Lögberg - 27.03.1941, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.03.1941, Blaðsíða 4
4 LÓGBERG. FIMTUDAGINN 27. MARZ, 1941 —-—Högberg-------------------------- OefitS út hvern fímtudag af THJ£ COL.UMB1A PKESS, IJMITKD *t»5 Sargeut Ave., Wiunipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBBRG, 695 Sargent Ave., Winnipeg. Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "L.ögberg" is printed _nd pub.ished by The Columbía Press, Uimited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Fallegt rit og vandað Tvö hefti af Kirkjuritinu liafa nýlega verið send Lögberíri til umsagnar, er hafa mikinn og margháttaÖan fróðleik til brtinns iiÖ bera ; margar ágætar hugvekjur og nokkra prýðilega sálma; ritstjóm hafa með höndum tveir prófessorar við guðfræðideild háskóla íslands, þeir Ásmundur Guðmundsson og Magnús Jónsson; h#fti þessi eru fyrir des- gmber 1940 og janúar í ár; er hið fyrra helg- að síðastliðnum jólum, og bregður ein grein- in upp skýrri mynd af jólum í baðstofu á íslandi; mvnd, sem eldra fólkinu að minsta kosti, er minnisstæð og hugþekk; þessi stutta, en undurfagra ritgerð nefnist Jólaminning- ar, og er höfundur hennar Þórunn Riehards- dóttir; venga hins milda og mannúðlega svips, er auðkennir þessar Jólaminningar, og vegna þeirrar birtu, er hún varpar á ís- lenzkt jólahald í sveit fvrir mörgum árum, ætlum vér að endurbirting hennar í Lögbergi, verði metin af mörgum: JÓLÁMINNINGAR Jól í hreysi og liöllum hringja klukkur nú inn. Jól, með fjörðum og fjöllum — fa?ddur meistari þinn. Berast bergmál um hlíðar, boða hækkandi sól. Hljómar víðar og víðar: Vinir, gleðileg jól! Já, blessuð jólin eru að koma. Heimur- inn logar í heift og hatri, fjandskap og víga- ferlum, en “þó mörg og stór sé mannleg synd, miklu stærri er náðin.” Og stærsta náðin frá alveldisins hendi eru blessuð jólin, og alt í sambandi við þau. Hver man ekki eftir jólasögunni hennar Selmu Lagerlöf, þegar fátæka konan ól barnið sitt í hellis- skúta á jólanóttina, og maðurinn hennar fór að sækja eld inn í skóg, þar sem viltir hjarð- menn vöktu með Ýarðhundana kringum bál, sem þeir höfðu kveikt sér til hita, en hjörðin lá og jórtraði. Hann bað þá að gefa sér eid. Hann mátti fá hann, ef hann gæti tekið liann með sér, og þeir hæddust að honum. Hundarnir göptu en þeir bitu hann ekki. Hann stiklaði á bökum kindanna, en þær hreyfðu sig ekki. Hann tók eldskíði í treyju- lafið sitt, en það brann ekki, og hann komst lieim með eldinn og það varð hlýtt og bjart í hellinum. En foringi hirðanna elti hann til að vita, hverjum undrum þetta sætti, og fékk þá að vita, að englar Guðs hefðu boðað frið og velþóknun á jörðu; kristnir menn héldu heilög jól af því, að undursamlegt barn hefði fæðst þessa nótt. langt austur í löndum. Þá vildi foripginn ekki vera eftirbátur annara, en tók mjúkt, hvítt lambsskinn upp úr tösku sinni og sveipaði um nýfædda barnið. — Eða hver af eldra fólkinu man ekki sín tigin blessuðu bernskujól, í gömlu baðstof- unni heima, með kertaljós, laufabrauð og