Lögberg - 16.01.1941, Síða 6

Lögberg - 16.01.1941, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JANÚAR, 1941 Sakleysið sigrar um síðir Þýtt úr ensku Rétt áÖur en hún hengdi upp talsíma- tækið, horfði hún snögglega til Jlayles án þess hann varaði sig á því. Andlit hans var tryllingslegt og í augum hans var svip- ur villidýrsins á flótta. Hilary var að tala við Fowler og tók ekkert eftir þessu. Dennis Fowler færði sig frá glugganum og gekk framhjá rétt framan við stólinn, sem Dayle sat á. “Heyrið, Dayle lávarðtir,” sagði hann í sínum hlægilega unglingslega raddblæ. “Mér finst hálfvegis að eg hafi séð yður áður. Eg meina ekki aðeins í fjölmenni. Eg á við það, að við höfum þekt hvor annan mjög vel.” Mjóa drengsröddin sveiflaðist í titringstón um allan ganginn. Dayle tók þessu önuglega. “Mr. Fowler, eg neyðist til að geta þess A'ið yður, að þér gangið heldur lengra en gestum sa>mir að gera.” Fowler sneri í burtu, liikaði ögn við, en sneri sér svo aftur við og sagði: “George!” Þetta var vinsamlegt ba'ii- ar-óp. “Svei þér — farðu út héðan!” urraði Dayle æstur. Dennis Fowler endurtók orðin með sama raddblæ og Dayie viðhafði. Og jafnframt kom dreymandi svipurinn aftur fram í aug- um hans. “Þú sagðir þetta við mig kvöldið utan við Jóhannesburg. Þú varst reiður við mig, vegna þess eg sagðist ekki vilja sk.jóta manninn, að mér va'ri illa við að skjóta nokkurn mann. Og eg sagði að við gætum fengið j>eninga, ef við færum inn í Jóhannesburg. Og þá lamdir þú mig í höfuðið með flöskunni.” Bndurminningamar lentu nú í kvik- skynjan og liinn lostni heili lians endurlék hinar löngu frömdu athafnir og orðavið- skiftin. “Mér er ómögulegt að skjóta mann, George. Hví lamdir þú mig með flöskunni! Eg get ekkert hugsað. Útvegið mér ofur- lítið meira kínín. Eg get ekki hugsað. Allar hngsanir mínar eru á ringulreið. Eg er að ærast. Gefið mér kínínið.” Flowler kraup á gólfinu og grét eins og barn. Hilary beygði sig vfir hann og reyndi að telja um fyrir honum. Og bráðlega levfði hann henni að leiða sig á burt. Dayle lávarður og Mrs. Gondanza urðu ein eftir í ganginum. “Mér fanst þetta fremur sannfærandi, Dayle lávarður.” “ Sannfærandi! Um hvað ? ” “Að ]>ér voruð trúnaðarvinur þessa manns í Afríku. Að þér eggjuðuð hann til ódæðisins, sem liann var fundinn sekur um. Ránstilraun og morð, Dayle lávarður. Eða þér frömduð sjálfur ódæðið í hans stað. Að þér löskuðuð heila hans með því að berja hann á liöfuðið með flösku.” “Nokkuð fleira?” spurði Dayle. “Þetta er nóg til að byrja með.” “Það er ekki nóg tii að byrja með,” svaraði hann aftur á móti. Það er ekki nóg til þess þér fáið aðskilið okkur Hilary, eins og þér ætlið vður. Hvað gerir það mér til, þó þessi hálfviti blaðri um eitt og annað? Um viðburði sem haldið er að skeð hafi fyrir öllum þessum mörgu árum! Endurtaki iiann þessar sögur um mig, þá stefni eg hon- um að nafninu til fyrir rógburð. Þá láta þeir hann ganga undir læknisskoðun hér og loka hann svo inni í geðveikrahæli. ” Hann hló hátt, tók upp vasahulstur sitt og kveikti í vindlingi.” Mrs. Gondanza ypti öxlum og mælti svo: “Eg get ekki sannað ránstilraunina né at- burðinn um flöskuhöggið. En eg get sann- að það, að þið tveir voruð félagar í Afríku.” “Hvernig ])á?” “Conray dró upp myndir af yður og af Fowler í Afríku. Hg