Lögberg - 14.05.1942, Blaðsíða 8

Lögberg - 14.05.1942, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. MAÍ, 1942 Or borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir siendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verði $1.00. Burðargjald 5c. -t- ♦ ♦ Föstudaginn 8. maí gifti séra H. Sigmar þau Lois Arason og James R. Parkman, á heimiii Dr. og Mrs. Jeanings í Park River, N.D. ♦ ♦ ♦ Þann 9. þ. m. voru gefin sam- an í hjónaband að 682 Alver- stone Street, Miss Olga Johnson og Mr. James Brisbane Morgan. Séra Valdimar J. Eylands gifti. ♦ ♦ ♦ Eidri deild Ladies’ Aid Fyrsta lúterska safnaðar heldur fund fimtudaginn 14. mai kl. 2.30 e. h. i fundarsal safnaðarins. Gestir við þetta tækifæri verða mætiur fermingarharna og með- limir yngri deildar Ladies’ Aid. ♦ ♦ ♦ Þann 2. þ. m„ voru gefin sain- an í hjónaband. Miss Elin Lilja Björg Bergson, og Mr. Leslie Moore; hjónavígsluna fram- kvæmdi séra V'aldimar J. Ey- lands að heimili foreldra brúð- arinnar, 692 Banning Street. ♦ ♦ ♦ Karlakór íslendinga í Winni- peg efnir til söngsamkomu í Fyrstu lútersku kirkju í Winni- peg þriðjudaginn 2. júní. Auk kórsins skemtir Birgir Halldórs- son með nokkrum einsöngvum. Komið öll, sem getið. Nánar auglýst síðar. — Nefndin. • ♦ ♦ ♦ Þann 7. maí lézt í Port Arthur Kristján Finnibogason, fæddur 5. desember 1895; kom til þessa lands aldamótaárið; hann lætui eftir sig aldurhnigna móður, Stefaníu Finnbogason, 694 To- ronto Street, og einn bróður, Karl, sem einnig er búsettur hér í borg. útför Kristjáns fór fram í Port Arthur þann 9. þ. m. ♦ ♦ ♦ LeiSréllii\g í kvæði mínu “Salute to Nor- way” í síðasta Lögbergi hefir fallið úr orðið “soon” í þriðju ljóðlínu lokaerindis kvæðisins, svo að hrynjandi og merking raskast. Nefnd ljóðlína átti að vera þannig: “Your freedom’s beacon soon will flame again.” —R. fíeck. ♦ ♦ ♦ Óli W. Ólafsson, fyrrum elds- neytiskaupmaður hér i borg, en um nokkurt skeið ráðsmaður á Betel, og nú siðast vistmaður þar, lézt á elliheimilinu síðast- liðinn mánudag, 89 ára að aldri; hann var ættaður af Húsavík, þrekmaður mikill og manna vin- fastastur. útför hans fór fram frá Bardals i Winnipeg á mið- vikudaginn. TIL LEIGU Tveggja herbergja íbúð á þriðja gólfi; án húsgagna, en ný- máluð og í bezta standi. óskað eftir harnlausu fólki. — 532 Beverley St„ Wpg. Sími 71 007. ♦ .♦ ♦ TILKYNNING Fundur Fyrsta lúterska safn- aðar í Winnipeg verður haldinn að aflokinni kvöldguðsþjónustu, sunnudaginn 31. maí 1942. Fund- ur þessi er boðaður til þess að kjósa fjóra erindreka á 58. árs- kirkjuþing Hins ev. lúterska kirkjufélags, sem halda skal að Selkirk í júní mánuði n.k„ og að afgreiða önnur mál, sem kunna að verða lögð fyrir fund- inn. Dags. i Winnipeg 13. maí 1942. f. h. fulltrúanna, Grettir Leo Johannson. skrifari. Messuboð Fyrsta lúlerska kirkja Séra Valdimar J. Eylands prestur. Sunnudaginn 17. mai: Guðsþjónustur með venjuleg- um hætti: á ensku kl. 11 f. h. á íslenzku kl. 7 e. h. ♦ ♦ ♦ Lúlerska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 17. maí: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7 ,síðd. í fjarveru prests prédikar Mr. Robert Smith; Mr. Jón Ingjald- son stjórnar guðsþjónustunni. S. Ólafsson ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 17. maí, guðs- þjónusta, ferming og altaris- ganga í Mountain, kl. 10 f. h„ stuttar prédikanir á ensku og í.s- lenzku, svo og sálmar á báðum málum. Offur í ' trúboðssjóð kirkjufélagsins. Messa 17. maí í Fjallakirkju kl. 3 e. h„ offur í trúboðssjóði. Messa þann dag á ensku í Halh son-kirkju kl. 8 e. h. og offur í trúboðssjóði. ♦ ♦ ♦ Messað í Konkordía kirkju sunnudaginn 17. þ. m„ klukkan eitt eftir hádegi. — S. S. C. ♦ ♦ ♦ Gimli preslakall Sunnudaginn 17. maí:— Betel, morgunmessa. Árnes, messa kl. 2 e. h. Gimli, ensk messa kl. 7 e. h. