Lögberg - 30.10.1941, Blaðsíða 5
LÖGrBKRG, FIMTUDAGINN 30. OKTÓBER, 1941
angursins var sá, að gildi þess-
arar nýju Einsteins-hugmyndar
um alheiminn óx að mun.
Þyngdarlögmál Newtons sýnir
ljóslega, að hlutir, sem efnis-
magn hafa, draga hvern annan
að sér. Hafi ljósið efnismagn—
og síðustu rannsóknir virðast að
styrkja þá skoðun — er engin
ástæða til að ímynda sér, að
sólin og jarðstjörnurnar hafi
ekki áhrif á ljósgeisla sem aðra
efnishluta, er berast inn á þeirra
aðdráttarsvið. Skoðunarmálið,
sem vísindamenn tíðræddu inesl,
var ekki beint það, hvort ljós-
geislinn mundi breyta stefnu,
heldur hversu mikil að stefnu-
breytingin yrði. Myndi áætlun
Einsteins reynast rétt verða
staðfest?
Þar sem sólin er langstærsti
hnötturinní sólkerfi voru (stærri
en ; 1!ar jarðstj jrnurnar til sam-
ans), myndi hún hafa sterkari
áhid' á stjörnuljósið en nokkur
hinna hnattanna. Sólarljósið er
venjulegast svo bjart, að hlutir
umhverfis sólina og ljósgeislar
stjarnanna, sem fram hjá henni
streyma, sjást ekki. Að prófa
lærdómsáætlun þessa er þess
vegna ómögulegt, nema þegar
þannig stendur á, að tunglið hyl-
ur algjörlega sólina — þegar al-
myrkvi er á sólu.
Ætlunarverk hinna ýmsu leið-
angra var það, að taka ljós-
myndir af stjörnuþyrpingum, er
umhverfis sólina sæjust, meðan
á myrkvanum stæði, og bera þær
saman við aðrar myndir af sömu
stjörnum, sem teknar væru síðar
á næturþeli. Væri nokkur stað-
færsla stjarnanna merkjanleg.
þegar myndirnar væru bornar
saman, var auðgert verk að mæla
millibilsmuninn á Ijósmynda-
plötunum.
Samkvæmt tilgátu Newtons,
sainanstendur ljósið af ódeilum
eða smáögnum, er Ijósuppsprett-
an gefur frá sér. Ef þessu er
þannig farið, þá hafa ódeili
þessi efnismagn og væru þess-
vegna háð aðdráttar áhrifum sól-
arinnar, sem aðrir efnishlutir.
Ef vér hagnýtum þyngdarlögmá!
Newtons og beitum formála
hans, sýnir útkoman, að þyngd-
arafl sólarinnar ætti að meðal-
tali að draga ljósgeisla frá beinni
stefnu um þrjá fjórðu úr sek-
úndu bogamáls. En á hinn bóg-
inn ef Ijósið er skoðað sem ljós-
vakaöldur, og þyngid þess því al-
gjörlega neitað, er ekki neins
fráviks frá beinni stefnu að
vænta. Svo er það þriðja og
nýjasta, sem velja má um: Ein-
steins-kenningin. Hún fullyrðir,
að ljós sé efni og hafi því efnis-
magn og þessvegna þyngd. Og
samkvæmt henni, nemur stefnu-
breyting ljósgeislanna að meðal-
tali einni og þremur fjórðu sek-
úndum.
Sólmyrkvinn, sem skeði 29.
maí 1919, stóð yfir um sjö mín-
útur. Brezki leiðangurinn tók
eitthvað um fimtán ljósmyndir
af myrkvanum. Tveim mánuð-
um siðar voru aðrar ljósmyndir
teknar í líkri röð af sömu stjörn-
unum, en þar sem þessar mynd-
ir voru teknar um nótt, var sólin
vitanlega ekki á meðal þeirra.