brydda skóf Alt var þvegið og fægt, sópað og prýtt eftir föngum. — Pabbi situr við borðið með tvö kertaljós, og Péturshugvekj- ur opnar fyrir framan sig, hann er að finna sálmana, sem á að syngja “ til lesturs.” Mamma situr á rúminu sínu og heldur að sér höndum — aklrei þessu vant. — og litla systir — fimm ára — tvístígur fyrir framan hana, hallar undir flatt, og horfir á hana með undrun og gletni í augunum, þangað til liún getur ekki lengur orða bundist: “Ja, nú er þó auðséð að jólin eru komin, því að mamma er eltkert að gjöra!>> Og svo byrjar pabbi sönginn með sinni sterku hljómfögru rödd: “Heims um ból,” og allir syngja með,—og svo á náttúrlega að syngja á eftir: “Sjá liimins’ opnast hlið,” nýja sálminn, sem séra Björn Halldórsson sendi prestinum okkar nýortan, og séra Hjálmar (okkar) var svo elskulegur að senda afrit af honum á ýmsa bæi í sveitinni, svo að við lærðum hann strax, og lagið fengum við úr sönglagabók Péturs Guðjohnsen. — Svo komu veitingar og smágjafir, sem höfðu verið útbúnar með mikilli leynd, en allir voru sælir og glaðir, og loks “tímdu” börnin ekki að sofna frá blessuðu ljósinu, því að það átti að loga alla nóttina, — en auðvitað sofnuðu þau undir eins, með gjafirnar sínar undir koddanum. f Kirkjubæjar kirkju í Hróarstungu var til, fram undir síðustu aldamót, útskorið Maríulíkneski með Jesúbarnið í fanginu. Hefir það sennilega fylgt kirkjunni framan úr kaþólskum sið. — Óteljandi voru þær pílagrímsferðir, sem börn og unglingar safn- aðarins áttu upp á kirkjuloftið, til að skoða þessa mynd, en þau skoðuðu hana.ekki sem brúðu eða leikfang, heldur með einkennilega Látíðlegum fjálgleik; var sem einhver innri hvöt seiddi þau þangað. Það hefði verið eins mikil synd að varna þeim þess, eins og að neita þeim um vatn að drekka. — “Mér finst altaf jólin vera komin, þegar eg sé þessa mynd,” sagði ein litla stúlkan, og skein af henni hreinskilnin. — Mörgum árum síðar kom fullorðin kona inn á þjóð'minjasafnið í Reykjavík. Safnið var þá gevmt í einhverju millibilsástandi uppi á lofti í Landsbankan- um. Konan leit tómlátlega á gamla dótið í kringum sig, og varð reikað yfir að vegg, þar sem stóðu nokkurar tréskurðarmyndir. En, drottinn minn- Hvað sá hún? Gamla Maríumyndin frá Ivirkjubæ var þarna komin. En nú var komin ljót sprunga í fótstaliinn, og andlitin ba>ði sködduð, en sama seiðmagn- ið fylgdi myndinni. — Jæja, það sá enginn maður, hvað konan gerði, en hún kraup við myndina, þrýsti henni að barmi sér, og vætti hana með tárum sínum. Tómlætið var horf- ið. Barnslundin hafði vaknað í brjósti henn- ar. Konan var alin upp ísKirkjubæjarsókn, og þessi mynd minti hana enn á jólin þar. Eg var einu sinni í sjúkraliúsi um jól; það var í ókunnu landi. Eg var léleg í mál- inu, — kom þangað 15. des. og þekti ekki nokkurn mann. Á jólanóttina töluðu stall- svstur mínar mikið um það, hvað þær mundu fá margar heimsóknir, g'jafir og bréf næsta dag. Elg átti ekki von á neinu, og lá við að vorkenna sjálfri mér vinaleysið og einstæð- ingsskapinn. En