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Preslakall Norður Nýja íslands 17. maí—Engar messur. 24. maí—-Árborg, íslenzk messa kl. 11 f. h. — Geysir, messa kl. 2 e. h. — Riverton, ensk messa, kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Messur í Valnabygðum Sunnudaginn 17. maí:— Wynyard kl. 3 e. h.—islenzk Kandahar kl. 7.30 e.h.—ensk. B. Theodore Sigurðsson. Sportjakkar og víðbuxur fyrir Vorið og Sumarið Jakkar $14.95 til $18.00 Úr innfluttu alullar brezku tweeds og herringbones. Donegal gerðir, glen köflótt, byssuköflótt, úlfalda- hárs áferð. Stærðir 32 til 37 þml. brjóstmál. Víðbuxur $5.50 til $7.95 Fellingar að framan, fullkomin drapes, utanfótarsaumur. víðar um hné og með drape gerð. Stærðir 28 til 32 mittismál. fíoy’s Clothing Section, Fifth Floor, Hargrave. +T. EATON C9»™ Dr. S. E. Björnsson skáld frá Árborg, var staddur í borginni á þriðjudaginn ásamt frú sinni. Saskatoon 8. maí 1942 Herri ritstjóri Lögbergs:— Tíu nemendur af ísienzkum ættum útskrifast í dag frá Sas- katchewan háskólanum sem fylgir: Bachelor of Arls: Marion Louis Carson, Saska- toon; Friðbergur J. Johnson, Saskatoon; Stuart A. Kolbeinson, Saskatoon; Arnthor M. Kristján- son, Wynyard. Sá siðastnefndi með heiðurs-einkunn sem sér- fræðingur í efnafræði. Hanu starfar við efnafræðisrannsóiknir í sumar hjá Hudson’s Bay Min- ing and Smelting í Flin Flon, en mun ætla sér að balda áfram við efnafræðisnám næsta vetur. Bachelor of Science: Oscar S. Gíslason, Leslie, Sask., í Meohanical Engineering; Ellaf A. Olafson, Eston, Sask., i Agricultural Engineering. Mr. Olafson er nú Lieutenant í Can- ada-hernum (Ordnance Corps). Bachelor of Household Science: Irma Dorothy Baldwin, Sas- katoon Sask. Bachelor of Music: Elin I. Stephanson, Elfros, Sask. Cerlificale in Pharmacy: Doris N. Hallgrimson, Wyn- yard, Sask. Masler of Arls: Herbert Johnson, Wynyard, Sask. Mr. Jöhnson er sérfræð- ingur í efnafræði og hefir tekið stöðu sem kennari í þeirri grein við Regina College í Regina Sask. Thorbergur Thorvaldson. MINNINGARORÐ Mrs. Sigriður Sigurðardóttir Dahlman, andaðist að heimili sínu í Riverton, Man., þann 28. apríl, eftir stutta legu. Hún var fædd að Harðbgk á Melrakka- sléttu 8. janúar 1873. Foreldr- ar hennar voru Sigurður Steins- son bóndi á Harðbak, Hákonar- sonar frá Grjótnesi, og kona hans Friðný Friðriksdóttir frá Núpi, voru foreldrar hennar Friðrik Árnason og kona hans Guðný Björnsdóttir frá Austur- haga í Reykjadal. Um 6 ára að aldri fluttist Sigríður með for- eldrum sínum' til Canada, og settust þau að við fslendingafljól þar sem nú er Riverton-bær. Sig- ríður ólst þar upp ungþroska ár sín. Þann 4. júlí 1901, giftist hún Birni Sigurðssyni Dahlman, ættuðum úr Þingeyjarsýslu. Þau bjuggu um 8 ára bil i Argyle- bygð, en fluttust þá til Winnipeg og áttu þar heimili í 