a*ttu skilið að vera gefnar út, eins og nokk- urskonar hugvekjur okkur hér til þjóðræknis- legrar sáluhjálpar. Tveir landstjórar Canada hafa komið til Gimli, talað hér sérstaklega til Islend- inga. Það vill svo til, að þeir lúvarður Dufferin og lávarður Tweedsmuir voru báð- ir -fluggáfaðir mentamenn, rithöfundar og skáld, sem létu sig skifta óvenju mikið and- leg málefni þessarar ungu þjóðar, sem hér er að vaxa upp og festa rætur. Báðir þessir göfugu mienn, dáðu fornaldarbókmentir Is- lendinga og höfðu sérstaka trú á manngildi afkomenda hinnar gáfuðu, frjálsu og hraustu fornþjóðar, sem íslendingasögurnar segja svo snildarlega frá. Fornöld Islands slær ljóma á Islendinga í augum mentaðra manna. Hið glæsilega landnám Islands og lýðræðis- veldið, stendur sérstætt á spjöldum sögunn- ar. Landnámsmenn íslands voru miklir hugsjónamenn, hin sterka ^jálfstæðishvöt þeirra og ákveðna lífsskoðun hvað snerti mannréttindi og einstaklingsfrelsi, var í al- gerðri mótsögm við einræði og ofríki Har- aldar konungs hárfagra. Forfeður okkar möttu andann fram yfir efnið; þeir lögðn í sölurnar eignir og óðul, yfirgáfu föðurland, frændur og vini og sigldu skipum sínum út til Islands, eyðilandsins, sem stóð eitt sér norður í höfum eins og minnismerki yfir horfnu meginlandi. Þar var loftslagið kald- ara og gróðnrinn lægri, en þar út í norðrinu gat andi manna vaxið og víkkað, frelsishug- sjónir, vit og manndáð lifað og þroskast. Vestur-lslendingar skilja allra manna bezt hug landnemans, þeir hafa sjálfir siglt yfir víð höf og horft á nýtt land, horft á fram- tíðarlandið rísa úr sæ — þeir þekkja eftir- sjána og söknuðinn, sem fylgir því að skilja við föðurland sitt, og þeir þekkja líka vor- hug landnemans og framtíðardrauma. Það hvílir töfra og æfintýrablær yfir landnámi Islands. Við skulum hugsa okkur að landið hafi staðið klætt litskrúði miðnæt- ursólarinnar; hrikafegurð þess hafi verið vafin mjúkum bláma, sem seyðir og togar hugann og lætur menn langa að ferðast lengra og lengra inn í landið, lætur menn þrá að sjá hvað hinumegin býr við hæð- irnar. Við getum hugsað okkur að hvítir faldar jöklanna, hafi borið við bláan, heiðan himininn, fjöllin hafi þá tylt sér á tær, klædd eldroða sólarinnar og fjólubláum skuggum næturinnar. Langir bjartir firðir og blá sund skorist inn í landið og endur- speglað fegurð fjallanna, litskrúð þeirra og ljóma. Við augum blasti grænn gróður, skógar og víðir klæddu þá landið milli fjalls og fjöru. — Þegar þau Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir stigu á land, fögn- uðu þeim kliðkviður sumarmorgunsins, fugla- söngurinn, skvaldur lækjanna, árniður og og dunur fossanna blönduðust við ölduhljóð hafsins og mynduðu hljómsveit. Þeir vold- ugu samstiltu tónar, hafa látið vel í eyrum þreyttra ferðamanna og kvéðið gleði og ör- yggi inn í huga þeirra og hjörtu. — Jörðin hefir verið mjúk undir fótum mæðranna, sem ýmist báru eða leiddu sér við hönd litlu börnin sín, sem sólargeislarnir hafa kyst á glókollana og golan boðið velkomin með því að strjúka mjúklega um vanga þessara fram- tíðar Islendinga. Konurnar