þegar eg vaknaði á jóla- dagsmorguninn, þá iá stórt bréf á koddanum hjá mér, og var prentað á það: Bréf til þín. í bréfinu var fallegt jólakort, og orð, svo sönn, huggandi og hlý, að þau vöktu bæði klökkva og kjark, — ekkert nafn. En seinna fékk eg að vita að það væri félag eitt, sem m. a. hefði það á stefnuskrá sinni að senda einstæðingum, í sjúkrahúsum, og víðar svona bréf. Væri óskandi, að margir vildu gera það sama. Það kostar lítið, en getur svo ósegj- anlega glatt þann, sem fær það; en bréfið verður að vera hlýlegt, koma frá hjartanu. ()g þá er það líka ekki svo slakur þáttur í einingar og bróðurstarfseminni, sem við höf- um aldrei haft jafn knýjandi þörf fyrir að halda vakandi sem einmitt nii. f Guðs friði! Þórunn Richardsdóttir. Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga í Veálurheimi, 22. árg. I 94 1 Ritstj.-.Gísli Jónsson. Þessi nýútkomni árg. er engu síður fjöl- breyttur að efni og vandaður að öllum frá- gangi en hinir fyrri; flytur átta ritgerðir um ýmisleg efni, tvær smásögur og tíu kvæði. Eins og sjálfsagt var skipar minning séra Rögnv. jPéturssonar öndvegið í ritinu. Skrif- ar séra Guðmundur Árnason ýtarlega um hans fjölþætta æfistarf, hæfileika og mann- kosti, en ritstjóri Tímaritsins flytur honum i inkar hlýja vinarkveðju í ljóði. Eg er Dr. Beck þakklátur fyrir að reyna að vekja meiri eftirtekt landa hér vestra á Huldu skáldkonu. Þó eg hafi ekki átt kost á að lesa öll Ijóðmæli Huldu, þá hefir mér altaf fundist hún skipa sérstakan sess meðal ljóðskálda okkar að því leyti að hún hefir af meiri kostgæfni og innileik en flestir aðrir, helgað Ijóðhörpu sína fegurðinni, helzt þar alt í hendur, ijóðform, mál og hugsjónafeg- urð. Nær fegurðardýrkun-hennar ekki að- eins til náttúrunnar, heldur einnig alls þess, sem fagurt er í lífi manna og'eðli. Stingur ]ætta nokkuð í stúf við þá stefnu, er sum- staðar hefir orðið efst á baugi og þó mest i ébundnu máli, þar sem skáldin virðast álíta það takmark listarinnar, að verða lyftistöng illmenskunnar eða sýningarpallur ruddaskap- ar og flónsku, sækjast því eftir að ná í s(*m allra ófegurst efni og dubba það upp í sem allra herfilegast mál. Hafa ýmsir listdómar- ar gerst til þess að halda hlífiskildi yfir þess- ari bókmenta ómensku með því að taka skáld- verka ófreskjurnar og smyrja þær í hrósvellu sinni til að dylja innihaldsleysi þeirra fyrir brjóstviti almennings, og hafa þeir sýnt í þessu mikla tækni og ástundun. Ritstjóri Tímaritsins skrifar fróðlega og skemtilega ritgerð um “Fimm alda afmæli prentlistarinnar. Séra Valdimar J. Eylands skrifar um “Andann frá Berlín og áhrif hans,” er það skemtilega samandregin lýsing á Iífsspeki hinnar þýzku þjóðar. En ekki tel eg sennilegt að sú lífsspeki sé höfuð orsÓk þeirra hörmunga, sem nú ganga yfir heiminn. Það var fráleitt þýzk lifsspeki, sem réði þeim friðar- skilmálum, sem Þjóðverjum var þröngvað til «ð samþykkja að stríðinu loknu. Ekki heldur mun hún hafa ráðið þvi að féð streymdi til Þýzkalands eftir stríðið bæði frá Englandi og Bandaríkju