Lögberg - 30.10.1941, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTL D AGINM 30. OKTÓBER, 1941
------------Hbgberg--------------------------
Gefið út hvern fimtudag af
l iliii tUhl .VllilA PltKSS. IJMITEI)
»Wu tutrgeiii Ave., VV'innipeg, Majiitoba
Utanáskrift ritstjCrans:
KDiTOK LuGBKKU, 695 ÍSargent A'-e.,
Winnipeg. Man.
Editor: EINAJJ P. JÓNSSON
\ erö $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
Tlie -U.ogt)erg ’ :s printea _rid put) ished Dy
Th« Columbia Press, L,imited, 695 Sargent Aven'ie,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Einhuga þegnar
Yfir mannheimi hvílir húmnótt hinnar
grimmúðugustn villimensku, þar sem engu
er líkara, en slökt sé ;i flestum lcmpum lieii-
iirigðrar skynsemi; að minsta kosti verða hin
nýju Fróðárundur Norðurálfunnar naumast
skilin á annan veg, þar sem “fólkið er étið á
fæti, ” eins og Einar Benediktsson orðar það
í hinu kyngimagnaða Fróðárundra-ljóði
sínu; enda munu þeir reimfeikar, sem Adolf
Hitler hefir verið valdur að, jafnan til hinna
einstæðustu endema teljast.
‘ ‘ Og æskan er brott og blómin dauð,
og borgirnar hrundar og löndin auð. ”
Slíkar eru þær afleiðingar, er sigla í kjölfar
llitlerismans, hvar sem hann skýtur upp
höfði.
Vér, sem þetta fagra og frjósama land
byggjum, erum einhuga um það, að láta ekk
ert það átak undir liöfuð léggjast, er verða
megi til þess, að létta af mannkyninu þeirri
bölvi-þrungnu bliku, er sogað hefir í sig æ
því meiri eiturefni sem djöfladans Hitlers
hefir færst í aukana; hér er verk til að
vinna fyrir þá menn, sem eigi aðeins í orði,
lieldur og miklu fremur á borði, láta sér ant
um verndun mannréttindanna íiheimi þess-
um; þetta land byggja einhuga þegnar, sem
ikki horfa í neina fórn sigui-vissu lýðræðis-
liugsjónanna til fulltingis.—
Stríðssókn hinnar canadisku þjóðar
kostar ærið fé, og það alveg vafalaust því
meira, sem lengra líður á, og hert verður
frekar á átökum; þetta verða allir að láta
sér skiljast jafnt, hvort sem þeir hafa af
miklu eða litlu að taka; og með það fyrir
augum, að þátttaka þjóðarinnar í stríðs-
kostnaðinum yrði sem allra almennust, stofn-
aði sambandsstjórn til sölu á stríðsspari-
merkjum, þar sem menn meðal annars geta
keypt fimm dala skírteini fyrir fjóra dali,
en slíkt er lágmarkið; þessi fjársöfnunar-
aðferð hefir gefist vel, og aflað stjórninni
mikilla tekna; en þó.er það sýnt, að betur
má ef duga skal, og með það markmið,
hefir stjórnin ákveðið, að hefja með bvrjun
næsta mánaðar, nýja sókn heima fyrir, að
því er margaukinni sölu stríðssparimerkja
viðkemur; að almenningur bregðist vel við,
þarf ekki að efa, því nú er öllum það fyrý’
löngu ljóst, hvað í húfi er.
Nazistaj;-ráðgast ekki um þyj5 við fólkið
á Þýzkalandi, nó heldur í hinum hernumdu
iöndum, hvernig afla skuli fjár til stríðs-
þarfa; þar láta einræðisherramir greipar
sópa um fjáarhirzlur almennings og spyrja
ekki um leyfi; þar er enginn maður frjáls
um það, hvemig hann ver launum sínum;
hér með oss hagar alt öðruvísi til; hér leggja
einhuga þegnar fram skerf sinn, stóran eða
smáan, gegn ríkistryggingu um fulla endur-
greiðsíu, þar sem hver ábyrgur þegn er
frjálsborinn samningsaðilji; þetta má telja
til hinna margþættu jafnréttis-sérkenna, sem
lýðræðið býr yfir, og blessað hefir frjálsar
kynslóðir öld eftir öld.
