Lögberg - 14.05.1942, Side 1
PHONES 86 311
Seven Lines
,uvvvvcA
I>attO^ a“' For Better
Coí' tV Dry Cleaning
________ and Laundry
'»SS3fe>
55. ARGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. MAÍ, 1942
NÚMER 20
Japanir sæta
í sjóorustu
í byrjun vikunnar, sem leið,
loku að berast óljósar fregnir
a* hrikalegri orustu í Coral-haf-
inu milli japanska flotans ann-
arsvegar. og flota sameinuðu
bióðanna hinsvegar; var það
Þegar auðsaett af fyrstu fregn-
uui, að Japanir heíði beðið þar
atakanlegan ósigur; um það varð
ekki vilst, að þessari japönsku
^iotadeild væri beint að Ástralíu;
Tilkynning
frá skrifstofu íslenzka
ræðismannsins
í Winnipeg
Ræðismaður fslands hér í
^org, Mr. Grrttir Leo Jóhanns-
s°n, hefir nýverið fengið eftir-
greindar upþlýsingar frá Sigurði
Jónassyni lögfræðingi í Reykja-
vik:
Alþingi fslands hefir veitt I)r.
Sig. Júl. Jóhannessyni 500 króna
skáldastyrk; upphæðin send
ræðisinanni í dollurum til út-
h°rgunar. Fimm -hundruð króna
skáldastyrkur til J. Magnúsar
Rjarnasonar fyrir árið 1939,
einnig sendur til ræðismanns til
hrakförum
nú hafa meginherstöðvar hinna
sameinuðu þjóða í Ástralíu
formlega tilkynl, að Japanir hafi
í viðureign þessari, mist að
minsla kosti 24 skip. þar af 12
herskip af ýmsum stærðum; enn
hefir ekki verið skýrt frá tapi
sameinuðu þjóðanna, með því
að MacArthur yfirhershöfðingi
lítur svo á, að á þessu stigi
málsins gæti upplýsingar í
þessa áit orðið óvinaþjóðunum
lil hagsmuna.
útborgunar í peningum.
Bókaforlagið Edda í Reykja-
vík hefir tekið að sér útgáfu á
öllum ritverkum J. Magnúsar
Bjarnasonar, auk þess sem Sig-
urður Jónasson hefir gert Gretti
ræðismanni aðvart um það með
símskeyti, að ljóð Einars P.
Jónssonar verði gefin út í
Reykjavík í sumar jafnskjótt og
handrit af þeim komist heim.
SAMBÖNDUM SLITIÐ
Frá Melbourne er símað á
miðvikudagsmorguninn, að Jap-
anir hafi nú svo um hnúta-búið.
að öllum samböndum Filipps-
eyja við umheiminn, sé gersam-
lega slitið.
Veitið Rauða krossinum fulltingi yðar
Söfnun í sjóð Rauða krossins stendur nú yfir, og veltur
mikið á, að hver og einn þegn þessa lands finni sér það
skylt, að ljá þessu mikla mannúðarmáli alt hugsanlegt
lið. Oft var þörf, en nú er nauðsyn, að allir leggist á
eitt, og skipi sér í heilsteypta breiðfylking vegna þeirra
mörgu mannúðarmála, sem að kalla. Rauði krossinn
þarfnast mikils fjár til þess að geta fullnægt allra brýn-
ustu þörfum; hafið það hugfast, að kornið fyllir mælirinn.
KIRKJUÞING
Hið fimtugasta og áttunda ársþing Hins evangeliska
lúterska kirkjufélags fslendinga í Vesturheimi verður
sett ineð opinberri guðsþjónustu og altarisgöngu kl. 8
að kvöldi föstudagsins 26. júní, 1942, í kirkju Selkirk-
safnaðar í Selkirk, Manitoba. Áætlun um dagskrá gerir
ráð fyrir að þingið standi yfir frá 26.—30. júni. Söfn-
uðir hafa rétt til að senda einn fulltrúa á þing fyrir
hverja hundrað fermda meðlimi eða brot af hundraði,
en þó þannig að enginn söfnuður hafi flejri en fjóra
fulltrúa á þingi. Allir söfnuðir eru beðnir að neyta rétt-
ar síns og senda fulltrúa á þing.
