Lögberg - 14.05.1942, Page 5
LÖGBERG, í IMTUDAGINN 14. MAl, 1942
5
GIVf*TO RELIEYE
HUMAN SUFFERINC
$9,0011,000.00
IRED
PLEASE DO YOER SHARE
This space donated by
M.D. 74
hreiður, þar kúrir æðurin sig
gæf og róleg. Krian fær að vera
með hokur sitt hvar sem er, hún
er húsmenskukonan, hin hefð-
arfrúin. í lo.ftinu sveimar svart-
bakurinn, gráðugur og herskár,
ræningi unga og eggja, og í öss-
ur verpir örninn. Af honum er
æður og unglömbum hætta bú-
in.—
Lágfóta læðist ofan Skarða-
hálsinn. Hún er að leita sér að
®ti. í Hnjúkunum á hún sér
bústað, og þar bíða hennar
svangir munnar, er hún þarf að
seðja.
Allsstaðar eru hættur á vegi,
og þarf að vaka vel yfir ungviði
vortimann allan.-----
Á holtinu austan árinnar
stendur Vökukofinn, lítil, græn
þúfa, lélegt skýli í vorrigning-
um. En á slíkri nóttu sem þess-
ari þarf ekki skjól, fjölbreytt
fegiirð og líf vornæturinnar töfr-
ar vökumann.
Við kofann stendur lítill, föl-
leitur dökkhærður drengur, með
stór, grá, dreymandi augu, og
horfir hugfanginn á umhverfið,
hugur hans er þrunginn vonum
°g óljósri þrá að grípa alla þessa
dásamlegu fegurð og móta hana
i Ijóð, ódauðlegt, litauðugt ljóð,
en efnið er altof erfitt fyrir
barnssál hans, — og svo verður
bara hlegið að honuin eins og í
gær, er hann kom með fyrstu
vísuna sína, og lofaði viui sín-
um að heyraT svo himinglaður,
þvi hann hafði reynt svo lengi
°g vandað sig, og þetta var þó
áreiðanlega vísa. Vinur hans,
sem var vinnumaður á heimil-
inu, hafðii oft reynt til að koma
honum í skilning um stuðla og
hljóðstafi, og til hans fór hann
með þessa fyrstu tilraun sina.
En visan var svona:
“Tófa, tófa, bittu ekki lömbin,
bíttu heldur örninn, sem gerir
mikinn skaða.”
Hann var svo viss um, að hann
yrði eins mikið skáld eins og
Júnas Hallgrimsson, frændi hans.
°g honum vildi hann helzt likj-
ast. En vini hans fanst fátt til
um Ijóðagerðina. óendanlegur
sársauki gagntók viðkvæman
hug piltsins. Vinur hans mátti
þó vita, að þetta var honum al-
vörumál,—það sem allir draum-
ar hans og vonir snerust um.
^káld vildi hann verða. Eins og
fornu kapparnir vildi hann yrkja
drápur og flokka og flytja kon-
Ungum. F"yrir fé og frama skyldi
hann herjast til þrautar. Vík-
Ingur vildi hann verða. Skipinu
sinu sikyldi hann sigla alla leið
mn i ós, hlöðnu dýrum vopnum
°g góðum gripum. — En nú var
þetta alt hrunið í rústir. — Tár
koniu í augu hans, alt umhverfið
var fult af gróðri og söng, —
hann einn var raddlaus. — En
snögglega breyttist svipur hans,
vonleysið hvarf af andlitinu,
festa og einbeitni komu í stað-
mn. Hann krepti hnefann upp í
loftið í áttina til svartbaksins,
er sveimaði í stórum hringum
ýfir víði vöxnum eyjunum, og
sagði hátt: “Eg skal!”
4
Árin liðu. Drengurinn óx.
