Lögberg - 27.03.1941, Blaðsíða 7

Lögberg - 27.03.1941, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. MARZ, 1941 7 Lífsskoðanir Abraham Lincolns Menn hefir oft greint á um það hvernig Abraham Lincoln hafi hugsað um eilifðarmálin, Vegna þess, að sögn þeirra, sem Það hafa athugað, að hann inn- ritaði sig ekki í neina kirkju- 4eild, var þó bæði kirkjurækinn °g bænrækinn maður. Foreldrar hans voru baptistar. Eins og kunnugt er, eru til ijölda margar frásagnir og lýs- •ngar af þessum fræga þjóð- höfðingja, er sýna, að hann var viðkvæmur í lund, djúptrúaður °g eins hjartagóður og hann var sainvizkusamur. Það, að hann 'arð sá mikli skurðlæknir öandaríkjaþjóðarinnar sem hann reýndist, var því siður en svo gert í von um nýjar landvinning- ?r — nýtt veldi fvrir sjálfan hann, eða aðra að ríkja yfir, heldur var bletturinn, sem þá Var á þjóðinni — þrælahaldið, svo óþolandi samvizku hans, að hann varð, nauðugur viljugur, að leggja þjóð sína á það ægilega skurðarhorð, sem stríðum eru sainfara. Hve nærri sér hann tók það og lika hvaðan og á hvern hátt að lífið færði honuin andlega næringu, sézt á ýmsum llniniælum hans sjálfs og annara er þektu prívat lif hans. Uin það leyti sem hann var að taka við embætti sem forseti, 1860, skrifar hann Joseph dóm- ara Gillespie þessi orð: “Eg hefi lesið á knjánum söguna frá Uetsemane, þar sem Sonur Guðs heiddi árangurslaust um það, að hikar beiskjunnar mætti frá sér l^kast. Nú er eg staddur í Uetsemane og minn bikar beiskj- ánnar er fleytifullur.” Hjúkrunarkona, frú Pomeray, stundaði son hans á herspítala 1 Washington. Þegar pilturinn Var að deyja, sagði forsetinn: “Eg vona þér biðjið fyrir hon- Uni 0g sé það Guðs vilji, að hann lái að lifa. Biðjið einnig fyrir ^ér, því eg þarfnast fyrirhæna margra.” Þegar drengurinn var dáinn, sagði forsetinn: “Til Guðs skal eg taka sorg mína.” Frú Pomeray sá forsetann oft lesa Biblíuna. Séra James Smith, “einn af prestum hans” lagði fyrir hann ritninguna til gagnrýningar fyrir A. L. eigin skoðun. Hann las hana grandgæfilega og athugaði eftir því sem sál hans og sam- vizka bentu til og það er sagt að hann hafi á lögmanns vísu' sundurgreint og raðað efni. Að loknu þessu prófi, kvaðst hann sannfærður um guðdómlegan uppruna bókarinnar, guðdóm Jesú Krists og þar með um guð- dómlegan uppruna kristinnar trúar er með guðlegum krafti endurskapaði og upplyfti mann- inum bæði í andlegu og siðferð- islegu tilliti. Svo ótal margar sagnir eru til um andlegar þjáningar þessa göfuga manns, er hann var að leggja út í þrælastríðið, að þær munu aldrei taldar, en þá kom líka berast í ljós hvað hann hugsði um tilvéruna og hverju hann trúði af kenningum þeiin, er liggja til grundvallar fyrir kristinni trú. Bæði í ræðu er hann flutti og einnig í bréfi er hann reit til Hon. Newton Bate- man, 1860 og til er enn, standa þessi orð á svörtu og hvítu: “I know there is a God and that he hates the injustice of slavery. I see the storm coming, and I know that his Hand is in it. If He has a place and a work for me, and I think He has, I be- lieve I am ready. I am nothing, but truth is everything. í know I am right, because I know that liberty is right, for Christ teaches it and Christ is God.” A íslenzku: Eg veit að til er Guð og að hann hatar ranglæti þrælahaldsins. Eg sé óveðrið koma og eg veit að hönd hans er í því. Hafi hann rúm og starfa handa mér, og eg held hann hafi það, þá hygg eg að nú sé eg til. Eg er ekkert, en sannleikurinn er alt. Eg veit eg hefi á réttu að standa, þvi eg veit að frelsið er rétturinn, þvi Kristur kennir það, og Kristur er Guð.” ★ * * Þegar stormar stríðs og óvissu blésu sterkast um höfuð hans og manna hans, skrifaði hann