Lögberg - 21.05.1942, Page 2

Lögberg - 21.05.1942, Page 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 21. MAÍ, 1942 Drekaprófessorinn (Fágæt þjófnaðarsaga) Frá “Ncmo” ú Gimli. Gjörið svo vel, herra minn, og komið mjð mér hérna uj)p a húsþakið, eg skal þá sýna yðui “fuglabúrin” og segja yður alt sem eg veit uni prófessorinn, en áður en við höldum lengra, ætla eg að láta yður vita, að eg trúi ekki einu orði af þvi, sem blöð- in hafa sagt um hann. Nei, herra minn! Mér er ómögulegt að trúa því að jafn vandaður maður og prófessorinn er hafi ætlað \sér að ra*na stjórnina 15,000 dölum. Það er skammar- legt að trúa slíku, en það er nú eftir blöðunum að tarna. Við skulum halda áfrani, herra minn, þessa leið. Lítið nú á. Virðist yður flata húsþakið, herra minn, líta út eins og ræn- ingjabæli? Það er þó hlægilegt' En eftir því sem blöðin segja frá, mætti a*tla að hjá okkui greiðasölukonunum væri athvarf fyrir alla þjófa og bófa. Við höfum þó sannarlega nóg á okk- ar könnum, þó blöðin ekki gjöri ilt verra. Já, berra minn, og svo eru íuglabúrin hérna, sem prófessor- inn geymdi í þrjá ernina sina; og nú ætla eg að segia yður hvernig það atvikaðist, að hann settist að hjá mér. Takið nú v*el SELKIRK LUMBER Company Verzla með Húsavið op allar tegunuir af byggingarefni Kostnaðaráætlanir veittar ókeypis Sími 254 P.O. Box 362 SELKIRK, MAN. eftir: Eg var einmitt nýbúinn að taka hús á leigu, og hafði látið af hendi síðasta pening til þess að gjöra skjólstæðingum mínum sem ánægjulegast að hægL var. Daginn eftir kom prófess- orinn, og það veit sá er alt veit, að þá lá vel á mér, því eg sá undir eins að hann var val- menni og vel efnum búinn, og svo leigði hann herbergið, sem snéri fram að strætinu, og ann- að herbergi til er hann geymdi í föt sín og ferðaskrínur. Nú, nú, herra minn ! Sem sagt, sá eg frá byrjun að þetta var maður sem ekki þurfti að minna á húsaleiguna, en áður en hann réði sig, spurði hann mig hvorí hann ekki gæti fengið að sjá þakið á húsinu, því ef honum litist vel á það til fyrirtækja sinna, ætlaði hann að renta það líka. Að vísu furðaði inig á þvi að hann vildi renta það, en með þvi mér flaug i hug að hann kynni að skemta sér með að taka myndir, eður annað því um likt, fór eg með honum hérna- upp á þakið, og leist honum mjög vel á sig. Við urðum vel ásátt um rentuna, og þá sagði hann mér hvað hann ætlaði sér að gjöra með það. Hann sem sé var Drekaprófessor og léti dreka stiga upp í loftið til að rannsaka vindhraðann og loft- straumana í afar mikilli hæð, hann væri ekki gjörður út af stjórninni, heldur á eigin kostn- að og i þarfir vísindanna; fram- vegis ætlaði hann ekki að hafa vanalega dreka, eins og þá er drengir leika sér að, heldur þrjá tifandi erni, er hann hefði keypt í þvi augnamiði, hann festi sterka taug utan um annan fót- Life, Sickness, Accident, Fire Automobile Liability, Burglary and Hold-up, etc. B. DALMAN AIl Branches of Insurancc Board and Non-Board Companies SELKIRK. MAN. Hæsta verð fyrir húðir. Fugla og dýra veiðileyfi seld. EI jstein’s Lúnited l General Merchants SELKIRK. MANITOBA Sími 21 (Stlfetrl’s iFttnera .mnr • Stofnun þessi hefir nú keypt hið stóra og rúmgóða Comber House á Eveline Street, og er að endurfegra það og breyta því í stóra og fagra útfararstofu. Gilbart’s var stofnað 1935, og hefir lagt sig fram um að veita samúðarríka þjónustu á öllum tímum árs. • (Htlbarl’s línnrral 11 omt SELKIRK. MANITOBA inn á hverjum erni, og léti þá fljúga upp með loftþyngdarmæli, hitamæli, eður önnur vísinda- leg verkfæri. Svo þegar ernirnir væru komnir svo hátt sem hon- um líkaði, drægi hann þá hægt niður