Lögberg - 28.08.1941, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.08.1941, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. ÁGÚST, 1941 Skin og Skuggar Fáein atriði úr sögu Kon- stantinopel-borgar, á tímum kristnu keisarannct; þijtt úr danska tímaritinu “Rundt paa Jorden,” mcð lítilsháttar við- aukum eftir þýðandann, G. E. Eyford. (Framh.) Þegar umsátin ihófst, hafði Konstantínus gjört þær ráðstaf- anir er hægt var, til þess að út- vega vistir fyrir borgina, honum hafði og verið lofað hjálp frá Sikiley og Grikklandi. Þessarar hjálpar var Jengi að bíða, þvi skipin, sem send voru frá Sikiley hreptu mótvinda og komust ekki áfram. Það var komið fram í miðjan aprílmánuð þegar þessi litli floti, sem var aðeins 5 skip, loksjns kom. Þau voru hlaðin vistum, og að öllu vel búin sem herskip, mönnuð hinum hraustustu og æfðustu hermönnum, sem vanir voru svaðilförum. Snemma morguns 16. apríl rann á hvass sunnanvindur; lögðu þá öll skipin í einurn flota, undir seglum og árum, i gegnum sundið, og stefndu heint á flota Tyrkja, er lá fyrir sund- inu, albúinn að verja þessum fáu skipum leiðina inn í Mar- marahafið. Konstantínópelmenn biðu með ótta og eftirvæntingu úrslita þessarar ójöfnu viður- eignar. Það var ekki annað fyrirsjáanlegt en að þessi fáu skip yrðu ftota Tyrkja að bráð undir eins og þau kæmust inn úr sundinu, og þar með töpuð sú eina hjálp, er keisarinn treysti á sér og borginni til bjargar. Her Tyrkja þakti aLla strönd- ina meðfram Marmarahafinu, og eið i æstri eftirvæntingu úr- slitanna. Þó tyrkneski flotinn væri stór, voru eigi nema 18 stríðsgaleiður sem teljast máttu vigbúnar. Tyrkir höfðu lítt æfða sjómenn á skipum sínum; en galeiður hinna í kristnu voru mannaðar hinum j æfðustu sjómönnum og vopn- djörfustu hermönnum, er þá voru uppi, enda reyndist það svo í þessari ójöfnu viðureign, eins og svo oft hefir reynst, bæði fyr og siðar, að fámennum her hraustra og vel æfðra manna, undir ötulli forustu, hefir reynst sigursælli en illa stjórnað fjöl- menni. FJoti Tyrkja lá samantengdur sem múrveggur fyrir mvnni sundsins, og lokaði leiðinni inn í Marmarahafið, en Sikileyjar- menn og Grikkir létu ekki hug- fallast, þó ekki væri álitlegt að halda ferðinni áfram, heldur stýrðu skipum sínum, sem geys- uðu fram fyrir hvössum vindi, beint á flota Tyrkja, og brutu tengslin og söktu mörgum skip- um þeirra í einni svipan. Þetta gjörðist með svo skjótum at- burðum að Tyrkir gátu ekkert viðnám veitt, en þau af skipum Tyrkja er r-eyndu að komast á hlið við þá, fengu lítið að gert, en urðu fyrir grjótkasti og brennandi tjöru. Við þetta riðl- aðist floti Tyrkja, og varð hverl skipið fyrir öðru og brutu hvert annað, en sum stóðu í björtu báli, og lögðu þau er eftir voru á flótta. Soldáninn horfði á orustuna af ströndinni, þar sem hann sat á hesti sínum, með þúsundir hermanna kringum sig, og gat ekkert að gert. Við að sjá flota sinn bíða slikan ósigur, varð hann viti sínu fjær af reiði, og $ustneð0 DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appolntment Oniy • HeimiU: 5 ST. JAMES PLACE Winnlpeg, Manltoba Dr. P. H. T. Thorlakson dr. b. j. brandson 206 Medlcal Arts Bldg. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy ats. Cor. Graham og Kennedy Ste. Phone 22 866 Phone 21 834—Office tlmar 8-4.30 O • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 403 288 Phone 62 200 Winnipeg, Manltoba DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknor • 40« TORONTO OEN. TRUSTS BUILDINO Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. ROBERT BLACK SérfræBingur 1 eyrna, augna, nef og hfllssjökdémum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViCtalstimi — 11 til 1 og 2 til 6 Skrifstoíusími 22 251 Heimlllssíml 