Lögberg - 26.03.1942, Side 8
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 26. MARZ. 1942
8
Úr borg og bygS
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S.
Feldsted, 525 Dominion Street.
Verðl $1.00. Burðargjald 5c.
♦ ♦ ♦
Rokkur óskast til kaups nú
þegar. Upplýsingar að 662 Sim-
soe Stneet, eða með þvi að
hringja upp 86 327.
♦ ♦
Vantar íslenzkan kvenmann —
vön við hússtörf og börn — á
islenzkt hieimili. Kaup $25.00 á
mánuði.
—L. Rergman, 565 Simcoe St.
♦ ♦ -f
Mr. O. H. Oddson bygginga-
meistari frá Chicago, 111., sem
dvalið hefir um hríð norður við
Lundar, hélt heimleiðis á föstu-
daginn var.
♦ ♦ ♦
Meðtekið að gjöf frá Sæmundi
Sigurðsyni, í Bókasafn Fróns,
“Bréf Tómasar Sæmundssonar.”
Þakklæti.
Stjórnarnefnd Fróns.
♦ + ♦
Lestrarfélagið á Gimli heldur
hinaárlegu skemtisamkomu sína
í samkomuhúsi bæjarins á föstu-
dagskveldið þann 10. apríl næst-
komandi; fer þar fram fjölbreytt
og afarvönduð skemtiskrá.
♦ ♦ ♦
Mrs. Guðlaug Eggertsson,
hjúkrunarkona, tekur að sér nú
þegar sjúkrahjúkrun; hefir hún
freklega 30 ára æfingu við hjúkr-
unarstörf við góðan orðstír.
Heimili hennar er að 543 Victor
Street. Sími 33 695.
♦ ♦ ♦
Mr. J. K. Jónassoni frá Vogar,
sem átt hefir, samkvæmt venju
nokkurra undangenginna ára,
vetursetu hér í borginni, lagði af
stað heimleiðis í vikunni, sem
leið til þess að njóta vor- og
sumarblíðunnar á hinu yndislega
óðali sínu, Fagranesi, norður við
Manitohavatn.
♦ ♦ ♦
Gefin saman í hjónaband í
kirkju Selkirksafnaðar þann 21.
marz, af sóknarpresti þar, Walter
Hermann Bessason, Selkirk, Man.
og Ingibjörg Gilsson, sama stað-
ar. Brúðguminn er sonur Krist-
jáns Bessasonar í Selkirk og
fyrri konu hans Guðrúnar Vig-
fúsdóttur. Brúðurin er dóttir
Halls Gilssonar og látinnar konu
hans Margrétar Snorradóttur.
Framtíðarheimili ungu hjónanna
verður í Selkirk.
♦ ♦ ♦
Watertown, S.D., 23. marz.
Góði ritstjóri:
Viltu gjöra svo vel að leiðrétta
i næsta blaði Lögbergs prent-
villu þá, sem slæðst hefir inn í
greinina mina, “Suður Dakota.”
Þar á að standa:
“Við höfum margt, sem þið
hafið ekki, eins og blessaðan
vindinn, sem hreinsar loftið, en
þið hafið molluna; líka höfum
við stærstu gullnámu landsins;
við höfum spegilfögur fiskivötn
og svo lækinn hann Sioux River,
sem lykkjast um landið eins og
sitfurborði; þá dökku hólana í
vesturhluta ríkisins, með þeirra
yndisfögru klettastrýtum, sem
draga að sér fjölda fólks í sum-
arfríinu.”
Með vinsemd,
Kristin Jósephson.