ætla mér að láta graf- ast fyrir um athafnir yðar þar. Og innan skamms munu umboðsmenn mínir hafa kom- ist að sannlekianum um það, hvert sam- bandið var milli Dennis Fowler, George Litlaþorps og Mark Conray.” Það var seinast nefnda nafnið, sem gerði honum bilt við. Ilann neri höndunum æðislega saman. “Þér hafið mist niður vindlinginn yðar og hann er að kveikja í gólfteppinu. Hreyfið yður ekki, Dayle lávarður. Þér eigið sjúkl- ingsins sjálfræði.” Hún tók upp vindlinginn og eyðilagði hann. “Eg held við ættum nú að halda heim- leiðis aftur, Mr. Fowler!” sagði Mr-s. Gon- danza. “Hilary ihín góð, eg efast um að bónda yðar finnist nú nauðsynlegt að fara burt úr landinu.” Á leiðinni út rakst hún á Lenpile.. “Ef leynilögreglnmaðurinn bíður mín enn, þá segið honum að eg skuli flýta för hans með því að taka hann með mér í bif- reiðinni heim til Marboume Tuma,” sagði Mrs. Gondanza. Hilary kyssti hana innileg og sneri svo aftur inn í húsganginn til bónda síns. “Kæra mín,” sagði Dayle og hepnaðist að láta felast í þessum tveimur orðum hástig háðsins, “þú getur haldið áfram með undir- búninginn.” “Hvaða undirbúning ? ” Hann veifaði liönd að kistum þeirra. “En Mrs. Gondanza sagði, að við mynd- um eftir alt ekki fara til Noregs,” sagði Hilary. “Það var áður en hún Mrs. Gondanza þín sendi með hraðskeyti fimm þúsund sterl. punda innlegg í tekjudálk umboðsmanna sinna í Afríku. ” Þegar undrunarsvipur breiddist um andlit Hilary, bætti hann við: “Gerðir þú þér ekki grein fyrir því, að þessi lómslegi Fowler var að segja sannleikann? Eg lenti í bobba og tók mér nafnið Litlaþorp um hríð. Það er möguleg’t, að þessir um- boðsmenn hennar fái sannað það. Og þegar á alt er litið væri betra að vera þá farinn burt úr landi hér. Og hefðir þú nokkuð á móti því að við sleptum lávarðar-titlinum í þessu ferðalagi og notuðum ættarnafnið — séum aðeins óbrotin Mr. og Mrs. Hilton?” “En eg hefi beðið um farrými sem lávarður og lafði Dayle.” “Það gerir ekkert til. Við getum skrif- að okkur sem Hilton á farþegaskránni.” Hilary félzt á þetta. Um miðjan dag voru þau farin á stað til London í Noregsförina. Nítjándi Kapítuli Þrunginn af gremju út af biðinni eftir að ná fimdi Mrs. Gondanza, lét Marples leynilögreglumaður leiguvagninn fara án sín aftur til þorpsins, en settist sjálfur inn í bifreiðina hjá Mrs. Gondanza samkvæmt tilboði hennar. “Þér eruð ungi maðurinn, sem hélt að eg væri lafði Marbourne, er það ekki ?” sagði Mrs. Gondanza. “Hvað er yður nú á hönd- um?” “Eg vildi fá að vita, Mrs. Gondanza, hvort þér gætið veitt mér nokkrar upplýs- ingar viðvíkjandi Senora Hortenzia?” Mrs. Gondanza tók sér tíma til að hlæja að þessu. “Eg er Senora Hortenzia,” sagði hún í ])eim raddblæ er bar með sér, að lienni fyndist þetta ákaflega spaugilegt. Lögregluþjónninn leit til hennar eins og maður, sem fallið liefði um eigin fætur sína. “Hortenzia er starfsmálanafn mitt — það er ekki alls-óþekt í Mexico-borg,” bætti liún við. ‘ ‘ Gondanza er mitt heimullega nafn hæfilega ritað á bæjarskrána og að fullu löglegt. 