Lögberg - 14.05.1942, Síða 3

Lögberg - 14.05.1942, Síða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 14. MAÍ, 1942 3 ur og búa faranigur sinn út fyrir f«rðalagið. En strax er því væri fokið, átti hann að mæta hjá Chang. Hann fylgdi okkur út að fólksbifreiðinni. Við stigum inn i hana og ókuin heim. Einnig að þessu sinni höfðum við í fylgd með okkur nokkra her- nienn er stóðu utan á aurbrett- inu. f>að var því líkast sem iwerinn væri útdauður, og það sást vergi nokkur lifandi sála á götunum, hvergi sást ljós i glugga og það heyrðist ekki einu sinni bofs í hundi. Heima hjá okkur biðu allir í takrnarkalausri æsingu. Það botnaði enginn í hvers vegna við vorum svona lengi, og þeir gátu ekki dulið gleði sína þegar við foksins komum. Við Yew skýrð- uni frá öllu sem við hafði borið ú þessum óskemtilegu samfund- uin. Þjónarnir okkar, sem einn- Jg voru áheyr.endur að frásögu °kkar, urðu ælir af reiði, og ósk- uðu Tunigusarhermönnunum ei- litra kvala í heitatsa glóðhafi vitis. Á meðan við biðm bundnir og hálfnaktir, höfðu hermennirnir stolið vasaljósum okkar, tveim- ur úrum, vindlingahylkjum, þar uð auki hitamæli, sem Yew hafði i vasanum og sjónaukanum mín- uni, sem lá geyindur í bílnum. kærði fyrir Chang, að þess- uin hlutum skyldi hafa verið stolið af hermönnunum hans. Cn eina svarið sem eg fékk var, að það væri ekki nokkur leið að i*nná þetta aftur. Og þegar alt ^oni til alls, hafði þetta ekki svo mikið að segja. Við höfð- uin rneir en einn h'lut af öllu því som okkur reið á iniklu að hafa, °g það sem mér fanst fyrir niesdu var það, að þeir skyldu okki hafa tekið handtöskuna Ulina. Og mér þótti þó enn Vsenna um það, að við skyldum hala verið settir á. Þegar að fé- iagar mínir óskuðu Chang og bólum hans niður'í heitasta vít- l8eld, svaraði eg því, að mér fyndist hann eiga skilið að fá gullorðu fyrir að hafa sýnt það mikla sjálfstjórn, að skjóta okk- Ur ekki í bræði sinni. Það mátti ekki muna neinu, að við yrðuir. skoitnir niður sem hundar. Yew, Georg og Effe voru allir sann- faerðir um, að ef eg hefði ekki látið undan, þá hefði síðasta skipun verið: “Skjótið!” Æs- lngin, sem Ghang var kominn i, Vur svo mikil, að hann hefði ekki getað stilt sig ef orðinu hefði ^ullað eða nokkurt frekara til- efni gefiist till að gera út af við °kkur. Og samúðin hefði ver- hans megin á eftir. Enginn hofði áfelst hann fyrir að brjóta u bak afltur mótþróa nokkurra utlendin.ga, er stóðu í veginum fyrir framkvæmd áriðandi hern- uðarskipunar, skipunar sem framkvæma varð án nokkurrar tufar. Ef að við fjórmenning- arnir hefðum verið skotnir, varð einnig að skjóta alla hina leið- angursmennina svo enginn yrði «1 frásagnar um ódæðisverkið. Hitt var annað mál, að þar sem enginn hermannanna kunni að stýra bifreið, voru bílarnir ekki ’uikilsvirði eftir að búið var að skjóta okkur — og það er ekl að vita nema þetta síðaista atri biifi ráðið nokkuru um, að v f«ngum að halda lífi. “Ef nokkur vo.gar að snerta bendi við mér, skýt eg hann niÖur eins og hund,” hafði Effe fuliyrt einhverntíma fyrir þessa bræðilegu nótt. Nei, gerðu það ekki, vinur U'inn,” man eg að eg hafði sagt. 1>vi að annars verður bæði þú °g við allir skotnir til bana.” Á stund hættunnar, þessa ör- lugaþrungnu nótt, sýndu fclagar Urinir þrír, dæmalaust hugrekki iskalda ró. Við vorum vopn- lausir