Lögberg - 20.11.1941, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGTNN 20. NÓVEMBER, 1941
3
\jttv
M j ú k t, með
því ljúffenga
og hressandl
bragði, s e m
aldurlnn
skapar. .» . .
Branvin e r
eina vínið I Can-
ada, sem hefir
sHka kosti til aS
bera, og er þð 6-
dýrt.
JORDAN WINE
COMPANY.LIMITED
Jordan, Canada
BM9
The Government Liquor Control Com-
mlssion is not responsible for any statement
rnade herein as to the quality of the liquor
réferred to.
úrkula vonar. En þegar neyðin
ler stærst er hjálpin næst. Vitus,
sem altaf gekk á undan, nani
skyndilega staðar og sagði lágt,
með dálitlum titring í rödd-
inni: “Tugtut, tugtut,” en það
þýðir á grænlenzku “hreindýr.”
Eg skimaði í allar áttir, en sá
ekkert kvikt. “Þarna, þarna,”
sagði Vitus og benti með byss-
unni. “Jú, það kann að vera,
ekki vil eg bera á móti því,”
sagði eg. — Nú birti heldur yfir
skapi okkar. Við vorum gagn-
teknir af veiðihug og léttir í
spori. Dýrið var afar-langt i
burtu, en þó gengum við ekki
skemstu leið, heldur tókum á
okkur stóran sveig og forðuð-
umst þannig að ganga áveðurs
við dýrið. Grænlendingar vita
vel, hve lyktnæm hreindýrin eru,
og að með því bætir móðir nátt-
úra þeim upp að hvorki sjón
né heyrn leru sérlega góð. Eftir
því sem nær dró, sáum við dýr-
ið betur og gátum komist fyrir,
hvernig bezt væri að haga sér.
Dýrið var í örlitlu dalverpi eða
lægð með allháum hömrum á
báðar hliðar. Það var því til-
tölulega auðvelt að komast i
skotfæri án þess að dýrið yrði
okkar vart. Við lögðum nú frá
okkur allan farangur á góðum
stað og læddumst ofur hægt í átt-
ina til dýrsins. Seinustu metr-
ana fram á hamrabrúnina skrið-
um við á fjórum fótum, og það-
an gátum við í mesta næði skoð-
að atferli dýrsins. Þetta var
föngulegur tarfur með geysistór-
um og fögrum hornum. Annað
hvort var það sérvitringur, sem
ekki átti samleið með öðruin,
eða þá stoltur höfuðhreinn, sem
ekki vildi yfirgefa þetta góða
beitiland, þegar hinir flúðu.
Hann fór sér gætilega og tíndi
makindalega i sig fjallagróður-
inn. Það var mökkur af mýi í
kringum hann, öðru hvoru hristi
hann sig til að losna við ófögn-
uðinn. Mér lá við að vorkenna
honum.
Það var þó ekki beint mis-
kunnsemi, sem bann átti í vænd-
um, af okltar hálfu. Þa"ð var í
mér megnasti vígahrollur, en sig-
urvissan, sem skein út úr and-
liti Vitusar, róaði mig. Með
sjálfum mér sagði eg hreintarf-
inum að búa sig undir dauða
sinn. “Ekki grunar þig, Hreinn
fjallakonungur, að nú eru dagar
þínir taldir. Innan skamms
verður þú að velli lagður og
kórónan tekin af höfði þér, eins
og svo mörgum öðrum konung-
um. Aldrei framar skalt þú
(finna frelsið leika um þig í
þinu glæsta ríki, aldrei skáltu
heyja einvígi við bræður þína
hérna á heiðunum, aldrei fram-
ar muntu spegla þig í fagur-
bláum fjallavötnum á vordegi og
hagræða nýju hornunum, svo að
þú gangir í augun á hindunum,
eins og Grænlendingarnir segj-
ast hafa séð þig gera. Því að
vita skaltu það, að brátt munu
lcúlur okkar læsa sig inn í
hjarta þitt, og; i kvöld verður
gerð veisla heima við tjöldin og
þar verður þú hrókur alls fagn-
aðar. Líkami þinn verður brytj-
aður niður í pottana og höfuðið
sett á stöng til skrauts yfir
dyrum í Kaupmnnahöfn eða á
íslandi. Aldrei framar skaltu
—” — — En hver sjálfur var
nú jietta? Konungur fjallanna
leit snöggt upp. Hann skimaði
órólega til og frá og horfði síðan
beint á okkur, þar sem við sát-
um á hamrabrúninni. Svona
skildi eg það, að minsta kosti.
