Lögberg - 27.03.1941, Blaðsíða 5

Lögberg - 27.03.1941, Blaðsíða 5
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 27. MARZ, 1941 5 —Hvernig á fyrirkomulagið að vera? —Söfnuðurinn mun starfa á sama grundvelli og þjóðkirkjan að öðru leyti en þvi, að hann er óháður ríkisvaldinu. — Eg óska að taka fram, að enginn bindur sér neina fjárhagsbyrði, sem gengur í söfnuðinn. öll gjöld verða hin sömu og í öðrum söfn- uðum bæjarins, svo að það fólk, sem verður i okkar söfnuði, kem- ur ekki til að þurfa að greiða kirkjugjald (fyrir yfirstandandi ár) i annan söfnuð en okkar. Einnig vil eg taka það fram, að safnaðarfólk í okkar söfnuði verður ekki bundið við prest safnaðarins ef það óskar annars prests til að vinna fyrir sig prestsverk. Við viljum enga þvingun í þeim efnum né öðrum, heldur fult frelsi. —Hver er afstaða yðar til þjóðkirkjunnar? —í þeim efnum mun séra Jón Auðuns hafa talað fyrir munn okkar allra, þegar hann á fund- inum í Gamla Bió mælti á þá leið, að okkur væri líkt farið og forfeðrunum, sem komu frá Noregi, þá langaði sjálfa ekki til að skifta um föðurland, en ofríki Haralds konungs knúði þá til þess, manndómur þeirra bauð Þeim að láta ekki kúga sig, en þeir hugsuðu jafn hlýlega til föðurlandsins, þótt þeir vrðu að flýja það. Við ætlum að standa í fullu vináttusambandi við ís- lenzku þjóðkirkjuna, og það er engan veginn útilokað, að við getum átt fulla samleið með henni í annað sinn, ef fyrir- komulag hennar verður fært i það horf, að við þurfum ekki að óttast éinræði og þvingun. Við uiótmælum ekki kirkjunni, held- Ur því, hvernig rikisvaldið stjórnar henni. —Hvenær verður gengið frá stofnun safnaðarins? —Stofnfundur verður bráðlega haldinn, og mælumst við fastlega til að þeir, sem ætla að vera með láti innrita sig áður, eða ekki siðar en á stofnfundinum, þvi oð honum loknum verður tekið til óspiltra málanna og starfið hefst. —Mbl. 16. jan. ’41. Katanesdýrið Skömmu fyrir aldamótin 1900 þóttust Borgfirðingar sjá sjódýr eitt mikið og grimmilegt á Kata- Uesi. Sló svo íniklum ótta á héraðsmenn við dýrið, að þeír þorðu ekki á milli bæja er rökkva tók, og ekki á daginn Uema vel vopnaðir. Mynd var öregin af dýri þessu eftir lýsingu þeirra er þóttust sjá það, og er hán i þjóðsögum þeim er gefnar Voru út um aldamótin; líkist öýrið stórum hákarli á 4 fótum, en hausinn likur krókódíl. Grímur Thomsen var þá þing- lnaður Borgfirðinga, orti um 'iýrið og draugaganginn í sam- handi við það. Skáld reyndu að feveða dýrið niður, en ekkert hreif, enda var þá “Æru-Tobbi dauður. Sveitarstjórnin við Katanes sá ná sitt óvænna og leitaði til Andrésar Féldsteð, sem þá bjó á Hvitárvöllum, að leysa menn af þessuni vanda, og skjóta dýrið, °8 buðust til að borga honum 'el fyrir ómak sitt. Andrés hiást vel við ósk þeirra, hann þótti góð skytta og átti kúlu- yssu, sem enginn fékk að shjóta úr nema eigandinn; Andrés áskildi sér belginn af öýrinu ef hann feldi það, en jötið átti að nota til fæðslu )Urfamönnum sveitarinnar. Andrés bjó nú vel um sig á ntanesi, og hlakkaði til að veiða 'Ö grimma dýr, en mun þó víst afa haft beyg af þri, því hann a ði vökumann með sér. En ( sáu þeir náttúrlega aldrei, gafust loks upp við að liggja yHr. Þvi. Nú krafði Andrés SVeitina um borgun fyrir ómak hrakninga, en þeir svör- 11 ihu til, og vildu ekkert borga fyrst hann ekki vann dýr- ið, svo Andrés reiddist þeim og höfðaði skaðabótamál á sveit- ina, en vann ekki á í héraði, svo hann bar málið undir Lands- yfirétt, sem gaf þann úrskurð, að hann yrði að gjalda glópsku sinnar og sleppa kröfu sinni. Og undi Andrés illa við sinn hlut, ekki sízt fyrir það, að ýms- ir skopuðust að veiðtúrnum. Mig