“Það verða silfurkúlurnar, sem á end-
anum vinna stríðið,” sagði hinn harðsnúni
fomstumaður brezku þjóðarinnar, David
Lloyd George, er síga tók ú seinni hluta
heimsstyrjaldarinnar frá 1914. Og víst er
um það, að það verða líka silfurkúlurnar,
eða það, sem þær tákna og fyrir þær fæst,
sem í þessu stríði flýta fyrir hruni Hitlers
og Nazismans þýzka.
Stríðssparimerkin og silfurkúlurnar
tákna eitt og hið sama; auðlegðina og skyn-
samlega hagnýting hennar, er á sínum tíma
kemur Hitler á kné.—
-------V--------
Enn um
Laugadagsskólann
Eins og vitað er, hóf Laugardagsskóli
Þjóðræknisfélagsins fræðslustarfsemi sína á
ný með byrjun yfirstandandi mánaðar, og
fer kenslan í vetur fram í samkomusal
Fyrstu lútersku kirkju undir umsjón æfðra
kennara; aðsókn að skólanum verður að
teljast sæmileg, þó víst sé um það, að hús-
rýmis vegna og annara aðstæðna, mætti hún
vera nokkuru meiri. I íslenzkri málsmenn-
ing felst hámenning, sem enginn unglingur
af íslenzkum stofni, ætti að vera án.
Værðina og vanmáttarkendina í sam
bandi við þjóðræknismál vor verður að hel-
syngja, hvar sem slík sjúkdómseinkenni
skjóta upp trjónu; á þessum vettvangi, engu
síður en öðrum sviðum mannlegra a,thafna,
er karlmannlegra átaka þörf; sterkra storma
þörf í stað vesalmannlegrar kjarkleysis-
mollu.
Hvað ætli mörgum sé það ljóst, að ýms-
ir allra áhugamestu nemendur Laugardags-
skólans í þessari borg, eru einungis íslenzkir
í aðra ætt, og að minsta kosti einn þeirra er
kominn það langt á veg í íslenzkukunnáttu
sinni, að hann er í rauninni þegar orðinn fær
um að kenna málið sjálfur? Eitthvað ættu
þeir unglingar, sem íslenzkir eru í báðar
ættir að geta af þessu lært, eða tekið sér til
fyrirmyndar, njóti þeir samúðarríkrar upp-
örfunar af hálfu foreldra sinna.
-------V--------
Verðlagskipulagið nýja
Frá því var/ allítarlega skýrt í síðasta
blaði, að sambandsstjóm hefði ákveðið rót-
tækar ráðstafanir viðvíkjandi vöruverði og
kaupgjaldi í þessu landi, með það fyrir aug-
um, að fyrirbyggja verðbólgu, að svo miklu
leyti, sem auðið yrði, og hefir sérstakri
nefnd verið falið fyrir stjórnarinnar hönd,
að annast um framkvæmdir þessarar nýju
skipulagningar, sem svo er róttæk, að til
t'ullrar nýjungar má teljast á meginlandi
N orður-Ameríku.
Að skiftar verði eitthvað skoðanir um
þessa nýju skipulagningu, er þegar komið á
daginn, svo sem fram kom í ræðu, er San-
. ford Evans, fyrverandi íhaldsþingmaður,
flutti nýlega hér í borginni. Skynsamlegra
sýnist þó, að fella ekki neinn stóradóm, með-
an verðlags skipulagning þessi er enn á til-
raunastigi.
-------V--------
Nýja átjórnin
í Áátralíu
Það er ekki nema rumur hálfur mánuð-
ur síðan verkamannastjórnin í Astralíu,
undir forustu John Curtin, kom til valda,
og hefir hún þó á þessum skamma tíma
vakið athygli vítt um heim sakir djarfmann-
legra ráðstafana sinna, einkum þó með hlið-
sjón af stríðssókninni. Lét Mr. Curtin það
verða sitt fyrsta verk, að endurskipuleggja
iðnaðinn, en slíkt hefir til þess leitt, að her-
gagnaframleiðslan hefir þegar aukist um því
sem næst fimtán af hundraði. “Verkamenn
heyja þetta stríð fyrir tilveru sinni,” segir
Mr. Curtin, “því þeim er það ljóst hver ör-
Iög bíði þeira, ef Hitler gengi sigrandi af
hólmi.” Mr. Curtin telur auk þess, stjórn
sína hafa aflögu allar tegundir hergagna,
sem senda megi tafarlaust til aðstoðar Rúss-
um.
