Lögberg - 08.08.1940, Blaðsíða 7
LOGBERG, FIMTUDAGINN 8. ÁGÚST, 1940
7
Wináton
Churchill
Winston Leonard Spencer
C.hurchill er mikilúðlegasti og
skeleggasti maður, sem nú fæst
við opinber mál í Bretlandi. Árið
1929 tók hann sér 10 ára hvíld frá
ráðfterrastörfum, eftrr fádæina
stórfenglegan stjórnmálastarfs-
feril. En þegar Evrópustyrjöld-
in braust út haustið 1939,
krafðist brezka þjóðin þess, að
Churchill tæki sæti í ríkisstjórn-
inni. Hann varð þá flotamála-
ráðherra, eins og . hann hafði
verið 1914. En nú er hann, eins
og allir vita, forsætisráðherra
Oreta, og tók hann ekki alls fyrir
löngu við því starfi af Neville
Chamberlain.
Það iná svo að orði kveða, að
þrumuský hafi grúft yfir
Churchill, frá því að hann var
barn að aldri. Hann er fæddur
árið 1874, i Blenheim kastala.
Paðir hans var Randolph
iávarður, sem kominn var af
Marlboroughunum. En móðir
Winston S. Churchills var ame-
rísk, dóttir Leonard W. Jeromes,
sem var mjög kunnur maður í
New York á 7. tug 19. aldar og
nieðeigandi stórblaðsins The
New York Times. Var frú
Churchill frábærlega fögur og
atkvæðamikil kona.
f skóla dáðist Churchill hinn
nngi mest að dirfsku og hreysti,
en honum leiddist latína, gríska
°g stærðfræði. Hann. var neðst-
Ur allra bekkjarbræðra sinna í
Harrow. Faðir hans stakk loks
uPp á þvi, að strákur lærði
hernaðarfra'ði, af því að hann
vantreysti honum til alls annars.
l*risvar féll Churchill á inntöku-
Prófi upp í Sandhurst-liðsfor-
ingjaskólann, en loks stóðst
hann þó prófið.
Að loknu námi á Iiðsforingja-
skólanum var Churchill settur í
nýtízku stórskotaliðssveit. En
honum tókst brátt að afla sér
°rlofs þaðan, og fór hann þá til
Kúba, til þess að kynnast upp-
reisninni þar, en hún leiddi til
spamsk-amerísku styrjaldarinn-
ar- Churchill hafði að vísu sam-
l>ð með Kúba-mönnum, en barð-
’st þó gegn þeim með Spánverj-
uni. Á 21. afmælisdegi sínum
þlaut hann sína fyrstu eldskírn
i orustu. En þegar hann sneri
þeim til Englands, hafði hann
þlotið heiðursmerki fyrir vask-
'ega framgöngu. Tveim næstu
sefiárum sínum eyddi hann á-
samt herdeild sinni austur í Ind-
|andi. Þar varð hann liðsfor-
lngi og rataði i mannraunir, en
Serðist jafnframt fréttaritari
^laðs eins.
f Indlandi uppgötvaði Church-
111 það, að mentun hans var mjög
ábótavant. Tók hann þvi það
rað, að lesa góðar bækur á
kvöldin, þegar hinir brezku liðs-
foringjar sátu að drykkju. Las
^ann nú vandlega öli meiri hátt-
ar ritverk, sem hann náði í, f
^lato til Gibbons, og tók jaf
^ramt að temja sér ritsnil
^'ta nú fáir betur ensku i
hann. Þegar hann kom hei
J1’ Englands úr Indlandsförim
nngðist hann að hefja skólaná
1 Oxford, en til þess var hai
Pá orðinn of gamall.
Hkki hélt Churchill lengi kyr
fyrir í Englandi að þessu sim
Aður en varir er hann komii
trl Afríku, í leiðangri Kitchene
ipp eftir anni Nil. Þar gerast
^sir atburðir. Sjálfum farast
°num þannig orð um einn
þeirra:
_ Einu sinni enn var eg staddur
u ^essari nöturlegu eyðimörku.
esturinn minn var á brokki.
er fanst eins og alt í kringum
J111^ væru förumunkar, sem
P 111111 til og frá. Beint fyrir
r*inian mig sá eg, hvar maður
s°kkur fleygði sér til jarðar. Eg
j9 bIika a íbjúgt sverð hans, um
t?'ð hann dró það úr slíðrum
bess að slæma því á hásinar
estsins mins. Mér tókst að
lkía hestinum til hliðar, og i
sama vetfangi laut eg áfram og
sendi manninum tvö skot á ná-
lega þriggja álna færi. Um leið
og eg rétti mig upp í hnakknum,
sá eg annan mann beint fyrir
framan mig, og hafði sá sverð
á lofti. Eg þreif nú upp skamm-
byssu mína og hleypti af. Svo
nál'wgt méq var hann, að byssu-
hlaupið snerti hann. Bæði mað-
urinn og sverðið féllu til jarðar.
