Lögberg - 22.08.1940, Side 6
6
LÖGBERQ, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST, 1940
Maðurinn sem eg giftiál
Eg afklæddist nú og fór í rúmið. Það
var svo stórt, og í því svo flannastór ábreiða,
og koddarnir að sama skapi, að eg sagði við
Ernest hálf-hlæjandi: “Ef þú finnur mig
ekki í fyrramálið', þá leitaðu mín undir
koddunum.”
Hann brosti, en eg sá, að hann var með
hugann hjá fólkinu niðri, svo eg bauð honum
góða nótt, og sagði honum að fara ofan.
Eg fór nú ofan í rúmið, sem alt virtist
vera úr dún, og tók að reyna að koma skipu-
lagi á hugsanir mínar. Hér var eg þá komin,
til Maunburg, byrjuð nýtt líf í nýjum stað,
sem frá ameríska heimalandinu að sjá, hafði
sýnst svo annarlegt og seinþekt. Hvernig
fanst mér það nú annars vera? Fyrir því
gat eg ekki að svo stöddu gert mér nokkura
grein. Það sem eg hafði séð og heyrt, misti
grunn og varð að reikulum draumsýnum —
alt nema eitt — en J)að var andlitið á hinni
unglegu stjúpmóður Ernests, sem stóð mér
skýrt fyrir hugskotssjónum, áður en eg sofn-
aði — og var sem hin blágrænu augu henn-
ar störðu undanlátslaust á mig.
vi
Þegar eg vaknaði, næsta morgun, var
Ernest kominn ofan. Eg glæddist í skyndi.
Svo kom Minna, góð og vingjarnleg, með
Marju litlu, sem við svefninn var nú búin
að ná sér eftir ferðavolkið og orðin matar
þurfi.
Við flýttum okkur ofan í eldhúsið, sem
var stórt, og beið fólkið þar eftir okkur, að
allir gætu sezt að morgunverði. Hr. Schmidt
stóð upp úr sæti sínu og benti mér að setjast
þar. Kona hans sneri sér frá eldastónni,
sem hún var að' vinna við, og bauð mér bros-
andi góðan daginn. Eírnest var í bezta
skapi og smelti rembingskossi á Marju litlu
og^ mig.
Þá sagði frú Schmidt eitthvað, sem
Ernest hló að.
“Hún segir að ástaratlot eigi ekki að
viðhafa nema í einrúmi,” sagði Ernest mér.
Eg svaraði engu, en þessi athugasemd frú
Schmidt fanst mér ónotaleg.
Við átum nú með góðri lyst. Tengda-
faðir minn leit jafnan vingjarnlega og blíð-
lega á mig gegnum þykku gleraugun, og
spurði Ernest margra spurninga. Að af-
staðinni máltíðinni sagði Ernest mér að
framvegis mundi hann vinna í skartmuna-
búð föður síns.
“Kyntu þér nú ait hér sem bezt, og
gerðu þið heimakomna,” sagði hann við mig.
“Eg kem snemma heim. ”
Þegar hann og hr. Sohmidt voru farnir,
kom kona ein úr nágrenninu inn til okkar.
Hún gat talað dálítið í ensku; hún var held-
ur tilkomulítil og málgefin.
“Kanske þú viljir koma með mér og sjá
þig um í Maunburg, ” sagði hún, með svo
röngum áherzlum á orðunum, að mér veittist
mjög erfitt að skilja hana. Eg sagði að mig
langaði mjög til þess, og frú Schmidt tjáði
sig því samþykka, að frú Engel fylgdi mér
um borgina; svo eg bað Minnu fyrir Marju
litlu, og svo lögðum við á stað.
Það var glaðasólskin og ekki kalt. Eg
hafði ánægju af ferðalaginu, og af að at-
huga um — það sem mér fanst vera — svo
einkennilegt byggingarlag á húsunum, jafn-
vel á tröppum þeirra. 1 einum búðarglugga
sá eg klúta með svo fallegum útsaumi, að eg
staðnæmdist til að aðgæta þá. Alt í einu
þreif frú Engel í handlegginn á mér til að
leiða mig burt. “Ekki hér,” sagði hún í
hálfgerðu ofboði. “Þetta er Gvðingabúð.”
“Hvað gerir það, þó það sé Gyðinga-
búð? ” spurði eg forviða.
“Nazistar verzla aldrei í Gyðingabúð-
um. Gyðingarnir eru okkar óheillaþúfa.”
Eg skildi hvorki upp né niður. “Ert þú
Nazisti!”