TIL ÞESS AÐ TRYGGJA
YÐUR SKJÓTA
AFGREIÐSLU
Skuluð þér ávalt kalla upp
SARGENT
T\XI
PHONE
34355 - 34 557
SARGENT and AGNES
TRIJMP TAXI
ST. JAMES
Phone 61 111
Síðuátu dagar
Schuberts
Dag nokkurn í nóvember-
mánuði 1828 lá Franz Schubert
fyrir dauðanum í taugaveiki, á
heimili bróður síns í úthverfi
Vínarborgar. Ári áður hafði
hann verið einn af blysberunum
við jarðarför hins mikla Beet-
hovens, er hann var jarðsettur í
Wahring, og í veitingahúsi á
leiðinni heim frá jarðarförinni,
var það hann, sem stakk upp á
því að drukkin væri “skál þess,
er næstur færi.” Nú var röðin
komin að honum, og þessi óham-
ingjusami, luralegi ungi maður
—-stuttur, digur og nærsýnn
— mundi ekki framar skapa
fleiri söngva fyrir heiminn.
Frá upphafi heims, hafði eng-
inn fæðst með þvílíka hljómlist-
arhæfileika sem hann. Hann var
óþrjótandi lind tóna og það
frekar, sem leið á hans stutta
líf. Tónarnir streymdu frá hon-
um í stríðum straumi og svo
hratt, að honum var í lófa lagt,
að semja kvartett og skrifa hann
niður á blað á styttri tíma, en
nú fer í að afrita slíkt verk hjá
æfðum afritara. Tökum til dæm-
is Serenade, sem mun ekki missa
svip sinn frekar en falliegt sólar-
lag, eða næturgalasöngur.
Meðan Logar á lampa inenn-
ingar okkar, mun Serenade
Schuberts verða minst; en það
sem merkilegra er, að Franz
sjálfur gat gleymt því.. Sann-
leikurinn er sá, að hann gleymdi
því. Þetta ódauðlega lag var
samið til heiðurs ungri stúlku,
sem átti afmæli og það hafði
verið svo ráð fyrir gert, að tón-
skáldið sjálft ætti að spila und'ir
þegar það væri sungið fyrir neð-
an glugga stúlkunnar. Rogast
var með slaghörpu yfir garðinn
í rökkrinu og söngfólkið kom
eins og ráð hafði verði fyrir gert,
en Franz gleymdi að koma.
Þó hann væri ekki nema 31
árs er hann dó hafði hann af-
kastað mieira en þúsund tónverk-
um. Þegar dánarbú hans var
gert upp var hinn mikli hand-
ritabunki virtur á sem svarar 10
krónum. í þessum bunka hljóta
að hafa verið sum hinna miklu
tónverka, sem hann samdi sið-
ustu ár ævi sinnar. Schubert lét
eftir sig mikið af slíkum helgi-
dómum, sem voru þá talin einsk-
isvirði. Mannsaldri síðar kom
hinn ung Arthur Sullivan og vin-
ur hans Grove frá Englandi.
Þeir leituðu vongóðir í handrit-
um Schuberts og fmidu í hirzlu,
sem enginn hirti lengur um, hið
glataða Rosamunde. Það var
löngu eftir miðnætti er þeir
fundu þenna glataða fjársjóð og
það var kominn dágur er þeir
luku við að afrita það. Viegna
þess að þeir voru ungir og þótti
innilega vænt um Franz Schu-
bert, þá iétu þeir tilfinningar
sínar í ljós með því að leika sér
i eltingaleik, þar til tími var
kominn fyrir kaffihúsin að ojma.
Það vildi svo grátbroslega til,
að það voru afköst Schuberts,
sem stuðluðu að fátækt hans.
Hann átti að semja tylft laga á
einum einasta degi og halda í
einfeldni sinni, að hann gæti selt
þau öll fyrir gott verð hjá samá
útgefandanum, sem ekki hafði
haft tíma til að prenta þær tvær
tylftir, sem Schubert hafði selt
honum mánuði áður.
Og það síðasta, sem Schuberl
skrifaði? Nú, það var bréf —
bréf til vinar hans Schobers, sem
hafði verið berbergisfélagi hans
á fyrri árum í “Bláa Broddgelt-
inum,” þar til Schubert varð að
flytja vegna þess að hann gat
ekki greitt sinn helming af húsa-
leigunni.
