Lögberg - 27.11.1941, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.11.1941, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. NÓVEMBER, 1941 Afdalalœknirinn “Þér hafið nú veriS all-lengi hér á þess- um slóSum, hygg eg,” sagSi Lance. “Þrjátíu ár,” svaraSi MacVeigh. “Eg var bara ráfandi nautasmali, þegar eg fyrsl reiS hér um heiSarnar. ViS vorum fjórir — allir góSir vinir, þangaS til daginn er viS lentum í erjunum viS Danny Darrel.” “Hvernig skeSi þaS?” spurSi Lance blátt áfram, þrátt fyrir ílöngun sína aS fræS- ast um þetta. Hann hafSi heyrt um böl- bænir Darrels, en aldrei hvaS þeim olli. “ÞaS var aSeins ofurlítiS glettnisspaug, cða svo ætluSumst viS til aS væri. Við þrír — Dave Randall, Gunning Prescott — hann hét sama nafni og þér, læknir —, og eg, náð- um bjarnarunga, og bundum við tré þar sem Danny ra'kist á hann í rökkrinu, og hugð- umst að geta notið vamnar ldáturshviðu á hans kostnað. En aldrei hefir neitt spaug mishepnast okkur eins og það,” mælti Mac-’ Veigh og hló, með iðrunartón í röddinni. 1 ‘ Hann nálgaðist svo eins og við höfðum búist við, og hestur hans vatt sér við og'fór að hlaupa, en hrasaði og datt um — og hest- ur og maður steyptust fram af bakka og hröpuöu niður um ef til vill svo sem tuttugu fet. Býsna óttaslegnir hröðuðum við okkur til Danny þar sem hann lá máttvana og dreyra drifinn, tókum hann upp og lögðum á stað með hann heim í dvalarskýli okkar. Hinn óði smáhestur hans hafði stokkið á fætur ómeiddur og þotið burtu. Við vorum illa skelkaðir, skal eg segja yður. Þetta var átakanleg endalvkt á þeirri athöfn, er við höfðum ætlast til að væri aðeins meinlaus gletta. íin þetta var nú ekki endalyktin. Það var aðeÍQS byrjunin. Þegar við fórum fram hjá bjarnarhvolpnum opnaði Danny augun og sá keðjuna, sem hann var festur við. Eg held hann hafi þegar gripið hvernig í öllu lá, því svipurinn í augum hans var alt annað en gamansamur—eða hið allra minsta svipaður augnaráði þess Danny, er við höfð- um áður þekt svo vel. “I tvo sólarhringa mælti hann ekki eitt einasta orð. Þá dreif hann sig á fætur þrátt fyrir mótmadi okkar, og staðhæfði að við hefðum veitt sér banatilræði, og eftir því skyldum við fá að iðrast alt til dauðastund- ar. Hann kvað upp heiftuga bölbæn yfir okkur, alla þrjá ■— um fjandskap, dauða, eyðilegging okkur sjálfum og öllu okkar sifjaliði — eg mun aldrei gleyma tilliti hans. Það setti hroll að mér þá, og jafnvel enn, þegar mér dettur það í hug, virðist méi jafnvel að sólarljósið sjálft fái ekki vermt. mér. ” Þetta var ekki hugarburður einn, því á þessu augnablikinu hvarf sólin á bak við ský. “Við reyndum að skýra þetta fyrir hon- úm, telja um fyrir honum og fá hann til að halda enn hópinn með okkur. En alt var árangurslaust. Hinn gamli, glaðlyndi Danný var horfinn. Hann lauk við bannfæring sína og gekk svo út og burtu frá okkur. Nokkru seinna rifumst við, Dave Randall og ðg, við Gunning Prescott. Og skömmu síðar flutti hann burtu héðan, en Dave og eg urðum enn kyrrir — vegna þess að við höfðum líka orðið missáttir. Einkennileg ástæða til þess að fara ckki héðan einnig, finst yður víst?”