Lögberg - 05.03.1942, Síða 4

Lögberg - 05.03.1942, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGJ.NN 5. MARZ, 1942 -----------Högberg-------------------- Gefi8 út hvern fimtudag aí fitfc, tOht'MiiU PKJiSS, 1AM1TKD bargent Ave., Wicnipeg, M&nitoba Utanáskriít ritstjCrans: fciUÍTOK LoGBJJKG, 695 Sargent A’ e., Winnipeg. Man. Editor . EINAR P. JÓNSSGN Verð $3.0« um árið — Borgist fyriríram Tne 'Lögberg" ís printea —nd pub.ished by Th« Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Óttinn Ein ömurlegasta kynfylgja mannkynsins, er óttinn; ótti við sitt eigið ístöðuleysi, ótti við skuggann sinn; ógæfu þeirra manna, sem óttast alla skapaða hluti verður alt að vopni; áður en þeir vita, hafa þeir lifað sjálfa sig, og háð vonlausa baráttu fram á brautarenda; óttinn er sýkill, sem veiklar vitundarlífið, og sting- ur orkunni til nytsamra framkvæmda svefn- þorn. Starfsglaður maður ber engan kvíðboga fyrir morgundeginum; hann gengur fagnandi til iðju, trúaður á nytjagildi hvers drengilegs handtaks, og finnur hvorki til vanmáttárkend- ar né ótta; líf hans alt verður heilbrigt líf, sjálfum honum og þjóðfélagsheildinni til gagns og gleði. Skáldin hafa víðtæk áhrif á viðhorf og menningarlega þróun þjóðanna, þó eigi sé þau öll kraftaskáld. Bjarni Thorarensen kvað eldlegan kjark í íslenzku þjóðina, og gerði óttann landrækan: “Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll kenni oss torsóttum gæðum að ná; bægi sem Kerúb með sveipanda sverði silfurblár ægir oss kveifarskap frá!” Af seinnitíðar mönnum íslenzkum, hafa fáir komist í hálfkvisti við Hannes Hafstein, að því er karlmensku- eða kjarkljóðum við- kemur: “Við þurfum að koma á kaldan stað, í karlmensku vorri að halda próf.” Kvæðið “Stormur” byrjar á þessari styrk- vængjuðu vísu: “Eg elska þig stormur, sem geysar um grund og gleðiþyt vekur í blaðstyrkum lund, þú gráfeysknu limarnar bugar og brýtur, en bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur.” í ljóðlínum þessum felst holl lífsspeki, sem gott er að kynnast, og minnir á vísu Sigurðar frá Arnarholti: “Vel er að fauskar fúnir klofni, felli þeir ei hinn nýja skóg.” Magnús konungur hinn berfætti, gekk fram fyrir fylkingar og hlífði sér lítt; er vinir hans brýndu fyrir honum að gæta nokkurrar varúðar, svaraði hann þeim með þessum ó- gleymanlegu orðum: “Til frægðar skal kon- ungi meir en langlífis.” í skapgerð Magnúsar konungs var ekkert rúm fyrir óttann, þenna erkióvin heilbrigðs lífs. Magnús konungur var enginn hálfhugi; hann var norrænn fullhugi; ímynd áræðis og andlegrar hreysti. Hannes Hafstein gekk fram fyrir fylkingar engu síður en Magnús Norðmannakonungur, þó með öðrum hætti væri; hann var baráttu- maður á sviði andlegra átaka, og fann til skyld- leika síns við hinn sterka storm; áminstu kvæði hans lýkur með þessu karlmannlega erindi: “Eg elska þig, elska þig eilífa stríð, með ólgandi blóði þér söng minn eg býð. Þú alfrjálsi loftfari, hamast þú hraður; hugur minn fylgir þér djarfur og glaður.” Stríðið, sem Hannes Hafstein elskar, og býður söng sinn með ólgandi blóði, er