Lögberg - 20.11.1941, Síða 2

Lögberg - 20.11.1941, Síða 2
9 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. NÓVEMBER, 1941 Sönn str'iðstíma-saga— Dr. Weísmann býður nú aftur aðátoð sína Dag einn, meðan hið mikla fyrra heimsstríð stóð yfir, sat Lloyd George, þáverandi forsæt- isráðherra, öðru megin við borð i hinni fornu skrifstofu að Nr. 10 Downing Street. Hinu megin við borðið, gegnt honum, sat dökkbrýnn, þréklegur, sköllóttur maður með svart þunnklipt skegg á vör og höku, maðui' með rannsakandi augnaráði, og langa, sikvika,%mjúklega fing- ur. Lloyd George og gestur hans voru ,að yfirvega atvikin, og hinn fyrnefndi að nótéra hiá sér niðurstöðurnar af starfi gestsins, sem við yfirlit síðari sögu styrj- aldarinnar mega ef til vill sann- ast að hafa orðið aðalorsök þess að stríðið snerist þá mjög bráð- lega Bretum og bandamönnum þeirra í vil. “Hvað æskið þér að fá?” spurði Lloyd George styttings- lega. — “Palestinu,” var svarið. Það var þannig, að Dr. Chaim Weizmann náði Palestínu til handa hinu heimsvíða Zíonista sambandi, samkvæmt Balfour fyrirmælunum, og gerðist svo um þrettán ára skeið formaður hebrezka háskólans í Jerúsalem og foringi alheims Zionista- hreyfingarinnar. Nú hefir Dr. Weizmann, aftur í þjónustu Bretastjórnar, flogið til New York, og hafið á ný starf, sem hafa kann afgerandi áhrif á hina víðtækari og átak- anlegri heimsstyrjöld, er viðsjár tuttugu áranna síðustu hafa fært með sér — ef til viM ekki sem afleiðing fyrra heimsstríðs- ins, heldur sem áframhald þess. Dr. Weizmann er einn af heimsins mestu efnafræðingum, nú að starfi með snjöllustu vís- indamönnum Vesturheims lii efnafræðilegra rannsókna á bar- áttunni gegn nornalyfs-brugginu í deiglu Þjóðverjanna. Hann framkvæmir tilraunir sinar í sérstakri efnafræðisrannsóknar- stofu, er brezka flotamálastjórn- in leggur honum til. Árið 1914 voru Bretar, eins og Haig hershöfðingi kallaði það, að berjast “með.bakið upp við vegg.” úr framleiðslu skotfæra hafði dregið og ekki aðeins minkaði framleiðslan, beldur var hún háð glundroða og óáreiðan- leg til meðferðar í notkuninni. Hið bráðdrepandi sprengjuefni “cordite,” var eitt versta við- fangsefnið. Framleiðsla þess var nægileg og sprengjukrafturinn eins máttugur og þörf þótti á, en beztu sérfræðingum sam- bandsþjóðanna hafði ekki tek- ist að tempra það eða temja. Af því var stöðugur voði vís í með- ferðinni, og þegar allra mest reið á. Og svo leit helzt út sem England myndi verða undir í Business and Professional Cards J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVBNUE BLDG., WPEG. • Fajitelgnasalar. Lelgja húa. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgð o. s. frv. PHONE 26 821 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 3ts. Phone 22 866 e Rea. 114 GRENFELL BLVD.' Phone 62 200 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur Ukklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá be*tl. Ennfremur seiur hann allskonar mlnnlsvarða og legsteina. Skrifstofu taislml 86 607 Helmllis t&lslml 501 662 ST. REGIS HOTEL I 285 SMITH ST., WINNIPEO e pœgflegur og rólegur bústaöur 1 miObikl borgarinnar Herbergi J2.00 og þar yfir; með baðklefa 33 00 og þar yfir. Agætar máltlðir 40c—60c Free J'arking for Guestt DR. B. H. OLSON Arthur R. Birt, M.D. Phones; 35 076 . 906 047 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnipeg Consultatlon by Appolntment Only Lækningastofu-sími 23 703 Heimilissími 46 341 • Sérfrœöingur í öllu, er að Helmlll: 5 ST. JAMES PLACE húðsjúkdómum lytur Wlnnlpeg, Manitoba Viðtalstfmi: 12.1 og 2.30 til 6 e. h. Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Bauning) Talsími 30 877 e Viðtalstími 3—5 e. h. Dr. A. Blondal DR. A. V. JOHNSON Physician & Surgeon Dentist 602 MEDICAL ARTS BLDG. • Sfmi 22 296 606 SOMERSET BLDG. Heimili: 806 Victor Street Telephone 88 124 Sími 28 180 Home Telephono 27 701 Thorvaldson & Eggertson Lögfrœðingar 300 NANTON BLDG. Talsími 97 024 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bidg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Oífice ttmar 3-4.30 e Heimiii: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 U1 1 og 2 til 5 Skrifstofustml 22 251 Heimilisslmi 401 991 Office Phone 87 293 Res. Phone 72 409 Cr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours; 4 p.m.—6 p.m. and by appointment ** DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar e 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEG H. A. BERGMAN, K.C. ialenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 stríðinu vegna hins kenjótta sprengiefnis sins. Þá gaf sig fram úr hópi vís- indamanna Manchester háskólans maður, er við efnafræðisrann- sóknirnar um spnengjur starfaði sérstaklega, og kvaðst myndi geta fundið ráð til að temja þetta sprengiefni, Þessi maður var Dr. Weizmann, sem að lokum, eftir dvöl á ýmsum meginlands háskólanna, var nú kominn til Englands frá heimili sínu í Gyð- ingahverfi borgarinnar Pinsk í Rússlandi. Það var aðeins fyrir heppilega tilviljun, að þetta tilboð Weiz- manns barst í gegnum hyldýpi Sargcissa-hafs skriffinskuvalds- ins, Loyd George til eyrna. Ef til vill hefir Lloyd George stund- um látið stjórnast af bráðlyndis athöfnum, en undir sérstökum kringumstæðurri mvndi hann þó að minsta kosti Iáta framkvæma eitthvað slíkt, og það tafarlaust. Hann sendi eftir Dr. Weiz- mann, sagði honum hreinskiln- islega að sig skorti alla prakl- iska þekkingu til þess að dæma uin gildi tilhoðs hans, en bætti því við, að engu væri tapað við tilraunir um -starfhæfni þess. Hann lagði Dr. Weizmann ti! verkstofu og hjálparmenn. Og kordít-temprunin varð að veru- leika. Hún gerði sprengiefnið tamt eins og stofukött, en jafn- framt ólmt eins og hcila djöfla- fylking, er því var gefinn laus taumurinn. En nú var aðeins um fram- leiðslumagnið að ræða. Til þess útheimtist ógrynni af malskorni — amerísku korni, en ekki þvl korni er víðast hvar spratt í ökr- unum á Bretlandi. Lloyd George sendi svo Dr. Weizmann vestur til Terre Haute, í Indiana- ríkinu, þar sem nægilegt korn var við hendina — þrettán tonn af korni til að tempra með hverf tonn korditsins. Þar starfaði Dr. Weizmann leynilega í margc mánuði við framleiðslu þessa tamda sprengiefnis, í nógu stór- um stíl svo að áhrif þess nægði til að hrekja aftur öldu eftir öldu æðandi Þjóðverjanna i sigurofsa þeirra. Svo hvarf hann aftur til fyrra rannsóknarstarfs síns. Það var árið 1917, er Lloyd George lofaði honum að hið forna þjóðland Gyðinga yrði fengið þeim aftur til umráða undir vernd Englands. Svo kom tíð Balfours-fyrirskipunarinnar, árin til sáningar og uppskeru, byggingar nýrra heimila og end- urgræðslu eyðimerkurlandsflák- anna í Palestínu. Dr. Weizmann er nú aftur að ota snilliviti sinu gegn myrkravöldunum þar. Sé nú til í þessum okkar ný- móðins heimi nokkur velviljaður Cagliostro að blanda kraftalyf gegn áhrifum hins illa afls, þá