Lögberg - 28.08.1941, Síða 4

Lögberg - 28.08.1941, Síða 4
4 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 28. ÁGÚST, 1941 ------------lögtjerg---------------------- GeflB út hvern fimtudag af THJS COIiUMBIA PRESS, líl.MHUl) •US Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent A'-e., Winnipeg. Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg’’ is printea -nd pubJshed by Th* Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Þrœlahald í Norðurálfu Fyrir nokkru kom út bækling'ur, sem nefnist “Europe under Hitler in Prospect and Practice, “ og vakið hefir óhjákvræmilega mikið umtal; er þar grandgæfilega lýst með óhrekjandi rökum því hörmulega ástandi, sem nú ríkir víðsvegar um Norðurálfu, eða í þeim löndum, sem Hitierisminn hefir brot- ið imdir sig; um það verður ekki vilst, að raunverulegt þrælahald hafi rutt sér til rúms í mörgum hinna hemumdu landa, og það á sv:o háu stigi, að lokað sé fyrir hverja ein- ustu mannfrelsisskímu; samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem áminstur bækling-ur hefir til brunns að bera, hefir freklega tveim miljón- um manna verið þröngvað til þess, að fara l'rá beimilum sínum í ýmsum hemumdum löndum, flytja til Þýzkalands og þræla þar í verksmiðjum myrkranna á milli við hin ömurlegustu vinnuskilyrði, og bágborin sult- arkjör; þetta er fyrir utan allan hinn mikla sæg stríðsfanga af ýmsum þjóðernum, er verða að sætta sig við hvað, sem að hendi og munni ber. Fullyrt er, að þrjúhundruð og fjörutíu þúsundir Pólverja sé nú á Þýzka- landi lamdir áfram til vinnu sem gersamlega réttlausir menn, og gildir hlutfallslega hið sama um þá þjóðflokka aðra, er Hitler hefir náð' tangarhaldi á. Þær þjóðir, sem Hitler hefir þegar lagt undir sig, verða að greiða í sjóð Þriðja ríkisins sem svarar 1,000 miljónum sterlings- punda á ári, auk þess sem þær verða að láta af hendi við hvaða verði sem er, ógrynnin öll af kjöti og öðrum fæðutegundum; það eru Nazistar, sem venj-ulegast segja sjálfir fyrir um verðið; lögmálið um framboð og eftirspurn hefir verið strykað út úr við- skiftalífi Þriðja ríkisins. Alþjóð manna er fyrir löngu kunnugt um hinar svívirðilegu ofsóknir gegn Gyð- ingum á Þýzkalandi og í hinum hernumdu löndum Nazismans; það er e'kki einasta að þeim sé misboðið í aðbúð á allan hugsan- legan hátt, heldur eru þeir og sviftir eignum sínum, er svo býður við að horfa í þágu skipulagsins nýja, sem Hitler boðar Norður- álfuþjóðum, og í rauninni veröldinni í heild; þetta svonefnda, nýja skipulag, er í fram- kvæmdinni okkert annað en grímuklætt þrælahald, sem tuttugustu öldina hafði aldrei dreymt um að leitt yrði inn í mannheima á ný. 1 þeim hluta Frakklands, sem Frakkar sjálfir að nafninu til ráða yfir, verðhr alt að dansa eftir Hitlers nótum; frönskum verksmiðjueigendum er þröngvað til þess að hafa Hitlers ‘ ‘ sérfræðinga’ ’ í þjónustu sinni, og vefði mótþróa vart af hálfu eigenda eða íramkvæmdarstjóra, er Vichy-stjórninni þegar skipað fyrir um að skerast í leikinn og jafna sakirnar; og þegar annað eins og þetta viðgengst í landi, sem á pappírnum að rcinsta kosti nýtur sjálfstjórnar, verður auð- velt að renna grun í hvemig ástatt sé í þeim löndum þar sem Nazistar eru gersamlega einir um hituna. Samkvæmt hinu “nýja skipulagi” Hitlers, á Bretland að verða sama sem mannlaust beitiland, eða “græn evja.” Fram að þessu hefir Hitler ekki full- komlega skápað fyrir um örlög Vesturheims, jió hann vafalaust gera það líka, er honum hægist um vik, því hann á sem sfendur í tals- verðu annríki við' Bússann; hann treystir enn á fimtu fylkinguna í hinum vestrænu löndum, þó tekin sé