Lögberg - 20.02.1941, Page 2

Lögberg - 20.02.1941, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. FEBRÚAR 1941 Einhuga sigurviss þjóð FRÉTTABIiÉF FRA ENGLANDI Englendingur cinn, sein var hcr á landi í sumar, en fór hcðan i haust heim til sin, gaf Morgunblaðinu fyrirhcit um, að hann skyldi senda lilaðinu fréttabréf, er hann hefði verið það lengi heima í Englandi að hann hefði fengið tækifæri til að afla sér nákvæmrar vitneskju um það, hvernig þar er umhorfs, hvað sann- ast er um viðureignina í loftinu og hvaða hugur ríkir með þjóð- inni. Bréf hans, sem hann ritar um miðjan nóvember, fer hcr á eftir. Þegar eg kom til Englands átti eg ekki von á neinu góðu. Loftárásirnar voru þá í algleym- ingi, og talað um að innrás væri vfirvofandi á hverjum tlcgi. En cg hafði ekki fyr stigið fæti á land, en eg sá, að hressandi and- rúmsloft var ineð þjóð minni. Henni hafði aukist hugur og þrek við hörmungar og erfið- leika og við að sjá hvernig fóv fyrir Frakklandi. Öll þjóðin var önnum kat'in. Alt var hér með öðrum svip en útvarpið þýzka vildi vera láta í áróðri sínum, er talaði um úrkynjaða þjóð, sem vildi berjast til siðasta blóð- dropa — Frakka. Hér var þjóð að verki, örugg með sig og á- kveðin að mæta þeim hörðustu árásum sem hún nokkru sinní hefir mætt. Styrjöldin hafði vakið þjóðina til dáða. • .Síðan eg kom hefi eg gengið úr skugga um, að frásagnir hrezka útvarpsins um tjónið í loftárásunum eru réttar og sann- leikanum samkvæmar. Þar hafa verið gefnar sannorðar lýsingar á baráttunni um yfirráðin í löft- inu vfir Englandi. Flugvélatjónið. Síðan um miðjan október hafa Þjóðverjar hætt að gera hinar miklu loftárásir sínar að degi til. Þær hafa kostað þá 2,719 flug- vélar og sýnt hve Htilmegnugar hinar margumtöluðu steypiflug- vélar þeirra eru, þegar þær mæta “Hurricane”- og “Spitfire”-flug- vélunum brezku. Hér eru þó að- eins taldar þær flugvélar, sem vitað er um, að skotnar hafa verjð niður. En Þjóðverjar hafa mist íleiri, þvi margar hafa orðið fyrir það miklum skemd- um í loftbardögunum, að þó þær hafi ekki hrapað til jarðar á staðnum, þá hafa þær ekki kom- ist til bækistöðva sinna. Á þessu sama tímabili mistu Bretar samtals 769 flugvélar. Undravert er það, hve inargir flugmanna bjargast í fallhlifum úr flugvélum þeim, sem farast. Og þar eð loftbardagarnir hafa átt sér stað yfir Englandi, þá hafa þeir þýzkir flugmenn, er bjorguðust, verið teknir til fanga, en brezku flugmennirnir verið tilbúnir að leggja til orustu að nýju næstu daga. f flestum þeirra 769 flugvéla, sem Bretar mistu, var aðeins einn fluginað- ur. En í þýzku sprengjuflugvél- unum er 3—4 manna áhöfn. Þeir hafa því mist yfir 6,000 flugmenn, er farist hafa eða ver- ið teknir til fanga. Þetta tjón þeirra er þeim miklum mun til- finnanlegra en flugvélatjónið, þvi erfitt er fyrir þá að fá flug- menn í skarðið. Varnir hinna fáu. Flugher Breta getur fagnað þvi, að hafa að miklu leyti kom- ið í veg fyrir eða dregið úr á- rásum hins þýzka flugflota, sem hingað til hefir verið talinn svo öflugur, að enginn gæti honum viðnám veitt. Fyrir afrek þessi hefir hrezki flugherinn hlotið alþjóðarþökk. Þvi, eins og Churchill forsætisráðherra komst