hið eilífa umbótastríð, hin þrotlausa barátta fyrir and- legri og efnalegri þróun mannkynsins; í þeim anda skyldi sérhvert stríð vera háð! Myrkfælni er leiður kvilli, sem mörgum manninum hefir orðið hált á. “Margt býr í þok- unni,” segir eitt hinna miklu skálda vorra. Vita- skuld býr margt í þokunni, og margt í myrkr- inu, eins og margt býr í heiðsvalanum og Ijós- inu. og það langtum fleira; þó er ekkert sérstak- lega geigvænlegt við myrkrið eða þokuna, nema þá andlegu þokuna, sem stundum lykst um vitundarlíf mannanna eins og hráköld slæða. Myrkfælnir menn óttast sinn eiginn andardrátt; fullhugar ganga sigurglaðir á hólm við það alt, sem í myrkrinu og þokunni býr, og stefna gunnreifir á Hádegishnjúk. Þann 4. desember síðastliðinn, voru liðin áttatíu ár frá fæðingu Hannesar Hafstein; hann var uirvfram alt annað skáld karlmensk- unnar, en svarinn óvinur myrkfælninnar og óttans; ein lýðhvöt hans í ljóði er á þessa leið: “Opnið sálar alla glugga andans sólargeislum mót. Burt með drauga, burt með skugga, birtan hæfir frjálsri sjót!” Barátta sú hin mikla, sem nú er háð til verndar lýðræðinu í heiminum, er slík, að hún krefst samstiltra átaka allra þeirra morgun- manna, sem enn standa ofar moldu, og eigi hafa tapað trúnni á sigurmátt lífsins sjálfs. 1 ríki óttans skapast þau geigvænlegu máttarvöld. sem grafa ræturnar undan mann- gildi einstaklingsins, og auðveldlega geta leitt. til tortímingar heilla þjóða. Arsþing Þjóðræknisfélagsins f vikunni, sem leið, var ársþing Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, hið tuttugasta og þriðja í röð, háð hér í borginni við meiri aðsókn, en dæmi voru áður til; starfs- fundir yfir höfuð mæta vel sóttir, en aðsókn að skemtisamkomum þeim, sem haldnar voru þrjú kveldin, einkum tvö þau síðari slík, að hús- rými reyndist ófullnægjandi; á slíku verður að ráða bót í framtíðinni, og má það eigi framar henda. að fólk. jafnvel langt að komið, verði frá að hverfa sakir þrengsla. En mestu máli skiftir þó vitaskuld það, hve glæddur áhugi á öllum sviðum vorrar þjóðræknislegu viðleitni, var einlægur og auðsær í sambandi við þetta nýafstaðna fslendingaþing í Vesturvegi; hve þeim fer fjölgandi, sem sverja íslenzkunni og íslenzkum þjóðernisverðmætum fullan trúnað, og staðráðnir eru í því, að vinna með vaxandi arengskap að heill hvorstveggja; á þessum vett- vangi sem á öðrum sviðum mannlegra athafna, verður það lífsstefnan, en ekki helstefnan. sem gengur sigrandi af hólmi. Með hliðsjón af fræðslumálunum, eða í raun réttri kenslu í íslenzku meðal barna og unglinga, ákvað þing- ið að forseti skipi milliþinganefnd til þess að annast um öflun viðeigandi kenslubóka, en skortuf á slíkum bókum hefir reynst kenslu- viðleitninni hinn alvarlegasti götuþrándur.