Hún leit á mig með undrun. “Auðvitað
er eg það — frú Schmidt er ákveðinn Xaz-
isti og víst — já, sjálfsagt Elrnest líka, og
svo öll fjölskyldan.”
Eg sagði ekkert, og við héldum áfram
göngunni. Það bar svo margl nýstárlegt
fyrir augu mér á leiðinni að eg gleymdi
þessu atviki. Þegar eg var búinn þannig að
sjá mig um í tvær klukkustundir fórum við
inn í matsöluhús og keyptum okkur máltíð.
Síðan héldum við heimleiðis.
Alt í einu hentust nokkrir ungir menn
út um húsdyr einar skamt frá, og réðust á
tvo menn, sem gengu á undan okkur. Þessir
tveir menn voru slegnir um og barðir mis-
kunnarlaust með hnúum og hnefum og bar-
eflum. Fólk þyrptist að, en enginn gerði
minstu tilraun til að hjálpa þessum tveim
mönnum sem þannig var ráðist á, unz mað-
ur nokkur í prestsbúningi brauzt gegnum
hópinn og reyndi að bjarga mönnunum með
því að hrinda hinum af þeim.
Þá var honum greitt það högg á höfuð-
ið, að hann hné til jarðar. Einhver með
harða skó á fótum marg-sparkaði í hann.
Blóðslettur komu á strætið þar sem aðgang-
urinn var. Allir þrír mennirnir, þeir tveir,
sem ráðist var á, og maðurinn prestklæddi
lágu hreyfingarlausir sem dauðir væru.
Strætisskríllinn dreifðist nú nokkuð, og lög-
regluþjónarnir komu; en þeir flýttu sér
ekkert.
Eg varð gagntekin hryllingi á þessu
athæfi. Þá sagði frú Engel: “Það er alt
GyðingTinum að .kenna, að þetta kemur fyr-
ir'”
Eg aðgætti vandlega hina meðvitundar-
lausu menn. Þeir tveir, sem fyrst hafði
verið ráðist á, litu út fyrir að vera Gyðingar.
Maðurinn, sem reynt hafði að hjálpa þeim,
var auðsjáanlega prestur. Blóð rann úr
gagnauga hans. Sprengd hafði verið vörin
á öðrum Gyðingmum og ein tönnin hafði
verið brotin og lá niðri í sárinu.
Það fór hrollur um mig. “Því var ráð-
ist á þá, — fyrir hvað?” stundi eg upp. Eg
var svo gagntekin af hræðslu og skelfingu,
að eg gat varla komið upp orði.
“Við hverju er ekki að búast? Gyðing-
arnir eru okkar óheillaþúfa og Nazistarnir
eru búnir að tapa allri þolinmæði. Þetta
eru svo afleiðingarnar.”
“Er það þá svo að skilja, að illvirkj-
arnir, sem á þá réðust, séu Nazistar?”
“Illvirkjarnir ? Við hvað áttu?” spurði
hún.
“I mínu heimalandi eru þeir, sem þann-
ig ráðast á aðra, kallaðir illvirkjar,” sagði
eg reiðilega. Eg gat ekki orða bundist.
“Mín kær frú Sehmidt, þú ættir hreint
ekki að hafa annað eins nafn eins og “ill-
virkjar” yfir neitt það, sem stendur í sam-
bandi við vorar stjórnarfarslegu gerðir eða
umbætur; en þú ert nú nýkomin hingað og
veizt kannske ekki að Nazistar og þeirra
stefn'a er vonarakkeri I>ýzkalands. ”
“Nei, um það veit eg ekki, og ekki held-
ur fæ eg skilið hvaða vonir er hægt að
byggja á mönnum með þessu framferði!
Eða, því var ráðist á prestinn? Er hann
Gyðingur, eða hvað?”
“Nei, presturinn er ekki Gyðingur, en
prestamir sjúga merg úr þjóðinni. Þeir
breyta ekki ætíð réttilega. Þeir eru ekki í
þjónustu Þýzkalands, heldur Rómaborgar.”
Lögregluþjónarnir höfðu nú útvegað sér
mannhjálp og flutningsfæri, til að flytja
hina særðu menn burtu. Þegar þeir voru
úr augsýn, fór einnig fólkið, sem þar hafði
safnast saman. Eg var orðin svo illa á mig
komin á sál og líkama, að eg stóð kvr.
Frú Engel horfði kuldalega á mig. “Við
skulum fara,” sagði hún.
“Já, það er bezt,” svaraði eg.
Við héldum nú þegjandi áfram ferðinni.
“Viljirðu fara eftir því, sem eg sesú
þér, frú Schmidt,” sagði fylgdarkona mín.