að orði: “Aldrei í nokkurri við- ureign, sem háð hefir verið i sögunni, hafa eins margir átt eins fáum eins mikið að launa.” Nýlega kvað stjórnarfulltrúi Bandarikjanna í flugmálum upp þann dóm um brezka flugher- inn, að hann stæði að öllu leyti framar þýzka flugflotanum, nema að þvi er snertir fjöld- ann. Og það er þess vegna. sem hrezki flugflotinn hefir staðið sig eins vel og raun er á orðin. Hvað hefði orðið um London og aðrar stórbprgir landsins, ef ástandið hefði verið eins og það var í Hollandi, varnirnar engar eins og þar, eftir því sem utan- ríkisráðherra Hollendinga segir í hók sinni um kúgun Niður- landa. Þar segir hann, að í Botterdam einni hafi þýzki flug- herinn drepið 30 þús. manns á hálfri klukkustund í heiftugri loftárás, er gerð var á þá horg. Þannig framkvæmdu Þjóðverj- ar “leifturstríð” sitt í lofti gegn þjóð sem gat ekki varið sig og sem þeir höfðu ekki einu sinni sagt stríð á hendur. Af þessu sézt greinilegast hve hroðaleg örlög stórborga Englands hefðu orðið, ef brezki flugherinn hefði ekki ýerið og aðrar loftvarnir, og ef ekki hefði unnist tími til að skipuleggja varnirnar. Manntjónið. f septembermánuði urðu Ioft- árásir Þjóðverja á England 7,000 manns að bana, en 11,000 særð- ust. I október höfðu 14,300 manns farist i loftárásunum, frá þvi Iofthernaðurinn hyrjaði, en 20,500 höfðu særst. Manntjón þetta er smávægilegt í saman- hurði við mannfallið í bardögun- um í síðustu styrjöld. Árásir Þjóðverja hafa upptendrað reiði almennings gegn Þjóðverj- um, en á engan hátt orðið til þess að menn létu hugfallast. Hið staðfasta hugrekki al- mennings, og einkum kvenþjóð- arinnar, er aðdáanlegt. Allir vinir mínir og kunningjar í London, og sumir þeirra eru í háum stöðum, sem unnið hafa að því að kopia sjúkrahúsmál- unuin í gott lag, koma upp loft- varnabyrgjum og unnið að hjálp- arstarfsemi fyrir fólk, sem orðið hefir húsnæðislaust og þarf að sjá fyrir fæði og húsnæði, eru sammála um, að glaðværð og staðfesta Lundúnabúa sé eins að- dáunarverð og lýsingar blaða og útvarps skýra frá. Er menn koma til London, undrast þeir hve horgarlífið er þar með sama svip og áður. Hér og þar eru skörð í húsaraðirnar meðfram götunum, þar sem sprengjur hafa fallið. En i flest- um borgarhverfum eru þau skörð alls ekki mörg. London með sama svip. Þrátt fyrir árásir Þjóðverja er daglega lifið í London lítið breytt frá þri sem það á að sér. Mannfjöldinn á götunum eins og áður, sem fer ferða sinna. Og þó menn heyri skotdrunur yfir höfði sér eða hvininn i loft- vamalúðrunum, láta þeir það ekki á sig fá að degi til. Strætis- vagnar, Ieigubílar og einkabilar streyma um göturnar, og járn- brautarlestyr fara á hrveTjum degi frá London til allra héraða landsins. / Þegar dimma tekur hliðra menn sér hjá að vera á ferð á fötunum, vegna niðamvrkursins, og til þess að forðast að verða fyrir kúlnabrotum úr loftvarna- byssum, sem eru að verki meðari næturárásir standa yfir. Mörg hundruð þúsund manns leita þá i loftvarnabyrgi, sem eru þann- ig útbúin, að fólk geti hvilst þar og sofið. — Miklar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að fólk geti fengið fæði á kostnað hins opinbera í London og í öðrum borgum