Áður en eg vissi af, hafði eg
borið byssuna upp að vanganum
og miðaði. Eg ætlaði að verða
fyrri til að skjóta en hann að
flýja, Von bráðar reið skotið
af, og þegar á eftir heyrði eg að
Vitus hleypti af sinni byssu. Nú
átti eg von á að sjá tarfinn hníga
að velli, en það fór á aðra leið.
Hann kiptist hart við, snerist
nokkra hringi eins og höfuðsótt-
arskepna og tók síðan á rás eitt-
hvað út í buskann burt, burt.
Vitus spratt á fætur, hlóð byss-
una í skyndi og þaut svo af stað
á eftir dýrinu, gefandi frá sér
einkennilegt baul, sem átti að
líkjast hreindýrshljóði. Það
gera Grænlendingar altaf, þegar
þeir vilja fá hvekt dýr til að
stanza. En í þetta sinn Jhreif
það ekki. Brátt voru Vitus og
hreinninn úr augsýn, eg stóð
einn eftir og dæmdi mig allra
manna aumastan. Eg sá mér
ekki til neins að fara að eltast
við tarfinn, en fór að matreiða
hérann, svo að Vitus hefði eitt
hvað að styrkja sig á, þcgar
hann kæmi.
Það leið langur tími og eg var
orðinn þreyttur að bíða mcð
matinn, þegar tveir veiðiinenn,
álútir og tómhentir birtust á
næsta leiti. Það voru Vitus og
annar til, sem hafði slegist í för-
ina þegar hann heyrði skothvell-
ina. Þeir hristu höfuðin sútar-
lega, þegar eg spurði tíðinda.
öræfin höfðu tekið hreininn í
faðm sinn. Eg tók eftir, að
annar Grænlendingurinn tók
eitthvað upp úr vasa sínum og
stakk því upp i sig og kjamsaði
matarlega. Þetta reyndist vera
lófastórt stykki af horni hrein-
dýrsins. Höfðu veiðimennirnir
fundið það i dalverpinu, þar sem
hreinninn var, svo að annar hvor
okkar hefir hæft horn hans. Mér
lá við hlátri, því að hornið er
ekki beint það ætilegasta á hrein-
dýrinu. Grænlendingarnir voru
fúlir mjög, meðan þeir átu hér-
ann. Eg efaðist ekki um, að
þeir væru að hugsa um hráan
mör, magagor og varaþykkildi
og annað það, er gómsætast þyk-
ir á hreinskepnunni. Enginn
mælti orð af vörum, og að end-
aðri máltíð tókum við föggur
okkar og löbbuðum hægt og
þungt alt til kvölds, án þess að
nokkuð skeði. Hin geysilega
víðátta gaf okkur þó nokkra von
um, að enn inætti takast að
finna hreindýr, á morgun er
aftur dagur.
Við létum fyrirberast undir
stórum, framslútandi steini.
Grænlendingar eru ekki vand-
fýsnir á náttstað eða aðbúnað,
þegar þeir eru á veiðum. Kvöld-
kulið var hrollkalt, en við sváfum
þó allvel, með stein undir vanga,
og vöknuðum snemma í þoku-
söld og kulda, stirðir í limum og
með naglakul. Svo hverful er
sumarblíðan. Það voru nú ekki
lengur öræfin i allri sinni dýrð,
helúur óbygðirnar í öllu sínu
kaldranalega miskunnarleysi,
sem við okkur blöstu. öræfin
og hafið taka svipuðum stakka-
skiftum með veðrabreytingum.
Það er örskamt öfganna milli
þar sem annarsstaðar.
