Lögberg - 27.11.1941, Page 3

Lögberg - 27.11.1941, Page 3
LÖGBERGr, FIMTUDAGTNM 27. NÓVEMBER, 1941 ekki á löngu unz hann sá þa von sína rætast. Svo stóð á, að skip eitt, erlent, stundaði hvalveiðar úti fyrir Vestfjörðum þetta sumar. Voru á því 180 menn, og þóttu heldur miklir fyrir sér. _ Það verður nú fangaráð Jóns, að leita til þess- ara manna og espa þá upp gegn Eggert og öðrum Vestfirðingum. Héldu þeir fyrst inn á Patrekp- fjörð. Guðmundur hét bóndinn i Hænuvík, Hann hélt að hér væru á ferðinni meinlausir “duggarar,” og fór því um borð til þeirra á fleytu sinni. Var honum vel tekið í fyrstu og veitt vín, óslpitilega. Fór svo að hann varð þéttkendur og vildi halda til lands. Skipverjar vörnuðu honum þess, og tóku nú að færa sig upp á skaftið. Skipuðu þeii honum að segja sér alt af létta um Eggert Hanneson, og hversu fjölmennur hann muni vera. Guðmundur varðist allra frétta og lenti brátt í harki miklu. Var hann loks tekinn, bundinn og píndur til sagna. Héldu þeir glóandi járni við fætur honum, létu drjúpa heitt flesk á bak hans, og kvöldu hann á alla vegu. En þar sem alt slíkt varð árangurslaust, höfðu þeir hann i haldi hjá sér á skipinu. Síðan fóru 40 þeirra í lana, alvopnað- ir og héldu til Hænuvíkur. Þar tóku þeir dreng Guðmundar. bundu á hann snæri, og ráku hann á undan sér, eins og rakka. Skipuðu þeir honum að halda skemstu leið til Bæjar á Rauða- sandi, bústaðar Eggerts Hannes- sonar. Gengu þeir alla nóttina og komu á áfangastað snemma morguns, nokkru fyrir fótaferð- artima. Svo bar við á Bæ þennan morgun, að gömul kona fór fyrst af öllum til að reka úr túninu. Sá hún þá hvar mikill flokkur manna kom og stefndi á bæinn. Áttu þeir skamt eftir í hlað, og hertu nú förina, er þeir sáu, að einhver var út kominn. Kon- an fór inn hið bráðasta, og sagði hvað fyrir sig hefði borið. Eggert var heima við fjórða mann, og lá hann enn í rekkju. Hann gat þess strax til, að ræn- jngjar og illþýði væri á ferð- inni, hljóp upp úr rúmi sinu á skyrtunni einni saman, stökk inn i baðstofu og skreið þar undir pallinn. Menn Eggerts báru fyrir dyrnar mjöltunnur og annað, sem tiltækilegt þótti, en ræningjar brutust brátt inn, og var Jón Nesten fyrirliði þeirra. Hugsaði hann Eggerti þegjandi þörfina og hljóp þegar að rúmi hans. Sá hann þar autt rúmið, en fann aftur á móti að sængurfötin voru volg, og vissi því, að Eggert myndi ekki vera langt í burtu. Tóku þeir nú að leita i bænum og stungu spjótum sínum undir rúin og bekki. Þegar þeir komu í bað- stofn og lögðu vopnum undii pallinn, hljóðaði Eggert upp af hra'ðslu, og gekk fram í hend- ur þeirra. Var hann strax tek- inn og færður í bönd. Að því búnu gengu ræningjar um hús og kirkju, brutu upp fjárhirzlur og tóku alt, sem fémætt var. Einnig birgðu þeir sig upp af mat og drykkjarföngum, þvi nóg var til. Að því búnu tóku þeir hesta Eggerts, bundu feng sinn í klyfjar, og færðu til klakks. Héldu þeir síðan leiðar sinnar og höfðu Eggert með sér. Var hann í haldi um hríð, og hlaut heldur illa meðferð. Fóru rummungar þessir víða um Vestfirði, og rændu þar og rupl- uðu á mörgum stöðum. Spurð- ust þessi tiðindi brátt um næstu sveitir og þóttu bæði mikil og ill. Urðu margir óttaslegnir mjög, báru það sem fémætt var burt af bæjum isínum og flúðu á fjöll eða í afdali. f Þpgar Magrkús prúði frétti það, hvernig komið var fyrir tengdaföður sínum, brá hann við skjótt og bauð að leysa hann út með fég/aldi. Kröfðust ræn- ingjar hvorki meira né minna en 8 þúsund Lýbikumarka í lausn^argjald, en það var ó- hemju mikið fé. Voru nú hafin samskot víða um Vestfirði. Brugðust menn vel við og greið- Iega,, enda var Eggert