Lögberg - 16.04.1942, Síða 8

Lögberg - 16.04.1942, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. APRÍL, 1942 Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir siendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verði $1.00. Burðargjald 5c. ♦ -f -t- Með s.s. Brúarfoss komu lil New York í byrjun þessa mán- aðar, eftirgreindir íslendingar: Jóhann Kristjánsson og Franz Anderson, báðir kaupmenn, og Hákon Loftsson, stúdent. -f -f -f Mrs. Guðlaug Eggertsson, hjúkrunarkona, tekur að sér nú þegar sjúkrahjúkrun; hefir hún frcklega 30 ára æfingu við hjúkr- unarstörf við góðan orðstír. Heimili hennar er að 543 Victor Street. Sími 33 695. f -f -f Nýkomnir eru hingað til borg- arinnar af íslandi, Kristján Jónasson læknir, til framhalds- náms, sonur Jónasar Kristjáns- sonar, fyrrum héraðslæknis á Sauðárkróki, og þeir Alfred Blíassn og Ásmundur Magnús- son, til flugnáms. f f f Fjölmennið á lokasamkomu Laugardagsskólans, sem baldin verður i Fyrstu lútersku kirkju á laugardagskveldið kemur, þann 18. þ. m. Auðsýnið góðu mál- efni rækt, með því að láta hvert einasta sæti í kirkjunni verða skipað! f f f Á föstudaginn þann 3. þ. m., voru gefin saman í ihjónaband í Edmonton, Thelma Eggertson- Marlatt og Jóhann T. Jóhanns- son iðjuhöldur þar í borginni. Brúðurin er dóttir Árna heitins Eggertssonar fasteignasala. Lög- berg flytur þessum velmetnu hjónum innilegar hamingjuóskir. Rev. W. F. Nainsby framkvæmdi hjónavigsluna. f f f Gefin voru saman í hjóna- band, fimtudaginn 9. apríl, i St. Stephens United Church hér í bæ, þau Margaret Oddný Eiríks- son og Guðmundur Eric Björn- son, af presti safnaðarins, Rev. H. A. Franue. Brúðurin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. ólafur E. Ei- ríkson að Oak View, Man., en brúðguminn er sonur þeirra Mr. og Mfs. Björn Björnson, Lundar, Man. — Eftir giftinguna vai haldin mjög rausnarleg veizla hjá Pickardy’s; |þvi næst fóru ungu ihjónin i brúðkaupsferð tii Port Arthur, Ont. Framtíðar- heimili þeirra verður að Oak Bluff, Man., þar siem Mr. Björn- son er skólastjóri. f f f Frónsfundur Mánudaginn þann 20. apríl, kl. 8 að kveldi, heldur þjóðrækn- isdeildin “Frón” opinn fund i efri sal Goodtemplarahússins á Sargent Ave. Allir, sem sækja vilja fundinn, eru beðnir að mæta stundvislega. Margt verð- ur þar til skemtunar og fróð- leiks: Jón .1. Bíldfell flytur ræðu um veru sína í Norður- Canada, og sýnir skuggamyndir á eftir, Birgir Halldórsson syng- ur, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson hefir tölu, Einar P. Jónsson, rit- stjóri, les upp kvæði, o. fl. o. fl. — Á þessum fundi verða tekin samskot fyrir Rauðakróssinn, og er þess vænst, að þeir, sem geta, leggi þar fram eitthvað af mörk- um. Nefndin. Mr. Árni G. Eggertson, K.C., lagði af stað vestur til Saskatoon og Edmonton á fimtudagskvöld- ið í vikunni sem leið í lögfræði- legum erindum; hann bjóst við að verða að heiman nokkuð á aðra viku. f f f Mr. og