11. nóvember 1828.
Kæri Schober!
Eg er veikur. Eg hefi ekki
borðað neitt né drukkið í ellefu
daga og er svo þreyttun og upp-
gefinn, að eg get rétt komist
fram úr rúminu að stólnum og
aftur í rúmið. Rinna hjúkrar
mér. Ef eg bragða nokkurn
skapaðan hlut kemur það jafn-
óðum, upp úr mér aftur. Vertu
svo góður að hjálpa mér um
eitthvað að lesa í þessu vand
ræðaástandi. Eg befi lesið “Síð-
asta Mohikanan,” “Njósnarann,”
“Hafnsögumanninn” og “Land-
nemann” eftir Cooper. Ef þú
hefir eitthvað annað eftir hánn
þá bið eg þig að skilja það eftir
hjá frú Gogner í kaffihúsinu.
Bróðir minn, sem er samvizku-
semin sjálf, mun koma því til
inín með skilum. Eða eitthvað
annað.
Vinur þinn,
Schubert.
Þegar menn lesa gömul sendi-
bréf eins og þetta, sem í sjálfu
sér eru ekki merkileg að efni, þá
hafa þau oft það til sins ágætis,
að þau færa inann nálægt höf-
undinum, hversu fjarlægur, sem
hann er i tíma og rúmi. Þetta
kemur til af því, að bréfin gefa
eðlilegar og sannar augnabliks-
myndir á lífi bréfritaranna og
hugsunum.
Þegar menn heyra Franz Schu-
bert segja frá því á hanasæng-
inni, að hann hafi lesið “Síðasta
Móhíkanann,” þá verður bilið
styttra á milli hans og nútíðar-
innar og eins milli Vinar og þess
umhverfis, sem Gooper lýsir í
sögum sínum.
—Lauslega þýtt eftir grein
Alexanders Woolcott.
—Lesb. Mbl.
Þýdd ljóð
Magnús Ásgeirsson: Þýdd
ljóð VI. 228 bls. Utgef.:
Ragnar Jónsson, Reykja-
vík 1941.
Það er álitamál, hvort menn
gera sér alment grein fyrir því,
hvíliíkt menningarstarf Magnús
Ásgeirsson hefir unnrð með
Ijóðaþýðingum sínum. Án hans
ætti ekki verulegur hluti íslenzku
þjóðarinnar greiðan aðgang að
mörgum fiegurstu perlum heims-
bókmentanna. Án hans gæti
ekki barn afdalanna notið þess
unaðar, að vera í fylgd með
sænskum, norskum, dönskum,
þýzkum, enskum, pólskum, rúss-
neskum, amerískum, indÁersk-
um og jafnvel persneskum skáld-
snillingum. Mun það mála sann-
ast, að við höfum engan ljóða-
þýðanda átt jafnsnjallan honum,
nema þá þjóðskáldið Matthías
Jochumsson, og er þó hinn fyr-
nefndi sýnu víðförulli.
Menn verða einnig að gera sér
ljóst, að Magnús Ásgeirsson hefir
ekki aðeins haft djúptæk áhrif
á ljóðagerð síðustu ára, bæði um
form og efnisval, heldur hefir
hann bókstaflega veitt nýjum og
heilnæmum menningarstraumum
í líf þjóðarinnar — og verður
það afrek aldrei metið að verð-
leikum.
Það er óþarfi að íjölyrða hér
um snild Magnúsar sem þýð-
anda, því að bún er löngu þjóð-
fræg orðin. En hitt mætti benda
á, að sjaldan hafa kostir hans
notið sín betur en í sumum
kvæðum þessa bindis. Næmleiki
hans fyrir duldustu og fíngerð-
ustu blæbrigðum tungunnar hef-
ir óvíða komið greinilegar í Ijós,
vald hans yfir málinu, orðkyngi
hans og rímfimi virðist stöðugt
vaxandi.