undrar að Kristleifur skyldi ekki minnast á Katanes- dýrið í héraðssögu sinni, þar sem hann tekur þó firn mikil af hjátrúarrugli i hana. Ofur- magn hjátrúar hefir sennilega náð hámarki sínu þarna á 19. öld að eg hygg. S. Baldvinsson. Þeir vitru sögðu: Að verða gamall táknar það að öðlast háan sjónarhól í lífinu. — Það er sagt, að menn eigi aldrei að sjá aftur þær stúlkur og bækur, sem menn elskuðu, þegar þeir voru um tvitugt. — Sú eina gleði er einhvers virði, sem gerir mennina að skáldum. — Skáld verða menn, ef þeir öðlast þá fullkomnun, að geta þakkað lífinu jafnvel fyrir það örðugasta og beiskasta, sem það ber á borð fyrir þá. — Eins og skáldið tekur af hverri öld það, sem það þarfnast, svo' tekur og hver öld sitt af verkum skálds- ins. — Sá maður, sem fa>st við skuggana, þangað til þeir eru orðnir honum að lifandi verum, fer von bráðar að líta á lifandi fólk sem skugga, og hann verð- ur enn þá meira einmana en nokkur betlari. — Konur elska með eyrunum; karlmenn með augunum. — Úr hjartans stillir sig sjálfkrafa eftir klukku tím- ans. — Stúdentar! Gefið yður tima til þess að lifa og vera menn. Lítið ekki á bækurnar eins.og óvini yðar, sem þér eig- ið að sigrast á sem allra fyrst. Leyfið bókunum að verða vinir yðar; þá munu þær gera yður að nýjum og betri mönnum. Þá mun vegur háskólans verða mik- ill. — Það er hverjum einstakl- ingi höfuðgæfa, ef hann má lifa eins og honum er eðlilegt. — Það er ekki altaf stórviðburðirn- ir, sem við munum bezt eftir, heldur það, sem skeður á réttri stund. — Nautnir stytta mönn- um stundir, en opinbera þeim ekki neinar nýjungar. — Allir höfum við ort kvæði, er við vor- um ungir. Þeir, sem halda slíku áfram, eftir að þeir komast til vits og ára, nefnast skáld. — Sú list er stórfenglegust, sem minsl ber á. — Staður getur aldrei náð fullkomnum tökum á okkur, nema eitthvað hafi gerst þar. Hvað væri skerjagarður Stokk- hólms í meðvitund margra án Strindbergs, Tiveden án Heiden- stams, Dalirnir án Karlfeldts. Og hvað væri Vermaland án hetja sinna.—Bo Bergman. Heiðarlegt stjórnarfar og heil- brigðir verzlunarhættir er það bezta, sem nokkurri þjóð getur hlotnast. — John Heygate. Breyttu sjálfur samkvæmt þeim reglum, sem þú kennir öðrum. — Plautus. Sérhver smjaðrari lifir á kostnað þess manns, sem hann smjaðrar fyrir. — La Fontaine. Hvert það þjóðfélag, hvert það skipulag, hver sá flokkur, sem kaupir viðgang þegna sinna eða fylgismanna, lýtur að hrynja.— Sigurður Nordat. Sönn kurteisi í umgengni við aðra menn lýsir sér sem hér segir: Kurteis maður er stiltur og prúður, þegar við á. Hann er það notalegur i framkomu við aðra, að þeir sýna honum vin- semd. Hann umgengst sér minni menn sem jafningja sina. Hæ- verskur maður getur leikið sér að eldi, án þess að hann brenni sig. — G. II. Lorimer. Bækur eru þessir góðu, gömlu vinir, sem aldrei breyta um svip. Þær eru eins í auðlegð og fátækt, frægð og fábreytni.—Macauley. —Samtiðin. SEEDTIME a/yvd HARVEST By Dr. K. W. Neatby > Director, Agriculiural Dejtartmerú North-West Line Elevators Asaociation CEREAL VARIETIES Ten different varieties of hard red spring wheat are officially recommended for use in various part of the prairie provinces. As a result of extensive experi- mental work, it is known fairly well to what conditions each var- iety is adapted. In each of the three provinces, a Cereal Zona- tion Committee is reisponsible for making official recommendations as to the varieties which should be grown in each district. These recommendations should be used as a general guide in making a choice. It is, of course, recog- nized that there are local dis- tricts to wThich varieties