landsins. For- ystumaður þeirrar starfsemi er fiskkaupmaður einn, sem er mörgum fslendingum kunnur. Fyrsta sprettinn eftir að loft- árásir hófust fyrir alvöru, var slökkvistarfið eitt erfiðasta vandamálið. Þá lýstu oft miklir eldar upp loftið yfir borginni. En nú gengur alt slökkvistarf mikið hraðar, og allur almenn- ingur hefir fengið mikla æfingu í því að finna öll eldsupptök og kæfa eldsvoða i fæðingunni. Eld- hættan er því hverfandi hjá því sem hún var áður. • Póstgöngur eru seinni en áður, en halda viðstöðulaust áfram. Og símaviðskifti eru ótrufluð. Eg hefi sjaldan orðið þess var að bið verði á afgreiðslu símtala frá landsbygðinni við London. Þegar bilanir hafa orðið á vatnsleiðslum, holræsum, raf- magnsstöðvum eða öðrum þeim mannvirkjum sem nauðsynleg eru i hverri horg, hafa þær fljót- lega verið endurbættar. 567 þús. börn höfðu verið flutt frá Lon- don fyrir lok október, en um 300 þús. eru eftir í borginni. Ekki hafa stjórnarvöldin verið örfuð til þess að,hraða brott- flutningi barnanna. Þvert á móti. Örfa hefir þurft foreldr- ana til þess að leyfa að börnin færu heiman að. Margir, sem enga sérstaka atvinnu hafa í London, hafa flutt sig þaðan. En aldrei hefir borið á neinum skyndilegum flótta þaðan.Miljón- ir manna halda áfram að lifa og starfa í London, og svo mun verða áfram. Sprengjuvarp yfir borgina af handáhófi mun ekki eyða borginni né yfirbuga þjóð- ina. Það sem meira er: Til London koma enn vörubyrgðir frá flutningaskipum og höfnum, frá skipalestum sem sigla um Dover-sund. Og frá London er vörunum dreift út um landið.— Skift um aðferð. Frá því í miðjum október hafa Þjóðverjar skift um flugvélar til árása á London. í stað hinna stóru sprengjuflugvéla, hafa þeir1 notað síðan litlar bardagavélar. sem geta ekki flutt nema litið af sprengjum. Þær fljúga í 4000—7000 feta hæð. Loftið yfir Englandi er ekki eins tært og gagnsætt og loft er á íslandi, og því er það ógerningur að miða og hitta ákveðin skotmörk úr þessari hæð. Að Þjóðverjar urðu að breyta þannig til, stafar af því hve loftvarnirnar reyndust duga vel. Þessar flugvélar eru ekki eins hættulegar og hinar, enda hrekja flugmenn Breta þær oftast á brott. Sá er munurinn á æfingu og þjálfun brezkra og þýzkra flug- manna, að brezkir flugmenn voru æfðir í því að fljúga að nóttu til og hæfa ákveðin mörk með sprengjum sínum, en æf- ingu í slikum árásum höfðu þýzkir flugmenn ekki, því þeir bjuggust við að þeir hefðu yfir- tökin í lofti yfir Englandi að degi til, og þyrftu því ekki á þvi að halda að æfast undir nætur- árásir. En vegna þessa þá bera næturárásir Þjóðverja á England ekki sama árangur eins og næt urárásir Breta yFir Þýzkalandi. Æfing og þjálfun á þesskonar flugi tekur langan tíma, svo þýzkir flugmenn geta ekki aflað sér þeirrar skotfimi í skjótu bragði. Á meðan vinna brezkir sérfræðingar að því að gera loft- varnir Breta gegn næturárásum virkari en þær hafa verið, og finna leiðir til þess að vinna bug á flugvélum þeim, sem koma yfir borgirnar í myrkri. Af handahófi. Það leýnir sér ekki að þýzku flugmennirnir, sem gera árásir sinar að nóttu til, varpa sprengj- unum mjög af handahófi, bæði á London sjálfa og úthverfi