Lögberg - 16.04.1942, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.04.1942, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 16. APRÍL, 1942 Á SKARÐSHEIÐUM Joan opnaði augun og settist upp í skyndi. “Ó!” sagði hún, “eg hefi víst blundað í eina mínútu eða svo.” “Svo sem mínútu, Joan.” Hún brosti. “Eldurinn logar vel.” “Mér þykir vænt um að komast hingað,” sagði Philip. Þau hlóu bæði. “Þér verðið að nota efra rúmið,” sagði Joan. “Og eg held við ættum að leggjast fyrir sem fyrst, svo við getum komist á stað aftur snemma með morgninum. Eg ætla að opna tvær könnur af soðnu saltkjöti handa okkur, eða einhverju til næringar.” , Philip leit með undrunarsvip til hennar. “Þér hugsið yður þá að vera hér í nótt?” “Hvað annað?” sagði Joan og hló. “Ja, það veit eg ekki,” sagði Philip vand- ræðalega; “en mér virðist þér ættið að fara heim, ef þér getið. Myndi faðir yðar skilja — yrði hann ekki órólegur út af fjarveru yðar? Eg skyldi halda að hann sendi alla menn sína út —” “Hann veit að við höfum sezt einhvers- staðar að. # Fólk reynir ekki að berjast áfram gegn fárviðrunum hér á slóðum. Maður verður að ferðast með storminum, þegar hann er of stríður í fang manni. Það er oft um líf eða dauða að tefla, lendi maður úti í þeim. Regnið hérna í fjöllunum er jafnvel líka alt annað en á öðrum svæðum. Nú er komið ofsaflóð í ána, svo eg gæti ekki farið til baka sömu leiðina sem við komum, og litli lækurinn hérna er þrisvar eða fjórum sinnum stærri en vanalega, og hamlar okkur frá að komast til Bar M. Svo fer líklega að snjóa í nótt. Hið eina skynsam- lega, sem við getum gert, er því að vera kyr hér til morguns.” “Auðvitað er það skynsamlegast. En að nota skynsemina er ekki — alvanalegt.” “Ekki þar sem þér komuð frá. Hér er það algengt. Þér venjist því, með dvölinni hér, á hvern hátt við högum athöfnum okkar. Ef við eyddum eins miklum tíma í að fylgjast altaf með — með — eg hefi víst gleymt hvernig þið orðið það.” “Móðnum?” “Móðnum! Ef við eyddum eins miklum tíma og þið gerið í að fylgjast með móðnum, þá værum við fyrir löngu frosin í hel.” Joan stóð á fætur, fór fram í skúrherbergið og kom inn aftur með tvær könnur. “Hér er stappa,” sagði hún. ‘Saltkjötsstappa.” Er þau höfðu lokið máltíðinni. tók Joan skörunginn og ýtti bálandi viðarbútunum í eldstæðinu sínum til hvorrar hliðar, og birtan af eldinum barst ekki lengur út um herbergið. Philip klifraði umvafinn ábreiðunni upp í efra kassarúmið, lagðist þar út af og togaði aðra ábreiðu, er þar var, ofan á sig. Joan setti lampann á gólfið hjá neðra rúminu, og Philip heyrði hana vera að búa þar um sig. “Alt í lagi?” kallaði hún. “Já, alt ágætt,” svaraði hann. Joan slíkti svo ljósið og aldimt varð í her- berginu nema vegna hins daufa glampa er barst út frá þvínær útbrunnum viðarglæðun- um. “Góða nótt!” kallaði Joan. “Góða nótt, Joan.” Kaffið er tilbúið!” Philip settist upp í rúminu. Joan stóð á miðju herbergisgólfinu með kaffikönnu í hönd og leit brosandi upp til hans. Bjartur dagur ljómaði um alla stofuna og sólargeisli skein á gólfið, inn um gluggann. “Góðan daginn, Joan,” kallaði Philip. “Góðan daginn, Philip. Eg.reyndi að hafa lágt um mig. Eruð þér hungraður?” “Já. En þér hefðið átt að vekja mig, Joan. Eg vildi geta hjálpað yður.” “Þér hefðið bara orðið fyrir. Eg er búin að laga kaffið, hræra soppu í lummur og steikja fleskflögurnar. Fötin yðar eru nú líka vel þur.” Hún greip föt hans af staginu, sem hún hafði hengt þau á kvöldið áður, og rétti honum þau. “Þetta