Rúmum þrem mánuðum síðar
var árangur viðleitni þessarar
hirtur. Skýrsla Sobral leiðang-
ursins sýnir 1.98 sek. stefnu-
breyting; en Principe leiðangur-
inn telur stefnubreytinguna að
vera 1.62 sek. Verður meðaltal-
ið þannig 1.8 sek. Áætlun Ein-
steins var 1.75 sek. Hefði New-
ton sagt fyrir um þetta atriði,
hefði hann máske spáð, að sólin
mundi draga Ijósgeislann að sér
um þrjá fjórðu parta úr sek.; en
þeir vísindamenn, sem aðhyllast
hina almennu skoðun um eigin-
leika ljóssins, hefðu auðvitað
talið vist, að frávik ljóssins frá
heinni stefnu mundi reynast núll.
Það sem fyrst hlaut staðfest-
ing af áætlunum Einsteins var
fyrirsögn hans um framsókn sól-
nándar Merkúríusar. Skömmu
síðar sannaðist áætlunin um
beyging ljósgeislans að vera rétt;
og svo forsögn hans um það, að
ljósalda á sólinni mundi sannast
að vera lengri en samkynja ljós-
alda hér á jörðu—að ljósbylgju-
sveiflurnar væru tíðari hér.
Þar sem nákvæmustu athug-
anir fremstu vísindamanna^)
hafa fullkomlega sannað þessi
þrjú grundvallaratriði, styrkist
sú skoðun, að öðrum þýðingar-
miklum þáttum þeirrar kenn-
ingar, er heldur því fram, að
engin hreyfing sé óháð, né rúm-
víddin algjör, sé ekki síður
streystandi.
Árni S. Mýrdal.
4)Sem athugunarár má sérstaklega
nefna árin 1919, 1922 og 1926.
--------V--------
In Memoriam
Smásaga eflir Hans Klaufa.
Það hlýtur eitthvað af mikil
mennum þessa bæjar að hafa
fallið frá í nótt, því að hvar sem
litið er, blakta fánar í hálfa
stöng. Loftið er þrungið af sorg
og söknuði, og himininn grætur
isköldum tárum. Á leið minni
um Austurstræti stöðva eg ó-
kunnugan vegfaranda, og eg
spyr, hver dáinn sé. Hinn ó-
kunni vegfarandi svarar:
“í dag verður frú Hlaðgerður
Agnars borin til grafar.”
Eg þakka þessum vingjarnlega
manni upplýsingarnar og held
leiðar minnar. Jæja, svo frú
Hlaðgerður er dáin. Einmitt. Eg
kaupi Morgunblað af holgóma
blaðasöludreng hjá Pósthúshorn-
inu og labba svo niður í Haifn-
arstræti. Eg á fáeina aura, sem
mér hafa áskotnast fyrir tómar
flöskur, svo að eg fer inn á eina
af hinum óþjóðlegu Fish and
Chips veitingastofum. Þar er
fátt manna fyrir. órakaður róni
situr íbygginn yfir glasi af óá-
fengu öli, og brezkur setuliðs-
maður snæðir með sinni íslejizku
vinkonu, model, guð má vita
hvað. Alt er hey^í harðindum.
Augnablikselskendurnir virða
mig ekki viðlits, en róninn heils-
ar mér, og ek kinka til hans
kolli. Eg sezt út í horn og bið
um molakaffi. Molakaffi er á-
gætt, þegar maður hefir ekki ráð
á öðru dýrara. óútsofin þerna
gengur um beina, og hún sýnir
mér enga sérstaka kurteisi, enda
er eg bara óbreyttur íslenzkur
auðnuleysingi. Þegar eg hefi
dreypt á kaffinu, sem ber þess
glöggan vott, að það sé frá deg-
inum áður, fletti eg ‘blaði minu.
Eg hleyp yfir stríðsfréttirnar,
því að stríðið kemur þeim ein-
uin við, sem einhvern áhuga hafa
fyrir lífinu, en eg 'er ekki með
því marki brendur. Eg nem
staðar við fjórðu síðuna, sem er
helguð minningu frú Hlaðgerðar.
