Lögberg - 30.10.1941, Blaðsíða 1

Lögberg - 30.10.1941, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 a Seven Lines A ^ kall'\ x\VÍ‘ Servioe 0o?-VV . Satisfaction 54. ÁRGANGUE PHONE 86 311 Seven Lines j&*e« A c d Cie^O^ 'efs «rdJ ,iercrS a Ní Cot • \\o ,\.VP For Better Dry Cleaning and Laundry LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. OKTÓBER, 1941 NÚMER 44 Thor Thors skipaður Sendiherra Islands í Washington Ráðuneyti Hermanns Jónassonar biðst lausnar—Eftirfarandi bréf frá Sendiherra Islands í Bandaríkjum birt hér með almenningi til fróðleiks New York 24. okt., 1941. Samkvæmt upplýsingum, er Grettir L. Jóhannsson, ræðismað- ur Danmerkur og íslands lét Lög- bergi í té á föstudaginn í vik- unni, sem leið, hefir aðalræðis- maður íslands í Bandaríkjunum, hr. Thor Thors, verið skipaður fullvalda sendiherra íslands í Washington, og hefir fslands- stjórn nii í fyrsta sinni stofnað sendiherrasveil (Legation), með hinni voldugu Bandaríkjaþjóð, er felur í sér viðtæka sjálfstæð- isviðurkenningu fyrir islenzku þjóðina. Hinn nýi sendiherra er enn maður ungur að aldri, og það jafnvel langtum yngri, en alment viðgengst, þá um val í slíkar ábyrgðarstöður ræðir; en hann hefir, engu að síður fjölþætta, hagkvæma reynslu að baki sér bæði sem alþinglsmaður, við- skiftafrömuður, og aðalræðis- maður þjóðar sinnar i Banda- rikjum, og þessvegna má mikils af honum vænta í hinum stækk- aða verkahring íslenzku þjóðinni til nytja og sæmdar. Hr. Thor Thors er glæsimenni hið mesta, og kunnur að góðri háttlægni; vinahópur hans, sem þegar er Ur borg og bygð Samkvæmt leyfi skólaráðs i Sel- kirk-bæ, fer fram kensla í Biblíusögum í skólum bæjarins, einu sinni á hverri viku í her- bergi hverju, hálftíma í senn, eða enn styttri tíma í lægri bekkjum. Prestar bæjarins ann- ast kensluna. Kenslan fer fram árdegis. + + + Þann 6. september síðast- ljðinn, voru gefin saman í hjónaband á Gimli, þau Mr. Björn Yaldimar Árnason og Miss Kristín Benson. Brúðguminn er sonur þeirra Mr. og Mrs. W. J. Árnason á Gimli, og þar fór hjónavígslan fram, en brúðurin dóttir Mr. og Mrs. Joe Benson, einnig þar í bænum. Séra Bjarni A. Bjarnason gifti, og verður framtíðarheimili þeirra á Gimli. Lögberg flytur þeim innilegar árnaðaróskir. ♦ ♦ ♦ Síðastliðinn sunnudag kom hingað til borgar, hr. Gunnai Norland, stúdent, til tunguinála- náms við háskóla Manitobafylk- is; hann útskrifaðist af Menta- skóla Reykjavíkur í vor sem leiö með ágætum vitnisburði. Gunn- ar er sonur Jóns læknis Jóhann- essonar frá Hindisvík í Húna- þingi, sem látinn er fyrir tveim- ur árum, og konu hans Þórleifar, dóttur Péturs alþingismanns og ráðherra frá Gautlöndum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Þau tíðindi sagði Gunnar af íslandi, að stjórnin hefði lokað öllum vinbúðum í landinu, og tekið vínveitingaleyfið af Hotel Borg, er var eina hótelið, er slíks leyfis naut. ♦ ♦ ♦ Þau sæmdarhjónin, Mr. og Mrs. J. B. Johnson, Ær búa stór- biii skamt norðan við Gimli. höfðu heimboð mikið þann 20. þ. m. til heiðurs við son sinn, Björn, sem fyrir alllöngu