Lögberg - 27.03.1941, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.03.1941, Blaðsíða 6
6 LÖGBEEO, FIMTl) D AGIN N 27. MARZ, 1941 I átt morgunroðans (Þýtt úr ensku) T í u n d i K a p í t n l i. “Hvernig líður Jeremv? Okkur leið öll- um býsna illa út af fréttinni um að hann væri týndur, en glöddumst svo við að heyra um afturfund hans.” “íípnum líður vel. Eg átti að segja þér, að hann hefði þig altaf í huganum — og \ónu.” “Þú hlýtur að hafa tekið nærri þér að íara frá honum og úr Englandi.” “Maður er býsna nálægt víti þar yfir frá núna, eins og þú veizt.” “Jæja, þú ert óhult hérna.” “Loftið, sem maður andar hér að sér, er alf annað. Við skulum ekki tala meira um þetta, Merrík.” “Vissulega ekki. Eg skil vel hvað þér hlýtur að vera það ógeðfelt.” “Ógeðfelt—” Það virtist svo sem hún ætlaði að segja eitthvað meira. En í þess stað tók hún vindling upp úr silfurdósum sínum, kveikti í honum og stakk orðalaust milli vara hans. Svo kveikti hún í öðrum vindlingi handa sér sjálfri. “Þakka þér fyrir,” sagði Merrik. Hon- um virtist sem vindlingurinn færa sér sæt- leiksbragð vara hennar. Hann fann nýjan, örvandi og undraverðan unaðsstraum fara um sig, og óskaði þess í huganum að gatan heim að Clowes-setrinu væri mörgum mílum lengri en hún var. Hann keyrði hægt og gætilega vegna þess, sagði hann farþeganum, að brautin væri ógreið og viðsjárverð, sem hún í sannleika var, þótt hann aldrei áður hefði látið J>að tefja för sína þar um. “Og eg þori að veðja um það, að þú hefir lagað til í nýja heimilinu mínu. Var það ekki?” sagði hún. Merrik varð alvarlegur á svipinn, er hann svaraði :• “Eg gerði mitt bezta um ]>að, Evelyn.” Evelyn — hann hafði fyrst í stað átt örðugt með að ávarpa hana svona. En nú var honum það hugljúft, og endurtók aftur og aftur í huga sínum — Evelyn — Evelyn Arundel — “fremur fallegt nafn,” Iiafði hann sagt við Hazel Byers. Já, það var nafnið hennar, og það fór lienni undra- vel, betur en nöfn venjulega fara fólki, sem þau bera, fanst honum —Evelyn Arundel. “Eg lad mér geðjast vel að þ\'í, Mer- rik.” “Jafnvel þótt svo væri ekki í raun og veru? En svo hygg eg nú annars, að þér muni ekki finnast það mjög óvistlegt. ' Eg var svo heppinn að ná í ágæt hjón, Pearl og Ira Linklaiter, til aðstoðar. Þau annast um húshaldið fyrir þig. Að vísu er J>að nú fornt og húsmunirnir með fyrri alda sniði. En mér hefir ávalt fundist alt þar býsna til- komumikið. Nóna hélt þó, að þér myndi geðjast lítt að því. ” “Hvernig gæti Nóna mögulega vitað nokkuð um J»að, hvað mér geðjast eða geðjast ( kki að?” “Það veit eg nú ekki. Nóna er dálítið sálræn í því er eitthvað snertir Jeremy, eða mig, eða okkur er tengt á einhvern hátt.” “Ójá! Og geðjast þér vel að því að vera giftur Nónu?” Hann hikaði eitt augnablik, og í augum liennar glampaði örskjótur brosgeisli, sem orðið gat Merrik ráðgáta, hefði hann getað veitt þessu athygli. “ Já, mér geðjast J>að vel,” svaraði hann hreinskilnislega. “Nóna er fremur undra- verð, eins og þú líklega skilur.” “Mér skilst að svo sé, eftir þv'í sem Jermy hefir talað um hana. Hún hlýtur að vera það — að geta átt tvo menn eins og ykkur sem einlæga riddara sína. Eg vona að hún fái einnig góðan hug til mín.” Það vona eg líka, hugsaði Merrik ein læglega, eins og í Jægulli bæn. Svo sagði hann: “Eg er viss um, að ykkur geðjast ve! hv'orri að annari. ” ‘ ‘ Ertu það ? Eða stjórnast þessi orð ]>ín aðeins af því, sem í daglegu tali er nefnt ‘viljans þrá?’ ” “Það er engin ástæða til þess að þið Nóna séuð ekki einlægar vinkonur.” Bifreiðin kastaðist nú hastarlega til á hrautarbugnum neðan við kirkjuhólinn. Hann lann mjúka öxlina á Evelyn þrýstast fast að hlið sér og hana um leið grípa báðum hönd- um um handlegg hans, og eitt augnablik óskaði stóri Merrik J>ess, að hún aldrei slepti aftur því handtaki. En sú hugarósk væri J)ýðingarlaust — að því er Evelyn snerti. Hún væri Jeremv bundin. Svo virtist, hugs- aði hann, sem að alt það, er hann nokkurn tíma langaði eftir, eða gæti óskað sér til eignar, heyrði Jeremy til. Við þe§sa hugsun setti hann hljóðan, og hann eins og faldi sig inni í lokaðri skel eigin huga síns. Hann varð þess nú næstum feginn er þau komu að Clovves-setririu, þar sem ljósglampinn á snjónum boðaði ]>au velkomin á vegarenda. “Komin lieim!” sagði hann og sneri sér að henni. “Þetta er í raun og veru unaðs- iegur staður, Evelyn. Eg vona að þú verðir ánægð hér.” Hún brosti til lians, þar' sem þau sátu enn þarna inni í hálfrökkri bifreiðarinnar, og sagði: ‘ ‘ Eg veit að þú óskar þess — og eg veit að eg verð hér ánægð. Þú hefir verið mér góður, Merrik. Þú ert — öllum mjög vænn og góður, er það ekki?” “Eg veit það nú ekki. Hefi aldrei brot- ið heilann mikið um slíkt.” “Þú kemur inn og færð þér ofurlitla hressingu með mér? Gerðu það fvrir mig. Eða myndi Nóna hat'a nokkuð á móti því ?” Nóna! hugsaði Merrik og klemdi ögn saman varirnar. Sú myndi nú skeyta um }>að. “Eg get kallað hana í símanum og sagt henni að eg komi seint heim. Hún hefði ekkert á móti því, fer enda hvoi't sem vræri yfir til móður sinnar í kvöld. ” “Vei’tu Jxá sv'o v'ænn að kalla til hennar. Mig langar til þess að þú tefjir hér nokkra stund. Það er svo margt, sem eg þarf að fræðast um af þér.” “ Eg er nú lélegur kennari.” “Ekki lield eg það.” Ira Linklater kom nú út til að annast urxr farangurinn með Merrik. Pearl litla stóð hnakkakert í dyrunum, með ofurlítið Jióttafullan spurningarsvip á andlitinu. Þeg- ar húri sá Bvelyn í björtu skini fordyraljóss- ins, hvessti hún á hana augun. Aðeins á strjálum ferðum sínum í hreyfimvndahús bæjarins, hafði hún séð manneskju þessari nokkuð svipaða. Evelyn virtist grípa þegar hvað um væri að vera. Hún beindi töfrandi brosi sínu til h-innar smávöxnu frú Linklater, og maúti um leið: “Eg er ekki að hálfu leyti eins fvrir- hafnarfrek og virðast má — það er víst og satt. Okkur mun koma vel saman.” Hún leit um öxl sér til Merriks, er hún fór með Pearl og Ira upp hringbygða stigann. Hann stóð við símann og hringdi eftir sam- bandinu v'ið Nónu. Hann leit upp og augu J)eirra mættust með laðandi tilliti; eitt ó- sjálfrátt augnablik óskaði hann þess, að hann þyrfti ekki einu sinni að láta svo sem hann yrði að tala við Nónu, og að hann vræri frjáls og óbundinn. A þessu augnabliki sagði liann í huganum við sjálfan sig: Líf mitt er stað- bundið, dapurt og- hugsjónasnautt. Eg hefi farið á mis við svo margt — svo undra margt, og held Hklega áfram til enda að fara þessa alls á mis. Þá svaraði Nóna í símanum og rödd hennar, skýr og mjúk, virtist sefa hann og dreifa hugarmyndunum, er hin einkennilega geislandi augu Fi/velyns höfðu þrýst inn í