Við mér blasir stór mynd af
hinni látnu. Svona leit hún þá
út í lifanda lífi! Fremur lagleg,
nokkuð feitlagin, svipurinn bros-
hýr og vingjarnlegur. Eg hafði
ekki heiðurinn af því að kynn-
ast henni persónulega, en þó var
æfi hennar ónotalega fléttuð inn
í tilveru mína. Eg sýp aftur á
moðvolgu kafifinu, og svo les eg
með athygli minningargreinina
um hana. Þar er ekki dregið
úr hólinu um hina látnu, og
mannkostir hennar njóta sín vel
á prenti. Greinarhöfundur tekur
það fram, að hann sé öllum
hnútum kunnugur, svo að ekki
þarf að efa, að rétt sé frá skýrt.
Hann segir, að frú Hlaðgerður
sáluga hafi verið góð manneskja,
guðhrædd, prúð í allri fram-
komu, viðkvæm, og að hún hafi
ekkert aumt mátt sjá. Hann
lætur þess einnig getið, að hún
hafi verið hjálpsöm við bág-
stadda, og að lif hennar hér á
jörðu gæti verið öðrum til eftir-
breytni. (Það er nú svo!). En
nú sé hún farin til friðsælli
heimkynna og njóti þar ávaxt-
anna af sínu guði þóknanlega
starfi hér í þessum táradal.
Blessuð sé minning hennar.
Svo mörg eru þau orð. Eg
legg frá mér blaðið, og hugur
minn reikar til löngu liðinna
daga. Myndir fortíðarinnar birt-
ast mér, hver af annari. Eg sé
í anda ungan og efnilegan mann,
fullan af lífslöngun og björtum
framtíðarvonum. í augum hans
logar eldur æskumannsins, sem
ákveðið hefir að leggja undir sig
heiminn. Hann .er hár og herði-
breiður, og hann getur sannar-
lega boðið lífinu byrginn. Við
hlið hans stendur ung og fögur
stúlka; það er heitmey hans.
Væntanlegur lífsförunautur.
Brosandi breiða . þau faðminn
moti. hfinu og þvi ókomna. Ham-
ingjusól jvirra er hátt á lofti.
Svo kemur fyrir smáatvik, sem
gjörbreytir lífi þessara ungu
elskenda, og það dregur fyrir
sólina. Oft og tíðum þarf ekki
mikið til þess að breyta lífi
manna, og að þessu sinni var
það aðeins' smásaga, um unga
manninn. Það skal tekið fram,
höfundinum til verðskuldaðs
hróss, að sagan var snildarlega
vel samin og bar ótvíræðan vott
um mjög fjölbreytt ímyndunar-
afl. Þvi skal ekki neitað, að
ofurlítill fótur var fyrir sög-
unni, en mikið var hún ýkt.
Vandamenn stúlkunnar lögðu
trúnað á söguna, og eftir miklar
fortölur sagði unga stúlkan skil-
ið við elskhuga sinn. Eftir þetta
verða örar breytingar á högum
hans. Það fer að halla undan
fæti og vegurinn niður á við er
ávalt mjög greiðfær. Sögurnar
um hann verða fleiri og fleiri, og
því miður sannari og sannari.
Hamingjan snýr baki við honum,
og ógæfan leggur hann í einelti.
Tækifærum lífs hans fækkar óð-
um, og viðreisnarviðleitni hans
verður úti i kuldalegu viðmóti
samtíðarmannanna. Svo líða ár-
in, eitt af öðru, döpur og til-
gangslaus. Það er ekki fyr en
löngu seinna, að hann kemst að
því, að höfundur sögunnar, sein
lagði líf hans í rúst, heitir Hlað-
gerður Agnars. í fyrstu á hann
bágt með að trúa þessu, en sann-
anirnar reynast óhrekjandi.
Hann veit ekki til þess, að hann
hafi nokkurn tíma gert á hluta
þéssarar konu, og því hugul-
samara er það vitanlega af henm
að taka hann að sér, alveg vanda-
lausan. f augum hennar hlýtur
árangurinn að vera glæsilegur.