Mrs. J. G. Stephanson frá Kandahar, sem dvöldu hér í borginni í vetur, en nú eru kom- in heim, biðja Lögberg að flytja vinum sínum og vandamönnum í Winnipeg og Selkirk, hjartans þakklæti fyrir ástúð og um- hyggju þeim auðsýnda, er þeim mun seint úr minni líða. f f f Veilið athygli! Að forfallalausu verður árs- lokasamkoma Laugardagsskól- ans í Riverton, Man., haldin 8. maí n. k. í “Parish Hall”. Auk þess sem börnin taka þátt i skemtiskránni verður sýnd hin nýja “filma” sem Þjóðræknisfé- laginu var send sem gjöf frá ís- landi i vetur. Nánar auglýst seinna. f f f Anniversary Bridge The Jón Sigurdson Ghapter, I.O.D.E. ihave aranged for their Anniversary Bridge to be held in the F'ederated Church, Ban- ning St., Tuesday evening, April 21 st. The plans for a Birthday celebration in March had to be postponed; but we hope all our gooid friends will help us to celebraje as usual. Four good prizes will be given, donated by The T. Eaton and Hudsons Bay companies. On this occasion the draw for the knitted Afghan will be concluded. The Bridge will commence at 8.15 p.m. H. D. ♦ f f Útvarp Útvarpsmessa fer fram í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg sunnudaginn 26. april, kl. 7, undir umsjón hins Sameinaða kirkjufélags. Séra Eyjólfur J. Melan, j>restur Sambandssafnað- anna í Nýja íslandi messar. út-, varpað verður á íslenzku. Söng- stjóri er Pétur Magnús, sólóisti er Miss Lóa Davidson og organ- isti Gunnar Erlendson. Söng- flokkurinn syngur kórsönginn “Lofið Guð” eftir Wennerberg. f f f Giftingafregnir: Gefin saman í hjónaband al séra Sigurði Ólafssyni, þann 6. apríl, að heimili Mrs. Guðlaugar Johnson, Selkirk, Man., sonur hennar Gústaf Haraldur John- son, og Guðrún Friðbjörg Elías- son. Brúðguminn er sonur Jóns trésmiðs Johnson, sem nú er látinn, og eftirlifandi ekkju hans, sem nafngreind er að ofan; en bróðir Dr. E. Johnsn og þeirra systkina. Brúðirin er dóttir Elíasar Elíassonar, nú látinn, og eftirlifandi ekkju hans Guðrún- ar Thordardóttur; er hún upp- alin í Saskatchewan-fylki, en ættir foreldra hennar af ísafirði. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður í Selkirk. Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði ólafssyni að heim- ili hans í Selkirk, Man., þann 10. april: Guðmundur Sigmar Sigvaldason frá Árhorg, Man. og Thorey Jakobson, sama staðar. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Guðm. Sigvaldason, Árborg, Man. Brúðurin er d'óttir Mr. og Mrs. Böðvar Jakobson, Árborg, Man. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður við Árborg, Man. LEIKFÉLAG SAMBANDSSAFNAÐAR sýnir "TENGDAPABBA" Gamanleik í 3 þáttum í Samkomusal Sambandskirkju MÁNUDAGSKVÖLD 4. MAÍ og ÞRIÐJUDAGSKVÖLD 5. MAÍ Byrjar kl. 8 - - - - Inngangur 50c Þann 4. þ. m., gaf séra Valdi- mar J. Eylands saman í hjóna- band að heimili sínu, þau Ruby M. G. Halldorson, og John C. I). Mark, bæði frá Lundar, Man. f f Nýlátin er hér í borginni