Lögberg - 08.08.1940, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.08.1940, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. AGCST, 1940 Maðurinn sem eg giftiál (Sönn saga frá árunum 1930-31) íslenzkað af Jakobínu J. Stefánsson. “En hann er að eðlisfari hraustbygð- ur,” sagði læknirinn. “Honum mun batna þeitta.” Ernest var með óráði tvo næstu dagana eftir þetta. Hann þekti hvorki mig né Marju litlu, og talaði óráð, — ýms samhengislaus ensk og þýzk orð, svo sem — “fíólín — Vaterland — Rinkuchen — Lieber Bruder.” Eg varð hrædd, og bamið hélt sér í mig, titrandi af hræðslu. Á nýársdag tók sjúkdómurinn breytingu; honum létti og Ernest fékk ráðið aftur. “M ér líður nú vel,” sagði hann með veikum rómi, “nema hvað verkir era í öllum liðamótum.” Svo fengum við að vita hvers kyns var, þegar Dr. Philips kom aftur til okkar. “Það er heiftug, bólgukend gigtveiki, sem legst að liðamótunum. Hann mun ekki komast á fætur allan næsta mánuð — ef ekki lengur — og líklegast ekki fær um neina vinnu í heilt ár,” sagði læknirinn. Eg var nærri hníginn niður, svo varð mér bylt við þessa fregn. Dr. Philips greip í mig. “Nú dugar ekki að gugna,” sagði hann, byrstur mjög. “Veikindi mannsins þíns verða langdræg; hann mun lítið geta borið til hendurnar né unnið með þeim. Hann þarfnast því allra þinna krafta og um- hyggju,” svo bætti hann við: “En veistu nokkuð hvað þið munuð geta haft til að lifa á framvegis?, Eg harkaði af mér af ýtrasta megni. “Já,” sagði eg, og reyndi að látast brosa. “Eg get unnið. Eg þekki konu, sem mun sjá mér fyrir atvinnu.” “Það er gott, ” sagði Dr. Philips, og var nú hinn blíðasti. Óðar en hann var farinn, hljóp eg ofan og símaði minni gömlu húsmóður og sagði henni frá kringumstæðum mínum. Þegar hún heyrði hvernig eg var stödd, komst hún mjög við og var áfram um að hjálpa mér. Hún bauð mér að koma aftur til sín og, ef nauðsvn krefði, gæti eg haft Marju litlu með mér. Það væri nóg rúm í húsi sínu fyrir okkur báðar. Varð eg nú glöð af vináttu og velvild þessarar göfugu konu, og fór aftur til her- bergis okkar. Ernest horfði á mig með átakanlegu augnaráði. og sagði. “Eg er nú orðinn hvumleiður, er ekki svo ? ” Elg kraup nlður hjá honum og þrýsti hálf-máttvana höndum hans að vöngum mín- um. “Eg elska þig — eg elska þig! Reyndu að hugsa ekki um annað en að ná heilsu aftur. ” Næstu dagana á eftir bjó eg undir burtu- veru mína frá heimilinu eins vel og eg gat. Fékk liúsmóðurina til að líta inn til Ernest og færa honum mat. Síðan fór eg með Marju, og tók til minnar gömlu iðju, en kom oftast heim á kvöldin, en stundum kom það samt fyrir að eg var nóttina þar sem eg vann, því það var heritugra. En nú varð Ernest lífið í meira lagi leiðinlegt, mest fyrir það, að eg skyldi þurfa að vinna fyrir honum; hversu sem eg taldi um fyrir honum, og bað hann að vera ekki altaf að hugsa um annað eins, né líta svona á þetta, þá dugði það varla til, enda hafði hann nógan umhugsunartíma. Eg útvegaði honum, þýzk blöð og bækur í þýzkum bókabúðum, og hafði hann af því mikla ána>gju. Hann las með ákafa um horfur í stjórnmálum og mannfélagsmálum heimalands síns, og sagði mér síðan frá og gerði um leið skilgrein fyrir þýðingu þeirri er þau mundu í framítíðinni geta haft. Eg tók undir í sama tón og beindi öllu athygli að skilgreiningum hans um þau mál, því eg sá að við það varð hann ánægðari