Eg reið nú aftur af stað og
skygndist í kringum mig.”
Churchill skrifaði bók um
þessa Nilarherferð, og nefnist
hún á ensku The River War.
Hún er frumheimild um atburði
þá, er þarna gerðust. Skömmu
seinna ytirgaf Churchill herinn
og hélt heim til Englands. Árið
eftir er hann enn kominn til
Afriku og er þá stríðsfréttarit-
ari blaðsins Morning Post í
London. Þann 15. nóv. 1899
tóku Búar hann til fanga. Eftir
djarflegan flótta úr fangabúð-
um þeirra komst hann heilu og
höldnu til Englands, og var hon-
um fagnað þar sem þjóðhetju.
Árið 1901 komst hann á þing,
sem fulltrúi íhaldsmanna. Var
hann þá 27 ára gamall. Síðan
hefir hann helgað stjórnmálum
starfskrafta sína, nema þegar
hann hefir gefið sér tóm til að
ferðast um og flytja fyrirlestra,
mála vatnslitamyndir og lesa
hernaðarfra'ði. í tómstundum
sínum lrá stjórnmálunum hefir
hann einnig samið 19. bækur.
Þegar Churchill tók að fást við
stjórnmál, uppgötvaði hann i
fyrsta sinn, að sig mundi skorta
fé. Áður hafði hann aldrei
hugsað um peninga. Til þess að
afla fjárins, fór hann í fyrir-
lestraferðir, og á þeim græddi
hann á 5 mánuðum fúlgu, sem
nema mundi 50,000 dollurum!
Þrisvar hefir Churchill skift
um flokka í pólitikinni. Er slíkt
atferli ekki heiglum hent, enda
bakaði það honum um skeið
ærna fyrirlitningu rneðal brezkra
stjónmálamanna. En Chuchill
þoldi slíkt. Eftir að hann var
orðinn þinginaður, gerðist hann
brátt hækkandi stjarna. Árið
1911 dubbaði Asquith hann upp
í það, 37 ára gamlan, að verða
flotamálaráðherra. Árangurinn
urðu ýmsar mikilvægar umbætur
á búnaði brezka herskipaflotans,
sem leiddu til þess, að hann
reyndist ágætlega, er heims-
styrjöldin skall á, 1914.
Þegar hin prýðilega skipu-
Iagða sókn Churchills í Dardan-
elleasundi mishepnaðist, lét
hann af ráðherraembætti í hálf-
gerðrj ónáð, enda þótt ósigurinn
væri ekki honum að kenna. Hélt
Churchill nú til Frakklands og
gerðist fótgönguliðsforingi í
heimsstyrjöldinni. En Lloyd
George kallaði hann heim aftur
1917 og gerði hann að hergagna-
ráðherra. Síðan varð hann her-
málaráðherra, flugmálaráðherra
og nýlendumálaráðherra. Lét
hann um þessar mundir mörg
stórlega mikilvæg málefni til sín
taka. M. a. miðlaði hann þá
niálum í frlandsdeilunni, fékk
Bandamenn til að skerast í leik-
inn austur í Rússlandi o. s. frv.
Árið 1924 varð Churchill fjár-
málaráðherra Breta. Þetta var
þá orðið úr piltinum, sem ekki
hafði getað lært reikning! Fjár-
málaráðherraembættinu gegndi
hann til 1929, en tók sér þá 10
ára hvíld frá ráðherrastörfum,
eins og áður er getið.
Þessa hvíld notaði Churchill til
þess að skrifa bækur auk þess,
sem hann að sjálfsögðu gegndi
þingmensku eftir sem áður.
Jafnskjótt og Hitler komst til
valda í Þýzkalandi, tók Churchill
að þruma gegn honum í enska
þinginu. í upphefð Hitlers
skynjaði hann, lengi vel einn
brezkra stjórnmálamanna, yfir-
vofandi hættu. Um 6 ára skeið
prédikaði hann og skrifaði næst-
um daglega um þessa hættu, sem
Bretum og heimsfriðnum stafaði
af uppgangi nazista og endur-
vopnun þýzku þjóðarinnar.