- “Svo þurfti ekki að vera.” “Svo virðist mér það nú, þegar eg horfi yfir liðna stund. Því eg ætlaði mér aldrei að dvelja hér neina stund lengur en eg mætti til, á þessu hrjóstuga bithagalandi. Það var fvrir mér of kalt og eyðilegt. Þá rakst eg á ofurlítið dalverpi, sem virtist eins og para- dísarblettur í miðri auðninni — og enginn hafði nokkurn tíma notað sér hann, sökum þess að öll auðnin virtist svo óvistleg. En dalurinn var svo blómlegur, að mér fanst sem fátækur maður myndi fremur geta kom: ið þar undir sig fótunum en á flestum öðr- um haglendum. “En þrátt fyfir þetta hefði eg ekki ver ið hér áfram, ef ekki hefði verið vegna Dave Randalls. Hann hafði rétt búið um slg a landbletti, sem hann hafði svipaða hugmynd um eins og g um minn paradísarreit. Hann hugðist að ná líka eignarhaldi á mínum dal, og duldist ])ess ekkert við mig. Eg sagði honum, að liann skyldi aldrei fá það land, og eg hefi því verið kyr hér allatíð síðan.” 1 þessum heilsteyptu og ákveðnu skýr- ingarorðtim birtist gamla andúðin og orsök hennar. Hin bitra bannfæring, er Danny Darrell kvað yfir höfuð þeim. 0g nú það, að hin lang-krassandi andúðarglóð var að æsast upp í öflugra heiftarbál, en nokkurn tíma fyr á hinum liðnu þrjátíu árum hafði bólað á. Niðurinn frá Stórublöndu var nú orð- inn að nöldri. I þvínær tvö hundruð feta fjarlægð neðan við brautina fossaði áin og freyddi í reiðimóð kringum hnullungsgrjót og klettasnasir, er í farvegi hennar stóðu upp úr vatninu og létu ekki bifast, frekar en mannlegar lietjur, þrátt fyrir stöðugt stríð og óþrjótandi mótstöðu á þeirra lífs- ins leið. Árbakkinn var þarna snarbrattur, sólbakaður og skorpinn, með einstaka grastó eða vindstrokinn trjábuska vaxandi hér og hvar, eins og kræklugróður, við lítil lífsskil- yrði. Hestarnir sneru nú alt í einu fyrir skarpa beygju á veginum, en Lanoe skorðaði sig skyndilega í sætinu og greip um leið upp slíðraðan pískinn, en fyrir hugarsjón hans birtist sem úthleypt mynd atburðarins, sem fyrir þrjátíu árum hafði orðið orsök til hinn- ar ömurlegu \úðburðakeðju ávalt síðan. Tuttugu fetum ofar í hlíðinni, er vegur- inn lá'um, stóð stórt bjarg, sem hafði um tuttugu og fimm ára skeið eins og vegið þar salt á pervisalegri undirstöðu og að því er virtist sí-reiðubúið til að steypast um og velta niður á veginn. ÖIl þessi ár hafði það þó IiúkT þarna kyrt á sama stað, í stormi jafnt sem stillum. En þenna dag hafði það tekið á sig skrið. Og nú stóð það þversum veginn og hefti leið þar um, alt frá hárri og brattri brekkunni að ofan og fram á árbakkabrún að neðan, nema á svo sem þriggja feta rönd milli neðri bakkans og bjargsins. Og eftir jieirri mjóu göturönd kom nú í ljós kringum steininn, rétt þegar Lance keyrði þar að, liálf-stálpaður bjarnarhúnn —,og stofnd: beint á hestana. Þetta alt bar að svo skyndilega, að enginn tími gafst til varúðar. Þegar hest- arnir sáu bjarndýrið rétt við nef sér, og hið ægilega og óvænta bjarg4 að auki húka þvers um götuna, kom að þeim óttaæði, þeir revndu að víkja sér til hliðar og hlaupa burtu eftir þessari mjóu göturæmu, þar sem jafnvel ekkert svigrúm var fyrir tvo vagna til að mætast. N í u n d i Kapítuli Það bar nú öllu meira en venjulega á liinum staðfestulega svip hökubroddsins, sem Lance þrýsti einbeittnislega fram þegar hann nú reyndi með stöðugu taumhaldi og sefandi orðum að ná stjórn aftur yfir trylt- um hestunum. En er þeir í æðisumbrotunum reyndu að snúa sér við á örmjóu vegarstæð- inu, lentu afturhjól vagnsins út af bakka- brúninni strax við fyrsta viðbragð, svo vagnsþunginn fór að draga hræddu ökudýr- in með sér niður snarbrattan árbakkann. Ilvemig sem hestarnir reyndu af öllum mætti að sporna gegn þessum nýja voða, þá varð það árangurslaust, niðurveltunni varð ekki aftrað. Jafnvel á þessu hrunsaugnabliki, er Lance í leiftúrsvip yfirvegaði ftfstöðuna, uppgötvaði hann viss atriði — eins og það, að mark á hálsi bjarnarins