borg- arinnar. En næturnar þar um slóðir og hvar sem er í landinu eru oft hávaðasamar. Menn heyra sprengjur falla við og við, og eins skothriðina úr loftvarna- byssunum. Og enginn getur verið öruggur um að einmitt hans hús verði ekki fyrir sprengju þá nóttina. En sem betur fer, eru það ekki nema tiltölulega fáar sprengjur, sem valda verulegu tjóni. Meiri hlut- inn af sprengjunum gerir sprengjugígi sína á bersvæði. Menn verða að sætta sig við lífshættuna. En hún er ekki meiri en það, að menn venjast henni. Enda er, sem fyr er get- ið, langt frá þvi að daglegt 1H' manna hafi á nokkurn hátt færst úr skorðum. Margir leitast við að vera komnir heim til sín á kvöldin þegar kvöldlúðrar loftvarnanna byfja. Og margir hafa vanið sig á að taka upp siði hellisbúa og sofa í loftvarnabyrgjunum. í sumum borgum við ströndina eru börnin orðin svo vön við skotdrunur flugvélanna, að þau fleýgja sér flöt til jarðar í miðj- um leikjum sínum, jafnskjótt og þær heyrast. Hávaðinn þreytir menn mest. En hann vekur ekki eins mikla skelfingu og fyrst í stað, vegna þess að nú vita menn að ekki verður annað úr þessu en sprengj ugýgir hér og þar, og glerrúður sem brotna. Lundúna- búum er farið að finnast skot- dynur loftvarnabyssanna þægi- legur, enda altaf viðkunnanlegri en drunurnar í árásarflugvélum Þjóðverja. Verzlunin. útflutningsskýrslur Bretlands fyrir september sýndu, að út- flutningur í þeim mánuði var meiri en í ágúst. Að útflutnings- verzlunin hefir aukist þrátt fyrir það, þó markaðirnir á megin- landinu hafi lokast, sannar það, að loftárásir Þjóðverja hafa litlu áorkað til þess að spilla iðnaði Bretlands og koma glundroða á framleiðslu þjóðarinnar. Verzl- unarsýrslurnar sýna, að Þjóð- verjum hefir ekki orðið inikið ágengt í því að stöðva samgöng- ur við England. Að undantekn- um fslendingum og fáeinum öðr- um eyþjóðum eru það fáir, sem þurfa á eins miklum innflutningi að halda að tiltölu við fólks- fjölda og Bretar. En samt sem áður eru miklar birgðir nú í brezkum verzlunum, og engar vörur skamtaðar nema nokkrar matvælategundir. Skömtuninni er vel stjórnað. Hvergi sjást biðraðir fyrir framan verzlanir, og nóg hægt að fá af mat. Birgða- málastjórn hefir safnað miklum vörubirgðum í landið. Fyrsta áfall Hitlers. Fyrsta áfall Hitlers, sem fyrir hann hefir komið, er það, að honum skyldi ekki takast með skyndilofthernaði að yfirbuga brezka loftherinn. Með þvi eru líkurnar orðnar mjög litlar til þess að honum takist innrás í landið, þar eð herafli hans hefir ekki yfirtökin í lofti. Til þess að geta komið innrás í kring sýnist nauðsynlegt að hafa svo mikinn loftflota að hann geti rekið brezku herskipin á flótta og lamað viðnámsþrótt land- varnarliðsins. Eina umkvörtunin, sem eg hefi heyrt i garð bfezku her- stjórnarinnar er sú, að hún skuli ekki hafa lofað innrásarhernum ótrufluðum að búa uin sig á meginlandinu, til þess að hann legði út á sjóinn og mætti þar brezka flotanum og flughernum ogyrði þar eyðilagður. Það hljóta að vera árásir brezkra flug- manna á innrásarhafirnar og spellvirkin, sem þeir hafa þar gert, er hefir orðið til þess að innrásartilraun hefir ekki verið gerð. En áhættan fyrir Breta við að hleypa