Lögberg - 28.08.1941, Blaðsíða 7

Lögberg - 28.08.1941, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. AGÚST, 1941 7 Kerlingin við Drangey kveður Eftir Sigurjón Jónasson, á Skefilsstöðum. Drangaeyju hárri hjá. hitti eg kerling frínu. Vildi eg henni fréttir frá fá að gamni mínu. En kerling lausmálg ekki er, ögn þó kunni af sögium. Hvíslaði inn í eyra mér eftirtöldum bögum. ■f Eg er hvorki ung né frið, yfirlitur dökkur. Hverri brún mót hrönn og hríð, hugur aldrei klökkur. Út er brunnin æskuhyr, yndi horfið, freðið, þvi eg hef áraþúsundir þarna kyrilát beðið. Það mér ótta engan fær, í æðisköstum sínum, þó að bylti sollinn sær sér að fótum mínum. Þó hef eg allmargt þolað blak — þekkjast sögu drögin. — En aldrei hafa beygt mitt bak brim né ísalögin. Lagt var mig i æsku á, yrði eg að steini, og glæstum Skagafirði frá forða hverju meini. Eg mun verða um aldir steinn, álaga hundin pínu. Nema el einhver saklaus sveinn svæfi á brjósti mínu. Stend eg verði alein á áls í djúpi miðju. Enginn frónskur fjörður á frægri verndargyðju. Einatt gjörðust átök hörð á varðstöðvum mínum. Þegar Ægir inn á fjörð atti dætrum sínum. Innra er höfðu ólmast þar ærslafullar systur; aftur komu auðmjúkar og á mér fætur kystu. ítra drengi oft fékk sjá — þó ástar nyti ei funda,— Þar um marga minning á, margra hlýrra stunda. Oft var gleði, yndi, fjör, umdi í sigluríum; þá vaskir komu í veiðiför, vors á degi hlýjum. Oft var glatt hjá seggja sjót, sungið, ofl og kveðið, spilað, glímt, með hraðtæk hót, hlegið, grátið, beðið. Öllu þessu eg eftir tók, angri þeirra og gleði. Mér er eins og opin bók alt sem þarna skeði. Efst í hugia er mér þó í minninga róti; er Grettir meður bróður bjó í brekkunni hérna á móti. Leist mér vel á þegninn þann, þekti engan slíkan. Ef eg skyldi éignast mann, óska eg honum líkan. Oft var frítt um fjörð og sjá, fegurð alla vega; þvi vormorgun margan þá man eg yndislegan. Er ársdagsgeislum Eygló slær, yfir sæ og hauður; og Tindastólinn skrýðir, skær, skikkja úr gulili rauðu. Glitraði Unnar grundin blá, geisla brunnu prjónar. ótal munnum fugla frá frjálsir runnu tónar. Hló við gengi Hafsúlan, happafengs er neytti. Álkan lengi og Langvían, ljóðastrengi þreytti. Már á sundi sönginn jók, salur dundi Kára. Hita og Lundi lagið tók, lék svo undir Bára. -f Margt hef eg séð á seinni tíð, sem mér undrun vekur; þegar svás um ,sæ og hlíð sólin guðvef rekur. Eg hef séð hin seinni ár sævardreka kafa, sem að hvorki segl né ár sýnast þurfa að hafa. Ekkert skil eg þó í þvi, hvað þessar gnoðir knýi. Hygg eg þeirra æðum í eldar brenni nýir. Ægigamma eins hefi séð, er engu munu hlífa, ógnar gný og; gargi með gegnum loftið svífa. Römm eru leikin ragna töfl, roðnar himin blóði. Þessi véla-undra öfl eyðileggja þjóðir. Heyrt hef eg að hermenn frá hinum stóru löndum, séu að leggja læðing á lýð á bygðum ströndum. Þetta líst mér illa á, alt er þá í veði. Bezt væri mér að sökkva í sjá, svoddan fyr en skeði. ♦ Austan kylja yfir reið, áls um hláa leira. Um klettinn eins og andvarp leið, ekki heyrði eg fleira. — (Lesb. Mbl.) -------V------- Lúterska kvenfél. “Líkn” í Blaine, Wash. 25 ára Miðvikudaginn 16. júlí fór fram 25 ára minningarsamsæti kvenfélagsins “Likn” i húsi fé- lagsins undir stjórn forseta frú Margrétar