huga hans. “Þetta er Merrik,” sagði hann. “Eg er kominn með konu Jeremys heim í hús Jieirra. Hún býður mér til kvöldverðar með sér. Sv'o eg kem ekki heim fyr en eftir svo sem klukkutíma.” “Það er ágætt, Merrik. . Er hún — er hún mjög falleg?” “Já, mjög.” Þegar Evelvn kom niður af loftinu aft- ur, stóð hann framan við arineldinn í setu- stofunni. Hún stanzaði í dyrunum og sýnd- ist þar eins og mynd í umgerð. Hár hennar bar silfurbjarma glit, lá s'létt eins og málm- hjálmur niður á axlirnar, þar sem það hring- aði sig. víðsvegar í gljáandi lokkum. Hún var í grænum, ermalöngum, hálsháum kjól, sem um hana féll í mjúkum brotum og mót- aðist á unaðslegum vexti hennar og mittis- mjódd. Hún gekk brosandi til hans með fram- réttar hendurnar og sagði um leið: “Nú getum við betur yfirvegað hvort annað, Merrik.” “ Það er eg hreint ekki viss um. Þú glepur mér fremur sýn, Evelyn.” “En ])ér þykir þó gaman að horfa á m ig?” “Eins og aldinreits-blóm, sem eg hefi aldrei áður séð.” En Jietta rósamál frá mér, hugsaði hann — frá Merrik, sem aldrei hefir hugsað hærra en til gripahópa búgarðsins. Eg^verð að gæta mín, eða eg fer, áður en eg af veit, að senda henni sónötu-ljóð. Vind- bylurinn hremmi Jeremy; hann leiðir mig altaf út í einhværjar ógöngur. Þetta er eng- irin staður fyrir mig. Hingað á eg ekkert erindi.” Þó var ]>að dásamlegt að vera þarna. Það varð hann að játa, og honum varð lið- ugra um mál, en honum hafði nokkurn tíma áður verið. Hún sat gegnt honum liinu megin við arineldinn, og hlustaði einlægnis- lega á orð hans, með hökunni hvulandi á handarbaki sínu og hálf-lygndum augum. Er þau gengu inn í borðstofuna, hvíldi hún hönd sína á handlegg- hans. Ug þegar Jjann setti hana við borðið, var hár hennar svo nálægt andliti hans, að hann gæti hafa >nert ]>að með vörunum. Freistingin hafði sótt að honum, og hann var hræddur um að hún hefði lesið það í tilliti hans, þegar hann settist, gegnt henni við borðið. Hvað er komið yfir mig, hugsaði liann gramur. Hún er bundin Jeremy. Og hún gæti heldur ekki orðið mín, jafnvel J)ótt hún væri ekki hans. Eg verð að losa mig úr þessum læðingi. En það var nú ekki svo auðvelt a|5 losna við Jietta. Hún v'ar, eins og eitthvert höfugt vín, sem deyfði dómgreind hans og kastaði skugga á alt í kring um ]>au, svo hann sá aðeins hana, silkimjúka hörundið hennar, nefið með ögn þöndu nasaopin og augun með stóru augasteinana einkennilega dökkbláa og draumljúfa svipinn. ■ “Það var undur vel gert af þér að tefja hér ögn, Merrik. Alt hefði verið hér svo einmanalegt án þín. Nóna hefir ekkert haft á móti því ? ’ ’ “Það amaði Nónu auðvitað ekkert. ” “Hví auðv'itað?” Hann ypti öxlum og óskaði með sjálfum sér, að hún beindi ekki ávalt samræðum þeirra að Nónu. “Við höfum aldrei gert okkur ómak til að grenslast hvort eftir ann- ars athöfnum.” Evelyn hló og- sagði glaðlega: “Þið eruð algerlega upp í móðinn hérna í Lyndon- dal. Hvernig tekur það sig út í reyndinni?” Merrik hugsaði sig um eitt augnablik áður en hann svaraði: >‘Eg veit það eigin- lega ekki. Þetta er í fyrsta skiftið síðan við giftumst, sean eg hefi fjarlægt mig Nónu. ” “ En hún J>ó verið oft fjarlæg J)ér?” “.Iá,” svaraði hann seinlega. “Nóna hefir ánægju af dansi og gleðihófum, en eg kæri mig ekki mikið um slíkt. Þér mun, Ev'elyn, finnast eg fremur