— Dr. Richard Beck var endurskosinn í for- setaembætti félagsins í þriðja sinn, og er það *vel; félagið hefir stigið mörg þróunarspor undir forustu hans, og á vafalaust eftir að stíga þau fleiri og róttækari. Norrœn jól Slíkt er heiti undurfagurrar bókar, er rit- stjóra Lögbergs var nýlega send frá íslandi. en deild Norrænafélagsins í Reykjavík gefur út; þetta er hið fyrsta ársrit deildarinnar. en ritstjóri þess er Guðlaugur Rosinkranz. kennari við Samvinnuskólann; yfir ritinu hvílir hress- andi, norrænn blær, er svipmerkir sameigin- legan uppruna og andlegar sameignir Norður- landa þjóðanna. - Rit þetta hefst með ávarpi frá Sveini Björnssyni, ríkissjtóra Islands; en í kjölfar sigla þeir de Fontenay, sendiherra Dana á ís- land,i August Esmarch, sendiherra Norðmanna, Otto Johannsson, sendifulltrúi Svía, og L. Anderson, aðalræðismaður Finnlands; öll eru ávörp þessi faguryrt og drengilega hugsuð, og öll leggja þau sérstaka áherzlu á þörfina fyrir framtíðarsamstarf meðal hinna norrænu þjóða, sem nú hefir illu heilli verið að meira og minna leyti truflað, eða rofið, vegna styrjald- arástæðna; gegnum ávörpin öll rennur eins og rauður þráður óbifanleg sannfæring aðilja um það. að þess verði eigi langt að bíða unz því fargi, sem um þessar mundir hvílir á hinum göfgu, norrænu þjóðum, verði að fullu létt af; og þeir standa heldur engan veginn einir uppi með þá sannfæring sína; mörg orð, margar hugsanir ýmíssa þeirra, er í fjarlægð búa, stefna í sömu átt. 1 ritinu eru og prýðilegar greinar eftir þá dr. Sigurð Nordal, Stefán Jóh. Stefánsson, séra Sigurbjörn Einarsson, Vil- hjálm Þ. Gíslason, Guðlaug Rosinkranz o. fl. Tvö glæsileg og tilþrifamikil kvæði, Norræn jól, eftir Davíð Stefánsson, og Haust, eftir Tómas Guðmundsson, setja tilkomumikinn sviþ á þetta gagnmerka rit. Bók þessi er ritstjóra og útgefendum til stórsæmdar, og er Lögberg þeim þakklátt fyrir hina kærkomnu sendingu. % Tímaritið Freyr Svo má í raun réttri segja, að jólablað tímaritsins Freys, sem forseti Þjóðræknisfélags Islands, hr. Árni G. Eylands, er ritstjóri að, sé mestmegnis helgað Vestur-íslendingum; það hefst með hinni fögru jólakveðju Sigurgeirs biskups til Islendinga vestanhafs, en flytur auk þess myndir af Guttormi skáldi og frú hans, og frú Eylands, sem þá var hér í heimsókn frá íslandi, og Sveini kaupmanni Thorvaldsson; ennfremur mynd af landnemaminnisvarðanum á Gimli frá í sumar, þar sem fjallkonan, frú Kristín Jónasson, leggur blómsveig á varðann, og les kafla úr kvæði eftir ritstjóra Lögbergs; eru vísurnar einnig birtar, þó meinleg prentvilla sé í fyrra erindi, “lands” í stað “láns.” Tvö kvæði birtir og rit þetta eftir Guttorm skáld. HALLDÓR KILJAN LAXNESS: Fegurð himinsins Nú toefir mér loks gefist tæki- færi til að lesa lokaþáttinn ai' hinni miklu píningar-historíu ólafs Kárasonar Ljósvíkings, eftir H. Kiljan Laxness. Hún byrjaði fyrir nokkrum árum i ljósi iheimsins og lýkur nú í Ifegurð himinsins. Fjóra erfiða áfanga, hefir skáldið þolin- móðlega borið þetta óskabarn sitt, gegnum eymdadal lífsins og skilað því í faðm einnar “al- hreinnar goðveru sannfagurrai og án alla miskiunn” sem skáld- ið segir að búi uppi yfir jöklin- um, eða þar sem landið hættir að vera jarðneskt og hefir fengið hlutdeild í himninum. Er þetta talin mikil þrekraun, er sannar ótvíræðlega eitt af spakmælum skáldsins: að “þolinmæðin sé sterkari en mátturinn.” Nú verður því