Embættismenn og fastanefndir áminnast um að
allar skýrslur ber að leggja fram á fyrsta þingdegi.
K. K. ólafson, forseti.
Dagsett í Winnipeg, Man. 11. maí 1942.
Áttræðisafmæli
Frú Jónína Júlíus
Síðastliðinn mánudag átti frú
Jónina Júlíus, ekkja Jóns Júlíus,
bróður Kristjáns Dakotaskálds.
áttræðisafmæli, og heimsótli
hana þann dag mannfjöldi mik-
ill, eldri og yngri vina; hún hafði
fyrir skömmu orðið fyrir því
slysi að fótbrotna, en var nýlega
komin heim af sjúkrahúsi, og
komin á góðan bataveg.
Frú Jónína er fædd að Rauðá
i Bárðardal, og fluttist vestur á
ungum aldri; hún er glæsileg
og gáfuð korfa, er helt hefir
geislum í ríkum mæli á veg sam-
ferðasveitar sinnar; hún er til
heimilis hjá dóttur sinni, Mrs.
B. S. Benson, að 757 Home St.,
þar sem hún nýtur umhyggju og
ástúðar allra aðstandenda.
Frú Jónína hefir tekið mikinn
og giftudrjúgan þátt í mannfé-
lagsinálum íslendinga i þessari
borg, og starfað ósleitilega að
hag Fyrsta lúterska safnaðar;
enda gengur hún jafnan heil og
óskift að verki; hún þakkar af
grunni hjarta síns gjafirnar og
árnaðarskeytin, sem henni bár-
ust á afmælisdaginn, en þó ekki
sízt heimsókn ungra og aldinna
vina, er stuðluðu að því, að gera
afmælisfagnaðinn sem eftir-
minnilegastan.
Lögberg flytur frú Jónínu
innilegar árnaðaróskir i tilefni
af áttræðisafmælinu.
VIÐ FÁUM GÚMMÍVÖRUR
OG LANDBÚNAÐARVÉLAR
FRÁ AMERÍKU
Samkvæint fregnum sem ríkis-
stjórninni hefir fyrir nokkru
borist frá sendiherra okkar í
Washington, er nú sennilega bú-
ið að tryggja það, að við fáum
keyptar vestra allar þær gúmmi-
vörur, sem við þurfum á þessu
ári og einnig allar nauðsynlegar
vélar til landbúnaðarstarfrækslu.
Þetta er okkur að sjálfsögðu
ákaflega mikils virði, þvi að það
er nú miklum erfiðleikum bund-
ið að fá þessar vörur.
Hinsvegar er mikil hætta á, .að
stjórn Bandaríkjanna geti ekki
látið okkur í té skipakost til
flutninga á vörum hingað, og er
það vitaskuld mjög bagalegt, því
að skipastóll sá, er við eigum
eða ráðum yfir, fullnægir ekki
þörfinni. —• (Mbl. 19. marfc).
TRAUSTI LÝST Á MR. KING
Símað er frá Ottavva á mið-
vikudaginn, að þrátt fyrir em-
bættisafsögn Cardin’s ráðherra,
hafi þingflokkur Liberala lýst
fullu trausti á King forsætisráð-
herra, að undanteknum ellefu
þingmönnum frá Quebec, er
fylgi Gardin að málum; það og
talið iíklegt, að þessir ellefu átti
sig áður en langt um líður.
Arásirnar á Malta
Þjóðverjar halda uppi jafnt og
þétt loftárásum sinum á Malta,
og sæta einni útreiðinni annari
verri; mistu þeir þar á síðast-
liðnum þremur dögum, eitt-
hundrað og tvö loftför, að því er
siðustu fregnir herma.
í útvarpsræðu á sunnudaginn
lýsti Churchill forsætisráðherra
yfir því, að Gort lávarður hefði
verið skipaður höfuðsmaður
brezka varnarliðsins á Malta; er
hann talinn einn af liinum allra
ráðsnjöllustu herforingjum Breta
í núverandi styrjöld, og þykir i
hvívetna hinn mesti, fullhugi.
