Lögberg - 08.08.1940, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.08.1940, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. AGÚST, 1940 5 það varð ekki ein báran stök. Ofan á harðindi og harðæri bætt- ist hið voðalega eldgos úr Mýr- dalsjökli 1755, sein eyddi bygð- uni og ba“juin, svo að menn og skepnur féllu í hrönnum. Eitt hið mesta eldgos úr Heklu, sem niönnum er kunnugt uin, kom 11 árum síðar; fylgdi því svipuð eyðilegging; og að 17 árum liðn- um þriðja og síðasta eldgosið, Skaftáreldarnir. Var það hið ógurlegasta eldgos, sem sögur fara af á íslandi. Eldflóðið æddi fram og fylti vötn og bygðir nieð logandi hraunleðju, ösku og brennisteini rigndi; ógurlegir brestir, þrumur og jarðskjálftar fylgdu eldinum. Búpeningur og fénaður féll í hundruðum þús- unda tali og svo gengu móðu- harðindin nærri þjóðinni að tæp 40 þúsund manns komust lífs af. Það tók eldfjöllin á íslandi að bræða svo hugi Dana, að þeir sendu íslendingum ríflega hjálp og voru meira að segja að hugsa um að flytja íslendinga til Dan- merkur eftir eldgosin, en sú hug- niynd hjaðnaði. Enda hefðu ís- lendingar aldrei tekið það í mál. Þeir unnu landinu og áttu það. Þau mannaspor, sem þar hafa verið gengin, hafa verið troðin af íslendingum einum. Þetta einkennilega land frosta, funa og fegurðartöfra, hefir mótað í sína mynd, skapgerð og eðli þjóðarinnar. Landið hefir brent niynd sína inn í huga og hjörtu harna sinna svo fasta, að þeir, sem hafa alist upp á fslandi, una sér illa í öðrum löndum. Þetta forna land hefir geymt, og geymt vel, tungu og andlegan auð harna sinna. Sú auðlegð var svarið, sem 19. öldin gaf hörmungum 18. aldar- innar. Þjóðin reis upp úr rúst- um eldsins eins og ung í annað sinn. Risavaxið andlegt lif 19. aldarinnar stendur jafnhliða gullaldartímabili fornskáldanna. h'ram úr rökkri inóðuharðind- anna ganga hugprúðir menn, sem gerðust lífverðir þjóðarinn- ar eftir aldamótin 1800. Bjarni Thorarensen fæddist ofan í móðuharðindin 1786. Er það engu líkara en að neisti eld- fjallanna hafi snert sálu hans. þessi stórgáfaði og stórhuga ungi maður hefur upp raustina, rétt eftir aldamótin og byrjar þa strax að blása anda og eldi í nasir þjóðarinnar, með kvæðum sínum. Hetjuháttur og rómantík fornaldar skáldanna endur- hljóma í kvæðum hans, enda tók hann höndum saman við forn- öldina í málstyrk og fornyrða- laginu. Þessi forsöngvari 19. aldarinnar spenti strengi hörpu sinnar um fjallatinda íslands og hnúði þá með slíkum krafti að landið tók fjörkippi og þjóðin fór aftur að sjá til sólar, því Hjarni setti sér það markmið að hveða hugrekki í menn, gagn- vart þeim öflum, sem höfðu leikið þjóðina harðast. “Fjör henni oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll sýni oss torsóttum gæðum að ná.’’ Eldur og ís eru Hjarna ðþrjótandi yrkisefni. Af- stöðu hans gegn danska einok- unarvaldinu og umboðsmönnum þess skýra þessar vísuhendingar ótvírætt: ‘Konungsþrælar íslenzkir aldregi voru, enn síður skrilsþrælar lyndi með tvenn.” Kjarni lék aldrei tveiin skjöld- Uni nieð skoðanir sínar og ást Kl íslands, til þess var hann of U'eitur hugsjónamaður. Tómas ^mundsson og aðrir Fjölnis- uienn bætast i hópinn ineð sín- um eggjandi samanburði viðj f°rnöldina. Jónas Halgrimsson, f®ddur 1807, tekur í sama streng °g Kjarni. Jónas, þetta yndisega skálB ættjarðarástar, frelsishug- s.lona, fagurfræði og vísinda sýn- lr með mál'fegurð sinni og ríin- suild, auð og fegurð íslenzkrar fl|ngu, Qg endurreisn fslands 'ar hugsjón hans og hjartans juúl. llni það bil sem fegurstu v*ði Jónasar flugu á vængjum vindanna út til íslands var ung- ur maður að stunda nám við háskólann í Kaupmannahöfn. I^agði hann sérstaka stund á málfræði, en hugur hans hneigð- ist meira og meira að sögu ís- lands og bókmentum. Eftir að Jón Sigurðsson hafði lesið og aflað sér víðtækrar þekkingar á högum lands og þjóðar að fornu og nýju, lesið sögu landsins með djúpvitrum skilningi þess manns, s'em allra manna bezt skildi