Lögberg - 12.02.1942, Side 2

Lögberg - 12.02.1942, Side 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 12. FEBRÚAR, 1942 Hver lífsálefnan var réttuál íslenzkað af Jakobínu J. Stefánsson. “Þið munuð öðlast skart og skeintanir, en eg hefi Herbert,” sagði eg, þegar eg| var orðin í vartdræðum með að finna nokk- urt svar, þegar þær stallsystur mínar, Jóhanna og Marja, voru að útmála þá glæsilegu lífshraut, sem þær bjuggust við, og höfðu ásett sér, að halda. Jóhanna sat við gluggann, sem igjeisla kveldsólarinnar lagði inn um. Marja sat á móti henni, en eg til hliðar, en geislar kveldsól- arinnar, sem í allri sinni dýrð umvöfðu þær, máttu tæplega við allri þeirri dýrð, sem stóð svo skýrt uppmáluð fyrir hugskots- sjónum þeirra að væri á leikhús- unum á Broadway í New York. “Já þar” — sagði Jóhanna, “þar er nú lífið þess virði að lifa því, veistu, að á stærsta leikhúsinu á Broadway, þegar viðhafnarmestu leiksýningarnar fara fram, stendur nafn frægustu leikkonunnar með uppljómuðum stöfum hærra en simastaurarnir upp yfir Broadway, þar sem mörgþúsund manns eru á ferð, og allir stara á það með aðdáun og eftirvæntingu — fleiri hundr- uð þúsund manns á leikhúsinu —• ætli það sé munur, eða að lifa í útlegðinni hér úti i sveit.” “Já,” saigði Marja, “og bún- ingarnir — þar eru leikkonurn- ar, og söngkonurnar í búningum, sem eru svo skrautlegir, að verð- ið nemur svo nær að skil'ta fleiri þúsundum — já, fleiri hundruð þúsund dala.” Hvað gat nú verið sannara en þetta. Það var sannarlega aumt að vita af allri þessari dýrð i sama landinu og maður var sjálfur í, — og komast hvergi nærri henni. Eg sat um stund orðlaus. “Hvað er að þér, Jana?” sagði Jóhanna, hún var jafnan ákveðn- ari og einbeittari en Marja. “Um hvað ertu að hugjsa? eða finst þér ekki þetta rétt álitið hjá okkur?” “Jú,” sagði eg, “það er nú þessvegna að eg verð að hugsa mig um, Eg — eg fæ inig varla til að fara svona burtu, því við Herbert erum samrýmd, —” Þær hlóu. “Ja, ekki utan það þó — það er nú bezt að láta piltana hérna snúast við kálfa, kýr og kartöflurækt; séum við hér, gera þeir ekki annað en draga okkur ofan í það með sér.” Eg sá að þetta var satt, og vissi ekkert hvað segja skyldi. “Slikur munur, heldur þú ekki,” sagði svo Jóhanna, “þeg- ar maður er kominn til vegs og virðingar í New York, að geta valið úr ‘fínum’ embættismönn- um þar!” Við Marja, Jóhanna og eg vor- um uppaldar í sömu sveit, og höfðum því þekst svo að segja frá barnæsku, en svo var því Business and Professional Cards Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. lslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. Thorvaldson & Eggertson LögfrœOinyar 300 NANTON BLDG. Talsíml 97 024 ST. REGIS HOTEL 286 SMITH ST„ WINNIPEG • Pœgilegur og rólegur bú staður i miObiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yflr. Agætar mílltlðir 40c—<0c Free Farking for (luestt DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannleeknar • 40« TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEQ Office Phone Res. Phone . 