Og vonandi spillir það ekki
neitt sigurgleðinni, þó að skiftar
skoðanir geti verið um það, hve
vönd hún hafi verið að vopnum
sínum. Takmarkið helgar með-
alið. Það eru unnir margs kon-
ar sigrar í lífinu, en hver sigur
táknar ósigur einhvers annars.
Það er hið sígilda lögmál. Jæja,
nú er hún dáin(< blessuð mann-
eskjan, svo að það er ekki vert
að tala illa um hana.
Eg samlagast umhverfinu við
það, að lítill, krókloppinn dreng-
ur býður mér Morning Post.
Nei takk. Eg greiði kaffið miti
og fer. Róninn kastar á mig
kveðju, og eg veiti því athygli,
að hið óáfenga öl er farið að
svífa töluvert á hann. Svo ráfa
eg niður að höfninni, og eg horfi
á skipin koma og fara. Skip,
sem láta úr höfn, vekja útþrá og
æfintýralöngun hjá flestum, en
á mig hafa þau engin áhrif, að
minsta késti ekki í dag. Eg er
svo annars hugar. Eg geri marg-
ítrekaðar tilraunir til þess að út-
rýma frú Hlaðgerði úr huga min-
um, en það tekst ekki. Klukkan
rumlega tvö heyri eg klukkur
Dómkirkjunnar hringja. ósjálf-
rátt geng eg á hljóðið. Frú Hlað-
gerður á það eiginlega skilið, að
eg sýni jarðneskum leifum henn-
ar virðingu. Eg geng að ’kirkj-
unni, en því , miður kemst eg
ekki inn, þvi að hún er troðlull
af fólki. Eg stend undir austur-
hlið Alþingishússins og bið á-
tekta. Loks er kirkjuathöfnin
um garð gengin. Kjólklæddir
borgarar bera kistuna út í lík-
vagninn. Síðan er haldið af stað
suður í garð, hina öruggu höfn.
Eg geng aftastur og læt lítið á mér
bera. Það eru svo margir við-
staddir, sem nákomnir eru. Lik-
menn í dökkum fötum bera kist-
una að gröfinni. Presturinn les
bæn og fer með nokkur falleg
orð. Hann biður fyrir sál hinnar
látnu. Það er reyndar óþarfi,
aðeins forms-atriði. Svo kastar
hann rekunum. Af jörðu erlu
kominn, að jörðu skaltu verða, af
jörðu skaltu aftur upp rísa.
Amen. -—- Söngflokkur syngur:
Alt eins og blómstrið eina. Það
er fallegur sálmur. Vinir,
vandamenn og væntanlegir erf-
ingjar ganga að gröfinni, gera
krossmark, tauta eitthvað og
fara, þvi að lífið bíður eftir
þeim. Að lokum erum við ein
eftir, frú Hlaðgerður og eg.
Skilnaðarstundin er komin. Eg
geng að hinni opnu gröf og
kasta minni hinztu kveðju á
frúna. Eg hafði ætlað mér að
hreyta ónotum oifan í gröf henn-
ar, en þegar til kemur, geri eg
þfið ekki. Eg strýk húfuna af
höfði mér, geri krossmark; rétl
eins og hinir, og segi:
“Eg fyrirgef yður alt, frú
Hlaðgerður. Eg vona, að guð
geri það líka, þó hann sé vinur
smælingjanna.”
Eg þéra hana, vegna þess að
við höfum aldrei fengið tælfifæri
til þess að drekka dús. Svo
geng eg frá gröfinni og rölti nið-
ur í bæinn. Mér er hálfkalt, því
að það er norðannepja. Á leið
minni niður Suðurgötuna held
eg áfram að hugsa til frú Hlað-
gerðar. En nú er ekki laust við,
að eg öfundi hana, þvi að eg veit,
að hún þarf ekki að kvíðq kuld-
anum framar.