Ameríku, sem notað var til að byggja upp herskap Þýzkalands, sem nú er verið að brjóta niður aftur. Og tæplega mun vera hægt að skrifa á synda reikning Þjóðverja alla ábyrgð á því hvernig fór um Þjóðbanda- lagið, því engir af forráða mönn- um stórveldanna munu hafa ver- ið við þvi búnir að leggja niður vopnin og afsala sér hnefaréttin- um, en leggja deilumál sín undir alþjóða dómstól nema stjórnend- ur Rússlands. Margt fleira er í ritinu og alt læsilegt. Kvæðin eru öll sæmileg og sum mjög góð svo sem “Ár- langt of æfilangt,” eftir Jakobinu Johnson og kvæðið “Jón frá Hurðarbaki eftir Einar P. Jóns- son. Ætti rit þetta að komast inn á sem allra flest islenzk heimili. Allir meðlimir Þjóðræknisfélags- ins fá það ókeypis. Hjálmar Gíslason. SafnaÖHrmál Reykjavíkur Gerræði kirkjumálaráðherra mótmælt Færri komust að en vildu í Gamla Bíó á sunnudaginn, þar sem rætt var um veitingu annars prestsembættisins í Hallgríms- sókn. Gerræði kirkjumálaráðherra var mótmælt og einnig var sam- þykt, að stofna nýjan söfnuð í Reykjavík, með séra Jón Auðuns sem prest. Um 800 manns sátu fundinn. Formaður undirbúningsnefndar, Stefán A. Pálsson kaupmaður setti fundinn, lýsti tilefni hans og tilgangi. Fundarstjóri var Gunnar E. Benediktsson lögfr. og ritari Sigurður Kristjánsson alþm. / Til máls tóku: Sigurður Krist- jánsson alþm., Árni Jónsson alþm., frú Guðrún Jónasson, herra Sigurgeir Sigurðsson biskup, séra Þorsteinn L. Jóns- son, Jakob Jónsson kennari, frk. María Maack og Helgi Kr. Jóns- son verkstjóri. Allir ræðumenn (nema bisk- up) víttu harðlega gerðir kirkju- málaráðherra. Biskupinn bland- aði sér ekki í deilumálið. Hann hvatti menn til sameiningar um málefni kirkjunnar og bað menn að gera ekki þann óleik, að segja sig úr þjóðkirkjunni Árni Jóns- son dró úr þvi, að stofnaður yrði nýr söfnuður. Aðrir ræðumenn voru á ann- ari skoðun og fundurinn fylgdi þeim. Eftirfarandi tillögur komu fram: “Fundur, haldinn i Gamla Bíó sunnudaginn 12. janúar 1941, mótmælir harðlega þvi gerræði, sem framið var með skipun i prestsembætti Hall- grímsprestakalls, er gengið var fram hjá öðrum þeirra umsækjanda, er flest hlaut at- kvæði við kosninguna. Telur fundurinn ráðherra freklega hafa brotið gegn vilja safnað- arins, og með því framið mjög vítavert lýðræðisbrot.” Tillaga þessi var samþykt ein- róma af svo til öllum fundar- mönnum. Þá kom fram önnur tillaga svohljóðandi: “Fundur, haldinn i Gainla Bíó í Reykjavík 12. jan. 1941, sainþykkir að stofna söfnuð i Reykjavík, með séra Jón Auð- uns sem prest.” Tillagan var samþykt með öll- um greiddum atkvæðum gegn 6. Þessu næst tilkynti Stefán A. Pálsson að þeir, sem vildu vera með í stofni^n nýs safnaðar, ga*tu innritast strax. Gerðu það margir. Séra Jón Auðuns hafði verið beðinn að koma á fundinn, ef samþykt yrði að stofna nýjan söfnuð. Hann kom i fundarlok og lýsti yfir þvi, að hann tæki að sér prestsstörf fyrir hinn nýja söfnuð. Var ræðu hans vel tekið. Undirbúningsnefnd hins nýja safnaðar skipa: Stefán A. Páls- son kaupm., Engilbert