og stóðuin frammi fyrir tifiildu ofurefli liðs, isem var al- '°pnað og í fullum hértýgjum. Hin iskalda sjálfstjórn Yew’s Var aðdáunarverð, hann lét ekki uiinstu hræðslueinkenni í ljós. begar sem allra mest gekk á, og hann stóð hálfnakinn og fjötrað- ur, hrópaði hann: “Þið eruð huglaus hrakmenni. Hvernig dirfist þið að leiggja 'hendur á sendimenn Nanking- stjórnarinnar og gesti Ma Chung-yins; Þetta skal verða ykkur dýrlt ispaug.” “Til þessa hafið þið öllu ráð- ið, og leikið húsbændurna. Nú er komið til okkar kasta,” svör- uðu hermennirnir. Við sátum á fletunum i stof- unni okkar. Tíminn leið hægt og bítandi. Klukkan 2 átti Georg að vera reiðubúinn. öðru hvoru koinu hermenn með nýj- ar skipanir til okkar. Rétt fyrir klukkan tvö kom enn einn her- maður með skilaboð um að Georg inætti sofa til kl. 4. Senni- lega hafa þeir aðeins ætlað að fullvissa sig um, hvort víð vær- um ekki lagðir á flótta með alla bílana. Það kom engum til hugar að hátta á meðan Georg var enn á meðal okkar. Við vorum allir sannfærðir um að við sæjum hann í síðasta isinn. f för sinni hlaut hann að verða vitni ým- issra atburða, sem ekki máttu berast út til flóttamanna á leið- inni. Það var því nauðugur einn kostur að rýma honum úr vegi, er hann hafði ekið á leiðarenda með illræðismennina. Sjálfur var Georg þeirrar skoðunar, að hann myndi ekki eiga eftir að sjá okkur. Þegar skilnaðar stundin nálgaðist, bað hann mig þessvegna að lesa nokkura sálma. Eg las: Dit Scepter, Jesus, stækkes ud, Saa langt som Dagen lyser —” O Gud, al sandheds Kilde, Jeg tror dit Löftes Ord-------”. Allar fyrri ráðagerðir okkar um framhald ferðarinnar breytt- ust við þessa nýju afstöðu. Það sem við ákváðum nú, var að elta Georg og fylgja hjólförum bí.ls- ins hans, unz við fyndum hann, lifandi eða dauðan. Með næstum því vitleysislegri stífni hélt Georg þvi fram, að leiðangurinn iskyldi sjálfs sín vegma, flýja hið allra fyrsta inn í Lop-nor eyðimörkina og reyna að komast þaðan til Tunhwang og eftir keisaraveginum til Lan- chow. “Það er betra,” sagði hann, “að fórna einum nranni en að allir leiðangursmennirnir Ifærust.” Ekki einn einasti okkar, sama hvort það voru Svíar, Kínverjar eða Mongólar vildu heyra annað, en við færum á eftir Georg. Að sannfæra hann, var gjörsamlega ómögulegt, enda þótt eg segði honum, að enginn heiðursmaður tæki í mál að gera það, sem hann ætlaði okkur að gera. Ef einhver steypir sér fyrir borð, lætur mað- ur það ekki afskiftalaust, heldur reynir að bjarga honum. Ef að við létum Georg sigla sinn eigin sjó, gegn herlínunni í vestri, myndi allur heimurinn kalla okkur bleyður. Það kom engum okkar dúr á auga nóttina þá. Undir morg- uninn fór Georg inn i herbergið sitt og beið þar hinna örlagaríku boða. Klukkan sjö kom hermað- ur og kvaddi hann til herbúða Ghang’s. Eg lá enn vakandi og heyrði þegar hann fór inn til Hummels og fékk sér kaffisopa. Hann hafði ekki getað sofnað neitt. Eg kallaði á hann og við tókumst innilega í hendur að Skiilnaði. “Guð varðveiti þig! Þú bíður eftir okkur í Aksu, en þangað förum við á morgun.” Við heyrðum skref hans smá fjarlægjast eftir hlaðinu. Garðs- hliðinu var skelt í lás á eftir honum, og þar með hvarf hann út í tómið og óvissuna. Iðjuleysi er upphafið, óyndi þá tekur við, Lestir feta í fótsporin, Farðu að vinna, drengur minn! Gönud