hers- höfðingja Sinclair þetta: “Eg er ekki hræddur við útkomu málanna lengur. Eg skal segja þér hvernig því er farið. Þegar sem verst gekk fyrir þér þar efra, óttinn hafði gripið alla og enginn vissi hvað myndi koma fyrir næst, þá fór eg, beygður af hörmulegu ástandi mála vorra, til herbergis míns og lokaði dyr- um. Eg kraup á kné frammi fyrir almáttugum Guði og beiddi af öllum kröftum um sigur við Gettysburg. Eg sagði Drotni að þetta væri hans bardagi, og okk- ar málefni væri hans málefni og að við. gætum ekki þolað aðra Fredriksburg eða Chancellors- ville. Eg vann þá og þar þess dýran eið frammi fyrir almátt- ugum Guði, að ef hann vildi vera með mér og drengjum mín- um í Gettysburg, þá skyldi eg á- valt vera hans megin. Drottinn heyrði bæn mína og eg skal efna heit mitt. Eg get ekki útskýrt breytinguna, sem varð eftir þetta, en dýrðlegur friður og fullvissa um sigur kom yfir sál rnína. Eg varð sann- færður um að alt myndi ganga vel við Gettysburg og þessvegna óttaðist eg ekki framar um þig.” Cm hjartagæzku forsetans eru til margar sögur, svo sem áður er að vikið. Ein þeirra er sá að honum varð gengið þar um er lítil stúlka grét fögrum tárum yfir því að hún gat ekki komið kistunni sinni á lestina, er hún sjálf átti að fá að fara í ferða- lag á þeim töfravagni. Abraham Lincoln, sem var afar hár mað- ur vexti, en grannvaxinn, (að því er myndir sýna) þoldi ekki að sjá tár telpunnar og hóf kist- una á axlir sér og bar hana um inílu veg til járnbrautarstöðv- anna. Öðru sinni var Abraham Lin- coln á ferð. Það var á sunnu- degi og Abraham var í spariföt- um sínum. Hann var ekki ríkur maður, svo það er ekki liklegt að hann hafi átt marga góða klæðnaði. En nú sá hann nokk- uð sem vakti athygli hans: Svín sem var við það að kafna í mýr- PRinTinq BUSIUESS UJORLD O OTHER AID to the World of Business equals that of the Printing Press. Every business enterprise calls to its-service one or otíier of the many forms of printing. We have been serving Western Business for over fifty years. We solicit a larger patronage with modesty and confidence. Why not contact our Winnipeg office and learn what service we can render you. 8 Columbia Press Limited COR. SARGENT AND TORONTO Phones 86 327-8 WINNIPEG arleðju. Abraham lizt ekki á að leggja í pyttinn í sparifötun- um og hugsar sem svo að það verði að sitja við það, þó dýrið drepist þarna og hélt'áfram leið- ar sinnar. En samvizkan lét hann ekki í friði og hann sneri fljótlega til baka og lagði i for- arpyttinn í sparifötunum, til þess að bjarga málleysingja, sem menn hafa gefið ógöfugt nafn. Um ráðvendni A. L. er það sagt, að eigi þoldi hann vamm sitt i jafnvel þvi allra smæsta í þvi tilliti. Sem dæmi þess er það, að þá er hann var biiðar- maður við litla matsöluverzlun, tók hann eftir því eitt kvöld, er reikningar dagsins voru gerðir upp, að hann hafði selt konu nokkurri vöru sex centum hærra en vera skyldi. Þetta þoldi hann ekki og tók sér strax þá um kvöldið nokkurra mílna ferð á hendur gangandi út á land, til þess að skila sex centunum. * * ★ V|iðvíkjamty hinu siviakandi trúarlífi hans skulu hér tilgreind aðeins tvö atriði ineir. Einu sinni þegar Simpson biskup heimsótti forsetann, ósk- aði hann eftir að biskupinn beiddi með sér. Svo sagði hann við hann: “Biskup Simpson, viljið þér ekki gera svo vel og úaskýra fyrir mér, í sem ein- földustum orðum hvað þér methodistar eigið við með orð- inu endurfæddur?” Biskupinn varð við tilmælum forseta, og með allri nákvæmni, eins og væri hann að uppfræða alvarlega hugsandi ungling, út- skýrði hann fyrir honum hug- takið. Að því loknu sagði forsetinn hægt og alvarlega: “Biskup Simpson, á þessum hræðilega dimmu dögum, hefi