er það hann. Sem formaður Paliestínu nefndarinnar og for- seti alheims Zionista sainbands- ins, hefir Dr. Weizmann staðið fyrir endurbygging Palestinu. Hann er og i háum sessi meðal nýmóðins framsóknar- og skap- andi stjórnarstefnumanna lands- ins. Hinn sömuleiðis áhugariki og hugrakki Vladimir litli Jabot- insky, sem stofnaði hina “duldu berdeild” í Palestínu til að berj- ast gegn Nazistunum, dó síðast- liðið ár, hér i landi, af hjarta- org, er hann var þvínær vonlaus um endurreisn Gyðingaþjóðar- innar. Einnig hann var stór- hæfur lærdómsmaður, en hélt sig allmjög utan takmarka hinn- ar viðteknu Zíons-stefnu, með hernaðar-starfsemi sinni og sem leiðtogi “aktóvista” Gyðingannri. Dr. Weizmann hefir aldrei brugðist þeirri trú sinni, að þjóð hans myndi hlotnast friður og fullkomnun að lokum i heimalandi sínu. Það er sem fyrirliði, stoð og stytta til efl- ingar þeirrar vonar sinnar, að hann er nú kominn til Vestur- heims, eins vel og sem efna- fræðingur. — (Þýtt ú-r Winnipeg Free Press frá 23. ág. 1941).—s. j Miss Kristín Lilja Kristjánsson (Lillian Christianson). F. 10. sept. 1889 I). 13. sept. 1941 Þann 13. september þessa árs andaðist á Grace spitala í Win- nipeg, Kristín Guðrún Lilja Kristjánsson (Lillian Christian- son), sem fædd var að Garðar, Kristin Lilja Kristjánsson N. I>ak., 10. sept. 1889. Faðir hennar var Anton Kristjánsson, sonur Kristjáns Long, af Longs- ætt, sem ýmsir nafnkendir menn tilheyra, til dæmis lista- maðurinn Ríkarður Jónsson; en móðir hennar var Kristbjörg Stefánsdóttir systir Kristins skálds Stefánssonar. Hin látna átti tvo bræður, Björn, nú til heimilis í Minneapolis, og Stefán, sem eirinig er búsettur í Bandaríkjunum. Kristín Lilja fór ekki var- hluta þeirra gáfna, sem að ein- kenna ættir hennar. Hún var námfús og bókhneigð venju fremur, enda sóttist henni nám með afbrigðum vel. Alla æfi hafði hún yndi af lestri góðra hókmenta og fræðirita, helzí þeirra, sem að fjalla um torveld- ustu ráðgátur lífsins. Hafði hún jafnan opinn hug fyrir nýjum fróðleik og nýjum hugsjónum, ekki sizt í andlegum efnum. Hvorki í þeim málum né öðrum batt hún sig við neinar kenni- setningar eða viðteknar skoðan- ir, heldur leitaði hún stöðugt sannleikans. S.jálf ritaði hún nokkuð, bæði í bundnu máli og óbundnu, en fór dult með þá gáfu. Einnig var hún hneigð fyrir bæði hljómlist og dráttlist. Gaf hún sig aðallega við fíólín- spili og hafði af þvi hið mesta yndi. En engra þessara hæfileika auðnaðist henni að njóta til fulls, því að ung varð hún fyrir veikindum, sem að sviftu hana heilsu. Varð hún alla æfi siðan að berjast við fátækt og heilsu- hrest. Þrátt fyrir þessa örðug- leika náði hún fyrsta flokks kennarastigi i Dakota, og annars flokks í Manitoba. Var hún kenslukona í mörg ár, bæði í Norður Dakota og í Manitoba, þar á meðal í Riverton, en lengst í Beausejour, Man.; þar kendi hún skóla í tíu,ár (1921—1931), og tók einnig drjúgan þátt í vel- ferðarmálum bygðarinnar, sem og eflaust alstaðar þar sem hún hafði kenslustörf á hendi. Árið 1931 lét hún af kenslu, vegna heyrnardeyfu, og þó ekki að vilja bygðarbúa, því að þeir sögðust treysta henni betur fyrir velferð barna sinna, en flestum þeim kennurum, sem fulla heyrn hefðu. Hafði hún síðan sauma- stofu að 446 Edmonton St. í Winnipeg. En við það örðuga starf tók heilsu hennar stöðugt að hnigna. Um mánaðamól júní og júli, 1941, varð hún fyrir þvi slysi, að mjaðmar- brotna. Varð það áfall ofraun