er ekki nægilega hlýr fatnaður hér á þessum tímá árs,” sagði hún. “Og eng- inn hatturinn. Þér verðið að fá annan al- klæðnað: skó og leðurúlpu og hatt og margt annað. Til að vera í við smölunina.” “Þér getið kannske farið með mér inn í þorpið til að velja þetta.” “Það skal eg gera.” Joan fór að baka lummurnar. Philip klæddi sig, fór svo niður úr rúminu og leit út um gluggann. “Snjór kominn!” hrópaði hann. “Ekki nema föl,” sagði Joan. “Komið nú, alt er til reíðu.” Philip settist að borðinu og Joan andspænis honum. Hún setti fyrir hann lummur, kjöt- flögurnar og fullan kaffibolla. Hún leit um- hverfis í herberginu. “Það er gott að vera þar sem hlýtt er og manni líður vel, og að hafa eitthvað til að nærast á,” sagði hún. “Já, mér geðjast vel að vera hér.” “Mér einnig.” “Eg hálf-kvíði fyrir að fara héðan,” sagði Philip. “Hér virðist eitthvað svo — heima- ^egt — eins og maður væri lengi búinn að eiga hér heima.” “Stundum virðist manni jafnvel einn dag- ur, sem óratími, lendi maður í hríðarbyl eða einhverri annari ófæru.” “Eg átli víst við það.” “Um það þori eg að veðja, að þegar þér komist aftur heim mun yður finnast þér hafa verið langar stundir burtu frá átthögunum. Ef þér verðið nú hér þangað til smöluninni er lokið, þá verður það einn mánuður enn.” “Eg vona að það gæti orðið miklu lengur. Mig langar ekkert til að fara heim. Vil held- ur vera hér áfram.” “Þér meinið — í allan vetur?” “Já.” “Hvers vegna?” “Mér geðjast vel að þessum stað.” Joan hló. “Þér vitið það nú ekki ennþá. Eg meina um starfið.” “Eg veit það, að eg vil vera hér, ef eg fæ.” Joan horfði gaumgæfilega framan í Philip. “Eg skal segja yður nokkuð,” mælti hún sein- lega. “Pabbi er að gera tilboð í þessa árs póst- flutning. Að flytja hann frá járnbrautarstöð- inni, yfir skarð til þorpsins og um dalinn. Nái hann samningi um það, þarf hann á auka- manni að halda. í hvert sinn, sem hann áður sótti um þetta, hefir honum hlotnast það. í seinásta sinhið nú fyrir sex árum. Þá hjálpaði Ivan honum. Þér minnist Ivans; við mættum honum neðan við skarðið, þegar við komum hingað.” “Eg man eftir honum. Nábúi ykkar, sögð- uð þér. Eruð þið heitbundin?” Joan lauk við að drekka kaffið sitt. “Nei, ekki — nei, við erum ekki heitbundin. Annars ætlaði eg nú að segja, að ef yður geðjast í raun og veru vel að dveljast hér áfram, og iærið að keyra hesta ásamt öðrum verkum, þá gætið þér ef til vill — verið hér. Eg er þó auðvitað ekki viss um það.” “Eg ætla að tala um það við föður yðar. Þótt eg geri ráð fyrir að þessi starfi útheimti meiri reynslu en eg gæti náð í millitíðinni.” “Starfinn er fljótlærður. Til flutninganna eru notaðir stuttsleðar með dúkstjaldi til skjóis að ofan, í líkingu við luktu langferðavagnana gömlu, og á þeim hafðir ofnar, svo í þeim er býsna notalega hlýtt. Á leið yfir sjálft skarðið eru sleðarnir hafðir tjaldlausir, svo að —” Joan þagnaði brosandi. “Eg held hyggilegra áé að segja yður ekki hvers vegna,” bætti hún svo við. “Látið mig heyra það.” “Nú, svo, ef þeir velta um út af veginum, ekki kvikni í þeim ásamt póstinum og öðrum flutningi.” “Eg skil þetta. Það hljómar — er mjög eftirtektarvert.” “Svo er það vissulega. En hvað sem því líður, þá ættuð þér, eftir að hafa verið hér nokkra stund, heldur láta mig tala við pabba um þetta, því eg þekki hann betur en þér gerið. Og nú verðum við að komast strax á stað héðan.” Joan þvoði diskana, sem þau notuðu við morgunverðinn, og bjó um rúmin meðan Philip sópaði gólfið, hreinsaði til við eldstæðið og