innrásinni á stað hefði verið of mikil. Þess er og að gada að eftir því sem lengra líður verður innrásartilraun Þjóðverjum hættulegri. Hefði hún verið gerð rétt á eftir Dun- kirk-orustunni, þá hefðu Þjóð- verjar k.omið að Bretum óvið- búnum. En þá var hún ekki reynd, hvort heldur það var af þvi, að undirbúningur Þjóðverja KAUPIÐ ÁVALT LUMBER h}k THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 var þá ekki kominn nægilega langt til þess, ellegar það var vegna þess að Hitler kaus held- ur að Ijúka fyrst viðureigninni við Frakka. Mistök Þjóðverja í því að ná yfirhöndinni yfir brezka loft- flotanum hefir vakið óbifanlegt traust almennings í Bretlandi á framtíðinni. Þó útlitið sé á margan hátt ískyggilegt og fram- tíðin muni bera margskonar þrautir í skauti sínu brezki: þjóðinni til handa, hætturnar og erfiðleikarnir í Miðjarðarhafi og víðar eru öllum augljósar, þá er það enginn sein lætur sér ann- að til hugar koma, en Bretar sigri. Bíkisstjórnin gerir ráð fyrir að næsta ár hafi brezki loftflotinn ekki aðeins yfirburði yfir þann þýzka að því er snertir flugvélatækni og þjálfun flug- manna, heldur verði brezku flugvélarnar þá orðnar fleiri en þær þýzku. Og þessir yfirburð- ir fara hraðvaxandi úr því, eftir því sem áætlanir um flugvéla- smíðar innan heimsveldisins komast í framkvæmd, og fram- leiðsla Bandaríkjanna eykst. Á hinn hóginn er það álit manna, að þrátt fyrir framgang Þjóðverja sé ekki alt í eins góðu lagi þar eins og manni kann að sýnast. Hvorki í lofti né á sjó hafa Þjóðverjar sýnt sama at- gerfi og liðsmenn keisarans í síðustu styrjöld. Þá höfðu Þjóðverjar yfirburði í lofti yfir Bandamenn alt fram til 1918. Þá kom ekkert svipað fyrir þýzka flotann eins og Graf Spee sagan nú. Þá söktu Þjóðverjar aldrei sínum eigin skipum. Hve mikið svo sem veldi Hitlers er, þá vænta Bretar þess, að þeim takist að brjóta það á bak aftur, eins og þeim tókst með veldi P'Japóleons. Að vísu áttu Betar þá bandamenn á meginlandinu, sem þeir eiga ekki nú. Ekki er heldur hægt að bii- ast við því að uppreisn verði í löndum þeim, sem Hitler hefir yfirunnið, þvi vopnavald ein- ræðisherranna er svo mikið með hinum nýtízku hernaðarsækjum. En frá samveldislöndum Breta og frá Bandaríkjunum geta Bretar fengið feikilega mikla hjálp. Eina ferlega vitleysu hef- ir Hitler gert og það er að til- kynna opinberlega bandalag Japana við “öxul”-ríkin. Með þessu örfaði hann Bandaríkja- menn til þess að standa samein- aða í því að beita iðnframleiðslu sinni Bretum til styrktar, og haga framleiðslunni eins og bezl hentar i ófrðii. Þegar þess er gætt, að iðnframleiðsla Banda- ríkjanna getur orðið tvöföld til þreföld á við alla framleiðslu Evrópuþjóða, að frádreginni framleiðslu Breta sjálfra, þá er það augljóst mál, að erfitt er að gera of mikið úr þeirri hjálp, sem Bandáríkjamenn geta veitt. Þar við bætist það, að Banda- ríkjamenn munu vinna að hern- aðarlegri aðstoð til handa Bret- um af heilum hug, en vafasamt verður að teljast að eins verði um Evrópuþjóðir og aðstoð þeirra til Þjóðverja, þrátt fyrir alla skipulagshæfileika Þjóð verja. Hinir miklu möguleikar Breta í iðnaði og iðnaðarleg að- stoð Bandarikjanna og samveld- islandanna