Við félagarnir þrír þrömmuð-
um þennan dag allan sleitulaust,
holdvotir og svangir, án þess að
sjá svo mikið sem héra eða
rjúpu. Við hugguðuin ókkur i
lengstu lög við að hinir hefðu
fengið eitthvað, en undir kvöld
hittum við nokkra þeirra og þá
brást einnig sú von. Allir höfðu
sömu sögu að segja. Hreindýr
hvergi að finna, gagnstætt allri
-N'enju.
Eg heyrði brátt, að það hófust
ákafar samræður um hvað hefði
valdið þvi, að við Vitus gátum
ekki skotið hið mikla hreindýr,
sem hamingjan hafði teflt upp i
hendur okkar. ,Eg spurði túlk-
inn hvað Vitus segði um málið.
“Hann segir að þú hafir skotið
of snemma. Hann ætlaði að
bíða átekta og lofa dýrinu að
leggjast og skjóta svo.” Þetta
seinasta skildi eg ekki vel, en
vel má vera að eg hafi hagað
mér heimskulega. Það er líka
meira en meðalgeðró, sem ekki
raskast við stundarbið í nám-
unda við bráðina, þegar ekkert
má út af hera, svo að hún gangi
manni úr greipum. Reyni hver
sem vill. En slík geðró er ein-
mitt einkenni góðra veiðimanna
og rándýra.
Það var borðaður saltfiskur
og hafragrautur í tjöldunum
þetta kvöld. Mörlandahjarta
minu var það eitt til huggunar,
að ekki har Siguðrur Breiðfjörð
meira úr býtum, þegar hann fór
á hreindýraveiðar á Grænlandi.
“Þú átt ekki altaf vísan afla
þótt þú róir,” segir skáldið, og
svna getur veiðivonin brugðisl
Grænlendingum, hvenær sem er.
Hreindýraveiðar hafa frá fornu
fari verið stundaðar mikið af
flestum Eskimóum. Aðalveiði-
tíminn er haustið, þegar fitan
liggur í lögum á hrygg dýranna,
og þá er skinnið sneggst og
mýkst og bezt fallið til klæða-
gerðar. Á veturna eru dýrin
mögur og ákaflega loðin og eru
því lítið veidd á þeim tíma.
Eskimóar höfðu til forna marg-
ar veiðiaðferðir, t. d. fallgryfj-
ur og einskonar snörur, sem
flæktust um horn dýranna.
Sumir Eskimóar höfðu þann sið,
að liggja í leyni við vöð, þar
sem hreindýrin fóru á hverju
ári. Svo þegar allur hópurinn
var kominn út í ána, ruddust
veiðimennirnir fram og feldu
þau unnvörpum með spjótalög-
um. Öllu drengilegri er hin
gamla og góða aðferð að skjóta
hreindýrin með boga og örvum.
En hún reynir allri annari veiði-
mensku meira á nákvæmni og
skotfimi. Til að vera öruggur
niá veiðimaðurinn helzt ekki
vera fjær dýrinu en 20 skref,
og er það miklum vandkvæðum
bundið. Boga og örvar nota nú
aðeins afskektustu Eskimóar.
Eldvopnin hafa fyrir löngu velt
þessum frumstæðu vopnum úr
sessi, og nú er byssan nærri því
eins óaðskiljanlegur hluti Græn-
lendings eins og pípan. Eld-
vopnin höfðu í för með sér
grimmúðugt, og tillitslaust hrein-
dýradráp. Það var nú ekki
lengur baráttan fyrir lífinu, sem
knúði til að ganga á fjöll og
fást við hreindýr, heldur dráp-
girni og ef til vill gróðavon.
Þetta keyrði einkum úr hófi um
miðbik síðustu aldar, þegar
góðir markaðir voru fyrir skinn-
in. Þá urðu hinar glæstu hjarð-
ir fyrir reglulegum blóðböðum,
dýrin voru strádrepin, og veiði-
mennirnir hirtu aðeins skinnin
og nokkra beztu bitana, til
smekkbætis tjaldmáltíðum sín-
um. Þessu hamslausa drápi má
Hkja við rányrkju þá, sem ís-
lendingar frá fornu fari hafa
beitt bæði skóga og dýr, því að
á þessum árum biðu hreinhjarð-
irnar þann hnekki, sem þær búa
að enn, þrátt fyrir friðanir.