aftur. Já, herra minn! Þér megið taka það sem ábyggilegt, að það var sönn unun að heyra hann segja frá þessu öllu. Hann þekti út í yztu æsar drekana, ernina, hiniingeiminn og alt er það þvi laut, og svo sagðist eg ekkert geta haft á móti því að hann Iflytti ernina upp á húsþakið, með því eg sagðist ekki sjá að húseigendunum mætti ekki vera sama, eins og Hka reyndist. Svo flutti prófessorinn til mín dag- inn eftir, og kom örnunum fyrir í þessum þremur búrum, sem standa þarna. Það var undar- legt, hvað hann var elskur að fuglunum og hvað hann kendí þeim margar íþróttir. Herra trúr! Hvað ernirnir voru sterkir. Eg held sá minsti hefði getað flogið með barn í klónum. Prófessorinn sagði að þeir þyftu að vera svo sterkir til þess að geta lyft verkfærunum jafn hátt sem þeir gerðu. Jæja þá! Svo leið vika, áður hann færi að æfa ernina. Hann vildi sum sé láta þá spekjast og venjast þessu nýja heimili sínu, svo þeir kæmu aftur ef taugarnar yrðu fyrir einhverjum slysum og biluðu, og þá — kom þetta dæmalausa ó- happ fyrir, sem blöðin hafa gjört að svo miklu umtalsefni. Hann var ekki einu sinni byrjaður á tilraununum, og örnunum hafði aldrei verið slept lausum, þegar þetta kom fyrir. Eg ímynda mér að prófessor- inn, sem var mjög tilfinninga- næmur, eins og allir lærðir menn eru — hafi orðið danð- hræddur við þetta heimskulega “slúður” um þjófnaðinn frá rík- isbankanum, er blöðin sögðu frá, og hafi því flúið á burt. Lítið þér nú á. Hérna beint á móti er ríkisbankinn, og oftast skeður það i hverri viku, að við sjáum að þangað er ekið hverju ækinu eftir annað, með gull og silfur er á að fara inn í bank- ann. Nú, nú! Svo var það a þriðjudaginn, einmitt um það leyti sem eg var að lúka við dálítinn þvott, og brá mér í burtu til þess að fá gert við handfang á strokjárni er hafði brotnað, að þá sá eg hvar einn bankavagninn kom og nam stað- ar fyrir framan bankadyrnar. Bankaþjónarnir komu og fóru að bera inn peningapokana. Það get eg sagt með sönnu, að eg er ekkert ágjörn, en eg nam þó staðar og horfði á þjónana sem báru gullpokana, og þá varð mér á að óska, að eg ætti einn pok- ann, og þá þyrfti eg ekki að þræla það sem eftir væri æfinn- ar. Það er sagt að 5000 dalir séu í hverjum, og eg skal ábyrgj- ast að þeir voru svo tugum skifti þessir pokar, þegar eg svo stend þarna, var því líkast að skýi brigði fyrir sólina. Eg leit upp og — getið þér nú hvað eg sá? Jú, hvorki meira né minna, en alla þrjá ernina prófessorsins, sem höfðu sloppið út úr búrun- um, og tók mig það sárt hans vegna. Ernirnir svifu fyrst í Lake Winnipeg Excursion, 1942 J S.S. KEENORA Hið eina farþegaskip úr stáli, sem heldur uppi reglubundnum vikulegum ferðum um Winnipegvatn. Farþegarými fyrir 100 skemtigesti; ágætir gestaklefar, fyrsta flokks aðbúð og þægindi. The Selkirk Navigation Co. Ltd. Winnipeg, Man. - Sími 55 100 hring í loftinu, en svo settust þeir alt í einu á vagninn. Eg vsifaði svuntunni til að styggja þá burtu, en -— hugsið þér yður aðeins — úrþvættis fuglarnir stungu sér ofan í gullpoka hrúg- una, og hremdi sinn pokann hver með klónum, öldungis eins og eg hafði séð þá gera uppi á húsþakinu, og þeir kræktu klónum í poka með dauðum kanínum, og áður en bankaþjón- arnir gátu áttað sig á þessu, flugu þeir í loft upp með pok- ana og rendu sér svo niður á húsþakið. Eg ber ekki á móti því, að það gekk öldungis fram af mér, en bankaþjónarnir gláptu steinþegjandi í söinu sporum, það var heldur ekki undarlegt, því ef ernirnir mistu gullið, eður flýgur í burtu með það, yrðu þeir vesalingarnir, ef til vill, að hæta tjónið með kaupi sínu. Þeir eru heldui' ekki svo vel launaðir af