Snemma var byrjað á námi, —
fyrst í heimahúsum, síðan i
Latinuskólanum. Enn dreymdi
hann stóra drauma, og þó að
ýmsilegt breyttist, þá var tak-
markið altaf það sama, þó enn
væri það óralangt í burtu. —
Sumrin voru sælutími. Þá var
gott að mega vera heima. úti í
náttúrunni undi hann öllum
stundum, marga tíma við að
leita uppi bú býflugna og salna
hunangi þeirra, eða hann lá úti
í fflóum og fylgdi með augunum
hvitum, léttum sumarskýjunum,
°g um þau og margt annað bjó
hann til sögur og æfnitýri.
Stunduiri sagði hann okkur
hörnunum það, sem hann bjó
fil, og það voru þakklátir áheyr-
endur, sem hann hafði þar. —
Veturinn eftir að hann fór úr
skóla var hann heima, þá bjó
hann til fyrsta leikritið sitt, og
heimilisfólkið lék það um jólin.
Sjálfur var hann lífið og sálin í
öllum undirbúning og æfingum.
Var á því allmikitl þjóðsagna-
blær og töluvert öfgakent, en
höfundur, áhorfendur og leik-
endur höfðu af því góða gleði.
Hann mintist þessarar fyrstu til-
raunar sinnar, mörgum árum
seinna, í víðlesnu dönsku tíma-
riti. —
Svo kom haustið, er hann
kvaddi heimili sitt, æskustöðv-
ar og ættjörð. Hann ætlaði að
nema dýralækningar, og að þvi
búnu að hverfa heim. En dvölin
varð lengri en ætlað var. Hún
varð æfilöng, — hann kom eftir
það aðeins heim sem gestur. —
Glaumur borgarinnar við Eyrar-
sund dró hann að sér, námið var
að mestu lagt á hilluna, — lífinu
lifað. — Þó gaf þetta ekki til
lengdar neina fullnægju. Hann
hafði alla daga verið að leita að
sjálfum sér. — Enn hafði sú
leit engan árangur borið. — Og
tíminn líður. — —
Svo vaknar hann einn undur-
fagran vormorgun, og inn um
gluggann berast til hans raddir
vorsins. — Það vekur hjá hon-
um gamlar endurminningar.
Hann sér í anda Vökukofann
heima, og íslenzka vornóttin með
ölluin sínuin töfrum stendui
honum lifandi fyrir hugskots-
augum. — Gamlir draumar,
geymdar vonir rísa upp, ákveðn-
ari og sterkari en fyr. Enn einu
sinni kreppir hann hnefann og
segir: “Eg skal!”
Og nú eru það orð fullorðins
manns.
4-
Að vísu hafði hann aldrei misl
trúna á sjálfum sér, en hann
hafði sóað tíinanum. Nú skyldi
það unnið upp. — Hann braut
af sér alla hlekki. Annara á-
kvarðanir og vilji var að engu
hafður, og þó að aldagönrul ótrú
á skáldum og auðnuleysi þeirra
skildi hann um tíma frá nánustu
vandámönnum, lét hann það
ekki á sig fá. Merkið var hafið,
— til þrautar skyldi barist. Og
baráttulaus var leiðin ekki um-
komusnauðum útlending, oft fé-
vana; því hann kunni lítt með
fé að fara, enda höfðingi i lund
sem ísjón, og oft kom það fyrir,
að hann lét síðasta eyri sinn til
þeirra, sem honum fanst enn
ver staddir.—
Það er óskrifuð saga erfið
leika, er hann átti við að stríða,
unz takmarkinu var náð. Og
þeir, sem hafa lesið bréf hans
frá þeim árum, er hann skrifaði
Jóhannesi bróður sínum, geta
aðeins látið sig gruna, hvað víða
skórinn þrengdi að. — Á mörgu
var byrjað þessi árin, sem aldrei
varð meira en byrjun, þvi það
var alla daga svo, að hann hafði
mörg járn í eldinum. Hann var
altaf að rifa niður og byggja
upp að nýju, því að hann var
með afbrigðum vandvirkur.