en ella. En reyndar skildi eg nú bara það eitt, að gjörbreytingu á stjórnarfari væri verið að undirbúa. “Heimaland mitt verður aftur voldugt — um það má maður vera viss!” var hann vanur að segja, og endurtók Jiau orð í sífellu. “Það verður án efa,” tók eg undir. “Svo na*rð Jiú líka kröftum aftur, góði minn.” Mér fanst nauðsyn að einhverjir ka>mu til hans, svo hann væri ekki altaf einn. Eg fann því að máli gamla dyravörðinn í Vínar- salnum og tjáði honum vandræði mín. Hann vildi óðara hjálpa; ekki stóð á því. “Ó, hefði eg bara vitað þotta! Já, eg skal koma og líka skal eg koma með fleiri vini og kunningja.” Eg fann nú einnig að máli fleira kunn- ugt fólk í nágrenninu, og það lofaði líka að heimsækja Ernest. Það efndi orð sín. Etrnest sagði mér að nú kæmu dagsdaglega gestir til sín og væri hann mjög þakklátur fyrir. En einn dag kom eg heim nokkru fyr en vanalega; þá var þar fyrir maður, lítill vexti, leit út fyrir að vera miðaldra, .smáeygur og hvasseygur, með glæfralegt háðsglott á vörum. Mér gazt óðara illa að honum. Ernest kynti okkur nú .hvort öðru: “Lilja, þetta er Kruger, vinur okkar; hann kom frá gamla landinu, og er að selja lyf í Ameríku. Hann fer bráðlega heim aftur. ” Eg sagði eitthvað til samþykkis og fór fram í eldhús að tilreiða kveldverð. Þá heyrði eg álengdar að Kruger sag’ði hátt: “Hitler talar til unga fólksins og á hann átti alt ungt fólk að hlýða.” “Rétt — rétt,” anzaði Ernest, “það ætti að gera það.” Þegar eg kom aftur inn í herbergið til Ernests, sagði hann: “Vinur okkar, Krug-er, segir að fyrir hinni þýzku þjóð í heima- landinu sé nú nýtt líf að byr ja. Hann veitir fulltingi nýjum flokk þar — hinum þýzku sósíalistum — eða hrent út sagt, Nazistum Þeir eru nú eina von Föðurlandsins.” Ernest var farinn að tala af miklum ákafa. “Ernest, — í öllum bænum — farðu ekki í æsing,” sagði eg í bænarrómi, “þú hefir ekki þrótt til þess.” Eg leit þýðingarmiklu augnaráði til Krugers. Maðurinn skildi við hvað eg átti. “Eg kem bráðum aftur,” sagði hann við Ernest, hneigði sig lítillega fyrir mér, en kvaddi Ernest vanalegri kveðju og fór. Ernest hafði tekið upp litla skrifbók, og var að skrifa eitthvað í hana. “Hverjum ertu að skrifa?” spurði eg. Hann flýtti sér að svara spurningunni, og sagðist vera að skrifa heim. Einhvern veginn fanst mér að hann væri ekki að segja mér sannleikann. En svo fyr- irvarð eg mig með sjálfri mér fyrir þessa hug-sun. Var það líklegt að Ernest væri að Ijúga? “Elskan mín,” sagði eg, “læknirinn segir að þér sé að batna. Bráðum kemur værið, og Jiá getur þú komið út í lystigarð- inn, og kannske leikið við og haft ofan af fyrir Marju litlu.” “Þú ert engill,” sagði Ernest og kvsti mig, og var nú sami ástríki elskandinn og hann var þegar við giftumst. “Eg kemst við inn að instu hjartarótum við að sjá þig þurfa að vinna baki brotnu, en eg ligg fyrir alla daga, eins og landeyða,” sagði hann. “ Þú ferð nú bráðum að geta unnið,” sagði eg glöð í bragði. “Svo þetta tekur nú enda innan skamms.” En með sjálfri mér var eg ekki glöð; dr. Philips hafði ekkert sagt við mig, sem benti til J>ess, að Ernest væri að batna, og þetta sama kveld, þegar hann kom til að aðgæta um líðan hans, gerði hann sér eitthvað til erindis fram í eldhús, benti mér ,svo að koma og sagði mér, að hann fyndi lítil báta- merki á Ernest. “Og J)ó,” sagði læknirinn, “get eg ekki