Lögberg


Lögberg - 28.08.1941, Qupperneq 1

Lögberg - 28.08.1941, Qupperneq 1
PHONE 86 311 Seven Lines £o*° á ?o* det-8^ d \\TCV Cot‘ Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines LÍO* Cot d For Better Dry Cleaning and Laundry 54. ARGANGUB LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. AGÚST, 1941 NCMER 35 Kvœði, flutt í silfurbrúðkaupi Sveins E. Björnssonar læknis og frú Maríu Björnsson í Árborg 1 0. ágúát 1941 í fálæti dimmgræns dalsins bjó draumlyndiur, hljóður sveinn, er leitaði að ám.og lömbum og lék sér við ekki neinn, en hlustaði á seiðmagn Selár,* og sat þar á kveldin einn. Á æfinnar æskumorgni með útþrá hins skygna manns, hann leitaði landa nýrra við ljóðblys síns heimararms, en konan varð mesta bÆéðið, er kvaðst inn í vitund hans. f útlegð hann ennþá brýnir hin ísllenzku tungusverð; hans ljóð verða öll að lífi í leitandans heimskautsferð. Eg veit það að Sveinn fær síðast sitt sveinsbréf í ljóðagerð. Einar P. Jónsson. *)Selá í Vopnaflrði. Fjórðungur aldar Fána tjaldar Sællar sambúðar Sveins og brúðar. Á þeirra andlitum, Sem eigin ritum, Vant er ei rósa Né vizku ljósa. Búið er öndvegi Á þessum degi, Þeim ungu hjónum Fyrir allra sjónum. En af þeim skipað Er annað svipað Oss í hugskoti Heima í koti. Berum við á borð Vor beztu orð, Þótt fáir heyri, —Heiður þeim að meiri, Heilan vorn hug Ei hafinn á flug, Heldur þeim handgenginn Og heimafenginn. Það er sjaldan hæst Sem er hjarta næst, Lætur lítt yfir sér Það sem lofsvert er, Bumbur ei það ber, Sem betur fer Sé hefir sig hátt um Fyrir hallargáttum. Er vor aðdáun Engin fágun Né silfmr þvottur, En sæmdarvottur. Vel megi þau njóta Og virðing af hljóta úti og inni, Á æfi sinni. Njóti þau hylli Hárrar skáldsnilli, Læknislistar, Langrar heimsvistar Og geisla fráns Góðs barnaláns, Fyrir utan elli, Á Iðavelli. Guttormur J. Guttormsson Þú lagðir ungur frá ættarlands strönd Með einbeittan vilja og starfandi hönd, Og hitann frá ísa-lands arni. Spámannsins andi um speglandi haf Var spurúll um framtíð, og stefnuna gaf, En skáldið í æskunnar sakleysi svaf Á sólríku íslenzku barni. ókunna landið varð óskaland þitt, Vor ættjörð er stórlát og gjöful á sitt Ogjniðlar af andlegum eldi. Þú reyndist þeim báðum hinn sannasti, Sveinn, Sonur í hvívetna, trúmensku hreinn. En þó er það varlegra að vera ekki einn Á vordýrðar inndælu kveldi. Og hér átti lífið að leggja þér braut, Hér logaði ástin við náttúru slcaut. Og nú var hún komin þín kona Og alt varð nú heilagt sem landnemaljóð; Hún iýsti upp þinn feril og tíguleg stóð, Þið stofnuðuð inngang að þroskaðri þjóð í þættinum - “dætra og sona.” Þið frelsinu unnuð, og öll ykkar störf x Voru andlega frjálslynd og hugsjónadjörf f þágu þess göfuga og góða. Og læknirinn fann, þó að stefnan sé ströng, . Stormasöm nóttin og andvöku löng, Skáldið má yrkja þar sigur og söng Úr sólskini íslenzkra ljóða. G. O. Einarsson. Minningarvika Vikan frá 10. til 17. september næetkomandi, verður helguð þeim eanadiskum mönnum, sem gripið hafa til vopna mannrétt- indum og lýðræði í heiminum til verndar; verður þá þriðja árið byrjað frá því er Canada lagði út í núverandi Norðurálfu- styrjöld; stjórnarvöld þessa lands æskja þess, að allur al- menningur Ijái máli þessu lið af fylzta áhuga. Yfirlýsing í þessa átt, er gefin út af Hon. J. T. Thorson, War Services ráðherra. Islenzkir fuiltrúar í Washington Eftirfarandi frétt barst Lögbergi á þriðjudaginn frá hr. Vilhjálmi Pór, forstjóra við