Þegar fyrsta leikritið, Doktor
Rung, komst á prent, fékk það
lélegar viðtökur meðal ritdóm-
ara. Þó var einstaka maður i
þeim hóp, er taldi hann hafa
hæfileika til leikritagerðar. —
Bóndinn á Hrauni er næsta full-
gerða leikritið. Það fékk betri
dóma, og nú fóru landar hans
að veita honum meiri athygli.
Hann finnur það þó sjálfur,
að enn er hann fjarri að hafa
fundið sjálfan sig til fullnustu.
Það var ekki fyr en hann fór
að færa sér í nyt auðæfi ís-
lenzkra sagna, er biðu eftir að
verða leyst úr álögum. Þar var
nóg af óslípuðum demöntum.
Hann gat fágað þá og sett þá í
viðeigandi umgerð með orðsnild
sinni og hinu auðuga ímyndun-
arafli. —• í Fjalla-Eyvindi og
Galdra-Lofti nær hann hámarki
frægðar sinnar. — Og nú rætast
bernskudraumar hans. Hann
hefir unnið úr gulli sálar sinn-
ar og islenzkra þjóðsagna dýra
gripi. Nú siglir hann knerri
sinum inn i hvern ós, vík og vog
heimalandsins. — Leiðin liggur
greið. Hann er ekki lengur ein-
mana, févana útiendingur. Hver
heiðurinn öðrum meiri fellur
honum í skaut. Hann er talinn
jafnoki rnestu leikritaskálda
heimsins. Að líkindum hefir
ekkert islenzkt skáld hlotið svo
skjóta frægð, sem hann. En
cnginn kunni betur að taka þess-
um frama en hann, sami látlausi
maðurinn, er trúði takmarka-
laust á vináttu og falsleysi ann-
ara, og ekkert varð honum sár-
ara en verða fyrir óheilindum
af þeim, er hann taldi sér trúa
vini. — •—
4
Þó Jóhann virtist gleði- og
bjartsýnismaður á margt í líl-
inu, fylgdi honum svo að segja
ifrá vöggu til grafar skuggi dauð-
ans, alla daga, með bikarinn
barmafullan af myrkri og
gleymsku. — Eg heyrði hann
sjálfan segja frá því, er hann
kom i siðasta sinn heim til okk-
ar vorið 1919. Mér er ógleym-
anleg þessi siðasta sjón mín á
honum, -— er hann kom inn úr
dyrunum heima hjá mér greip
það mig, hve mjög hann líktist
myndum þeim, er til eru af Jón-
asi Hallgrimssyni. Ennið var
eins og sami svipurinn um höku
og vanga. Eg gat ekki stilt mig
um að hafa orð á þvi við hann.
— Þarna sat þá þessi maður,
sem eg mundi svo vel eftir, frá
því er eg sem barn hlýddi á
æfintýri hans, og sem seinna
töfraði mig með leikritum sín-
um og ljóðum. — Enn leiftruðu
augu hans og orðin skutu gneist-
um, er hann talaði um áhugamál
sín. Hann spurði og sagði frá
jöfnum höndum, en brátt sner-
ust umræður í ákveðna átt. Það
voru trúmálin. Þá sagði hann
okkur frá þessum ótta sínum
við dauðann, er alla stund hefði
íylgt ihonum: “Þegar eg var
barn dreymdi mig einu sinni að
guð kom til mín, gamall, síð-
skeggjaður öldungur, og guð
sagði við mig: “Eg skal gefa þér
eina ósk.” Og hvers haldið þið
að eg hafi óskað mér? Eg ósk-
aði að hann léti mig verða bráð-
kvaddan Svo mikið hugsaði eg
þá um dauðann.”