staka. Taras Chevchenko Er nefndur hefir verið Bobby Burns frá Úkraníu Eftir A. J. Hunter (Lauslega þýtt úr ensku af G. J. Oleson). Það var árið 1814, að í þorpi einu í Úkraníu, lekki all-langt frá borginni Kiev, að fæddisl drengur einn, sem siðar átti eftir að verða l'rægur í sögunni, og sem átti merkilega og viðburða- ríka æfi. Það var á þeim tíma ler ifólkið liifði í ánauð í hinu mikla rússneska veldi, þegar stór fjöldi almennings var á- nauðugir þrælar. Þrjá daga í viku hverri og stundum • meira, urðu þessir á- nauðugu menn að þræla i'yrir herra sína, og ltvenfólkið varð einnig að vinna i þeirra þjón- ustu eftir því sem krafist var. Það sem afgangs var vikunnar mátti fólkið vinna til þess að afla lífsviðurværis fyrir sig og sína, en það sem verra var, var að lif þeirra og heiður kvenfólksins var á valdi þessara yfirdrotnara, sem höfðu ráð á að selja eða ráð- stafa þessum hjálparlausu aum- ingjum með hvaða samvizku- leysi sem var, eftir sínum geð- þótta. Það var undir slikum kring- uinstæðum og á leinu slíku heim- ili sem ánauðarokið lá þungt á, að Taras Chevchenko var fædd- ur. Hann var óvenjulega dreym andi sem barn. Þegar hann var 7 ára dó móðir hans. Faðir hans stóð uppi með sex börn, og til þess að bæta kjör sín. afréð hann að giiftast konu. siem átti 3 börn. Þetta bætti ekki kjör litla Taras, því stjúpmóðir hans var honuin slæm. Faðir hans stóð óefað fjöldan- um nokkuð framar, því hann kendi syni sínum að lesa. Eig- andi og herra fjölskyldunnar reyndi á allar lundir að temja Taras, er hann óx upp við ýms- an starfa, en alt mistókst; það sýndist vonlaust ineð hann; hann vildi lekkert gera annað en rissa eitthvað og draga myndir. Hann var um tíma hjá presti í smáþorpi einu, og kyntist þar biblíunni, og það hafði áhrif á hugsun hans og framtíðarlíf. Loks sendi eigandi Taras hann til Pétursborgar, og kom honum fyrir sem lærisveini hjá málara þar. Á kvöldin er hann var hættur að mála eða blanda málið og daglegum störfum var lokið, þá eyddi hann stundum sínum við að æfa sig i æðri málaralist. Eitt kvöld í tunglsljósinu fann leinn frægur maður höfuðborgar- innar dreng tötralega búinn sitj- andi á fötu í hallargarðinum, og var hann að draga rnynd af einni myndastyttuni þar. Þetta var upphaf gæfu hans; hann komst nú í kynni við fræga menn í höfuðborginni og list- hæfni hans fékk fljótt viður- kenningu. Nafnfrægur málari dró mynd, sem hann seldi með hlutaveltn fyrirkomulagi, en pen. ingana, sem inn komu, notaði hann til þess að kaupa frelsi drengsins, og nú var honum komið á listaskólann til náms. Nú var Ghevchenko 24 ára. og árin næstu voru ár frelsis og farsældar. Hann kyntist og varö einlægur vinur margra nafntog- uðustu manna höfuðstaðarins, í þeirra flokki voru lista- og vís- indamenn. hershöfðingjar og aðalsmenn. En hvað þetta minnir á hina stuttu en nafnfrægu dvöl Burns í höfuðstað Skotlands, Ediniburgh. Um stund var Ghevchenko ifarsæll við listastarf sitt og iglæsilegur æfiferill virtist fram- undan. En sterk öfl voru að vinna í sálu hans. úkranía, föð- urlandið hans var að kalla, hann heyrði að hæðirnar og slétturnar voru að kalla, niður fljótanna barst honum til eyrna Það bergmálaði í eyrum hans söng- urinn af vörum bændalýðsins, og svo voru minningarnar um þrautalíf hinna ánauðugu. Á meðan hann dvaldi í höfuðborg- inni