Johnson.. Salurinn var smekklega skreyttur hlóm- um, sem Mrs. Marian Wells Irwin góðfúslega raðaði niður að morgni þess dags. Stór afmælis- kaka prýddi háborðið. Nær 70 konur sóttu mótið. Af níu stofn- endum félagsins eru fimm á lífi, og eru þrjár hinar fyrsttöldu ennþá meðlimir þess. Þær eru. Mrs. Bertha Danielson til heim- ilis í Blaine, Mrs. Guðrún Skag- Ifjörð og Mrs. Jennie Olson í ná- grenninu, Ingibjörg Thordarson í Bellingham og Guðbjörg Thor- arinsson í Mt. Vernon. Voru þær allar heiðursgestir í sam- sætinu að undantekinni Mrs. Olson, sem því miður gat ekki komið sökum lasleika. Aðrir boðsgestir voru safnaðarkonur, sem ekki eru í kvenfél., nokkrar utanfélagskonur og kvenfélag ís- Ienzku fríkirkjunnar í Blaine. Byrjað var með þvi að forseti lét syngja sálminn “Með Jesú byrja eg,” og las svo ritningar- kafla og flutti bæn, og bauð því næst gesti velkomna. Stutt skemtiskrá fór svo fram; islenzk. ir söngvar sungmir; einsöngur af Mrs. Ella Thorsteinson frá Point Roberts og svo tölur; Mrs. Irwin Iék á hljóðfrið. Skrifari las á- grip af 25 ára sögu kvenfélags- ins. Til máls tóku heiðursgest- irnir og allar fyrverandi for- stöðukonur félagsins. Mrs. ög- mundson mælti einkar fögrum og viðkvæmum orðum í minn- ingu um burtkalilaðar félags- systur. Forseti Fríkirkju kven- félagsins, Mrs. Anna Kárason, afhenti heillaóskaspjald, en Mrs. A. E. Kristjánsson hafði orð fyrir hönd þess félags; þakkaði heimboðið og lét ánægiju sína i ljós yfir að vera stödd í þessuni hóp, og kvað skemtilegt. ef allar íslenzkar konur í þessu um- hverfi gætu mælt sér mót og mæst einu sinni eða tvisvar á ári undir berum himni, í hinunt fagra lystigarði umhverfis Frið- arbogann á landamærum Banda- ríkjanna og Canada.. Einnig töluðu nokkur orð hver þær Mrs. G. Guðbrandson og Mrs. Theo- dore Johannesson og Mrs. J. O. Kiehne. Síðast var notið Ijúf- fengra veitinga. sem Mrs. Charles Wells hafði aðalumsjón með, en til borðs þjónuðu ungar stúlkur og konur. Yfirleitt var samsæt- ið hið ánægijulegasta. —Samið hefir skrifari fél. Dagbjört Vopnfjörð. ♦ STUTT YFIRLIT gfir helztu atriði i 25 ára starf- semi lúterska safnaðarkvenfól. “Líkn” i Rlaine, Wash. Félagið hófst með því að níu konur gjörðu samtök sín á milli, komu saman og mynduðu form- legan ’félagsskap. sem þær nefndu Blaine safnaðar kvenfé- lag. Nöfn þessara kvenna. eins og þau eru skrásett í fyrstu fundargjörðarbók félagsins eru: Mrs. Halldóra Ingibjörg ólafs- son, Mrs. Ingibjörg Johnson, Mrs. G. H. Olson, Mrs. Ingibjörg Thordarson, Mrs. Guðbjörg Thor- arinnsson, Mrs. Steinunn Ás- mundson, Mrs. Guðrún Skag- fjörð, Mrs. Bertha Danielson, Mrs. Ragnhildur Reykdal. Fundargjörð stofnfundar er þessi: “16. júlí 1916 mættu 9 konur í húsi Mrs. ólafsson; þar voru lesin lög safnaðarkvenfél. er var í undirbúningi að myndast. Svo var gengið til atkvæða um lögin, og þau samþykt í einu hljóði. Þar eftir fóru fram embættis- kosningar er féllu þannig: Mrs. Danielsson, forseti; Mrs. Reyk- dal, skrifari; Mrs. Ólafsson, fé- íhirðir; Mrs. Tlhordarson, vara- forseti; Mrs. Johnson, vara-skrif- ari. Mrs. Danieísson bauð fé- lagskonum að mæta í húsi sínu á næsta fundi. Fundi slitið. —Kkrifari Ragnhildur Revkdal, forseti, Bertha Danielsson.” önnur lagagrein félagsins skýr- ir tilganginn, og