“Þá skilst þér fljótt hvað er gott og hvað
er ilt hér á Þýzkalandi. Nazistarnir eru
góðir. ”
p]g svaraði engu, og svo þagði hún unz
við komum heim. Hún lieilsaði frú Sehmidt
með aumingjalegu brosi og fór svo sína leið.
Tengdamóðir mín leit á mig rannsak-
andi augnaráði, og sá að eitthvað var að.
Eg stjaldraði við fáein augnablik, en ]>ar eð
eg gat ekki talað þýzku, gátum við ekkert
talað saman. Marja litla var að leika sér
með tveim litlum stúlkum, sem komið höfðu
og undi sér hið bezta við það. Eg fór upp á
loft og lagðist upp í rúm.
“Mamma segir að eitthvað sé að þér,”
sagði Ernest áhyggjufullur, ])egar hann kom
inn til mín litlu seinna, eftir að hafa talað
við stjúpmóður sína. “Hvað er það —
hvað hefir komið fyrir?”
‘ ‘ Það er í æaun og veru ekk(‘rt að mér,
svaraði eg, ” nema, að eg og ein nágranna-
konan gengum út til samans, því hún getur -
talað ensku. Fyrst vildi hún ekki að eg
kæmi inn í Gyðingabúð eina; svo sá eg tvo
Gyðinga og einn prest barða til óbóta og
misþyrmt, þá sagði hún að þeir sem þetta
aðhöfðust væru XTazistar og forsvaraði þá
og þetta framferði þeirra. Eg varð hálf
veik af öllu þessu.”
EVnest sortnaði á svip.
“Þú verður að reyna að skilja það,
Lilja,” sagði hann, þó með hægð, “að ýmis-
legt er það hér, sem þú þekkir ekki inn á.
Þegar fólk er ofþjakað, ])ví ofboðið, verður
því ósjálfrátt og ]>að ræðst á þá, sem að
slíku eru valdir. Eg er líka nýkominn hing-
að, en altaf læri eg meira og meira, altaf
skilst mér betur og betur, að prestarnir og
þeirra stefna er ekki í samnæmi við þá end
urreisnarstefnu sem við fylgjum til að um-
skapa Þýzkaland. Prestarnir hugsa bara
um sjálfa sig og sína hagsmuni.”
Eg horfði á hann öldungis hissa. “Og,”
bætti hann við — “og hvað Gyðingana á-
hrærir, þá eru þeir okkar óheillaþúfa.”
“Hvernig þá?” spurði eg. “Á hvaða
hábt eru þeir ykkur til ógæfu?”
“Gyðingarnir eru okkur óheillaþúfa, ”
sagði hann aftur af mikilli þverúð.
Enn kom þessi margtugða setning, eins
og þegar skilningslausir páfagaukar marg-
japla sömu orðin. Mér fanst þetta yfir-
ganga alla þolinmæði mína, því fremur sem
blóð mannanna sem ráðist hafði verið á
og dreifst, hafði um strætið, stóð mér enn
fyrir hugskotssjónum.
“Þú og Mrs. Engel hafið sagt mér “að
Gyðingarnir séu ykkur óheillaþúfa — prest-
arnir séu ekki vinir ykkar — hafið þetta
yfir, eins og eitthvert viðkvæði eða orðtæki,
sem ykkur hafi verið kent utanbókar; en eg
held þið skiljið lítið í því sem þið eruð að
fara með. Eg veit ekki hvað er á stefnuskrá
þessara Nazista, en sé það stefna þeirra að
sundurmola höfuð varnarlausra manna, þá
get eg ekki álitið slíkt atferli lofsvert,”
“Lilja!” . Ernest var orðinn náfölur.
Hann færðist nær mér. Eitt augnablik hélt
eg að hann mundi reisa til höggs og hörfaði
lítillega undan, en svo var eins og hann færi
í hálfgert hnipur. “Ó, elskan mín, við skul-
um ekki vera að þessu rifrildi, í öllum bæn-
um.”
Og nú leit hann alveg eins út eins og
þegar hann reyndi að sannfæra mig um að
ekkert væri milli sín og Helenar.
‘Lilja, þetta er Þýzkaland en ekki Ame-
ríka. Þú verður fyrst að skilja fyrirkomu-
lag, ástand og kringumstæður hér, áður en
þú dæmir.”
Eg var farin að titra af geðshræringu —
af hryllingi við einhverju utan úr því ó-
þekta, sem eg vissi ekki vel hvað var. En
það eitt vissi eg fyrir víst, að tíðarandi sá,
sem í þéssu landi ríkti, var andlega og lík-
amlega mér um megn.