-------y-------
Inntak úr rœðu
Roosevelts forseta
Roosevelt Bandaríkjaforseti, flutti útvarps-
ræðu á þriðjudagskveldið, er að viðhorfi hinn-
ar amerisku þjóðar laut, með hliðsjón af nú-
verandi styrjöld. Fara hér á eftir nokkrir
megin liðir ræðunnar:
“Nú eru liðnir fimm mánuðir síðan eg
lýsti yfir því, að öryggi þjóðar minnar væri í
hættu; síðan hefir margt skeð, sem breytt hefir
viðhorfinu á mörgum sviðum; nú höfum vér
herlið á íslandi til verndar vesturhveli jarðar.
Hitler hefir ráðist á skip tiltölulega í námunda
við Ameríku; mörgum amerískum vöruskipum
hefir þegar verið sökt á sjávarbotn, og herskip
vor hafa orðið fyrir árásum; það hefir i raun-
inni verið ráðist á Ameríku. Herskipið
Kearny, var annað og meira en algengt orustu-
skip; það var eign Bandaríkjaþjóðarinnar allr-
ar; eign hvers manns, hverrar konu og hvers
barns í landinu; með þessu tilræði átti að
hræða Bandaríkjaþjóðina frá siglingum um þau
svæði hafs, er Hitler, frá hernaðarlegu sjónar-
miði séð, þóttist eiga umráð yfir; þetta var þó
ekki í fyrsta skiftið, sem hann misreiknaði
sálfræði og anda hinnar amerísku þjóðar, sem
nú er vöknuð að fullu til meðvitundar um yfir-
vofandi hættu.
Eg hefi í höndum mínum uppdrátt gerðan
á þýzkalandi, sem tekur af öll tvímæli um það,
hvernig Hitler ætlaði sér að skifta Suður- og
Mið-Ameríku niður í fimm kotríki, undirgefin
Þýzkalandi, og hvernig hann hafði einsett sér
að ná haldi á sjálfri lifæð Bandaríkjaþjóðar-
innar, Panamaskurðinum. Mér er einnig kunn-
ugt um það, með hverjum hætti kirkjur vorrar '
kristnu menningar áttu að víkja úr vegi fyrir
alþjóða-Nazistakirkju, er notuð skyldi til á-
róðursstarfsemi; í stað Heilagrar ritningar
skyldi koma Mein Kampf, en í staðinn fyrir
krossinn Krists kæmi hakakross og nakið sverð.
Guð blóðs og stáls, koma í stað Guðs kærleik-
ans og miskunnseminnar.” —
Hvað er
þyngdaraflið?
Spurning þessi hafði hressandi
áhriif á huga minn, því nú liggur
styrjöldin mikla, sem enginn sér
fyrir endann á, dýrtíðin og verk-
föllin eins og farg á hugum
fíestra; hér var því nýmælislegu
umhugsunarefni að fagna,.er var
hvorttveggja í senn þýðingar-
mikið og merkilegt. Svar mitt,
að efninu til, var á þessa leið:
Þrátt fyrir allan þann áhuga,
sem viðfangsefni þetta hefir vak-
ið síðan á dögum Newtons, og
þá miklu viðleitni hinna ágæt-
ustu vísindamanna*, að leysa úr
þessu flókna úrlausnarefni, verð-
ur enn ekki sagt, að nokkur
kenning skýri til fulls, hvað
þyngdaraflið er; en lögmálið,
sem þyngdaraflinu stjórnar, er
öldungis óháð slíkri útskýring.