hljóðar svo: “Tilgangur félagsins er að starfa að kirkjumálefnum til uppbygg- ingar safnaðarstarfsemi, og yfir- leitt allra kristilegra mannúðar- verka, að svo miklu leyti, sem við fáum áorkað. Fleiri með- limir bættust þessu félagi til næstu ársloka. Annað lcvenfélag undir nafninu “Likn” var á sama tíma starfandi i þessari bygð. Varð það þá að samkomu- lagi beggja félaganna að sam- eina krafta sína, gerðist það á fundi í janúar 1917 og varð sameiginleg ályktan heildarinn- ar að nafn félagsins sé safnað- arkvenfélagið “Líkn”; meðlima- talan þá um 40, og hefir félag- ið frá þeim tíma starfað undir því nafni. Embættisstörfum hafa gegnt eftirfylgandi konur: (a) Forsetar: Mrs. Danielsson þvi nær 10 ár samfleytt og 2 ár síðar. Mrs. J. J. Straumfjörð 3 ár; Mrs. Charles Wells 4 ár; Mrs. K. Brandson 2 ár; Mrs. Kristín Johnson 2 ár; Mrs. Sig- ríður Pálsson 2 ár; núverandi forstöðukona er eiginkona safn- aðarprestsins. Frú Margrét John- son var kjörin í byrjun þessa árs og spáir góðu. (b) Skrifarar: Mrs. Reykdal 1% ár; Mrs. Straumfjörð 9 ár; Mrs. Þóra H. E. Johnson 1 ár, Mrs. Pálsson 1 ár; Mrs. Matt- hildur Johnson 2 ár; Mrs. Ella Wells 4 ár; Mrs. Kristín John- son 4 ár, og Mrs. Vopnfjörð 2V2 ár. (c) Gjaldkerar: Mrs. H. I. ól- afsson 'IVz ár; Mrs. Kristín Lin- dal 1 ár; Mrs. Guðfinna Stefáns- son 2 ár; Mrs. Bertha Danielsson 4 ár; Mrs. Svafa ögimundsson 3 ár; Mrs. Olína Jolhnson 5 ár, og Mrs. Ella Wells IV2 ár. (d) Vara-forsetar: Mrs. Ingi- björg Thordarson IV2 ár; Mrs. Ragnhildur Reykdal 2 ár; Mrs. Lindal 1 ár; Mrs. Ella Wells 3 ár; Mrs. Strumfjörð 3 ár; Mrs. Brandson 2 ár; Mrs. Kr. Jahnson 2 ár; Mrs. Bertha Danielsson 5 ár, og Mrs. Pálsson 5% ár. (e) Vara-skrifari: I ngibjörg Johnson 2V2 ár; Hlaðgerður Björnsson 4 ár; Mrs. Patterson 2 ár; Margrét Breiðfjörð 1 ár; Mrs. Straumfjörð 3 ár; Mrs. Pálsson 9 ár, og Mrs. Kristín Johnson ZV2 ár. (e) Vafa-skrifarar: Ingibjörg á ýmsum misilöngum tímabilum : Mrs. Benson, Mrs. Thorarinsson, Mrs. Danielsson, Mrs. Reykdal, Mrs. Straúmfjörð, Frikrika Davidson, Margrét Johnson, Mrs. Wells, Mrs. Thordarson, Guð- finna Stefansson, Dora Johnson, Johanna Johnson, Mrs. Johnson, ólöf Breiðfjörð, Jóna Reykjalín, Sarah Dickerson, Matthildur Johnson, Svafa ögmundsson, Mrs. Sarah Johnson, Kristín Johnson og Mrs. Olson. (g)í ullarvinnunefndum, til umsjónar við ullarteppi, tóskap og fl., hafa starfað Mrs. Ben- son, Mrs. Páilsson, Mrs. Daniels- son, Mrs. Thorbjörg Johnson, Mrs. Brandson, Mrs. G. Skag- fjörð, Mrs. Veiga Sveinsson og Mrs. Vopnfjörð. Líka hefir frá byrjun verið kjörin nefnd til að sjá um að lögð séu fram blóm við kveðjuathafnir framliðinna meðlima og vina, og svo tvær konur til að yfirskoða reikninga félagsins árlega, og nefnd til eftirlits með húsinu síðan það var bygt. í embættiskvenna vali hefir félagið verið mjög lánsamt, sýndi það sig brátt í forystu hinnar fyrstu forstöðukonu Mrs. Berthu Danielsson, sem með á- huga og dugnaði og hagsýni á- vann sér það traust og hylli að hún ihefir haft stjórn á hendi nærfelt- helming þess tima sem félagið hefir starfað, og yfir höfuð hafa forstöðukonurnar hver af annari sýnt virðingar- verða leiðtoga hæfileika, sama er að segja um aðrar embættis- konur, sem allar hafa gegnt því starfi sem þær hafa tekið að