sýndi að á honum hafði nýskeð verið kragi. Þetta var því sami björninn, sem hann hafði ,séð tjóðraðan með jámkeðjunni við tréð á Neckyoke, er hann kom í heimsóknina þangað. Eitt augnablik tókst klárunum í æðis- mætti sínum að halda í við hrapandi vagn- inn á bakkabrúninni. Það hefði verið nægi- leg stund fyrir Lance til að forða sér út úr vagninum, en um það hugsaði hann nú ekki. Þegar hann sá, að vagninn hlaut að hrapa, slepti hann' taumunum, stökk aftur af sætinu og þreif MacVeigh þvínær jafnskjótt í fang sér. Nú var hin örstutta kyrstöðustund vagns og hesta liðin hjá og hvorutveggja komið á hraðaskrið niður bakkabrekkuna, vagn- inn nokkurnveginn enn áréttum kili með hestana í eftirdragi, þrátt fyrir ofsatilraun þeirra að ná fóthaldi í hinni lausu mold brekkunnar. Fjöratíu fetum neðar stóð stóri bjarg upp úr brekkunni, gínandi við ánni, og á þennan klett kastaðist vagninn með brothljóði og stöðvaðist þar örstutta stund. Þótt Lance hefði skorðað sig við sætið, lá við a hann misti fötanna við þennan á- rekstur og kastaðist út úr vagninum. Vagns- kassinn var að gliðna allur sundur undir honum og hestarnir, sem nú héngu aðeins á aktýgjunum, bmtust um eins og óðir væri til að koma undir sig fótunum og losast úr heldunni, svo eitthvað hlaut bráðlega að láta undan. Lance stökk því, sem í síðustu til- raun þeim til bargar, með MacVeigh enn í fanginu, niður á snarbratta brekkuna, ofan við bjargið. Er hann kom niður og fætur hans mynd- nðu djúpt far í lausri moldinni, hnaut hann á grúfu og náði um leið með annari hend- inni í ofurlítinn viðarbuska, er teygði sig upp úr flaginu þar rétt hjá. En það mátti ekki hæpara standa að þeir slyppi úr vagn- inum, því bjargið, sem margra alda sól, stormar og regn hafði grafið um, losnaði nú við áreksturinn og steyptist með vagn og hesta niður í fossandi straumiðu Stóru- blöndu. Það var eins og allur bakkinn titraði, er bjargið kastaðist á árflúðirnar, og dauða- stuna annars hestsins, er þegar hvarf í hyl- dýpi árinnar, bárast Lance þar sem hann hangdi í buskanum, en straumg'usurnar úr ánni skvettust þvínær að fótum honum og moldarskriðan, er losnaði við hrun bjargs- ins, tók sig upp rétt fyrir neðan hann. Er hann svo leit niður á ána, sá hann að hinn hesturinn hafði losnað úr aktýgjunum, synti sterklega yfir að hinum árbakkanum og klöngraðist þar upp úr vatninu auðsjáan- lega ómeiddur. Hliðstæðingur hans lá undii margbrotnu vagnskriflinu, sem stöðvast hafði í straumiðunni um bjargið, og hreyfð- ist nú ekki, var auðsjáanlega druknaður. Þeir MacVeigh og Lance höfðu sloppið ómeiddir alt til þessa. Brekkan var þvínær snarbrött og ber, að undantekiium hinum smáu trjábuskum og grastóm, er loddu á lélegum rótum hér og þar. Og þó að fætur Lance hefi myndað grunt far í lausri mold- inni, er hann stökk þarna niður í hana, þá fann hann að þessi fótfesti fór að smá-mjak- ast undan þunga þeirra. Að klóra sig áfram upp þessa bröttu lausamoldar-brekku, hvort heldur hann reyndi það einsamall eða með MacVeigh, sá hann að væri ógerningur. Gæti þeir haldið sér þarna kyrrum þangað til hjálp kynni að berast þeim frá einhverjum er fram lijá færi, þá væri það eini möguleikinn um afkomu fyrir þá. Litli trjábuskinn, sem Lance hélt í, var allareiðu farinn að losna í rót, en annar buski stærri og styrkari stóð í um tólf feta fjarlægð út frá þeim . Á honum varð hann að ná haldi, ef þeir ætti lífi að halda. Alt að þessu hafði hann haldið utan um Reese MacVeigh ]>ar sem þeir krupu þaraa fast að moldarbrekkunni