Landsbanka Islands, dag- sett I Washington, þann 25. þ. m. —Ritstj. Þrír viðskiftafulltrúar frá Is landi eru komnir hingað. Það eru þeir Vilhjálmur Thor stjórn- andi Þjóðbankans á íslandi, fyr- verandi aðalræðismaður íslands í New York og yfirumsjónarmað- ur ísJenzku sýningarinnar i New York; er hann formaður þessarar fulltrúanefndar. Ásgeir Ásgeirsson yfirstjórnandi Út- veglsbankans á íslandi, fyrver- andi forsætisráðherra íslands og forseti Alþingis. Þriðji maður nefndarinnar er Björn Ólafsson meðlimur ensk-íslenzku nefnd- arinnar og einn af stjórnendúm verzlunarráðsins á íslandi. Erindi þessarar fulltrúanefnd- ar frá stjórninni á fslandi til Bandaríkjanna er það, að semja við Bandaríkjastjórnina um fjármál, verzlunarmál og við- skifti milli þessara tveggja landa. Nefndin kom til Washington á laugardaginn og var hún boðin velkomin af Sumner Welles að- stoðar utanríkisráðherra. Um undanfarin ár liafa fs- leniddngar gert sér far um það, að draga að sér athygli Banda- ríkjamanna; láta þá vita af því fyrst og fremst að þeir væru til og sýna þeim fram á það, að á fslandi sé áglætt tækifæri fyrir Ameríkumenn til verzlunar- og iðnaðar viðskifta. Til dæmis um þessar tilraunir má nefna þátttöku íslendinga í heiinssýn- ingunni í New York þar sem íslendingar kostuðu til meira fé hlutfallslega við fólksljölda en nokkur önnur þjóð í heimi; enn- 'fremur það, að fslendingar stofnuðu verzlunar- og viðskifta- skrifstofu í New York árið 1930 og hafa nú skipað síðastliðið ár alræðismann í New York. Seytjánda júlí síðastliðinii lentu hermenn frá Bandaríkjun-i um við fsland til þess að verja landið sem einn þáttinn í varn-J arkeðju Vesturálfunnar. Hiniij ungu Ameríkumenn, sem jníj komu til íslands, þykja þar bæðí prúðir og mannvænlegir; fslend- ingar láta af þeim hið allra bezta og fagna þeim sem góðum gestum og friðsömum ferða- mönnum. Þeir skoða þá sem stoð og styrk til j>ess að efla vernd og sjálfstæði landsins. íslenzka jijóðin horfir fram i tímann með þeirri von og sann- færingu að vinátta og samvinna megi styrkjast og viðhaldast milli þessara tveggja lýðstjórn- arlanda, bæði í verzlunarvið- skiftum og menningarmálum. Amerisku hermennirnir hafa sagt fólkinu á íslandi að landið sé miklu skemtilegra en þeir höfðu gert sér í hugarlund áður. Þeim finst veðráttan miklu hlýrri landslagið fegurra og nútíðar- menning fullkomnari en þeir höfðu búist við. Þetta skrifa þeir óefað til vina sinna og vandafólks þegar til kemur. í samningnum milli forsætis- ráðherrans á íslandi og forseta Bandaríkjanna að því er snerti verndun fslands, lofuðu Banda- ríkin því, að efla hag fslands i öllu tilliti, að svo miklu leyti sem mögulegt væri; þar á meðal var því lofað að láta íslendinga fá allar þær vörur og nauðsynj- ar, sem þeir þyrftu og sjá um að flutningur á þeim héldist hindrunarlaust; flutningur bæði austur ög vestur, og að haga þannig ölllum verzlunar- og við- skiftamálum, að þau gætu orð- ið fslendingum að sem mestum notum. Með þetta alt hugfast og með tilliti til þess hversu miklar breytingar hafa átt sér stað í sambandi við vörn Bandaríkj- anna á íslandi, hefir stjórninni á íslandi fundist það óhjákvæmi- legt að senda fulltrúanefnd til Washington nú þegar til þess að semja við Bandaríkjastjórn- ina um ýmsar hliðar fjármál- anna, verzlunarmálanna og við- skiftamálanna; alt þetta er ís- landi ef til vill lífsskilyrði eins og nú standa sakir. Nefndin er þess fullviss að ferð hennar beri