Lögberg - 05.03.1942, Side 6

Lögberg - 05.03.1942, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. MARZ, 1942 SÖNN STRIÐSTÍMASAGA Píslarför pólskrar móður Eiginfrásögn hennar er hún netnir: "SLOPPIN ÚR VÍTI!" Eftir BARBARA PODAWICZ En næstu þrjá dagana var eg með slæmt kvef og hálssárindi, og börnin voru líka vesæi. Hinar konurnar fóru þá dagana út að landa- mærunum, í þeirri von að ná fundi bænda sinna í fangabúðunum, sem umboðsmaðurinn hafði talað um. Að kvöldi þriðja dagsins kom hann til hússins, sem við höfðumst við í. “Hversvegna komuð þér ekki aftur?” spurði hann. “Eg er veik og börnin líka lasin. Við höf- um engan eldivið. Gerið svo vel og sjáið um að við fáum eitthvað til að geta kveikt upp í ofninum með.” • Hann horfði umhverfis í herberginu. Ofn- inn var glóðarlaus. í einu horninu voru fáein- ar kartöflur og gulrætur, er við höfðum flutt með okkur úr kofanum — hið eina þarna mat- arkyns. Börnin lágu í hálmi á gólfinu, með lítið ofan á sér. Hann sá að okkur leið öllum hörmulega illa. “Eg skal sjá um þetta,” sagði hann. Um hádegi næsta dag kom rússneskur hermaður með rauðakrossvagn hálfhlaðinn kolum. “Betra er að láta þetta inn í herberg- ið, eða því verður stolið,” sagði hann. Hann lét það svo í hrúgu á gólfið í einu horninu. Úti þyrptist fólkið að og glápti gapandi á þetta. Þessi kolasending virtist vekja eins mikla eftirtekt í umhverfinu, eins og þó út- lendúr prins hefði komið þangað. Eg lagði svo í ofninn og okkur varð aftur hlýtt. Nokkrum stundum seinna komu hinar konurnar aftur gegnkaldar inn að beini. Þær höfðu ekki fengið að fara inn í fangaverið og fréttu ekkert af bændum sínum. Á það ráku þær sig, að pólskir peningar væri ógjaldgengir á öllu svæðinu er Rússar höfðu nú á sínu valdi. Aðeins rúblur voru teknar gildar, en af þeim höfðum við ekkert, og enga mögu- leika á að eignast þær. Ýmsir nauðsynjahlutir eða verðmætir munir voru teknir í skiftum, en við höfðum ekkert slíkt til að bjóða fram. Úlnliðsúr virtust einkum eftirsóknarverð. Þeg- ar öll slík úr með gangverki í voru upptekin, fóru Rússarrúr að girnast þau, er aðeins seld- ust sem leikföng barna. Afkoman í Tarnopol varð okkur æ óbæri- legri daglega, eftir því sem veturinn færðist meir og meir yfir. Án rússneskra peninga, gátum við aldrei reitt okkur á að fá eitthvað til næringar. Við Helen afréðum því að fara til Lemberg, og reyna hvort ekki yrði skárra að komast af þar. Til að geta farið frá einum bæ til annars urðum við að hafa leyfisbréf, en þau lét umboðsmaðurinn okkur góðfúslega í té, þótt hanh tæki okkur vara fyrir því, að þar tæki ekki betra við. En í Lemberg átti eg vinafólk, sem ef til vildi gat útvegað mér upp- lýsingar um hvernig eg fengi komist burt úr landinu. Við fórum á járnbrautarstöðina. Lestin stóð þar algerlega mannlaus. Við reyndum að komast inn í eirtn vagninn, en dyrnar voru harðlæstar. Rússnesk lestarstýra kom þar að. “Eg reyndi líka að opna þenna vagn,” sagði hún. “Reynið annan vagn.” En hinir voru líka aflæstir. Við stöldruðum þarna við eins lengi og við þorðum, en snerum svo heim aítur. Næsta daginn stóð lestin enn þarna; kom- umst við þá inn í vagn og biðum. Eftir langra klukkustunda bið hélt lestin þó áleiðis. Þegar lestrarstýran kom og heimtaði farbréfin, sagði eg henni að við hefðum engin farbréf. En hún spurði hvers vegna. “Við höfum enga peninga.” Konan nöldraði eitthvað, en lét okkur þó sitja kyrrar. Ferðin til Lemberg, sem venju- lega tók þrjár klukkustundir, stóð nú yfir í heilan sólarhring. I Lemberg var ástandið enn verra heldur *en í Tarnopol. Þar var hvert einasta hús þétt- skipað efst sem neðst. Að fá þar