hafa horft yfir landíð og hugsað fram í tímann, ef til vill hefir eitthvað svipað hvarflað um huga þeirra og vísa St. G. St.: “Hvamms og hóla land, húms og sólarland! Landið, sem mín vígð er vinna, vöggustöðin barna minna!” Ijandnám íslands blessaðist og blómg- aðist. Á kringum 60 árum var landið og albygt af úrvals fólki, lýðveldi stofnað og Alþingi sett. Þessi unga þjóð var sér þess fyllilega meðvitandi að sönnu frelsi fylgir mikil ábyrgð og sjálfstjórn, ekki einungis í þjóðfélaginu, heldur líka fyrir hvern ein- stakling. “Sjálfur leið sjálfan þig.” Sjálf- ræðið var sú hugsjón, sem foramenn dýrkuðu af allri alvöru, sjálfræði sem stjórnaðist af viti, lögnm og hugprýði. — “Byrði betri ber at maður brautu at, en sé mannvit mikit”, segir í Hávamálum, sem eru nokkurskonar heimspekilegt sambland af siðfræði og vara- bálk, er kennir þá göfgi í hugsun og hátt- prýði, að allir Islendingar ættu að kunna Hávamál eins og faðirvorið. Geislastafir vitsmuna og frelsishugsjónir lýstu veginn, sem þjóðin lagði leið sína um. Hvernig þau náðarmeðul reyndust Islending-um og þjóðþrifum þerra á lýðveldstímabilinu, er gömul saga, margsögð og marglesin, en þó aldrei um of, því þaðan hefir streymt sú andlega lífæð íslenzku þjóðarinnar, sem hefir aukið henni krafta á þyngstu reynslustund- .unum. Menn hafa dáð að verðugu skáldskap og sagnalist fornmanna, lögfrasði þeirra og virðingu fyrir lögum og landsrétti, íþróttir þeirra og hreysti, siglingar, sjómensku og landafundi, vinfestu, frændrækni og orð- heldni, andlegt þrek og heilbrigði í hugsun og hversu einkennilega oft hraustustu, vopn- fimustu og vitrustu menn, afs'týrðu vígaferl- um á þeirri skálmöld, þegar heiður ættanna var varinn með sverði og manngjöldum. Og engu minna aðdáunarverðar eru fornaldar- konurnar, sem stóðu við hlið manna sinna, sterkar og frjálsar, héldu í hönd með börnum sínum, fylgdu að málum frændum og vinum og stjórnuðu heimiluiri sínum með skörungs- skap og risnu. Erfiði landnámsáranna þroskaði sjálfstæði þeirra og frjálsmann- legt uppeldi, jók á fegurð þeirra og atgjörfi. Enda dáðust fornmenn að atkvæðamiklum konum, kemur J>að víða í ljós í fornsögun- um. I brúðkaupi þeirra Þorkels Eýjólfs- sonar og Guðrúnar Ósvífursdóttur, kom Þor- kell auga á Gunnar Þiðrandabana, sem var sekur maður, er hafði verið sendur Guðrúnu 'til halds og trausts, þar til hann kæmist utan. Þorkell hafði aftur á móti lofað að hafa hendur í hári Gunnars, ef hann yrði á vegi hans. Þorkell bað menn sína að hand- taka Gunnar, en Guðrún lét sér hvergi bregða, stóð upp af brúðarbekknum og hét á sína menn að veita Gunnari lið. Þarna stóðu brúðhjónn andspænis hvort öðru með fylktu liði, og var lið brúðarinnar miklu mannfleira. Snorri goði var þarna staddur, en honum varð aldrei ráðafátt; gekk hann á milli manna og stilti til friðar og sagði Þor- keli að leggja ekki svo mikið kapp á þetta mál. “Máttu sjá hversu mikill skörungur Guðrún er, ef hún ber okkur báða ráðum, fær þú aldrei slíkrar konu sem Guðrún er, þótt ]m leitir víða.” Það hreif, sem Snorri ráðlagði; veizlan hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. En Gunnar sndu þau utan og gaf Þorkell honum skip með allri áhöfn, að ráði Guðrúnar. Þóttu ]>au hjónin bæði vaxa af þessum viðskiftum, að dómi almenn- ings. — Sama kom oft fram í hjúskapar- málum, konur réðti sjálfar hverja þær völdu sér. Þegar ólafur Pá bað J)orgerðar dóttur Egils Skallagrímssonar, svaraði Egill að hún réði sjálf um giftingu sína. “Því það er eggum manni færi að fá Þorgerðar án hennar vilja. ” Þótt Egill væri stórlátur, ráðríkur og harður í horn að taka, kúgaði hann ekki dóttur sína, enda var hún lík föð- ur sínum að gáfum og skapfestu. Skörungsskapur, höfðingsháttur og drenglyndi formæðranna kemur svo víða í ljós í fornsögunum, að auðsætt er hversu almenn }>au lyndiseinkenni hafa verið. Enda lögðu fornkonurnar ósvikinn skerf til að móta þjóðlífið. Þær ólu snildar menn og konur, sem sýndu á margvíslegan hátt með framferði sínu, heimilisbrag og uppeldisáhrif mæðra sinna. Þeir, sem ekki finna blóð sitt renna ör- ara, við að athuga lífsjirótt og stórmensku þessara horfnu kynslóða, eru gerðir úr “skrítnum steini.” “Þar er vort upphaf, afl og þor, æskan, sagan, ljóðin.” “Enginn veit hvað átt hefir, fyr en mist hefir.” Svo varð fyrir Islendingum eftir að þeir töpuðu lýðræði sínu. Saga þeirra frá þeim tíma er saga margra þjóða, sama sagan, sem er að ské víðsvegar í heiminum núna, ástæður og afleiðingar þær sömu. Menn hafa nú séð hvernig njósnarar Nazista og Kommúnista, þessir vinnumenn var- menskunnar, hafa setið á svikráðum um öll lönd og jafnvel þar, sem menn hefði sízt grunað, hefir þeim tekist að ná fótfestu. Þeir hafa níðst á gestrisni og góðvild þeirra þjóða, sem eigi ólu á stalli, inni í leyni- klefum þjóðfélagshatur, öfund, græðgi og valdafýkn. Ahrif þessara sendiboða ein- ra'ðisins hafa svo unnið eins og andlegt átu- mein víða um lönd nú á dögum, og hjálpað þessari ógeðslegu einræðissameiningu til að rífa á hol, hverja þjóðina á fætur annari með slíku grimdaræði, að sverð- in gerð af köldu stáli gráta rauð- um tárum í höndum þeirra, er fremja níðingsverkin. Og ein- staklingarnir, sem falla fyrir slíku fláræði að slá sér í hóp svikara, eru veilur þjóðfélagsins, sem vinna á móti frelsi og fram- þróun andans. “Versta syndin, vesalmenskan” lætur þeim sýn- ast — “—að Prelsið sé bölvun og óskin ein sé áfram að vera þræll. Svo djúpt er þá sokkið, sem sökkva má og sýnt hverja endingu hlaut. Úr glötuðu lífi fer glötuð sál inn á glataða eilífðarbraut—” Innanlandsófriður veikti sið- ferðisþrek íslenzku þjóðarinnar á Sturlungaöldinni,- Valdafýkn sumra þeirra manna, sem fóru með lög og rétt þjóðarinnar, varð embættisskyldum þeirra yfir- sterkari. Þessar veilur í þjóð- félaginu, gáfu að lokum Hákoni gamla Noregskonungi tækifærið, sem lengi hafði verið setið um, að ná yfirráðum yfir fslandi. Ekki skeði það þó fyrirhafnar- laust, því fslendingar vörðust og börðust á móti ráðum Hákonar. Þegar augu þeirra opnuðust fyr- ir því, hvað var að ske. Sumir þeir menn, sem verið höfðu full- miklir vinir hans, breyttu á móti boði hans og manni, þegar til al- vörunnar. kom. En það var um