Hinn frægi stærðfræðingur,
fsak Newton, uppgötvaði þyngd-
arlögmálið. Samkvæmt þvi
draga tveir efnishlutir, hverjir
sem eru, hvorn annan að sér
með afli, sem er í beinu hlut-
falli við margfaldið af rúmtaki
þeirra og í öfugu hlutfalli við
fjarlægðina milli þeirra i öðru
veldil). Af þvi að hreyfingum
jarðstjarnanna er óbrigðilega
þannig háttað, að umferðartími
(ár) hverrar jarðstjörnu er í
jöfnu hlutfalli við ferrótina
(kvaðratrótina) af meðalfjar-
lægð hennar frá sólu í þriðja
veldi2), virðist sem afl, er beinisl
hlutfalli við efnismagnið og i
öfugu hlutfalli við fjarlægðina
frá sólu í þriðja veldi, sé á
hverri jarðstjörnu. Og afl þetta
geislar út frá sólinni i allar áttir
með jöfnum styrkleik og dregur
hvern hlut að sér með afli, sem
er í beinu hlutfalli við þyngd
hans, hvaða jarðstjörnu sem
hluturinn kann að vera á. Þar
sem afl þetta er ætíð í beinu
hlutfalli við efnismagn, (rúm-
tak) þess hlutar eða líkama, sem
fyrir áhrifunum verður, óg leið-
ir af sér sömu hraðbreyting.
hvað svo sem efnismagn hans
kann að vera; getur hraða breyt-
ingin ekki gefið neitt til kynna
um efnismagn hlutarins, heldur
einungis um efnismagn þess
hlutar, sem áhrifunum eða ein-
ungis um efnismagn þess hlut-
ar, sem áhrifunum eða aðdrátt-
inum veldur. En ef vér aftur
á móti berum saman vaxandi
hraða, er aðdráttarafl annara
líkama valda, eins og til dæmis
aðdráttaráhrif jarðar á tunglið,
eða hreyfingarbreyting hinna
ýmsu jarðstjarna, er aðdráttur
þeirra veldur, þegar þær nálgast
eða fjarlægjast hver aðra, getum
vér þá borið saman efnismagn
þeirra og vegið eina móti annari
og hverja um sig móti sólinni.
Alt þetta sá Newton glögglega,
sem bók hans, Principia, ber
vitni um3). Kepler hafði að visu
fundið lög þessi, er grundvölluð-
ust á athugunum hans og Tycho
Brahes, en orsakirnar fyrir þeim
gat hann ekki fundið; slíkt út-
heimti skarpskygni og djúpsæi
Newtons. Fyrsta setning Keplers
laganna er sú, að hver jarð-
stjörnubraut er sporbaugur og
að sólin er ávalt í öðrum brenni-
punkt hans. Önnur setning er,
að línan (radius vector), sem
tengir miðpunkta sólar og
stjörnu, sveiflast yfir jafnstóra
fleti á jafnlöngum tíma. Og
þriðja lögmálið er það, að hlut-
fallið milli umferðartíma tveggja
jarðstjarna í öðru veldi er jafnt
hlutfallinu milli meðalfjarlægð-
ar þeirra í þriðja veldi. Á þess-
um þremur setningum grundvall-
ast þyngdarlögmál Newtons. Af
ályktunum Newtons má skipa
1) Stærð í öðru veldi þýðir, að hún
sé margfölduð með sjálfri sér.
2) Stærð í þriðja veldi, þegar hún er
tvisvar marg'földuð með sjálfri sér.
að sólu, og sem er í nákvæmu
3) Newton reit bók þessa á latínu. pó
nafn bókarinnar sé “Philosophiae
Naturalis Principia Mathematica"
er hún venjulegast nefnd “Prin-
cipia”; hún var gefin út 1686.