not of- ficially recommended may be well adapted. However, it is wise to follow the official advice unless there is a very good rea- son for not doing so. Seven varieties of oats, eleven of barley and three of flax are to be found on the recommended lists. In order to assist government institutions in making the neces- sary information readily avail- able to farmers, all grain buyers of Line Elevator Companies as- sociated with the Agricultural Department have been provided with printed copies of cereal variety recommendations. In order to secure maximum returns, it is neoessary to use pure seed of the right variety. So long as supplies last, copies of recommendations may be ob- tained from: Manitoba— Extension Service, Depart- ment of Agriculture, Winni- peg. Saskatchewan— Extension Department, Uni- versity of Saskatchewan, Saskatoon. Alberta— Field Crops Branch, Depart- ment of Agriculture, Ed- monton. Um viðhald íslenzks þjóðernis vestanhafs Talsvert hefir verið rætt og ritað um framtiðar horfur ís- lenzks þjóðernis vestanhafs. Hafa sumir látið þá skoðun í ljósi að við séum að hverfa hér í grænan sjó, og hættum að vera til sem islenzkt þjóðerni. Eg er einn af þeim, sem hefi ekki get- að felt mig við þá skoðun, heldur hef eg þá skoðun að það eigi langt í land, þar til islenzk tunga °g þjóðerni komist fyrir kattar- nef í þessari heimsálfu. Það bendir svo margt til þess að þjóðrækniskend sé óðum að auk- ast á meðal fslendinga nú í seinni tíð. Til dæmis má nefna fjölgun meðlima í Þjóðræknis- félaginu, líka hvað þeir hafa drengilega tekið á móti fyrsta heftinu af Sögu Vestur-íslend- inga, þó heyrst hafi raddir, sem finna þessari bók ýmislegt til, þá eru þær raddir hjáróma við almenningsálitið, sem hér varð- ar mestu. Líka er gott tákn tímanna hvað margar þjóðrækn- isdeildir hafa komist á fót í hin- um ýrnsu bygðarlögum íslend- inga, sem sjálfsagt má þakka á- hrifum frá okkar mikilsvirta og ötula forseta Þjóðræknisfélags- ins, Dr. R. Beck. Slíkar þjóð- ræknisdeildir þurfa að vera stofnsettar í sem flestum bygð- arlögum íslendinga, og þeirra mark og mið, þarf að vera að koma á fót, að islenzka sé kend, og örfa yngri og uppvaxandi ung- menni til að læra móðurmálið sitt. Eg las um það nýlega, að þjóðræknisdeildin í Árborg, Man. hafi komið á fót hjá sér kenslu í íslenzku og að sextíu ungmenni sæki skólann. Eg hefi lengi haft þá skoðun að engin þjóðræknis- starfsemi, til að viðhalda ís- lenzkri tungu og þjóðerni vestan hafs, verði áhrifameiri, en með því að kenna okkar uppvaxandi ungmennum að tala og lesa ís- lenzku, hvar sem mögulegt er að koma því við, svo lengi sem íslenzk tunga er hér töluð á meðal íslendinga, er íslenzku þjóðerni borgið og engin hætta á að það liði undir lok, um margra ára skeið. Eins er það líka víst að þegar við höfum glatað móðurmálinu okkar, þó um leið er íslenzku þjóðerni glatað. Það má heita óskiljanlegt hvað margir hafa glatað móður- máli sínu, í fjölmennu íslenzku umhverfi, eins og er í Winnipeg, þar sem boðist hafa öllum ung- mennum mörg tækifæri til að læra tungumál feðra sinna ineð auðveldu móti. Slíkur trassa- skapur hlýtur að stafa frá rækt- arleysi við þjóðerni sitt, . sem máske eiga upptökin í heima- húsum hjá foreldrunum, og þar hvílir söKin meira á þeim. Allir íslenzkir foreldrar þurfa að skoða það sem skyldu sína, að láta uppfræða börnin sín á ís- lenzku, og kenna þeim að skilja og meta verðmæti íslenzkrar tungu og íslenzkra bókmenta, sem forfeður þeirra hafa arfleitt þá að. Þeir unglingar sem ekki vilja notfæra sér þetta tækifæri, sem þeim stendur til hoða held- ur vilja kasta á glæ þessum menningararfi sínum