sýnir hve mikils Bretar geta orðið megandi í langri styrjöld. En úrslit styrj- aldarinnar velta ekki síður á gerfileik liðsmannnana, hernað- arlækjunum, magni þeirra og kostum, en á hermannafjöldan- um. Hugrekki almennings meðal hernaðaraðila hefir líka sín á- hrif. í þessu sambandi má ekki heldur gleyma einbeitni og þreki hinna frjálsu þjóða samveldis- landanna. Áður en styrjöldin braust út var fimti hver flug- maður í brezka flughernum sjálfboðaliði frá samveldislönd- unum. Brátt mun aragrúi flug- manna frá æfimgaskólum Can- ada streyma til Englands. Nú jiegar er sá straumur orðinn ör- ari en ráð var fyrir gert. Flug- mennirnir, sem þaðan koma, eru hinir fræknustu. Þeir fá þjálf- un sína i víðáttuin Canada, fjarri ófriðartruflunum. Bretar eru fljótir að gleyinu mótgerðum, eins og sýndi sig eftir 1918, og seinir til að leggja í ófrið. Þeir hafa altaf verið seinir til. En þetta seinlæti hef- ir líka á síðasta ári komið þjóð- inni í hina mestu hættu. En þegar út i baráttuna er komið, eru þeir seigir fyrir. f Bretlandi eru engar lýðæs- ingar nú. En þjóðin er meira samhuga en hún hefir nokkru sinni áður verið. Bretar eru samhuga í fyrirlitning sinni á öllu athæfi nazista, og i þvá að láta einskis ófreistað til að berj- ast gegn nazismanuin. Steypiflóð hörmunga hefir ekki dregið kjark úr Bretuni. Þjóðverjar eru reiðir þeim fyrir það að þeir skyldu ekki ha'fa viðurkent það í júni, að þeir væru sigraðir. En Bretar hafa þar þvi einu að svara, að vel mættu Þjóðverjar muna, að Bretar vinna aldrei orustur — nema þá síðustu — eins og 1918- —Leb. Mbl. des. 1940. Hagalagðar Eftir Finnboga Hjálmarsson. Eftir því sem eg nálgast for- feður mína eða það af mér, sein tilheyrir jörðinni, datt mér 1 hug, svona rétt undir vertíðar- lokin, að ganga á slóð þeirra núna á meðan sporrækt er, og rekja upp fáein spor úr viðburða- rás aldanna, sem þeir lifðu á- Eg varð áttra'ður 16. septeinber í haust sém leið, og er nú eins og þið skiljið á þessum aldurs- reikning íninum, svolítið farinn að nudda mér upp við níunda tuginn, landar mínir, jafnaldrar og svo nokkrir dálítið yngri. Það sem eg ætla að bera á ininnisborðið fyrir ykkur núna, er að minsta kosti sumt af þvi fimrú sinnum eldra en eg sjálf' ur, eða þið hinir áttræðingarnir og sjötugsessurnar. Það væi'i þvi engin furða, þó þið fynduð fyrnsku-keim að þvi, og álituð það vera orðið nokkuð fornsoðið- Það hefir nú ykkur satt að segja staðið í smala-asknum hans Espólíns okkar uppi á búrhill- unni á Frostastöðum i Skaga- firði um eitt hundrað tuttugU og fjögur ár, og þá sumt af þvl yfir tvö hundruð ára gamalt, þegar það var látið undir ask- lokið. Það hefir margt súrnað á skemri stundu, en allri þess- ari aldalöngu langaföstu. En svo eg lengi nú ekki þessi for- málsprð fram úr öllu hófi. Þá er bezt að láta ykkur öldungana vita það strax, hvaða súrmeti það er, sem eg ber á borð fyr'n' ykkur núna í þykkviðrinu á jiorranum 1941. Gamall íslenzk- ur málsháttur segir að fleira se matur en feitt két, en þorir ekki fyrir sitt lif að minnast á rúllii- pylsu, ónbrauð, lifrarpylsu eða skyr, þvi það góðmeti er veizlu-

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.