seinan. Sturlungaöldin var bú- in að gleyma heilræðum Þorgeirs Ljósvetninga goða þegar hann afstýrði innanlandsófriði á Al- þingi árið 1000. Þá var heldur enginn Einar Þveræingur til að bregða fæti fyrir slægvitur ráð Hákonar konungs og njósnara hans, eins og Einar gerði þegar Ólafur Haraldsson helgi hafði nærri því náð undir sig fslandi með sínum djúphugsuðu ráðum árið 1024. En þá voru íslend- ingar samtaka, svo enginn skaði skeði lýðræði þeirra. Ef svo hefði verið ástatt á Sturlunga- öldinni hefðu fsiendingar ekki tapað lýðræðinu með því að skrifa undir Gamla sáttmála, sem löggilti konungssamband milli fslands og Noregs 1263. Breytingin, sem kom á stjórnar- farið var í raun og veru sú, að fslendingar töpuðu goðorðum sínum í konungshendur, hann varð allsherjar goði yfir íslandi, en framkvæmdarvaldið var eftir sem áður í höndum innlendra manna, þeirra, sem goðorðin höfðu átt. Alþingi stóð óbreytt og fór með löggjafar- og dóms- valdið. ÖIl mál fslendinga áttu að vera dæmd innanlands. Auk þess var Hákon gamli nógu vit- ur stjórnmálamaður til að veita þessum nýju þegnum sínum ýmisleg hlunnindi í Noregi, sem voru aðgengileg. En það varð skammgóður vermir, því það fór svipað með Gamla sáttmála og ýmsa aðra skrifaða samninga, sem hafa verið virtir aðvettugi. Það leið ekki á löngu þar til konungsvaldið byrjaði að troða íslendingum um tær. En Sturlungaöldin, þessi brot- sjóaöld í lífi íslenzku' þjóðarinn- ar skildi fslendingum eftir fleiri erfðir og betri heldur en Ganria sáttmála, og borgaði i aðra rönd- ina ríkulega fyrir syndir sinar. Þá voru fslendingasögurnar færðar í letur og einn frægasti allra Sturlunga, Snorri Sturlu- son meistari íslenzkra tungu, bragfræðingur og snillingur í sögu stíl skildi þjóðinni eftir ritverk sín. Fyrir það erfðafé hrennur heilagur eldur um nafn og minn- ingu Snorra Sturlusonar á með- an islenzk tunga er töluð, með- an íslenzka þjóðin hefir eyru til að heyra og augu til að sjá. — Víg Snorra Sturlusonar var eitt af mörgum leyniráðum Hákonar konungs. Það níðingsverk hefir íslenzka þjóðin harmað öldum saman og aldrei getað gleymt.— Hvað þjóðinni varð Jningt í skapi yfir því, að tapa sínum fornu lögum, má marka af mörgu, en þó kannske ekki sízt þvi, hversu stöm tunga islenzku skáldanna varð þá um langan tima. Skáld íslendinga stein- hættu að fara utan og kasta ljóma yfir hirðir konunga með viti sínu og skáldskaparlist, eins og ílendingar höfðu gert á liðn- um öldum, alla leið frá Agli Skallagrímssyni og niður til Snorra Sturlusonar. Enda fékk nú þjóðin nýtt verkefni til að þreyta krafta sína við, útlent ofríki, sem varð is- lenzku þjóðinni meiri og þyngri fjötur um fót eftir því sem aldir liðu fram. Þeir menn, sem vöktu og reyndu sitt ýtrasta til að vernda lög og rétt íslands gegn útlenru ofríki, ofbeldi og ólögum, áttu í vök að verjast gegn hnefa- rétti. Trúnaðarskyldan var ís- lendingum í blóð borin og lika það að standa við orð sín og eiða. Virðingin fyrir lögum og rétti var þeim inngróin, og það er athyglisvert, að fyrsta bókin, sem rituð var á íslenzka tungu voru lög. Landslögin var sam- þykt