tæplega neitað, að trúmenn hafa um langan aldur reynt að vista óskabörn með svipuðum hætti í fangi einhverr- ar goðveru, en þetta með ólaf hefir tekist afbrigða vel, þvi hamhleypan kvað hafa slöngvað ihonum í fang goðverunnar af svo miklu afli, að hann hvarf eins og lína inn í fegurð himins- ins. Getur hver maður, sem nokkurn bókmentaskilning hefir séð línu þessa er hann les bók- ina. Engu síður en menn sjá spor Hannibals í snjónum er þeir lesa Heljarslóðarorustu. II. Löngu áður en eg sá bók þessa hafði eg lesið um hana þrjá rit- dóma að heiman. Kom mér það nokkuð á óvart að heyra kvartað yfir því að ritdómarar væri hætt- ir að tala um bækur Laxness og reynt væri að þegja hann í hel. Ekki veit eg ihversu mikið kann að vera til í þessu, en ritdóm- arinn komst svo að orði, að 1 þessu kæmi fram “einhver ógn- ar vesaldómur.” En hitt hefir mér stundum dottið í hug, að sumt af lofinu, sem á hann hef- ir verið hlaðið af frómhjörtuð- um dýrkendum væri ekki með öllu laust við vesaldóm. Eg er því samþ. að Laxness eigi skilið að honum sé gaumur gefinn og þó miklu fremur fyrir ýmislegt annað, an þessar stærri sögur hans. En flest af þvi sem eg hefi um. hann lesið er einmitt gengdarlaust lof fyrir þær. Þar eru eins og sápurnar í iitvarp- inu, allar beztar, mest ilmandi, Ijómandi, og skinandi, mest fág- aðar og fíngerðastar. III. Það má raunar um þessa síð- ustu bók segja að hún er skap- legri miklu en hinar fyrri. Það bregður þó fyrir fólki sem tal- ist getur til menskra manna og sögu sviðið ekki eins sóðalegt. Orða ambögur færri, en klamb- urlegar setningar fleiri. Söguþráðurinn er í fáum orð- um á þessa leið. Ljósvfkingur er ráðinn barnakennari í af- skektri sveit; þar hefir hann of náin afskifti af einni náms- meynni og lendir í hegningar- húsið fyrir. Er sendur til Reykjavíkur. Þegar hann hefir verð ium stund í haldi, verður hann veikur, bæði á sál og lik- ama, ekki ósvipað því, sem fyrir hann kom undír súðinni í Suður- eyrar baðstofunni áður en hann réðist til uppgöngu í rúm Jasínu Gottfreðlínu, en nú var hún fjarri. Hann liður miklar þján- ingar; fær vitrun. Sigurður Breiðfjörð kemur í gullimni kerru og hrópar til hans: “Hún heitir Bera.” Samt rætist fram úr þessu og skáldið leggur af stað heim. Á leiðinni nær hann í unga stúlku og skirir hana Beru. Þá nær ástin svo föstum tökum á honum að hann gerir sig ekki ánægðan með neitt minna en eilíif líf. Alt fellur í ljúfa löð milli þeirra, þau fara sér til skemtunar út fyrir kaup- túnið á einum viðkomustað skipsins; þar fullnægir hún von hans og þrá, grætur breytni sína, vegna þess hún var ekki eins andlega þroskuð eins og skáldið, sem vissi að “gera er jaifnrétt og að gera ekki.” En hún tók skjótum framförum, hætti að gráta og fór í rúm til skáldsins nóttina eftir. Síðan skildust leiðir, þau fóru hvort til síns heimilis, sitt hvoru megin jökulsins. Skáldið sakn- ar Beru simnar og berst illa af. Hann hafði trúað vini sínum og skáldbróður Reimari fyrir bréfi til hennar, en fyllist nú af- brýði og legst í rúmið. Þegar Reimar kemur aftur og segir honum lát berunnar