Lengi vel daufheyrðust menn
við aðvörunum Churchills. Þar
kom þó, að ýmsir tóku að hlusta
á röksemdir hans. Og þegar
Evrópustyrjöldin braust út sið-
astliðið haust, þótti Churchill
sjálfkjörinn í herstjórnina. Varð
hann þá flotamálaráðherra.
Winston Churchill er nú 66
ára gamall, en sýnist þó 10 árum
yngri. Á kinnar hans slær barns-
legum roða. Hann er þrekvax-
inn maður og höfuðstór. Allra
manna er hann bezt máli far-
inn, hvort heldur er í ræðustóli
eða í saintali. Valda því vits-
munir hans og mælska. En
hann kann einnig þá list, að
hlusta. á aðra menn tala. Á því
byggist sú íþrótt, að kunna að
tala við fólk, svo að vel takist.
Churchill spyr margs, en segir
færra. Hann er frægur fyrir
fyndni sína og hæðni, sem oft
hefir vakið hlátur í brezka þing-
inu.
Churchill á sveitabýli 20 mílur
■frá London. Þar eyðir hann
tómstundum sínum. Á þessu
sveitabýli hefir hann klæðst
verkamannafötum og unnið
hvers kyns e'rfiðisvinnu, einkum
múrsmíði. Svo mikið er dálæti
ChurchiIIs á þeirri starfsgrein,
að um skeið var hann með-
limur i stéttarfélagi múrara.
enda þótt hann hefði verulegan
ímugust á forkólfum þess félags-
skapar.
Þessi mikli vinnuvikingur
minnir á berserki endurreisnar-
tímabilsins á ítalíu. Hann er
alt i senn: stjórnmálafrömuður,
rithöfundur, listmálari og dug-
andi múrari. Sá gengur nú ekki
með hálfvelgju að störfum sín-
um. Árið 1911, er hann gerðist
flotamálaráðherra, lét hann gera
sér heljarmikið landabréf, er
hann lét hanga í ramma á
veggnum bak við sæti sitt í
flotamálaráðuneytinu. Með því
móti kvaðst hann dag hvern
hafa getað fylgst með ferðum
hvers einasta þýzks herskips. Er
Churchill gerðist flotamálaráð-
herra á ný, síðastliðið haust, at-
hugaði hann þegar í stað, hvort
landabréf þetta fyrirfyndist enn.
Að visu hékk það á sínum stað,
en enginn hafði virt það viðlits
í 20 ár.
Þennan ferlega mann gerðu
Bretar að forsætisráðherra sín-
um á mikilli hættustund siðastl.
vor og vottuðu honuin með því
meira pólitískt traust en nokkr-
um öðrum manni í Bretlandi.
Hjá honum fara saman miklir
hæfileikar, starfsorka, reynsla,
framsýni og óbilandi kjarkur,
svo að segja má, að hann sé
persónugervingur hins brezka
ljóns, er það ris upp og snýst í
vigahug.
(/ þessari grein hefir verið
stuðst við ritið “Inside Europe”
eftir hinn fraega höf. John
Gunther. Ritstj.) —Samtíðin.
♦
BORGIÐ
LflfíBERG
♦
Innköllunar-menn
LÖGBERGS
Amarant.h, Man..........B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota ........B. S. Thorvardson
Árborg, Man.................Elías Elíasson
Árnes, Man..............Sumarliði Kárdal
Baldur, Man..................O. Anderson
Bantry, N. Dakota......Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash........Arni Símonarson
Blaine, Wash............Arni Símonarson
Brown, Man......................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota.....B. S. Thorvaldson
Cypress River, Man...........O. Anderson
Dafoe, Sask.............J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota.......Páll B. Olafson
Edmonton ...............................
Elfros, Sask.....Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask..........................
Garðar, N. Dakota.........Páll B. Olafson
Gerald, Sask...........*.......C. PauLson
Geysir, Man................Elías Elíasson
Gimli, Man. ................. O. N. Kárdal
Glenboro, Man.................O. Anderson
Hallson, N. Dakota.........Páll B. Olafson
Hayland, P.O., Man....Magnús Jóhannesson
Hecla, Man.........................Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota ...........John Norman
Hnausa, Man.........................Elías Elíasson
Husavick, Man................0. N. Kárdal
Ivanhoe, Minn...................B. Jones
Kandahar, Sask...........J. G. Stephanson
Langruth, Man........................John Valdimarson
Leslie, Sask..........................Jón Ólafsson
Lundar, Man..................Dan. Lindal
Markerville, Alta......................O. Sigurdson
Minneota, Minn..................B. Jones
Mountain, N. Dakota.......Páll B. Olafson
Mozart, Sask.............................