hún nú auðsjáanlega að þynnast, og ryð fallið á járnkrossinn. — Skammsýnir voru þeir menn, hverju nafni sem nefndust, er sneru baki við Þjóð- bandalaginu, tóku Hitler trúanlegan, og full- visisuðu almenning um frið á vorum tímum. Þjóðraekni og jDjóðrœkt Eftir prófessor Richard Bech. I. Á nýafstaðinni fyrirlestraferð minni víðsvegar um bygðir Islendinga í landi hér, sem farin var óbeinlínis og jafnvel að segja má beinlínis, í þarfir þjóðræknismála vorra og félagsmála, kom Þjóðræknisfélagið að vonum oft til tals í umræðum mínum við menn og konur á ýmsu stöðum. Get eg eigi sannara sagt, en að fólki hafi yfirleitt legið mjög gott orð til félagsins, og fæ eg ekki betur séð, en að skilningur almennings á starfi þess og gildi fari vaxandi og góðhugur í þess garð að sama skapi. Er það ritað með fullri vitund um það, að félagið nær ekki, þrátt fyrfr vaxandi vinsældir, til eins margra Islendinga og æskilegt væri. • En í ljósi þess aukna skilnings, sem eg varð, á ferðum mínum, var við hjá almenn- ingi á starfi og stefnu Þjóðraknisfélagsins, kom mér það æði kynlega fyrir sjónir að sjá það gefið í skyn opinberlega, að það væri, ef til vill, einhverjum sérstökum takmörkum sett, hverjir maútu gerast félagar í Þjóð- raÉknisfélaginu. Þeim missbilningi skal einu sinni fyrir alt vísað á bug, því að dyr fé- lagsins hafa frá fyrstu tíð staðið opnar hverjum þeim, án tillits til stöðu, stéttar eða hæfileika, sem stuðla vill að starfi þess með því að gerast þar félagi. Svo er það enn. Félagið vill ná til sem allra flestra Islend- inga, og þessvegna hefir langtímum saman staðið auglýsing frá því í íslenzku vikublöð- i:num og birtist hún enn vikulega í öðru jþeirra. Sannleikurinn er sá, að þeir, sem hafa haft og hafa með höndum stjórn félags- ins, harma það' stórum, að fjöldi íslendinga, sem ættu að vera félgsmenn og leggja góðu máli lið, standa enn utan vébanda þess. Framangreind skýring er hér gerð til þess, að þeir, sem í fjarlægð búa og ekki eru mál- um félagsiris kunnugir, láti eigi kasta ryki i augu sér í <þessu sambandd. Hinsvegar leikur núverandi stjórnar- nefnd mjög hugur á að færa út kvíar félags- ins, og nýtur hún í því efni liðsemdar góðra manna og kvenna víða um bygðir vorar. Þannig hefir séra Albert E. Kristjánsson, í Blaine, Washington, góðfúslega tekið við umboði frá félagsstjórninná til þess að vinna að útbreiðslumálum þess í nágrenni sínu og annarsstaðar á þeim slóðum á Vesturströnd- inni. Geta menn því snúið sér til hans með fyrirspurnir, en hann er málum félagsins og stefnu gagnkunnugur, þar sem hann er fyr- verandi forseti þess. II. Öllum, sem hugsa alvarlega um varð- veislu íslenzkra menningarerfða í landi hér, hlýtur að vera það ljóst, hversu miklu varð- ar afstaða hinnar yngri kynslóðar vorrar til þeirra mála. Var því eðlilegt, að viðhorf hennar við þeim málum kæmi til athugunar í umræðum mínum við ýmsa um þjóðræknis- málin. Er það vafalaust einhuga ósk þeirra, sem þau mál bera fyrir brjósti, að kappkosta af fremsta megni, að kenna böraum vorum og unglingum íslenzkt 'mál, og hafa það um hönd á samkomum, hvar sem því verður við komið. Er það rétt stefna og holl. En það er bæði viska og hagsýni að horfast í augu' við staðreyndir,, enda þótt þær kunni ekki að vera manni að skapi. Vil eg um þá hliðina á þessum málum leyfa mér að taka upp kafla úr ræðu um “Varðveislu íslenzkra erfða,” er eg flutti fyrir nokkrum árum síðan; en J>au ummæli eru ennþó sannari nú, en þau voru þegar umrædd ræða var samin og flutt: “Á hinn bóginn er þess ekki að dyljast-, hvort sem oss líkar betur eða ver, að fjölda margir eru þeir í hópi