Hreindýraveiðarnar eru nú að-
eins aukageta, sem stundað er
örstuttan tima. Þá flytja Græn-
lendingar með fjölskyldur sinar
inn í landið og setja tjöld sin
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & D00R CO. LTD.
HENRY AVENUE ard ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
þar sem veiðivon er. Karlmenn
ganga óg ganga dag eftir dag,
oft 20 tíma í sólarhring. Þeir
leggjast til svefns, þar sem þá
ber að kvöldi, með skinnpjötlu
ofan á sér, jörðin sjálf er hvila
þeirra, stjörnugeimurinn sæng-
urtjöld. Það er þreytandi og
erfitt líf, en þegar dýrið er veitt,
og konur og börn hafa hjálpað
til að bera bráðina heim að
tjaldinu, þegar ný fitan bylgj-
ast um borð og bekki og kjötið
kraumar í pottunum og alt ang-
ar af nýmeti, þá gleymir barn
náttúrunnar hita og þunga dags-
ins og allar áhyggju hverfa. Þá
er sungið og dansað, masað og
hlegið, etið og etið lengi, lengi.
Gömlum Grænlendingum eru
hreindýraveiðarnar álika kærar
endurminningar og hákarlalegur
gömlum íslenzkum hákarla-
mönnum. Þeir verða ungir i
annað sinn, þegar á slíkt er
minst. Þeir hætta heldur ekki
veiðigöngum, fyr en þeir eru
þrotnir að heilsu og kröftum. Á
það bendir skemtileg saga af
gömlum Grænlending, sem mist
hafði annað augað, og var sjón-
dapur á hinu, en vildi þó ekki
hætta hreindýraveiðum. Hann
hafði því son sinn kornungan
með sér á veiðunum, til að koma
auga á dýrin og segja til, hvern-«
ig bezt væri að komast í skot-
færi. Þegar dýr var í færi, hóf
gamlinginn byssuna, en af þvi að
hann var skjálfhentur, varð
drengurinn að styðja hanæ. Auð-
vitað varð hann að miða lika,
því að sjón gamla mannsins var
döpur. Þegar hér var komiö,
sýndi hinn aldurhnigni veiði-
maður, að það var hann en ekki
dtengurinn, sem var á hrein-
dýraveiðum. Hann tók í gikk-
inn og hleypti af.
—(Lesbók Mbl.j.
--------V--------
Frá Campbell River, B.C.
(5. nóvember 1941)
Herra ritstjóri Lögbergs:—
Nú er haustið komið, og vot-
viðra-tíminn hjá okkur, þó eklci
sé nein hellirigning, þá er hér
dimt í lofti og sallarigning, samt
koma oft sólskinsdagar og bjart-
viðri á milli. Snjór hefir fallið
á öllum hærri fjallahnjúkunum,
sem bendir til þess að veturinn
sé sestur þar að. Við höfum
lítið að segja af þolium hér um
slóðir, aðeins einu sinni hefir
verið hér þoka part úr degi, en
við sjáum altaf þokumökkinn,
sem hvilir yfir allri vesturströnd-
inni, en hiin nær ekki til okkar.
Einn morgun nýlega, sást votta
fyrir hélu á jörð á einstöku stað,
og er það kaldast, sem hér hefir
komið. Grasið er grænt og held-
ur áfram að spretta, Uppskera
úr görðum var hér góð, svo allir,
sem gáfu sig við því, hafa nóg
af því tæi fyrir sig og sína.
Talsvert af islenzku ferðafólki
hefir verið hér á ferðinni síðan
eg skrifaði seinast. Hafa þeir
verið flestir á skemtiferð á
vesturströndinni, lagt þennan
krók á leið sína til að sjá þessa
vestlægustu og nýjustu nýbygð
íslendinga vestanhafs.
Þann 6. október voru hér á
ferðinni Mr. og Mrs. Sigurður
Sigurdson frá Calgary, Alta.
Hefir Mr. Sigurdson þar eina af
stærstu húsgagna (furniture)
verzlunum í þeirri borg. The
Alberta Furniture Co. Hefir Mr.
jSigurdson nýlega keypt út félaga
sinn, og er hann nú “President”
og “General Manager”, en Mrs.