—(Samtíðin).
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
i hjá
THE EMPIRE SASH & D00R CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
fe Winnipeg, Man. - Phone 95 551
V etrarslagir
Brygðul tíð með tregahreim
temprar lýðum hófið,
eftir bliðan söngvseim
sezt að hríð og kófið.
Sólin lækkar lofti á,
litsvart hækkar rúmið,
vonir fækka veröld hjá
vetur — stækkar húmið.
1 . v
Fram sér ýtir frostagnoð,
frjóa þrýtur tíðin,
þessa hvítu vetrarvoð
vefa hlýtur hriðin.
Frosti risti feigð á skjöld,
felur kvist í moldu,
mána systir sýnist köld,
svellið gisti foldu.
Vindsvalsarfi enn á ný
er i starfi frekur
saman djarfur dreifiský
dökkvað farfa rekur.
Frost og mjallir fara í leik,
fergja allar grundir.
grös eru fallin föl og bleik,
feigðar kalla stundir.
Kófi rennir, rýkur dröfn,
ró vill grenna og friðinn,
fárleg spennir fold og höfn
frosta senna iðin.
Vetur slagar lög og láð
lífsins nagar rætur,
knappir hagar kuldagráð
knýr um daga og nætur.
Rúin glyti grund og hóll,
genginn litur fagur,
veðrum slitinn vordags-kjóll
—- víða er bitur slagur.
Myrkra-kvöðum móti snýr
manndáð hröð án trega.
Von ef glöð í brjósti býr
bjart er stöðuglega.
M. Ingimarsson.
---------V---------
Það er ekki eins og ýmsir halda
að “Rauða torgið” i Moskva hafi
fengið nafnið sitt eftir stjórnar-
byltinguna 1917 eða í sambandi
við kommúnista. Nafnið er dreg-
ið af rússneska orðinu “kras-
nya,” sem bæði þýðir rautt og
fagurt. Torgið bar þetta nafn
þegar á miðöldum.
Frjálsir þegnar verSa að
GREIÐA TILAG
' %
vegna sín
EIGIN FRELSIS
/
Orr^OAnrtTnn* frá Stríðssparnaðamefndinni
VylU^CIlUIIl^ í Ottawa
Fólkið i Ganada er hamingjusamasta fólk í heimi. »•
Hamingjusamt vegna þess landrýmis, sem það á frá haíi til hafs.
Hamingjusamt vegna hinna miklu inntekta frá skógum, ökrum og
námum.
Hamingjusamt vegna lýðræðisstofnana sinna.
í stuttu máli, hamingjusamt vegna frelsisins.
Þetta frelsi er nú í meiri hættu, en nokkru sinni fyr. Fall brezka veld-
isins myndi hafa í för með sér tortíming vorra frjálsu lifnaðarhátta.
Allir vilja verja þessa lifnaðarháttu — þetta frelsi, vegna vorrar eigin
framtíðar, og vegna komandi kynslóða.
Undirtektir við hverja áskorun til varnar, hafa verið mikilfenglegar —
hughreystandi fyrir alt hrezka veldið — en hið mesta óttaefni fvrir
Hitler.
En þörfin fyrir hergögn verður því meir knýjandi, sem ógnir Nazista
færa frekar út kvíar vitt um lönd.
Sérhver Canadamaður verður að leggja fram sinn skerf tii
sigurs.
Á yfirstandandi tíð, er hugsunarlaus eyðsluseggur svikari
við stríðssókn vora.
Lækkuð, persónuleg eyðsla, er lifsskilyrði fyrir því, að ein-
beiting starfsorku og framleiðslu beinist að fullu í þá átt,
að vinna stríðið. Þau fullnaðarátök, sem Canada þarf að
beita, krefjast sjálfsafneitunar af hverjum einstaklingi.
STYÐJIÐ STRÍÐSSÓKNARÁTÖKIN f UMHVERFI YÐAR
Eyðið minna—"til að kaupa meira af
WAR SAVINGS CERTIFICATES