eg þreytt bænina mikið, beðið um hand- leiðslu og nanveru Guðs og eg held eg megi nú í auðmýkt full- yrða, að þessi reynsla, sem þér talið um, hafi virkilega skeð í mínu lifi.” í kringum ári áður en Abra- ham Lincoln var myrtur, skrif- aði hann Joshua Speed og sagði: “Eg hefi íagt mikla stund á að lesa ritninguna upp á síðkastið. Taktu alla þessa bók, eins og hún leggur sig, upp á skilning það sem þú ræður við, hitt upp á trú, og þú munt lifa og deyja betri maður.” * * * Mentaðir Bandaríkjamenn sem kunnugir eru sögu þess lands og hafa Lincoln kæran, segja að á- stæðan fyrir því að hann inn- ritaði sig ekki í neina kirkju- deild, svo sanntrúaður sem hann þó var, sé framúrskarandi sam- vizkusemi hans. Hann fann eitt- hvað það í öllum deildum kirkj- unnar, sem kom í bága við sam- vizkusamlega trú hans. Hann vogaði sér því ekki, að því er virðist, að ganga undir heildar- játningar kirkjunnar. fíannveig Kristín Guðmiindsdóttir Sigbjörnsson. % % k Jóhanna Guðrún Jónsdóttir (Halldórsson) 1951 — 1940 Hún var fædd á Vémundarstöðum i ólafsfirði þann 7. desember 1851. Faðir hennar var Jón Dagsson hreppstjóri á Karlsstöðum i ólafsfirði, Bjarnasonar bónda á Karls- stöðum, Sigfússonar bónda á Skeggjabrekku, Bjarnasonar hreppstjóra í Brekkukoti í Hjaltadal, Arngrímssonar; og móðir hennar var Anna Stefánsdóttir bónda a Þúfnavöll- um í Hörgárdal, Jónssonar. — Systur Jónönnu voru: Margrét Dórunn (dáin 1929), gift Guðjóni Thomas gull- smið i Winnipeg, og Guðfinna Stefanía (dáin 1930), gift Guðvarði Guðmundssyni bónda á ósbrekku í Ólafsfirði. Jónanna ólst upp hjá foreldrum sínum, en hún mun snemma hafa farið sem vinnukona til hjónanna Ásgríms Pálssonar og Þorbjargar Jónatansdóttur á Þóroddsstöð- um í ólafsfirði. Og síðar var hún vinnukona hjá Steini Jónssvni og konu hans, Ólöfu Steinsdóttur, i Vik í Héðins- firði. Þar kyntist hún fyrri manni sinum, Jóhannesi Jóhannessyni. Þau giftust árið 1872. Jóhannes druknaði af hákarla-skipi vorið 1875. Hann var mætur maður, ættaður úr Sæmundarhlð i Skagafirði, og var að einhverju leyti alinn upp hjá séra Magnúsi Thorlacius. Þau Jó- hannes og Jónanna bjuggu á Hornbrekku i ólafsfirði. Dætur Jieirra eru Stefanía Margrét, gift Birni Guðmunds- syni á Siglufirði, og Jóhannesina, gift George W. Barrett, iiú í Vancouver, B.C. Seinni maður Jónönnu var Páll Halldórsson, Jónsson- ar. Þau giftust árið 1881, og var Páll þá búinn að vera fyrir búinu hjá henni í hálft annað ár. Páll var fæddur á Brattavöllnm á Árskógsströnd i Eyjafjarðarsýslu þann 12. október 1856 — Börn þeirra Páls og Jónönnu eru þessi: Jóhannes Páll, læknir, nú í Borden í Saskatchewan kvæntur Sigriði dóttur Sigfúsar Péturssonar, sem var einn af fyrstu landnemum í Fljótsbygð i Nýja fslandi; Ásbjörn. búsettur í Arras í British Columbia, kvæntur Bergrós Sigfúsdóttur, systur Sigriðar konu Jóhannesar læknis; Sigríður, búsett í Riverton í Manitoba, ekkja Guðmundar sonar Jóns Björnssonar og Margrétar Guðmundsdóttur, sem bjuggu fyrst sjö ár á Hornbrekku í ólafsfirði, en fluttust svo að Reykjuin á Reykjaströnd í Skagafirði, og þar bjuggu þau í sex ár. En sumarið 1894 fluttust þau til Ameríku og settust að í Geysisbygð i Nýja fslandi. Bújörð þeirra þar var nefnd Geysir. Þar bjuggu þau vel um sig og komust í góð efni, þegar fram liðu stundir-, og voru þar í næstum 25 ár, eða þar til i maí 1919, að þau brugðu búi og fluttust vestur til Elfros í Saskatche- wan, þar sem tveir af sonum þeirra (þeir Jóhannes læknir og Ásbjörn) voru þá búsettir. f Elfros dvöldu þau í rúm tíu ár og voru til heimilis hjá Jóhannesi og Sigríði konu hans. í ágúst (eða september) árið 1929 fluttust þau aftur til Nýja íslands og voru eitt ár hjá Jóni syni