Þá ler það mikill fengur öllum
ljóðelskum mönnum, hve efnið
er fjölbreytt. Þýðandinn hefir
ekki einvörðungu glímt við stór-
fengleg, sígild listaverk, heldur
einnig lagt alúð við smágerð
lýrisk ljóð og skemtileg gaman-
kvæði, heppileg til söngs. í bók-
inni er m. a. kafli úr Faust
Goehbes, Kvæðiö um fangann
eftir Wilde, Tólfmenningarnir
eftir Alexander Block, tuttugu og
eitt kvæði úr bókinni At över-
vinna varlden leftir eitt mesta
nútímaljóskáld Svía, Hjalmar
Gullberg, auk fjölmargra annara.
Það er gott að geta leitað hug-
svölunar, skiemtunar og yndis í
fögrum skáldskap, meðan myrk-
ur styrjaldar og blóðsúthellinga
grúfir yfir heiminum. Það ber
því að þakka hinum slynga þýð-
anda, þvi að þessari bók er ekki
unt að taka með tómlæti.
—(Samtíðin).
Faátan
Nú stendur yfir hinn mesti
alvörutími kirkjuársins, fastan.
Hve margir munu gera sér grein
fyrir hinum mikla alvarleik
þessa tíma?
Nú er dimt í veröld allri.
Að endaðri föstunni gengur í
garð hin heilaga páskahátíð.
Hvað mun páskahátíðin flytja
mér?
Mannlegri æfi má líkja við
föstutíð; þar eftir rennur upp
hin mikla upprisustund allra
sálna — hið alvarlegasta augna-
blik í lífi hverrar sálar.
“Jafnskjótt eftir andlátið verð-
ur ásigkomulag sálarinnar ann-
aðhvort sæla eða vansæla eftir
því hvort maðurinn hefir að-
hylzt Guðs náð eða hafnað
henni.”
Þannig talar Helgi Hálfdánar-
son; eru þessi orð sígildur sann-
leikur, sem ekki verður móti
mælt. 1
Nú er myrkur um öll lönd og
á sjó og landi. Þetta minnir mig
á altarsitöfluna, sem eg sá þeg-
ar eg var barn. Aldrei mun
myndin á henni ldða mér úr
ininni; eg undraðist mest myrkr-
ið, sem grúfði sig yfir myndinni
og myndin var af krossfesting-
unni.
En sú þoka eða myrkur tákn-
aði aðeins hið hræðilega svart-
nættis ástand, sem ríkti i ríki
náttúrunnar.
Hið andlega myrkur er þó
mun óttalegra, eins og himininn
ier ofar jörðunni.
Þessu hræðilega dauðans
myrkri lýsir Páll postuli í
Korintu-bréfinu, I. kap. v. 14:
Náttúrlegur maður veitir ekki
viðtöku því sem Guðs anda er;
því að honum er það heimska
og hann getur iekki skilið það, af
því að það dæmist andlega.
Svo miklu myrkri eru sumir
haldnir af sjálfbyrginsskap og
ímynduðum sjálfs^skarpvitur-
leika, að friðarboðskapur frels-
arans er þeim blátt áfram hé-
gómi, og úrelt hindurvitni lið-
inna tíða.
Svo mjög eru þeir búnir að
bíta sig inn í þessa hræðilegu
myrkurshugsun, að þar verðut-
ekki komið að neinum orðum
eða röksamdum.
Þeir halda sér dauðahaldi í
hégómlegar hugsanir sínar; þeir
vilja alls ekki opna augun fyrir
þeirri óttaliegu vissu, að þeir sjá
hræðilega illa fyrir hag sálar
sinnar; alt þetta verður ojiin-
berað á sinni tíð, þegar þeir
stnada augliti til auglitis frammi
(fyrir dómara alls holds.