innfit- aðist í konunglega, canadiska flugliðið, en þá var svo að segja á förum austur um haf; um þrír tugir manna, flest frændur og venzlafólk, tók þátt í heimboð- inu sem var að öllu hið vegleg- asta; var Björn leiddur út með gjöfum, er hann þakkaði fyrir stór, á eftir að vaxa frá ári til árs; fer jafnan svo um þá menn, sem raunverulega mikið er í spunnið. Thor Thors Lögberg flytur hinum nýja sendiherra innilegar árnaðarósk- ir í tilefni af skipun hans i þetta virðulega embætti. Heimilisfang Thórs sendiherra verður: Ice- landic Legation, 3839 Massa- chussett Avenue, Washington, D.C. með viðeigandi hlýyrðum; skemtu allir sér hið bezta við söng, hljóðfæraslátt og kaffi- drykkju. ♦ ♦ ♦ ÞAKKIR OG KVEÐJUR Um léið og eg nú hverf frá Winnipeg-borg og held vestur á bóginn til vinanna heima vil eg með þessum línum þakka öllum vinum og kunningjum gömlum og nýjum, í borg og bygðum þar sem eg hefi átt leið um fyrir alla ástúð þeirra og gestrisni sem hefir gjört mér dvölina svo á- nægjulega. Dagarnir, sem eg hefi dvalið með ykkur verða mér ógleymanlegir. Kærar þakkir og hugheilar kveðjur! Mrs. Andrew Danielson, Blaine, Wash. --------V-------- Orslit þingkosninga í Nova Scotia Á síðastliðinn þriðjudag fóru fram almennar kosningar til fylkisþingsins i Nova Scotia, og lauk þeim með ákveðnum sigri fyrir frjálslynda flokkinn undir forustu A. S. MacMiHans forsæt- isráðherra. Þingsæti í Nova Scotia eru 30; af þeim fékk frjálslyndi flokkurinn 23, íhalds- menn 4 og C.C.F. 3. Bælti sá flokkur við sig tveimur þing- sætum. Leiðtogi ihaldsflokks- ins, L. W. Fraser, beið ósigur i kjördæmi sínu, Cumberland. Námuráðherra MacMillan-stjórn- arflmar, Mr. L. D. Currie, tapaði einnig kosningu. --------V-------- Fundur um umbœtur á peningakerfinu Undanfarna daga hefir staðið yfir hér i borg allfjölmennur fundur þeirra, er telja umbætur á peningakerfi þjóðarinnar öld- ungis óumflýjanlegar; einkum og sér í lagi voru það Social Credit þingmenn frá Alberta, undir forustu Aberharts forsætis- ráðherra, er að fundinum stóðu; ekki er það vitað enn hvort upp af þessu sprettur nýr stjórnmála- flokkur, þvi fundarmenn virtust hallast á þá sveif, að reyna til þrautar fyrst hvort sambands- stjórn yrði fáanleg til þess að beita sér fyrir um málið. Kæri ritstjóri: Eg vil ekki láta hjá líða, að skýra þér frá því að samkvæmt simskeyti frá íslenzku rikis- stjórninni hefir hún hinn 22. þ. m. beðist lausnar vegna á- greinings um úrræði til að vinna gegn hinni vaxandi dýrtíð í land- inu. Ríkisstjórnin beindi lausnar- Kveðjusamsœti fyrir Arna Björnsson Þann 20. þ. m., efndu fslend- ingar í Reykjavíkur pósthéraði við Manitobavatn til kveðjusam- sætis í heiðursskyni við Árna Björnsson( sem þá var á förum úr bygðinni eftir 30 ára dvöl. Samsætið fór fram í skólahúsi sveitarinnar, og sátu það um 100 manns, eða mikill meirihluti bygðarbúa, auk nokkurra ann- arsstaðar að. Veizlustjórn hafði með hönd- um Ingimundur Ólafsson, er skýrði með fögrum orðum til- gang samsætisins, og afhenti heiðursgesti að gjöf frá mann- söfnuði þessum, vandaða reykj- arpipu og