yngri kynslóðar vorr- ar, sem eigi hafa lært mál feðra sinna, og þvi miður vex sá hópur hröðum skrefum. Illa felli eg mig við þá tilhugsun, að þessi hópur niðja vorra komist alls ekki undir göfgandi, menningarleg áhrif íslenzkra erfða. Ættum vér því undir öllum kringumstæðum að glæða, eftir föngum, áhuga þeirra á bók- mentum vorum, sögu og menningu, með því að fræða þá um þessi efni á því máli, sem þeir skilja — enskunni. Skal það að vísu játað, að hvað bókmentirnar snertir, fer löngum eitthvað að forgörðum, þegar þær eru fluttar af einu máli á annað. Hitt er þó jafnsatt, að til eru á ensku máli margar góð- ar, og ekki all-fáar ágætar þýðingar úr ís- lenzkum bókmentum, og hreint ekki fátt a/f- bragðsrita um íslenzk fræði. Enginn má þó skilja orð mín svo, að eg eé að verja þá grunnsæju fræðistefnu, sem segír, að menn eigi aðeins að læra eitt tungn- mál. Slík skammsýni hefnir sín; hún fæðir af sér andlega fá,tækt. Það, sem fyrir mér vakir, felst í spakmælinu forna: “Betri er liálfur skaði en allur.” Mér finst vér ekki mega við því, að heilir hópar hinnar yngri kynslóðar vorrar snúi bakiun við m<‘nning- arlegum erfðum vorum, vegna þess, að vér neitum þeim um fræðslu í þeim efnum á þeirri tungu, sem þeir skilja. Að minsta kosti uni eg því stórilla, að sjá þann hóp ungra Vestur-lslendinga sviftan allri hlutdeild í glæsilegum menningararfi þeirra, og þar með stórum snauðari að sjálfsþekk- ingu, lífsspeki og andlegri auð- legð.” Einn af vorum áhugasömustu og langsýnustu þjóðræknismönn- um tók eindregið í sama streng í samtali við mig og kom frain með þá hugmynd, að íslenzk bókasöfn (lestrarfélög) hérna megin hafsins ættu að hafa deild af bókum á ensku um íslenzk efni, yngra fólkinu til afnota. Eg held, að hugmynd þessi sé bæði mjög tímabær og athyglis- verð, og beini henni til þeirra, sem að lestrarfélögunum standa, til athugunar. Kunnugt er mér einnig um, að sum þeirra, t. d. Lestrarfélagið að Mountain, N. Dak., hefir keypt eitthvað af slíkum bókum, og tel eg líklegt, að þær hafi að einhverjum not- um komið. Þjóðræknisfélagið hefir einnig vilja liðsinna fólki hvað þetta snertir. Með það fyrir augum samdi eg, að tilhlutun þáverandi stjórnar félagsins, skrá yfir valin rit á ensku um íslenzk efni, og er hana að finna í Tímariti fé- lagsins (XVII. ár, 1935). Vona eg, að framannefnd skrá geti orðið einhverjum til leiðbeining- ar og gagns, en síðan hún var samin hafa auðvitað ýmsar nýj- ar bækur komið út um þessi efni. III. Þá varð mörgum, sem eg átti ,tal við á ferðum mínum, tið- rætt um Sögu íslendinga í Vesturheimi. Skiftust dómar manna um hana mjög í tvö horn, líkt og fram hefir komið í umsögnum um hana á prenti; sumir fundu henni margt til foráttu, einkum var þeim harð- indasagan þyrnir i augum; öðr- um þótti höfundi að flestu leyti hafa vel tekist söguritunin. Mönnum lék einnig hugur á að vita, hvað landar vorir heima á íslandi hefðu um söguna að segja; vitnaði eg til þess, sem frá þeim hefir komið um hana i rituðu máli, er sýnir, að hún muni þar einnig sæta ærið mis- jöfnum dómum, og kæmi það heim við álit manna í bréfum, sem vestur hingað hefðu boris<t. En þegar eg var nýkominn úr ferð minni, barst mér í hendur Eimreiðin (2. hefti þessa árs) með mjög eftirtektarverðum rit- dómi um Sögu ísl. í Vesturheimi eftir Björn Sigfússon, en hann er talinn í hópi hinna gáfuðustu yngri fræðimanna (norrænu- fræðinga) heima. Hann ritar líka um söguna eins og fræði- manni sæmir; hikar ekki við að gagmrýna þau atriði, sem hann er ósammála höfundi um, og frásagnaraðferð hans, en gerir það prúðmannlega, þó með fullri festu sé. Honum