þurkaði borðið. Svo fóru þau út. Snjóföliö var allareiðu horfið fyrir vermandi geislum morgunsólarinnar. Og lækurinn var orðinn næstum jafn vatnslítill eins og hann hafði verið áður en rigningardemban hleypti ofsanum i hann kvöldið fyrir. “Eg gaf hestunum góðan hafraskamt strax og eg fór á fætur í morgun,” sagði Joan. “Næst þegar eg kem hingað upp eftir færi eg Mr. Lawrence aftur hafra í staðinn. Og líka mat fyrir það, sem við höfum tekið núna úr forða- búri hans. Þannig höfum við þetta hérna í dalnum.” Þau söðluðu hestana og riðu þegar á stað út veginn. “I fyrsta lagi” sagði Joan enn, “förum við til Bar M til að sækja farang- ur yðar og tilkynna þeim þar að þér séuð að flytja þaðan. Svo förum við heim í hjarðverið. Lítið á fjöllin, Philip.” Philip leit til vinstri handar upp tii Tetonsfjalla tindanna. Þeir glönsuðu fagur- lega af drifhvítum nýja snjómötlinum, er þau höfðu klæðst um nóttina, eins og öll hin fjöllin umhverfis dalinn; jafnvel í krónum efstu skóg- arbeltanna glampaði á nýjar snjóhetturnar, þó að algrænn dalurinn hið neðra brosti við gullnum geislum ársólarinnar. Sjöundi kapítuli Hópur þrjúhundruð og fimtíu hvítglám- óttra, ungra geldneyta færðist í breiðum sveig niður um lágar hæðirnar umhverfis heima- hagana við , Lindenbúið. Fyrir mjúkróma hvatning ríðandi hjarðsveinanna tifaði ung- hjörðin á því nær lötursferð í sælukendri ró yfir hæðirnar við rætur dalsfjallanna. Nú var uppskerutíminn kominn, og aðal athafnir heimilislýðsins stefndu að söfnun fóð- ursins til komanda vetrar og undirbúnings traustra skýlisstöðva hjarðanna, er heima skyldi ala. Hjörðin var því rekin heim, heyi hlaðið í stakka, fiskur flattur í salt og elgsdýra- kjöt reykt eða hengt á rár, og sagirnar görguðu sinn ískurstón hjá eldiviðar-stökkunum, sem óðum lengdust og hækkuðu í námunda við húsin. í fyrsta skifti á æfi sinni kyntist Philip nú og skildi hinar víðtæku athafnir* manna hverja árstíðina af annari við að afla sér vista- forða. Hann kom nú auga á kröfur umhverf- isins og nauðsynlega fyrirhöfn, er þær hefði í för með sér, og hann fann sig nú standa við hjartarót mannlegra athafna tilverunnar sjálfr- ar, víðtækrar baráttu lífsins, sí-ómandi sam- starfsniðs, sem honum hafði áður aðeins bor- ist hið daufasta bergmál af. Nú var hann að byrja þriðju vikuna sína á hjarðversbúinu. í hjarðsveinahúsinu hafði honum verði vísað í eitt efra kassarúmið til að sofa í, á hverjum morgni um aftureldingu reis hann úr rekkju og skiftist á við hina piltana um að bera inn eldivið, kveikja upp í ofnin- um, sækja vatn og sópa gólfið. Þessar tvær vikur hafði hann tiltölulega sjaldan hitt Joan, og þá sjaldan það skeði, hafði hún birzt honum eins og hálfgerð ráð- gáta. Hún hafði talað við föður sinn um mögu- leikana á því að Philip yrði kyr til að hjálpa við póstflutninginn, ef tilboð Lindens um hann næði fram að ganga, og hafði bóndinn samþykt. að ráða Philip til frambúðar, ef svo færi. Þó virtist Philip eins og Joan með köflum hefði vanþóknun á nærveru hans. Philip var orðinn mjög sár eftir stöðuga eftirlitsreið á hestbaki, húkti nú hálfskakkur í söðlinum og kastaðist til og frá eftir hreyf- ingum hestsins á eftir geldneytunum fram undan honum og til vinstri handar, þar sem þau lötruðu áfram í hægðum sínum baulandi sjálfbirgingslega í sífellu. Hann var í leðurbuxum gömlum, sem Joan hafði fundið í hlöðunni og fengið honum, en að ofan klæddur ullarskyrtu og leðurúlpu, með barðastóran hatt á höfði og í stígvélum, sem Joan hafði ráðlagt