Sig- ríður Hnappdal, 89 ára að aldri. Kveðjuathöfn fór fram frá Bar- dals. Séra Valdlinar J. Eylands jarðsöng. ■f ♦ • ♦ Tengdapabbi Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu verður þessi skemtilegi leikur sýndur í Win- nipeg mánudags- og þriðjudags- kvöld, 4. og 5. maí. Leikfélag Sambandssafnaðar er vel þekt fyrir ágætar leiksýningar og eins og undanfarin ár er allur frá- gangur vandaður. Má fólk búast við góðri skemtun þessi kvöld. Aðgöngumiðar til sölu í Björn- son’s bókabúð og hjá mieðlimum leikfélagsins. ♦ ♦ f Glenboro 2. apríl 1942. Háttvirti Mr. Swanson:— Fulltrúar Glenboro-safnaðar hafa gengist fyrir ofurlitlum samskotum fyrir Betel, hjá safn- aðarfólki okkar hér og öðrum Íslendingum hér í Glenboro, mér þykir það minkun hvað íslend- ingar hafa kipt að sér hendinni á síðari árum í því að styrkja Betel, það gæti verið töluverður styrkur fyrir hælið ef almenn samskot væru tekin meðal ísl. jafnvel þó ekki væri mikið gef- ið af hverjum. Hér fvlgir nafna- skrá gefenda: Jón Helgason ............$ 5.00 Mr. og Mrs. S. A. Anderson 5.00 Mr. og Mrs. G. J. Oleson 3.00 Mr. og Mrs. F. Frederickson 2.00 Mr. og Mrs. G. Lambertsen 2.00 Mr. og Mrs. E. H. Fáfnis 2.00 Mrs. Guðrún, Thorsteinson 2.00 Hans Jónsson ............. 2.00 Mrs. Sigurlaug Einarson .. 2.00 Mr. og Mrs. G. J. Olafson 1.00 Mr. og Mrs. Sigmar Bjarna- son ................... 1.00 Mr. og Mrs. G. F. Goodman 1.00 Mr. og Mrs. T. E. Oleson 1.00 Mr. og Mrs. Arni Josephson 1.00 Mr. og Mrs. Hannes Ander- son ................... 1.00 Mr. og Mrs. Matt. Swanson 1.00 Mr. og Mrs. B. B. Myrdal 1.00 Mr. og Mrs. Ingi Swainson 1.00 Mrs. Guðrún Swanson 1.00 Mrs. A. S. Arason 1.00 Mrs. H. H. Johnson 1.00 Mrs. Th. Goodmanson 1.00 Mrs. H. Oliver 1.00 Mrs. O. S. Josephson ..... 1.00 Mrs. Mary Sigmar 1.00 Albert Sigmar 1.00 Leo Johnson............... 1.00 Clarence Johnson 1.00 Mr. og Mrs. T. Hannesson 1.00 Mr. og Mrs. O. Josephson 1.00 Mr. og Mrs. S. E. Johnson 1.00 Mr. og Mrs. P. A. Anderson 1.00 Mr. og Mrs. Ben. Heidman 1.01) Mr. og Mrs. Arman John- son .................... 0.50 Mr. og Mrs. S. B. Stephen- son .................... 0.50 Kvenfélag Glenborosafn.... 10.00 Alls .........j.........$60.00 Með beztu óskum til Betel. Þinn einlægur > G. J. Oleson, Fors. Glenboro-safn. Messuboð Fyrsta lúierska kirkja Séra Valdimar J. Eylands prestur. Sunnudaginn 19. apríl— Guðsþjónustur með venjuleg- um hætti: á ensku kl. 11 f. h. á íslenzku kl. 7 e. h. f f f Lúierska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 19. apríl— Sunnudagsskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7 síðd. Allií boðnir velkomnir. S. ólafsson. f f f Hr. Skúli Sigurgeirsson, guð- fræðanemi, flytur guðsþjónustur á eftirgreindum stöðum og tíma á sunnudaginn þann 19. þ. m.: Foam Lake kl. 2.30 e. h., ís- lenzk messa Leslie kl. 7.30 e. h„ ensk messa. f f f Sunnudaginn 19. apríl messar séra H. Sigmar í Gardar kl. 11 ^g í Eyford kl. 2.30 