herbergi var ómögulegt. Þegar stríðið skall á flvktist helm- ingur íbúanna úr vesturhluta Póllands austur í land. En þá komu Rússarnir og stemdu stigu fyrir allar leiðir á hernumdu svæði sínu, jafnt austur sem vestur. Fólkið var eins og í gildru. Það hópaðist í stærri borgirnar; einkum til Lemberg. Okkur virtist sem helmingur War- saw-búanna væri nú þarna saman kominn. Fyrsti Warsaw maðurinn, sem eg hitti á leið minni frá járnbrautarstöðinni, var einr. ríkasti bankarinn, er ég hafði kynzt. Hann sat við stýrishjólið á forláta bifreið, en var klæddur óhreinum og ólýsanlegum ullardúks- fataræflum. “Hvað eruð þér að hafast hér að?” spurði eg undrandi. “Að bíða herra míns,” svaraði hann. Til frekari skýringar sagðist hann hafa nægilegt fé meðferðis, en Rússarnir væri að senda alla óstarfandi pólska karlmenn í um- dæmi sínu til Síberíu. Þess vegna hefði hann leitað fyrir sér um atvinnu, eins og til var- úðar. Og hið fyrsta, sem honum bauðst var þetta keyrslumannsstarf. Fataræflunum hefði hann klæðst bæði sem dularbúningi og til skjóls. Maðurinn minn hafði verzlunarsambönd í Lemberg, við kaupmenn, sem vörur fengu frá verksmiðjum hans. Eg bað þá um hlýja sokka handa drengnum okkar. En þ'eir sögðust verða að neita mér um þetta. Reikningur bónda míns hjá þeim væri í bezta lagi; í raun og veru skulduðu þeir honum fé. Peninga gæti eg fengið, en vörur ekki. Það væri stranglega fyrirboðið að selja Pólverjum nokkurn hlut. Eg svaf á gólfinu í húsum þessara við- skiftavina bónda míns, en næsta daginn útveg- uðu þeir okkur Helen herbergi í hóteli. Glugg- inn á því var brotinn, en enginn hitinn. Hitinn í mér og hálssárindin ágerðust aftur. Annar kunningi okkar, greifinn —, sem frétt hafði um, að eg væri í Lemberg, kom til að vitja mín, og hitti mig grátandi. Hann hafði verið rekinn af landsetri sínu með konu og barni. En þau höfðu íbúð. Hann fór með mig tii herbergis þeirra, til konu sinnar, sem tilreiddi mér máltíð og lét mig hvílast í eigin herbergi þeirra um nóttina. Næsta dag fórum við aftur til Tarnopol, því vonlaust var um að geta hafzt við í Lem- berg, en nú hafði eg rússneska peninga. Enn ráðslöguðum við konurnar okkar á milli um hvað gera skyldi. Eg hafði fastsett mér að komast burtu og til Ameríku. En einu leiðirnar út úr rússneska sviðinu lágu yfir há- fjöll til Rúmeníu eða Ungverjalands. Eg á- kvað að gera tilraun um að fara aðrahvora þá leið. Hinar sögðu mig gengna af vitinu. Væri eg fundin við landamæri hins forboðna sviðs þýddi það að eg yrði send í útlegð til Síberíu. Og hér um bil sjálfsagt væri að á mig yrði rekist, því að úkraníska bændafólkinu okkar megin við landamæri sviðsins, og Slóvakíu bændafólkinu, hinu megin fjallanna væri stranglega skipað, að viðlagðri annars sárri hegningu, að handsama -sérhvern ókunnan ferðamann er þeir hitti fyrir sér og færa hann lögreglunni í hendur. Fyrir hverja persónu, er þeir þannig færði henni, fengi þeir 200 rúblur. Og þar á ofan væri nú komið fram j nóvember. Djúpt fannkyngi yrði á fjalla- heiðunum og eg frysi þar í hel. Að sleppa úr landinu að sumarlagi viður- kendu þær ekki óhugsanlegt; um hávetur væri engin von um það. En eg hafði fastsett mér að' komast burtu með drenginn minn. Fór svo til umboðsmannsins og bað hann um leyfi að niega fara aftur til Lemberg. “Eftir tvo daga ætla eg þangað sjálfur,” sagði hann, “og skal taka yður og vinkonu yðar með mér í bifreið minni.” Á leiðinni til Lemberg var hann mjög vin- gjarnlegur og margmáll. Er þangað kom skildi hann okkur eftir á forugu miðbæjar sviðinu. “Eftir tvo daga,” sagði hann, “fer eg til baka aftur, og þið getið þá hitt mig hér. Verði