sér með nákvæmni og samvizku- semi, og allar nefndir hafa lagt á sig mikið verk og óteljandi ó- mök í þágu starfseminnar. Yms- ar af félagsmeðlimum, bæði í og utan nefnda, hafa skarað fram úr í mismunandi atriðum, hver á sinn hátt, er það mikið virt og metið af heildinni, en hezta viðurkenningin er sjálfs- meðvitund 'hvers einstaklings. Til inntekta fvrir félagið hafa þessar aðferðir verið viðhafðar. Fyrstu árin var árlega haldin ein skemtisamkoma á sumaiMag- inn fyrsta, eitt skógargildi snemma sumars g að haustinu ein útsala á sumarvarningi, prjónlesi, heimatilbúnum mat, skyri með rjóma, kaffisala á sama tíma og hlutavelta á vönd- uðu ullarteppi. Kaffisölur hafa verið hafðar stöku sinnum þar að auki; mörg ullarteppi eru líka búin til og seld á hverju ári, og samskot tekin á starfs- fundum. Skógargildið var lagt niður fyrir allmörgum árum, en vorsala höfð í staðinn. Tólf starfsfundir og jafnmargir vinnu- fundir eru haldnir á ári hverju, og aukafundir ef þörf þykir. Inntektir yfir alt timabilið reiknast $6,822.66; útgjöld $6,- 620.28, til gamalmenna, sjúkra og bágstaddra hefir verið lagt $2,683.60, til kirkju í pening- um, munum og borgun fyrir að halda henni hreinni yfir $2,000; til félagshússbyggingarinnar $300 i peningum og svo innanstokks- munir. önnur útgjöld teljast til blóma við jarðarfarir, starfs- kostnaður allur, nokkrar smá- upphæðir fyrir brúðgjafir til meðlima, sein hafa gifst, og fá- einir glaðningar til stöku með- lima við sérstök tækifæri. Til Betel í alt $50, til Rauða kross- ins $5. Þakklætisskeyti hefir komið inn á des. fundinn 1919, fyrir peningagjöf í hjálparsjóð til Belgíu, upphæð ekki tilgreind, en tekið fram að það hafi verið peningar fyrir hlutaveltu á ullarteppi, sem hefði hepnast vel. Ótalin eru þau mörgu pör af ull- arsokkum, sem gefin hafa verið og ekki tilfærð í reikinga. f sjóði 1. jan. 1941, $83.70 Fram á árið 1932 Voru fundir haldnir í húsuin félagsmeðlima og salur leigður fyrir skemtisamkomur; þá var ráðist i að byggja þetta samkomuhús; stóð þá félagið í blóma að starfskröftum og með- limatölu, sem var yfir 50. For- seti var ein af okkar starfsöin- ustu konum, Mrs. Oddný Brand- son, beitti hún sér fyrir fram- kvæmdum, með lipurð og dugn- aði, og stóð öll félagsheildin sem einn maður í því máli. Leitað var samráða við söfnuðinn, og brást hann vel við og er hér til skýringar samþykt safnaðar- nefndarinnar. Tillaga var borin upp og samþykt í einu hljóði á safnaðarnefndarfundi fimtu- dagskvöldið 15. sept. ‘1932 svo- hljóðandi: Safnaðarn. Blaine safnaðar lofar ihér með að gera alt sem í hennar valdi stendur til að hrinda í framkvæmd bygg- ingu á fyrirhuguðu samkomu- húsi safnaðarkvenfélagsins “Líkn,” með því að leggja fram alla vinnu ókeypis eftir því sem sjálfboðar kunna að fást til vinnu. Ennfremur býður nefnd- in fram lóð safnaðarins undir þetta fyrirhugaða hús, með þeiin skilningi að kvenfélagið skuli i framtíðinni hafa umráð og eftir- lit með húsinu. Og fyrir drengi- lega þátttöku bæði safnaðar- manna og margra utansafnaðar manna var verkið unnið á tveimur mánuðum. Húsið var formlega opnað til afnota á ai- mennri samkomu fyrir troðfullu húsi, og lykillinn afhentur for- seta kvenfélagsins, Mrs. K. J. Brandson, af þáverandi safnaðar- forseta Andrew Danielsson, 22. nóv. 1932 og hefir kvenfélagið haldið fundi sína og hina árlegu skemtisamkomu í þvi siðan. 