þannig: Af annari setningu dró
hann þá ályktun, að jarðstjarn-
an sé sífelt undir áhrifum höfuð-
afls, sem stafi frá sólu. En af
þeirri fyrstu uppgötvaði Newton
það, að aðdráttaraflið breytist i
öfugu hlutfalli við fjarlægðina
milli jarðstjörnunnar og sólar-
innar i öðru veldi. Og af þriðja
lögmáli Kfeplers dró hann þá á-
lyktun, að afl þetta hafi áhrif á
jafnstóra efnishluti hinna ýmsu
jarðstjarna í öfug'u hlutfalli við
fjarlægðir þeirra frá sólu í öðru
veldi. Lögmál þetta gefur til
kvnna sannleikseðli afls þess, er
áhrifum veldur á hverri stjörnu
í sólkerfi voru. Þessu næst fer
Newton að íhuga hreyfingar
tunglsins, og spyr nú sjálfan sig
þeirrar spurningar, hvort afl það
sem dregur tunglið í hringbraut
um jörðina væri ekki sama aflið,
sem knýr alla hluti til jarðar,
sem eru í nánd við yfirborð
hennar. Reynir hann nú sem
fyr, að prófa skoðun þessa reikn-
ingslega. En úrlausn herlnar
mistókst í fyrstu. Áætlanir um
stærð jarðarinnar voru þá svo
fjarri því að vera réttar, að sam-
aburður milli aðdráttarmagns
steins og tungls i þess fjarlægð
frá jörðu kom ekki nákvæmlega
heim við lærdómsáætlun hans;
lætur hann þessvegna af rann-
sóknum á þessu sviði um nærfelt
tuttugu ára skeið. Þá var
breiddarstig jarðarinnar alment
viðurkent að vera sextíu lög-
boðnar milur (5280 fet í mil-
unni). Þvermál jarðarinnar,
reiknað út frá þessari áætlun,
var því hér um bil einum sjötta
minna en það virkilega er, og
geisli hennar þar af leiðandi
þeim mun styttri en réttu máli
gegnir. En þegar frakkneski
stjörnufræðingurinn Jean Picard,
var húinn, með nákvæmustu
mælingum, að leiðrétta þessa
villu, hefst Newton handa á nýj-
an leik. Verður hann þess nú
brátt áskynja, sér til mikils fagn-
aðar, að fjarlægð tunglsins og
stærð jarðgeislans voru í ná-
kvæmu samræmi við þyngdar-
lögmál hans. Newton sá nú, að
finna mætti efnismagn eða þétt-
leik jarðarinnar með því að
komast eftir, hve mikið að fall
dregur lóð að sér, sem hangir á
þræði frá brún fjallsins niður
að rótum þess (fjallið yrði vitan-
lega að vera þverhnipt). Efnis-
magn fjalfsins mætti svo reikna
út með því að rannsaka þéttleik
grjóttegundanna, sem það sam-
anstendur af, en halla lóðsins
msetti mæla með nákvæmu land-
mælingarverkfæri. Af lóðlínu-
skekkjunni mætti svo reikna út
efnismagn jarðarinnar. Ekki
‘mjög löngu eftir daga Newtons,
framkvæmdi Nevil Maskelyne til-
raun þessa, með góðum árangri.
Þegar búið var að sanna fyrir
fult og fast, að áhrif þyngdar-
lögmálsins náðu út að yztu tak-
mörkum sólkerfis vors, var eðli-
legt að álykta af því, að áhrif
þess væru algild —- væri stjórn-
andi alheimsafl. Annars vegar,
ályktun þessari til stuðnings, er
það, að vér vitum nú, af ná-
kvæmum athugunum stjörnu-
fræðinga á hreyfingum jarð-
stjarnanna og fylgi hnatta þeirra,
smástirnanna og halastjarnanna,
að lögmál þetta er óbrigðult; en
hins vegar eru tilraunir Henry
Cavendish með blýkúlurnar, og
annara, er sanna tvímælislaust,
að því má algjörlega treysta í öll-
um tilfellum frá hinu lengsta til
hins styzta mælanlega millibils.
Engin hinna mörgu rannsókna,
sem gerðar hafa verið í þá átt.
hefir leitt í ljós, að þyngdaraflið
sé skylt nokkru öðru en efnis-
mögnum likama þeirra, er að-
dráttaráhrifunum valda og þeirra
sem fyrir áhrifunum verða. Né
virðist það eiga nokkuð skylt við
híð eðlisfræðilega, eða hið efna-
fræðilega ásigkomulag likam-
anna, eða fjarlægðina milli
þeirra. Að vera þannig óháð öll-
um eiginleikum efnis, utan þétt-
leikans eins, hamlar þvi, að
nokkur grein verði gerð fyrir
eðli þess eða uppruna.