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Vlðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 6 Skrifstofuslmi 22 251 Helmillsslml 401 891 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsími 30 877 • Viðtaistlmi 3—5 e. h. DR. A. V. JOHNSON Dentist 9 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur llkklstur og annast um ðt- j farlr. Ailur útbúnaður s& bestl. Ennfremur selur hann allskonar 1 minnlsvarða og leggteina. Skrlfstofu talsiml 86 «07 Heimllis taistmi 501 662 eins varið með alt unga fólkið þar um slóðir, það þektist alt vel, Ojg einn af ungu mönnunum, Herbert, var mér altaf samrýmd- ur, og sá jafnan um, að eg færi ekki á mis við neina af þeim skemtunum, sem hægt var að hafa í sveitinni eða nærliggjandi þorpi; það var eins og milli okk- ar væru einhverjir þegj'andi skil- málar um viðvarandi vináttu og félagsskap; meira svo en átti sér stað meðal mins unga fólksins. Hann var efnilegt ungmenni og vel látinn af öllum, sem þektu hann. Svo þetta kveld, þejgar þær vinstúlkur minar, Marja og Jó- hanna komu sem oftar, að heim- huga um hvaða lífsstefnu við sækja mig, og við vorum að at- skyldum taka, þá fanst mér eg hreint ekki geta yfirgefið Her- bert, enda þó öll ríki veraMar- innar og þeirra dýrð væri í boði, og eg sagði því að endingu: “Þið fáið skart og skemtanir. en eg hefi Herbert! . . .” Næsta dag fundumst við aftur heima hjá Marju; eg hafði í millitíðinni farið í berjamó, ein eða tvær mílur í burtu, og hafði með mér skál fulla af nýtíndum berjum. Það var eins og skóg- arilminn legði enn upp af berja- klasanum og um þau léki enn hið ferska hreina loft náttúr- unnar, af hinum gróðrarríku stöðum, sem þau voru frá. “Við skulum nú fá okkur ber,” sagði eg og setti berjaskálina á borðið; “þið fáið ekki svona fersk ber, þegar þið eruð komn- ar til borgarinnar.” Jóhanna hló, hún stóð við borðsendann og leit framan í mig. Hún hafði gráblá augu, og í þeim var töluverður gletnis- svipur, þegar hún sagði: “Þó maður færi nú ekki að láta ber halda sér föstum.” “Nei, það kemur nú ekki til mála,” sagði Marja;. hún var i ljósjeitum tauslopp og var að, yfirfara föt sín, er hún ætlað^ til fararinnar, þær voru báðar I einstaklega snotrar stúlkur, bæði upp á að sjó og eftir að líta — mikið heMur laglegar heldur en hitt. “Auðvitað þarf maður tölu- vert að sér að leggja, til að verða kvikmyndastjarna,” sagði Jó- hanna, “en maður veit þá líka að takmarkið er sannarlega þess virði að leggja dálítið á sig fyrir það — frægð, ódauðleg frægð og frami, þúsundir dást að manni — kannske þúsundir dala eftir eitt kveld — þjónustufólk á hverjum fingri að gegna hverri inanns bendingu — þar þarf maður ekki að gera hvert við- vik að sér sjálfur — og meira en það.” “Nei,” sagði eg. “ekki ef hægt er að ná svo hátt að verða reglu- leg kvikmyndastjarna —• en —” “Maður ætti þó að geta komist það að verða ‘slétt’ leikkona,” sagði Marja, hún var ætíð sveigj- anlegri heldur en Jóhanna og ístöðuminni, .... “og lífið er þeim líka ein dagsdagleg veizla — það yrði aldrei svo hér,” bætti Jó- hanna við. “Og hafa alt, sem þær vilja hendinni til rétta, — var eg að hugsa um að bæta við, en úr því framsóknarþrek mitt var ekki nóglu mikið til að eg gæti — eins og þær — slitið mig frá öllu, sem mér var kært — Herbert. æskustöðvum, vinum og vanda- mönnum — þá vildi eg sem minst láta á bera að eg vissi og skildi vel, hvílík jarðnesk para- dís það var, sem þær voru að keppa að. Skömmu eftir fóru þær, Jó- hanna og