ÍSLENZKUR MAÐUR
SKOTINN TÍL DAUÐS
Sá hörmulegi atburður gerðist
skamt innan við Reykjavík s.l.
laugardagskvöld, að amerískur
varðmaður skaut á íslenzka bif-
reið og beið farþegi í bifreið-
inni, Gunnar Einarsson, bana af.
Tildrög atburðarins voru þessi
Um kl. 11 e. h. voru þeir Magnús
Einarsson, forstjóri, og Gunnar
Einarsson, vélfræðingur, á ferð
um veg skamt frá amerísku her-
búðunum innan við bæinn. Er
vegur þessi opinn til umferðar.
Amerískur varðmaður stöðvaði
bifreiðina, en leyfði þeim síðan
að halda áfram. Litlu siðar
stöðvaði annar varðmaður bif-
reiðina, hafði tal af þeim og
Jeyfði þqim síðan að halda á-
frain, að þvi er Magnúsi skildisl,
en er þeir voru rétt komnir af
stað aftur, reið af skot úr byssu
varðmannsins og kom í hnakka
Gunnars. Lézt hann á hjúkr-
unarstöð ameríska hersins 2 klst.
siðar. — Gunnar Einareson var
niaður á fertugs aldri, sonur
Einars Jónssonar, málara, er
dvaldi alllengi hér í bænum um
s.l. aldamót. — Hann var nýlega
kvæntur Þóru Borg, leikkonu.
—(Dagur 19. marz).
Heill á húfi
Capt. Njáll O. Bardal
Um síðustu helgi bárust hing-
að þau ánægjulegu tíðindi, að
Capt. Njáll O. Bardal, sonur þeirra
Mr. og Mrs. A. S. Bardal, væri
heill á húfi í Hong Kong; hann
var einn þeirra Canadamanna,
er vörn héldu uppi gegn innrás-
arhersveitum Japana í þessu
landnámi Breta, sem Japanir,
eftir harða viðureign, náðu haldi
á; nú hefir hin lamandi óvissa
um aðstæður þessa inæta Winni-
peg-íslendings verið rofin með
áminstri fregn, og er það eigi
aðeins nánasta sifjaliði, heldur
og hinum mörgu, öðrum vinum
hans, ósegjanlegt fagnaðarefni.
Einhverntíma slotar núver-
andi gerningahríð, og þá kemur
Njáll heim aftur.
Flutningaskipi sökt
í St. Lawrence fljóti
Tilkvnt hefir verið að flutn-
ingaskipi einu, állstóru, hafi
verið sökt í St. Lawrence-fljótinu
á mánudaginn var, af völdum ó-
vinakafbáts; er þetta í fyrsta
sinn í sögu hinnar canadisku
þjóðar, að slíkur óvinafagnað-
ur hafi gerst á þessum slóðum.
Áttatíu og átta af skipverjum,
er mælt að hafi bjargast, mis-
munandi þjakaðir og meiddir.
75 ÁRA AFMÆLI
BORGARNESS
Borgnesingar héldu hátíðlegt
75 ára afmæli kauptúnsins á
laugardaginn var, en þá voru
liðin 75 ár síðan Borgarnes varð
löggiltur verzlunarstaður.
Afmælissamkoma var hahiin í
samkomuhúsi bæjarins. Sátu
það samsæti um 250 manns.
Friðrik Þórðarson oddviti setti
sanikoinuna með ræðu, þar sem
hann í fáum orðum mintist sögu
staðarins.
Ivarlakór Borgarness söng þar
undir stjórn Halldórs Sigurðs-
sonar bókhaldara. Kvartett söng
þar og nokkur lög.
Á 50 ára afmæli Borgarness
árið 1917 orkti Þorsteinn heitinn
Gíslason afmælisljóð. Voru þau
sungin við þetta tækifæri.
Nokkrir menn úr héraðinu
sóttu samkomu Jiessa, en flestir
voru þar Borgnesingar. Skemtu
menn sér hið bezta.