Það er eitt atriði enn, er New-
tons lögmálið snertir, sem al-
ment er gengið fram hjá án at-
hugunar, en sem er þó afar þýð-
ingarmikið, hvað snertir mynd-
un nokkurrar kenningar um það,
hvað þyngdaraflið í raun og veru
er: sem sé, hinn nákvæmi hlut-
fallsleiki efnismagnanna. Ná-
kvæmustu tilraunir hafa enn
ekki sýnt hið minsta frávik frá
áreiðanlegri nákvæmni þessa
hlutfalls; né hafa kostgæfileg-
ustu athuganir á göngu reiki-
stjarnanna gefið annað til
kynna. Það ér þetta atriði, sein
hin alkunna tilraun með fjöður
og gullpening sannar^, því hún
sýnir, þó fjöðrin og peningurinn
falli ekki með sama hraða þegar
alt er í sínu venjulega ásigkomu-
lagi, sökum ójafnrar mótstöðu
loftsins á þessum tveimur lilut-
um, en samt, þegar búið er að
útrýma loftinu úr glerpipunni
með loftdælu, fellur fjöðrin og
peningurinn með jöfnum hraða.
Nokkrar tilraunir hafa verið
gerðar til að sanna, að aðdráttar-
aflið sé afleiðing annara eigin-
leika efnanna. Ein þeirra, er
nefnist Le Sage, reynir að gera
grein fvrir aðdráttaraflinu á
þann hátt, að það stafi frá þrýst-
ingi, sem smáagnastraumar
valdi, er eiga að streyma úr öll-
um áttum hins ómælilega rúms.
Væri nú þessu þannig farið, þá
bæri vitanlega hver efnishlutur
af hverjum nábúa efnishlut
straumföll þessi, svo að þeir
tveir efnishlutir myndu færast
nokkuð nær hvor öðrum. En
það sem fortakslaust mælir í
móti kenningu þessari er það,
að straumþrýstingur smáagn-
anna mundi framleiða hita fyrir-
brigði, en við þau fyrirbrigði
hefir enginn orðið var.
Enn nýrri skoðun um þetta
efni byggist á þeirri sannreynd,
að allar frumagnir hvers efnis
hafa í sér fólgnar aðdragandi og
fráhrindandi rafeindalegar
hleðslur; og gert er ráð fyrir, að
aðdráttaraflið milli ólíkra raí-
hleðsla í tveimur nábúa efnis-
hlutum sé sterkara en fráhrind-
andi aflið á milli samkynjuðu
rafhleðslanna.
Og svo er Eintsteins kenning-
in. Samkvæmt henni er rúm-
viddin svo verpt og snúin af á-
hrifum umkringjandi hluta, að
væri líkama eða efnishluta hrynt
af stað í beina stefnu út í geim-
inn, í stað þess að halda beinni
stefnu, myndi hann í raun og
veru þræða sibugðótta braut, en
sem er þó beinasta leiðin milli
tveggja punkta í himingeimnum.
Þess má ennfremur geta, að höf-
uðkenning Einsteins gerir engan
greinarmun á aðdráttaraflinu og
miðflóttaaflinu.
Sir Joseph John Thomson.
hinn nafnfrægi enski eðlisfræð-
ingur, sagði á vísindamanna-
fundi, sem haldinn var 6. nóv.
1919, til að ræða um árangur sól-
myrkvaleiðangursins, að árangur
hans væri sá þýðingarmesti, sem
fengist hefir í sambandi við
þyngdaraflskenninguna, síðan
Newton dó; og að rökleiðsla Ein-
steins mætti teljast með mestu
afreksverkum mannlegrar hugs-
unar.
Einstein (Ænstæn) sagði svo
fyrir, að Ijósgeisli sem færi ná-
lægt sólu, myndi beygjast frá
beinni stefnu? sökum aðdráttar-
áhrifa sólarinnar. Hann tók og
jafnvel dýpra í árinni en þetta og
sagði fyrir, hversu mikil stefnu-
breytingin yrði. Tilgátan var
ekki tekin úr lausu lofti eða gerð
út í blánn. Eiristein bygði hana
á þyngdaraflsfrumreglu, er hann
hafði smátt og smátt fullkomnað
með nákvæmum útreikningi.
Þessi beyging ljósgeislans er ein
af máttarstoðum kenningar hans.
Kenning Einsteins um þyngd-
araflið er nátengd sérátökum
umbyltingarhugmyndum um
tíma og rúm, og þar af leiðandi
um tvö þýðingarmestu grund-
vallaratriði alheimsins. Aðaltil-
gangur brezka sólmyrkvaleiðang-
ursins var, að sanna eða hrekja
tilgátur þessar. Árangur leið-