Ekki vil eg deila á þessa
menn; það hefir enga þýðingu
að brigzla mönnum af tilefni
blindu þeirra. En ódæðisverk
er það, að vera að leitast við að
leiða aðra inn í það villu dauð-
ans myrkur, sem þeir sjálfir eru
að ráfa í — leitast við að fá
menn til að afneita frelsara sín-
um. Þessir menn eru að ausa
myrkri yfir heiminn.
Það er búið að gera það á
Þýzkalandi í hundrað og fimtíu
ár, og ávextirnir af því starfi
munu nú lýðum ljósir.
Lundendorff hinn mikli styrj-
aldarjöfur Þýzkalands lét svo
um mælt: “Kristin trú skipar
mönnum í flokka heima fyrir
og heldur þeim aftur frá því að
æða gegn óvinunum; kristindóm-
urinn verður að upprætast, ef
þjóðin á að geta mætt köllun
sinni. Kristindómurinn er hinn
versti óvinur Þýzkalands.”
Menn á þessari skoðun, eða
skoðun, sem er að einhverju leyti
skyld við þessa, dirfast þó ekki
að ryiena til að þurka út mynd
frelsarans algerlega úr hjarta
sínu; því mynd hans í sálu
þeirra er of skýr til þess; ef til
vill er allmikill fölvi fallinn á
mynd hans, en þeirra insta með-
vitund og rödd hans í sálu þeirra
gerir jieim ómöguliegt að afmá
þá mynd með öllu.
En jieir reyna til að draga yfir
hana dráttum ófullkominnar
mannlegrar skynsemi; lofa
mannlega yfirburði írelsarans
upp á kostnað guðdómleika hans.
Þessi skrípamynd verður
mörgum til aðdáunar; þetta
kemur svo vel heim við ímynd*
aðan skarpviturleik mannlegrar
hugsunar.
Þannig gengur það til á þess-
ari myrkurs tíð.
Nú er það að verða alrnenn
hugsun manna, að þó þessi
hræðilega styrjöld, sem nú stend-
ur yfir vinnist af vorri hálfu,
að þá sé ekki sigurinn unninn
nema til hálfs; hitt sé eftir að
ifá menn til þess að snúa sér af
alhug til Guðs og frelsara síns,
það eitt muni fá trygt frið til
frambúðar.
Þetta er einmitt það, sem ver-
aldarsagan segir okkur.
Hér er Jxvií ekkert um að vill-
ast. Þetta er vitnisburður sögu
allra þjóða og allra tíða.
Ætti það ekki vel við fyrir
mig eða hvern, sem er, að taka
sér tómstund á þessari föstutíð
og lieggja fyrir sig vissar spurn-
ingar:
Er eg í þoku og óvissu um
þessi mál? Er eg að vaða reyk?
Hvað er uin eilífðina? Er eg á
reikir i trúarlegri hugsun minni?
Er Guð í fjarlægð — einhvers-
staðar “að fjallabaki”? Er
mynd frelsarans mér fölnuð
mynd? Hvern á eg annars að
á himnum? Eða get eg sagt með
Tennyson: “Eg vona að sjá þann
vin um borð, sem vísar mér á
höfn.”
Líf heimsins og farsæld hverr-
ar einstakrar sálar er fólgið í
því einu, sem Hallgrímur Pét-
ursson tekur fram í 29 Passíu-
sálminum:
“Hvað dauða saknæmt sást á
mér,
(svoddan miskunn eg þekki),
til dauða alt var dæmt á þér,
minn Drottinn hér,
dóminum kvíði eg lekki.
Líf mitt og sál þig lofar nú,
leyst frá dauðans fangelsi;
eg lifi og dey, það er mín trú,
óbrigðul sú,
i þínu, Jesú, frelsi.
Himneskri páskahátíð á
befi’ eg nú þess að bíða,
myrkrastofunni frelstur frá
eg fagna þá
í flokki útvaldra lýða.”
Sá, sem hugleiðir dýrð guðs-
sonar á hérvistardögum hans,
hans dýrðlegu upprisu og hans
guðdómlegu inngöngu inn í him-
ininn, mun finna end'urljóma af
guðlegri dýrð hans í hjarta sínu.