góðan árangur —árangur, sem ekki einungis verði landi og jijóð til bráða- byrgðar hagsmuna, heldur skapi fastan og tryggan grundvöll und- ir aukin framtíðar viðskifti i verzlun og fjármálum, og verði einnig upphaf nýrra og glæsi- Jegra hagsmuna á báðar hliðar á svæðum menta og menningar milli þessara tveggja lýðræðis- ríkja — litla en aldna íslands og Bandaríkjanna, sem að sönnu eru ung að árum en stærsta og voldugasta lýðríki heimsins. -------V------- Breta og Rússar ráðast inn í Iran Til þess að fyrirbyggja það í tíma, að Þjóðverjar næði haldi á hinum auðugu oliulindum í Iran (Persíu), hafa Bretar og Rússar tekið sér fyrir hendur að hernema landið til bráðabirgða, eða þar til stríðinu lýkur; hafa báðar þessar þjóðir lýst yfir því, að landinu verði trygt fult sjálf- stæði í framtíðinni. U.S.A. REVENUE CUTTERS ARRIVE IN BRITAIN TO JOIN WAR ON U-BOATS A view of some of the U.S.A. fast revenue cutters on arrival at a British port, after their transfer work with the Royal Navy under the Lease-Lend agreement. Their speed and armament make them ideal for submarine hunting in the Battle of the Atlantic. Veizluhöld í Nýja Islandi i. Það er ekki ofmælt, að síðan hinum veglegu fslendingadags- hátíðahöldum í Nýja íslandi á Hnausum og Gimli sleit í önd- verðum þessum ménuði, hafi ein stórveizlan rekið áðra þar i norðurbygðum; enda má í raun réttri segja, að allar þessar veizl- ur hafi verið íslendingadagar, því hvar sem íslenzkt fólk kem- ur saman til mannfagnaðar, er stofnþjóðar vorrar jafnan á einn eður annan hátt fagurlega minst, og ættartengslin treyst; þannig skvldi það og ávalt vera. Einn slíkur fslendingadagur var há- tiðlegur haldinn í samkomuhús- inu í Árborg síðari. hluta sunnu- dagsins þess 10. þ. m., er helg- aður var fjórðungsaldar hjóna- bandsafmæli hinna merku hjóna, Sveins E. Björnssonar læknis og frú Mariu Björnsson; veður var heiðbjart og hlýtt, og sólin “helti geislum” yfir heiðursgesti og þann hinn mikla mannfjölda, er saman var kominn til þess að gleðjast með þeim við áminst eyktamörk í sambúð þeirra, er verið hefir hin giptusamlegasta. Veizlustjórn hafði með hönd- um B. M. Púlsson lögfræðingur; og fórst honutn sá starfi hið snyrtilegasta úr hendi. Eins og ræður að líkum, var við tækifæri þetta mikið urn ræðuhöld, auk þess sem kvæði voru flutt. Ræður fluttu skáld- konan frú Guðrún H. Finnsdótt- ir (Jónsson); frú Andrea John- son, frú Emma von Renesse, frú Gourd, Sveinn Thorvaldsson, M.B.E.; séra Guðmundur Árna- son, séra Philip M. Péturs- son, Stefán Einarsson, Páll S. Pálsson, skáld; Jón Laxdal, bróðir silfurbrúðarinnar, Svein- björn Björnsson, sonur silfur- brúðhjónanna, og Ásmundur P. Jóhannsson, er flutti ávarp fyr- ir hönd Þjóðræknisfélagsins, en Svánn læknir er vara-forseti þess félagsskapar. KVæði fluttu Guttormur J. Guttormsson, G. O. Einarsson og Einar P. Jóns- son; gnótt var söngs á milli ræðuhalda og kvæðaflutnings undir forustu ungfrú Maríu Bjarnason, og veitingar hinar ríkmannlegustu. Þau Sveinn læknir og frú María, hafa átt búsetu i Árborg um því nær tuttugu ára skeið, og aflað sér víðtækra vinswlda sakir mannkosta og heimilis- risnu; enda hefir heimili þeirra jafnan legið í þjóðbraut; þau hjón hafa jöfnum höndum tek- ið áhrifamikinn þátt í islenzk- uin mannfélagsmálum, og aldrei legið á liði sínu. Sveinn læknir er gott skáld og batnandi, en frú María gædd ágætum for- ustu hæfileikum. Vel sé hverj- um þeim, er þannig ávaxta vest- an