fundið að neitt alvarlegt eða hættulegt sé að honum, heldur hitt, að það er ekki sá bati, sem eg bjóst við.” “Hvað heldur þú þá að sé að honum?” “Eg held hugsýki, mikið fremur en nokkur líkamleg veikindi. Hann hefir feng- ið það högg við fráfall bróður síns, sem hefir sett hann allan úr lagi, haft þau áhrif á geðsmuni hans, að nú eru farin að láta á sér bera hjá honum viss tilfinningamál, sem áður lágu í þagnarþey, oftastnær. Það er helzt svo að skilja, að hann langi eða þrái að komast heim til átthaga sinna. Eru ekki aðstandendur hans þar?,> “Jú, hann á þar föður og stjúpmóður. ” “Jæja, það er þá ástæðan. Eg er þess fullviss, að ef hann kæmist heim til átthag- anna, mundi honum batna til fullnustu.” “En ef ekki það?” “Þá get eg ekkert um afturbata fullyrt. Geðsmunabilun er torvelt mjög að lækna. Ef J)ú hefir nokkur ráð, væri bústaðaskiftin reynandi.” Læknirinn fór. Fara til Þýzkalands? Hvernig mundi eg kunna við mig þar? Síð'an rann upp fyrir hugskotssjónum mínum all, sem eg vissi um þetta fjarlæga land, sem eg hafði séð aðeins á myndabréf- um — dularfullir æfintýrakastalar á bökkum J)jóðsagnafljótanna, töfraþrungnir undra- skógar, gínandi og gómsætir ávextir! Heim- kynni söngs og sögu! Ættland þessa góða íolks í Vínarsalnum, og nágrannanna, sem höfðu verið mér svo góðir. Jú, það mundi mér líka. En svo kom fráhvarfið. Að hugsa til að yfirgefa ættjörð mína? Það mundi reyn- ast nokkuð líkt og yfirgefa föður og móður. Nei! En ekker*t væri við það að athuga að fara þangað snöggva ferð, en mér fanst eg ekki geta hugsað til að eiga að setjast J)ar að; svo voru engir peningar til fararinnar. Nauðug varð eg samt að gera mér grein fyrir því, að fólk Ernests mundi senda far- gjald, ef til kæmi. Nei! Samt vildi eg neita; það var ekk- ert ómögulegt að Dr. Philips liefði skjátlast. Mundi ekki betra að bíða við og sjá hvernig alt gengi, áður en lagt væri út í slíka um- byltingu ? Nú liðu nokkrar vikur. Ernest var tóm- látur og utan við sig þegar eg kom heim; var þó oft að skrifa eitthvað í skrifbók sína, en faldi það svo fyrir mér, og eg vildi ekki spyrja út 1 það; en einn morgun, þegar eg var kominn á stað í vinnuna, gekk húsmóð- irin í veg fyrir mig. Hún var ensk, á henni meykerlingarbragur, óaðgengileg, og mér hafði altaf J)ótt hún leiðinleg. “Mrs. Sohmidt,” sagði hún heldur ómjúkt og án alls formála, “það má nú virð ast sem eg sé að skifta mér af því, sem mér kemur ekki við, en mér finst eg mega til með að gera þér- aðvart um hvað fram fer á heimili þínu, þegar þú ert fjarverandi.” Mig rak í rogastanz. “Við hvað áttu?” “Eg á við það, að þar er farið að safn- ast saman fólk, athugavert mjög og einkenni- legt, og þangað kemur líka altaf stúlka, sem sækir eftir manninum þínum.” “Eg skil ekkert í þessu—” Öðru svari fékk eg ekki upp komið, en svo flaug mér í hug hvort hún væri að segja mér þetta af því henni gengi ilt til.’ “Eg vildi að við gætum látið það heita svo, að þetta væri alt hugarburður og mis- skilningur hjá mér,” sagði hún svo, í mild- ari róm. “En það' er ekki. Bg veit fullvel hversu hörð lífskjör þín eru nú, og eg hefi óumra;ðilega óbeit á að horfa upp á að heim- ilislíf J)itt sé eyðilagt.” Hún virtist svo einlæg, að ekki var hægt að rengja hana. Kvíðinn gagntók mig. “Segðu mér alt, sem þú veizt,” sagði eg við hana. “Jæja, Mrs. Sohmidt, það er þá þetta. Mr. Schmidt er heimsóttur af mönnum, sem eru glæfralegir útlits. Eg hefi heyrt þá tala saman á þýzku, en óðara en þeir heyra mig koma upp stigann, lækka þeir róminn, svo þá verður hljóðskraf. Fyrir svo sem tveimur vikum síðan tók stúlka éin að venja komur sínar hingað með þeim. Hún er á- sjáleg, en hefir eitthvað við sig, sem mér ekki líkar. Hún er hálfglæfraleg, eins og karlmennirnir. Hún er útlend. Hún hefir síðan þrásækilega komið einsömul og reglu- lega, ætíð þrisvar eða fjórum sinnum í viku, rétt eftir miðjan dag, því þá veit hún, að l>ú ert ekki heima.” Eg varð sem steini lostin. “Þú verður að berjast gegn þessu at- hæfi, Mrs. Schmidt,” sagði húsmóðirin enn- fremur. “Maður þinn er ekki búinn að vera að samvistum við stúlku þessa nema örstutt- an tíma, svo það getur ekki verið orðið mjög alvarlegt enn. — Reyndu að komast eftir hvernig alt er.” Þó eg væri hálfveik orðin, gat mér ekki annað en fundist til um hve manni skjátlast oft í að skilja fólk og manngildi þess rétt. Eg hafði haft andúð og ótrú á þessari konu, en nú reyndist hún mér sannarlega vinur í raun. “Þakka þér fyrir, ” stundi eg upp. “Það er ekkert að þakka, Mrs. Schmidt. Eg ætlast ekki til þakklætis frá þeim, sem mér falla í geð. Um að gera að berjast gegn þessu. Mundu J>að,” sagði hún. Eg gekk nú út úr húsinu, og og reyndi að stilla grát minn, svo tárin blinduðu mig Þegar eg byrjaði á vinnunni var eg svo aum, að konan, sem eg vann hjá, hélt að eg væri veik. “Það er bezt að þú vinnir ekkert í dag; skildu bara Marju litlu eftir hjá mér. Eg ,skal ga*ta hennar.” Marja hafði verið hjá henni nóttina áður, en eg heima. Meira ósjálfrátt en það væri sjálfrátt, gerði eg eins og hún sagði. Eg hafði fáta- skifti, og fór. Eg gekk og gekk, ekki veit eg hvað lengi, og braut heilann um þetta nýja tilfelli. Mér fanst lítt mögulegt að Ernest breytti þannig gagnvart mér; og þó var eg J>ess fullviss, að húsmóðirin fór ekki með lýgi. Eg aðgæt'ti tímann; klukkan var rúm- lega eitt. “Komstu eftir hvernig alt er, ” hat'ði húsmóðirin sagt við mig. Það var það sem eg átti að gera; hefja rannsókn. Eg ráfaði nú heimleiðis, ekki af því, að eg færi viljug, heldur vegna hins, að J>að var eins og eitthvert ósýnilegt afl væri að knýja mig áfram. Miklu heldur hefði eg kosið að . æða eitthvað út í buskann og gráta þar út, — gráta .þar til eg yrði svo úrvinda, að sorgin sefaðist. En }>að var sem eg væri knúð áfram og inn í húsið, upp stigann og að dyrunum. Eg lauk þeim upp. Inni í herberginu heyrðist mér helzt vera verið að færa eitthvað' fram og aftur. Þegar eg kom inn úr dyrunum, sá eg stúlku standa nálægt rúminu, sem Ernest lá í, og starði hún á mig. Það gerði Ernest einnig, en úr augum hans lýsti sér ótti mikill; liann náfölnaði. Eg' stóð grafkyr. Oft áður hafði mig undrað livað væri hægt að segja undir samskonar kringum- sta*ðum og þessum. Eg horfðist í augu við stúlkuna undanlátslaust og sagði: “Hver ert þú?” “Eg hei:ti Helen Gluck.” Þá varð vandræðaþögn fyrir mér. En húsmóðirin hafði ráðlagt mér að berjast gegn þessu athæfi. Hn hvaða aðferð átti eg að hafa til þess? Loksins sneri eg mér að Ernest. “Nú, þú hefir aldrei minstí neitt á hana við mig.” “Helen er ein af gestvinum mínum, — hefir af góðsemi sinni oft komið að heim- sa'kja mig. ” En á meðan á þessu stóð, sá eg að Helen var að reyna að gera sér fulla grein fyrir mér. Eg vissi að hún mundi vera að athuga um hvers eða hve mikils eg hefði orðið vísari. Hún var lagleg, vel vaxin og gjörfileg; en þrátit fyrir það fanst mér hún mundi vera eigingjörn og tilfinningalaus. Hún var varaþunn og augun köld. Þessi kuldalega rannsókn hennar á mér fylti mig' gremju. Án þess að hugsa út í hvað eg talaði, sagði eg. “Hvað hefir þú að segja?” og var ærið stutt í spuna. “Hvað vilt þú að eg segi?” svaraði hún svo óbifanleg, að eg varð hissa. “.