afar verðmætt gullúr. Að því loknu báru konur fram hinar rausnarlegustu veitingar, en ])ví næst tóku til ináls, auk forseta, Ragnar Johnson, Ingvar Gíslason og Sigurður Kjartanson, er létu í ljósi aðdáun sína á fórn- fúsu og gifturíku starfi Árna í þarfir byigðarinnar, jafnframt því, sem þeir hörmuðu burtför hans. Arni Björnsson er hið mesta Ijúfmenni í framgöngu, og hefir hvarvetna notið almenningshylli; er að honum mikil eftirsjá úr þeirri fögru, en tiltölulega fá- mennu bygð, er hann um svo langt skeið hafði helgað óskifta krafta; er Árni nú fluttur til Gimli; hann biður Lögberg, að flytja samferðafólki sinu í Reykjavíkurbygð, innilegt hjart- ans þakklæti fyrir alúðarríka samveru, jafnframt því, sem hann þákkar samsætið og hinar verðmætu og fögru gjafir; börn- unum í þessari fögru bygð, þakkar hann bliðu og vinhlýju brosin, og biður þeim blessunar á braut þroskans. --------V------- Frá austurvígstöðvunum Að því er bezt verður séð, hef- ir Rússum lánast að stemma all- verulega stigu fyrir árásarsveit- um Þjóðverja, er sótt hafa að Moskva. Þjóðverjar viðurkenna þetta að nokkru, en kenna um illviðri og lítt færum vegum; hitt mun þó sönnu nær, að á stöð- um þessum sé við meira ofur- efli að etja, en þeir hefði hug- boð um, því staðhæft er, að Rússar hafi flutt frá Síberíu stórkostlegan liðsafla til varnar Moskva. í Úkraníu virðist svo sem Þjóðverjum sækist sóknin betur, og hafa þeir að sögn, náð haldi á hinni miklu iðnaðarborg í Don-héruðunum, Kharkov, sem telur um 850,000 ibúa, auk þess sem þýzkum árásarhersveitum sýnist hafa orðið þó nokkuð á- gengt á Krímskaganum. Fregnir frá London fullyrða, að Þjóð- verjar hafi á að skipa í þessari sókn sinni 2 miljónum hermanna og 15 þúsund skriðdrekum. beiðni sinni til ríkisstjóra, en hann hefir tekið sér frest til að kynna sér viðhorfið á alþingi. Það er óvíst ennþá hvernig þessum málum kann að lykta, og hvort flokkunum á alþingi tekst að ná samkomulagi um á- framhaldandi samvinnu, en eg skal tilkynna þér þegar frekar er vitað uin þessi mál. Með beztu kveðju, Thor Thors. Fimm konur ná kosningu á fylkisþing Við kosningar þær, er fram fóru nýlega til fylkisþingsins í British Columbia, náðu fimm konur kosningu; þrjár, er teljast til C.C.F. flokksins, þar á meðal Grace Mclnnis dóttir J. S. Woodsworth; ein fylgjandi Liberal-flokknum, og önnur af hálifu ihaldsmanna; hafa aldrei áður jafnmargar konur náð kosningu á nokkurt fylkisþing þessa lands í einu. --------V-------- íslenzkur lœknir á vegum Rockfeller- stofnunarinnar Ungum íslenzkum lækni, Birni Sigurðssyni frá Veðrainóti hefir veizt sá frami að vera gefinn kostur á að vinna um eins árs skeið við hina frægu læknis- visindastofnun Rockefellers í Bandaríkjunum. Er hann nýlega farinn vestur með fjölskyldu sinni og mun dvelja þar algerlega á vegum stofnunarinnar? sem kostar alla dvöl hans þar og Iferðina vestur Er mikill fengur að því að ís- lenzkur læknir skuli eiga þess kost að vinna við slíka stofnun sem mun ein hin kunnasta og viðurkendasta vísindastofnun heimsins. , Björn Sigurðsson mun dvelja í Princeton