Oakview, Man...............
Otto, Man. ...................Dan. Lindal
Point Roberts, Wash..........S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta.........................O. Sigurdson
Reykjavík, Man.......................Árni Paulson
Riverton, Man.......................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash................J. J. Middal
Selkirk, Man....,.....................Th. Thorsteinsson
Siglunes P. O., Man....Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man..........
Svold, N. Dakota........B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask.............J. Kr. Johnson
ITpham, N. Dakota....Einar J. Breiðf jörð
Víðir, Man.........................Ellías Elíasson
Vogar, Man.........................Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man..........Jón Valdimarsson
Winnipegosis, Man....Finnbogi Hjálmarseon
Winnipeg Beach, Man..........O. N. Kárdal
Wynvard, Sask............J. G. Stephanson
Lífœð
menningarinnar
og öngþveiti
nútímans
Eftir Sigmund Mowinckel,
prófessor
(Framh.)
III.
Allir, sem gera sér grein fyrir
ástandinu í heiminum nú, eru
sammála um, að það sem skapar
hið mikla öryggisleysi, er sá
lamandi ótti, sem helgast af þvi,
að sá, sem girnist eitthvað lætur
ekkert hindra sig frá því að
hremma það, virðir engin lög.
Það eru ekki lengur til nokkur
viðyrkend siðferðislögmál. sem
t. d. hindrar ríki að ráðast und-
ir smávægilegu yfirskyni, og að-
eins með skýrskotun til nauð-
synlegs lífsrúms síns, á veikari
nábúa sinn, aðeins ef það telur
sig nógu sterkt til þess.
Og þetta er ekki aðeins sjón-
armið nazismans og konimún-
ismans. Þetta sjónarmið var til
fyrir síðustu heimsstyrjöld. Það
er stundum talið byggjast á “vís-
indunum,” framþróunarkenning-
unni eða, Hffræðinni.
En nú horfum við npp á al-
gera upplausn alþjóða siðferðis-
lögmála.
Samningar, skyldur og loforð
eru gefin, en brotin og rofin með
fullri fyrirlitningu fyrir þeim.
Það er ekki lengur þannig, að
það gefi, þjóð og ríki tilverurétt,
að það hefir staðið um aldir.
Enginn á annan rétt en þann,
sem sá sterkasti vill unna hon-
um.
Hvar er göfuglyndi að finna
gagnvart þeim sigraða?
Hvar er réttsýni og mann-
gæzka ?
Einræðisherrann veitir þeim,
sem undir hæl hans er lagður,
engin grið.
Hinum sigraða er talið það til
glæps að hann aðeins hefir út
frá sínu sjónarmiði gert skvldu
sína.
Það eru engin takinörk fyrir
þeim svív\rðingum og yfirsjón-
um, sem máttlausari andstæð-
ing eru bornar á brýn.
Það að vera fámennur og van-
máttugur er í sjálfu sér talið
vera vansæmandi. Það er talið
þjóð til glæps að hún er aðeins
3% miljón!
Er þær leikreglur, sem eiga að
gilda á heiðarlegum vettvangi, að
finna í viðskiftum milli þjóða
og ríkja?
Er þetta árangurinn af áhrif-
um vísindanna, mentunarinnar
og iþróttanna, á þjóðirnar?
Við skulum gera okkur það
Ijóst, að það sem gerst hefir og
nú vekur hrylling meðal manna,
er ekki annað en það, sem búast
mátti við.
Gðfugmenska, drengskapur,
bróðurkærleikur, alt er þetta of
veikt til þess að geta af sinum
eigin styrk staðið.
Ekki vegna þess að þessar
eignir séu ekki nægilega fagrar
og göfugar, heldur vegna þess að
í þeim býr ekki nægur þróttur!
Mennirnir geta að vísu borið
þessar eigindir í brjósti, en þeir
geta ekki framkvæmt þær.
Þetta sýnir sagan.