farast t. d. þannig orð um hinn margum- rædda harðindahálk ritsins: “Harðæri á íslandi eru rakin trá landnámi til 1887, er útflutn- ingur fólks náði hámarki, og um þau fjalla rækilegustu þættir þessa bindis. Móti vilja sínum sýnst mér höfundur sanna, að þau hafi fremur verið stærsta aukaástæðan en úrslitarökin að brottflutningnum. . . . Það, sem höfundur tekur fram um harð- ærin, má iheita rétt, nálega alt, en áherzlan á þvi of einhliða (þ. e. einhliða heimildir) og aft- ur þörfum minni áherzla á vík- ingsleigri framaþrá og æfintýra- draumum ungla fólksins eða fyr- irætlunum pilta eins og Stefáns Guðmundssonar, þegar hann kvaddi Bárðardal og lagði á Von- arskarð sitt: “Fimm ár skal eg ytra una, flyt svo heim það vonin vann.” En ritdómi sínum lýkur höf- undur með þessum málsgreinum, og dregur þar saman niðurstöður sínar um bókina: “Það eru fullar ástæður til hér austan hafs að þakka þessa á- gætu bók Þ. Þ. Þ. og bíða fram- haldsins með eftirvæntingu. Þótt mér þyki rétt að drepa á atrið- in, sem eg lít frá öðrum bæjar- dyrum en hann, finst mér mikið til um, hversu hann boðar skoð- anir sínar af hispurslausri ein- lægni Vestmannsims og persónu- legum sannfæringarkrafti. — Rök ihans eru einnig mörg og þung og safnað af fræðimanns- elju. Oft styttir hann sér að vísu rannsóknarleiðina meir en sagnfræðingar mega, en þar með sleppur hann við að bjóða les- endum dau’ðan fróðleik. Hin huglæga (subjectiva) sagnarit- unaraðferð, sem höfundi er töm og eðlileg skáldi, nýtur sín e. t. v. enn betur við lýsing land- námsbaráttunnar i næstu bind- um. Sjaldan er rætt um, hvaða uppbót Vestur-íslendingar, en ekki Heima-íslendingar, hafi þurft Oig fengið fyrir skilnaðinn við meiri hluta þjóðar sinnar. Síðustu sögukaflar þessa bindis: “Frá fyrstu árum vestan hafs” og íslenzkir Ameríkumenn,” benda víða í átt til þess fullnað- arsvars, sem framhaldið mun gefa. Einkennilegt er, hvað þessi spurning verður áleitin í sambandi við heimskreppuna, sem hófst vestra 1929. Orð Þ. Þ. Þ. um kreppuárin eru á- takanleg, en svörin raunsæ og þrungin bjartsýni um þjóðar- eðli, sem dugir manni bezt, er mest á reynir. Skilnaðurinn við ættland og meiri hluta þjóðar hefir gert margan Vestmanninn að sannari Islendingi en hann hefði getað orðið heima og eflt að sama skapi beztu hæfileika hans. Sú frjó'semd orku og anda varð frændum vestra uppbótin fyrir missinn.” Þetta er drengilega mælt í garð vor Vestmanna, og mætti vel verða oss íhugunarefni. Maður freistast sem sé til að spyrja, hvort ýmsir í vorum hópi hafi ekki farið á mis við þessa upp- bót, sem Björn Sigfússon talar hér um, og er það harmsefni. -------V-------- Hljóðar átundir Eg nefni þessa stuttu ritgerð “Hljóðar stundir.” Skal þá fyrst gerð grein fyrir, hvaða merk- ingu eg legg í hugitakið hljóð stund. Eg á við með þvi ekki einvörðungu þöglar stundir, þar sem hljóðleiki hins ytra um- hverfis er fyrir hendi, heldur á eg við með því þær stundir í lífi einstaklingsins, er hinn innri hljóðleiki íhugans fær sem bezt að njóta sín ótruflaður af ytra umhverfi, eða öllu fremur þar sem hið ytra umhverfi lyftir undir hinn innri hljóðleika sál- arinnar, svo að hún skynji sinn guðlega uppruna og kenni sig í samræmi við æðri máttarvöld. Getur þetta gerst hvar sem er, þar sem hugur eistaklingsins verður hrifinn mætti'þagnarinn- ar. Hljóðleiki eða þögn eru kunn hugtök úr reynslu allra manna. Með nokkurum sanni má segja um menningu okkar íslendinga fram undir næstliðnu aldamót eða frain yfir aldamótin 1900, að menning vor hafi borið yfir sér blæ þagnar, tilbreytingarleys- is og kyrstöðu. Land vort ligg- ur