Marja til New York og fanst okkur unga fólkinu í sveit- inni nú töluvert skarð fyrir skildi. Næst þegar eg fann Her- bert, var hann eins við mig eins og hefði hann heimt mig úr helju — hann vissi hvað þær Jóíhanna og Marja ætluðu fyrir sér og sagði mér síðarmeir, að hann hefði kviðið þvi, að þær mundu koma mér til að fara líka. Eftir þetta vorum við Herbert enn meira saman en áður, og er nú fljótt yfir sögu að fara: við trúlofuðumst og giftumst svo, ekki löngu síðar, með fullu sam- þykki foreldra okkar og árnað- aróskum frá vinum og vanda- mönnum. Eg var ánægð. Eg fann það nú bezt, að eg unni Herbert, og sá ekki eftir að hafa ekki gert eins og vinstúlkur minar. Skömmu eftir giftinguna sett- umst við að á bújörð þeirri, sem Herbert hafði með fulltingi vandamanna sinna, fengið til eignar og ábúðar. Skyldi þar vera framtíðarheimili okkar. En sá annmarki var á, að íbúðar- húsið var lélegt, og þurfti mikilla umbóta við, útibyggingar einnig; svo þurfti að brjóta landið, að það gæti komið að tilætluðuin notum. En við vorum bæði á- kveðin; ungdómsárin eru það ætíð. Við mundum vinna og að sönnu verða ef til vill að vinna nokkuð mikið fyrstu árin, en þá mundi líka búskapurinn borga sig svo vel, að við mundum verða efnuð og ekki þurfa að leggja neitt hart að okkur eftir það. En lítið vita þeir ungu og ó- reyndu hversu skamt einstakl- ingskraftarnir ná, oft og einatt, til að skapa lifskjörin, ef önnur sterkari öfl leggjast á móti. Okkar stærsta áHugamái var að fá landið brotið, til að geta sáð og fengið, eins og aðrir, uppskeru; yrði hún góð, þó ekki væri nema fyrsta árið, mundum við geta gert við húsið, og koin- ist úr þeim skuldum, sem á höfðu fallið við að sá og kaupa hluti, igjæði til þess, og til að búa við. Herbert vann að öllu þessu af miklum dugnaði, og ekki get eg sagt með sanni að eg eyddi mörguin stundum til ónýtis, En það fór á annan veg; þurkar urðu svo miklir þetta sumar, að uppskeran brást svo, að segja algjörlega og um haust- ið stóðum við efnahagslega í sömu sporum og um vorið, þeg- ar við byrjuðum búskapinn: skuldirnar óborgaðar, og við lifðum helzt af því litla, sem okkur áskotnaðist þess utan, svo sem að Herbert fékk um vetur- inn atvinnu utan heimilis nokk- urn tíma, og svo höfðum við fá eina nautgripi — enda þótt lítið væri upp úr því að hafa, vegna tilkostnaðar við þá. En við gerðum okkur samt vonir um að ekki mundi altaí svona fara, að uppskeran brigð- ist; vorið næsta á eftir klifum við svo að segja þrítugan ham- arinn að sá í akrana, í von um uppskeru. Það fór á sömu leið. — uppskeran brast algjörlega í annað sinn, fyrir þurka. Ekki var lifið okkur heldur að öllu leyti skemtilegt. Við Jifðum ekki í þéttbýli og gátum mjög lítið út af heimilinu farið — höfðum engan bíl, því ekki voru efni á að kaupa hann, og enga keyrslukerru, þó við hefð- um viljað fara á öðrum hestin- um. Einkanlega var það þó eg, sem enn meira hlaut að vera heima — nær æfinlega ein — heldur en Herbert, því hann vann úti við og eigi ósjaldan hjá öðrum. Það lítið eg gat ferðast var þegar einhver af vinum eða vandamönnum okkar kom i heimsókn, og við fengum þá að fara með þvi í þess bílum. Þriðja vorið, þegar Herbert vildi enn á ný fara að brjótast í að undirgiúa jörðina til sáning- ar, sagði eg: “Eg held, Herbert, að við ættum að hætta þessu stríði við þennan búskap, það er til Htils annars en úttauga okkur bæði; áhyggjurnar einar eru nógar til þess. Við höfum engum fyrir að sjá nema sjálfum okkur, og við ættum að geta það með létt- ara móti en þessu.” “Eg veit það, Jana, að það er engu síður þreytandi fyrir þig en miig, þegar svona gengur; en þó vil eg ekki fara héðan né hætta jarðyrkju — sízt fyrst um sinn. Þetta getur breyzt til þess betra; það er ekki að vita, að tíðarfarið verði altaf eins og það hefir verið þessi tvö sumur,” svaraði 'hann. Svo kom hann í framkvæmd að undirbúa jörðina og sá í hana í þriðja sinn. Skamt var af þvi sumri liðið, þegar eg sá, að það mundi fara á sömu ö- happaleið og áður — það kom varla dropi úr lofti. Þetta sumai' Ifékk eg fréttir af vinstúlkum mínuin þeim Jóhönnu og Marju: þeim hafði gengið svo vel að hafa sig áfram við eitt stærsta leikhúsið i New York, að báðar höfðu þær hálaunaðar stöður, og Jóhanna var í þann veginn að verða fræg kvikmyndastjarna. Eg fór að bera lifskjör mín saman við þeirra. Enn sá mun- ur! Þær voru að verða frægar á sviði listarinnar — ekki ein- asta það, heldur að öllum lík- indum sterkefnaðar, og áttu dýrustu skrautbúninga, en eg átti aðeins ein gömul spariföt, sem mér hafði tekist að geyma, af því eg gat ekki svo mikið sem létt mér upp nema einstöku sinn- um. Eg unni Herbert að sönnu enn, en það var til að auka á- hyggjur minar og óánægju, að vita hann undir fargi vonlitillar lífsbaráttu. Það fór eins og eg bjóst við. Uppskeran brást í þriðja sinn: enn höfðum við aðeins til hnífs og skeiðar, hreint ekki meira; enn höfðum við engin tök á að gera við íbúðarhúsið, svo það var altaf leiðinlegt og óásjálegt, þá sjaldan nokkur eyrir var af- gangs bráðustu þörfum, þurfti það fyrir föt handa okkur og aðra smáhluti, sem ekki varð komist af án. Lakast var þó, að töluverðar skuldir hvíldu á landi okkar, sem ekki var hægt að borga. Hugarfarslega var eg orðin svo þreytt á þessum sífeldu von- brigðum, að eg tók að sjá eftir að eg hefði ekki tekið sömu stefnu í lífinu og þær vinstúlk- ur mínar, Alarja og Jóhanna — þvi fremur sem eg sá ekki að Herglert hefði haft neitt gott af að giftast — hann hefði líklegasl aldrei kosið sér iþetta óhappa búskapar hlutskifti, hefði hann verið ókvæntur. Eitt kvöld gerði eg aðra at- rennu til að fá hann til að breyta til um lifskjör. “Herbert,” sagði eg “við erum bæði ung enn. Við skulum flytja héðan, og fá okkur vinnu. Það er ekki meira fyrir okkur en þúsundir annara manna og kvenna.” “Eg get nú illa felt mig við að fara að kasta frá mér því litla sem við eigum fyrir lítið eða ekkert verð,” saigði hann sein- lega. “Það er, fyrir uppskeru- brest þann, sem nú gengur yfir, afar erfitt að geta selt bújarðir og gripi og jarðyrkjuáhöld — og svo yrðum við heimilislaus.” Eg gat ekki fundið að í þetta heimili væri sérlega mikið varið. Eg var næstum búinn að fá óbeil á því. Eg huigsaði til þeirra vin- stúlkna minna og þeirra glæstu lífskjara; eg vissi að fyrir eitt orð mundu þær, efnaðar eins og þær voru, taka mig að sér og sjá mér farborða og koma mér í stöðu — eitthvert starf, sem eg mætti vel við una. “Eg get ekki fallist á þína skoðun — það er þó heimiiis að sakna, eða hitt þó heldur! Eg vil