e. h. Báðar messurnar á íslenzku. Messa að Mountain 19. apríl. Sú messa á ensku og byrjar kl. 8 að kveld- inu. Fólk er vinsamlega beðið að gjöra sitt itrasta til að sækja messur vel. f f f Guðsþjónusiur í Vainabygðum Sunnudaginn 19. apríl— Wynyard, 3 p.m., isl. messa. Kandahar, 7.30 p,m„ ensk messa. Sunnudaginn 27. april— Westside School, 11 a.m. ísl. messa. Foam Lake, 2.30 p.m„ ensk messa. Leslie, 7.30 p.m., ensk messa. B. Theodore Sigurdson. f f f Messa í Árborg Messað verður á ensku í kirkju Árdalssafnaðar næsta sunnudag, 19. apríl, kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. f f f Gimli prestakall Sunnudaginn 19. apríl— Betel, morgunmessa; Gimli, is- lenzk messa kl. 3 e. h. B. ,4. Bjarnason. Dakota-fréttir Sumarmála-sönghátíð á Mounlain, N.D., 23. apríl, 1942. Hr. ritstjóri Lögbergs:— Eg tel það íréttir, sem vert sé að geta um, að það sem eftir ei af Karlakór ísl. hér i Dakota ætlar að beita sér fyrir því, að fagna sumrinu með söng og hljóðfæraslætti. — Það minnir mann ósjálfrátt á gömlu hetj- urnar ,sem héldu velli, þó í mikl- um minnihluta væru. En eins og oft vildi til fyr á timuin, að flokkar streymdu að úr ýmsum áttum itil hjálpar þeim, sem i minni hluta voru, eins hefir nú þessum fáliðaða karlkaór auðn- ast að fá mikinn liðsauka, til efl- ingar söngmentinni. Og þó að það iið sé ekki alt karlmann- legt úttits, þá þarf enginn að bera kinnroða fyrir það. — Ef þið trúið mér ekki, þá komið þið bara til Mountain, á sumardag- inn fyrsta, og reynið að ná í sæti í tíma. Sjáið flokkana þrjá, r-Agfctt CWý—, “In the direction of total war.”—From the Winnipeg Free Press. og hlustið á sönginn. “Sjón er sögu ríkari,” og heyrn er blöð- um betri. Þeir, sem syngja á þessari á- minstu samkomu ieru: Karlakór, fjörutíu radda blandaður kór, og miðskóla-ungmeyjakór, 14 radd- ir; ennfremur tveir eða fleiri einsöngvarar og slaghörpu-sóló. Þessa kóra hefir hr. R. H. Ragnar þjálfað i hjáverkum sínum frá píanó-kenslu, en hann hefir nú aðeins 85—90 nem- endur. — “Sá ihefir nóg sér nægja lætur,” sagði K.N. okkar, þegar Guðni átti eftir “aðeins 8 dætur.” — Já, viö vorum hepn- ir að fá Ragnar hingað. Vitan- lega verður söngurinn undir hans stjórn. Dr. Beck heilsar sumrinu með stuttri ræðu, og máske nökkr- um ljóðlínum. Við vonum að Halldór J. Stefánsson amist ekki við þvi. Forseti karlakórsins, St. J. Hallgrímsson stýrir samkom- unni. Söngurinn byrjar kl. 8 að kveldinu. Fyrir hönd karlakórsins, Th. Th. Öttast um fjóra vélbáta Frá fréttaritara Alþýðublaðs- ins í Vestmannaeyjum seint i gærkveldi: Hér er óttast um þrjá vélibáta með um 14 manna áhöfn, sem fóru í róður í fyrrinótt klukkan 2 í sæmilegu veðri. Eftir því sem bezt verður vitað leita 7 tog- arar að bátnum og auk þeirra varðbáturinn “Ægir.” i fyrrinótt klukkan 2 réru nær allir bátar héðan eða um 80. En í gærmorgun rauk hann skyndilega upp og gerði ofsa- veður og fóru bátarnir þá að flýta sér heim. Voru fáir bátar