skapgerð og eðli þjóðarinnar, þekti kosti hennar og galla, sigra og ósigra. Eftir þann lærdóm og lestur, ákvað Jón Sigurðsson lífsstarf sitt. Æfisaga þessa mikilmennis er frelsis og fram- fara saga íslendinga, menningar- saga þjóðarinnar á síðastliðnum 100 árum, því svo stóðu ráð hans djúpt að fram til þessa dags hafa áhrif hans leitt þjóð- ina við hönd sér. Fyrir atorku og áhrif Jóns Sigurðssonar, fékk Iandið algert verzlunarfrelsi 1854. Hefir þá Skúla landfógeta orðið rórra í gröfinni. — Frelsis- hreyfingarnar í Evrópu um þetta skeið, komu líka við í Danmörku svo Friðrik 7. gaf þegnum sin- um þá stjórnarbót, að afsala sér einveldinu 1848. íslenzka þjóð- in fagnaði fengnu frelsi. En Jón Sigurðsson gerði^ sér ekki að góðu hálfan hleif, þegar um sjálfstæðismál íslendinga var að ræða. Hann hélt því fram, að u mleið og konungur afsalaði sér einveldinu, væru aftur gild hin fornu lög og landsréttindi, er þjóðin hafði áskilið sér í Gamla sáttmála; vildi Jón Sig- urðsson að þjóðin ætti við kon- ung sinn einan um sérmál fs- lands; mótmælti hann afskiftum Dana og danska ríkisþingsins i innanlandsmálum. Eins og öll- um er kunnugt, stóð styr um þau mál um langa hríð. Þegar Kristján 9„ sem var Jslendingum mildur konungur, gaf. fslandi stjórnarskrána 1874, fullnægði hún alls ekki kröfum Jóns Sig- urðssonar. Eftir dauða hans tóku aðrir upp vopnin, og eftir langa sókn og harða fékk ísland loksins fullveldi sitt með kon- ungssambandi við Danmörku 1918. Auk stjórnmálanna létu1 menn og konur 19. aldarinnar hendur standa fram úr ermum á svo margvislegan hátt, að tími gefst ekki hér, til að telja það fram. Uppfræðslu- og mentamál tóku risavöxnum framförum. Eins og með fleira, sem þjóðinni varð til heilla og heiðurs, átti Jón Sigurðsson frumkvæðan þátt í skólamálunum. Það voru stofn- settir: prestaskóli, gagnfræða- skólar, kvennaskólar, búnaðar- skólar og barnaskólar, svo upp- fræðsla og mentun varð almenn. Hin undirstöðugóða sveitamenn- ing hafði til þessa séð mest- megnis um uppfræðslu æskunn- ar, og undarlega holl reyndust þau áhrif þjóðinni. Framfara- málin voru rædd í blöðum og tímaritum og menn loguðu af eldlegum áhuga. Stórskátdið Matthías Jochumsson hækkaði hvelfingar isenzku kirkjunnar með sínum ljóselska innblásna anda og lífrænu trúarstefnu. Hann, ásamt öðrum skáldum og andans mönnum 19. aldarinnar afhenti 20. öldinni miklar auð- ilegðir og um leið þá andlegu ábyrgð, að halda list listanna, skáldskapnum, og andlegri heil- brigði þjóðarinnar i horfinu. Og hver efast um, að sú þjóð gæti ekki vel sinna andlegu erfða, sem er að vígja háskóla sinn, æðstu mentastofnun landsins, þegar flest önnur lönd Evrópu logaí af eldi eyðileggingar og vígaferla. Hver efast um, sem þekkir sögu fslands og eðli ís- lendinga, að öllu sé óhætt í hönd- uin þjóðarinnar, sem byggir ís- land. Þau Grettistök, sem þjóð- in hefir lyft á þessari öld, eiga hvergi sinn líka, eftir höfðatölu, þó víða verði leitað. Vestur-fs- lendingum er vel kunnugt um framfara- og athafnalíf heima- þjóðarinnar, á öllum sviðum. Á síðastliðnum árum hafa komið hingað, sem gestir, menn að heiman, er hafa gefið greinilegt yfirlit yfir framkvæmdalífið heima fyrir. Auk þess hafa Vestur-íslendingar, í ræðum og riti, frætt fólk um hvað er að ske á íslandi. Skáldskapur, bók- mentit-, lærdómur og vísindi lifa blómalifi. Listamenn, á öllum sviðum, þróast og þroskast i þjóðlifinu. Skólar og inenta- stofnanir hafa verið reist viða um land, sum forn höfuðból þannig endurreist, og er það vel við eigandi að í þeim skólum eru þjóðleg fræði kend, bæði á andlegum og verklegum sviðum. fslendingar sigla skipum sinum um veraldarhöfin og verzla um allar álfur. Raforkan gefur landinu ljós og hita, því jötun- magn fossanna er orðið að þjón- ustubúnum öndum, sem beita kröftum sínum i þarfir vinnu- vísinda. Síminn og útvarpið lætur menn tala tungum \iða um (Framh. á bls. 8) ALÞJÖÐLEGT FRAMTAL ÞARFNAST ALÞJÓÐAR SKRÁSETNINGAR CANADA SKORAR A alla