á Alþingi 1117 að rita og á næsta vetri var Vígslóði og Tleira af lögum ritað og safnið kallað Hafliðaskrá, bókin nefnd eftir ritaranum. Eftir að Gamli sáttináli hafði verið svo gersamlega fótum troð- inn að útlendir ribbaldar skip- uðu göfugustu embætti landsins og notuðu vald sitt til að fremja glæpi, þáj tóku fslendingar ráðin í sínar hendur og létu til skarar skriða, þegar fram úr hófi keyrði, ráku þessa svokölluðu embættismenn af höndum sér, eða drópu þá, en aldrei fyr en öllu velsæmi og lögum landsins hafði verið margsinnis ofboðið. Þótt saga íslenzku þjóðarinn- ar, á löngu tímabili sé á sumum sviðum stórkostleg harmsaga, sýnir hún á öllum öldum að þjóðin, sem fæddist og ólst upp við lýðræði og sjálfstjórn, glat- aði aldrei með öllu þeim æsku- áhrifum og uppeldiserfðum. Þeir aðalsmenn andans, sem gáfu líf sitt og lífsstarf til að verja frels- ishugsjónir þjóðarinnar voru “óskabörn fslands, sómi þess, sverð og skjöldur” um langar aldir. Ef saga þeirra hefði ver- ið sögð og rituð af samskonar list og fslendingasögurnar voru skráðar, þá hefði mönnum verið yfirleitt kunnugra um hverja snildarmenn og konur íslenzka þjóðin hefir átt á öllum tímuin. Þeir menn og J?ær konur, sem báru blys fyrir þjoðinni frá 14U() til 1800 — frá Svarta dauða fram yfir móðuharðindin voru hetjur og hraustmenni, sem í engu stóðu að baki forfeðra sinna, úr- valsinanna fornaldarinnar. Á því tímabili sýndi íslenzka þjóðin, að hún var ósigrandi kraftur, sem bjó yfir gáfum og andlegu jafnvægi, líkamlegri hreysti og ósegjanlegu úthaldi, sem þoldi og lifði af óútmálan- legar kvalir og hörmungar, und- ir harðstjórn og kúgun, drepsótt- um og dauða, hafísa og harð- indaára, eldgosum og öskufalli, hungri og horfelli, sem alt til sainans herjaði á þjóðina eins og hamrammar ófreskjur. Maður stendur hljóður og undrast þann lífskraft og það andans magn, sem þjóðiri átti í fórum sínum, að þrátt fyrir allar hörm- ungar, sem yfir hana dundu, af- hendir hver einasta öld þeirri næstu andlegt erfðafé, skáldskap og bókmentir, sem er unun að lesa, ekki einungis sökmn þess hversu vel sum þau gömlu skrif eru ort og rituð, heldur líka engu síður, að þar má lesa í lín- um og Ijóðum að hugsanir og hugsjónir skáldanna, sem tala fyrir munn þjóðarinnar eru ó- brjálaðar og standa á gömlum inerg. Vitaskuld urðu yrkisefn- in önnur, með breyttu stjórnar- fari, og nýjum áhrifum og öðr- um aldarhætti. f kjölfari ka- þólsku kirkjunnar voru ort helgi- kvæði, sum þeirra Jirungin af hetjumóði og andagift og ágæt- lega kveðin. Sögukvæðin voru mestmegnis rímnaskáldskapur- inn, sem byrjaði á 14. öld og gleðisöngvar þjóðarinnar voru vikivakarnir, ástarkvæði og danslög, sumir vikivakarnir voru snildarlega ort kvæði og hin fornu viðlög gáfu þeim heillandi fegurðarblæ. Sálmakveðskapur- inn kom siðar, en íslenzku skáld- unum lét ekki sú list i fyrstu betur en það, að Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup hét á skáldin með alvarlegri áminn- ingu, að gleyma eigi í sálmun- um allri ljóðalist. Og þar kom að, að sum sálmaskáldin urðu innblásin og töluðu frá hjart- anu. Miðalda