Sigurdson “Secretary-Teasurer”.
Hafa þau 25 manns í þjónustu
sinni við verzlunina. Þar fyrir
utan á Mr. Sigurdson nokkrar
verðmætar eignir þar í borginni.
Það er óhætt að tedja þau hjón
ineðal hinna rikustu landa hér
vestan hafs.
f för með Mr. Sigurdson voru
Mr. og Mrs. Jónas Pálsson frá
New Westminster. Flestir hér
voru nýbúnir að lesa ferðasögu
Pálssonar í Heimskringlu, til
Saskatchewan, og höfðu forvitni
á að sjá hann fyrir það og svo
margt fleira, sem eftir hann hef-
ir komið út í blöðunum áður.
Hefir þVí öllu verið vel tekið.
íslenzku blaðstjórarnir ættu að
stuðla til þess að sem flestir rit-
hæfir íslendingar úr sem flestum
bygðarlögum þeirra, skrifuðu i
blöðin, og ræddu um sem flest
af málefnum þeim, siem nú eru
efst á dagskrá hjá öllum hugs-
andi mönnum og konum. Það
væri til mikillar uppbyggingar
að fá þau málefni rædd frá sem
flestum hliðum. Mundi því
verða miklu betur tekið af les-
endum blaðanna, heldur len létt-
vægu sögurusli, sem ekkert bók-
mentalegt gildi hefir.
Þeir bræður Lúðvik og Þor-
steinn Einarssynir komu heim
nýlega frá Vancouver, þar sem
þeir hafa unnið í sumar við
smíðavinnu. Voru þeir heima
nokkra daga, og fóru svo til
baka, til að Kalda áfram við
vinnu sína þar, fram eftir haust-
inu.
Þær systur, Mrs. Kristín Veitch
frá Prince Rupert, B.C. og Mrs.
Hugborg Mcqueen frá Saskatoon,
Sask. og Mrs. Guðrún Essex. Frá
Vancouver og ungur sonur benn-
ar, voru hér nokkra daga í heim-
sókn til foreldra sinna, Mr. og
Mrs. Loptson og systir þeirra
Mrs. Gunnarson. Allar þessar
konur eru giftar annara þjóðar
mönnum, og hafa því mjög
sjaldan tækifæri á að tala og
heyra islenzku. Samt tala þær
allar eins góða íslenzku og al-
ment gjörist hér vestan hafs. En
þær lærðu móðurmálið sitt
snennna í heimahúsum. Það
sannast á þeim: Hvað ungur
neinur, gamall temur.
Mr. og Mrs. Haraldur Johnson
og tvær dætur þeirra og Mr. og
Mrs. Robert Reid frá Port
Alberni voru hér að heimsækja
gamla kunningja sína, Mr. og
Mrs. Albert Árnason. Höfðu
Johnsons hjónin og Árnasons
þekst fyrmeir, er það fólk átti alt
heima nálægt Wynyard, Sask.
Mrs. Reid er islenzk, dóttir
þeirra hjóna Mr. og Mrs. S.
Magnússon í Port Alberni. Þetta
fólk fór alt til baka samdægurs.
Mr. og Mrs. Victor Thorgeirs-
son og dóttir þeirra frá Van-
couver voru hér í tvo daga að
sjá sig um, og um leið að sjá
gamla kunningja, sem þau hjón
eiga hér.
Það siem mest er rætt og ritað
um hér nú á dögum, eru hrak-
farir þær, sem Liberal-flokkur-
inn varð fyrir i kosningunum 21.
okt. Þeir komust samt til valda
með minni hluta atkvæða, en
töpuðu 10 þingsætum. Atkvæð-
in féllu þannig í fylkinu, eftir
þeim seinustu skýrslum, sem eg
hefi:
C.C.F. fengu 147,851 atkv.
Liberalar fengu 145,559 atkv.
Conservatívar 140,974 atkv.
Þingsætin á næsta þingi skift-
ast þannig: Liberalar 21, C.C.F.