Guð- mundsson tannlæknir, Guðm. Guðjónsson kaupm., Jakob Jóns- son kennari, María Maack yfir- hjúkrunarkona, Sólmundur Ein- arsson bóndi og Stefán Thoraren- sen lögregluþjónn. —Mbl. 14. jan. ’41. * * * Guffm. Benediktsson: Kirkjumálaráðherrann brýtur lýðræðið Áður en kunnugt varð um veit- ingu prestakallanna hér í bæn- um, lét Hermann kirkjumálaráð- herra Tímann og Alþbl. birta viðtal við sig, þar sem hann reynir að verja það, að hann hafði veitt séra Jakobi Jónssyni annað prestsembættið í Hall- grímssókn. Hann byrjaði vörn sina áður en nokkur réðist á hann. Ekki hefir nú samvizkan verið í góðu lagi! Rök ráðherrans — ef rök skyldi kalla — til réttlætingar þessari emhættisveitingu, virðast eiga að vera þessi: Að Hannes Hafstein hafi einu sinni gengið fram hjá umsækj- endum, er hlutu fleiri atkvæði, en veitt þeim er fékk færri at- kvæði. Að löggjöfin hafi færst í þá átt að fá kirkjumálaráðherra meira og meira vald yfir veitingu prestakalla. Löggjafinn ætlist því heinlínis til þess að ráðherra virði atkvæðamagn umsækjenda að vettugi, ef kosning er eigi lögmæt, og veiti þeim er hon- um sýnist. Ef tilgangur löggjaf- ans væri ekki þessi, þá hefði hann hlotið að takmarka vald ráðherrans. Alþingi sé “hið lýðræðislega vald í þessu landi,” og þvi sé það hin mesta firra að ráðherrann hafi brotið í bág við lýðræðið með umræddri em- bættisveitingu. Þetta eru nú rökin — eða rök- /il lur — ráðherrans. Það hefir verið upplýst, að Hannes Hafstein veitti áminst prestakall eftir tillöguin biskups, að biskup gerði tillögur sínar, er honum var ljóst orðið, að söfnuðurinn mundi sundrast, ef skipað yrði í embættið á annan veg. — Prestakallið var því veitt eins og gert var til þess að koma í veg fyrir að söfnuðurinn klofn- aði. — Hermann Jónasson veiTti aftur á móti hið umrædda em- bætti í Hallgrimssókn þvert ofan i tillögur biskups. Og þó var honum orðið ljóst, að veitingin hlyti að valda sundrung í söfn- uðinum. Hannes Hafstein veitti því Hólmaprestakall á þann hátt, sem áður er sagt, til þess að efla kirkjuna. Hermann Jónasson veitir embættið til þess að sundra kirkjunni, og vinna þann- ig gegn henni. Það er hin mesta firra, að lög- gjafinn hafi ætlast til þess að ráðherrann færi eftir eigin geð- þótta við veitingar prestakalla, ef kosningar í þeim yrðu ólög mætar. — Stjórnarskrárgjafinn hefir tekið þjóðkirkjuna upp á arma sína og heitið henni sér- stakri vernd. Þess vegna er augljóst, að löggjafinn hefir auk- ið vald ráðherra yfir veitingum prestakalla til þess að efla kirkj- una, til þess að koina í veg fyrir sundrung safnaðanna. Hann fékk ráðherra aukið vald í hendur, til þess að ráðherra gæti, án nokk- urs ámælis, hagað veitingum eins og Hannes Hafstein gerði í umrætt skifti, þegar hætta var á að söfnuðir sundruðust eða klofnuðu. — Hermann Jónasson hefir því tvímælalaust beitt veit- ingarvaldinu gagnstætt vilja lög- gjafans. Löggjafanum verður ekki á- mælt fyrir það, að hann hefir ekki bundið hendur veitingar- valdsins. Hann þekti hættuna á sundrung