borgara sína, án tillits til þjóðernis, karla sem konur, yfir 16 ára aldur, að láta skrásetja sig dagana 19., 20. T)g 21. ágúst. Skrásetningarstofur verða opnar frá kl. 8 f. h. til kl. 9. e. h. Tilgangur skrásetningarinnar er sá, að fá fullkomið yfirlit yfir mannafla þjóðarinnar, svo unt sé að beita honum til fylztu landvarnar, sem og til sigurvænlegrar sóknar stríðsins. Hér eru spurningar, sem þér verðið að svara. Spjaldið, sem konur nota verður líkt þessu, með áskildum nokkrum nauðsynlegum breytingum. Kvnnið yður spurningarnar vandlega strax, svo auðveldara verði að svara þeim á skrásetningarskrifstofunni. SKRÁSETNINGARDAGAR s—19. 20. og 21. ÁG0ST Date ot Registration 1940 Electoral DlSTRICT Day No. . POLLING DlVISION No. Name, if any ..Card No. 1. Sumame.. ....Given Names . (Print in block letters) 2. Permanent Postal Address (if away from usual residence when filling in card give name of usual residence) Street and Number Rural Route and Poat Office Town or City 3. Age last birthday... Date of birth.. Year Month Day 4. Conjugal conditions: Single........Married...............Widowcd..............Divorced............... 5. Of what dependents (if any) are you the sole support:— (a) Father..............(b) Mother..............(c) Wife.............(d) Number of children under 16 years................(e) Number of other dependents...................(f) Do you contribute partial support to any one..............................................j...................... 6. Country í (a) Yourself..............................................................Place......:....................... birth ) (^) Yourfather............................................................Place....v......................... y (c) Your mother.........................................................Place.............................. 7. Nationality or country of allegiance:—Ðritish subject (a) by birth?.................................................... (b) by naturalization?.........................(c) Forcign citizen?......................v...(d) If naturalizcd, in what year?.............................(e) In what place?........................................(f) If not Ðritish subject, to what country do you owe allegiance?..................................................................... (g) If an immigrant, in what year did you enter Canada?............................................................. 8. Racial origin.................................................. 9. Language or languages: (a) Do you speak English?........^^.^............(b) French?....................... (c) What other language can you speak, read and write?.................................................. 10. Education: (a) Primary only....................(b) Primary and Secondary....................(c) Vocational Training (Business College, Technical High School).., (d) College or University Dcgree?................ 11. Is your general health (a) good?..............,(b) fair?..—..........(c) bad?...... deaf, dumb, crippled or otherwise physically disabled, state nature of disability .. ..... 12. If blind, If permanently disabled, are you in receipt of ð þension?......................In respect of War Service?.................Workmen’s Compensation?................Old Age or Ðlind?............... Other? (Specify)...............„................................................................ 13. Class of occupation: (a) Are you an employer of labour other than domestic?........-.................. If so, state business.........................................(b) Are you working on own account, but not cmploying labour?.............If so, state business....................................... (c) Are you an employee? (1) working at usual occupation.................(2) working at other than usual occupation................