sinum í Geysisbjgð. En í ágústmánuði 1930 fóru þau til Sigrið- ar dóttur sinnar, og Guðmundar manns hennar, í River- ton, Man., og voru hjá þeim, það sem eftir var æfinnar. Páll andaðist þann 10. maí 1938. Jónanna andaðist að heimili Sigriðar dóttur sinnar þann 28. desember 1940. Hún var þá búin að vera mjög heilsuveil (og lengstum við rúmið) i átta ár, eða frá því i júní 1932. útförin fór fram að heimili dóttur hennar í Riverton og frá kirkju Geysis-safnaðar, á gamlársdag að viðstöddu fjölmenni. Hún var jarðsungin af séra Sigurði ólafssyni. Eg kyntst þeim Páli og Jónönnu skömmu eftir að þau komu vestur um haf, og eg var í nágrenni við þau fyrstu niu árin, sem þau voru í Nýja íslandi, og sjö síð- ustu árin, sem þau voru i Elfros, Sask. Eg gleymi því aldrei, hvað mér þótti það ávalt skemtilegt og ánægjulegt. að koma á heimili þeirra. Á heimili þeirra var tekið á móti öllum með opnum örmum gestrisninnar. Góðgerða- semi þeirra og greiðvikni var jafnan við brugðið, og öll- um varð hlýtt til þeirra, sem nokkur kynni höfðu af þeim, því að þau höfðu svo mikla mannkosti, og það var svo mikið af sannri göfgi og hreinskilni i öllu þeirra lífi. Jónanna var mæt kona og gáfuð, og vel að sér til munns og handar, og hafði framúrskarandi gott minni. Hún var iðjusöm með afbrigðum, og heimili hennar bar vott um þrifnað og reglusemi. Hún sagði mér það einu sinni, að í föðurgarði hefði hún snemma lært ótal margt, sem kom henni að góðu gagni, þegar liún komst á fullorð- ins árin og fór að búa. Hún var bókhneigð og prýðisvel að sér i íslenzkum bókmentum að fornu og nýju, og kunni utanbókar fjölmargar sögur, mörg söguljóð og ótal kvæði, andleg og veraldleg. — Þau Páll'og Jónanna lásu mikið góðar bækur og blöð og tímarit, bæði á islenzku og dönsku, einkum á síðari árum, eftir að þau brugðu búi. ()g þau lásu þær bækur með athygli og ræddu um efni þeirra með góðum skilningi og dómgreind. — Og oft dáð- ist eg að því, hvað Jónanna stilaði vel sendibréf. Hún sagði svo vql og skilmerkilega frá, að unun var að lesa bréf hennar. Eitt var það sérstaklega, öðru framar, sem Jónanna bar fyrir brjósti, eftir að börnin hennar komust á skóla- aldur, og það var það, að þau næðu góðri mentun, því að hún vissi, að börnin hennar voru vel gefin og gáfuð og námfús. Á þeim árum, sem börn hennar voru á skóla- aldri, voru efni ennþá fremur lítil og ástæður allar næsta erfiðar, til þess að geta kostað þau til náms á æðri skólum. En elzti sonur hennar var um skeið alþýðuskóla-kennari, stundaði nám við lærðan skóla, tók próf í læknisfræði, og hefir verið læknir i rúm þrjátíu ár. Og Sigriður dóttir hennar náði líka góðri mentun og var um tíma skóla- kennari. Og öll hafa börn hennar komist vel áfram. Og eitt af þvi, sem einkendi Jónönnu, var það, hvað hún var trygglynd og vinföst; og hún var jafnframt yfir- lætislaus og hreinhjörtuð og alveg laus við allan tvíveðr- ungsskap. Hún vildi ætíð Iáta gott af sér leiða, og færa alt til betri vegar, og hjálpa þeim, sem bágt áttu. Og hún var sannur vinur vina sinna. Hún var trúhneigð og kirkju- rækin og hafði mikinn áhugu á ýmsu, sem að trúmálum laut. — Sálarkröftum hélt hún til hins siðasta. Sigríður dóttir hennar segir í bréfi til min, að hún hafi ávalt verið andlega hress og skýr, þrátt fyrir vanheilsu hennar hin siðustu átta ár æfinnar, og að hún hafi altaf lesið íslenzku vikublöðin og getað vel fylgst með þvi, sem þau gátu um, að væri að gerast i heiminum. Æfistarf Jónönnu var mikið og göfugt, og hún gaf svo fagurt eftirdæmi, að mikið má af því læra. Og margir munu lengi minnast hennar með hlýju vinarþeli og þakk læti. ./. Magmís Bjarnason.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.