eg ekki hér til staðar, þá farið til þessa staðar. Eg hefi þar hertíergi og hefi tilkynt húseigendum að það sé samkvæmt ósk minni að þjð haldið þar til meðan eg er í Kiev.” Hann fékk mér miða og fór svo sína leið. Þetta stefnumót eftir tvo daga gat ekki látið sig gera. Við Helen fórum aftur til Tarnopol með lestinni. En eg hafði náð sambandi við kunnirtgjafólk, sem myndi hjálpa mér til að komast burtu úr Póllandi. Eftir fárra daga dvöl nú í Tarnopol tíndi eg saman og bjó um það litla, sem eg hafði til ferðarinnar og fór með litla soninn minn á ferðavagni til Lemberg, þar sem eg varð að borga hundrað rúblur fyrir flutning á fata- tösku minni til þess staðar í bænum, sem um- boðsmaðurinn hafði vísað mér til. Þegar þang- að kom fanst mér eins og eg hefði lent í para- dís. Herbergið var notalega hlýtt, í heimili pólsks fólks, og ekki aðeins með góðu hvílu- rwmi, heldur og baðklefa. Vegna meðmæla umboðsmannsins naut eg nú allra þessara þæg- inda fyrir þrjátíu rúblur í mánaðarleigu. Eg hafði komið með brauð og svínsfl'esk — og svo hafði eg drenginn minn þarna með mér. í þrjá mánuði hélt eg til þarna í herberg- inu, og braut heilan um einhver ráð til að komast út yfir landamærin. Svo frétti eg um mann, sem það gæti framkyæmt. Þetta var sveitamaður, sem átti dálitla sögunarmvllu uppi í fjöllunum, svo að segja fast við landa- mærin, og hafði arðvænlega atvinnu við það að flytja flóttamenn með leynd út úr landinu. En hann kvaðst aðeins greiða för karlmanna; hvorki kvenfólk eða börn, og alls engan far- angur flytja í þeim ferðum. í hvert sinn sem hann kom niður til Lemberg ámálgaði eg þetta við hann. Að lokum kom hann þó til mín og kvaðst viljugur til að fara með mig út yfir fjöllin, en það væri þó mjög hættuþrungið ferðalag. “Eg skal gera þetta fyrir sex hundruð dollara,” sagði hann. “Þeir verða að borgast fyrirfram í amerískum peningum. Þér verðið líka að fá GPU-lögregluleyfi um að fara til Turka, sem er seinasta járnbrautarstöðin hérna megin við landamærin. Svo farið þér þangað með járnbrautarlestinni. “Þér verðið að klæðast eins og sveitafólk, og drengurinn líka. Engan farangur hafa meðferðis, ekki einu sinni litla fatatösku. Eg verð á lestinni, en ekki í sama vagni og þér. Ef þér skyldið koma auga á mig megið þér ekki láta þess nein merki sjást að þér þekkið mig. Áður en við leggjum á stað héðan læt eg yður hafa húsnúmer í Turka, þar sem þér getið falizt þangað til eg vitja yðar.” Enn ámálgaði hann um hætturnar á þess- ari leið. Svo virtist sem vegurinn frá Turka næði ekki nema hálfa leið upp í fjöllin, þang- að sem komið væri að öðrum vegi, er lægi þar þvers um á báða bóga undir efstu heiðarbrún- inni. Önnur álma þessa þvervegar lá framhjá sögunarmyllu hans. Yfir sjálfa heiðina var enginn ruddur vegur. Á miðjum þessum þver- vegi yrðum við að fara af sleðanum, sem við komum á, og brjótast áfram gegnum skóginn á fæti yfir til Ungverjalands. “Eg óttast aðeins einn stað hér,” sagði hann. “Hann er á vegamótunum þarna uppi. Þar er GPU-kofi, en í þessu veðri halda verð- irnir sig ef til vill innan veggja. Mæti þeir okkur á veginum, neyða þeir okkur kannske til að snúa við og halda sömu leiðina til baka, þótt eg hafa að vísu í huganum sögu að segja, sem þeir kynni að taka gilda. En nái þeir okkur eftir að við yfirgefum sleðann og erum komin inn í skóginn, er úti um okkur. Við verðum þá bæði handtekin og send til Síberíu. “Fannfergið á heiðinni verður mjög mikið, en eg skal bera drenginn yðar. Þér verðið að kafa snjóinn, og skulið vera undir það búin. Eg fylgi yður yfir fjallið að húsi vinar míns í Ungverjalandi. Þaðan af verðið þér að sjá