Og ekki er hjálpræðið í neinum
öðrum, því að eigi er heldur
annað nafn undir himninum, er
menn kunni að nefna, er oss sé
ætlað fyrir hólpnum að verða.
Post. s. 4; 12. S. S. C.
MINNIST BETEL
í ERFÐASKRÁM YÐAR
Messuboð
FYRSTA LOTERSKA KIRKJA
Séra Valdimar J. Eylands
prestur.
Sunnudaginn 29. marz:
Guðsþjónustur með venjuleg-
um hætti: á ensku kl. 11 f. h.
á íslenzku kl. 7 e. h.
♦ ♦ ♦
LÚTERSKA KIRKJAN
í SELKIRK
Áætlaðar miessur um páskana:—
Pálmasunnudag, 29. marz:
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
íslenzk messa kl. 7 síðd., er
Mr. Jón Ingjaldson stjórnar.
Miðvikudaginn 1. apríl:
Föstumessa kl. 7.30 síðd., á
heimili Mrs. R. Halldórsson.
Föstudaginn langa:
Messa kl. 7 síðd. í kirkjunni.
Páskadag:
Ensk messa kl. 11 árd.
íslenzk hátíðaguðsþjónusta kl.
7 síðd.
Allir boðnir •velkomnir.
S. ólafsson.
♦ ♦ t-
PÁSKAGUÐSÞJÓNUSTA
í VANCOUVER
Hátíðarguðsþjónusta, á ís-
lenzku, verður, e. G. 1., haldin af
séra Rúnólfi Marteinssyni, i
dönsku kirkjunni, á E. 19th Ave.
og Burns St. kl. 7.30 á páska-
dagskvöldið, 5. apríl. Allir vel-
komnir.
♦ ♦ ♦
Sunnudaginn 29. marz (Pálma-
sunnudag), messa á Garðar kl.
2.30 e. h. á íslenzku.
Föstudaginn langa, guðsþjón-
usta í Svold, Péturskirkju, kl.
2.30 á ensku. Altarisganga fyrir
söfnuðinn. Sama dag (föstu-
daginn langa) messa á Mountain
kl. 8 að kveldi. Fólk beðið að
fjolmienna við þessar messur.
♦ ♦' ♦
Sunnudaginn 15. marz gaf séra
H. Sigmar saman í hjónaband á
heimili sínu — Guðrún Thor-
lacius frá Edinburg, N.D. og
Elmer Norgart frá Crystal, N.D.
♦ ♦ ♦
MESSA í RIVERTON
Næsta sunnudag, 29. marz,
verður ensk messa í kirkju
Bræðrasafnaðar, kl. 8 e. h.
B. A. Bjarnason.
♦ ♦ ♦
MESSA í MIKLEY
Föstudaginn langa, 3. apríl,
verður væntanlega messa i
kirkju Mikleyjar lúberska safn-
aðar kl. 2 e. h.
B. A. Bjarnason.
Það er efnið, sem mennirnir
hafa lært að nytfæra sér, er sett
hefir nýjan svip á heiminn.
Marmarinn var byggingarefni
FornGrikkja, Rómverjar bygðu
úr grjóti og Persar úr leir. Við
reisum hús úr járnbentri stein-
steypu. En hver veit nema
framtíðarbyggingarefnið verði
gler. — Lucretia Cotchett.
THE CRDCIFI\ICN
by
J. STAINER
Presented by
THE CHOIR OF THE FIRST LUTHERAN CHURCH
Vicior Street
Good Friday, April 3, 1942 — at 7 p.m.
Under the Direction of
FRANK THOROLFSON
Soloists:
BIRGIR HALLDORSON, tenor
KERR WILSON, baritone
Miss Snjólaug Sigurdson at the Organ
— Offering will be taken —
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & D00R C0. LTD,
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
===!