189 dagsverk voru gefin til bygg- ingarinnar og þar að auki fjár- upphæðir og efni af ýmsu tagi. Virðingarverð þess er $988.16. Bygging þessa heimilis fyrir fé- lagið var spor í rétta átt stigið; félagið átt þá nokkurt fé í Blane bankanum og hefði það ekki ver- ið dregið út þaðan áður en gjald- þrotið var árið eftir, hefði ]iað tapast að mestu. Þetta eru þá í fáuin einföldum dráttum aðalatriðin úr aldar- fjörðungis sögu Jiessa litla lelags; tuttugu og firnm ár eru ekki löng í veraldarsögunni, þó ör- lagaþrungnir atburðir skapist á skemri tíð. í hverjum smáum félagsskap varða breytingar þess tímabils miklu, margar konur hafa á þessum tíma horfið úr meðlimatölu kvenfélagsins fyrir burtflutning til fjarlægra staða og út yfir takmörk tíma og rúms; þeirra er allra minst með söknuði og þakklátum hug, fyrir ljúfa samvinnu í liðinni tíð. Vegna þess að enn sem komið er hefir það mál sem okkur þeim eldri var lagt á tungu þegar við lærðum að tala, nefnilega ís- lenzkan verið notuð við fundar- höld og í allri félagsstarfsemi, hafa tiltölulega fáar yngrikonur bæzt í hópinn. Félagið telur nú 28 starfandi meðlimi. Um það að hve miklu eða litlu leyti því hefir tekist að ná tilganginum hefir almenningsálitið dómsúr- skurðinn, en unnið hefir verið af ýtrasta megni og eftir bezta skilningi. Eins og yfirleitt mun vera með kvenfélög, hefir þessi félagsskapur átt almennum vin- sældum að fagna, margt eðal- lundað fólk, jafnt menn sem konur, bæði utan vébanda fé- lagsins og innan, hefir velt stein- um úr vegi ogi drýgt inntektir þess með því að rétta gjöfula hönd og sækja útsölur og skemtisamkomur þess. Fyrir allan stuðning, allan hlýleik í ýmsum mynduin sem kvenfélag- ið “Líkn” hefir orðið aðnjótandi öll þessi ár þakkar það af ein- lægum huga. Svo langar mig til að minnast á örfá orð úr ljóði, sem eitt af allra helztu skáldum fslands, lárviðarskáldið sinnar tíðar, orti til kvenþjóðarinnar, og við eiguin að honum látnum, eg á við séra Matthías Jochums- on. Þau leggja að sönnu á- byrgð á herðar, en fela á sama tima í sér traust, sem hverri konu er metnaður í að reynast trúlega. Orðin eru þessi: “í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna, því hvar er menn- ing manna, ef mentun vantar snót?” Þetta hefir skáldið ekki sagt í þeirri ineiningu að gera litið úr menningu feðra, bræðra, eig- inmanna og sona okkar, heldur sem bending um það að einhuga samstarf manns og konu, sé ó- hjákvæmilegt í framsóknarbar- áttunni á leið til fullkonrinnar mannúðar menningar. Lengi lifi kvenfélagið “Likn”v inegi því aukast skilningur og kraftur til að vinna að nytsöm- um málefnum i umboði kærleik- ans. Samið hefir skrifari fél. Dagbjört Vopnfjörð. printtnq... r~licfm/~fiO£> c distinctn)e and persuasi^e PJuBLICITY that attracts and compels action on ^ the part of the customer is an important factor in the development of business. Our years of experience at printing and publishing is at your disposal. Let us lielp you with your printing and advertising problems. Hlie COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Ave. WINNIPEG Phones 86 327 - 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.