og naut gæða lífsins kynt- ist hann verkum ýinsra heims- frægra rithöfunda' sem snúið hafði verið á rússnesku eða pólsku, svo sem Byron, Scott og Shakespeare og höfðu þeir mik- il áhrif á huga hans. á tungu hans eigin kynflokks byrjaði nú Chevchenko að skrifa ljóð sín, nefndi hann fyrsta ljóðakver sitt “Kobzar” eftir far- andsöngvurum og skáldum, sem ferðuðust um Úkraníu og léku á hljóðfæri siem að nokkru líktist mandolin. “Kobzar” birtist 1840; sætti það þungum dómi hjá frægum rússneskum rithöfundum, þeir gerðu gys að þvi að það birtist á tungumáli. sem ekki náut virð- ingar hjá rússneskum aðli. sem valið var óvirðingarnafn. En ljóð hans fóru sem logi yfir akur um föðurland hans, Úkraníu. Hinn kúgaði lýður hafði fundið málsvara. Yrið 1845 útskrifaðist Chev- chenko frá hinum keisaralega listaskóla í Pétursborg, stuttu síðar ferðaðist hann til Úkraniu. Ef honum var ekki áður kunn- ugt um það, að hann væri fræg- ur maður, þá gekk hann úr skugga um það nú. Ferð hans var mesta sigurför, hann var al- staðar heiðraður með veizlum og á annan hátt. f Kiev, hinni fornfrægu höfuð- borg Úkraníu, siem er móðurborg rússneskrar menningar var hóp- ur af hugsjónamönnum og ætt- jarðarvinum, þeirra á meðal var Kulish, sá hinn sami sem þýddi biblíuna á tungu Úkraníumanna, og ýmsir aðrir, sem frægðarnafn hafa hlotið með þjóð sinni. Þess- ir nienn báru það fyrir brjósti að létta þrældómsokinu af herðuin þjóðbræðra sinna. bæta ástandið I landinu og innleiða frjálslynl stjórnarfyrirkomulag. Þé i r r a hugsjón var að mynda rikjasam- band hinna slavnesku kynflokka, á svipuðum grundvelli og ríkja- samband Bandaríkja Norður- Ameríku. f einlægni og hreinleika hjarta síns hugsuðu þessir menn að hægt væri með lipurð og sann- girni að fá keisarann til að fall- ast á hugsjón þeirra. Um skieið unnu þessir menn saman og gerðu ráðstafanir, en tónninn í ljóðum Chevchenkos setti hroll í hina rússnesku em- ibættismenn. Elnginn af spá- mönnum Gamla Testamentisins vitti syndir hinnar útvöldu þjóð- ar þyngri orðum en Chievchenko gerði er hann miskunnarlaust kvað sinn dóm yfir syndum og þrælmensku fandeigendanna og yfirvalda Rússlands. Skáldskapur og boðskapur Chevchenkos haifði meira afl en jafnan á sér stað í boðskap pré- dikara og siðfræðara, það var orkt til að syngja með hljóm- fögrum tónum og um lendilanga Úkraníu sungu bændurnir söngva hans. Chevchenko og vinir hans og fé- fagar kröfðust fjárforræðis fyrir hina ýmsu kynflokka og frelsi þeim til handa. Auk þess sem þeir heimtuðu að vald stóreigna jarfanna væri mikið takmarkað. Um hrið var þessum framsókn- armönnum liðið að dreyma og bollaleggja og grundvalla hug- sjónir sinar, en loks eitt kvöld er Chevchenko var á heimleið frá samsæti i húsi eins vinar síns. lagði lögregluþjónn hendina á öxl honum. Draumurinn var á enda. Tiu næstu árin var Chev- chenko fangi i Síberíu, og um langt skeið var honum fyrirboð- ið að skrifa eða mála. Eftir 10 ár kom hann aftur heim til föð- urlands isíns, orðinn gamall um aldur ifram, farinn að heilsu. En Chevchenko vann ekki fyr- ir gýg; ljóðin hans höfðu unnið sitt verk, þau höfðu vakið sam- vizku hinnar rússnesku þjóðar, jafnviel ýmsra þeirra er í kring- um hásætið stóðu. Aðeins tveim- ur döguim eftir að Ghevchenko dó var boðskapur keisarans um afnám þrælahaldsins opinberað- ur. Fjaðrafok