í vilja manna og hneigð til
þess að beygja sig undir lífs-
stefnur og lögmál, sem krefjast
mikilla fórna af persónnleik
þeirra, kemur fram afturför og
hrörnun hjá mannkvninu. Og i
Jiessu birtist nokkur skvldleiki
við miðaldirnar og byrjun 19.
aldarinnar, sem ennjiá Iifði á
leifunum á kristilegum arfi og
ennþá trúðu á að allar þessar
hugsjóniií væru okkur meðfædd-
ar og væru rótgrónar í mann-
eðlinu. Þetta var á meðan
tengslin milli siðferðishugmynd-
anna og trúarinnar ekki með
öllu voru slitin, á þeim tima sem
þrælahaldið var afnumið, þjóð-
félagslegar umbætur hafnar,
Rauði Krossinn stofnaður, þegar
unnið var, að því er virtist með
árangri, að því að gera styrjaldir
mannúðlegri, þyrma konum,
börnum, óbreyttum borgurum og
særðuni mönnum frá þjáning-
um hernaðarins.
* *
Orsökin til öngjiveitis menn-
ingarinnar má í stuttu máli
segja að geti verið þessi:
Vísindi okkar hafa náð hinni
mestu þróun i verklegum efnum,
og hinn rannsakandi andi nú-
tima mannsins hefir fundið upp
allskonar tæki, sem eiga að
frelsa heiminn og gera hann
hamingjusaman.
En mennirnir sjálfir hafa ekki
breyzt. Hæfileikar þeirra til
þess að nota framfarirnar til
hins illa hafa farið fram úr hæfi-
leikum Jieirra til þess að nota
þær til hins góða.
Þetta sprettur svo af því að
við erum að eðli ekki góðir
heldur ^innig vondir.
Þau siðaboð, sem drengskap-
ur, heiðarleiki og niannúð bjóða,
eru aðeins látin gilda gagnvart
flokksbræðrum, en ekki gagn-
vart öðrum, gilda aðeins i lög-
bókum, en ekki i mannlegum
viðskiftum, gilda gagnvart þeim,
sem hafa rétta pólitíska trú, en
ekki gagnvart þeim, sem aðrar
skoðanir hafa.
Þegar þannig er komið hlýtur
þetta að enda með algeru hruni.
Þegar lögmálin eru notuð á
þennan hátt, höfum við horfið
aftur til siðleysisins til þess stigs
Jiegar hinn ókunnugi var talinn
fjandmaður.
En siðleysi fortíðarinnar var
ekki eins hadtulegt vegna þess,
að eyðileggingarvopnin voru þá
ófullkomnari.
Siðleysi nútimans er hættu-
legra vegna Jiess að það ræður
vfir fullkomnustu tækjum til
þess að myrða, svíkja og tál-
draga.
Þar sein að lögmálið aðeins
nær til minna nánustu má segja
að það gildi vfirleitt ekki.
Þegar að mig skortir mátt til
Jiess að framkvæma réttlætið
þannig, þá snýst leikurinn við.
En ekki aðeins vegna þess, held-
ur beinlinis af þeirri ástæðu að
Jiað að vilja efla réttlætið með
þvi að kúga aðra, að vilja
tryggja sigur bræðralags og
mannkærleika, með því að neyta
ofbeldis og ógna, það er mót-
sögn, það eru svik við réttlæti,
mannkærleika og bræðralag, l>að
er morð þeirrar hugsjónar sem
maðurj vill að sigri.
Dýpsta orsökin er sú, að menn-
ingin okkar hefir losað sig við
hið skuldbindandi afl, sein hug-
sjónirnar og siðalögmálin verða
að hafa.
Það er ekkert siðalioð til, sem
trygt geti, út af fyrir sig, dreng-
skap og heiðarleik meðal mann-
anna.
Menning nútímans hefir losn-
að úr tengslum við hinn rétta
skilning á hinu heilaga í sinni
æðstu mynd, í þeirri mynd sem
það birtist Jiegar það skapaði
fvrsta vísir til menningar.
Hún hefir glatað guðshug-
mynd sinni og þar af leiðandi
réttum skilningi á sjálfri synd-
inni.
Margir ræða nú um manndáð,
bræðralag, manngildi, frelsi og
jafnrétti, en þessi hugtök eru
dauð orð ef Jiau ekki fá lifs-
þrótt og næringu frá hinu heil-
aga, frá guðdómnum. Hvernig
getur hugsjón verið heilög þegar
hið lifandi samræmi hennar við
hið heilaga er rofið. Og hvern-
ig getur hugsjón verið til án
þess að eiga rót sína í hinu
heilaga?
E N D I R.
—Lesb. Mbl.
Ungskáldið Andersen las upp
kvæði eftir sig á kvöldskemtun.
Hann fékk daufar undirtektir.
Hann sagðist hafa ort fleiri
kvæði, en þau sem ólesin væru
mætti enginn lesa opinberlega
fvr en hann væri dauður.
Þá kallaði einn upp aftarlega
i salnum: “Lengi lifi Andersen!”