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dentlst Q 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 DR. K. J. AUSTMANN 512 MEDICAD ARTS. SlDQ. Stundar eingöngu Augna- Eyrna-, Nef- og Háls- sjúkdóma. DR. J. T. CRUISE, 313 Medical Arts Bldg., lítur eftir öllum sjúklingum mfnum og reikning- um í fjærveru minni. Talsími 23 917 J. T. THORSON, K.C. islenxkur löofrœðingur • 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Faateignasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eidsábyrgö, bifreiöaábyrgö o. s. frv. PHONE 26 821 Dr. S. J. Johannesson 215 RITBY STREET (Beint suður af Banning) Talsími 30 877 • Viðtalstími 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. ialenzkur lögfræOinour • Skrifetofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur Ukklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sú beetl. Ennfremur selur hann allskonur minnisvarOa og legstelna. Skrlfstofu talslmi 86 607 Heimilis talsiml 501 562 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEO • Pægilegur og rólegur bústaður < miObiki borgarinnar Herbergi «2.00 og þar yfir; meU baCklefa $3.00 og þar yflr. Ágætar máltlBlr 40c—(Oc Free Farking for Gbuetts í hamslausu ofboði keyrði hann hestinn sporum og reið út í sjó- inn, eins og hann hygðist að riða út til skipanna, sem voru örskamt .undan landi. Flotafor- inginn sá aðfarir soldánsins, og vissi hvað sín biði, ef hann næði til sín; hann reyndi sem hráðast að safna saman hinum tvístruðu leifum flotans og hefja orustuna að nýju, en það hepnaðist ekki betur en áður; þeir biðu fullan ósigur og flúðu undan í allar áttir, en skip hinna kristnu sigldueftir þetta óhindruð i gegn- um Marmarahafið og inn á Kon- stantínópelborgar höfn, og sol- dáninn varð að láta sér lynda, að svala bræði sinni með þvi, að láta hýða flotaforingjann hundr- að vandarhögg. Þrátt fyrir það, þó þessi fimm skip kæmust til borgarinnar með vistir og mannhjálp, var það svo langt frá því að vera nóg borg- inni til varnar. Grikkir fögnuðu mjög þessum sigri, en meðan fögnuður borgarmanna var sem mestur, og þeir ugðu sem minst að sér; var soldáninn að búa sig af miklu kappi undir nýtt á- hlaup á borgina, og það úr ann- ari átt en áður, hvaðan borgar- menn ugðu sér engrar hættu von. Muhamed sá að erfitt mundi að vinna borgina, nema með þvi móti, að geta samtimis sótt að henni frá sjó og landi. Hann hafði ekki getað komið skipum sínum inn á höfnina, tók hann þvi það til bragðs, er borgar- menn sízt gátu búist við en það var, að flytja skipin yfir skagann og koma þeim þannig á höfnina fyrir framan horgina. Vega- lengdin sem þurfti að flytja skip- in er um 9 enskar mílur; landið var óslétt og kjarri vaxið, svo það virtist ekki auðvelt að flytja skipin alla þá leið, en Mohamed hafði það er með þurfti, bæði út- sjón og ógrynni fólks á að skipa. Vegur var lagður frá ströndinni við Bosporus yfir að höfninni, þakinn bjálkum og borðum, þar ofan á voru sívalar rólur lagðar þvers yfir bjálkana og allur veg- urinn makaður feiti. Á þessari hraut voru svo 80 galeiður dregn- ar yfir í höfnina á einni nóttu. Skipin höfðu öll segl uppi þvi hvass austanvindur blés á eftir þeim og létti aksturinn að stór- um mun. Stafnbúi, stýrimaður og öll skipshöfn var á hverju skipi; þannig búinn var allur flotinn keyrður undir söng og hljóðfæraslætti yfir hæðir og lautir og gekk flutningurinn svo greitt, að um sólaruppkomu lá allur flotinn, vígbúinn, innst á höfninni. Skipin voru smá og gátu legið á svo grunnu vatni að hinar stóru galeiður Sikileyj- armanna og Grikkja gátu ekki komist nálægt þeim. Mohamed ilét búa til stóra fleka, sem born- ir voru uppi á stórum tunnum. Á þessa fleka lét hann setja fall- byssur til þess að skjóta með á múrana, á sama tíma og áhlaup