honum og hjálpað vlð að kaupa í þorpinu. Það var orðið næstum aldimt þegar smal- arnir að skipan fyrriliðans véku fylkingarbrodd- um hjarðarinnar inn á við 1 þéttan hóp og stefndu forystugripunum inn um opið hlið á heimabeitargirðingunum. Fimm smalar, auk Philips voru við rekst- urinn. Það voru: fyrirliðinn, Bob Crew; Slim Clarke, aðstoðar fyrirliðinn; Edwardo Alvarez, dökkbrýnn, alvanur nautasmali sunnan aí landi, og tveir heimalningar úr dalnum, þeir Les Herron og Olof Malmquist. Crev/ var fyrirmyndar hjarðmaður, eins og Philip hafði ætíð hugsað sér þá — grannvaxinn, ötull, með arnar-svip. Það var erfitt að geta sér til um aldur hans. Hann hafði nú verið hjá Linden árum saman, og hár hans var þó enn fremur upplitað að sjá heldur en grásprengt, og drætt- irnir í andliti hans gátu eins vel hafa skapast af áhrifum útivistar hans í öllum veðrum fremur en aldurs venga. Hann sagði fátt, en var þó altaf eins og á iði í söðlinum, með gráu augun á sífeldu flökti í allar áttir eftir hverju minsta merki er haft gæti meiri eða minni áhrif á athafnir hans sjálfs í sambandi við stöðuna er hann stundaði. Clarke, einnig eins og samvaxinn hjarð- verinu, var kringum þrjátíu og fimm ára að aldri, tómlátari, þunglamalegri, og sat — ólíkt Crew, er ætíð reið teinréttur — eða húkti álútur í söðli sínum, oft með augun hálflokuð, og auðsæjan letisvip á andlitinu og að því er virtist, án þess að veita umhverfinu nokkra athygli. Þó hafði Philip veitt því eftirtekt, að þegar á einhverju sérstöku snarræði þurfti að halda, var Clarke fullkomlega jafningt Crews í framkvæmdinni, og að í þekkingunni á verki sínu og athyglinni um það hvað fram fór, stóð hann aldrei neinum að baki. Alvarez var lausamenskunnar smalasveinn, sem komði hafði í verið dag einn þá um sum- arið með söðul sinn og rúmábreiður eins og embættismerki, og þegar verið ráðinn til stöð- unnar hjá Linden. Hann var frábær hesta- maður, ungur og með dökkleitt, fallegt andlit, gerði verk sitt með undraverðri skyndiná- kvæmni og eyddi hvíldarstundum sínum í smalaklefanum við að fága leðurbeltin og nöldra góðlyndislega um kuldann þarna, sem honum geðjaðist ekkert að. , Herron og Malmquist voru dalsins heim- alningar nýlega útlærðir sem nautasmalar. Kvöidverðarbjallan hljómaði glaðlega, og allir hjarðsveinarnir þustu inn í eldhúsið. Þrír aðkomumenn sátu þar við innri enda lang- borðsins hjá Linden. Philip hafði kynzt þeim áður. Einn þeirra, Elmer Jenkins, risavaxinn, rauðhærður maður, með rautt og þrútið andlit. Við hlið honum sat ungur, grannvaxinn son- ur hans og eftirlíking. En hjá Linden við enda borðsins sat dökkhærður og mjög útitek- inn maður. Það var Joe Moran. Nautaver þeirra Jenkins og Morans voru ofar í dalnum. Þegar Philip hafði tekið sér- sæti við borð- ið heyrði hann Linden segja: “Jenkins segir að Ivan Bole hafi samið um að selja stjórninni alt sitt hey í vetur, og að í vor ætli hún að kaupa land hans til veturbeitar elgsdýrahjarð- arinnar.” Hjarðsmala-liðið alt, er við borðið sat. leit með tortryggnissvip til Jenkins. Stóri hjarð- bóndnin kinkaði kolli. “Þetta er satt,” sagði hann. “Ivan sýndi mér undirskrifaðan samn- inginn um heykaupin, og svo hafði hann bréf frá líffræðirannsóknarnefndinni í Washington um það, að hið eina, sem hann þyrfti nú að gera væri að skrifa nafn sitt í eyðu, sem hún hefði skilið honum eftir til þessa neðan við samninginn, og fjögra mánaða tilboðsfrest um kaup þess á landinu. Og annað, sem hann sagði mér, var það, að skipa ætti hann