vinsæll- maður, og Magnús ekki síður. Fengu ræningjar upphæð þá; sem tilskilin var og segir sagan, að þeim hafi aldrei þótt nógu vel mælt silfrið, fyr en Ragn- heiður Eggertsdóttir kastaði gullfesti ofan á hrúguna, for- kunnarfögrum grip. Létu þeir þá Eggert lausan, sigldu á brott sem ákafast, og sáust ekki við ísland eftir það. Nokkurn rétting fékk Eggerl þessara mála. Voru ránsmenn- irnir teknir ytra og forsprakk- arnír hengdir. Eftir atburði þá, sem nú hef- ir verið sagt frá, festi Eggert ekki yndi hér á landi. Hann hafði nú komið miklu af fjár- munum sínum fyrir í Hamborg. Þar bjó einnig Jón murti, isonur hans, auðugur maður og vei metinn. Tók Eggert þá ákvörð- un árið 1580, að flytja til Ham- borgar og dvelja þar, það sem eftir væri æfinnar. Rétt fyrir burtförina sló hann upp veislu mikilli og bauð til sín ættmenn- um öllum og vinum. Voru þar saman komnir flestir höfðingjar á Vestfjörðum og margt annað stórmenni. Veitti Eggert kapp- samlega og voru drykkjur stór- ar. í veislulok fylgdu menn Eggent á skipsfjöl og kvöddu hann þar i hinzta sinni. Að skilnaði mælti hann fram vísu þesisa úr Vöslungarimuin hinum fornu: Eitt sinn kemur lífs endadægur öllum lýð um siðir; en sá finstenginn sikling frægur er sinum dauða kvíðir. 4 Litlar sögur ganga af Eggert eftir að hann fluttist til Ham- borgar. Þó segja sumir, að hann hafi kvænst þar í þriðja sinn. Fylgir það sögunni, að fráfall hans hafi orðið með þeim hætti, að honum var kipt fram úr rúminu frá konu sinni, og lá hann dauður á gólfinu, er að var gáð. Vissi enginn hver verkið hafði unnið. Hvont sem nokkur fótur er fyrir þessari sögu eða ekki, þá I er hi-tt víst, að fá ár lifði Eggert RÚSSAR HARÐIR í HORN AÐ TAKA Eins og mynd þessi gefnr til kynna, er vígahugnr mikill hjá hinum Rauðu hersveitum Rússlands; sjást þarna vélbyssu hermenn tilbúnir í hvað sem er. eftir að til Hamborgar kom. Sézt það á því, að í Alþingis- dómi frá 1585, er hann kallað- ur “Eggert Hannesson, sálugur í guði.” -*-(Vísir 10. ágúst). --------V--------- Það, sem Gyðingar hafa kent mér Eftir Faith G. Wintlirop. (Samandregið úr grein í Forum ). Friðrik Sveinsson íslenzkaði. Eg má teljast heiðingi heið- ingjanna gagnvart Gyðingum; eg er kominn af ameriskum Puri- tana-ættbálki — allir minir nán- ustu vinir og flestir af kunningj- um mínum eru fráskildir Gyð- ingum, og hvte fráskildir flestir þeirra eru! Eg heyri miklu oft- ar andróður gegn Gyðingum heldur en meðmæli, því þessir Júða-hatandi vinir mínir fara ekkert dult með það. Aftur á móti hafa Gyðingar sem eg þekki eitthvert stolt eða ættarsjálfs- virðingu er gerir þá fámáluga og varkára í orðum. Um 20 ára skeið hefi eg liaft náin kynni af Gyðingum af öll- um stéttum. Eg þekki auðuga Gyðinga, gáfaða og vitra Gyð- inga, rabbína, fátæka hógværa verkamanninn, og smákaup- manninn. Eg hefi verið svindlaður af Gyðingum, hefi lánað Gyðingum peninga, og fengið lán hjá þeim. Eg hefi haft Gyðinga í þjón- ustu minni og !eg hygg að eg sé eins fær um að “fílosófera” um þá eins og hver annar. Hvað er það þá, sem aðskilur þetta fólk frá öðrum? Eg hygg að það sé einkum almenn og alger karakter-einkenni, sem merkja hvern einn einasta Gyð- ing, sem eg hefi kynst sem frá- brugðinn “heiðingjunum” (gentiles) sem flokkur. En þessi einkenni eru ekki þau, sem alment er álitið að séu einkenni Gyðinga. Til dæmis ier mér ó- mögulegt að tileinka Gyðingum sem kynflokki undinferli og snuð i kaupmensku. Reynslan hefir sannfært mig um það, að þó snuðarar séu til, þá eru þeir aðeins lítill minnihluti Gyðinga í heild. Af þeim Gyðíngum, sem eg þekki, eru vissulega færri en 1 af 5 sem myndi nota óheiðar- leg