1 Englaudsbankanum hefi eg inn- leggs-reikning með nafninu Gondanza — innleggið staðfest með undirskriftinni Hor tenzia. Hvað fleira viljið þér fá að vita?” “Mig langar til að vita, Mrs. Gondanza, hvort þér voruð eitt sinn Mademoiselle Hor- tense Guye frá L’Amarat, nálægt París? Lífsferill yðar hefir verið rakinn at' um- boðsmönnum vorum í Mexico-borg. Þér eruð talin sama konan, sem lenti í Mexico- borg fyrir tuttugu og tveimur árum úr heim- ullegri skemtisnekkju, er siglt hafði frá Le Havre. Seinna voruð þér tekin föst vegaia einhverra vaifdræða út af vegabréfsleysi. Eftir að hafa verið leyst úr lialdi var staða fengin handa yður í banka þar í bænum.” Mrs. Gondanza tók sér nú ákveðna af- stöðu: Ef þeir höfðu rakið feril hennar aftur til vegabréfsins og lystisnekkjunnar, þá væri óhultast ef þeir tryði því, að hún væri Hor- tense Guye. Eða þeir gæti annars rakið hina réttu sögu hennar. “Já, Mr. Marples,” sagði hún, “eg viðurkenni það, að vera eitt sinn þekt sem Mademoiselle Hortense Guve. ” “Kæra þökk, frú!” sagði Marples glað- lega með feginsstunu. “Þér liittuð þá lafði Marbourne í París, eftir flótta hennar héð- an?” “Já — eg mætti henni. Ferðalag henn- ar var ekki í neinum skilningi flóttaför. Hún kom í heimsókn til mín, á vanalegan hátt. Ó, og eg minnist enn hvað þá var talað út af hinum liörmulega atburði viðvíkjandi Conray. Nú skulið þér í fyrsta sinni fá að vita sannleikann í því efni. Þér megið trúa því, að lafði Marbourne hneigðist aldrei til ásta við Conrav — í þeim skilningi, sem orðrómurinn vildi vera láta. Henni geðjað- ist vel að honum sem aðlaðandi og skemti- legum ungum manni. Og vafalaust var framkoma hennar gagnvart honum meira en lítið djörf eða hvatvísleg — sem maður hlýt- ur að áfella hana fyrir. En hvað Conray snertir, þá varð hann án efa ástfanginn af henni — ef maður getur nefnt slíka hug- arhrifning hinu göfuga nafni ástarinnar. “Þegar hún lét hann skilja það, að hún gæti aldrei orðið honum annað en góð'vin- kona, varð hann — fjandsamlegur, hótaði að skrifa manni hennar og segja honum að þau ætluðu sér að strjúka. Og þá var það, Mr. Marples, sem lafði Marbourne steig sitt mesta misspor. Hún gerði sér í hugarlund, að þetta væri ekkert nema bráðlyndis hjal, sem engin alvara fylgdi. Takið þetta niður hjá yður, gerið svo vel, og eg skal svo segja yður frá öðrum athöfnum hennar, er þar toru á eftir.” Marples skrifaði hjá sér það sem hún þá sagði honum. Marples leynilögreglumaður var mjög ánægður við sjálfan sig út af árangri far- arinnar nú til Marbourne Turna, og skrifaði skýrslu sína á lestinni til London. Er hann kom í Skotland-garð, fór hann beint inn á skrifstofu yfirmanns síns, leyni- lögreglu umsjónarmannsins Jarman — sem var rétt að fara út til máltíðar ásamt með sjálfstæða leynirannsóknaranum Varlake. Þegar þeir hittu Marples, sneru þeir aftur við inn í skrifstofu umsjónarmannsins. Eg er hér með skýrslu mína, herra um- sjónarmaður,” sagði Marples. “Og eg —” “Það er bezt þér geymið það í vasa yðar, Marples,” sagði umsjónarmaðurinn, en rödd hans bar þess vrott að honum gramdist ekki við Marples út af töfinni. Það var Varlake sem með úrlausnina komu um þessa óskiljanlegu afstöðu um- sjónarmannsins. “Bg liefi orðið yður til hindrunar og vilt yður sjónar við starfið. Marples.” sagði Varlake í afsökunartón. “Og hið eina, sem eg gat gert, var að fara beint til Mr. Jar- mans og skýra honum hreinskilnislega frá því, að töfin væri öll mér að kenna. Eg gaf yður bending um að hún væri Mademoiselle Hortense Guye. Það er