í New Jersey. Stofnun Rockefellers þar, sem nefnist Institute for animal and plant pathology, vinnur aðallega að rannsókn svokallaðra virus- sjúkdóma, en virus nefnist sér- stök tegund sýkla, sem eru miklu minni en venjulegir sýkl- ar og eru að mörgu leyti annars eðlis, en valda mörgum útbreidd- ustu sjúkdómum. Björn Sigurðsson lauk prófi í læknisfræði við Háskólann árið 1937. Árin 1938 og 1939 dvaldi hann í Danmörku við rannsókn- ir á krabbameinssjúkdómum og naut til þess styrkjar úr General- konsul Karisens og Hustru’s Mindelegat. Starfaði Björn við Carlsbergfondets biologiske In- stitut, en Rockefeller starfrækir þá stofnun. Hefir próf. Albert Fischer for • stöðu hennar, en hann er talinn meðal færustu vísindamanna Dana. Mun Björn hafa hlotið ágæt meðmæli próf. Fischers fyrir starf sitt og rannsóknir. --------V-------- Jafnaðarmenn Svía láta til sín heyra Jafnaðarmenn í Svíþjóð hafa á flokksþingi nýafstöðnu, lýst yfir því, að Svíar sé einhuga um það að verja með vopnum frelsi sitt, úr hvaða átt, sem á þá kynni að verða ráðist. Kveð j usamsœti Samsæti mjög fjölment og myndarlegt var þeim Dr. Núnia Hjálmarsson og Sigríði konu hans haldið í samkomuhúsinu á Lundar miðvikudagskv. þann 15. þ. m. Samsætið var haldið i tilefni af því að Dr. Hjálmars- son er að flytja sig alfarinn frá Lundar með fjölskyldu sína eftir finitán ára dvöl þar, fer hann til Pilot Mound og sezt þar að sem læknir. Samsætinu stýrði séra Guðm. Árnason, sem ávarpaði hjónin með nokkrum orðum og afhenti lækninum gjöf frá bygðarbúum, lindarpenna og silfurskál með dálitlum sjóði í. Einnig voru Mrs. Hjálmarsson færðar gjafir frá báðum kvenfélögunum á Lundar, Björk og Eining, raf- magnslampi frá kvenfélaginu Björk, sem Mrs. Dóra Goodman afhenti, og ferðataska frá kven- félaginu Eining, sem var afhent af Mrs. Björgu Björnsson, og fluttu þær stutt ávörp, hvor fyrir hönd síns félags. Mrs. Chrissie Thorsteinsson ávarpaði Mrs. Hjálmarsson fyrir hönd kvenna í bygðarlaginu og færði henni fagran blómvönd, sem lítil stúlka, Elaine Breckman, afhenti henni. Ræður til þeirra hjón- anna fluttu Skúli Sigfússon þing- maður; S. Thorvaldsson þing- maður frá Winnipeg sein þar var staddur; sveitaroddviti Kúri Byron; Daniel Líndal og Guð- mundur Jónsson frá Húsey; og sagðist öllum vel. Vigfús Gutt- ormsson flutti þeim kvæði það sem er prentað hér á eftir. Læknishjónin þökkuðu fyrir gjafirnar og velvildina sér til handa með vel völdum orðum. MiIIi ræðanna söng stór og vel æfður söngflokkur undir stjórn Vigfúsar Guttormssonar íslenzka söngva og enska. Og eftir að allir höfðu setið að kaffidrykkju, var dans stiginn lengi nætur. Um 500 manns sátu samsætið. Dr. Hjálmarsson er maður mjög vinsæll og líeknir góður. Hefir hann i fimtán ár gegnt læknisstörfum í stóru og erfiðu héraði með framúrskarandi skyldurækni. Er honum við brugðið fyrir ástundun við sjúk- ravitjanir og dugnað í ferðalög- um, sem oft hafa verið löng og enfið. Munu hans mörgu vinir og kunningjar unna honum þess að komast í hérað, sem er greiðara yfirferðar, þó að þeir sakni hans mikið