“Ernest, eg veit ekki hvernig eg á að
tala út um þetta við þig. Að mínu áliti eru
engar málsbætur til fyrir grimd, hryðjuverk-
um og rangsleitni. Þegar eg sá þessa aum-
ingja menn slegna um á strætinu — komið
aftan að þeim til þess — l>á stóðst eg varla
þá sjón. Hverslags maður er þessi Hitler,
að hann skuli leyfa og líða annað eins—”
“Þagnaðu!” Það var eins og Ernest
gnæfði yfir mig. Hann var öskuvondur.
Hitler er Leiðtoginn!”
Eg tók að gráta. Var búin að vera einn
sólarhring í Maunburg, og svona var kom-
ið! Tárin hættu að renna, og eg lá og starði
á vegginn, svo undrandi.
Þá kom Ernest aftur. Hann kraup
niður og tók mig í faðm sinn.
“Við skulum sættast, Lilja. ”
Eg tók utan um hann af ákafa. Eg
unni honum og þráði hann. Það var sorg-
legt að þessi ágreiningur varð.
“Engin fleiri reiðiorð?”
“Nei, engin fleiri.
Næsta morgun var eg leiðindafull og
niðurdregin. Hroðatilfellið á strætinu daginn
áður gat ekki mér úr minni liðið. Það stóð
mér fvrir hugskotssjónum jafnt og þétt. Að
afloknum morgunverði gekk eg út fyrir hús-
ið og leit döprum augum yfir nágrennið.
Ernest liafði sagt að þetta væri nú ekki
Ameríka.” Hefði einhver í Ameríku sagt
mér, áður en eg fór þaðan, livað það væri,
sem eg yrði að horfa upp á, þegar eg kæmi
til Maunburg, hefði eg álitið þann hinn sama
tæpt með fullu viti.
Meðan eg stóð fyrir utan húsið, kom
til mín miðaldra maður, og yrti á mig.
kvaðst hann heita Koelner og vera prestur.
“Ert þú ekki frú Schmidt hin yngri?”
spurði hann á góðri ensku.
Eg sagði svo vera; þá sagði lmnn mér
að tengdafaðir minn væri einn af safnaðar-
fólki sínu og hefði getið um mig við sig.
“Eg átti leið hér um,” sagði hann, “og
þegar eg sá þig, kom eg til að bjóða þig
velkomna til Maunburg. ”
Hann var maður hár vexti, ljóshærður
og lýsti svipur hans og augnaráð góðu og
ráðvöndu upj)lagi. Án umhugsunar hróp-
aði eg upp: “Segðu mér, prestur, segðu
mér hvernig stendur á þessum hryðjuverk-
um, sem hér eru framin?”
Hann starði á mig. “Við hvað áttu,
dóttir góð?”
“Eg á við það, sem eg sá með eigin
augum í gær. Það var ráðist á tvo Gyð-
inga og prest. Það voru Nazstar sem það
gerðu. Eg á við heiftarræður þær og hatur,
sem er undirrót þessara árása. ”
“Svo þetta ertu nú þegar búin að heyra
og sjá!” Hann var niðurlútur.
“Já, þetta hefi eg séð og heyrt —” Eg
var svo gagntekin af geðshræringu, að eg
tók ekki eftir þeim átakanlega hrygðarsvip,
sem á prestinn var kominn. Orð Ernests
kveldinu áður, gátu mér ekki úr minni liðið,
heldur sátu þar svíðandi, brennandi — og
samtal okkar. — “Hvernig getið þið liðjð
slíkar og þvílíkar árásir? Hvernig getið
þið lagt trúnað á slíkan saka-áburð. “GyS-
ingarnir eru okkar óheillaþúfa — prestarnir
eru okkar óvinir.” Eruð þið kristnir menn
eða kristin þjóð? eða eruð þið heiðnir vilH'
menn? Trúi þið ekki kenningum Krists?”
Presturinn lagð hönd sína á öxl mér.
“Jú, barnið gott, við trúum kenninguiý
Krists; við erum kristin þjóð, en ekki vilh'
menn. Við erum gott fólk, — eg vil biðja
þig að skilja það. En brjálsemi geng«r
meðal okkar; á mörgum meðbræðrum okka1'
liefir hún náð lialdi og gert þá ruglaða. Þu,
sem hefir komið til okkar frá Ameríku og
ert óttaslegin og með óliug á þessari ný*
breytni, verður að vera þolinmóð; þessi vit*
firring líður hjá. Eg vil bara biðja þ1?
að vera þolinmóða.”