Því ekki að segja sannleikann ? ” anz- aði eg kuldalega. “Eg hirði ekki að segja þér sannleik- ann.” Þá sagði eg: “Því ekki það?” Nú glotti hún ósvífnislega. Ernest komst nú með veikum burðum upp úr rúm- inu. “1 öllum bænum!” sagði hann í biðj- andi róm. “Þetta er milli mín og konu þinnar,” sagði Helen einbeitt. “Það er bezt að hún fái að' vita það sem hún vill.” Nú kom hún framan að mér. “Mrs. Sohmidt, mér er maðurinn þinn mjög geðfeldur. Mér fellur vel við hann af því hann kemur vel fvrir, og er í öllu algerlega Þjóðverji. Eg er líka þýzk og vel þýzksinnuð. Við erum bæði þátttakendur í vissri stefnu í flokksmáli hér. Við höfum bæði sömu hugsjón. Við eigum saman. Hverju hefir þú nú til að svara?” Mér varð orðfall. Aldrei á æfi minni hafði eg mætt mannveru líkri þessari; eg hefði aldrei lialdið að nokkur kvenmaður ga*ti verið svona miskunnarlaus. “Farðu — Helen — farðu —” Nú var það Ernest sem talaði. Hann sat í stól og var þungt um andardrátt. Svo hækkaði hann róminn og sagði í annað sinn. ‘ ‘ Farðu — Helen — Eg vil að þú farir — nú strax!” “Jæja, þá það,” sagði hún með miklum fyrirlitningarsvip, og tók hatt sinn. “Reyndu að komast til ráðs við hana. Það má eins gera það nú, eins og að vera að geyma það.” Hún gekk út. Bg heyrði hana ganga rösklega og með léttu fótataki ofan stigann. Óðar og eg heyrði útidyrahurðina lokast á eftir henni, hné eg ofan í rúmið og grét. Ernest komst einhvernveginn yfir um til mín. “Lilja, í öllum bænum — vertu ekki að gráta — það var ekkert. Helen hefir engan tilgang með þessu — hún er bara mál- kunningi — eins og hitt fólkið. Eg ann engri annari en þér.” En tárin hættu ekki að streyma. Ernest tók utan um mig. “Eg elska þig, góða — þú mátt trúa því.” Eg fékk mig ekki til að rengja orð hans, né efast um einlægni hans; reyndi eg nú að stilla mig eftir megni. “Segðu mér þá hvernig í öllu þessu liggur. Hvaðan er stúlka þessi ? Og í hvaða afstöðu eruð þið hvor't við annað?” “Það er ekki annað en þétta: Vinir mínir koma til mín. Þeir eru þýzkir eins og eg, og liafa því sömu áhugamál. Við viljum viðreisn Þýzkalands, byggja það upp að nýju undir handleiðslú þeirra, sem gera }>að voldugt eins og það áður var. Hér í Chi- cago eru margir Þjóðverjar, sem styrkja og taka þátt í þessari stefnu — þeir tilkynna hverri flokksdeildinni eftir aðra alt nýtt, sem skeður í þessa átt, bæta við og skipu- leggja nýja flokka, afla meðlima og reyna að vinna fylgileiðtoganum, sem nú er að berjast áfram til sigurs í heimalandinu. Mest, af þessu verður að gerast í kyrþey, þess- vegna hafa verið nokkrir málfundir haldnir hér. Helen er bara ein af þeim, sem að þessu vinna. Stundum hefir hún komið með hinum, stundum ein. 1 raun og veru er ekk- ert annað okkar á milli, hvað svo sem hún segir. Helen er sérvitur hvað ástamál snert- ir, en lilustaðu ekki á hvað hún segir.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.