daufgerður fé- lagi.” “Heldur l>ú það? Eg verð að leiðrétta þig í þessu efnt Ekki held eg það, að mér rnyndi nokkurn tíma finnast þú leiðinlegur daufingi. Og heldur þú að eg sé gefin fyrir samkvæmislífið ? ’ ’ “ Hreinskilnislega sagt virðist mér svo, sem þú munir vera sköpuð til dvalar á björt- um stöðum, þar sem gnægð er glaðværðar og söngs.” “Eg hefi gaman af glaðværð og söng, en hefi aldrei haft mikinn smekk fyrir há- vært samkvæmislíf.” ‘ ‘ Hvað hafðist þú að — áður en þú gift- ist Jeremy?” “Veiztu það ekki? Eg var við flug- æfingar. Kendi öðrum fluglistina.” “Binmitt það!” sagði Merrik og teygði úr orðunum. Þó hún hefði sagt honum, að hún hefði sér til gamans klifrað upp flagg- stengur, þá liefði það ekki valdið honum meiri undrunar en þetta. “Eg hafði mjög gaman að því,” sagði hún. ‘ ‘ En svo rak eg mig á í þoku og hrap- aði hatramlega á harða grund. Kastaðist allmikið til og frá, en náði mér fljótlega aft- ur, að öðru leyti en því, að eg — eg hafði mist hugrekkið. Þegar maður steypist þannig niður, þá er eina ráðið að fljúga upp slrax aftur. Eg gerði það ekki. Eg hafði (kki þrek til þess. Eg —” Hún var orðin föl í andliti. Og fingur hennar hreyfðust vandræðalega. ■ “Nú fer eg að skilja hingað komu þína,” sagði Merrik hógværlega í mjúkum tón. “Og nú, þegar eg gæti orðið að ein- hverju liði, er eg fast fjötruð við mold jarð- ar. Svona er það, Merrik. Bg er liugleys- ingi. Eg er heigull — þróttlaus, lítill heig- ull. Aðeins hvinurinn af flugvél uppi yfir höfði mér gerir mig lafhrædda, og hugsunin um það að þessi sprengjuför gæti hvolft dauðanum vfir mig—” Merrik stóð á fætur, gekk yfir til henn- ar og lagði hönd sína á titrandi öxl henni. “Vertu róleg, Evelyn. Þú gerðir rétt í því að koma hingað yfir um. Þér er þörf á kyrð og hv íld og—” “Og samhygð og hluttekning og kær- ieika.” — Hann sá einhvern dimman von- leysissvip í augunum er hún leit nú upp til hans. “Þessara hluta naut eg aldrei hjá Jeremy Clowes — þegar hann varð Jiess á- skynja, að eg væri fjötruð óttans viðjum. E l l e f t i—K a p í t u l i. Þegar Merrik hélt heimleiðis frá Clowes J)etta kvöldið, var Ijóslifandi í huga hans minningin um Bvelyn, þar sem hún stóð á efstu dyratröppunni, og glampi frá opnum dyrunum og stjarnljósið birtu hana í skugga- myndar gerfi eða sem huldumær silfurgljáð- um hárlokkum prýdda. Honum féll þungt að fara frá henni, en þorði J>ó ekki að tefja leng- ur. Það var honum svo auðvelít að sýna samúð sína með Evelyn, en of örðugt að spoma gegn löngun sinni til að fela hana í langi sér. Hann skildi vel hvað hún átti við um Jeremy, er hún sagði að hann hefði ekki sýnt sér samhygð eða hluttekning eða ástar- þel. Jeremy var harðlyndur. Stórhuga, hraustur, óttalaus og óbilgjarn sjálfur, hefði hann enga J)olinmæði gagnvart þrekleysinu. Hann mvndi aldrei geta skilið í óttanum, seni náð hefði að festa rætur í hjarta henni. Ef til v’ildi hafði* hann hæðst að því, sagt henni að útrýma öllu slíku úr huga sér og gleyma þv'í, svo gramist vúð hana fyrir að geta það (kki. En Merrik vissi ekki livað hann ætti að segja við Evelyn. Hann hafði staðið vand- ræðalegur þarna hjá henni, gónandi niður á gljáandi hár hennar og fundið sjálfan sig hjálparvana og hálf-aulalegan. Hann lang- aði sárt til ð hughreysta hana, en hafði enga hugmynd um hvað hann gæti