komnir í gærkveldi kl. 6, en þeir voru að smátýnast inn í gær- kveldi og í nótt. Snemma í morgun vantaði fimm báta, en tveir þeirra, “Frigg” og “Freyja” komu rétt fyrir hádegið. Bátarnir, s>em ekki komu upp úr iniðjum degi í gær, "voru langan tíma að hrekja vestan við Eyjar. i þessum hrakningum sökk einn báturinn, “Bliki,” en öðr- um vélbáti, “Gissuri hvila,” tókst að bjarga skipshöfninni, þó að við ákaflega slæmar að- stæður væri að etja. Bátarnir, sem vantar eru: “Aldan,” skip- stjóri: Jónas Bjarnason, “Ófeig- ur I” skipstjóri: Þórður Þórðar- son og “Þuríður formaður,” skipstjóri: Jón Sigbjörnsson. Þegar vélbáturinn “Freyja" komst til hafnar í dag skýrðu skipverjar svo frá, að “Aldan” hefði verið með bilaða vél í gær og hafði “Freyja” tekið hana í slef og verið með hana “í slefi” í 4 tíma, en klukkan 10 í gær- kveldi slitnaði tógin og týndist “Aldan” út í myrkrið og of- viðrið. Bátar af Suðurnesjum lentu og í ihrakningum — og vantar einn þeirra enn, “Ægi,” sem gengur frá Keflavík. — Hefir ekkert spurst til hans, þrátt fyr- ir leit. “Sætojörg” fór út til aðstoðar bátum og kom hún að vélbátn- um “Aldan” frá Neskaupstað, sem gengur frá Keflavík, þar sem hann var í nauðum stadd- ur. Var hún með hann í eftir- dragi þegar síðast fréttist. —(Alþbl. 3. marz). MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR % V Svo auðvelt að bæta teskeið I pott í íyrsta drykk unga yðar, til þess að halda meltinK. arfærunum t lagi og tryggja ltfræna þróun. Viðskifta- vinir segjast ekki geta verið áu HAMBLBY'S CHICK ZONK 6 oz., 40c; 12 oz., 75c; póstfrflt 40 oz. $1.25, % gal. $1.50; 1 gal.. $2.75. Express krafa. Skrifið eftir ókeppis verðskrá með myndum J. J. Hambley Hatcheries Winnipeg, Regina, Saskatoon, Calgary Edmonton_ Portage, Dauphin, Brandon, Sioan Lake TIL ÞESS AÐ TRYGGJA YÐUR SIÍJÓTA AFGREIÐSLU Skuluð þér ávalt kalla upp SARGENT TXXÍ PHONE 34355 - 34 557 SARGENT and AGNES TRLMP TAXI ST. JAMES Phone 61 111 TILKYNNING Arðmiðar af hlutabréfum í h.f. Eimskipafélagi fslands verða nú til útborgunar hjá herra Árna G. Eggertson, K.C., 300 Nanton Bldg„ Winnipeg, fyrir vestur-íslenzka hluthafa. Ásmundur P. Johannson. LOKASAMKOMA LAUGARDAGSSKÓLA ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS verður haldin í Fyrstu lútersku kirkjunni á Victor St. LAUGARDAGINN 18. APRÍL, KL. 8.30 E.H. SKEMTISKRÁ: O Canada 1. Barnakór 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. (a) Haustkvöld (b) Nýársnótt (c) Álfadans Ávarp samkomustjóra — Séra V. J. Eylands Piano Solo — Richard Beck Leikur, Brúðan hennar Rönku” — 4 börn Framsögn — Miss Lilja Johnson Accordion Solo — Neil Hanson Leikur, “Kassinn hennar Pandóru” — 13 börn Barnakór {g SmaladrenBnrinn Ræða — Dr. Richard Beck Piano Solo — Miss Thora Ásgeirson Ávarp — Mrs. E. P. Jónsson Eldgamla ísafold God Save the King. Aðgangur 25c — Ókeypis fyrir börn innan 14 ára aldurs.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.