bráir af honum aftur og hann leggur af stað á laugardag fyrir páska til að mæta ástmey sinni uppi á jöklinum. Lýkur þar sögu ólafs Kárasoinar Ljósvíikings. Við þennan söguþráð eru svo tengd- ir 24 þættir eða kapítular, fullir af skringilegum öfga myndum, kímni og heimspekilegum heila- spuna. Sýslumaðurinn er ýmist karfi eða marhnútur, presturinn minnir á svin; ritstjórinn er með smjör í brosinu, o. s. frv. Fyrsti og síðasta þáttur fjalla nokkuð um gömul hjón, sem búa i dal inn við jökulinn. Þessi hjón hafa ekki áður komið við söguna, þeim virðist vera skotið þar inn til að sýna hvernig höf. álítur að mannlífið verði “að eilífu stærst.” Þó eg ekki telji þetta álit hians neinn drottinsdóm, tel eg Jæssa þætti vera betri en flest annað í bókinni. Lífið sjálft bæði mannlíf og annað, eðli þess, viðhald, endúrnýjun, framþróun, upphaf og endir, er enn lítt ráðin gáta. Hér tek eg upp úr bókinni nokkuir sýnishorn: Námsmærin Gottfreðlína, sem kvað uera goðkynjað barn nátt- úrunnar, lítur svona út þar sem hún fyrst kemur fram á sögu- sviðið: “Stór og digur stelpa réttir skáldinu Jiykka siggnúna höncí lagaða eftir kýrspena og ár, og hann sá fyrir sér dökt hár og strítt, í þykkum fléttum og vax- ið niður í enni; stórt búlduleitt aindilt með tröllauknum kjálk- um og slétt settum tönnum, þykkum óformuðum vörum, feitu hörundi, augum vel fram- gengins grips; en allur líkams- þroski nær fullu ein hálfu. Húu flutti með sér andblæ af hrossa- keti, fýl og gotu þar sem hún stóð d baðstofu skáldsins með groddana niðrum sig og saug upp í nefið. ólafur Kárason horfði undr- andi á hina viltu dóttur annesj- anna, J»etta ofvaxna hundheiðna kvenbarn, og strauk hárið vand- ræðalega frá enninu. Satt að segja var honum hulin leyndar-, dómur í hvaða tilgangi ætti að troða gyðinglegum spakmælum og kynjasögum um Jesú í þvi- lika hlussu; Námsmærin Jasmía hafði til iþessa staðið framan í elju sinni hnareist, gleiðfætt og dálítið framsett, með þurs í augunum og rafmagn í hárinu, grunlitil um hina dýpri merkingu þessa fundar; en nú, þegar henni skildist að hún ætti þátt i að leggja heimili kennara síns í auðn og kasta óafmáanlegum skugga yfir litla barnið, bilaði reisn hennar i einni svipan, hún laut höfði, bar pokasvuntuna upp að augum sér og var farin að gráta. Ef eg hefði vitað að það ætti að láta hann ólaf Kárason þola bágt fyrir það mundi eg aldrei hafa sagt það neinum, sagði hún upp úr grátinum. Hann ólafur Kárason má altaf gera við mig alt alt sem hann vill og það skal aldrei aldrei hafa Verið neitt. — Þetta er sýnishorn af lifsspeki alþýðu skáldsins Reimars: “Vera má að þú getir orðið sæmilegt sálmaskáld og heims- ádesiluskáld, ólafur minn Ljós- víkingur, sagði Reimar skáld. En sá sem hefir enga hugmynd um skyldur mannsins við kvenmann- inn, hann verður aldrei stór- skáld. Strax og kvenmaðurinn eu' sprungiinn út þá vill hann börn og aftur börin, það er það sem kvenmaðurinn vill Ást mannsins fullnægir ekki kven- manninum, heldur fyrst og fremst börn, fimm börn, tíu börn, fmtán börn að bera undir belti og fæða með óhljóðum