En ekkert okkar vissi þá, að
dauðinn var búinn að rélta að
honum bikarinn.—
Nokkrum mánuðum seinna —-
regnþrunginn, dimman síðsum-
ardag — barst andlátsfregn Jó-
hanns út um bygðir og bæi ís-
lands, hvarvetna blöktu fánar i
hálfa stöng. Sjálf náttúran var
“hrumgjörn,” er hún tregaði
einn af frægustu sonum sínum,
er féll í valinn á hátindi frægð-
ar sinnar, og á bezta aldurs-
skeiði, aðeins 39 ára., — Þegar
Jóhann fæddist var hann svo
vesæll, að hann var látinn liggja
í hveiti, blaktandi skar, sem eng-
ir hefðu tregað, nema foreldr-
ar, — þegar hann dó varð hann
þjóð sinni og ótalmörgum öðrum
harmdauði. — Enn er sæti hans
óskipað, enginn hefir tekið upp
merki hans.
4-
ótalmargt hefir breyzt. Ættin
er horfin af óðalinu, Vökukofinn
af holtinu, og drengurinn, er
einu sinni stóð þar um undur-
fagra vornótt og drakk í sig feg-
urð hennar — og lét sig dreyma
stóra drauma, er rættust — hann
er líka horfinn sjónum okkar.
“En orðstir deyr aldregi,
hveim sér góðan getr.”
Undarlega lik urðu örlögin,
þeim frændum Jónasi og Jó-
hanni. Báðir falla þeir milt í
manndóm sínum, annar 38, hinn
39 ára. Báðir bera þeir beinin
“langt frá sinni feðrafold.”
Skyldi ekki fara vel á að þeir
yrðu báðir fluttir heim að Þing-
völluin, að hlið skáldjöfursins
Einars Benediktssonar, er kvað
um Væringjana. Allir voru þeir
Væringjar.
“Sé eyjunni borin sú fjöður, sem
flaug,
skal hún fljúga endur til móður-
stranda.
Því aldrei skal bresta sú trausta
taug,
sem ber tregandi heimþrá hins
forna anda.
Vor landi vill inannast á heims-
ins hátt,
en hólminn á starf hans, líf hans
og mátt —
og í vöggunnar landi skal varð-
inn standa.”
—(Lesbók Mbl.).
Hvernig skýélrokkar
myndaál
Karl Talman, sem margt hefir
ritað um veðráttu og fyrirbrigði
í lofti, segir frá því í ensku tíma-
riti, hvað skýstrokkur sé og
hvernig hann verði til.
Það byrjaði með þvi, að hátt
í lofti uppi myndast sveipur at
loftstraumum, þá er þeim strýk-
ur saman úr ýmsum áttum með
misjöfnum hraða. Verður þetta
einkum þá, er misjafn hiti og
misjafn raki er i lofti samtímis.
Flestir sveipar þessir hjaðna
aftur i hærri loftslögum, en
stundum ber isvo við, að þeir
magnast svo vel, að þeir ná sér
niður að sjávarfleti. Líka ber
það við, einkum í hitabeltislönd-
unum, að sveipur myndast i
glóðheitu vatnsgufu-lofti niðn
við sjávarflöt og nær sér svo
smámsaman í loft upp.
Með hvoru mótinu, sem sveip-
urinn myndast, veldur kastafl
aftur því, að loftið þynnist inn
í sveipnum og kólnar við út-
þenslu. Þéttir þá vatnsgufuna
að nokkuru, svo að hún verður
að súlu, lik skýi. Þessi súla er
hinn sýnilegi hluti skýstrokks-
ins og á sinum stöðum eins og
þokuvafningur til að sjá, er
grisjar i gegnum þvi betur sem
ofar dregur. En niðri við sjó-
inn er hann ekki nema froða, er
sýgst upp úr sjónum. Fyrirferð
hans og hæð fer sumpart eftir
sveipsaflinu sumpart eftir á-
standi sjávarflatarins, þvi að
auðveldlegar sýgur úfinn sæ upp
heldur en sléttan. Vatnið, sem
sýgst upp á þennan hátt, getur
borist mörg hundruð metra í loít
upp, unz þvi sveiflar út og steyp-
ir niður í fossum kringum súl-
una.