Rödd hans var þýð og lýsti hluttekn-
ingu; auðheyrt að hann talaði af einlægni-
Mér fanst eg styrkjast og hressast, eins og
af hressand læknislvfi.
“Þú ætlar að reyna að vera þolinmóS,
dóttir góð, er ekki svo?” sagði séra Koclner.
“Þú ert enn sem gestkomandi hér í landi, en
ert eignkona Þjóðverja og vilt öðlast heilla*
ríkt heimili fyrir þig, hann og barn ykkar;
þetta getur látið sig gera með því einu móti
að ])ú sért þolinmóð og gerir alt, sem í þínu
valdi stendur til að viðhalda ástum ykkar
Ernests. Þetta ætlar þú að gera, eða er
ekki svo, barnið mitt?”
“Jú, prestur, það ætla eg mér.” Eg
tók í hönd hans og hann þrýsti hana inni*
lega.
Það var svo gott að fá aftur trúna a
lífið, lifa svo nær eingöngu fyrir ástir okkar
Ernests. Eg bar svo mikla umhyggju fyrir
honum og farsæld hans, að eg vildi ekki aS
neitt yrði okkur til minstu sundurþykkju-
Presturinn kvaddi og gekk með hægð' burtu,
niður strætið, en mér fanst nú alt bjartara
en áður. Eg naut liins glaða sólarljóss,
tejgaði hið hressandi morgunloft, og nú var
Maunburg aftur orðin falleg æfintýraborg 1
augum mínum.
Þegar Ernest kom heim um kveldið, var
sundurþykkja okkar með öllu gleymd.
Næstu vikur, sem í hönd fóru, gætti
maður minn þess vandlega að minnast ekk*
ert á stjórnmál. Frú Schmidt var af ásetn-
ingi friðsöm og tilhliðrunarsöm. Hr. Schmidt
var ætíð allra beztur; Minna vildi alt gera
mér til þægðar, eins og Marju litlu. Þó eg
færi stundum út litla stund, þegar gestir
komu, þá virtust þeir allir dáðst að hinni
amerísku frú, eins og þeir kölluðu mig.
Eg reyndi nú af fremsta megni að sam-
þýða mig lífinu á þessum nýju stöðvum. Eg
útvegaði mér allmargar bækur á þýzkri
tungu — flest kenslubækur — að eg gæti
lært landsmálið. E'g hafði ætlað mér að
leita aðstoðar séra Koelners, við námið, en
eftir að samfundum okkar hafði borið sam*
an um morguninn, fór hann í fvrirlestra-
ferð, svo eg varð að komast af með aðstoð
Minnu.
Af því eg var búin að kynnast þýzkn
fólki svo lengi í Chicago, áður en við fórum
til Þýzkalands, þá var eg komin töluvert
niður í málinu, svo mér skilaði fljótt og vel
áfram með námið. Minna var ætíð við
hendina, að uppörfa mig, segja mór til og
leiðrétta og útlista hin þyngri orð og setn-
ingar. Mrs. Engel, sem hefði getað mikið
liðsint mér, (því hún kunni allmikið í ensku)
forðaðist mig. Brátt lærði eg nú samt nóg
til þess, að eg gat skilið daglegt tal, og gert
mig skiljanlega. Minna var himinglöð yfir
þessu; kátína hennar og gamanyrði flýttu
mikið fyrir þekkingu minni á málinu.
Þannig liðu fáeinar vikur. Þá fór eg að
taka eftir því, að ný stefna í stjórnmálum
var orðin æði áberandi og umsvifamikil-
Oft sá eg lieilar fylkingar eða hersveitir ú
hergöngu um strætin. Var nú mikið um
að vera. Bn eg ásetti mér að lialda mér að
öllu leyti fyrir utan það.
Ernes-t varð glaður við, þegar eg sagði
honum að við mundum eignast annað barn;
hann faðmaði mig og sagði:
“Það er gott. Kanske það verði dreng*
ur?”
Hann var nú svo ánægður yfir þessu,
að hann sagði föður sínum og stjúpmóðui’
óðara frá því. Þau tóku því vel, litu á það
sem eðlilegt og hr. Schmidt kvaðst sam*
gleðjast mér innilega, og tengdamóðir míu
klappaði mér á hendina og mintist á hversu
mikill heiður það væri (víst fyrir mig) uð
barnið fæddist á Þýzkalandi — á þýzki'i
jörð. En um leið urðu augu hennar kolgr©u>
])ó oftast virtust ])au blá. Eg leit efablandiu
á hana. Eg hafði aldrei fullkomlega komist
að fastri niðurstöðu um — með sjálfri mer
— hvort hún í raun og veru vildi mér vel eða
illa.