og ala í argi og sukki, börn til að Vaka yfir á næturnar, typta og kjassa á vixl, börn, sem ýmist dreifast út yfir landsbygðina og verðia að manni í fjarlægum stöð- um, eða detta upp fyrir úr alls- konar skömm —- börn til að grafia í jörðina og syngja yfir. Giftur maður hefir ekki nema eina skyldu við konu sína til þess að ihúin verði lánsöm, og það er að sjá um að hún sé æfinlega Ólétt, með barn á höndum, Miikið hefir þú verið vel giftur maður Reimar skáld, sagði ólafur Kárason.------- Hér er partur af samtali skáld- anna þegar Ljósvíkingur biður Reimar fyrir bréfið. Jia, það er nú ekki nema eitt af mér að segja, og margur mundi ekki telja það fréttir, sagði ólafur Kárason með Jæssu fjarræna brosi, sem varð honum æ tamara. Og ekki veit eg hvað þú kant að álíta. Þó, sem skáld finst mér þú ættir að skilja það. Eg hefi séð ifegurðina. Þá hló Reimar skáld og sagði: Þar gerðirðu mig alslemm kallinn. Og svo merkilega bar til, sagði Ljósvíkingur, að þann dag sem eg sá fegurðina þá skildi eg alt i einu ódauðleikann. Ja, mikill asskoti kall ininn, sagði Reimar skáld, klóraði sér í hnakkanum og gægðist upp á vin sinn úr öðrum augnakrókn- um. Þegar maður hefir séð fegurð- ina hættir annað að vera til, sagði Ljósvíkingurinn. Ja, sá er eldurinn heitastur sem á sjálfum brennur, sagði Reimar skáld. Er það kven- inaður? Lengi hélt eg að fegurðin væri aðeins draumur skáldanna. Eg hélt að fegurðin og mannlífið væru tveir elskendur, sem aidrei geta mæst. Meðan þú heldur það er alt tiltölulega einfalt. Þú getur þolað hvaða harðrétti sem er; hvaða dýflissu; myrkur og kuldi sakiar þig ekki: fegurðin á ekki heima á jörðinni. En eitt hásumarkvöld í hvítum þokum, við líðandi vatn og nýtt tungl, þá lifir þú Jietta undur, sem til- heyrir ekki einu sinni efninu og á ekkert skylt við fallvaltleikann þótt það birtist í mensku gervi; og öll orð eru dáin; þú átt ekki lengur heima á jörðinni. I fyrsta sinn horfði Reimar skáld sínum grunnu glæru aug- um í a'lvöru á málvin sinn; hann hafði flutt skáld þetta á kviktrjám haldinn þrjátíu sjúk- dómum yfir fjöll, sem glæpa- mann aftan í hrossi milli stór- staða landsins, en nú sá hann að ekki var lengur alt með feldu. Heyrðu karl minn, þennan kvenmann verður þú að goska og Jiað fyr en siðar, annars fer illa fyrir þér, sagði hann. Hér segir frá þvi er hann var sendur á sjúkraihúsið: “Hann var borinn í sjúkra- körfu út i sjúkravagn, en hafði því miðui? ekki rænu á að njóta lífsins neitt að ráði meðan hon- um var ekið úr tukthúsinu ú spítalann. Hann var rannsakað- ur með itöfraþrungnum aðferð- um, hundraþúsundkróna áhöld- um og voðalegu'm inntökum, og ljósmyndaður á sál og likama 1 nokkra daga, en vísindin fundu engan umtalsverðan sjúkdóu1 með manninum utan þennan eina sjúkdóm efnisins, þessar slysfarir í ljósvakanum, Jrennan misskilning í tóminu, sem heitir lif. Hann spurði kurteislegn hvort visindin héldu að hann lægi í rúminu sér til skeintunar. Nú, hvað er þá að þér, sögðu vísindin. Bg er hættur að skilja sólina> sagði sikáldið.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.