Á 50 ára afmæli Borgarness
árið 1917 voru lögð fyrstu drög
að hafnargerð þar. Gaí Thor
Jensen þá 10 þús. kr. til vænt-
anlegra hafnarvirkja, en sam-
skot komu til viðbótar, er námu
5 þús. krónum. Varð J>etta und-
irstaða hafnarsjóðsins.
Síðustu 25 ár hafa Borgnes-
ingar oft haldið afmælið hátíð-
legt, og þá notað það tækifæri
hin síðari ár til Jiess að afla fjár
til skrúðgarðsins, sem gerður er
umhverfis Skallagrímshaug. Heit-
ir garðurinn Skallagrimsgarður.
Hefir kvenfélag staðarins annast
garðinn með mikilli prýði.
— (Mbl. 24. marz).
Sæmdur skáldastyrk
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson
Lögbergi hal'a borist þær iregn-
ir, að AlJiingi íslands hafi veitl
Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni 500
króna skáldastyrk. Er hann fyr-
ir löngu maklegur slíkrar viður-
kenningar, og flytur Lögberg
honurn í Jiessu tilefni, innilegar
hamingjuóskir.
SÆSÍMI YFIR SKERJAFJÖRÐ
TIL BESSASTAÐA
Póst- og smíamátastjóri hefir
tilkynt vitamálastjóra, að mjög
bráðlega verði lagður nýr sæ-
símastrengvir yfir Skerjafjörð,
hér um bil frá miðri eyrinni
Vestan við Seiluna, þvert yfir
fjörðinn til Skildinganess, skamt
fyrir utan olíustöð Shell.
Aljijóða sa'símamerki verða
sett strax við bæði landtök.
Eftir þvi sem blaðið hefir
íregnað, frá öðrum hciinilduin,
mun hér átt við sæsímastreng,
sem í ráði er að leggja til bú-
staðar ríkisstjóra, frá Reykjavik
til Bessastaða. Sími Jiessi mun
verða i sambandi við sjálfvirku
miðstöðina í Reykjavík.
—(Mbl. 19. marz).
HERT Á SÓKN
Frgnir frá Berlin á miðviku-
dag, láta mikið yfir sigurvinn-
ingum Þjóðverja á Krímskaga.
Rússar hafa enn eigi staðfest
fregnirnar.
Háflug
Eftir John Gillipsie Magee
Petta kva'ði á enáku er fest upp U1 sýnis og lesturs I öllum helztu
flugskólum brezka rikisins. pað er ort af 19 ára unglingi, seni
féll I orustu konunglega flugliðsins t desembermánuði 1940. pví
hefir verið jafnað við kvæði Ruperts Bro«ks: “Hermaðurinn” og
kvæði McCrea’s "í Planders.” Pað er sýnt með báðum þeim kvæð-
um á nýbyrjaðri sýningu í hinu svokallaða "pingbðkasafni” I deild
er nefnist: “Trúar- og frelsisljóð.”
Eg losnað hefi jarðarfjötrum frá,
í frelsi kannað leiðir himingeims,
mót sólu klifrað, klofið loftin blá
og komist inn í fögnuð æðra heims.
>
Eg dansað hef’ við sólsprengd skúraský,
sem skinu eins og þúsundlita glóð,
og gert svo margt, sem enginn skilur í
og aldrei fyrri dreymdi nokkra þjóð.
Eg svifið hefi, sveiflast, hvolfst og steypst,
og svifið aftur hærra og lengra en fyr;
mér allir vegir lífsins hafa leyfst
í ljóssins ríki — opnar hverjar dyr.
Eg svifið hefi’ um sumarhlýjan geim,
Þar sólbjört þögnin eins og draumsæng lá,
og þaðan inn í kaldan hrykaheim,
við hryðjustorma glímt og flogist á.
Upp hærra en fleygum fugli væri kleift
eg flaug í gegnum himniloftin blá;
og miklu fleira en fyr var nokkrum leyft
á ferðum þeim eg heyrði, skildi og sá.
Er hljóður sveif eg, hvergi eygði strönd
um heilagleikans veldi, engilfrjáls,
eg út í loftði rétti hægri hönd
og hafði snortið andlit drottins sjálfs.
Sig. Júl. Jóhannesson þýddL