ríkinu, að sagt er. Og svo, herra minn! Þegar eg var búinn að ná mér dálítið eftir þetta, ætlaði eg inn í hús til þess að gera prófessor- inn varan þess er eg hafði orðið vör, og þegar eg fann hann ekki á húsþakinu, hélt eg hann væri í herfierginu sínu Bankavörður- inn með öðrum til hafði komið á eftir mér, en er við ekki heldr ur fundum prófessorinn í her- berginu, flýttum við okkur öll þrjú hingað upp, þar sem við nú stöndum. Ernirnir voru horfnir, og prófessorinn fanst hvergi. Eg tók eftir að ernirnir hö'fðu fyrir litlu síðan verið bundnir við langar taugar á öðrum fætinum, og gat eg ekki annað séð en ait væri eðlilegt, en bankaþjónarnir létu eins og vitstola menn og bölvuðu sér upp á að örnunum hefði verið kent að stela pen- ingapokunum, og þegar þeir komust að því, að þakið á hús- inu, náði fast að þaki á næsta húsi, sögðu þeir að prófessorinn hefði orðið að skríða inn um opinn glugga á þakinu, og horf- ið svo leið sína með þessa 15,000 dali. Eg skildi undir eins að allar líkur voru á móti aumingja pró- fessornum, og féll mér það svo þungt að eg fór að gráta. A meðan þessu fór fram, höfðu nokkrir lögreglumenn komið, og er þeir vissu að eg var húsráð- andi, og gæti vitað eitthvað um emina, lögðu þeir fyrir mig svo margar spurningar, að eg vissi ekki mitt ljúkandi ráð. Þar næst drógu þeir mig á lögreglustöðina eins og glæpamann, og þar voru svo aftur lagðar fyrir mig spurn- ingar þvert og endilangt. Síðan hefi eg ekkert frétt af aumingja prófessornum, ekki það allra minsta. Hann hefir að líkuni fengið fregnir af óhappi því er ernirnir ollu, og hefir svo skotið sér undan illu umtali, og get eg öldungis ekki láð honuni það. Ernirnir flugu auðskilið burtu með gullpokana. Þeir voru líka að hagnýta sér frelsið, en þeir einnig hafa orðið fyrir von- brigðum, ræflarnir, þegar þeir urðir varir við málminn í pok- unum í staðinn fyrir dauðar kanínur, er þeir höfðu búist við. Þýtt af E. G. Um kommúnisma Eg hefi oftsinhis furðað mig á því hve mikla andstygð og jafnvel hatur menn hafa borið til kommúnismans, — meiri ó- vild heldur en til sósíalismans, sem er þó náskyld kenning, — báðar jafnaðarstefnur. Mér hefir fundist eitthvað öfugt við þessa afstöðu í þessu voru kristna landi, þvi eg lít svo á að komm- úismi sé kristileg dygð. Jesús frá Nazaret gekk mjög til rifja misskifting auðsins, og böl fá- tæktarinnar, um það ber vott dæmisagan af rika manninum og Lasarusi og einnig af húsráðand- anum, er leigði verkamenn í vín- garð sinn og borgaði öllum jafnt. hvprt sem þeir komu að morgni, þriðju eða elleftu stundar. Saina hugsjónin virðist ríkja í þessum kenningum og hjá Karl Marx, spámanni sósíalismans, er þoldi ekki að horfa upp á ójöfnuð og ranglæti í viðskiftalifi mannanna án þess að hefjast handa. Eyddí hann æfi sinni í látlausri bar- áttu fyrir hag þeirra, sem eru afskiftir í lífsbaráttunni. Þessi gáfaði Gyðingur lagði svo grund- völlinn með hinu merka riti sínu Biblía sósíalismans, er Lenin, Stailin o. ifl. bolsjevikar, er unnu þessum jafnaðarmensku hug- sjónum, síðar bygðu sin ráð- SINCLAIR’S TEA ROOMS Staðurinn þar sem alUr vinir mœtast. SELKIRK, MAN. “HALTU ÁFRAM !” 1 ant’s CThe Merchant’s Hotel SELKIRK. MAN. JIMMIE DOYLE, framkvæmdarstjóri ARN AÐARÓSKIR til íslenzkra viðskiftavina I Booth Fisheries Canadian Company Limil 804 TRUST AND LOAN BUILDING Winnipeg, Maniloba Innilegar árnaðaróskir til íslenzka mannfélagsins í Selkirk, sem lagt Kefir um langt áraskeið fram gifturíkan menningarskerf til uppbyggingar bœjarfélaginu. Virðingarfylzt, Boejarstjóri og bœjarstjórn Selkirkbæjar

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.