sögustíllinn sýnir að ímyndunarafl skáldanna lék stundum, lausum hala, en svo einkennilega vill til, að sumar kynjasögurnar gætu verið spá- dómar fram í tímann, um ýmis- legt, sem vísindi og verkfræði þessarar aldar hafa látið rætast. Þjóðsögurnar sýna hugsunarhátt alþýðunnar betur heldur en nokkuð annað. Þær sýna trúna á manndáðir og frelsi. Hvíta hnoðið, sem hugur þjóðarinnar heldur um og fylgir, eru sjálf- stæðisjjrá og menningarhugur fslendinga. f æfintýra- og ridd- arasögunum kennir útlendra á- hrifa mikið, enda bárúst allir stórstraumar erlendis frá, til fs- lands. Endurreisnartimabilið í Evrópu hafði inikil áhrif og góð á íslandi. Svo voru önnur áhrif miður holl, sem komu þar líka við. Með Stóradómi 1564 komst líflátsæðið út til íslands og siðar djöflatrúin og galdrabrennurnar, sem alt til samans veiklaði and- lega heilbrigði þjóðarinnar. Þó ekki eins mikið og ætla mætti. íslendingar eiga yfir þeim skap- kosturn, að búa, að mæta örðug- leikum æðrulaust, færast í auk- ana eftir því sem meira bjátar á, vaxa og magnast við hverja raun, enda kom sú andlega aðal- menska íslenzku þjóðinni að góðu haldi á 17. og 18. öldinni. Danska konungsvaldið reið ekki við einteyming á þvi timabili. Með siðaskiftunum tókst kon- ungsvaldinu að ná algerðum yf- irráðum yfir kirkjunni; notaði það vald til að sölsa undir sig jarðeignir íslenzku kirkjunnar og færðist á ýmsan annan hátt í aukana. Lagaboðum konungs var þrengt samþykkislaust upp á þjóðina, eins og t. d. Stóra- dómi. Verzlunareinokunin reið f hlað 1602, en þó færðist fyrst skörin upp í bekkinn með ein- veldisskránni 1662. Þar var sið- asti naglinn rekinn í líkkistu Gamla sáttmála. fslendingar voru neyddir frammi fyrir nökt- um spótsoddum til undirskrift- ar, þrátt fyrir öflug mótmæli og löglegar mótbárur. Einokunar- tímabilið varð þjóðinni þungt í skauti. Stjórnarfarið svo misk- unnarlaus kúgun, að markmiðið virðist hafa verið, að svifta J)jóð- ina ráði og rænu og jafnvel líf- inu. En 17. öldin, sem byrjaði með harðindum og hörmungum og endaði með harðindum og einokunarstjórn, var glæsileg bókmentaöld. Þjóðin var rík af lærdóms- og gáfumönnum, skáldum og rithöfundum, sem unnu að endurreisn fslands, báru fyrir brjósti menningu og fram- farir á andleguin og verklegum sviðum i þjóðlífinu. Þeim var vel kunnugt um að innlend menning var eina vörnin gegn útlenda valdinu, sem vann að því að afmanna þjóðina. Enda ifór það svo að það voru menn með mönnum, sem síðar byrjuðu að brjóta hlekkina af höndum þjóðarinnar, þeir Skúli land- fógeti og Jón Eiríksson, Jiegar þeir fengu losað um verzlunar- böndin 1787. Hetljulund Skúla og skörungsskapur, ásamt áhrif- um Jons í danska stjórnarráð- inu, kom íslenzkum málum í betra horf, landinu til hags og heilla. Enda varð Skúla að orði þegar hann frétti um lát Jóns: “Nú er úti um ísland.” Var nú J>ar komið, sem einna mest hefir reynt á þolrif og lífskraft þjóð- arinnar, þar sem hún stóð þjáð °g þjökuð eftir eldregn og þrautir 18. aldarinnar, sem gekk i garð með Stórubólu, og eftir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.