11 ár. Árið 1920 fluttu þau til Riverton, og bjuggij þar æ síðan. Fyrsta barn sitt, Victor að nafni, mistu þau á bernsku-aldri; börn þeirra á lífi eru: Ea.rl Sigurður, kv. Pálínu Guttormsdóttur skálds Guttorms- sonar og konu hans Jensínu Daníelsdóttur Sigurðssonar. Anna Kristín, Mrs. J. Collins, Riverton, Man. Cecil Friðjón, kv. Helgu dótl- ur Mr. og Mrs. Einar Þorbergs- son, Riverton. Barnabörn Dahlmans hjón- anna eru 6 á lífi. Systkini Sigríðar eru hér talin: Björn Vilberg, d. jan. 1885; Friðsteinn d. 22. nóv. 1925; Guð- ný Sesselja Friðrikson, Winni- peg; Friðrika Þórhildur, ekkja séra Guttorms Vigfússonar, síð- ast prests að Stöð í Stöðvarfirði. Sigvaldi Jakob, d. haustið 1941, . Kalli litli: — Pabbi, manstu þegar þú hittir hana mömmu í fyrsta skiíti? Faðirinn: — Já, það var á mánudegi í veizlu hjá bróðuc hennar. Við sátum 13 við borðið. og Stefanía, til heimilis í River- ton. Margt frændfólk hennar er í Riverton. Sigríður var kona prúð og vel gefin á margan hátt, og tók virk- an þátt í félagsstarfsemi. Hún var einkar vel starfandi í Kven- félagi Bræðrasafnaðar, og bar mikinn og affarasælan áhuga fyrir málum safnaðar síns. Var hún einkar ljúf til samvinnu, og hjartfólgin starfssystrum sínum og öllum er hún kyntist, hún var rík af vinum er sakna hennar. Ástvinum sínum helgaði hún krafta sína af ljúfum hug og fúsum vilja, var heilsa hennar veil, gekk hún oft að verki af veikum kröftum. Um hana mátti heimfæra orð skáldsins: “Konunnar viðkvæma og veika hönd, veltir oft þungurn steinum.” Eiginmanni sinum og börn- um var hún athvarf og blessun æfilangt, við burtför hennar rik- ir þögul sorg samfara dýpstú þökk fyrir áhrif er vara, — og minningu um göfuga konu og góða móður. S. Ólafsson. FRA BÚNAÐARÞINGI Á fundi Búnaðarþings í fyrra- dag voru ræddar till., sem Jón Sigurðsson bóndi á Reynistað hafði lagt fyrir Búnaðarþingið í ítarlegu erindi varðandi efling og viðreisn íslenzkrar bænda- menningar, og ennfremur erindi frá Hermanni Jónassyni forsætis- ráðherra, er hnígur i sömu átt. Allsherjarnefnd Búnaðarþings- ins hafði haft erindi þessi til meðferðar og kom frá henni eftirfarandi greinargerð um mál- in: “Á síðari árum hafa augu ýmsra mœtra manna opnast fyr- ir því, að ekki mætti lengur dragast að hafist yrði handa með að bjarga frá algerðri glöt- un, og jafnframt endurreisa ýms gömul þjóðleg verðmæti i sveit- um landsins. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að það hefir mörgu skolað fyrir borð á undanförn- um umbrota og byltingatimum. Þó mun svo, að nokkru má enn bjarga, og| byggja annað upp að nýju í þjóðlegum stíl við hæfi nútímans. Jón bóndi Sigurðsson á Reyni- stað hefir sent Búnaðarþingi langt og snjalt erindi, þar sem hann leggur til að Búnaðarfél. íslands ráði mann í þjónustu sina, sem starfi að þessum mál- um. Ennfremur hefir Búnaðarþingi borist erindi frá Landbúnaðar- ráðuneytinu, sem fellur í sama farveg, og er í þvi lofað fjár- hagslegum stuðningi ráðuneytis- ins til framkvæmdar í málinu. Báðir þessir aðiljar stinga upp á sama manni í þetta starf, Ragnari Ásgeirssyni garðyrkju- ráðunaut, og vill nefndin ein- huga taka undir það. Ráðuneýtið leggur það á vald Búnaðarþingsins, hvort þetta starf heyri undir landbúnaðar- ráðuneytið eða Búnaðarfélag fs- lands, en nefndin leggur áherzlu á, að Búnaðarfélagið