(3) unemployed................. (d) Not working because pensioner, dependent, retired, independent means.............................................................. (Spccify) 14. Occupation or Craft:— (a) Present occupation? .................................................. (b) What is your regular occupation?....................................... (c) What other work can yoij do well?...................................... (d) If an employee, who is your present employer? Name............................................... Address...................................................... Nature of business where employed? (state preciscly) ............................................................................... (e) If experienced in a skillcd industrial occupation or profession, describe specifically the type or types of work in which you are specially cquipped by training orexperience.............................. 15. Unemployment: (a) How many weeks did you work in the past 12 months?........................ (b) If out of work now, state numbcr of weeks since last employcd in any occupation other than work performed in retum for direct relicf........................(c) Are you totally incapacitated for employment?........................................................................... 16. (al) Were you brought up on a farm?......................(a2) Until what age?................(bl) Have you worked on a farm?..............(b2) How long...............(b3) In what province or country............... (cl) Can you handle horses?................(c2) Drive a tractor?................(c3)Usc farm machinery? ............. (c4) Can you milk?................(c5) Are you able to do other farm work?.................. 17. Is there any particular occupation in which you would like to be specially trained?.. 18. Defence Services: (1) Have you previously served in any Naval, Military or Air Forces?.. If so, state: (a) Forces of what country....................................... (b) Approximatc dates between which services performed......................... (c) Unit...................................«...(d) Rank held......................................(2) If retired or discharged, give reasons therefor............................_................................................... (3) Have you bcen rejected for military service in the present war?.................................................... (a) Why?..............................................(b) Where?............................................1...... Þetta er yÖar tækifæri til hjálpar sókninni. Til þess að skrásetning-arkostnaðurinn verði sem minstur, leitar stjórnin samvinnu allra góðra borgara í sambandi við skrásetninguna sem sjálfboða. Þér getið hjálpað með því að setja yður í samband við skrásetningarstjóra, og bjóða liðveizlu yðar. SKRASETNINGARSTAÐIR Skrásetningarstaðir verða opnaðir í kjördeildum á sama hátt og í síðustu sambandskosningum. Skrásetjendur láta skrásetja sig á venjulegum kjörstöðum i kjördæmi sínu. En sé skrásetjandi stadd- ur í öðru fylki eða umdæmi skrásetningardagana, getur hann eða hún látið skrásetja sig á næsta skrásetning- arstað að gefnum fullnægjandi upplýsingum til skrá- setjara þar á staðnum. Skrásetningar skírteini yðar Öllum þeim persónum, sem svarað liafa á full- nægjandi hátt öllum spurningum, verður fengið skrásetningarspjald hjá skrásetningarumboðsmanni. Þetta er smátt spjald, sem allir verða að bera á sér á öllum tímum. Refsingar fyrir að skrásetjast ekki — Þeir eða þær, sem vanrækja að láta skrásetja sig, gitt eða ógift fólk yfir 16 ára aldur, geta sætt fésektum alt að tvöhundruð dölum, eða alt að þriggja mánaða fangavist, eða bæði tésekt og fangavist, og jafnframt aukasekt, alt að tíu dollurum fyrir hvern dag, sem liðinn er trá hinum akveðnu skrásetningardögum meðan hann eða hún enn gengu óskrásett. Gefið út að tilskipan HON. JAMES G. GARDINER Minister of Nntional War Services

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.