og fengu naumast náð andanum. Nú fyrst var það, að Mac- Veigh sagði nokkurt orð: “Svo virðist nú, sem þér ættið, læknii', að sleppa haldinu á mér. Hin biksvarta böl- bæn Danny Darrels sýnist nú að lokum hafa náð til mín. Einn hefðið þér kannske tæki- færi til að bjargast af. En lialdið þér enn um liríð í mig lendum við báðir mjög bráð- -lega niður í meira vatn en við hefðum gott af að drekka.” “Við förum saman upp eða niður héðan — og eg hygg að það verði ekki niður enn nm hríð,” sagði Lance í ákveðnum tón. “Styðjist við mig meðan við reynum að ná haldi á hríslunum þarna.” Þrjú eða fjögur fótstig — það var alt og sumt, en þau urðu að stígast í skyndi, með ekkert að halda sér við til stuðnings. Og farartálminn af að styðja mann, sem væri þrjátíu pundum þyngri en hann sjálfur, var alt annað en hvetjandi. MacVeigh íhugaði þetta eitt augnablik, og kinkaði kolli. “Þér eruð harðgerður haukur, Prescott, alveg eins og annar Prescott, sem eg áður þekti. Förum þá.” Það var þeim nokkurra augnablika ægi- leg för að krafsa sig másandi áfram á fjór- um fótum, eins og flugur á vegg, og moldar- skriðurnar veltandi niður brekkuna undan liverju spori þeirra. Sólin stafaði heitum geislum sínum nið- ur yfir þá þarna í brattri brekkunni, en skuggi myndi bráðlega breiðast yfir veru- stað þeirra. Bærist þeim ekki bráð hjálp, mvndi þeir, á hinn bóginn, verða komnir í ána áður en yfir skygði. Og um það gerði Lance sér engar falsvonir. Bjargið, sem vegið hafði salt þarna í brekkunni uppi yfir veginum um öll hin mörgu undangengnu ár, hafði ekki af eigin náttúruhvöt hrapað niður á götuna einmitt á þessari stund. Nálægð bjarnarhvolpsins var nægileg sönnun þess, að hér var um ákveðna morðstilraun að ræða, með því að hrekja þá óvörum út af veginum. Hvernig hestarnir höguðu sér undir þessum kringumstæðum var þvínær sjálfsagður lilutur, og tækifærið var ekki nema eitt í hundraði til þess að þeir lifði af slíkt fall, jafnvel enda svona lengi. Heppnin hafði þó fylgt þeim. En tilfellið hafði á sér öll einkenni þess, að það hefði orsakast af náttúrulegri tilviljan einni. Væri ])etta ein afleiðingin enn af böl- bænum Danny Darrels þá- var hún fram- kvæmd af þiefnigjörnum manni — einhverj- um, sem eún mintist hins atburðarins löngu liðna um tjóðraða bjarndýrshúninn, sem orsök hafði orðið að hinni óyndislegu kring- umstæna-keðju margra liðinna viðburða. Eða að minsta kosti einhverjum, sem um þetta hafði heyrt og séð sér nú tækifæri til að viðhafa sama lirekkjabragðið hér. Sem auðvitað þýddi nú það, að Nock- yokes náungarnir mvndi bráðlega koma þarna til þess að grenslast eftir um árangur- inn af ráðagerð sinni. Þegar þeir svo kæm- ist að því, að enn vantaði lítið eitt á að þetta hefi náð tilætluðum noturn, myndi þeir grípa til nýrra ráða um endalokin. Og koma í veg fyrir það, að nokkur önnur hjálp gæti að gagui orðið. Lance virtist það augljóst, að alt til þessa hefði Reese MacVeigh ekki dottið í hug nein orsök að slysinu önnur en afleiðing bölbænar Danny Darrels, og enga grein gert sér fyrir því að þetta væri annað en regluleg óhappa-slysni. Hann hafði ekki komið auga á bjarndýrshúninn. Og þeir höfðu enn ekki orðið fyrir neinum meiðslum. “Það er sem mér heyrist einhver vera að koma, læknir,” mælti hann nú. “Hestar að fara um veginn. Það væri ef til vildi ekki úr vegi að þér gæfið hljóð af yður.” “Það gæti að minsta kosti ekki gert vont verra,” viðurkendi Lance. “Heyrið! Þið þarna uppi.” Óttablandið upphrópunarhljóð kvað við ofan af vegarbrúninni, og