safnaðanna, eins og áður er sagt, og vildi koma i veg fyrir hana. Hann hlaut að gera ráð fyrir því, að kirkju- malaráðherrann sýndi kirkjunni vináttu en eigi fjandskap. Hann vissi, að magra áratuga venja var komin á um að veita þeim um- sækjendum, er flest fengu at- kvæðin, — venja, sem aðeins einu sinni hafði verið rofin. og eingöngu í því skyni, að forða kirkjunni frá skakkafölluni- Löggjafinn gleymdi aðeins einu: Hann mundi ekki eftir hinu póli- tíska siðferði Framsóknarflokks- ins. Eg hefi nú sýnt fram á, að þessi embættisveiting brjóti gegn vilja löggjafans, er Hermann Jónasson bygði alla sína vörn á honum. Hann hefir því tvímæla- laust brotið lýðræðið á mjög eft- irminnilegan hátt. En jafnvel þó að það væri rétt, að H. J. hefði ekki brotið gegn vilja löggjafans með þessari eni- bættisveitingu, þá sýknar það hann ekki. — Ráðherrann segir að vísu, að “Alþingi sé hið æðsta lýðræðisvald í þessu landi.” En það er skakt. Stjórnarskrár- gjafinn — Alþingi, kjósendui' landsins og konungur í samein- ingu — ræður yfir lýðræðinu eins og' öðrum þáttum stjórn- skipulagsins. Alþingi getur því brotið lýðræðið og hefir gert það á stundum. H. J. getur þvá ekki fhiið bak við löggjafann. Hann getur ekki veitt honum neitt skjól, þó að hann væri í sain- ræmi við gerðir hans, sem ekki er. Lýðræðið er ungt í landi hér. Þeir, sem unna því af alhug halda fast í þá trú sína, að það eflist og þróist eftir því sem tímar líða. Framsóknarflokkurinn hefii' talið sig skjól og skjöld Iýðræð- isins. Hann hefir talað margt og mikið um ofurást sína á lýðræð- inu. Maður skyldi þvd halda, að honum hefði tekist að ala sjálf- an sig upp í lýðræðisanda. V’erk- in sýna merkin. Hin umrædda embættisveiting í Hallgrímssókn er eitt af þeim. Hann getur ekki fundið neitt annað gerræði sínu og lýðræðisbroti til afsökunar en eina embættisveitingu fyrir nærri 30 árum. Og jafnvel þessi eina afsökun dugar honuni ekki, s'O sem sagt hefir verið. Lýðræðið gerir meiri kröfur til stjórnenda og þegna en nokk- urt annað stjórnskipulag. Það verður að óskapnaði og líðm' undir lok, ef traðkað er á því- Virðing stjórnenda og þegna ef fjöregg þess. Þessvegna er nauð- svnlegt að fara varlega með |>að- Þegar stjórnendurnir bregðast icirri skyldu, verða þegnarnú' að taka í taumana. Þeir verða að reka þá menn af höndum sér, er veikja það. Þeir verða að sýna, að þeir ætli alls ekki að lola fótaspark stjórnendanna 1 ieim helga reit. Þeir eiga þvi að mótmæla hinu umrædda lýð- ræðisbroti H. J. og Framsóknai- flokksins svo eftirminnilega, að reirn gleymist það ekki fyrst uin sinn. Minnumst þess strax, en minnumst þess fyrst og frenist við næstu kosningar. —Mbl. 15. jan. ’4l- * * * Nýi söfnuðurinn Morgunblaðið hefir átt tal við forinann undirbúningsnefndaf nýja safnaðarins, hr. Stefán Pálsson, kaupm. og spurt hann hvað liði stofnun hins nýja satn- aðar. —l'ólk er óðum að láta innrita sig í söfnuðinn, og við vonu111 að geta byrjað starfið brá81ega’ svarar Stefán.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.