14, Conservatívar 12, Verkamenn
1, óhóður 1. Þessar kosningar
má telja að sé gleðilegt tákn
tímanna, því það bendir svo ó-
tvírætt til þess að fólkið sé að
vakna, og sé farið að hugsa
fyrir sig sjálft. Alt of margir
eru þeir þö, sem ennþá sofa og
hugsunarlaust í blindni fylgja
öðrum hverjum af gömlu stjórn-
málaflokkunum. Þeir hafa ekki
ennþá getað gert sér grein fyrir
því, að báðir þessir flokkar eru
undir yfirborðinu algerlega eitt
og hið sama. Auðvaldið hefir
brúkað þessi tvö nöfn, Con-
servatív og Liberal bara til að
villa almenning. Báðir þessir
stjórnmálaflokkar eru viljug tól
í hnefa auðvaldsins, siem nú ræð-
ur lögum og lofum í landinu.
Þessar nýafstöðnu kosningar
sýna það, “að fólkið ræður”, éins
og það hefir vit til.
S. Guðmundson.
---------V----,---
Avarp
Guðmundar A. Stefánssonnr, flutt
í samsæti Ragnars //. Ragnar
i St' Charles Hóteli 10. nóv. 1941.
Margar eru þær minnisstund-
ir er vér höfum haft með Ragn-
ari H. Ragnar; margur er sá
neisti, er hefir hrotið í hug vorn;
margur er sá geisli, ,sem hefir
glatt rnann á samverustundun-
um, þá við hófum göngu um
land endúrminninganna í sögu,
söng og ljóði. Það brennqr eld-
ur í hans insta eðli, er brýzt
fram i orðum og verkum. Eg
veit að þeir, sem verið hafa i
Karlakór íslendinga undir söng-
stjórn Ragnars, munu segja með
mér, að segulmagnaðar hreyf-
ingar likama hans og eldlegs
vilja, teygi og togi i hug þeirra
og brjóst, og hrífi þá með sér á
tónsviðum viðfangsefnanna.
Á hans tíma, sem söngstjóra,
höfum við eignast mörg ágæi
lög og þýðingar á íslenzka
tungu. Stærstu verkin vil eg
nefna. “Sigling Haka kon-
ungs,” þýtt af Hjálmari Gísla-
syni, og “Varðeldar” þýddir af
Ragnari Stefánssyni. Varðeldar
loga á hverjum tindi. Það er
hætta á ferðum. Við eruin við-
búnir. Þeir, sem gæta ekki eld-
anna, týnast.
Hinn norræna anda tignar
Ragnar í sál Haka konungs.
Knörrinn siglir á hafinu og
hverfur með farm sinn í hafsins
djúp. Þessi lög, í hljómgjöfum
máttugra tóna, fylla hug manns
með lotningu undir áhrifum
þeirra.
Margir eru strengir Ragnars.—
Einn er sá strengur er lítið
hefir verið snertur, en það er
tónlagasmíð hans. Eg vil minn-
ast á tvö lög, er Ragnar hefir
samið og Karlakórinn sungið.
Annað lagið kallar hann “Viki-
vaka,” kvæðið eftir Huldu, en
hitt lagið er “ísland, ísland, ó
ættar land.” Eg vil leyfa mér
að fara með lcvæðið eftir. Mun
það lýsa tilfinningum Ragnars
hér i þessu landi og margra
fleiri.
“Man eg það, sem löngu leið,
ljósa morgna, kvöldin heið,
elfarsundin blá og breið,
bakka, hraun og víkur.
Við skulum mætast, þegar þraut-
um lýkur.
Langt er síðan þar með þér
þekkar stundir lék eg mér.
Hversu margt, sem milli ber
minning þin ei svikur.
Við skulum mætast þegar þraut-
um lýkur.
Dögum oftar dreymir mig,
dalinn, fjöllin, vorið, þig,
sólskinsbjartán sumar stig,
sæll er draumur slikur.
Sátt að mætast þegar þrautum
lýkur.”
“ísland, Island, ó ættarland,”
eftir Ragnar, er hljómkviða
stormstrengjanna úr fjarlægð-
inni til ættlandsins. Það hvín i
þekjunni, og undiralda hljóm-
þungans fyllir út tóninn.
Gefðu okkur fleira, og gefðu
okkur meira! Þeir strengir eru
óslítandi, sem eru úr islenzku
efni.