bæti þess- um þætti við starfsemi sína.” Tillaga nefndarinnar er svo- hljóðandi: “Búnaðarþing ákveður að ráð- inn sé maður í þjónustu Bún- aðarfélags íslands, er leiðbeini bændum, í samráði við teikni- stofu landbúnaðarins, um hús- búnað og híbýlaprýði í þjóðleg- um stil, og undirbúi og skipu- leggi væntanleg bygðasöfn þar sem þess er óslcað. Leggur Bún- aðarfélagið til, að Ragnar Ás- geirsson ráðunautur sé ráðinn til þessa samhliða þvi starfi sem hann hefir nú hjá Búnaðarfélag- inu og væntir þess að Alþingi og ríkisstjórn leggi árlega fram nokkurt fé til stuðningi þessara mála.” Var ti'llagan samþykt með öll- um atkvæðum og þessi mál þar með afgreidd frá Búnaðarþing- inu. — (Mbl. 19. marz). Hvernig skýátrokkar myndast (Framh. frá bls. 5) brigði, sem bar fyrir hann i grend við Kúba: Um fimm leytið siðdegis rann skipið inn í óskap- legt skrugguveður. Nærri þvi samtímis því, að veðrinu lauk, fóru skýin að senda niður lang- ar álmur beggja megin skipsins og margar af þeim voru full- komnir skýstrokkar — á endan- um úrðu þeir níu, í allar áttir frá skipinu og skamt frá þvi. Svo bar fyrir augu furðulega sjón. Kringum skýstrokkana mynduðust þrír til fjórir grannir og smáir skýstrokkar, sem gengu í kringum hina eins og tungl um reikistjörnur. Smá skýstrokkar eru ekki ann- að en smáir golusveipir, sem oft má sjá á sjó, jafnvel í bjartviðri. Þýzkir visindamenn nefna þá “Kleintromben.” Fullkomnir ský- strokkar eru mjög breytilegir að ummáli og hæð, meðalæðiii er um 300 metrar. í Nýja Suður- Wales sást skýstrokkur árið 1898; var hann mseldur með hæðarmæíi og reyndist hæð hans 5014 fet. Keilan við fótinn og toppinn, hvor 250 feta löng og 100 fet á vídd, en hitt af súlunni var ekki nema 10 fet að þver- máli. í Escambia-flóa, Penea- cæla var stýstrokkur mældur i júlí 1920 og var þvermál hans gert 700 fet, en hæð hans var aðeins 100. —(Heimilisblaðið). MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR THE WATCH SHOP Diamonds - Watchos - Jewelry Agents for EU LOVA Watches Marriage Licenses Issued Thorlakson & Baldwin Watchmakers and Jewellers 69 9 SARGENT AVE., WPG. TIL ÞESS AÐ TRYGGJA YÐUR SKJÓTA AFGREIÐSLU Skuluð þér ávalt kalla upp SAROCNT l\\i PHONE 34355 - 34 557 SARGENT and AGNES • TRIJMIP TAXI ST. JAMES Phone 61 111 KAUPIÐ ÁVALT L L M L E L THE EMPIRE SASH & D00R C0. LTD, HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 SKmTISAMKOMA KARLAKÓRS ÍSLENDINGA í WINNIPEG LINDAR tiXLL, LUNDAR, MAN. Föstudagskvöldið 22. maí 1942, klukkan 9 e. h. undir umsjón Lundar Co-operative Community Club SKEMTISKRÁ 1. Karlakórinn 2. Gamanvísur Páll S. Pálsson 3. Einsöngur Birgir Halldórsson 4. Kvartett 5. Karlakórinn. 6. Einsöngur Birgir Halldórsson 7.. Gamanvísur Páll S. Pálsson 8. Karlakórinn. Söngstjóri: GUNNAR ERLENDSON Meðspilari: RICHARD BECK Dans — Lundar Orchestra Aðgangur 50 cenls "Já. þegar eg slanza og I hugsa. þá finn eg að sím- inn gerir meira fyrir mig og sijórnina, en nokkru sinni fyr; hann hjálpar mér til að spara á marg- an hátt. Fjölskyldan not- ar hann við innkaup, heimsóknir, skipulagn- ingu — og munið hve þér sparið mikið af gasi og togleðri á ári með því að nota SÍMLEIÐINA til bæjarins." A tímum sem iarfniát þér þessum TALSÍl MANITOBA TELEPHONE S Y S T E M

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.