Anthony Asquith er maður nefndur. Hann er brezkur kvik- myndaframleiðandi og á ákaf- lega bágt með að muna nöfn — jafnvel góðra kunningja sinna. Hann var einu sinni að borða kvöldverð í Savoy-gistihúsi og er hann leit upp úr blaði sínu sá hann andlit á manni, er hann kannaðist mæta vel við. En nafnið gat hann ekki munað. Asquith stóð á fætur, tók í hönd mannsins og sagði: ‘rHvernig líður þér? Hvar hefir þú verið? -VLltu ekki borða með mér?” En ekki gat hann munað nafn mannsins. Þá sagði maðurinn alt í einu: “Eg er þjónninn, herra rninn.” • óttist ekki mótstöðu. Munið að flugdrekinn fer upp á við gegn, ekki með, vindinum . . . Það er það einkennilegasta við lífið, að ef þú neitar að taka við nokkru nema því bezta, þá færð þú það oftast. (Somerset Maugham). — Ó, læknir, sagði ung stúlka. Háldið þér að örið sjáist? — Það, ungfrú, svaraði lækn- irinn, er algjörlega undir yður sjálfri komið. • Frúin: Hvernig stendur á þvi, að stór, sterkur og heilbrigður karlmaður eins og þér getið lagt yðurj niður við að betla? Betlarinn: Frú mín góð, þaö er eina atvinnan, sem eg þekki til, þar sem maður eins og eg get yrt á hefðarfrú eins og yður, án þess að þau hafi verið kynt. Jón: Ef eg ætti konu eins og þú, myndi eg aldrei fara út á kvöldin. Sigurður: Ef þú ættir konu eins og eg, myndir þú ekki þora út á kvöldin. —(Lesb. Mbl.). Business and Professional Cards Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnlpeg Dækningastofu-sími 23 703 Heimilissími 46 341 Sérfrœðingur i öllu, er aö húðsjúkdómum lýtur Viðtalstlmi: 12-1 og 2.30 til 6 e. li. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. * tslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pðsti. Fljðt afgreiðsla. Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg SELKIRK LUMBER Company Verzla með Húsavið og allar tegundir af byggingarefni Kostnaðaráætlanir veittar ókeypis Sími 254 P.O. Box 362 SELKIRK, MAN. DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST.t WINNIPEG • ’ pœgilegur og rólegur bústaður í miðbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Ouests Legsieinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari Skrifið eftir verðskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. Thorvaldson & Eggertson Lögfrœðingar 300 NANTON BLDG. Talslml 97 024 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 74)2 Dr. P. H. T. Thorlakson A. S. BARDAL 205 Medical Arts Bldg. 848 SHERBROOK ST. Cor. Graham og Kennedy Sts. Selur llkkistur og annast um út- Phone 22 866 farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Res. 114 GRENFELL BLVD. Skrifstofu talslmi 86 607 Phone 62 200 Heimilis talslmi 501 562 DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson Physician & Surgeon 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) 602 MEDICAL ARTS BLDG. Talslmi 30 877 Simi 22 296 Heimili: 108 Chataway • Slmi 61 023 Viðtalstími 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. DR. ROBERT BLACK istenzkur lögfrœðingur Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum • 216-220 Medical Arts Bldg. Skrifstofa: Room 811 McArthur Cor. Graham & Kennedy Building, Portage Ave. ViðtalsUmi — 11 til 1 og 2 til 5 P.O. Box 1656 Skrifstofusími 22 251 Phones 95 052 og 39 043 Heimilisstml 401 991

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.