hafs hið íslenzka menningar- pund! Ymsar forkunnar fagrar gjafir fóllu heiðursgestunum í skaut, þar á meðal fingurgull eitt mikið frá Frimúrurum, er Sveinn ITiors'aldsson afhenti. Árnaðarskeyti bárust hinum mætu silfurbrúðhjónum að úr ýmsum úttum, þó eigi verði þau skrásett í stuttri blaðafregn. Þau Sveinn læknir og frú Maria fluttu hvort um sig fagur- lega samsett þakkarávörp til þeirra allra, er að samsætinu stóðu, og stuðlað höfðu að því, að gera það eins ánægjulegt og raun bar vitni um. II. Á laugardagskveldið þann 16. Leningrad í hœttu Samkvæmt síðustu fregnum af 'Stríðinu milli Þjóðverja og Rússa, er Leningrad, önnur stærsta og mannflesta borg Rúss- lands í mikilli hættu stödd. þ. in., var mikið um að vera í Mikley; samkomuhúsið þéttskip- að prúðhúnu fólki, og umhverí- ið fagurlega skreytt; tilefni veizlunnar var það, að kveðja hr. Skúla Sigurgeirsson, sem tek- ið hefir sér fyrir hendur guð- fræðinám við prestaskóla Sam- einuðu lútersku kirkjunnar í Saskatoon; var samsætið að sjálfsögðu jafnframt helgað frú hans og syni. Foreldrar Skúla, þau Jakob Sigurgeirsson og Victoria Sigurgeirsson, eru bæði látin. Skúli er bráðvelgefinn á- hugamaður, sem tekið hefir, á- saint hinni ágætu konu, frú Sig- riði, dóttur Márusar heitins Doll, mikinn og giftudrjúgan þátt í málefnum Mikleyinga; ekki sízt safnaðarmálum, auk þess sem hann hefir átt sæti i sveitarráði Bifrastar við góðan orðstír. Forsæti i þessu eftirminnilega samsæti, skipaði ungur og bráð- efnilegur maður, Helgi K. Tomasson, sonur þeirra merku Reynistaðahjóna, Kristjáns og frú Sigþóru Tomasson; mælti hann skörulega á íslenzka tungu, og fórst veizlustjórn úr hendi með ágætum. Af há'lfu fólksins á eynni, flutti ræðu fyrir minni heiðursgests, Mrs. Einar P. Jóns- son, sem er fædd og uppalin á þessari yndisfögru ey, og afhenti honum jafnframt sjóð nokkurn frá vinum hans og samferða- mönnum. Frú Sigþóra Tomas- son mælti fýrir minni frú Sig- ríðar fyrir hönd kvenfélagsins Undina, og þakkaði henni fagur- lega nytsamt og veglegt samstarf', um leið og hún afhenti henni peningagjöf af hálfu þess fé- lagsskapar; því næst afhenti lit- ið stúlkubarn frú Sigríði fagran blómvönd. Forseti Mikleyjar- safnaðar, Gunnar Tomasson, flutti heiðursgestuin hlýtt ávarp af hiálfu safnaðarins, og. fékk þeim í hendur nokkura peninga- gjöf. Annar sonur þeirra Reyni- staðahjóna, Wilfrid Laurier, ávarpaði með fögrum orðuin heiðursgesti fyrir hönd ung- mennafélagsins p eynni og árn- aði þeim allra heilla. Af hálfu sveitarráðsins í Bif- röst, ávarpaði Gísli verzlunar- stjóri Sigmundsson, Skúla Sigur- geirsson, þakkaði honum ágæta samvinnu, og sæmdi hann vand- aðri minjagjöf; úr sveitarráði tóku einnig til máls þeir S. V. Sigurdsson og Snæbjörn John- son oddviti, en þar á eftir fluttu þeir S. E. Sigurdsson og Einar P. Jónsson stuttar tölur. Með einsöng skemti Jón Sigurgeirs- son, föðurbróðir Skúla, hálfátt- ræður að aldri, en þrunginn af lífsfjöri, sem ungur væri; ágæt- ur söngflokkur, sem G. A. Wil- liams kaupmaður hafði æft, hafði forustu um söng, en við hljóðfærið var ungfrú Sigurbjörg Stefánsson. Samsæti þetta var að öliu hið virðulegasta, og mun lengi í minnum haft. Þau Skúli og frú Sigríður þökkuðu hvort um sig með vélvöldum orðum gjafirnar og þá vinsemd, er samsætið bæri vott um, og árnuðu Mikleyjing- um allra heilla. Frá öðrum veizluhöldum i Nýja íslandi verður skýrt í næsta blaði.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.