eftir svo langa samveru með honum. Frú Sigríður hefir tekið mik- inn þátt í félagslífi Lundar bæj- ar öll þau ár, sem hún hefir átt þar heima. Áður en hún gift- ist var hún hjúkrunarkona, og hefir hún stöðugt unnið að hjúkrunarstörfum síðan, þrátt fyrir miklar annar á heimili sínu. Hinar hugheilustu árnaðarsókir fjölda vina þeirra í hinu við- lenda umdæmi læknisins fylgja þeim til þeirra nýju bústaða, og var hið afar fjölmenna kveðju- samsæti vottur þess hversu vin- sæl og vel metin þau hafa verið öll þau ár, sem þau hafa dvalið á Lundar. G. A. Kveðja til Dr. og Mrs. N. Hjálmarsson við bu-rtför þeirra frá Lundar. Þá finst oss rétt að flytja i nýjan stað, Er forlög vilja breyta stefnu sinni, Og ófært verður gamalt göngu- vað, Tilkynning frá Sendiherra Islands í Bandaríkjum, Hon. Thor Thors New York 23. okt., 1941. Kæri ritstjóri: ' Hér með leyfi eg mér að til- kynna þér að með Lagarfossi komu hingað eftirtaldir stúdent- ar síðastliðinn sunnudag, til þess að leggja stund á þau fræði, sem getið er við hvern um sig: Oddný Stefánsson, verzlunar- nám við Háskólann í Minnesota. Einar Ragnarsson Kvaran, vélaverkfræði við háskólann i Berkeley( California. Þórður Reykdal vélaverkfræði við háskólann í Madison, Wis- consin. örlygur Sigurðsson, teikni- og listanám við háskólann í Minne- sota. Guðmundur Hraundal, tann- smíði og tannlækningar við há- skólann í Iowa, Iowa City. Gunnar Norland, enskunám við háskólann í Manitoba, Win- nipeg. Þar að auki komu hingað Margrét Thoroddsen til vélabók- haldsnáms og Edvard Friðriks- son til að nema mjólkurfræði og stjórn á mjólkurbúum. Enn er von á nokkrum stú- dentum með Goðafossi; sem er væntanlegur hingað í byrjun næsta mánaðar. Með beztu kveðjum, Thor Thors. ------—V---------- Bindindismenn krefjast takmörkunar á vínsölu og breytinga á þar að lútandi reglugerðum Bindindismanna samtök þau, er nefnast Canadian Temperance Federation, vitjuðu á fund nokkurra ráðherra sambands- stjórnarinnar i Ottawa þann 22. þ. m., og kröfðust þess að eftir- greindum ákvæðum yrði tafar- laust hrundið í framkvæmd: 1. Að sala i ölstofum verði nú þegar stöðvuð. 2. Að stjórnarvinsölubúðir sé aðeins opnar frá kl. 3 e. h. til 8 e. h. 3. Að auglýsingar áfengis sé bannaðar nema á þeim stöðum, sem áfengi er selt. 4. Að komið verði í veg fyrir vínsölu í hermannaskálum. Orð fyrir sendinefnd þessari hafði Rev. C. W. Smalley, ritari Baptista kirkjufélaganna í Vest- ur-Canada. --------V--------- Hert á sókn í Libyu Brezkar orustuflugvélar hafa eina nóttina eftir aðra, varpað sprengjuin yfir hafnarborgina Benghasi í Libyu, og oésakað þar feikna tjón; einnig hafa Bretar hert á sókn við Tobruk. Sem greiðfært þótti fyr í lífs- leiðinni. Oft blómgast gróður bezt i nýj- um reit, Þar bezta arðinn hlýtur göfug iðja. Og Guð er víðar en í einni sveit, Á öllum stöðum vill hann hjálpa og styðja. Og þið, sem héðan bráðum flytj- ið brott f beztu von um lán og farsælt gengi, Við þökkum ykkur afarmikið gott Og óskuin, að þið lifið vel og lengi. V. J. Guttormsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.