um yður sjálf.” Eg hafði enn nokkra daga til undirbún- ings íararinnar. Fyrsta nauðsynin var að ná í peninga. En eg hafði opna leið að innstæðum bónda míns, á reikningum hjá viðskiftavinum hans og í frönsku peningaskiítistofunni gat eg svo fengið dollara. Eins og seinasta úrræði hafði eg tekið skrautgripi mína með mér frá Warsaw, og voru þar á meðal nokkrir verðmætir demönt- um skreyttir munir. Þegar Rússarnir komu til Tarnopol losaði eg gimsteinana úr umgjörðum þeirra, og gróf gulls- og platínu stássið í hús- garðinum, en saumaði demantana í klæði og notaði þá, eins og hnappa á ullarkjól, sem eg fór aldrei úr. Það var komið fram í miðjan .janúar áður en eg gat lagt á .stað í þessa hættuför mína yfir fjöllin. En þá hafði pólskt leynifélag, sem mikils mátti sín á sendiherraskrifstofunni, útvegað mér vegabréf til og um Ungverjaland. ’ Konan, sem eg hafði leigt hjá, fór með þetta leyfi mitt á járnbrautarstöðina og keypti mér farbréf til Turka. Líka útvegaði hún mér bændafólksklæðnaði, hlýjan klæðisjakka handa drengnum og þykka fjallferða-flókaskó handa okkur báðum. Við náðum til Turka að næturlagi í dimm- viðrisbyl. Eg fór beina leið að vissum húskofa, er íylgdarmaðurinn tilvonandi hafði lýst fyrir mér. Þreytulegur aldraður maður opnaði dyrnar og yfirvegaði mig með gaumgæfnx. Auðsjáanlega ánægður með útlit mitt, vísaði hann mér á kjallaraherbergi með rúmskrifli í. Enginn hiti var í herberginu, svo að fjórar nætur og þrjá daga sem við höfðumst þar við, lágum við í rúminu og fórum aldrei úr föt- unum. Um hádegi fjórða dagsins birtist svo fylgdarmaðurinn. Eg smeygði mér í þykka bændaúlpu og vafði sjali um höfuð mér. Við sveipuðum okk- ur í vatnsheldum dúk, er verið hafði sem fóður í bifreiðarteppi. Úti beið okkar dálítill sleði með luralegu hrossi fyrir og ungling við taum- haldið. Við klifruðumst upp í sleðann, sett- umst þar með drenginn á milli okkar, og svo var haldið á stað upp í fjöllin. Ofsastormur var á og kuldinn jókst altaf eftir því sem sleð- ann bar hærra og hærra í fjöllin. “Þér sjáið fjöllin þarna,” sagði leiðsögu- maðurinn og bénti á þvínær þverhnýpta hæð. “Getið þér klifrast upp þessa brekku?” “Já,” svaraði eg, því í þessum vandræðum mínum var eg þess albúin að reyna hvað sem væri. Eftir nokkurra klukkustunda för, beygði vegurinn í rétt horn til beggja hliða. Við ann- að hornið gat að líta GPU-skálann. “Þeir halda sig vissulega innan veggja a þessum kuldadegi,” mælti fylgdarmaðurinn; “en verði þeir okkar varir, þegar við beygjum fyrir hornið, segi eg þeim að eg sé á leið heim í hús mitt. Þér skulið ekkert segja. Drengur- inn má ekkert hljóð af sér gefa. Eftir að hafa haldið áfram nokkurn spöl verðum við að stökkva út úr sleðanum og komast inn í skóg- inn. Minn drengur verður eftir í sleðanum. Nái þeir okkur þá, er öll þessi fyrirhöfn okkar tli ónýtis.” Maðurinn var orðinn græn-gulur í andliti, og auðsjáanlega lafhræddur, eins og dauðinn hefði klófest hann. Rétt þegar við komum á götuhornin heyrð- um við blísturshljóð og sáum tvo svarta skugga nálgast. Það reyndust að vera tveir menn úr GPU-lögregluliðinu. “Hvert eruð þið að fara?” spurði annar þeirra. Leiðsögumaðurinn svaraði á úkranisku: “Hvað er að? Þið þekkið mig.” “Ójá, við þekkjum þig. En þessi kvenmað- ur og barnið — hvert eru þau að fara?” “Þetta er mitt barn og móðir þess. Þið vitið að konan mín er í Turka, og eg get ekki skilið þenna kvenmann eftir hjá henni, né heldur drenginn, því hún veit ekki að eg eigi> hann, svo eg verð að fara með þau til kofa míns.” Þeir virtust hálfvegis trúa þessu, og litu enn varkárnislega til okkar. “Jæja þá. Haldið áfram.” Við