langt frá öðrum þjóðum. Hér hófst því og starfaði þjóðmenn- ing, sem bar á sér sérstakan blæ þeirra athafnalifsskilyrða, sem fyrir hendi voru og móta þjóð- areðlið. Hér óx upp bænda- menning, kyrlát, starfsöm, en tilbreytingarlítil. Frá landnáms- tið og fram yfir miðja 19. öld voru svipaðir atvinnuhættir; yfir lífi þjóðarinnar, í heild sinni, var þögli og kyrð. Á sumrin rauf þögnina hó smalans, þytur ljásins, söngur sláttumannsins; við sjóinn áraglamur og stutL orðar skipanir veðurbarinna for- manna. Á veturna var það rokk- urinn, vefstóllinn og á kvöldin lestur sögumannsins, eða rímna- þulsins, sem las og kvað, en all- ir hlustuðu, hver við iðju sína. Hér var menning, sem bar í sér festu og rósemi, starfs og ihug- unar og athugunar. Hér var það máttur þagnarinnar, sem Hvað er nýtt fyrir Hauátið? Petta er spurning augnabliks- ins, og hvar gæti fullkoranara og ánægjulegra svar fengist, en á hinum gæðahlöðnu bíað- síðum I EATON’S NÝJU (1941-42) Haust ogVetrar VERÐSKRA Tízkusnið . . . hinar hald- beztu nauðsynjar, föt og skór fyrir skðlanot, vetrarföt fyrir alla . . . hlutir, sem gera heimilið vistlegra og nota- legra yfir veturinn . . . öllu nákvæmlega, lýst, ásajnt sönn- um myndum til þess að gera Pástpantana verzlun verulega unun. pér ættuð að hafa feng- ið einstak nú pegar. Ef ekki skuluð þér skrifa oss til WINNIPEG og verður þá sent eitt eintak samstundis. 'T. EATON WINNIPEQ EATONS setti mót sitt á hugsun og starf. Einltenni þessarar menningar var , samhliða starfinu, lotning ifyrir öllu guðdómlegu, og á- kveðinn þjóðarvilji að sækja helgar tíðir og hafa orð Guðs um ihönd í heimahúsum. Hér var því menning, sem hafði að kjörorði hin gömlu orð: Ora et labora. — Bið þú og vinn þú. Þegar vér, sem erum um fimtugt, horfum um öxl og ber- um saman þá menningiu og þá lifnaðarhætti, sem vér ólumst upp við, og þá sem nú eru, þá er breytingin alveg undursamleg, Hljóðleikinn er að hverfa og til- breytingarleysið —en í þess stað er kominn hraðinn og hávaðinn. En það er ekki úr vegi, að minst sé á gildi þagnarinnar til þrosk- unar einstaklingseðlinu og til myndunar fastri skapgerð, nú á þessum svifmiklu og glaum- gjörnu tímum. Það er gamalt orðtak, að svo sé margt sinnið sem skinnið, og það, sem einkum þykir skemti- legt. Þykir öðrum leiðinlegt. — Sumir eru fæddir hávaðamenn, aðrir kunna bezt við kyrðina, einveruna og 'hinn mjúka frið. En sú menning er bezt, sem getur fullnægt sem bezt hverj- um einstaklingi og skapar hon- um þá aðstöðu, sem bezt hæfi eðli hans til hverskonar frama og dáðríks starfs. Forfeður vor- ir voru í vissum skilningi þagn- arinnar menn. Þeir voru dulir í skapi og létu lítt uppi tilfinn- ingar sínar, nema þegar vínið hýrgiaði svipinn og leysti tungu- takið. — En þessir menn, bæði karlar og konur, áttu margir fasta skapgerð og rósama íhug- un ú lífinu og sinn sérstaka skilnng á viðfangsenfum þess og úrlausnum vandamála. Bænda- menningin skapaði traust og iðjusemi, guðræknin gamla gerði sitt til að fegra 'hugsunina og fága siðina. Kirkjan var eldra fólkinu mörgu hverju and- leg móðir, alma mater. Til hennar var gott að leita í hregg- viðrum lífsins, og í nafni Krists gott að lifa, starfa og deyja. — Hvaða gildi hefir þögnin í lífi einstaklingsins, hinn innri hljóð- leiki, kyrðin og hvíldin til ró- legrar athugunar, friðaðar stund- ir, þar sem hið lága færist fjær, en færist aftur nær hið helga og háa? Eg vil draga fram örfá dæmi frá íortíð og nútíð, sem leysa úr þessari spurningu og sýna gildi þagnar og hljóðleika í lífi einstaklinga og heilla þjóða.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.