ráð til að skaða mig i við- skiftum sér í hag. Eg hefi margfalda reynslu fyrir þessu. Gyðingar hafa neitað að þiggja rentur af peningum, sem þeir hafa lánað mér. Gyðingar hafa vakað yfir min- um hag í viðskiftuin stundum sér í óhag. Þegar Gyðingur er svindlari er venjulega hávært um það. Þegar hann er ekki svindlari er oftast hljótt um það. Fyrsta karakter-einkennið, sem sérstaklega fráskilur Gyð- inginn frá öðrum er þetta: Að hann einn af öllum kynþáttum dýrkar vitsmuni. Sálin í hverj- uin einasta Gyðing, sem eg liefi þekt, hvort heldur miljónerar eða öreigar, svindlarar eða börn, hneigir sig í lotningu fyrir altari andans. Venjulega er alþýðufólk grun- samt gagnvart vitsmunum, en ekki Gyðingurinn; hann setur alt sitt traust á vitsmuni, mann- vit. Það er þessi vitsmunadýrkun, sem kemur stundum fram á ó- viðfeldinn hátt, sem hefír alið þá eiginleika sem taldir eru gyð- inglegir og hvumleiðir, svo sem tortryggni og stærilæti. Þegar þú setur alt þitt traust á hugsunina ómengaða, þá er ekkert of smátt til að hafa þýð- ingu. Gyðingurinn dýrkar stundum mannvitið án þess að hafa þær hömlur sem siðfágað fólk setur sér. Hann er dramblátur vegna | þess að hugsjónin hrífur hann; 3 Pantið pakica af WCSTINGHCLSE MAZDA LAMPAGLÖSUM frá Iiydro-manni yðar, sem skoðar rafeyðslumœlinn. Pakka með 15-25-40-60-75 og 100 watt lampa- glösum má panta C.O.D., eða leggja andvirðið við Ijósareikninginn. ciry cyccc Boyd Building - - Sími 848 131 hann ætlast til að þú berjist fyrir þeirri hugsjón með sama kappi og sannfæringu, einkanlega ef það er rökræðuefni — efni tit vitsmuna-skilnings. H o n u in hættir við að hártoga, því hvert smáatriði hefir þýðingu til fullr- ar þekkingar. Annað einkenni Gyðinga kyn- flokksins alment er það, að Gyð- ingurinn er fjær meðalmensk- unni en einstaklingar annara þjóðflokka. Gvðingurinn er — til ills eða góðs — ti! yztu tak- marka. Þegar eg mæti Gyðing, veit eg að eg mæti manni, sem hrifur mig meira eða minna en meðal- maður. í flokki Gyðinga finnur maður Jesús og Júdas, Einstein og idíota, Rothehilds og öreiga. Af því þeir eru svo mismun- andi og ákaflyndir, þá gildir það einnig um þá, sem eru hvim- leiðir. Það eru þessir hávaða- sömu, frömu, hvrkulu gasprar- ar, sem of oft eru látnir tákna kynflokkinn í heild sinni. Gyðingar þekkja hina flokk- ana, en fólk alment ekki. Eg þekki hinn viðkvæma, feimna Gyðing, skáldhneigðan, kraminn og kvalinn af sífeldum olnbogaskotum, hatri og andúð — andlit hans er lifandi “trage- día”, rituð af hinum grimmu forlögum þjóðar hans. Eg þekki hinn aldna, mjúklynda, bók- elska, listhneigða Gyðing, ást- rikan heimilisföður. Eg þekki hinar holdugu Gyð- inga húsmæður, léttlyndar spaugsamar, hagsýnar, gestrisn- ar. Eg sé hana á stjái innan um potta sína og pönnur. Eg þekki kátu Gyðinga meyj- una, þróttmikla, forvitna, gleyp- andi í stór-svelgjum þekkingu, dansa, hljómlist, listasýningar. Hvernig gat eg hrúgað öllu þessu fólki ,í eina heild og grett mig framan í það sameiginlega? Nei. Þvert á móti befir mér farið — kannske óviljandi — að þykja innilega vænt um það. Hjá Gyðingum hefi eg fundið meiri einlæga trygð, meiri skiln- ing, meiri hjálpsemi og með- aumkun og göfuglyndi, heldur en hatursmenn Gyðinga mundi gruna að væri til. Þar sem “gentile” gefur 5.00 til líknarstarfs, gefur Gyðing- urinn $100.00. Eg hefi reynt það af Gyðing- um að leyndarmáli af hvaða teg- und sem er, er alveg óhætt í þeirra höndum. Það er naumast nokkuð, sem vinur biður um, sem Gyðingur lætur ekki í té hvað mikil óþæg- indi sem það kann að valda hon- um. Einn af vinum mínum, sem er óvinur Gyðinga er formaður taflklúbbs. Við