bara afleiðing þess að hafa ekki lesið skjölin nógu vandlega. A þeim tíma, sem Conray-morðið átti sér stað, var Mademoiselle Hortense Guye fimtíu og átta ára að aldri. Þá er hún nú um áttrætt. Þessi Mrs. Gondanza er, að því er alt bendir til, mjög fjörlegur kvenmaður, og að líkind- um ekki einum degi eldri en fimtug. ” “En hún segist vera Hortense,” sagði Marples. Varlake lagði til hina óhjákvæmilegu ályktan um þetta. “Ef að konan, sem lenti af skemtiskip- inum, var ekki Mademoiselle Hortense,” mælti hann seinlega, “þá er hérumbil áreið- anlegt, að það hlýtur að hafa verið lafði Marbourne.” “En eg hefi náð fingraförum Mrs. Gon- danza, og þau eru ekki hin sömu,” sagði Marples. “Þau eru ekki hin sömu og íingraförin á skammbyssunni. En það sannar ekki að hún sér ekki lafði Marbourne. Setjum svo að lafði Marbourne hafi aldrei handleikið byssuna,” mælti Varlake. “Úr því verður kviðdómurinn að skera,” sagði Marples. “Hafið þér í liyggju, Mr. Jarman, að handtaka hana?” spurði Varlake. “Það er ekki um annað að gera,” svar- aði Jarman. “Þér komið með mér út þang- að, Marples, á lestinni kl. 3.20, og við fram- kvæmum svo báðir handtökuna.” ♦ ♦ ♦ Eftir hádegisverðinn náði Walters gamli tali af Mrs. Gondanza, er enginn var ná- lægur er heyrt gæti á tal þeirra. “Mér skilst, lieiðraða frú,” sagði gamli þjónninn, “að þau lávarður og lafði Dayle hafi lagt á stað frá Dayle-setrinu núna um hádegið áleiðis til Noregs.” “Ekki held eg það, Walters. Elg hygg að Dayle lávarð langi nú ekki til að takast þá ferð á hendur,” sagði frúin. “Eg var látinn skilja það afdráttar- laust, frú, að lávarður og lafði Dayle, hafi þegar farið frá Dayle-setri. Fáum mínútum eftir að þér yfirgáfuð þau í morgun. Á því er eriginn vafi, frú, að þau séu á leið til London. ’ ’ Mrs. Gondanza liorfði lengi framan í gmala þjóninn, og sagði svo: “Kæra þökk, Walters!” “Svo Dayle var ]>á eftir alt illa skelk- aður!” hugsaði hún með sér. Mrs. Gondanza afréð þegar að fara til London og hafa Fowler með sér. Og þannig skeði það, að í annað sinn á þessum degi slapp Mrs. Gondanza, sjálfri sér óafvitandi, við heimsókn lögreglumannanna. Hún hafði komist að því, að ef Dayles ætluðu sér að taka far til Noregs næsta dag, þá væri aðeins um eitt skip að ræða frá London, Hildegondan, er þau gæti farið með, og hún trygði sér tafarlaust farrými á því skipi. Þegar skipið lagði á stað úr höfn, sendi hún Fowler til brytans með þau skilaboð, að Mrs. Gondanza væri mikil ánægja að því ef lávarður og lafði Dayle vildi koma til te- drykkju með henni í herbergjum hennar þá eftir miðjan daginn. Þegar Fowler kom aftur sagði liann: “Hann liefir aftur breytt um nafn, Mrs. Gondanza. Þegar eg nefndi lávarð og lafði Dayle, var mér sagt, að lávarður og lafði Dayle hefði heldur viljað skrásetja sig sem ‘Mr. og Mrs. Hilton.’ Hilton!” endurtók hann. “Hilton. Eg man nú líka eftir að hafa lieyrt það nafn áður.” Mrs. Gondanza hneígði sig ánaig-julega við þessu. Það var heiti Dayles — áður en hann gerðist Dayle lávarður. Hún vissi að Dayle myndi koma í lijóla- stólnum. En þrátt fyrir það, varð hún meira en lítið forviða, er hann kom, ásamt Hilary ögn vandræðalegri á eftir honum. Það var klukkan liðlega f jögur er þau komu, tveim klukkustundum eftir að skipið lagði af stað áleiðis niður eftir fljótinu. “Þetta er óvænt ánægja, sem okkur hlotnast, Mrs. Gondanza.” sagði Dayle háðs- lega, “Við .urðum mjög glöð við að fá boðin frá yur. Við erum, er eg hræddur um, ögn á eftir tímanum. En stönzuðum dálitla stund á þilfarinu meðan skipið staldraði við til að taka um borð tvo menn er í veg komu fyrir það á báti úr landi. Mér skildist að það myndi vera tveir sendisveinar frá Skot- land-garði. Og eg hygg að öllum þeim hér um borð, sem eitthvað liafa á samvizkunni, líði ekki sem bezt. Þegar hafnsögumannin- um verður skilað í Nore, þá fær maður að sjá lögreglumennina taka fanga sinn með sér,” sagði Dayle. “A-ha! Hérna eru þeir, sýnist mér!” Jarman leynilögreglu-eftirlitsmaður kom inn í dyrnar á farrýminu. Fyrir aftan liann stóð Marples leynilögregluþjónn. Mrs. sGondanza leit á mennina með gremjusvip. “Þetta er fremur eftirtektarverð og ó- vænt lieimsókn,” sagði hún hvatlega. “Hvað er yður á höndum?” “Eg er hræddur um, Mrs. Gondanza, að við verðum að biðja um samfylgd yðar á hafnsögumannsbátnum í land.” “Hvers vegna?” “ Við vildum heldur segja yður það eins lega, Mrs. Gondanza,” svaraði Jarman. “Nei, eg þakka. Hver sem ástæðan er, þá megið þér segja liana í viðurvist lávarð- arins og lafði Dayle,” svaraði liún. ‘‘ Sérílagi líka vegna þess eg sendi eftir þeim, þegar eg frétti að þér værið á skipinu,” greip Dayle með kátínu-rödd fram í. “Ó-já, eg hefi einnig verið að geta mér ýmislegs til um yður, lafði Marbourne. Aðeins getgátur, skiljið þér! En þær virðast hafa ráðist á rétta lund.” “En fingraför mín—” bvrjaði Mrs. Gondanza. “Þrátt fyrir fingraför yðar, Mrs. Gon- danza,” sagði Jarman, “trúum vér því, að ]>ér séuð ekki Mademoiselle Hortense Guye, en að þér séuð lafði Marbourne. Vér verð- um að setja yður fasta fyrir grun um að hafa verið viðriðin dauða Marks Conray.” “Þessi hlægilega flónska aftur!” sagði Mrs. Gondana með fyrirlitningu. Hún leit um leið áhyggjuþrungnu auga til Hilary, sem nú var orðin náföl í andliti. En Jarman eftirlitsmaður svaraði: “Sé þetta misskilningur, Mrs. Gon- danza, þá veitist yður létt að sanna það. En eg er þess fullviss, að eg hefi enga lieimild til að ræða hér um þetta. Eg hlýt að mælast til þess, að þér fylgist með mér af skipinu, er hafnsögumannsbáturinn fer í land, eftir svo sem þrjá stundarfjórðunga. ” Leynilögreglumennirnir fóru svo út úr stofunni. En lágróma skríkjuhlátur heyrðist frá Dajde. “Eg finn það á mér, kæra lafði Mar- bourne, að þér munið heldur vilja hætta við tedrvkkjuveizluna. Það liefir verið mér mikil ánægja að hitta tengdamóður mína. Eins og sjálfsagður hlutur var, gat eg mér þess til, alt frá byrjun, að þér værið tengda- móðir mín. ” “Mr. Fowler,” mælti Mrs. Gondanza, “Dayle lávarður vill komast burt héðan. Þér viljið ef til vill ýta honum í stólnum yfir í farstofur hans? Vilt þú, kæra Hilarv, aðstoða mig við undirbúning burtfararinn- ar?” Varir stúlkunnar hreyfðust, en ekkert hljóð barst fram af þeim. Þegar þær voru orðnar einar, leit hún upp. “Er þetta satt?” hvíslaði liún. Mrs. Gondanza settist í sófann lijá henni. “Veiztu ]>að ekki, elskan?” mælti hún og beið við fáein augnablik áður en hún bætti við: “Vegna hvers — heldur þú — eg hafi verið svo hugsjúk út af gifting þinni og þessa manns?”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.