hennar veiku kröftum, sem að fjöruðu út, þar til er dauða hennar bar að höndum 13. sept- ember. útför hennar var haldin 19. september frá útfararstofu Bar- dals í Winnipeg, til Brookside grafreits. Séra V. J. Eylands jarðsöng. Viðstaddir voru marg- ir af vinum hinnar látnu. Okkur, sem að bezt þektum hana — og mun þó enginn hafa þekt hana vel — verður inargt minnistætt í fari hennar. Er þar á meðal sjálfstæðisþráin, er svo var rík í huga hennar, að jafnvel þegar hún átti við örð- ugustu kjör að búa, var hún jafnan fremur veitandi en þiggj- andi; Oig einnig sú lund, að vilja hvergi vamm sitt vita, jafnvel í minsta smáatriði. Við munum látlaust vinarþel hennar, prúða framkomu, og einlægan vilja á að vera til góðs í lífinu. En lengst munum við hina heitu sannfæring herinar, um að and- legur þroski sé hið eina veru- lega markmið þessa lífs. S. Stefánsson. --------V------— Hreindýraveiðar á Grænlandi (Dagbókarbrot) Eftir Kristján Eldjárn. 1.—2. ágúst 1937. Eftir landslögum eru hrein- dýrin friðuð til 1. ágúst. Þá eru hreinkálfarnir komnir það á legg, að munaðarleysi ekki ríð- ur þeim að fullu. Við biðum ekki boðanna þeg- ar friðunartíminn var útrunn- inn. Þegar í birtingu vorum við komnir á stjá og bjuggumst á veiðar. Enginn var úrillur eða kinokaði sér við að skríða upp úr dúnheitum hvílupokanum, þótt morgunkuldinn væri napur. Þokuslæðingar lágu í öllum lægðum og svartir hnjótarnir skutu upp kollunum á milli. En þótt Grænland væri þungbúið þennan morgun, voru allir í bezta skapi og veiðihug. Græn- lendingarnir fóru ekki dult með, að það væri gnótt hreindýra á öllu svæðinu milli bústaðar okk- ar í litla dalverpinu og isbreið- unnar. Þeir hlógu og flissuðu drógu dár að náunganum í laumi, mösuðu og átu. Byssur voru rannsakaðar, malir kýldir og pípur reyktar. Svo var lagt úr hlaði og gengið sem leið ligg- ur í leinlægum krákustigum upp þverhnipt fellið, sem gnæfir hátt yfir gömlu tóftunum. Okkur miðaði vel áfram. Grænlend- ingarnir voru óðfúsir í veiði- landið, og hvöttu gönguna, kið- fættir og innskeifir í rosabullurii sínum, en drjúghraðir og geysi- fótvissir. Það var meira en meðalraun að fylgja þeim eftir í brattanum. Þegar kom upp á flatneskjurn- ar og heiðarnar skildust leiðir okkar, og gengu tveir og tveir saman úr því. Förunautur minn var ungur “fangari,” Vitus að nafni, þögull og fáskiftinn, en aðgætinn með afbrigðum og furðulega skygn. Augun voru á sífeldu kviki, hvöss og athugul hver hreyfing eða tilbreyting þokunnar vakti athvgli hans, hver Iægð eða alda kom honum til að hægja gönguna, unz hann hafði gengið úr skugga uin að ekkert kvikt væri fyrir. Hann hagaði sér á allan hátt eins og þeir einir gera, sem frá blautu barnsbeini hafa drukkið í sig anda veiðimenskunnar og skynja líkt og af eðlishvöt, hvað við á. Eg festi þegar hi& mesta traust á honum og ákvað að fylgja hátterni hans í hvívetna. Við fórum okkur hægt. Þok- an byrgði alla útsýn, og það var visast, að þau hreindýr, sem kynnu að leynast í nágrenninu. hefðu fundið mannaþef og flú- ið veg allrar veraldar áður en hugsanlegt væri að við kæmum auga á þau, ef við héldum áfrain göngunni. Við settumst öðru hvoru og reyktum pípur okkar “Bölvuð ekki sen þokan,” skildi eg Vitus tauta fyrir munni sér. Annars var lítið um viðræður, því að hvorugur skildi annars mál svo nokkru nam. Við störðum hvor i sína átt í þung- um þönkum. En skyndilega komst kvik á þokuvegginn. Það vaf eins og rambygðir