keyrðum á stað, en mennirnir fylgdu á eftir okkur. Eg leit á fylgdarmanninn. sem nú var enn vesaldarlegri en áður. Hann hvísl- aði því að mér, með titrandi tungu, að einungis frá einum stað væri unt að komast yfir fjallið, og við værum nú að nálgast hann. Bráðlega dró úr för hestsins svo nam hann alveg staðar. Þvínær samstundis voru GPU-mennirnir komn- ir til okkar. “Hví stanzið þið hér?” “Hesturinn er að gefast upp. Hann þarf að fá næringu, og gefi eg honum ekkert, veltur hann um.” Hann fór niður úr sleðanum til að gefa hestinum hressingu. Nú var farið að dimma. Og GPU-mennirnir fóru svo aftur á leið heim í skýli sitt. “Vogið ekki að líta um öxl,” hvíslaði fylgd- armaðurinn eftir fáein augnablik. “Nú er okk- ar stund komin til að þjóta á stað til landa- mæranna. Stökkvið! Eg kem á eftir með drenginn.” Eg stökk út úr sleðanum — upp á mjaðmir niður í fönnina, því eg hafði lent í gryfju, er mér þó að lokum hepnaðist að skríða upp úr og ná inn í skógarjaðarinn. Þá leit eg við til að sjá hvað orðið hefði um drenginn. Hann var að brjótast áfram um slóð mína í fönninni, en fylgdarmaðurinn var horfinn. Sleðann á fullri ferð sá eg'hverfa út eftir veginum inn í húmið. Fylgdarmaðurinn hafði sett drenginn niður á fönnina og hlaupið inn í skóginn eða aftur upp í sleðann. Hann hafði yfirgefið okkur. Við vorum þarna alein og aðstoðarlaus á miðri leið uppi í eyðilegri norðurhlíð Karpata- fjallanna. Umhverfis okkur var aðeins skóg- urinn. Snjórinn náði mér í mjaðmir og kuld- inn var tuttugu stig undir núlli. Svo dimdi nú óðum. Gegnum glufu í skóginum gat eg greint efstu brúnir fjallanna bera við loft. Hinu megin við þessi fjöll var Ungverjaland. Þang- að stefndi för okkar. Eg reyndi að brjóta sterkan lim af tré, er eg stóð undir, en það var kröftum mínum um megn. Án priks eða stafs lagði eg því á brattann og litli son- urinn reyndi að fylgjast á eftir í slóð minni, þótt fönnin tæki honurq þvínær í öxl. “Réttu mér hönd þína svo eg geti létt undir með þér,” kallaði eg til hans “Nei, mamma,” svaraði hann. “Þú hefir nóg að gera. Eg kemst áfram í slóðinni sem þú myndar.” “Þú ert vænn piltur, Júlían,” sagði eg og brauzt áfram gegn brattanum. Stundum voru skógi klæddar brekkurnar þvínær þverhníptar. Eg greip þá um greinar trjánna og lyfti mér og drengnum með hand- aflinu þvínær einu skref og skref upp á við og áleiðis. Nú var dagsljósið alveg dvínað, en hálfmánaglætan og hvít fönnin öftruðu þess að við rækjum höfuð í trjábolina. í þvínær fimm klukkustundir brutumst við þannig áleiðis. Það var um miðnætti. að eg hygg, er við náðum heiðarbrúninni. Þá barst mér í næturkyrðinni niður af vatnsfalli skamt frá. Algengt hyggjuvit lét mig skilja það, að ef eg héldi mig að ánni myndi eg komast á jafnsléttu. Eg komst svo að ánni og við fórum að feta okkur áfram niður með henni. Uppgangan hafði verið erfið, en niðurförin enn hættulegri og við þvínær úttauguð af þreytu. Nú jókst líka fjallshlíðarhallinn. Eg losaði af mér belt- ið, settist niður og vafði því um hin þykku pils niður við ökla, setti drenginn í kjoltu mér og við runnum þegar á stað niður um snar- bratta fannbreiðuna. Þegar hraðinn með köfl- um gerðist ægilegur reyndi eg að hefta hann með fótum og olnbogum, eins og eg bezt mátti. Föt mín tættust sundur, er þau festust á hríslum er huldar lágu rétt undir fannar- skorpunni, og fætur mínir rákust þar á ósýni- legar trjágreinar. Klukkutímum saman héld- um við svona niður fjallshlíðina. Rétt er birta tók af degi komumst við út úr skóginum- Fram undan blasti við stór flatneskjan, svo langt sem augað eygði.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.