sem aðal-umsjónarmann beitarlandsins, eða vernd- aða svæðisins, eða hvað sem þið viljið nefna það. Hann segir stjórnina líka ætla að taka til afnota í sama augnamiði part af þjóðeign- arskógi og landsvæðum meðfram ánni, og kaupa svo í viðbót eitthvað af hjarðverunum hér, og mynda úr öllu þessu víðáttumikið elgs- dýrasvið.” “Ivan hlýtur að vera orðinn brjálaður,” sagði Crew. “Stjórnin hlýtur að vera gengin af göflun- um; “þeir eru allir þöngulhausar,” bætti Clarke við. “Hverjum er annars ant um elgsdýrin.” “Tildurspiltunum,” svaraði Jenkins “Tild- ursdrjólunum, dundursveralýðnum að austan, Gulasteinsgarðs gestunum og öllum eyðilanda- rápurunum.” “Það sem ekki kemst inn í minn haus,” sagði Linden, “en hvað að Ivan hefir komið. Mér fellur þetta svo illa hans vegna, að eg veit ekkert hvað eg á að hugsa um hann. Eg hefi altaf litið á Ivan eins og — son minn. Móðir hans ól önn fyrir Joan fyrstu æfiár hennar. Og hann hafði heimili sitt hér hjá okkur eftir að foreldrar . hans urðu úti. En nú tekur hann sig til og viðhefir undirbrögð gagnvart okkur öllum. Það er eina nafnið, sem hægt er að gefa þessu atferli hans. Hann eins og kippir leynilega fótunum undan okkur öllum dals- búunum.” “Það, sem við ættum að gera,” sagði Moran, “er að bíða þangað til hann hefir safn- að fimm eða sex þúsund elgsdýrum þarna á land sitt, taka okkur svo til ríðandi einhverja nóttina og reka dýrin upp í fjöll, þangað sem snjórinn er djúpur, og brenna svo alt heyið bans.” “Það er Bandaríkjastjórnin, sem maður á þá í höggi við,” sagði Crew. “Ekki enn,” sagði Jenkins. “Ekki jafnvel hvað heyinu viðkemur. Samningurinn er að- eins um fóðrun dýranna næsta vetur. Stjórn- in hefir alls ekki gengið að fullgildum kaup- samningum, enn sem komið er.” “Jæja, piltar,” sagði Linden, “mér virðist alt reka að því, sem eg hefi stöðugt haldið fram. Stjórnin vill ná haldi á öllum þessum dal, til þess að gera úr honum þjóðgarð. Eg veit það og hefi altaf haldið því fram. Ivan hefir nú tekið fyrsta sporið fyrir stjórnina þessu til framkvæmdar. ' Leggur henni tii vetrarbeit og fóður handa elgsdýrunum. Nú verður ekki komið í veg fyrir þetta. Þrengri skorður verða settar um beitarhagana. minni hjarðbændurnir verða gjaldþrota, stjórnin kaupir af þeim og heldur áfram að þrengja að okkur öllum. Myndar hér Elgsdýra-þjóðgarð, eða Tetons-þj óðgarð, eða með einhverju slíku nafni. Nú er aðeins ein leið til fyrir okkur út úr þessu öngþveiti.” Linden leit seinlega til allra, er við borðið sátu, og bætti við: “Flytja burtu héðan, meðan enn fæst sæmilegt verð fyrir búin. Selja þau einhverjum dundursvers- drjólanum, eða stjórninni, ef hún vill kaupa. Að komast burtu héðan sem fyrst, er um að gera.” “Þeir geta fengið mitt bú fyrir skattana sem á því hvíla, hvenær sem er,” sagði Moran. “Eg skal selja, fái eg mitt verð fyrir búið,” sagði Jenkins. Talsíminn í setustofunni fór nú að hringja. Crew leit til Linden. “Þín hringing,” sagði hann. Linden stóð á fætur og fór inn í stof- una til að svara símkallinu. Eftir örstutt sam- tal við símann kom hann aftur. “Akers fékk póstflutningsverkið,” sagði h.ann og brosti þreytulega. Crew þeytti brauðskorpumola að ofnin- um. “Eg taldi víst, að þú fengir það,” sagði hann gremjulega. “Þú hefðir átt að hreppa það, Dale,” sagði Jenkins. “Akers hefir engan útbúnað til slíks. Eg skil ekkert hvers vegna honum gat dottið í hug að sækja um það.” “Allir hafa jafnan rétt til að gera það.” >

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.