til þess gert. Og megn gremja gagnvart Jeremy Clowes brauzt fram í liuga hans. Hún rétti úr sér og greip um hönd hans er hvíldi á öxl henni. Merrik til mikils léttis hvarf nú líka á svipstundu kjökurskendin úr svip hennar. Hann hafði enga hugmynd um liværnig hann skyldi haga sér gagnvart grát- andi kvenmanni. En nú fékk hann hug til að- segja: “ Þú hefir gengið í gegnum of miklii árevnslu, virðist mér, og tifað lífsins braut með of hröðum skrefum. Nú getur þú aflagt hraðaganginn og notið næðisins. Eftir stund sér J)ú alt í nýju ljósi. Lífið líður hér áfram með jöfnum og þægilegum hraða dag af degi. Ef þér getur geðjast að því, J)á verður J)ú glöð og ánægð.” “Á sama liátt og þú, Merrik,” svaraði hún í spurnartón og hristi höfuðið. “Glað- værð ánægjunnar kemur, held eg, innan að frá, en ekki fyrir ytri athafnir manna. En það hlýtur þó, þrátt fyrir alt, að vera nyt- samt líf og gott. Eg sé eftir Jiví að hafa hagað mér svona, hlaðið öllum vandræðum mínum á herðar þér, undir eins í fyrsta sinn er við kyntumst.” “Það virðist svo sem eg sé til slíks skapaður. ” “ Jæja, J)að er eins og þú laðir mann til að gera þetta. Þú ert stór og sterkur, og getur ekki láð þeim sem er ístöðulaus, þótt hann leiti til J>ín.” “Konur eru ekki þreklausar.” “Ó, en þér er ókunnugt um það—” “Bg er nú að kynnast því. Svona J)á, nú verð eg að fara. En þér er bezt að kom- ast í rúmið og reyna hvernig það er að geta sofið langan og v'æran blund. Hvernig þókn- ast þér húsið þitt? Þú hefir ekkert minst á það við mig.” , “Þú hefir hlotið að taka eftir ánægju minni með það. Mér. finst það unaðslegt. Svo kyrlátt og svipmjúkt og þægilegt. En hvemig gat Jeremy nokkurn tíma unað sér hér ?” Merrik lá við að segja — eins og satt var, — “hann gerði það aldrei.” Jeremy hafði aldrei dvalið lengi að Clowes. Hann eyddi flestum lífsstundum sínum í bifreiðum eða á bátum eða í flugförum. Friðar-kyrðin og svipmýkt gamla hússins var eign eldri kynslóðanna þar. Jeremy hafði algerlega farið Jiessa á mis. “Ó, Jeremv var sífelt á hraðri ferð út um alt,” sagði hann. “En hafði ávalt þetta heimili sem stundarhæli, Jiegar liann þá og þá í svipinn var orðinn leiður á flöktinu. Nú getur þú hvílt þig hér. * Húsið var reist til varanlegrar íbúðar, en ekki sem áningarstaður einn.” “Mér lízt vel á það. Hér er alt sem nýtt fyrir mér og undravert. Kyrðin — sem maður getur næstum þreifað á; þykku steinveggirnir og stóru bjarkirnar virðast inunu skýla manni gegn öllum stormsins nöprum næðingum.” Hann hinkraði nú við hjá henni aðeins örfá augnablik. Hún stóð hjá lionum í for- dyrinu meðan hann smeygði sér í sauð- skinnsúlpuna — og leit á hann eins og með undrandi barnsauga. “Þú skýrir Nónu frá öllu mér viðvíkj- andi, býst eg við. Hvað ætlarðu nú þá helzt að segja henni?” “Eg liefi allareiðu sagt henni, að J)ú værir yndisfögur.” “Það er nú sama og ekkert. Hvað ann- að ætlar þú að segja henni? Að tala við hana um okkur Jeremy — um það, sem eg sagði við þig honum viðvíkjandi?” “Nei,” svaraði hann og hristi höfuðið, neitun sinni til frekari áherzlu. “Það kem- ur aðeins þér einni við. Og ef þú kaust að hafa orð á J>ví við mig, tek eg það sem trún- aðarmál. Og eg mun geyma það sem slíkt. Eg get sagt henni að þú hafir stundað flug' feiðir. ”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.