bara losna við það hið fyrsta. Eg vil farh til Marju 0|g Jóhönnu, þar er eg viss um lífsframfæri,” sagði eg. Herbert stóð við gluggann; mér virtist hann verða enn föl- ari og teknari í andliti en áður, við þessi orð mín. Ekki hafði það verið ásetn- ingur minn að særa hann, svo eg flýtti mér að bæta við: “Komdu líka — við skuluin fara bæði — þetta er auma lífið, eins fyrir þig, eins og mig!” Herbert virtist jafna siig nokk uð við þessi orð mín og sagði: “Hvar ætti eg að vera? Hvert ætti eg svo sem að fara? Mér líkar ekki að fara að knékrjúpa mönnum um atvinnu, og svo er eins víst að það gæti liðið helzt til langur tími að eg fengi nokkra, þó eg gerði það. “Það er auðvitað,” sagði eg, “en við gætum bæði farið til New York — þar á eg vini, þær Jó hönnu og Marju — þær mundu líta til með okkur báðum, og einnig útvega okkur atvinnu með tímanum.” Herbert hristi höfuðið. “Eg get ekki fengið mig til að koma þannig farflótta allar göt- ur austur til New York, til að kasta mér á náðararma annara — ekki sízt þegar eg hugleiði það, að Jóhanna og Marja vildu fá þig þangað með sér, til sömu lífsstefnu og þær tóku og lik- legast kenna mér um að þú gerð- ir það ekki.” Eg skildi vel þessar ástæður, svo eg þagði um stund. “En það er bezt að þú farir,” sagði Herbert. “Eg veit að þessi mislukkuðu lífsskilyrði, sem við lifum við, fara illa með þig. úr því þú hefir aðra útvegi, væri það ekki einasta rangt, heldur ábyrgðarhluti fyrir mig að vera að halda þér kyrri við þetta.” Hvort sem við töluðum lengur eða skemur um þessi efni, þá varð það úr, að eg færi til New York til þeirra Jóhönnu og Marju, fyrir óákveðinn tíma, Nú, þegar eg lit til baka, skil eg varla hvernig hugarfarslegt á- stand mitt hefir verið, þegar eg tók þessa ákvörðun; helzt held eg það hafi verið eitthvað á þá leið, að eg eg réðist í að gera breytingu, mundi Herbert með tímanum gera það líka. Hann væri að gera sjálfum sér ilt með að breyta ekki um lífsskilyrði, og þetta væri eina ráðið til að ía hann til að hætta á það. Eg fann nú að máli eina vin- konu mína, sem átti heima skamt í burtu, og fékk lánaða hjá henni peninga fyrir farseðil- inn til New York. Eg vissi að þær Jóhanna og Marja mundu láta mig fá peninga að borga konunni þessa smáskuld. Herbert fylgdi mér á járn- brautarstöðina. Hann var stilt- ur og alvarlegur eins og hann átti vanda til, með það eitt fyrir augum — það vissi eg á eftir — að þetta gæti orðið mér til góðs, hvað sem sér liði. Við kvöddumst, og eimlestin- brunaði á stað. Það var óraleið til New York, og eftlr því sem eg sat lengur einsömul og þegjandi, eftir því starfaði hugurinn meira. Það var ekki alveg laust við að eg fyndi til einstæðingsskapar, af og til, en þá hugsaði eg til minna gömlu vinstúlkna, hversu ánægjulegt væri að finna þær, í hinu glæsta samkvæmislifi á Broadway, þar sem allsnægtir væru af öllu — og meira en það. Þegar eg leit út um vagnsglugg- ann, fanst mér altaf birta meir og meir upp yfir, eftir því sem nær dróg Broadway og New York. (Framhald) ■■ ■■■ - ' ~ ~ " !■' ■ ■ ' ' ' ' ,,=ai ’ KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & D00R C0. LTD. MENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg. Man. - Phone 95 551

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.