eftir augnabliks- þögu ga'g-ðist þrútið og undrandi andlitið á Ape Narcross niður til þeirra. Sinn hvoru megin við hlið honum stóðu þeir Turkey og Skalli gapandi og með undrunarsvip í liverj- um andlitsdrætti. ‘ ‘ Ojæja-þá! Eg má nú bara heita byssu- busi!” muldraði Ape. “Við urðum fyrir ofurlitlu óhappi,” mælti Lance. “Hvernig væri að kasta til okkar reipisspotta?” Andlitið á Ape var enn sviplaust af vandræða-glundroðanum í huga hans, og Skalli notaði sér tækifærið. Skallinn á 'hon- um gáraðist allur ofan við ennið eitt augna- blik, sem átti að skiljast eins og samhvgðar- glott hans. “Reipi!” hrópaði hann. “Það virðist vissulega ekki afleit hugmynd. Bara við hefðum nú handbæra taug. En eg álpaðist á stað í dag án hennar. Sem var sannar- lega hugsunarleysis yfirsjón af mér.” “Eg liefi reipishönk,” tilkynti Turkey í snatri og rauða nefið á honum svipaði til smettisins á kalkúnshana, er niður til þeirra glápti. “Eg er bara skolli hræddur um að það sé of stutt. Þú hefir reipishönk, Ape.” “Ójá, það hefi eg,” urraði Ape. “En eg fer nú ekki að knýta því í spottann þinn, Turkey. Ertu að missa glóruna?” Rótin að trénu, sem Lanee hélt um brast nú með ofurlitlu brothljóði, og dálítil mold- arlirúga þeyttist ofan af rótartauginni, neð- an við tréð. Auðséð var að þeir gátu ekki haldist þarna við mikið lengur; það skildist Ape líka, sem nú hafði náð fullu jafnvægi í huga sínum, og rak svo upp háan hrossa- hlátur, er hann taldi víst að biðstundin ein mvndi fullkomna fyrirætlanir þeirra. “Hvernig þeir húka þarna. eins og liænsni á vagnstöng, er mér ráðgáta,” drundi í honum. “En töngin sú brotnar vissulega bráðum undan þeim. Það upp- fyllir fvrirætlanina nógu laglega.” Blðið hljóp fram í andlit MacVeighs og liann hreyfði sig skynddega, en við það losnaði meira af moldinni go þyrlaðist niður hrekkuna. “Ape Narcross,” öskraði hann, “þetta er það sem rétt má búast við frá morðvörg- um eins og Neckyoke—” “Haldið yður saman,” skipaði Lance með áherzlu. “Þér megið ekki við því að hleypa yður í ofsa. ” “Nú getur það ekki orðið mér að meini, og eg ætla að segja þessum skúnkum hvaða álit eg liafi á þeim, þótt það verði mitt sein- asta orð.” “Það verður þá líka liið seinasta, sem þér framkvæmið í þessu efni,” aðvaraði Lance hann gremjulega. “Haldið yður hægum og látið mig eiga við þá um þetta. Eg hefi einskonar löngun til að lifa ögn lengur, jafn- vel þótt vður langi ekki til þess.” Hann hækkaði svo röddina þÓtt hún væri enn æs- ingslaus og næstum eins og niðurbæld. “Eg held í raun og veru, Ape, að þið ættuð að kasta til okkar tauginni, því þér munuð lifa aðeins nógu lengi til að iðrast þess, ef þér gerið það ekki.” • “ Eg! — nú eg held víst áfram að tóra/ ’ urraði Ape. “En þér ekki. Þér otuðuð vður eitt sinn fram eins og þrándi í götu minni — og höldar, sem slíkt hafast að, lifa naumast nógu lengi til að endurtaka sama glappaskotið. Þetta héraa núna er bara endalykt þess atviks, sem eg bvrjaði á að framkvæma í hitt skiftið.’ ’ “Er Dave Randall nokkursstaðar hér nálægur?” spurði Lance í skipandi tón, veit- andi því jafnframt, moð vaxandi ugg, eftir- tekt hvernig rótarhald buskans, er þeir héldu sér við, kárnaði stöðugt, og fanst enda að hælasporin, sem hann stóð í, myndi þá og ])egar gefa sig’. “Randall á engan þátt í þessu,” fnæsti Ape. “Stundum virðist eins og honum liggi við ógeði út af því hvernig framkvæmdun- um er hagað. Bezt að hann heyri því ekkert um þetta fyr en því er lokið.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.