var hafið frá skipunum. Árangurslaust reyndu borgar- menn að eyðileggja þennan út- búnað með eldinum gríska. ítölsku kaupmennirnir í Peru, sem aðeins hugsuðu um að bjarga sjálfum sér, höfðu þó að- varað borgarmenn um fyrirætlun Tyrkja, og sendu borgarmenn þá nokkra smábúta til að reyna að komast að þessum fallbyssu- fJekum, og reyna að brenna þá; en er þeir nálguðust þá komu skip Tyrkja i veg fyrir þá, og söktu fjórum þeirra samstundis. en hertóku hina. Morguninn eftir lét soldáninn af lífi taka fjörutíu hinna hraustustu hermanna Giustin- ians, sem tekið höfðu þátt í þessari tilraun, og teknir höfðu verið til fanga á njósnarbátun- um. Þessa grimd endurgalt keisarinn með því, að láta taka af lífi 260 tyrneska herfanga. Loksins eftir sjö vikna umsát dróg til úrslitanna. Hið fá- menna varnarJið borgarinnar var að þrotum komið. Fjórir'turnar er til varnar voru St. Rómans- hliðinu voru skotnir niður og hinar þungu faltbyssukúlur Tyrkja höfðu brotið múrana á mörgum stöðum og grafirnar voru viða fyltar. Inni í borg- inni var alt í uppnámi, og hver höndin upp á móti annari. Til þess að geta goldið hermönnum sínum mála, hafði keisarinn neyðst til að taka með valdi af auðæfum kirknanna, þó með lof- orði um að borga það aftur tvö- •földu verði. En þrátt fyrir þá óskapa hættu sem yfir vofði, og hið drengilega loforð keisarans um tvöfalda endurborgun, esp- aðist hatur og æsing hinna rétt- trúuðu svo úr hófi, út af þessu tiltæki keisarans, að taka pen- inga heilagrar kirkjunnar, til þess að borga með mála her- mannanna sem borgina vörðu, að þeir jafnvel gerðu alt er þeir gátu til að tefja fyrir vörninni. F"yrirliðum varnarliðsins kom heldur ekki sem bezt saman. Geneva- og Yenesíu-menn litu hvor aðra öfundarlaugum og möttust um hrevsti og herfrægð ættborga sinna. Þeim Gistiniani og gríska yfirforingjanum. Nataras samdi mjög illa, og vildi oft sitt hvor, og sökuðu hvor annan um hugleysi og svik. Þannig var ástandið innanborg- ar, ásamt öðrum vandræðum og yfirvofandi hungri. Soldáninn hafði hvað eftir annað skorað á keisarann að gefa upp borgina, til þess að komast hjá óþarfri eyðileggingu og skemdum, sem borgin hlyti að verða fyrir með þvi að taka hana herskildi, en keisarinn og borgarmenn neituðu því með öllu, jafnvel reyndu ekki að komast að neinum samningum við soldáninn um að þyrma borgarbúum, ef þeir gæfu hana upp, sem flestir sagnaritarar og samtímismenn álíta að mundi hafa verið auðvelt. Þegar allar tilraunir um að borgin gæfist upp, urðu árangurslausar, til- kynti soldáninn hershöfðingjum sínum að hann ætlaði að taka borgina 29. mai, og alt herfang, að undanskildum öllum bygg- ingum, skyldi falla í hlut her- mannanna; hann hét þeim ei fyrstir kæmust upp á múrana stórum fégjöfum, en á hinn bóg- inn biði þeirra ekkert nema dauðinn, er á hæli hopuðu, eða gengju ragmannlega fram. Við þennan boðskap varð tilhlökkun hermannanna mikil, því vonin um mikið herfang var tælandi. Mohameds-trúar munkar (Der- vischers) fóru um allar herbúð- irnar til að tala kjark í hermenn- ina, og lofa þeim paradísarvist, hverjum, sem félli i þessu heil- aga striði. Að kvöldi 25. maí lét soldán- inn skrautlýsa allar herbúðirnar, og á öllum skipum lét hann brenna blysum og skrauteldum, svo alt Marmarahafið skein sem eitt geislaflóð, og öll þessi ljósa- dýrð myndaði hálfinána kring- um hina dáuðadæmdu borg. i gegnum næturkyrðina hljómaði frá herbúðunum án afláts: “Það er einn Guð, og Mohamed er spámaður hans-” En innan frá borginni heyrðust sem svar gegn gleðiópum Tyrkja, kveinstafir borgarmanna er báðu í ofboði skelfingarinnar: “Kyrie Eleyson! miskunnaðu oss Herra, og frelsa oss frá hendi óvinanna.” Það voru fjórir dagar ennþá, til hins ákveðna dags (29. maí) og hvorutveggja