Líka ber það við, að ský-
strokknum lýkur með því, að
vatninu steypir niður í helli-
skúrum. Hið samansveipaða
loft þéttist þá meir og meir og
heldur þá vatninu í sér. Hjaðni
svo sveiphreyfingin alt í einu,
eys vatninu niður í dembiskúr.
Það eru ekki mörg ár síðan
White stóreimskipið Pittsburg
rendi bógi sínum inn í skýstrokk
á Atlantshafi. Siglutunnuna,
hér um bil 25 metra yfir sjávar-
flöt, fylti af sjó, lúkararnir á
brúarþiljunum fóru í kaf og
bestikk-lúkarinn skemdist mjög.
En enganveginn fer þó svo æfin-
lega. Ameriska eim^kipið Kitt-
ery, óð í gegnum skýstrokk i
Vestur-Indium og varð ekki vart
við neitt nema lítilsháttar þoku
i loftinu.
Einn af yfirmönnum á brezka
farþegaskipinu Oron say, hefir
gefið lýsingu á því, hvernig hann
varð sjónarvottur að skýstrokks-
myndun. Það var 13. ágúst 1930
kl. 6 um morguninn og skipið
statt i Rauðahafinu. Það, sem
vakti fyrst eftirtekt vóra, leit út
eins og fiskavaða í sjónum. Ekki
rigndi, þó hengu þrumuský nið-
ur eina þúsund metra eða svo
fyrir ofan oss. Um leið og vér
svifuin fram hjá istaðnum í 50
til 100 metra fjarlægð, sáum vér
að kvikinu olli gola, sem þyrl-
aðist hringinn í kring innan lítils
sva*ðis og sveipaði vatninu inn
að miðjunni. Snarpa bylji að
staðnum fundum vér um leið
og vér fórum hjá. Svo fór að
bóla á sjófroðusiilu líkri þoku-
skúf og magnaðist hún fljótt.
Einum tiu mínútum eftir að vér
höfðum farið hjá, sáum vél álmu
teygjast niður úr skýjamekkin-
um og innan fárra minútna var
alt saman runnið saman i feyki-
legan skýstrokk.
Það er vist fremur undantekn-
ing heldur en reglá, þegar ský-
strokkar myndast i hópum sam-
an.. Gufuhvolfs-skilyrðin, sem
þurfa til að gera skýstrokk, eiga
mjög hægt með að búa til fleiri.
og í meira en hélmingi þeirra
skýrslna, sem skráðar eru, er
getið um tvo eða fleiri samtímis
eða með stuttu millibili. Það
hefir komið fyrir, að sézt hafa
alt að þrjátiu talsins sama dag-
inn.
Yfirstýrimaðurinn á brezka
eimskipinu Carston lét fyrir fáin
árum brezku veðurfræðistofn-
uninni í té skýrslu um fyrir-
(Framh. á bls. 8)
Opportunity . . .
Are YOU making
the most of yours?
Attendance at the MANITOBA day school or evening
classes will help YOU to obtain gainful employment or pro-
motion.
THE DEMAND FOR TRAINED OFFICE HELP NOW
EXCEEDS THE SUPPLY
and the demand is steadily increasing.
Why not make the most of this opportunity? Write, call
or telephone for a copy of our prospectus giving full infor-
mation.
Day and Evening
Classes
Evenings:
Mondays and
Thursdays
7.30 to 10 p.m.
01
flíllTOBfl
comm^RCiflL
COLL£G£
f
Premises giving
the most spacious
accommodation
per student in
Western Canada.
Originaters of Grade XI Admission Standard
334 PORTAGE AVE. EN™SAN^ ^0D^S0R Phone 2 63 65