mig sagði hann þetta: “Okkar klúbbur er um 2/3 Gyðingar hvað höfðatölu snertir, en þegar taflkeppni fer fram, gætirðu vel haldið að eng- inn “gentile” væri í klúbbnum. Þeir eru svo hrifnir og ástund- unarsamir. Ef þú gefur “gentile” dreng tafl, þá kannske teflir hann dá- lítið, gengur kannske í taflfélag. En Gvðingadrengurinn lærir ekki aðeins inannganginn. Áður en þig grunar er hann farinn að ígrunda flókna leiki — kaupir sér bækur um tafl — gefur sig allan við taflinu — og áður en þú veizt, er kominn annar tafl- meistari.” Þetta var óviljugur vitnisburð- ur um árvekni og gáfur Gyð- ingsins. Þegar einhver gerir eitthvað sem þig langar til að gera og ger- ir það betur en þú, þá annað hvort dáist þá að honum eða þú hatar hann. Einmitt vegna þess að Gyð- ingurinn dýrkar gáfur og vits- muni og einmitt vegna þess að Gyðingurinn er gæddur ifleiru andlegu fjöri—meiri taugaorku sem hann verður að gefa útrás, þá gerir hann oft sitt verk með meiri starfsgleði, meiri áhuga og þar af leiðandi meiri snild en annara kynflokka fólk. Og af því hann er ekkert gefinn fyrir að blygðast sin vegna frægðar — þó hann fari tíljóðlega með gjaf- ir sínar til liknarstarfa — þá ei afleiðingin sú, að fyrir hvern “gentile” sem dáist að honum, þá eru tveir, sem hata hann. Gyðingurinn fagnar yfir þekk- ingu sinni — og er dæmdur gortari og óþolandi. Hann vinn- ,ur námskeið með ástundun sinn\ og hurðum háskólanna er skeit á nasir honum. Hann vill eignást sumarbú- stað, og fasteignasalinn segist ekkert boðlegt hafa á sinni skrá. Hvert sem hann snýr sér, er al- staðar stigið á hann. Gyðingurinn verður oft að vera tvígildi á við “gentile” til þess að fá hálft tækifæri. Hann þrælar, vinniir, þráir, sigrar — og verður hataður. Eg hefi lært mikið af Gyðing- unum: örlæti, trygð, vitsmuna- iega ráðvendni. Eg hefi numið þakklæti, ástúð, langlundargeð. Eg hefi lært hugrekki gegn ó- vissu, erfiðleikum og hættum. Eg hefi lært að virða fjölskyldu ástúðaranda, sem er fagur og varanlegur. Eftir því sem reynsla mín vex og eg prófa oftar góðvild, speki og trygð Gyðinga vina minna, hvað get eg annað gert en að þykja vænt um þá og sýna þeim virðingu. Ef eg vissi hvernig eg gæti umvent vinum minum, sem hata Gyðinga, til minnar skoðunar, þá myndi eg gera það. Það er ekki hægt að sanna með orðum, að Gyðinga kyn- flokkurinn sé ekki það, sem ó- vinir hans halda að hann sé, svo eg hefi ritað þessa grein í stað- inn. Innköllu narmenn LÖG6ERGS Amaranth, Man Akra, N. Dakota Árborg, Man Árnes, Man Magnús Einarsson Baldur, Man Bantry, N. Dakota ....Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash Blainc. Wash Bronn, Man J. S. Gillis Cavalier. N. Dakota B. S. Tborvaldson Cypress River, Man Dafoe, Sask Edinburg, N. Dakota Elfros, Sask ...Mrs. J. H. Goodman Foam Dake, Sask Garðar, N. Dakota Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man O. N. Kárdal GIenl>oro, 3fan Hallson, N. Dakota Ilayland P.O., Man .Magnús Jóhannes6on Hnausn, Man Husavick, Man O. N. Kárdal Ivanhoc, Minn Kandahar, Sask Lungruth, Man I.eslie. Sask Dan. Liindal Mlnneota, Minn B. Jones Mountain, N. Dakota Páll B. Olafson Mozart, Sask S. S. Anderson Otto, Man Dan. Lindal Point Roberts, Wash. ... S. J. Mýrdal Reykjavík, Man Ami Paulson Riverton, Man Bjöm Hjörleifsson Seattle, Wash J. J. Middal Selkirk, Man ,.S. W. Nordal Siglunes P.O., Man .Magnús Jóhannosson Svold, N. Dakota B. S. Thorvardson Tantallon, Sask J. Kr. Jolmson Ppham, N. Dakota ...Einar J. Breiðfjörð Víðir, 3Ian Vogar, Man ..Magnús Jóhannesson WestlKmrne, Man Winnipeg Beach, Man. Wvnvard. Sask

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.