bjuggu sig eftir því er bezt þeir gátu undir hina ægilegu úrslitaorustu. Þá sást bezt hver afburða hetja að Giustiniani var. Á dag- inn barðist hann sem Ijón, en á nóttunum vann hann að því að gera við þær skemdir er múr- arnir urðu fyrir af fallbyssukúl- um Tyrkja. Ef borgarmenn hefðu frá því fyrsta að umsátin hófst, sýnt annað eins þrek og dugnað, og þeir gerðu nú, er alt var um seinan, eru miklar líkur til að öðruvisi hefði farið. Keis- arinn hafði, er umsátin hófst, falið tveimur munkuui að sjá um viðhald og viðgerðir á múr- unum, en þeir höfðu grafið nið- ur peningana, sem þeim voru fengnir til að brúka til þess, og svikist um að gjöra það sem þeim var trúað fyrir; og nú var svo komið, að Giustiniani, með öllum sínum dugnaði og hetju- skap, gat yið ekkert ráðið. Eftir fall borgarinnar í hendur Tyrkj- um, fundust hinir gröfnu pen- ingar, sem brúka átti borginni til varnar. Af öllum hinum grísku höfð- ingjum í borginni, var keisarinn sá eini, sem ótrauður fylgdi og hjálpaði hinni útlendu hetju, Giustiniani, til þess að verja borgina. Flestir höfðingjarnir litn Giustiniani öfundar- og tor- tryggnisaugum, og svo dáðlaus- ir voru þeir að taka þátt í vörn- inni, að á meðal hinna tólf for- ingja, er vörninni stýrðu, voru aðeins tveir grískir. Að kvöldi þess 28. maí safn- aði keisarinn stríðsfélögum sín- um saman í síðasta sinn í höll sinni, til að hughreysta þá og hvetja og glæða, ef hæ$*t var. sigurvon í brjóstum þeirra, sem hann þó hafði enga von um sjálfur. Grátandi kvöddu þeir þar hver annan að skilnaði og hétu að láta lífið fyrir hið heil- aga málefni, er þeir börðust fyr- ir; því næst hélt hver til sinria stöðva og biðu dagsins og þeirra forlaga, er hann bar í skauti sinu; en keisarinn gekk með nokkrum vinum sínum til Sofíu- kirkjunnar, til þess í síðasta sinn að meðtaka hið heilaga kvöldmáltiðar sakramenti; að því loknu bað hann alla að fyr- irgefa sér það, sem hann hefði óréttvíslega gjört, hann tók hjálminn af höfði sér, hneigði sig fyrir fólkinu og fól það Guðs vernd og forsjá á hendur; að svo mæltu hljóp hann á bak hesti sinum og reið til hersins, til þess í síðasta sinn að segja fyrir og hughreysta liðsmenn sína, að því loknu tók hann sér stöðu hjá Giustiniani, við St. Roinans- hliðið. í dögun æddi hinn tyrkneski her fram hvaðanæfa, undir trumbuslætti og lúðrablæstri; fallbyssuskotin riðu af, og orust- an var hafin. 1 fremstu raðir hersins hafði soldáninn sett þá trúarlega æstustu úr liði sinu, á þeim áttu borgarmenn að þreyta sig; þessir ofsatrúarmenn, úr liði soldánsins sóttu l'ram sem óðir væru í þykkum fyilkingium; féllu þeir svo unnvörpum fyrir skot- um borgarmanna, að brátt fylt- ust grafirnar af dauðum og déyjandi mönnuin, hestum og hervögnum. f tvær stundir hafði orustan staðið, án þess nokkur af óvin- unum kæmist upp á múrana, og borgarmenn voru farnir að geru sér von um að þeim mundi tak- ast að standast áhlaupið; en þá gaf soldáninn Janitskörum sin- um skipun til framgöngu, sjálf- ur reið hann milli fylkinganna með járnkylfu í hendi, til þess að eggja lið sitt til framgöngu, og hegna þeim er honum þótti draga sig í hlé. Að baki hon- um stóð lífvörður hans, þús- und einvalaliðs, en fyrir frainan hann, við múrana, var háð eir. sú grimmasta og mannskæðasta orusta er sagnir herma. Af múrunum var kastað grjóti, og lirennandi biki var hell á ó- vinina. Hin harbariska músík og skotdrunur, tók langt yfir angistarkvein hinna særðu og deyjandi,* sem láu í þykkum bunkum í gröfunum og meðfram múrunum; ekkert sást, því púð- urreykurinn myrkvaði sólina. Hvorutveggja börðust af hinni mestu hreysti, og oft maður á móti manni í dauðlegiu einvígi. En nú vildi það til, sem mesta þýðingu ihafði fyrir úrslit orust- unnar, Giustiniani var