borgarmúrar væru að hrynja í rústir. Hver sólargeisl- inn á fætur öðrum ruddi sér braut gegnum mökkinn. Þoku- hnoðrarnir urðu minni og minni. Það var eins og þeir færu und- an í flæmingi og verðust í lengstu lög, en þó skifti það eng- um togum, áður en óbygðir Græn- lands lágu óravegu fyrir fótum okkar, í þögulli tign og djúpri kyrð. Nú litum við hvor á ann- an. Vitus ljómaði sjálfur engu minna ien náttúran í kringum okkur, En snögglega breyttist gleðisvipurinn í athygli og var- úð. Það var auðséð að hann átti von á veiði dýrum á næstu grös- um, þótt sú von brygðist hrapa- lega. Hreindýr voru ekki svo langt sem augað eygði fremur en glóandi gull. Ef hreindýr ier innan sjóndeildarhririgs, má það vera geysilangt í burtu, ef græn- lenzkur veiðimaður á bezta aldri kemur ekki auga á það, enda er sjón þeirra oft við brugðið. En það hafði aldrei brugðist, að hér væru hreindýr hópum saman, höfðu Grænlendingarnir sagt, svo að við lögðum land undír fót i þeirri góðu von, að ekki gæti liðið á löngu áður en eitthvað bæri til tiðinda. Við gengum rakleiðis í áttina til jökulsins. Fjalllendið er fagurt og friðsælt og glitrar í ótal litbrigðum, en það gleymist alt á svipstundu þegar maður stendur augliti til auglits við hinn eilífa jökul, ekki sízt þegar hann er í sólskins- skapi eins og í þetta skifti. Öll orð missa mátt sinn þegar lýsa á náttúru, sem í senn er jafn- þrungin af tign og fegurð. En hann á það til, jökullinn, að sýna yglibrún og mörg manns- lif hefir hann á samvizkunni. Það er ráðlegast að hætta sér ekki í greipar hans að óþörfu, heldur horfa á hann þaðan sem hann ekki nær til manns. Þarna inni við ísjaðarinn varð hératetur á vegi okkar, mjalla- hvítur og eyrnalangur. Hann tók nokkur stór stökk, sneri sér síðan við; reis upp á afturend- ann og starði undrandi á komu- menn. Við launuðum honum gestrisnina með kúluanga gegn- um höfuðið, þegar útséð var um að skothvellurinn myndi ekki fæla neinar föngulegar hrein- hjarðir burtu. Það fór þó aldrei svo, að við yrðum að nærast á jieinmikani og hafraseyði þann daginn. En hvar i ósköpunum voru hreindýrin, sem hér áttu að haf- ast við? Eg vogaði að láta í ljós vonbrigði mín við Vitus. Hann varð hálfhvumsa við, en byrj- aði strax að tauta um að land- mælingaflugvélin hefði fælt þau burtu til'íjarlægra staða. Nei, Vitus góður, þessi hindurvitni trúi eg ekki á, þau hefir þú erfl eftir þína gömlu heiðnu for- feður. Það er sem sé ekki svo að skilja, að dýrin hafi hræðst flugvélina, heldur hefir þyknað i þeim út af atferli hennar og brottförin einskonar mótmæli gegn því. Veiðidýrin voru geysi- lega móðgunargjörn, og gerðu sér rellu út af breytni nianna áður en þau voru veidd. Nú hafði bráðókunnug flugvél flogið yfir svæðum þeirra og brotið hlutleysið og þau hefndu sín a mönnunum með því að láta ekki veiða sig á því sumri. Selir og hvalir eru og afar næmir fyrir áhrifum, sem sjá má af skemti- legri klausu í ritum Grænlands- farans Hans Egede. Segir hann, að þegar veiða á hval í náinunda við bústaðina, þá “udruste Grön- lænderne sig i deres Stads lige- som til et Bryllup, ellers skal Hvalen skye for dem, thi han kan ikke fordrage Ureenlighed.” En hvernig sem þessu er farið, er hitt víst, að hér voru engin dýr. Við gengum og gengum lengi dags, yfir hálsa og hæðir, dali og drög, ýmist nær eða fjær ísjaðr- inum, án þess að nokkuð hæri til tíðinda. Við vorum að verða

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.