eins og einhverjum ónýtum hlut, fara þá ver að ráði sínu en Mr. Esaú, sem forðum daga seldi frum- burðarrétt sinn fyrir eina súpu- skál. Það er líka önnur hlið á þessu máli sem þarf að taka al- M ASSEY-HAR RIS 6-RENSLUTÚÐU Rjóma Skilvinda LÁGT VERÐ Margir peningasparnaðar kostir Massey-Marris No. 9 algæða skilvinda, þó hún sé svo ódýr, að um sé að ræða ein þau allra , beztu skilvindukaup, sem hugs- ast gretur. Massey-Harris 6- renslutúðu skilvinda, aðskilur rjóma frá undanrenningu afar nákvæmlega. Sparar raunveru- lega peninga. Þa*g i I eg- i r g rei ðsl u sk i 1 inú 1 a r Fáið bækling og aðrar upplýs- ingar hjá Massey-Harris umboðs- manni yðar eða skrifið MASSEY-HARRIS CO. LTD. TORONTÓ MONTREAL MONCTON WINNIPEG BRANDON REGINA SWIFT CURRENT SASKATOON YORKTON CALGARY EDMONTON VANCOUVER varlega til greina. Það er þetta: Hver sá maður eða kona, sem eru staðin að því að vera rækt- arlaus við ætterni og þjóðerni sitt, geta ekki álitist ábyggilegir þegnar í neinu öðru þjóðfélagi. Allir þjóðræknisvinir, menn og konur, þurfa að verða^með- limir í Þjóðræknisfélaginu, sem verður að vera miðstöð allrar okkar þjóðræknisstarfsemi. Þar getum við verið samtaka svo muni um það. Hér er um málefni að ræða, sem alla góða íslendinga varðar, er æskilegt að sem flestir leggi hér orð í belg, og kæmu fram með tillögur sem máske gætu orðið þjóðræknisstarfsemi okkar til eflingar. S. Guðmundson. Norðurpólinn eins og svartan depil. B.: Hvenær var það? A. : Árið 1895. B. : Það var ekki Norðurpóll- inn, sem þú sást. Það var eg! * * ★ —Hefirðu boðið ungfrú Sig- ríði til miðdegisverðar? —Nei, maðurinn minn er ekki hrifinn af henni. —En ungfrú Guðrúnu? —Nei, maðurinn minn er hrif- inn af henni! * * * Frúin: Hvað eruð þér með á höfðinu, stúlka? SFúlkan: Tehettuna! Frúin sagði, að eg ætti að hafa hana þegar eg kæmi með teið. ★ A.: Eg hefi ferðast víðar en þú. Eg sigldi einu sinni svo langt noður á bóginn, að eg sá Enn er ósannað, hvort við elskum fyrir auð, eða auðgumst fyrir ást. HJALPIÐ DRENGJUNUM SEM BERJAST FYRIR YÐUR Til þess að viðhalda kjark hermanna vorra — til þess að hjálpa drengj- unum til að vinna striðið — til þess að greiða fyrir þri að þeir fái nytsama atvinnu eftir að friður kemst á — vinna sex stofnanir að því, að halda uppi starfsemi, sem veitir hermönnum vorum á landi, á sjó og i lofti, margvís- leg þægindi, og leita i einu íagi fjárframlaga í Canadian War Services Fund Stofnanir þær, sem standa að fjársöfnuninni eru: CANADTAN LBGION • SALVATION ARMY • KNIGHTS OF COLLTMBUS • Y.M.C.A. • YAV.C.A. • I.O.D.E. 6 Askoranir í Þessar samstiltu áskoranir um fjárstuðning, undir eftirliti viðurkendra viðskiftafrömuða með stjórnarsamþykki, spara útgjöld og tryggja mest gagn af hverjum dollar, sem lagður er fram. Þetta er eina Alþjóðar Fjársöfnunarsóknin á þessu ári fyrir menn vora í herbúningi Menn vorir í herþjónustu geta notið á- nægju, þæginda og gagns, sem þessar stríðsþjónustustofnanir annast um, ein- ungis í hlutföllum við það fé, sem safn- ast í þenna sjóð. Framlög af yðar hálfu er lífsnauðsyn til þess að koma þessum óumflýjanlegu störfum í framkvæmd. Sýnið í verki, að yður sé 100% ant um drengina, sem berjast fyrir frelsi vor allra, með þyí að leggja sem allra mest af mörkum. X Styðjið Drengi Vora Af Fremáta Megni! GEFIÐ ALT SEM ÞÉR GETIÐ! GJÖF AF HVEITI ER EINS GÓÐ GULL Flytjið það til kornhlöðu-umboðs- mannsins, og biðjið hann að merkja seðilinn í nafni Canadian War Ser- vices Fund. Honum er veitt vald til þess, að taka á móti hveitigjöf yðar. Og þetta dregur ekki frá þeim mælafjölda, sem yður er heimilaður.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.