skotinn í hægri handlegginn, braut kúlan handlegginn og hlaut hann svöðusár mikið, og ákaflegan blóðmissi. Við þetta atvik, hvorl heldur að það hefir verið af kvölum eða langvarandi of- þreytu, eða af hvorutveggja, þá ] skeði það sem hann hafði aldrei áður hent, að þessi ótrauða hetja misti kjarkinn og hné niður, sem allra snöggvast, en það var svo örlagaþrungið augnablik, að það innsiglaði forlög Konstantínópel- borgar. Keisarinn beiddi hann að láta binda um sár sitt þar á‘ staðnum, þvi nú lægi ineir á nærveru hans en nokkru sinni áður, en þrátt fyrir allar bænir keisarans, hvarf hann frá víg- stöðvunum og flúði til Galata, og þannig með einu fljótfærnis- tiltæki, gjöreyðilagði þessi mikla hetja sitt stóm nafn og heiður. Þegar Giustiniani var farinn, og Saganos Pasaha varð þess var, að foringinn vra flúinn, gjörði hann nýtt áhlaup á múrana. Risi nokkur í Jianiskara-fylkingunni, er Hassen hét, og bar af öðrum að afli og hreysti, varð fyrstur til að komast upp á múrana, og þrjátíu aðrir er honum fylgdu. Þeir mættu hörðum móttökum og voru brátt hraktir ofan af múrunum aftur, og Hassen var grýttur í hel. Meðal hinna nafnkendustu hreystimanna í liði keisarans voru : Theophilus, grískur, Spán- verjinn Franciscus frá Toledo og Jóhannes frá Dalmatíu; allir þessir menn unnu undraverk, hreysti og karlmensku. Þegar keisarinn og menn hans áttu sem mest að vinna, að verja Jan- itskörum soldánsins uppgöngu á múrana, var alt í einu hrópað: Tyrkir hafa unnið borgina!” Á múrunum voru leynidyr, sem Tyrkjum var með öllu ókunnugt um, en hvernig þeir hafa fund- ið þær, eða hvort einhver borgar- manna hefir vísað þeim á þær, er með öllu óljóst, og mun ætíð verða. f gegnum þessar dyr höfðu komist um fimtíu Tyrkir inn i borgina; við þessa fregn greip hræðsla og skelfing allan borgarlýð, svo við ekkert varð ráðið. í örvæntingu sinni sneri keisarinn frá vígstöðvum sinum með nokkra hugaða menn er honum fylgdu til móts við her- sveitir Tyrkja, er nú brutust inn í borgina, því sem góður Róm- verji vildi hann ekki lifa eftir fall borgarinnar í hendur óvin- um sinum; það sem hann og óttaðist mest, var að lenda lif- andi í ihendur Tyrkja. Þegar hann sá að alt var tapað, kast- aði hann af sér purpuraskikkj - unni svo að hann þektist ekki frá öðrum. Hann barðist af hinni mestu hreysti og féll þar i orustunni er þröngin var mest, og ofan á hann hrúgaðist valköstur af vinum hans og ó- vinum. Öll mótstaða var árang- urslaus framar; hliðin voru brotin upp og hersveitir Tyrkja streymdu inn í borgina, og á augnabliki voru 2000 kristnir menn drepnir, en manndrápin hættu bráðlega, því Tyrkjum var það ljóst, að borgarbúar voru þeirra eign og herfang. Þegar fólkið sá hvernig komið var, streymdu þúsundir manna og kvenna til Sofíu-kirkjunnar, þar sem það i ofboðinu sem yfir það var komið, hélt sér ör- uggan griðastað, því einhver spá- maður eða lygari hafði spáð því, að einhverntíma mundu Tyrkir komast inn í Kónstantínópel, og elta borgarbúa alt að Konstan- tinus súlunni, sem stendur fyrir framan Sofíu-kirkjuna, en þar áttu þeir að verða stöðvaðir, því engill átti að stiga niður frá himnum með sverð í hendi, og fá það fátækum verkamanni, sem sæti undir súlunni, og mundi hann reka Tyrki á flótta nieð því. Hvort heldur að hefir ver- ið, að engillinn hefir ekki fundið manninn, eða að maðurinn hef- ir beðið árangui%laust eftir engl- inum, þá er það eitt víst, að ekk- ert slíkt kraftaverk skeði að því sinni. Tyrkir héldú beint að Sofíu-kirkjunni, burtu hurðirn- ar með stríðsöxum sínum og- hertóku alla þá er inni voru. Þar var enginn mannamunur gerður, ungir og gamlir, menn og kon- ur, börn og gamalmenni, voru bundin saman, tvent og tvent,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.